10 óþarfa vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður

Ég gerði færslu í vetur sem var listi yfir 10 uppáhalds vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður. Nú er Embla dóttir mín orðin rúmlega 6 mánaða og þá er margt á listanum dottið út og nýtt komið í staðinn af því þarfirnar hennar eru auðvitað alltaf að breytast.

Ég var svo að taka til í dótinu hennar um daginn og fara yfir þá hluti og föt sem ekki er verið að nota lengur og sá þá að það var alveg sumt sem við keyptum og héldum að við myndum alveg nota helling sem var svo bara aldrei notað. Ég ákvað því að skella í lista yfir 10 óþarfa vörur fyrir nýbakaðar mæður. Auðvitað eru allir misjafnir, bæði foreldrar og börn en þetta er allavega það sem við notuðum ekki eða keyptum of mikið af.

1.Angel Care hlustunartæki

""

Áður en Embla fæddist var þetta eitt af því sem ég var æstust í að kaupa af því ég var svo ótrúlega hrædd við vöggudauða og var til í að kaupa allt sem gæti hjálpað mér að minnka þá hræðslu. Þetta hlustunartæki er með plötu sem fer undir dýnuna í rúminu og nemur andardrátt barnsins og lætur þig vita ef barnið hættir að anda. Málið er hins vegar að það er ekki hægt að nota þetta tæki í vöggu eða vagni af því tækið þarf að vera staðsett rétt og tengt rafmagni og því ekki hægt að nota það á ferðinni. Fyrstu vikurnar svaf Embla útum allt, í babynest, í vöggunni, í fanginu á okkur og í vagninum og því notuðum við þetta ekkert. Það var ekki fyrr en hún var 5 mánaða sem hún fór að sofa í rimlarúminu í sínu eigin herbergi að við hefðum getað byrjað að nota þetta en þá var hún farið að hreyfa sig svo rosalega mikið að tækið er mun minna marktækt. Hlustunartækið sjálft er þó hægt að nota án dýnunnar en það er alls ekki nógu vel hannað. Það dregur mjög stutt, svo stutt að við gátum varla notað það niðri í stofu ef Embla var uppi í sínu herbergi. Eins er tækið sem á að vera hjá barninu ekki með hleðslurafhlöðum heldur á það að vera tengt í rafmagn þannig að það hentar rosalega illa til að nota þegar börnin sofa úti í vagni. Við gáfumst því fljótt uppá því og keyptum okkur Neonate tækið sem við erum alveg ótrúlega ánægð með. Með næsta barn mun ég skoða að kaupa frekar Snuza heldur en Angel Care en það er lítið stykki sem er smellt á bleiuna og nemur andardrátt barnsins og er hægt að nota hvar sem er.

 

2.Sérstakt skiptiborð

Screen Shot 2017-07-25 at 12.16.45

Þegar ég byrjaði að hanna herbergið hennar Emblu fannst mér algjört möst að vera með skiptiborð inni hjá henni. Ég ákvað þó að kaupa ekki hefðbundið skiptiborð heldur keypti MALM kommóðu í IKEA og skiptidýnu úti í Boston með sætu áklæði. Ég held að við höfum skipt á henni svona max 10 sinnum á þessu skiptiborði. Við vorum miklu meira með hana niðri í stofu og skiptum bara á henni í sófanum á svona ferðaskiptidýnu heldur en að fara alltaf með hana upp að skipta á henni. Ég er mjög glöð að ég keypti frekar kommóðu og skiptidýnu ofaná af því kommóðan var alveg nauðsynlegt til að geyma öll fötin hennar í en ég mæli ekki með því að kaupa sérstakt skiptiborð af því oftast er maður með litlu krílin útum allt og nennir ekki að fara alltaf inní herbergi til að skipta á.

 

3.Hlýr poki í bílstólinn

Screen Shot 2017-07-25 at 12.18.21

Það voru rosalega margir sem voru að mæla með sérstökum poka í bílstólinn þegar ég var ólétt svo ég ákvað að fjárfesta í einum slíkum í Carters. Við komumst aldrei uppá lag með að nota hann. Í fyrsta lagi var Embla bara 2500g þegar hún fæddist svo hún alveg týndist í þessum poka fyrstu mánuðina og mér fannst alltaf svo mikið vesen að láta hana passa rétt i pokann og finna öll böndin til að binda hana að ég var miklu fljótari bara að klæða hana í flísgalla og skella henni í stólinn. Það er samt alveg mögulegt að þessi bílstólapoki hafi bara ekki verið nógu góður og að það séu til einhverjir betri en ég væri ekki til í að eyða miklu í það og myndi frekar nota bara hlýjan galla í staðinn og spara mér peninginn.

 

4.Hellingur af samfellum í öllum stærðum og gerðum

""

Þetta var eitt af því sem allir töluðu um að væri nauðsynlegt að eiga nóg af, að það væri aldrei til nóg af samfellum. Ég ákvað því að kaupa vel af samfellum Í Carters þegar ég var þar þegar ég var ólétt og keypti alveg margar samfellur í hverri stærð og margar týpur í hverri stærð, síðerma, stutterma og ermalausar. Núna er staðan þannig að meira en helminginn af samfellunum sem ég keypti náði ég aldrei að nota. Ég raðaði þeim öllum upp voða fínt en svo tók ég alltaf bara þessar fremstu og af því maður var alltaf að þvo af henni þá voru þetta alltaf sömu samfellurnar fremst. Ég hugsa að ég hefði komist upp með að eiga bara 6 samfellur í hverri stærð en svo er auðvitað mismunandi hvað börn æla og slefa og annað en fyrir okkur hefðu 6 verið alveg nóg. Annað sem ég rak mig á var að ég keypti mest af síðerma samfellum af því ég vildi nú að litla krílinu yrði hlýtt en komst fljótt að því að það er miklu erfiðara að klæða þau í föt yfir samfellurnar ef þær eru síðerma af því ermarnar á samfellunni eru bara fyrir og dragast lengt upp á handlegginn svo maður þarf að grafa eftir þeim undir erminni á peysunni sem fellur ekki vel í kramið hjá pirruðu kríli sem finnst leiðinlegt að láta klæða sig.

 

5.Stuðningsbelti/buxur 

""

Ég keypti mér svona stuðningsbelti/buxur til að nota eftir fæðinguna og hélt að það væri algjör snilld. Bæði til þess að líta betur út og eins til að hjálpa líkamanum að ganga betur saman og veita stuðning við skurðinn minn eftir keisaraskurðinn. Ég keypti mitt af erlendri síðu sem heitir bellefit.com og lofaði einhverjum svaka árangri og before and after myndirnar voru mjög spennandi. Ég byrjaði að troða mér í þetta daginn eftir að Embla fæddist og mér fannst þetta sko ekkert hjálpa. Þetta var í fyrsta lagi mjög óþægilegt og mér fannst ég bara meiri um mig í græjunni heldur en án hennar og fannst þetta skerast inn í mig á ólíklegustu stöðum. Það var líka brjáluð vinna að klæða sig í þetta og maður var alveg að kafna úr hita í þessu.  Þetta hjálpaði skurðinum mínum ekkert og mér fannst ég vera næstum með meiri verki í þessu heldur en ekki. Ég keypti mér í staðinn buxur frá merki sem heitir UpSpring sem heita C-panty og eru hugsaðar fyrir konur sem hafa farið í keisaraskurð. Þær eru háar upp,  úr mjúku en stífu efni og eru með innbyggðum silikonbút akkúrat þar sem skurðurinn er þannig að þær verja skurðinn fyrir nuddi og óþægindum og eiga að hjálpa til við gróanda. Þær eru meira en helmingi ódýrari og mun heppilegri græja.

 

6.Mörg teppi

Screen Shot 2017-07-25 at 12.22.10

Teppi voru enn eitt dæmið um hlut sem allir sögðu að maður þyrfti að eiga nóg af. Ég hlýddi þessu samviskusamlega eins og öðrum ábendinum og birgði mig upp af teppum af öllum gerðum úti í Boston. Það kom þó fljótlega í ljós að 1-2 teppi er yfirdrifið nóg og ég notaði langmest eitt teppi sem var mjúkt ljósbleikt teppi frá Ralph Lauren. Ég á hinsvegar alveg 10 teppi í öllum þykktum og stærðum sem eru enn ofaní skúffu og ég hef ekkert þurft að nota. Ég mæli með því að eiga eitt hlýtt teppi og mögulega eitt aðeins þynnra og láta það duga.

 

7.Nefsuga

Screen Shot 2017-07-25 at 12.22.47

Ég keypti auðvitað nefsugu áður en Embla fæddist eins og örugglega stærsti hlutinn af foreldrum gera. Ég komst þó fljótt að því að þessi suga gerði nákvæmlega ekki neitt nema trylla barnið og sogaði ekki upp eitt einasta hor. Ég fékk svo að heyra frá barnalækni að það væri miklu sniðugra að láta saltvatnsdropa í nebbann á litlum krílum með kvef heldur en að erta nebbann með nefsugu og mér hefur fundist það virka mjög vel og mæli frekar með dropunum heldur en sugunni.

 

8.Sérstök brjóstagjafaföt

Screen Shot 2017-07-25 at 12.25.14

Ég keypti mér alveg slatta af sérstökum brjóstagjafafötum þegar ég var ólétt og hélt að það væri alveg nauðsynlegt. Ég fór aldrei í eina einustu flík af þessum flíkum enda fannst mér þær allar eitthvað ótrúlega óklæðilegar og ljótar. Mér fannst ég bara alveg geta verið í mínum venjulegu fötum yfir brjóstagjafahaldarann. Mér fannst allar þessar flíkur vera með einhverju sérstöku þykku efni yfir brjóstin og þegar ég var komin í gjafahaldarann og gjafahlýrabolinn og gjafabolinn þá var ég bara komin með þvílíkt þykkildi af efnum yfir brjóstin að það var full vinna að fletta þessu af þegar litla krílið var svangt. Mín reynsla var allavega sú að það er mjög mikilvægt að vera með góðan gjafahaldara en önnur föt eru eitthvað sem þú þarft ekkert endilega að eyða peningum í.

 

9.Allskonar hjálpartæki við brjóstagjöf

""

Ég mæli með því að bíða með að kaupa allskyns hjálpartæki fyrir brjóstagjöf þangað til þú sérð hvernig brjóstagjöfin gengur og þá hvort þú þarft á þessum hlutum að halda. Ég var búin að kaupa allskonar kælipúða fyrir geirvörtur, 3 tegundir af mexikanahöttum, sérstakt silikon eða gervihúð til að setja yfir sárar geirvörtur, mjólkursafnara, geirvörtuformara og ég veit ekki hvað og hvað og ég notaði næstum ekkert af þessu. Ég var mjög heppin og lenti ekki í miklu veseni með mínar geirvörtur og því var stór hluti af þessum græjum óþarfur. Ég þurfti að leigja mér brjóstapumpu í Móðurást þegar við komum heim af fæðingardeildinni og ég fékk alveg frábæra þjónustu hjá þeim varðandi hvaða aukahluti ég þyrfti að kaupa og næst ætla ég held ég bara að bíða og sjá og kaupa eftir þörfum.

 

10.Bílstóll sem er fallegur en alltof þungur!

Screen Shot 2017-07-25 at 12.27.19

Við erum með bílstól frá Emmaljunga sem heitir First Class og er ótrúlega fallegur, úr hvítu leðri og í stíl við barnavagninn okkar frá Emmaljunga. Það er þó einn alveg rosalega stór galli við þennna stól og það er hvað hann er fáránlega þungur. Bara stóllinn sjálfur er 5 kg og þá á eftir að setja barnið í hann. Þetta slapp alveg til að byrja með en eftir því sem barnið þyngist því erfiðara verður þetta og þá er það sko alls ekki þess virði að bílstóllinn sé rosa flottur ef þú getur varla loftað honum. Við vorum með stólinn í afmælisboði um daginn og hittum vini okkar sem eiga Maxi Cosi stól og þvílíkur munur að halda á honum og þessum. Ég mæli allavega algjörlega með því að pæla í þyngdinni á stólnum áður en þú velur þér bílstól.

 

""

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur. Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar… Lesa meira

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna. Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum. Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór. Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk. Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli. Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð af fólki í neyð. Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris - hjálparsamtök… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Brad Pitt og Jennifer Lawrence eru ekki að deita (því miður)

Sögusagnir fóru á kreik fyrr í vikunni að Brad Pitt hefði fundið draumakonuna og það væri engin önnur en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence. En þessi ástarsaga sem hljómaði of góð til að vera sönn, er líklega bara akkúrat það, kjaftasaga. Heimildarmaður Dailymail, sem er nákominn Pitt, segir að enginn fótur sé fyrir því að þau séu að „deita.“ Lawrence, sem er 28 ára gömul, skildi í síðasta mánuði við leikstjórann Darren Aronofsky, 48 ára, eftir árs samband. Pitt, 54 ára, skildi við Angelinu Jolie í september 2016 og hefur lítið spurst til hans og kvennamála hans síðan. Samkvæmt heimildum mun Pitt… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

Myndband: Blaz Roca hvetur fótboltalandsliðið til að taka afsteypur af draslinu

Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og er með eindæmum skemmtilegur. Nú skorar hann á íslenska fótboltaliðið og sú áskorun felst ekki í að skora mörk. „Það er kannski kominn tími til að menn leggi sönnunargögnin á borðið og jafnvel láti taka afsteypu af draslinu á sér,“ segir Blaz Roca og skorar á íslenska fótboltalandsliðið að taka afsteypur af getnaðarlimum leikmanna til að stilla upp á Íslenska reðursafninu. „Það er komið að landsliðinu í fótbolta að taka afsteypu af draslinu á sér og setja í kassa“ „Hérna er handboltalandsliðið búið að gera það og standa sig… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira