Harpa mundi mæta til Vivienne Westwood í Skotapilsi – RFF 2017

MYRKA er nýja fatamerkið hennar Hörpu Einarsdóttur, listakonu og fatahönnuðar. Hugmyndaheimur Hörpu birtist á skemmtilegan hátt í hönnun hennar og við erum spennt að sjá fötin lifna við á pöllunum á RFF um helgina. Reykjavík Fashion Festival byrjar í kvöld - ennþá er hægt að krækja sér í miða. Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég færi í Skotapilsi við íslenska lopapeysu og ég tæki Tildu Swinton með mér. Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá í fötunum þínum? PJ Harvey Lýstu hönnun þinni í 5 orðum Óræð, óvænt, óvanaleg, óróleg og… Lesa meira

„Ég sef bara á sunnudaginn“ – RFF 2017 er að skella á – Hér er dagskráin!

Reykjavík Fashion Festival hefur vakið mikla lukku hér á landi sem og hjá tískuáhugafólki um allan heim. Hátíðin er haldin í sjöunda skiptið í ár og má því segja að hún sé orðin að árlegum viðburði sem engin má missa af. Aðalmarkmið sýningarinnar er að markaðssetja íslenska hönnun og kynna þróun og tækifæri í íslenskum tískuiðnaði. Reykjavík Fashion Festival setti sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og hvetja þá til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. Því er hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum og orðið „ROK“ varð fyrir valinu en það er eitthvað sem allir íslendingar eru… Lesa meira

„Það er erfitt að lýsa hönnun sinni“ – Heiða og Cintamani á RFF 2017

Heiða Birgisdóttir yfirhönnuður hjá Cintamani situr fyrir svörum að þessu sinni í kynningum okkar á þátttakendum í Reykjavík Fashion Festival. RFF hátíðin er stærsti tískuviðburður á Íslandi í ár og verður haldin í Hörpu föstudaginn 24., og laugardaginn 25. mars. Ennþá er hægt að næla sér í miða á þennan glæsilega viðburð. Gefum Heiðu orðið! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég væri örugglega með valkvíða fram á síðustu stundu, en kjóll frá Hildi Yeoman er á óskalistanum og ætli ég mundi ekki nota tækifærið og kaupa mér einn slíkan.… Lesa meira

Draumur Inklaw-pilta um Justin Bieber rættist – RFF 2017

Inklaw Clothing var stofnað 2014 af nokkrum vinum í Reykjavík. Fötin þeirra eru í afslöppuðum götustíl og undir áhrifum hip-hop menningar. Inklaw er eitt merkjanna sem tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival næstu helgi í Hörpunni. Við fengum Guðjón Geir Geirsson, einn aðstandenda Inklaw til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég færi líklegast í svörtum rifnum gallabuxum, oversized svartri skyrtu og leðurjakka. Ég tæki líklegast strákana í Inklaw með mér sú blanda klikkar ekki. Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá… Lesa meira

María – „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna. Í tilfelli Maríu Hjálmtýsdóttur á gleymskan rætur í ofbeldissambandi sem varði að hennar sögn í 18 ár. María var 18 ára þegar sambandið hófst. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hlaut íslenskan ríkisborgararétt eftir 5 ára búsetu… Lesa meira

Magnea hlakkar til að sjá öll litlu atriðin smella – RFF 2017

Magnea Einarsdóttir er fatahönnuðurinn á bak við merkið MAGNEA sem er eitt þeirra sem við fáum að sjá á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu næstu helgi. Magnea hefur vakið athygli fyrir nýstárlega efnishönnun og notkun á íslensku ullinni. Sýning Magneu er í Silfurbergi / Hörpu á föstudagskvöldið kl. 21. Eins og aðrir hönnuðir sem taka þátt í RFF þetta árið er Magnea sjúklega upptekin við að leggja lokahönd á sýninguna sína - við náðum þó að stoppa hana í nokkrar mínútur til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörðu svo vel Magnea! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í… Lesa meira

Ragnheiður – „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni“

Í næstum 26 ár hefur Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir glímt við afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún lenti í grófri líkamsárás og hópnauðgun af hálfu 5 manna. Ári síðar var henni nauðgað af kunningja sínum á Þjóðhátíð í Eyum. Umfjöllun fjölmiðla um bókina Handan fyrirgefningar eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger, hefur vakið upp hugsanir hjá Ragnheiði um fyrirgefninguna, og hvort hún sé viðeigandi í hennar máli. Orð Þórdísar Elvu í Kastljósi gærkvöldsins höfðu að sögn Ragnheiðar djúpstæð áhrif á hana. „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni, er ekki tilbúin að… Lesa meira

Ásdís Guðný undirbýr sig og heimilið fyrir komandi barn: „Ég reyni bara að vera mitt besta eintak“

Ásdís Guðný Pétursdóttir er verðandi móðir búsett í Mosfellsbæ. Áður en hún varð ólétt starfaði hún sem flugfreyja hjá WOW Air en upp á síðkastið hefur hún verið að undirbúa sig og heimilið fyrir komandi barn. Fjölskyldan er Ásdísi mjög kær og nýtur hún þess að eyða dýrmætum tíma með henni. Hún hefur áhuga á ferðalögum, heimilinu sínu og heimasíðan hennar glam.is. Við hjá Bleikt fengum Ásdísi til að svara nokkrum spurningum um allt milli himins og jarðar. Persónuleiki þinn í fimm orðum? Fljótfær, heiðarleg, einlæg, skemmtileg og hress! Hver er þinn helsti veikleiki? Súkkulaði. Áttu þér mottó í lífinu? Mottó… Lesa meira

„Berfætt í ballerínuskóm, sama hvernig veðrið er“ – Sigrún Jóns ætlar ekki að láta sér leiðast í lífinu

Sigrún Jónsdóttir er hress Snappari og lífsnautnakona. Hún er einn æstasti Justin Bieber aðdáandi landsins, pistlahöfundur og húmoristi, og er nýflutt í sjúklega sætt smáhýsi við Þingvallavatn - fjarri glaum og glysi miðborgarinnar sem hún hefur lifað og hrærst í undanfarin ár. Við fengum Sigrúnu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur! Gjörðu svo vel Sigrún! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Hvatvís, kát, hjarthlý, spes, opinská. Hver er þinn helsti veikleiki? Er að eðlisfari óskipulögð og sérhlífin, það virðist ekki ætla að rjátlast af mér. Áttu þér mottó í lífinu? Að muna að vera til. Stíllinn þinn í fimm orðum?… Lesa meira

Hálfberir karlmenn á Esjunni – Sölvi Tryggva: „Kuldinn styrkir mann“

Það vakti athygli okkar fyrir helgina að fjölmiðlamaðurinn og sjálfsræktargúrúinn Sölvi Tryggvason birti mynd af sér og þremur öðrum reffilegum herramönnum fáklæddum uppi á Esju. Sölvi kallar nú ekki allt ömmu sína, og það gera vinir hans Helgi Jean Claessen, Sölvi Avo Pétursson og Vilhjálmur Andri Einarsson ekki heldur - en þeir eru hinir garparnir á myndinni. Við ákváðum að heyra í Sölva og fá að heyra hverju þessi óviðeigandi klæðnaður að vetri, á fjöllum, sætti. „Við höfum aðeins verið að leika okkur að kuldanum, með því að fara í sjóinn, köldu pottana og fleira. Ég hitti Ísmanninn, Wim Hof, í… Lesa meira

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttunni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið í fæðingarorlofi síðan hún var kjörin á þing í haust. Þótt hún njóti tímans með dótturinni er hún orðin spennt að taka sæti á þingi. Eva féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki. Lesa meira

Ólafur á kærustu – Hún er gift öðrum manni – „Upplifði þetta eins og frelsun“

Ólafur er verkamaður (hann heitir reyndar ekki Ólafur). Hann er skeggjaður og grannvaxinn, augun falleg og brosið líka. Við mæltum okkur mót heima hjá honum í nágrenni Reykjavíkur og hann bauð upp á kaffi og kleinur. Stofan er notaleg en eldhúsið í piparsveinalegara lagi. Við komum okkur fyrir í stofunni. Gufan ómar úr útvarpinu inni í eldhúsi og við byrjum að spjalla. Hann byrjar á að segja mér frá kærustunni sem hann kynntist á Tinder. „Hún sagði mér fyrst í síma að hún væri gift. Ég man að það kom svolítið hik á mig, enda er maður alinn upp við… Lesa meira

Arnar og Rakel – Samrýmd og með Celine Dion á heilanum!

Arnar og Rakel eru oft nefnd í sömu andrá, en þau eru eini dúettinn í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Lagið þeirra Again, verður flutt á sviði Laugardalshallarinnar í kvöld ásamt hinum sex sem keppa til úrslita. Þó að þau séu sjúklega samhæfð eru þau ekki sama manneskjan en okkur tókst að fá þau til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið ykkar í fimm orðum? Rakel: Fallegt, áhugavert, ljós, raddir og gæsahúð. Arnar: Falleg, dramatískt, gæsahúð, sorglegt og (mjög vel) flutt! Hvað er best við söngvakeppnina? Rakel: Að kynnast fólki í tónlistinni og að fá enn meiri reynslu… Lesa meira

Aron Hannes fílar Heru Björk, Jóhönnu Guðrúnu og Celine Dion!

Aron Hannes er ekki mikið að æsa sig yfir úrslitakvöldinu í Söngvaeppninni í kvöld. Hann ætlar að flytja lagið Tonight, sem er eitt af þeim sjö sem komust upp úr undankeppnum. Aron litur mest upp til Eurovision-dívanna Jóhönnu Guðrúnar og Heru Bjarkar - og við erum viss um að þessar tónlistargyðjur veiti honum styrk í kvöld. Hér koma svör Aronar við spurningum Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Orka, gleði, stuð, ástríða, liðsvinna. Hvað er best við söngvakeppnina? Stór stökkpallur fyrir söngvara eins og mig og koma sýna hvað ég hef upp á að bjóða! Hvernig ætlar þú… Lesa meira

Rauði sófinn með Röggu Eiríks – Þriðji þáttur eins og hann leggur sig!

Rauði sófinn - þátturinn þar sem Ragga Eiríks fær til sín góða gesti og ræðir um kynlíf, tilfinningar og ýmsilegt svoleiðis er á dagskrá ÍNN á föstudagskvöldum kl. 21.30. Hér um bil sólarhring eftir frumsýningu á ÍNN er svo hægt að horfa á þáttinn á netinu - til dæmis hér á Bleikt! Hér er þriðji þátturinn kominn. Gjörið svo vel! https://vimeo.com/207858660 Lesa meira

Daði Freyr – Nær vonandi úr sér kvefinu fyrir kvöldið!

Daði og hljómsveitin hans Gagnamagnið komust upp úr undankeppni Söngvakeppninnar og keppa því til úrslita í kvöld í Laugardalshöll. Daði mun standa á sviðinu með félögum sínum og vonandi endurtaka þau hinn ofurkrúttlega elektródans sem fylgdi laginu í undankeppninni. Daði er kvefaður, en verður vonandi búinn að ná röddinni til baka í kvöld. Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Glens, gleði, glaumur, gúrme, glens Hvað er best við söngvakeppnina? Að hafa svona mikið af fólki í kringum þig til að láta hugmyndir verða að veruleika, sama hversu… Lesa meira

Aron Brink – Vonast til að geta uppfyllt draum pabba síns

Það má kannski segja að Aron Brink sé alinn upp í Eurovison-stemmningu, en báðir foreldrar hans hafa oftsinnis komið að keppninni. Aron tekur nú þátt í fyrsta sinn og er einn þeirra sjö flytjenda sem stíga á svið á úrslitakvöldinu. Við fengum Aron til að taka sér örlitla pásu frá raddæfingum til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Dansandi gleðisprengja, ást, jákvæðni og orka Hvað er best við söngvakeppnina? Stemmningin í kringum hana. Hún er alltaf svo smitandi á hverju ári. Allir að horfa og velja sitt uppáhalds lag. Bara svo æðislegt.… Lesa meira

Svala ætlar ekki nakin út úr húsi – Hugleiðir fyrir keppnina

Svala Björgvins er að fara að keppa í úrslitum söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hennar heitir Paper og sumir hafa sagt lagið það „júróvisjónlegasta“ af lögunum sjö sem keppa á lokakvöldinu. Viðbúið er að Rúv tjaldi til öllu því fínasta glimmeri sem fáanlegt er á eyjunni á laugardaginn. Við á Bleikt erum sjúklega spennt! Við fengum Svölu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur. Atriðið þitt í fimm orðum? Kraftur, einlægni, frumleiki, metnaður, ástríða. Hvað er best við söngvakeppnina? Persónulega finnst mér æðislegt hvað ég er búin að kynnast mikið af yndislegu fólki og hvað ég finn fyrir miklum stuðningi frá… Lesa meira

„Ekki eina manneskjan sem á svona sögu“ – Gríðarleg viðbrögð eftir að Bryndís opnaði sig um ofbeldið

„Mér leið ofsalega vel eftir þetta - það var svo mikill léttir að koma þessu út. Ég vissi að ég þyrfti að gera það til að komast áfram á minni braut í batanum eftir ofbeldið.“ Þetta segir Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona, en viðtal sem birtist við hana á Bleikt síðustu helgi vakti mikla athygli. Lestu meira: Bryndís og ofbeldið – Viðtalið í heild sinni – „Ég held mig í sannleika og heiðarleika og er þess vegna ekki hrædd“ Í viðtalinu segir Bryndís frá því að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 3 ár. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.… Lesa meira

Hildur um Måns: „Er með samsæriskenningu um að svona fullkominn maður sé ekki til“

Margir vakna með lagið hennar Hildar á vörunum og raula Bammbaramm yfir morgunmatnum. Lagið er eitt þeirra sem keppir til úrslita í Söngvakeppni Rúv á laugardagskvöld. Hildur er, eins og aðrir keppendur, á fullu við að undirbúa sig fyrir stóru stundina þegar hún stígur á sviðið í Laugardalshöllinni, hún gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Glimmer-hjarta-gleði-stuð- Bammbaramm Hvað er best við söngvakeppnina? Þetta er ótrúlega skemmtilegt ferli, búin að kynnast svo mikið af frábæru fólki og svo er þetta frábær auglýsing fyrir mig sem tónlistarkonu. Hvernig… Lesa meira

Ballöðukóngurinn Rúnar Eff lítur upp til Eiríks Haukssonar

Rúnar Eff er einn þeirra sem keppir til úrslita í Söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hans heitir Mér við hlið, eða Make your way home á ensku, og er kraftmikil ástarballaða. Við fengum Effið til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt! Atriðið þitt í fimm orðum? Rúnar, Erna, Pétur, Kristján, Gísli Hvað er best við söngvakeppnina? Allt fólkið sem maður kynnist, og svo er þetta frábær kynning Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið? Ég reyni aðallega að vera duglegur að hlusta á lagið, svo er það bara þetta klassíska, svefn og vatn 🙂 Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig… Lesa meira

Tara rekur sitt eigið fyrirtæki og hannar sína eigin augnháralínu: „Ég ákvað loksins að treysta á sjálfa mig“

Tara Brekkan er förðunarfræðingur og kennari í Reykjavík. Að auki rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Törutrix.is, sem er netverslun enn sem komið. Það er búið að vera nóg að gera hjá henni upp á síðkastið, en hún hefur verið upptekin við að byggja upp fyrirtækið sitt, kenna, vera virk á Snapchat og farða. Tilvera Töru snýst þó ekki einungis um að vinna og vera algjör #GirlBoss. Auk þess að hafa brennandi áhuga á förðun hefur hún gaman að því að teikna, ferðast, dansa, fíflast og hlæja. Bleikt fékk Töru til að svara nokkrum spurningum um Törutrix.is, hvernig það var að… Lesa meira

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir. Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu. „Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það… Lesa meira

Birna Magg notar eingöngu „cruelty free“ snyrtivörur: „Ferlið er bara spennandi, enda nóg af vörum í boði“

Birna Jódís Magnúsdóttir, eða Birna Magg eins og hún er betur þekkt, tók nýverið þá ákvörðun að skipta yfir í aðeins „cruelty free“ (CF) snyrtivörur. Birna er útskrifaður förðunarfræðingur og með stóran fylgjendahóp á bak við sig á samfélagsmiðlum. Hún komst í topp fimm í NYX Nordic Face Awards sem er magnaður árangur og hjálpaði að setja Ísland á kortið í förðunarheiminum utan landsteinanna. Sjá einnig: Birna Magg: „Mér finnst nauðsynlegt að njóta augnabliksins, en ég þarf að minna sjálfa mig á það reglulega“ Bleikt fékk Birnu til að svara nokkrum spurningum um ástæðu þess að hún byrjaði að nota aðeins… Lesa meira