Vitundarvakning #1af6: „Markmiðið er að rjúfa þögnina“

Flestir gera ráð fyrir því frá barnæsku að þegar þeir verði fullorðnir komi þeir til með að stofna sína eigin fjölskyldu og verði foreldrar. Það er því oft mikið áfall fyrir fólk þegar það kemst að því að það þurfi aðstoð við barneignir en talið er að 1 af hverjum 6 einstaklingum þjáist af ófrjósemi. Í þessari viku, 26. febrúar – 3. mars stendur Tilvera fyrir vitundarvakningu um ófrjósemi sem gengur undir heitinu #1af6. Tilvera eru samtök um ófrjósemi sem var stofnað fyrir nærri þrjátíu árum síðan. Félagsmenn eru fólk alls staðar að úr samfélaginu sem á það sameiginlegt að… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Golden Globe 2018 – Three Billboards og Big Little Lies sigurvegarar kvöldsins

Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í 75. skipti í gær. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á Beverly Hilton-hótelinu í Los Angeles. Verðlaun voru veitt í 25 flokkum kvikmynda og sjónvarpsefnis. Kvikmyndin The Shape of Water fékk flestar tilnefningar, sjö talsins. Þar á meðal fyrir besta handrit og bestu leikstjórn. Kvikmyndin The Post fékk sex tilnefningar. Þar á meðal  sem besta myndin í flokki dramatískra kvikmynda og bestu leikstjórn. Þættirnir Big Little Lies fengu flestar tilnefningar hvað sjónvarpsefni varðar, sex talsins. Sigurvegarar kvöldsins eru kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk fjögur verðlaun af sex tilnefndum og sjónvarpsþáttaröðin Big Little Lies sem fékk… Lesa meira

Múrarar gefa út Ökulög

Hljómsveitin Múrarar var að gefa út sína fyrstu pötu sem nefnist Ökulög. Múrarar er nýtt tónlistarsamstarf Gunnars Arnar Egilssonar, Kristins Roach Gunnarssonar og Gunnars Gunnsteinssonar. Múrarar steypa lágstemmda og seigfljótandi tregatekknó með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum. Á Ökulög er umfjöllunarefnið götur, firðir og ástand. Platan, sem inniheldur fjögur lög, byrjar fyrir norðan og keyrt er suður, frá Öxnadal til Reykjavíkur. Ökulög má streyma frítt fram að tónleinkunum, sjá hér. Múrarar mun stíga á svið laugardaginn 6.janúar kl. 20 í Mengi við Óðinsgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Ökulög verður til sölu en hún er gefin út í 13 vínyl… Lesa meira

Mótorhjólamenn buðu upp á Andskötusúpu til styrktar Hugarafli

Sober Riders MC stóðu fyrr í dag fyrir sinni árlegu fiskisúpuveislu við Laugaveg 77. Þetta er sannkölluð Andskötusúpa þar sem ekki er boðið upp á neinn viðbjóð. Lifandi tónlist var í boði  og rífandi stemning. Súpu fengu gestir og gangandi án endurgjalds, en frjálsum framlögum var safnað fyrir Hugarafl, stuðningsfélag fólks með geðraskanir. Lesa meira

Góðgerðaruppboð til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands

BYKO og góðir samstarfsaðilar hafa ákveðið að halda uppboð til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands næstkomandi fimmtudag, 21. desember kl. 18 í BYKO Breidd. Allt andvirði rennur óskipt til Fjölskylduhjálpar Íslands. Boðnar verða upp fjölmargar spennandi vörur og hlutir. Komdu og gerðu frábær kaup, um leið og þú styrkir verðugt málefni, allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og tekið þátt. Meðal þess sem boðið verður upp er árituð Cardiff félagstreyja frá Aroni Einari landsliðsfyrirliða. Ítarlegri upplýsingar ásamt myndum verða birtar í viðburðinum á Facebook og á heimasíðunni. Lesa meira

Geir Ólafs bauð upp á gæði á heimsvísu í Gamla bíói

Jólatónleikar Geirs Ólafssonar The Las Vegas Christmas Show, voru haldnir nýlega í Gamla bíói. Um er að ræða stórtónleika, kvöldverð og sýningu, að hætti Las Vegas. Uppselt var á sýninguna í ár, eins og í fyrra. „Strax eftir sýninguna í fyrra, fórum við yfir hvernig til tókst og ákváðum þá næstu,“ segir Geir. Með Geir í sýningunni var stórsveit frá Las Vegas, undir stjórn Don Randi og íslenskir söngvarar, bæði þekktir og aðrir, sem munu stíga sín fyrstu spor í sýningunni. Þegar er búið að ákveða daga fyrir The Las Vegas Christmas Show á næsta ári og verða tónleikar 7.,… Lesa meira

Dimma áritar vínyl í Lucky Records

Hljómsveitin Dimma mun árita nýútkomnar vínyl-viðhafnarútgáfur af plötunum Eldraunir, Vélráð og Myrkraverk á milli 14:00 og 16:00 í plötubúðinni Lucky Records sunnudaginn 17.desember. Útgáfurnar eru á tvöföldum vínyl með áður óútgefnum tónleikaupptökum sem aukalög. Þeir sem styrktu útgáfuna í gegnum Karolinafund söfnun sveitarinnar geta einnig sótt sín eintök á staðinn og fengið áritanir í leiðinni. Plöturnar eru þríleikur sem hófst með útgáfu plötunnar Myrkraverk árið 2012. Þar var yrkisefnið öll þau mannanna verk sem framin eru í myrkrinu og skuggahliðum mannlífsins. Vélráð, sem kom út 2014, fjallaði um þá klæki sem mannfólkið notar til þess að beygja náungann undir sinn vilja og ná yfirhöndinni og völdum í samskiptum sín á… Lesa meira

Pétur og Polina – Heimsmeistarar í annað sinn

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr sigruðu síðustu helgi heimsmeistaramót í flokki undir 21 árs og yngri í suður-amerískum latindönsum. Mótið sem haldið var í Disneyland í París er með sterkara móti og stóð yfir í 10 tíma. Alls voru um 100 pör sem hófu keppni og á endanum stóð Ísland uppi sem sigurvegarar. Úkraína var í öðru sæti og Rússland í þriðja sæti. Með sigrinum náðu Pétur og Polina að verja titilinn, en þau unnu sama mót árið 2016 og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. 17 dómarar dæmdu úrslitin og sigruðu Pétur og Polina alla fimm dansana sem keppt var í.… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Horfðu á evrópska kvikmyndahátíð heima í stofu

Í samstarfi við RIFF býður ArteKino kvikmyndahátíðin til kvikmyndaveislu heima í stofu frá 10. - 17. desember. ArteKino hefur valið tíu framúrskarandi evrópskar kvikmyndir frá síðustu mánuðum og árum og verða þær allar aðgengilegar á netinu til 17. desember fyrir áhorfendur víðsvegar um Evrópu! ArteKino er evrópsk kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu. Hún var stofnuð af ARTE og Festival Scope árið 2016 og í ár býðst áhorfendum frá 45 Evrópulöndum að horfa á tíu kvikmyndir með texta á fjórum tungumálum (frönsku, þýsku, ensku og spænsku). Áhorfendum býðst einnig að kjósa myndina sem hlýtur áhorfendaverðlaun að verðmæti 30,000€. Með því að kjósa gefst áhorfendum möguleiki… Lesa meira

Kviknar útgáfuboð – Fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar

Útgáfugaman Kviknar var haldið á Kaffi Laugalæk þann 1.desember. Kviknar er fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar en hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Verkið hefur verið rúm 12 ár í vinnslu og því stór dagur fyrir þau sem að henni komu. Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir er höfundur, Hafdís ljósmóðir bókarinnar og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Þorleifur Kamban hannaði bókina en hann og Andrea stofnuðu útgáfuna Eyland & Kamban og gefa því Kviknar út sjálf. Nálgast má allar upplýsingar um Kviknar á heimasíðu bókarinnar. Lesa meira

Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi

Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeildar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör á föstudag við Hallgrímskirkju. Ljósainnsetningunni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi. Þá taka hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan höndum saman til að styðja þá sem sæta grófum mannréttindabrotum. Markmið innsetningarinnar er að fá almenning til að grípa til aðgerða með því að ljá undirskrift sína vegna tíu áríðandi mála einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og þrýsta á stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að gera úrbætur. Með þessum hætti láta þátttakendur ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota, halda loganum lifandi í mannréttindabaráttunni og þrýsta… Lesa meira

Jólamarkaður Janus – til styrktar einstaklingum í starfsendurhæfingu

Janus náms- og starfsendurhæfing heldur árlegan jólamarkað fimmtudaginn 7. desember næstkomandi frá kl. 12 - 17. „Allur ágóði rennur í sjóð sem eyrnamerktur er einstaklingum sem eru í fjárhagslegri neyð og stunda starfsendurhæfingu hér í Janusi endurhæfingu,“ segir Þórdís Halla Sigmarsdóttir Iðjubraut Janusar endurhæfingar. Til sölu verða listhandverk sem unnin eru í Janusi endurhæfingu með endurnýtingu og umhverfisvæna hugsun í huga. Hér er kjörið tækifæri til að styðja gott og þarft málefni um leið og gerð eru góð kaup. Jólamarkaðurinn verður 7. desember kl.12 til 17, Skúlagötu 19, 2. hæð. Einnig verða munir til sölu frá 9 - 16 alla virka daga… Lesa meira

Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina

Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna þar sem fjöldi skemmtikrafta koma fram, tendrað verður á jólatréinu og jólasveinar leiða söng og dans. Dagskrá: 12.00-16.00: Skemmtileg jóladagskrá í Menningarhúsum Kópavogs: Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni og Salnum. Meðal þess sem boðið er upp á er spilahorn og föndur í Bókasafninu, jólaleikrit í Salnum… Lesa meira

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í dag

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn í kvöld kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar… Lesa meira

Hressleikarnir – 3,5 milljónir söfnuðust fyrir Steinvöru og dætur

Linda Björk Hilmarsdóttir rekur heilsuræktarstöðina Hress í Hafnarfirði og hefur gert í tuttugu og fimm ár. Einn hápunktur í starfsemi Hress eru Hressleikar, sem haldnir eru fyrstu helgina í nóvember og voru haldnir í ár í tíunda sinn. Markmiðið með þeim er að safna fé handa fjölskyldu í Hafnarfirði sem gengur í gegnum erfiðleika. Í ár var safnað fyrir Steinvöru Þorleifsdóttur og dætur hennar tvær, Kristínu Jónu og Þórhildi. Eiginmaður hennar, Kristjón Jónsson, lést úr sjaldgæfu krabbameini í fyrra og hún sjálf greindist með ólæknandi krabbamein fyrr á þessu ári. Steinvör var í viðtali í Morgunblaðinu helgina sem Hressleikarnir fóru… Lesa meira

Kringlan afhendir Pieta Ísland söfnunarfé góðgerðardagsins „Af öllu hjarta“

Þriðjudaginn 28.nóvember afhenti Kringlan söfnunarfé góðgerðaverkefnisins „Af öllu hjarta“ til Pieta Ísland, sjálfsvígsforvarnarsamtaka.  „Af öllu hjarta“ er verkefni sem Kringlan hleypti af stokkunum í fyrra en í því felst að einn dag á ári gefa verslanir og veitingastaðir hússins 5% af veltu dagsins til góðs málefnis. Söfnunin fór fram fimmtudaginn 21 september og var dagurinn í Kringlunni helgaður málefninu. Samstillt átak verslunareigenda í einni stærstu verslunarmiðstöð landsins áorkar miklu til samfélagslegs málefnis af þessu tagi auk þess sem félagið fær ómetanlegt tækifæri til kynningar og fræðslu.  Í ár söfnuðust 2.771.167 kr. og mun söfnunarfé skipta sköpum við upphaf rekstrar á nýju meðferðarheimili… Lesa meira

Stórtónleikar til styrktar BUGL – Hlustið til góðs

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hélt sína árlegu Stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn, til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir í ár voru þeir fimmtándu. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar komu fram og gáfu allir vinnu sína. Þeir voru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salóme, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Undirleikarar voru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldson.  Kynnir kvöldsins var Gísli Einarsson. Ágóðinn af styrktartónleikunum í þessi… Lesa meira

Lýstu upp myrkrið – Bréfin þín geta bjargað lífi

  Herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, stendur yfir dagana 1. – 15. desember næstkomandi. Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims og fer fram samtímis í fjölmörgum löndum víða um heim. Allir geta tekið þátt og skrifað undir 10 áríðandi mál þar sem brotið hefur verið á mannréttindum einstaklinga og hópa sem sæta mannréttindabrotum og þrýsta um leið á stjórnvöld að láta af mannréttindabrotum. Markmiðið er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er. Skrifaðu undir og gefðu vonarljós í líf þeirra sem mega þola mannréttindabrot. Skrifa má undir á vefsíðu Amnesty. Í tengslum við herferðina mun… Lesa meira

Látum ljósið skína – Ljósafossgangan fer fram laugardaginn 2. desember næstkomandi

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, varð til árið 2005 fyrir tilstilli nokkurra einstaklinga. Starfsemin hefur vaxið með árunum, og skjólstæðingum og verkefnum fjölgað. Laugardaginn 2. desember næstkomandi fer Ljósafossgangan niður Esjuna undir styrkri stjórn Þorsteins Jakobssonar, sem er mikill vinur Ljóssins. Með göngunni vill Ljósið vekja athygli á því mikilvæga starfi sem fram fer í Ljósinu endurhæfingu fyrir bæði krabbameinsgreinda og fjölskyldur þeirra. Frekari upplýsingar um gönguna og Ljósið má finna á heimasíðu Ljóssins. Fjallað var nánar um Ljósið í DV í sumar þegar maraþon Íslandsbanka fór fram. Lesa meira