Horfðu á evrópska kvikmyndahátíð heima í stofu

Í samstarfi við RIFF býður ArteKino kvikmyndahátíðin til kvikmyndaveislu heima í stofu frá 10. - 17. desember. ArteKino hefur valið tíu framúrskarandi evrópskar kvikmyndir frá síðustu mánuðum og árum og verða þær allar aðgengilegar á netinu til 17. desember fyrir áhorfendur víðsvegar um Evrópu! ArteKino er evrópsk kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu. Hún var stofnuð af ARTE og Festival Scope árið 2016 og í ár býðst áhorfendum frá 45 Evrópulöndum að horfa á tíu kvikmyndir með texta á fjórum tungumálum (frönsku, þýsku, ensku og spænsku). Áhorfendum býðst einnig að kjósa myndina sem hlýtur áhorfendaverðlaun að verðmæti 30,000€. Með því að kjósa gefst áhorfendum möguleiki… Lesa meira

Kviknar útgáfuboð – Fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar

Útgáfugaman Kviknar var haldið á Kaffi Laugalæk þann 1.desember. Kviknar er fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar en hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Verkið hefur verið rúm 12 ár í vinnslu og því stór dagur fyrir þau sem að henni komu. Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir er höfundur, Hafdís ljósmóðir bókarinnar og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Þorleifur Kamban hannaði bókina en hann og Andrea stofnuðu útgáfuna Eyland & Kamban og gefa því Kviknar út sjálf. Nálgast má allar upplýsingar um Kviknar á heimasíðu bókarinnar. Lesa meira

Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi

Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeildar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör á föstudag við Hallgrímskirkju. Ljósainnsetningunni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi. Þá taka hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan höndum saman til að styðja þá sem sæta grófum mannréttindabrotum. Markmið innsetningarinnar er að fá almenning til að grípa til aðgerða með því að ljá undirskrift sína vegna tíu áríðandi mála einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og þrýsta á stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að gera úrbætur. Með þessum hætti láta þátttakendur ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota, halda loganum lifandi í mannréttindabaráttunni og þrýsta… Lesa meira

Jólamarkaður Janus – til styrktar einstaklingum í starfsendurhæfingu

Janus náms- og starfsendurhæfing heldur árlegan jólamarkað fimmtudaginn 7. desember næstkomandi frá kl. 12 - 17. „Allur ágóði rennur í sjóð sem eyrnamerktur er einstaklingum sem eru í fjárhagslegri neyð og stunda starfsendurhæfingu hér í Janusi endurhæfingu,“ segir Þórdís Halla Sigmarsdóttir Iðjubraut Janusar endurhæfingar. Til sölu verða listhandverk sem unnin eru í Janusi endurhæfingu með endurnýtingu og umhverfisvæna hugsun í huga. Hér er kjörið tækifæri til að styðja gott og þarft málefni um leið og gerð eru góð kaup. Jólamarkaðurinn verður 7. desember kl.12 til 17, Skúlagötu 19, 2. hæð. Einnig verða munir til sölu frá 9 - 16 alla virka daga… Lesa meira

Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina

Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna þar sem fjöldi skemmtikrafta koma fram, tendrað verður á jólatréinu og jólasveinar leiða söng og dans. Dagskrá: 12.00-16.00: Skemmtileg jóladagskrá í Menningarhúsum Kópavogs: Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni og Salnum. Meðal þess sem boðið er upp á er spilahorn og föndur í Bókasafninu, jólaleikrit í Salnum… Lesa meira

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í dag

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn í kvöld kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar… Lesa meira

Hressleikarnir – 3,5 milljónir söfnuðust fyrir Steinvöru og dætur

Linda Björk Hilmarsdóttir rekur heilsuræktarstöðina Hress í Hafnarfirði og hefur gert í tuttugu og fimm ár. Einn hápunktur í starfsemi Hress eru Hressleikar, sem haldnir eru fyrstu helgina í nóvember og voru haldnir í ár í tíunda sinn. Markmiðið með þeim er að safna fé handa fjölskyldu í Hafnarfirði sem gengur í gegnum erfiðleika. Í ár var safnað fyrir Steinvöru Þorleifsdóttur og dætur hennar tvær, Kristínu Jónu og Þórhildi. Eiginmaður hennar, Kristjón Jónsson, lést úr sjaldgæfu krabbameini í fyrra og hún sjálf greindist með ólæknandi krabbamein fyrr á þessu ári. Steinvör var í viðtali í Morgunblaðinu helgina sem Hressleikarnir fóru… Lesa meira

Kringlan afhendir Pieta Ísland söfnunarfé góðgerðardagsins „Af öllu hjarta“

Þriðjudaginn 28.nóvember afhenti Kringlan söfnunarfé góðgerðaverkefnisins „Af öllu hjarta“ til Pieta Ísland, sjálfsvígsforvarnarsamtaka.  „Af öllu hjarta“ er verkefni sem Kringlan hleypti af stokkunum í fyrra en í því felst að einn dag á ári gefa verslanir og veitingastaðir hússins 5% af veltu dagsins til góðs málefnis. Söfnunin fór fram fimmtudaginn 21 september og var dagurinn í Kringlunni helgaður málefninu. Samstillt átak verslunareigenda í einni stærstu verslunarmiðstöð landsins áorkar miklu til samfélagslegs málefnis af þessu tagi auk þess sem félagið fær ómetanlegt tækifæri til kynningar og fræðslu.  Í ár söfnuðust 2.771.167 kr. og mun söfnunarfé skipta sköpum við upphaf rekstrar á nýju meðferðarheimili… Lesa meira

Stórtónleikar til styrktar BUGL – Hlustið til góðs

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hélt sína árlegu Stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn, til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir í ár voru þeir fimmtándu. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar komu fram og gáfu allir vinnu sína. Þeir voru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salóme, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Undirleikarar voru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldson.  Kynnir kvöldsins var Gísli Einarsson. Ágóðinn af styrktartónleikunum í þessi… Lesa meira

Lýstu upp myrkrið – Bréfin þín geta bjargað lífi

  Herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, stendur yfir dagana 1. – 15. desember næstkomandi. Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims og fer fram samtímis í fjölmörgum löndum víða um heim. Allir geta tekið þátt og skrifað undir 10 áríðandi mál þar sem brotið hefur verið á mannréttindum einstaklinga og hópa sem sæta mannréttindabrotum og þrýsta um leið á stjórnvöld að láta af mannréttindabrotum. Markmiðið er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er. Skrifaðu undir og gefðu vonarljós í líf þeirra sem mega þola mannréttindabrot. Skrifa má undir á vefsíðu Amnesty. Í tengslum við herferðina mun… Lesa meira

Látum ljósið skína – Ljósafossgangan fer fram laugardaginn 2. desember næstkomandi

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, varð til árið 2005 fyrir tilstilli nokkurra einstaklinga. Starfsemin hefur vaxið með árunum, og skjólstæðingum og verkefnum fjölgað. Laugardaginn 2. desember næstkomandi fer Ljósafossgangan niður Esjuna undir styrkri stjórn Þorsteins Jakobssonar, sem er mikill vinur Ljóssins. Með göngunni vill Ljósið vekja athygli á því mikilvæga starfi sem fram fer í Ljósinu endurhæfingu fyrir bæði krabbameinsgreinda og fjölskyldur þeirra. Frekari upplýsingar um gönguna og Ljósið má finna á heimasíðu Ljóssins. Fjallað var nánar um Ljósið í DV í sumar þegar maraþon Íslandsbanka fór fram. Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Björn Lúkas kominn í úrslit

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson er kominn í úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Hann er búinn að klára fjóra bardaga á fjórum dögum, alla í 1. lotu. Úrslitin fara fram á laugardaginn. MMAfréttir greindu fyrst frá. Björn Lúkas mætti Ástralanum Joseph Luciano í dag í undanúrslitum. Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel. Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu síðar með fallegu júdó… Lesa meira

Friðgeir fagnar Formanni húsfélagsins

  Fyrsta skáldsaga Friðgeirs Einarssonar, Formaður húsfélagsins, er komin út, en Friðgeir hlaut mikið lof fyrir smásagnasafn sitt á síðasta ári: Takk fyrir að láta mig vita. Bókin kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu og var útgáfufögnuður haldinn síðastliðinn föstudag í Mengi Óðinsgötu 2. Myndir: Sigfús Már Pétursson Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Formaður húsfélagsins fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa. „Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn… Lesa meira

Björn Lúkas með öruggan sigur á fyrsta degi

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram um þessar mundir í Barein. Björn Lúkas Haraldsson er eini fulltrúi Íslands á mótinu en hann er kominn áfram í næstu umferð eftir sigur í gær. Björn Lúkas keppir í millivigt en fyrsta umferð mótsins fór fram í gær. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og lenti ekki í neinum teljandi vandræðum. Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og kom sú reynsla vel að notum í dag. Björn kastaði Spánverjanum niður, komst í yfirburðastöðu og kláraði með armlás eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu. MMAFréttir… Lesa meira

Guðni Th. afhjúpar minnisvarða á Hernámssetrinu

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ásamt Hr. Igor Orlov fylkisstjóra Arkhangelsk-fylkis í Rússlandi afhjúpaði þann 1. nóvember síðastliðinn minnisvarða á Hernámssetrinu að Hlöðum. Minnisvarðinn sem ber heitið „Von um frið“ er eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev og er gjöf hans til Hernámssetursins til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðaflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni. Skipalestasiglingar milli Íslands og Norðvestur-Rússlands fóru að verulegu leyti fram milli Arkhangelsk og Hvalfjarðar. Nú um þessar mundir eru liðin 75 ár síðan mannskæðustu átökin áttu sér stað með skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands. Þetta… Lesa meira

Þjóðin heillaðist af húnvetnskum karlakór

Það voru karlar úr Húnavatnssýslu sem komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi í keppninni Kórar Íslands sem farið hefur fram í vetur á Stöð 2. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps bar þar sigurorð af 19 öðrum kórum og eru strákarnir að vonum hæstánægðir með sigurinn, en í upphafi voru þeir yfirhöfuð svartsýnir um að ná að geta verið með. „Celeb,“ svarar Höskuldur Birkir Erlingsson formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og skellihlær þegar Bleikt.is hafði samband við hann í dag og spurði hvernig honum liði með sigurinn. „Við erum í skýjunum. Þegar við ákváðum að taka þátt þá vorum í basli með að dekka þetta, við… Lesa meira