Gerður er á biðlista eftir gjafaeggi: „Algjör andleg brotlending“

Samkvæmt rannsóknum eru einn af hverjum sex einstaklingum sem þráir að eignast barn að glíma við einhverskonar ófrjósemi. Það er margt sem getur haft áhrif á frjósemi fólks og algengt er að miklir andlegir erfiðleikar fylgja því að vera ófrjór.

Konur sem einhverra hluta vegna geta ekki eignast barn með sínu eigin eggi hafa þann möguleika að sækja um kynfrumugjöf. Kynfrumugjöf er þegar par eða einstaklingur þiggur gjafaegg eða gjafasæði. Stundum bæði gjafaegg og gjafasæði.

Eggjagjöf er nokkuð algeng. Eggjagjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir eggjagjafa og eggþega.

Eggjagjöf hentar ákveðnum hópi para og einstaklinga sem eiga við ófrjósemi að stríða því hún gefur þeim möguleikann á að ganga með og eignast barn.

Því miður er biðlistinn eftir eggi hérlendis langur og þarf hver kona að bíða í meðaltali í tvö ár eftir gjafaeggi. Sú bið er löng og erfið þegar fólk hefur tekið ákvörðun um að eignast barn og óvissan getur farið illa með andlegu hlið margra.

Bleikt hafði samband við tvær konur, önnur þeirra er eggjagjafi en hin er á biðlista eftir eggi og ræddi við þær um þá erfiðleika og ákvarðanir sem hafa þarf í huga þegar út í þetta ferli er farið.

Alexandra Björg gaf egg fyrir tveimur árum

Alexandra Björg Eyþórsdóttir gaf egg fyrir rúmlega 2 árum síðan og segir hún að augu hennar hafi opnast fyrir vandanum þegar nákomin vinkona hennar gekk í gegnum eggheimtu ferli.

Ég hafði hugsað lengi um það að gefa egg, í raun alveg frá því að ég varð átján ára gömul. En það er nákomin vinkona mín sem hefur þurft að ganga í gegnum eggheimtu þó nokkrum sinnum fyrir sjálfa sig og opnaði það augu mín fyrir því að eflaust eru mun fleiri í vanda með eggin sín heldur en vinkona mín. Í kjölfarið ákvað ég að ég væri staðráðin í því að gefa egg,

segir Alexandra í viðtali við Bleikt.

Alexandra Björg Eyþórsdóttir

Alexandra á sjálf engin börn enn þá en ákvað að hún vildi vera opin gjafi til þess að barnið, eða börnin sem kæmu frá hennar eggjum gætu haft samband við hana þegar og ef þau myndu vilja það í framtíðinni.

Ég skil vel ef einhver vill vita uppruna sinn á litla Íslandi.

Ferlið var tilfinningarússíbani

Alexandra hafði samband við Art Medica og lét þá vita að hún hefði áhuga á því að gefa egg og var það upphafið af ferli hennar sem hún lýsir sem tilfinningarússíbana.

Ég var ánægð að hafa gefið egg og hef aldrei séð eftir því en þetta var algjör tilfinningarússíbani. Auðvitað eru allar konur mismunandi þegar kemur að hormónum svo það er kannski ekki hægt að segja að allar konur verði eins og ég var. En ég var upp og niður og út um allt, ég gat verið brosandi og hlæjandi eina stundina og hágrátandi þá næstu. Ég gekk þó blessunarlega séð ekki ein í gegnum þetta og stóðu vinir og fjölskylda með mér.

Þegar Alexandra var að gefast eggjafi þurfti hún að bíða þar sem fyrirtækið var að flytja og breyta nafni sínu yfir í IVF klíníkin en þegar ferlið hófst fékk hún lyf til þess að bæla niður kerfi líkamans.

Þetta er nefúði sem bælir niður kerfið svo að þau geti í raun tekið aðeins við og stjórnað líkamanum, það þarf að byggja upp stór eggbú með mörgum eggjum og til þess eru notaðir hormónar sem ég sprautaði mig með í 10-12 daga. Svo er tekin lokasprauta að kvöldi til og eggheimta í kjölfarið.

Efaðist aldrei um ákvörðunina

Alexandra segist aldrei hafa efast eða séð eftir ákvörðuninni sína og að hún hafi engar áhyggjur af barninu sem varð til úr eggjunum hennar.

Þegar að fólk þarf að fá gjafaegg þá er það búið að reyna í nokkur ár að eignast börn og er að borga mörg hundruð þúsund til þess að eignast barnið sitt svo ég get bara ekki trúað því að það hugsi ekki vel um barnið þegar það loksins kemur þó svo að eggið hafi tilheyrt annarri konu.

Alexandra segist vel geta hugsað sér að gefa annað egg í framtíðinni og mælir eindregið með því að heilbrigðar konur skoði þennan valmöguleika.

Það er fjölskylda sem elskar þetta barn svo óendanlega mikið og að ég hafi geta hjálpað þeim að láta draum sinn rætast gerir mig hamingjusama, þó það komi ekki nema eitt barn úr gjöfinni sem ég gaf þá gerir það mig glaða.

Gerður Ólafsdóttir er á biðlista eftir gjafaeggi

Gerður Ólafsdóttir er þriggja barna móðir sem hóf barneignir ung og tók ákvörðun þegar hún var einungis 25 ára gömul að láta loka fyrir eggjaleiðarana vegna þess hve illa hún þoldi hormónagetnaðarvarnir. Í dag, mörgum árum síðar standa Gerður og eiginmaður hennar frammi fyrir ófrjósemi vegna snemmbúna tíðahvarfa og eru þau nýlega komin á biðlista eftir gjafaeggi.

Gerður Ólafsdóttir

Læknirinn sagði mér að ef ég myndi skipta um skoðun seinna meir þá væri glasafrjóvgun alltaf möguleiki en ég þoldi hormónagetnaðarvarnir ekki vel og leið mjög illa á þeim. Ég er handviss um að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa látið loka fyrir eggjaleiðarana á þeim tíma sem ég gerði það og ég er sátt við að hafa tekið þá ákvörðun þá. En við faðir yngri barnanna minna vorum búin að eignast þrjú börn þegar ég var bara 23 ára gömul en slítum svo samvistum nokkrum árum seinna,

segir Gerður í viðtali við Bleikt.

Létu slag standa og reyndu glasafrjóvgun

Árin líða og Gerður kynnist núverandi manni sínum, hann á engin börn en hennar börn eru komin á unglingsaldur í dag.

Við fórum að hugleiða það hvort við ættum að reyna að eignast barn og höfum samband við IVF Klíníkina og förum í ferli þar fyrir glasafrjóvgun. Þá kemur fljótlega í ljós að það væri ólíklegt að þetta myndi takast þar sem ég væri orðin lág í ákveðnum hormónum sem stjórna egglosi.

Gerður og maðurinn hennar létu þó slag standa og reyndu á glasafrjóvgun.

Ég fór inn í þetta ferli með óbilandi sjálfstraust og trúði því að þetta myndi lukkast. Það var alger andleg brotlending fyrir mig í eggheimtunni að komast að því að eggbúin mín voru öll tóm. Ekki eitt egg. Maðurinn minn var ómetanlegur stuðningur í gegnum þetta ferli og ég er ótrúlega heppin að eiga hann fyrir maka.

Greindist með snemmbúin tíðahvörf

Nýlega fékk Gerður staðfestingu á því að um snemmbúin tíðahvörf væri að ræða og að það væri ástæðan fyrir því að engin egg urðu til hjá henni.

Það var búið að undirbúa mig undir að það væri stór möguleiki á því miðað við hormónamælingar en það var vissulega áfall að heyra það svona beint út. Ég var 36 ára þegar við hófum ferlið og þetta var staðfest þegar ég verð 38 ára gömul.

Þegar þarna er komið við sögu fá Gerður og maðurinn hennar fund með félagsráðgjafa og fara þau yfir málin.

Það eru ýmsar spurningar sem kvikna hjá manni þegar maður íhugar svona ferli og mjög gott að geta fengið annað sjónarhorn á þessar hugrenningar frá utanaðkomandi aðila. Svo er bara að bíða þolinmóð eftir því að röðin komi að okkur.

Gerður segir biðina erfiða og spennuþrungna

Við erum bara að bíða eftir því að fá símtal um að ferlið sé að fara af stað. Það hljómar voðalega auðvelt en ég viðurkenni fúslega að biðin er erfið. Það væri kannski auðveldara að hafa einhver ákveðin verkefni til þess að manni liði eins og maður væri að gera eitthvað annað en að horfa á dagatalið í laumi og bíða.

Gerður segir að hún hafi fengið mikið áfall þegar hún komst að því að glasameðferðin hafi misheppnast og að hún væri orðin svo gott sem ófrjó.

Það bærast innra með manni ýmsar tilfinningar. Á þetta eftir að takast, hvað ef þetta misheppnast, hvað geri ég þá? En þegar hugurinn fer með mig alveg á flug þá reyni ég að anda djúpt inn og komast á jörðina aftur. Á sama tíma finnst mér ég ekki eiga rétt á þessum tilfinningum því að ég á fyrir þrjú yndisleg og heilbrigð börn, þannig að þetta var mikil tilfinningasúpa í upphafi.

Gerður biðlar til kvenna sem hafa áhuga eða eru forvitnar um ferlið að setja sig í samband við IVF klíníkina.

Stór gjöf sem skiptir máli

Bara að sjá hvort að þetta sé eitthvað sem þær geti hugsað sér að gera. Þetta er stór gjöf sem skiptir viðtakandann miklu máli, en þetta er ekki að síður gríðarstór ákvörðun fyrir gjafann og skiljanlegt að þetta sé ekki eitthvað sem hentar öllum. Ég veit að þyggjendur eru óendanlega þakklátir fyrir gjöfina.

Gerður viðurkennir að henni hafi í upphafi fundist mjög skrítin tilhugsun að fá egg frá annarri konu en komst að þeirri niðurstöðu að þetta sé gjöf sem gefin er af miklum kærleik og hugrekki.

Mér hlýnar um hjartaræturnar að vita til þess að þarna úti eru konur sem sýna slíka gjafmildi að gefa ókunnugum konum egg sem þurfa á þeim að halda. Við sem bíðum eftir eggi erum allar jafn ólíkar og við erum margar og sögurnar okkar líka, sumar vilja um þetta og aðrar ekki. Með því að stíga fram og ræða um þetta langar mig bara að opna aðeins á umræðuna um þessi mál, hver veit nema einhver kona ákveði í kjölfarið að gefa egg. Það væri dásamlegt. Ég er bara ein af mörgum og þetta er mín saga.

Hvaða konur geta gefið egg

Blaðamaður Bleikt forvitnaðist um það hvaða konur það eru sem geta gefið egg og samkvæmt stöðlum IVF mega konur ekki vera eldri en 35 ára, ekki vera haldnar neinum þekktum arfgengum sjúkdómum, kynsjúkdómum né öðrum sjúkdómum sem aukið geta áhættuna fyrir hana við eggjagjöf.

Konur sem eru á getnaðarvörnum geta gefið egg og til þess að hefja ferlið þarf að hafa samband við hjúkrunarfræðing hjá IVF sem veitir nánari upplýsingar.

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira