10 óþarfa vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður

Ég gerði færslu í vetur sem var listi yfir 10 uppáhalds vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður. Nú er Embla dóttir mín orðin rúmlega 6 mánaða og þá er margt á listanum dottið út og nýtt komið í staðinn af því þarfirnar hennar eru auðvitað alltaf að breytast.

Ég var svo að taka til í dótinu hennar um daginn og fara yfir þá hluti og föt sem ekki er verið að nota lengur og sá þá að það var alveg sumt sem við keyptum og héldum að við myndum alveg nota helling sem var svo bara aldrei notað. Ég ákvað því að skella í lista yfir 10 óþarfa vörur fyrir nýbakaðar mæður. Auðvitað eru allir misjafnir, bæði foreldrar og börn en þetta er allavega það sem við notuðum ekki eða keyptum of mikið af.

1.Angel Care hlustunartæki

""

Áður en Embla fæddist var þetta eitt af því sem ég var æstust í að kaupa af því ég var svo ótrúlega hrædd við vöggudauða og var til í að kaupa allt sem gæti hjálpað mér að minnka þá hræðslu. Þetta hlustunartæki er með plötu sem fer undir dýnuna í rúminu og nemur andardrátt barnsins og lætur þig vita ef barnið hættir að anda. Málið er hins vegar að það er ekki hægt að nota þetta tæki í vöggu eða vagni af því tækið þarf að vera staðsett rétt og tengt rafmagni og því ekki hægt að nota það á ferðinni. Fyrstu vikurnar svaf Embla útum allt, í babynest, í vöggunni, í fanginu á okkur og í vagninum og því notuðum við þetta ekkert. Það var ekki fyrr en hún var 5 mánaða sem hún fór að sofa í rimlarúminu í sínu eigin herbergi að við hefðum getað byrjað að nota þetta en þá var hún farið að hreyfa sig svo rosalega mikið að tækið er mun minna marktækt. Hlustunartækið sjálft er þó hægt að nota án dýnunnar en það er alls ekki nógu vel hannað. Það dregur mjög stutt, svo stutt að við gátum varla notað það niðri í stofu ef Embla var uppi í sínu herbergi. Eins er tækið sem á að vera hjá barninu ekki með hleðslurafhlöðum heldur á það að vera tengt í rafmagn þannig að það hentar rosalega illa til að nota þegar börnin sofa úti í vagni. Við gáfumst því fljótt uppá því og keyptum okkur Neonate tækið sem við erum alveg ótrúlega ánægð með. Með næsta barn mun ég skoða að kaupa frekar Snuza heldur en Angel Care en það er lítið stykki sem er smellt á bleiuna og nemur andardrátt barnsins og er hægt að nota hvar sem er.

 

2.Sérstakt skiptiborð

Screen Shot 2017-07-25 at 12.16.45

Þegar ég byrjaði að hanna herbergið hennar Emblu fannst mér algjört möst að vera með skiptiborð inni hjá henni. Ég ákvað þó að kaupa ekki hefðbundið skiptiborð heldur keypti MALM kommóðu í IKEA og skiptidýnu úti í Boston með sætu áklæði. Ég held að við höfum skipt á henni svona max 10 sinnum á þessu skiptiborði. Við vorum miklu meira með hana niðri í stofu og skiptum bara á henni í sófanum á svona ferðaskiptidýnu heldur en að fara alltaf með hana upp að skipta á henni. Ég er mjög glöð að ég keypti frekar kommóðu og skiptidýnu ofaná af því kommóðan var alveg nauðsynlegt til að geyma öll fötin hennar í en ég mæli ekki með því að kaupa sérstakt skiptiborð af því oftast er maður með litlu krílin útum allt og nennir ekki að fara alltaf inní herbergi til að skipta á.

 

3.Hlýr poki í bílstólinn

Screen Shot 2017-07-25 at 12.18.21

Það voru rosalega margir sem voru að mæla með sérstökum poka í bílstólinn þegar ég var ólétt svo ég ákvað að fjárfesta í einum slíkum í Carters. Við komumst aldrei uppá lag með að nota hann. Í fyrsta lagi var Embla bara 2500g þegar hún fæddist svo hún alveg týndist í þessum poka fyrstu mánuðina og mér fannst alltaf svo mikið vesen að láta hana passa rétt i pokann og finna öll böndin til að binda hana að ég var miklu fljótari bara að klæða hana í flísgalla og skella henni í stólinn. Það er samt alveg mögulegt að þessi bílstólapoki hafi bara ekki verið nógu góður og að það séu til einhverjir betri en ég væri ekki til í að eyða miklu í það og myndi frekar nota bara hlýjan galla í staðinn og spara mér peninginn.

 

4.Hellingur af samfellum í öllum stærðum og gerðum

""

Þetta var eitt af því sem allir töluðu um að væri nauðsynlegt að eiga nóg af, að það væri aldrei til nóg af samfellum. Ég ákvað því að kaupa vel af samfellum Í Carters þegar ég var þar þegar ég var ólétt og keypti alveg margar samfellur í hverri stærð og margar týpur í hverri stærð, síðerma, stutterma og ermalausar. Núna er staðan þannig að meira en helminginn af samfellunum sem ég keypti náði ég aldrei að nota. Ég raðaði þeim öllum upp voða fínt en svo tók ég alltaf bara þessar fremstu og af því maður var alltaf að þvo af henni þá voru þetta alltaf sömu samfellurnar fremst. Ég hugsa að ég hefði komist upp með að eiga bara 6 samfellur í hverri stærð en svo er auðvitað mismunandi hvað börn æla og slefa og annað en fyrir okkur hefðu 6 verið alveg nóg. Annað sem ég rak mig á var að ég keypti mest af síðerma samfellum af því ég vildi nú að litla krílinu yrði hlýtt en komst fljótt að því að það er miklu erfiðara að klæða þau í föt yfir samfellurnar ef þær eru síðerma af því ermarnar á samfellunni eru bara fyrir og dragast lengt upp á handlegginn svo maður þarf að grafa eftir þeim undir erminni á peysunni sem fellur ekki vel í kramið hjá pirruðu kríli sem finnst leiðinlegt að láta klæða sig.

 

5.Stuðningsbelti/buxur 

""

Ég keypti mér svona stuðningsbelti/buxur til að nota eftir fæðinguna og hélt að það væri algjör snilld. Bæði til þess að líta betur út og eins til að hjálpa líkamanum að ganga betur saman og veita stuðning við skurðinn minn eftir keisaraskurðinn. Ég keypti mitt af erlendri síðu sem heitir bellefit.com og lofaði einhverjum svaka árangri og before and after myndirnar voru mjög spennandi. Ég byrjaði að troða mér í þetta daginn eftir að Embla fæddist og mér fannst þetta sko ekkert hjálpa. Þetta var í fyrsta lagi mjög óþægilegt og mér fannst ég bara meiri um mig í græjunni heldur en án hennar og fannst þetta skerast inn í mig á ólíklegustu stöðum. Það var líka brjáluð vinna að klæða sig í þetta og maður var alveg að kafna úr hita í þessu.  Þetta hjálpaði skurðinum mínum ekkert og mér fannst ég vera næstum með meiri verki í þessu heldur en ekki. Ég keypti mér í staðinn buxur frá merki sem heitir UpSpring sem heita C-panty og eru hugsaðar fyrir konur sem hafa farið í keisaraskurð. Þær eru háar upp,  úr mjúku en stífu efni og eru með innbyggðum silikonbút akkúrat þar sem skurðurinn er þannig að þær verja skurðinn fyrir nuddi og óþægindum og eiga að hjálpa til við gróanda. Þær eru meira en helmingi ódýrari og mun heppilegri græja.

 

6.Mörg teppi

Screen Shot 2017-07-25 at 12.22.10

Teppi voru enn eitt dæmið um hlut sem allir sögðu að maður þyrfti að eiga nóg af. Ég hlýddi þessu samviskusamlega eins og öðrum ábendinum og birgði mig upp af teppum af öllum gerðum úti í Boston. Það kom þó fljótlega í ljós að 1-2 teppi er yfirdrifið nóg og ég notaði langmest eitt teppi sem var mjúkt ljósbleikt teppi frá Ralph Lauren. Ég á hinsvegar alveg 10 teppi í öllum þykktum og stærðum sem eru enn ofaní skúffu og ég hef ekkert þurft að nota. Ég mæli með því að eiga eitt hlýtt teppi og mögulega eitt aðeins þynnra og láta það duga.

 

7.Nefsuga

Screen Shot 2017-07-25 at 12.22.47

Ég keypti auðvitað nefsugu áður en Embla fæddist eins og örugglega stærsti hlutinn af foreldrum gera. Ég komst þó fljótt að því að þessi suga gerði nákvæmlega ekki neitt nema trylla barnið og sogaði ekki upp eitt einasta hor. Ég fékk svo að heyra frá barnalækni að það væri miklu sniðugra að láta saltvatnsdropa í nebbann á litlum krílum með kvef heldur en að erta nebbann með nefsugu og mér hefur fundist það virka mjög vel og mæli frekar með dropunum heldur en sugunni.

 

8.Sérstök brjóstagjafaföt

Screen Shot 2017-07-25 at 12.25.14

Ég keypti mér alveg slatta af sérstökum brjóstagjafafötum þegar ég var ólétt og hélt að það væri alveg nauðsynlegt. Ég fór aldrei í eina einustu flík af þessum flíkum enda fannst mér þær allar eitthvað ótrúlega óklæðilegar og ljótar. Mér fannst ég bara alveg geta verið í mínum venjulegu fötum yfir brjóstagjafahaldarann. Mér fannst allar þessar flíkur vera með einhverju sérstöku þykku efni yfir brjóstin og þegar ég var komin í gjafahaldarann og gjafahlýrabolinn og gjafabolinn þá var ég bara komin með þvílíkt þykkildi af efnum yfir brjóstin að það var full vinna að fletta þessu af þegar litla krílið var svangt. Mín reynsla var allavega sú að það er mjög mikilvægt að vera með góðan gjafahaldara en önnur föt eru eitthvað sem þú þarft ekkert endilega að eyða peningum í.

 

9.Allskonar hjálpartæki við brjóstagjöf

""

Ég mæli með því að bíða með að kaupa allskyns hjálpartæki fyrir brjóstagjöf þangað til þú sérð hvernig brjóstagjöfin gengur og þá hvort þú þarft á þessum hlutum að halda. Ég var búin að kaupa allskonar kælipúða fyrir geirvörtur, 3 tegundir af mexikanahöttum, sérstakt silikon eða gervihúð til að setja yfir sárar geirvörtur, mjólkursafnara, geirvörtuformara og ég veit ekki hvað og hvað og ég notaði næstum ekkert af þessu. Ég var mjög heppin og lenti ekki í miklu veseni með mínar geirvörtur og því var stór hluti af þessum græjum óþarfur. Ég þurfti að leigja mér brjóstapumpu í Móðurást þegar við komum heim af fæðingardeildinni og ég fékk alveg frábæra þjónustu hjá þeim varðandi hvaða aukahluti ég þyrfti að kaupa og næst ætla ég held ég bara að bíða og sjá og kaupa eftir þörfum.

 

10.Bílstóll sem er fallegur en alltof þungur!

Screen Shot 2017-07-25 at 12.27.19

Við erum með bílstól frá Emmaljunga sem heitir First Class og er ótrúlega fallegur, úr hvítu leðri og í stíl við barnavagninn okkar frá Emmaljunga. Það er þó einn alveg rosalega stór galli við þennna stól og það er hvað hann er fáránlega þungur. Bara stóllinn sjálfur er 5 kg og þá á eftir að setja barnið í hann. Þetta slapp alveg til að byrja með en eftir því sem barnið þyngist því erfiðara verður þetta og þá er það sko alls ekki þess virði að bílstóllinn sé rosa flottur ef þú getur varla loftað honum. Við vorum með stólinn í afmælisboði um daginn og hittum vini okkar sem eiga Maxi Cosi stól og þvílíkur munur að halda á honum og þessum. Ég mæli allavega algjörlega með því að pæla í þyngdinni á stólnum áður en þú velur þér bílstól.

 

""

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira