10 atriði um meðgöngu sem læknirinn segir þér ekki

Að fá að ganga með, fæða og eiga barn er eitt mesta kraftaverk lífsins. Kvennlíkaminn gengur í gegnum ótrúlegar breytingar meðan á meðgöngu stendur, sumar verri en aðrar.

Þær konur sem ganga með sitt fyrsta barn geta orðið varar við ýmsar berytingar á líkama og sál sem þær voru ekki undirbúnar fyrir. Dv tók saman tíu breytingar sem konur gætu átt von á að upplifa á meðgöngu.

1. Hreiðurgerð

Margar barnshafandi konur upplifa þörf til að taka til og gera fínt fyrir komu barnsins. Sumar ráðast meira að segja í verkefni sem þær hafa frestað svo árum skiptir, eins og tiltekt í bílskúr eða geymslum. Eftir því sem styttist í komu barnsins verður líklegra að þú farir að þrífa veggi og skápa að innanverðu — eitthvað sem þú hefðir aldrei hugleitt að gera áður en þú varðst ófrísk. Taktu þessari tiltektarþörf fagnandi því hún gefur þér meiri tíma til að jafna þig og kynnast barninu þínu eftir fæðingu. Passaðu þig bara að ofreyna þig ekki.

2. Erfiðleikar við einbeitingu

Á fyrsta skeiði meðgöngu finna margar konur fyrir morgunógleði, svima og andlegri deyfð. Margar finna einnig fyrir skorti á einbeitingu og aukinni gleymsku. Ástæðan, auk hormónabreytinga, er oftast sú að konurnar eru uppteknar af barninu. Allt annað — þar á meðal vinna, reikningar og læknisheimsóknir — virkar óspennandi. Komdu þér upp kerfi með minnisblöðum til að muna eftir mikilvægum fundum og dagsetningum.

3. Skapgerðarbreytingar

Meðganga á margt skylt með fyrirtíðaspennu. Brjóstin eru viðkvæm, hormónaflæðið ruglast og þú finnur fyrir skapgerðarbreytingum. Ef þú hefur þjáðst af slæmri fyrirtíðaspennu ertu líklegri til að finna fyrir skapgerðarsveiflum á meðgöngu. Eina stundina ertu glöð og kát en hina grátandi. Þú getur líka fundið fyrir pirringi í garð makans einn daginn og pirrast síðan á samstarfsfélaga hinn daginn. Skapgerðarsveiflur eru mjög algengar á meðgöngu og eru algengastar í upphafi og við lok hennar. Talaðu við lækni ef þér er hætt að lítast á blikuna.

4. Skálastærðin

Stækkandi barmur er eitt fyrsta merki um að þú sért ófrísk. Brjóstin stækka á fyrsta skeiði meðgöngunnar vegna aukins magns af hormónunum estrógeni og prógesteróni. Og þau halda áfram að stækka meðgönguna á enda. Þú gætir þurft að kaupa þér nokkra nýja brjóstahaldara á þessu tímabili.

5. Áhrif á húð

Tala margir um að það geisli af þér? Margar breytingar verða á húðinni vegna aukins flæðis hormóna og vegna þess að húðin þarf að teygja úr sér til að hylja ört stækkandi líkamann. Sumar konur fá bletti í andlit, aðrar dökka rönd niður frá nafla og hjá enn öðrum verður svæðið í kringum geirvörturnar dekkra. Bólur, freknur og fæðingarblettir geta líka skotið upp kollinum og orðið dekkri og stærri. Flestar þessara breytinga ganga til baka eftir fæðingu. Flestar finna líka fyrir kláða á einhverjum tímapunkti á meðgöngu.

6. Hár og neglur

Margar konur verða varar við breytingar í áferð og vexti hárs á meðgöngu. Vegna hormóna vex hárið hraðar. Því miður eru þessar breytingar sjaldnast komnar til að vera og margar konur missa mikið hár eftir fæðingu eða þegar brjóstagjöf lýkur. Sumar konur finna hár á óvinsælum stöðum, eins og í andliti, á maga eða í kringum geirvörtur. Enn aðrar segja áferð hársins breytast og dæmi eru um að hárlitur kvenna breytist á meðgöngu. Hormón geta líka valdið því að neglur vaxa hraðar og eru harðari en ella.

7. Skóstærð

Þótt þú passir ekki lengur í fötin þín ættirðu enn að komast í skóna þína, eða hvað? Kannski, kannski ekki. Vegna aukins vökva í líkamanum eru fætur ófrískra kvenna oft bólgnir og sumar verða einfaldlega að fjárfesta í stærri skóm.

8. Lausari liðbönd

Líkaminn framleiðir hormónið relaxín til að undirbúa sig fyrir fæðinguna. Hormónið leysir um liðböndin svo fæðingin verði auðveldari en þú getur orðið viðkvæmari fyrir vikið, sérstaklega í mjaðmagrind, mjóbaki og hnjám. Farðu varlega og forðastu allar óþarfar og snöggar hreyfingar.

9. Æðahnútar, gyllinæð og hægðatregða

Margar ófrískar konur fá æðahnúta á fætur og við kynfærasvæðið. Til að forðast æðahnúta skaltu:

— ekki standa eða sitja kyrr í langan tíma;

— nota víð og þægileg föt;

— fjárfesta í sokkum með stuðningi;

— hreyfa fæturna þegar þú situr.

Gyllinæð hrjáir einnig margar barnshafandi konur. Gyllinæð getur fylgt sársauki, kláði og stingir og ef þú þjáist einnig af hægðatregðu, líkt og margar ófrískar konur finna fyrir, getur ferðin á klósettið orðið hreinasta martröð. Besta leiðin til að berjast gegn gyllinæð og hægðatregðu er að koma í veg fyrir einkennin með réttu mataræði. Borðaðu trefjaríka fæðu og drekktu nóg vatn. Hreyfing kemur líka meltingarkerfinu af stað. Ef þú þjáist af slæmri gyllinæð er gott ráð að sitja á púða. Leitaðu til læknis ef einkennin eru slæm.

10. Það sem kemur út úr líkamanum

Þú hefur lifað af bæði geðsveiflur og gyllinæð og telur líklegt að allt óvænt sé yfirstaðið. Staðreyndin er hins vegar sú að á fæðingardaginn sjálfan mun líklega margt koma þér á óvart. Aðeins ein af hverjum tíu konum upplifa það að missa vatnið eins og við sjáum í bíómyndunum. Annað sem gæti komið þér á óvart í fæðingunni er magn blóðs og vatns úr líknarbelgnum. Sumar konur upplifa ógleði, aðrar fá niðurgang og enn aðrar leysa mikinn vind meðan á fæðingunni stendur. Þú gætir misst stjórn á þvagblöðru og ristli. Vertu undirbúin og láttu ljósmóður þína vita hvernig þú vilt taka á málunum ef til þeirra kemur í fæðingunni.

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira