Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Lay Low og Pétur Ben í fyrsta skipti saman á sviði

Tónlistarmennirnir Lay Low og Pétur Ben komu í fyrsta sinn fram saman á Menningarhátíð Seltjarnarness um síðustu helgi. Dagskrá kvöldsins sniðu þau sérstaklega fyrir hátíðina, en í henni tvinnuðu þau tónlist sína saman til að skapa einstaka upplifun. Vel var mætt á tónleikana og létu gestir vel af.   Lesa meira

Menningin er rík á Seltjarnarnesinu

Menningarhátíð Seltjarnarness fór fram um liðna helgi og var fjöldi veglegra, áhugaverðra og skemmtilegra viðburða í boði frá fimmtudegi til sunnudags. Undirbúningur stóð yfir í eitt ár og lögðu um þrjú hundruð manns sitt af mörkum til að gera hátíðina að veruleika og sem glæsilegasta. Það var formaður menningarnefndar, Sjöfn Þórðardóttir, sem setti menningarhátíðina á fimmtudagseftirmiðdag. „Menningarstarf er veigamikill þáttur í bæjarlífinu allt árið um kring, enda eflir það bæjarbrag og ímynd Seltjarnarness út á við. Tilgangur hátíðarinnar er að auki að brjóta upp hverdagsleikann, upplýsa, fræða, skemmta og virkja mannauðinn og ná til fólksins með samveru fjölskyldu og vina.… Lesa meira

Bleiki dagurinn er í dag – Tökum þátt og klæðumst bleiku

Bleiki dagurinn er haldinn í dag, föstudaginn 13. október 2017. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Stuðningur okkar allra skiptir máli. Við hvetjum fyrirtæki til að taka þátt í Bleika deginum og kynna sér nýtt fræðsluefni um krabbamein á vinnustöðum. Þar er að finna haldgóðar og aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja vinnufélaga sem greinst hefur með krabbamein. Með því að hafa samband við krabbameinsfélagið á krabb@krabb.is er hægt að fá sent veggspjald sem tilvalið er að hafa uppi til dæmis á kaffistofu vinnustaðarins. Krabbameinsfélagið þakkar… Lesa meira

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna í Gamla bíói fimmtudag

Parkinsonsamtökin halda styrktartónleika annað kvöld kl. 20 í Gamla bíói. Sönghópur Parkinsonsamtakanna mun taka lagið í anddyrinu fyrir tónleikana. Kynnir kvöldsins er Bogomil Font og fram koma: Árný Árnadóttir Eyþór Ingi Fóstbræðraoktet Haukur Heiðar Jóhanna Guðrún Stefanía Svavarsdóttir Svavar Knútur Viðburður á Facebook.   Lesa meira

Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?

Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og viljum ólmar koma vinningum til vinningshafa sem eru eftirfarandi: Fatboy lampi, bleikur að sjálfsögðu, frá Fatboy á Íslandi: Andrea Ösp Kristinsdóttir Gjafabréf frá dúettinum Dúbilló upp á 2 klst. söngskemmtun: Sandra Mjöll Andrésdóttir Gjafapoki frá Inglot Iceland: Heiða Kristín Helgadóttir Gjafapoki frá Bláa lóninu: Helga Ingimarsdóttir Gjafabréf frá… Lesa meira

Zumbapartý til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Í dag verður haldið Zumbapartý á Korpúlfsstöðum kl. 14.00 - 15.30. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og rennur allur ágóði til Slysavarnarfélags Landsbjargar. Kennarar verða: Hjördís Berglind Zebitz Kristbjörg Ágústsdóttir Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir Birgitta Lára Herbertsdóttir   Lesa meira

Láttu gott af þér leiða á morgun – Spinning fyrir Stígamót

Á morgun fer STÆRSTI SPINNINGTÍMI ÁRSINS 2017 fram í Fylkisheimilinu. Viðburðurinn er í boði Gatorade og World Class og rennur ágóðinn til Stígamóta. Öll spinninghjól World Class, 350 talsins, verða flutt yfir í Fylkisheimilið. Húsið opnar kl. 9:00 og hefst fyrsti spinningtíminn af þremur stundvíslega kl. 10:00. Miðasala er inn á www.enter.is. Hægt er að kaupa sig inn í einn, tvo eða alla þrjá tímana. Það kostar 2.000 kr í hvern tíma og rennur ágóðinn til Stígamóta. Ekki er nauðsynlegt að vera korthafi í World Class til að geta mætt í tímann, allir velkomnir. Hver tími er 45 mínútur og 15 mínútna pása verður… Lesa meira

IKEA forsýnir YPPERLIG línuna

  Ný lína IKEA, YPPERLIG, var forsýnd í gær. Línan er samstarf IKEA og danska hönnunarfyrirtækisins HAY. Helstu bloggurum, ritstjórum vef- og prentmiðla sem fjalla um heimili og hönnun og öðrum gestum var boðið í IKEA að sjá línuna, sem er nýjasta stolt IKEA. Kristín Lind Steingrímsdóttir markaðsstjóri IKEA bauð gesti velkomna og kynnti línuna ásamt öðrum starfsmönnum IKEA. Vel var látið af línunni, sem er fjölbreyt og á góðu verði. Boðið var upp á léttar veitingar og gestir leystir út með gjöf úr vetrarlínu IKEA. YPPERLIG línan stendur fyrir einfaldleika sem uppfyllir nútímaþarfir og -langanir. Þetta er samtímahönnun sem… Lesa meira

Tískudrottningar með fatamarkað í Gamla bíói

Tískudrottningarnar Brynja Nordquist, Elísabet Ásberg, Nína Gunnarsdóttir, Rúna Magdalena, Rut Róbertsdóttir, Guðlaug (Gulla) Halldórsdóttir og fleiri héldu tískumarkað í þriðja sinn síðustu helgi. Tískumarkaðurinn sem farið hefur fram í Iðnó fyrri skiptin, var að þessu sinni í Gamla bíói. En þrátt fyrir nýja staðsetningu var engu minni stemning á markaðinum en áður. Fatnaður, fylgihlutir og fleira var til sölu. Fjöldi fólks mætti, enda fullt af fallegum fatnaði og vörum í boði. Lesa meira

Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði fara fram á Gauknum í kvöld

Hugvekju/minningartónleikar fara fram í kvöld á Gauknum undir yfirskriftinni: Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði. Markmiðið er að stöðva fáfræði og fordóma gagnvart geðsjúkdómum og stuðla að því að einstaklingar sem þjást af þeim fái þá hjálp sem þeir eiga skilið. „Tölum um hlutina – geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir,“ segja skipuleggjendur tónleikanna, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir. Þær hafa fengið til liðs við sig níu hljómsveitir sem munu flytja tónlist á viðburðinum auk þess sem sálfræðingar munu leiða umræðu um geðheilbrigði. Hljómsveitirnar sem koma munu fram eru: World Narcosis Mighty bear We made god Skaði Great Grief Dynfari… Lesa meira

Keppendur Ungfrú Ísland mættu á Miss Universe Iceland

Fallegar konur fjölmenntu í Gamla bíó mánudaginn 25. september síðastliðinn þegar keppnin um Miss Universe Iceland 2017 fór fram. Þar á meðal voru stúlkur sem kepptu í Ungfrú Ísland mánuði áður, eða 26. ágúst síðastliðinn. Fleiri myndir frá Miss Universe Iceland árið 2017 má sjá hér og hér. Lesa meira

Glæsilegir skór, gómsætt súkkulaði og góðir vinir – Marta kann að bjóða í gott partý

Skóhönnuðurinn Marta Jónsson býður á hverju ári vinum og viðskiptavinum í partý í verslun sinni á Laugavegi 51. Vinur hennar, Hafliði Ragnarsson, konfektgerðarmeistari, sá að vanda um veitingar, sem voru jafn ljúffengar og þær voru girnilegar á að líta. Fjöldi fallegra kvenna mætti til Mörtu til að sjá nýjustu skóna, gæða sér á ljúffengum veitingum og spjalla, enda fátt skemmtilegra en að hitta góða vini. Á heimasíðu Mörtu má skoða úrval af fallegum skóm og fatnaði.   Lesa meira

Bleik The Rubz armbönd til styrktar Krabbameinsfélaginu

Annað árið í röð er Kósk ehf. heildverslun í samstarfi við Krabbameinsfélagið með sölu á bleikum The Rubz armböndum. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélaginu. The Rubz armböndin eru búin til úr náttúrulegu siliconi og eru falleg dönsk hönnun. Bleiku The Rubz armböndin koma í sölu 2. október í 40 verslunum. Sjálfboðaliðar sjá um að koma armböndunum í sölu og eins og áður sagði rennur allur ágóði til styrktar Krabbameinsfélaginu. Lesa meira

Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti. Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð er seiðandi og fögur í senn. Leikarar þjóna gestum og sjá þeim fyrir veitingum og síðan hefst sýningin frjálslega og án hlés. Lög sem Ella Fidsgerald gerði fræg eru sungin af stórgóðum söngvurum ásamt hljómsveit og einnig kemur fyrir bráðfyndinn leikur og spuni í bland… Lesa meira

Stefán er konungur sálartónlistarinnar á Íslandi

Konungurinn í sálartónlistinni á Íslandi, Stefán Hilmarsson, mun stíga á stokk með hljómsveitinni Gullkistunni á Kringlukránni í kvöld. Stefán og félagar munu fara í ferðalag aftur til gullaldar bandarískrar dægurtónlistar. Sígildar perlur svartrar sálartónlistar glitra í meðförum Stefáns. Lesa meira

Bleikt bauð í bíó – Húsfyllir og stemning í Kringlubíó

Bleikt í samstarfi við Sambíóin bauð í konubíó í Kringlubíói í gærkvöldi. Um 270 konur, ásamt örfáum karlmönnum sem læddu sér með, mættu og sáu nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Kvikmyndin Home Again er komin í sýningu í Sambíóunum. Allar konurnar sem mættu á sýninguna gátu skráð nafn sitt í happdrætti sem Bleikt mun draga út í á mánudaginn næsta. Í verðlaun eru nokkrir vinningar, þar á meðal frá Rekkjunni, Bláa Lóninu, Inglot, dúettinum Dúbilló, Pippa partývörum, Odee, Sumac, Lífrænum matvælum og Blush, sem jafnframt gaf þeim konum sem vildu smokka í gær. Fylgist með á bleikt.is og Bleikt á Facebook, því… Lesa meira

Bleikt bíó byrjar kl. 20

Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar. Lesa meira

Gyðjan vakti athygli í gegnsæjum kjól

Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir var glæsileg á Miss Universe Iceland keppninni sem haldin var í Gamla bíó á mánudagskvöldið. Bleikt fékk að forvitnast um undirbúning Gyðjunnar fyrir kvöldið og heildarútlitið. Sigrún Lilja, sem oftast er þekkt sem Gyðjan, vakti athygli þegar hún mætti á Miss Universe Iceland keppnina í glæsilegum sérsaumuðum gegnsæjum kjól og skartaði síðu svörtu tagli, en fylgjendur hennar á Snapchat: theworldofgydja, fylgdust spenntir yfir daginn með undirbúningnum. Sigrún Lilja styður með hönnunarmerkinu sínu Gyðju Collection við Miss Universe Iceland keppnina. Við heyrðum í Sigrúnu Lilju og spjölluðum við hana um undirbúninginn fyrir kvöldið. Segðu okkur aðeins frá… Lesa meira

Kíkt á myndlistarsýningu Ellýjar á Akranesi

Elínborg Halldórsdóttir, Ellý í Q4U, er með sýningu á Akranesi, en hún hyggst selja allt og flytja til Slóvakíu, eins og fram kom í viðtali á DV. Ljósmyndari Bleikt kíkti á opnun sýningar Ellýjar síðastliðinn föstudag og smellti af nokkrum myndum. Sýningin verður opin út vikuna.   Lesa meira

Þær voru í fimm efstu sætum Miss Universe Iceland 2017

Keppnin um Miss Universe Iceland 2017 fór fram í gærkvöldi fyrir fullu húsi í Gamla Bíói. 17 glæsilegar stúlkur kepptu um titilinn Miss Universe Iceland. Arna Ýr Jónsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2017. Þær sem lentu í fimm efstu sætunum eru: Arna Ýr Jónsdóttir (Miss Northern Lights) var valin Miss Universe Iceland 2017. Arna Ýr var einnig valin Miss Reebok Fitness, Miss Bianco og Miss Label M. Ester Elísabet Gunnarsdóttir (Miss Hafnarfjörður) Elísa Gróa Steinþórsdóttir (Miss Garðabær) Elísa Gróa var einnig valin Miss Inglot Cosmetics. Hulda Margrét Sigurðardóttir (Miss Southern Iceland) Hulda Margrét var einnig valin Miss Fitness Sport og… Lesa meira