10 heillandi staðir sem þú ættir að sjá áður en þeir hverfa

Á jörðinni má finna fjölmarga ótrúlega fallega og heillandi staði. Því miður eru sumir þessara staða í hættu af ástæðum sem í flestum tilfellum má rekja til mannskepnunnar. Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur í júní, en dagurinn er helgaður fræðslu um umhverfismál. Af því tilefni tók vefritið Business Insider saman lista yfir fallega staði, sem, því miður, eiga á hættu að hverfa eða eyðileggjast.

Kínamúrinn

Það kemur kannski einhverjum á óvart að Kínamúrinn sé á þessum lista. Staðreyndin er sú að ágangur ferðamanna, veðrun, rof og eyðing á undanförnum árum hefur gert það að verkum að Kínamúrinn er í hættu ef ekkert verður að gert. Þá hafa fjölmargir tekið steina úr múrnum, annað hvort til að eiga sem minjagripi eða til að nota sem byggingarefni. Talið er að tveir þriðju hlutar Kínamúrsins liggi undir skemmdum.

Heimild: Guardian

Dauðahafið

Dauðahaf, eða Saltstjór, eins og það heitir er einstakt að því leytinu til að það stendur á lægsta sýnilega punkti á yfirborði jarðar, eða 417 metra undir sjávarmáli. Hafið liggur á landamærum Ísraels, Vesturbakkans og Jórdaníu. Það hefur ekkert afrennsli sem þýðir að það sem rennur í það gufar upp – og það er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum. Ef fer sem horfir og notkun vatns úr ánni Jórdan, sem Dauðahaf dregur vatn sitt frá, geti farið svo að hafið hverfi á næstu áratugum.

Heimild: BBC

Denali-þjóðgarðurinn

Denali-þjóðgarðurinn er einn sá fallegasti í Alaska, hann er ógnarstór og í honum má meðal annars finna McKinley-fjall sem er hæsta fjall Norður-Ameríku. Hækkandi hitastig á jörðinni hefur leitt til bráðnunar jökla í þjóðgarðinum eins og annars staðar. Fjölskrúðugu dýralífi í garðinum stafar einnig hætta af gróðurhúsaáhrifum.

Heimild: The Weather Channel

Kóralrifið mikla

Kóralrifið mikla, eða The Great Barrier Rief, er stærsta kóralrif heims, en það er í Kóralhafi undan austurströnd Ástralíu. Hækkandi yfirborð sjávar og súrnun sjávar hefur haft neikvæð áhrif á kóralrifið sem fullyrt hefur verið að sjáist úr geimnum. Í nýlegri rannsókn ARC Cendre of Excellence for Coral Reed Studies var niðurstaðan sú að 93 prósent af kóralrifinu liggi undir skemmdum.

Heimild: CNN

Seychelles-eyjar

Seychelles-eyjar í Indlandshafi hafa verið nokkuð í fréttum hér á landi upp á síðkastið. Eyjarnar eru algjör paradís á jörðu og vinsæll áfangastaðir þeirra sem vilja upplifa eitthvað sérstakt. Strandrof (e. beach erosion) hefur gert það að verkum að eyjarnar minnka með árunum. Verði ekkert að gert endar það bara á einn veg.

Heimild: Coastalcare.org

Jöklarnir í Ölpunum

Alparnir, eða Alpafjöll, eru 1.200 kílómetra fjallgarður í Evrópu og eitt vinsælasta útivistarsvæði álfunnar. Alparnir standa nokkuð lægra en aðrir fjallgarðar í heiminum sem gerir það að verkum að þeim er frekar hætta búin af loftslagsbreytingum. Talið er að Alparnir tapi sem nemur þremur prósentum af jöklum sínum á hverju einasta ári sem þýðir að þeir gætu horfið fyrir fullt og allt fyrir árið 2050.

Heimild: National Geographic

Miklagljúfur

Einhverjum kemur kannski á óvart að Miklagljúfur, sem að stærstum hluta er í Miklagljúfursþjóðgarðinum í Arizona í Bandaríkjunum, skuli vera á listanum. Ástæða þess að gljúfrið er á listanum er sú að þar eru fyrirhugaðar námuframkvæmdir vegna þess að í gljúfrinu má finna talsvert magn af úraníum. Þá er ásókn ferðamanna í gljúfrið gríðarlega mikið og uppbygging nauðsynleg til að anna eftirspurn.

Heimild: National Trust for Historic Preservation

Feneyjar

Feneyjar eru á listanum enda stafar þeim sívaxandi hætta á flóðum og landsigi. Á undanförnum árum hafa mikil flóð sett strik í reikninginn hjá íbúum Feneyja sem telja um 260 þúsund íbúa. Íbúum borgarinnar hefur farið fækkandi undanfarna áratugi.

Heimild: The Guardian

Maldíveyjar

Eyríkið Maldíveyjar í Indlandshafi er heillandi og vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna. Maldíveyjum stafar mikil hætta af hækkandi yfirborði sjávar og er jafnvel óttast að eyjarnar fari í kaf og verði næsta óíbúðarhæfar á þessari öld. Um áttatíu prósent af yfirborði eyjanna stendur í innan við eins metra hæð yfir sjávarmáli. Því er ljóst að ekki má mikið út af bregða.

Heimild: BBC

Amazon-regnskógurinn

Amazon-regnskógurinn í Suður-Ameríku er þekktur fyrir fjölbreytilegt dýralíf enda stærsti regnskógur heims. En hann er einnig þekktur fyrir ólöglegt skógarhögg enda ásókn í land til landbúnaðar mikil í álfunni. Skógurinn hefur minnkað mikið á undanförnum áratugum og honum er mikil hætta búin. Ef fer sem horfir verður Amazon-regnskógurinn ekki svipur hjá sjón innan fárra áratuga.

Heimild: National Geographic

 Birtist fyrst í DV.

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur. Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar… Lesa meira

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna. Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum. Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór. Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk. Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli. Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð af fólki í neyð. Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris - hjálparsamtök… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Brad Pitt og Jennifer Lawrence eru ekki að deita (því miður)

Sögusagnir fóru á kreik fyrr í vikunni að Brad Pitt hefði fundið draumakonuna og það væri engin önnur en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence. En þessi ástarsaga sem hljómaði of góð til að vera sönn, er líklega bara akkúrat það, kjaftasaga. Heimildarmaður Dailymail, sem er nákominn Pitt, segir að enginn fótur sé fyrir því að þau séu að „deita.“ Lawrence, sem er 28 ára gömul, skildi í síðasta mánuði við leikstjórann Darren Aronofsky, 48 ára, eftir árs samband. Pitt, 54 ára, skildi við Angelinu Jolie í september 2016 og hefur lítið spurst til hans og kvennamála hans síðan. Samkvæmt heimildum mun Pitt… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

Myndband: Blaz Roca hvetur fótboltalandsliðið til að taka afsteypur af draslinu

Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og er með eindæmum skemmtilegur. Nú skorar hann á íslenska fótboltaliðið og sú áskorun felst ekki í að skora mörk. „Það er kannski kominn tími til að menn leggi sönnunargögnin á borðið og jafnvel láti taka afsteypu af draslinu á sér,“ segir Blaz Roca og skorar á íslenska fótboltalandsliðið að taka afsteypur af getnaðarlimum leikmanna til að stilla upp á Íslenska reðursafninu. „Það er komið að landsliðinu í fótbolta að taka afsteypu af draslinu á sér og setja í kassa“ „Hérna er handboltalandsliðið búið að gera það og standa sig… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira