10 óþarfa vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður

Ég gerði færslu í vetur sem var listi yfir 10 uppáhalds vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður. Nú er Embla dóttir mín orðin rúmlega 6 mánaða og þá er margt á listanum dottið út og nýtt komið í staðinn af því þarfirnar hennar eru auðvitað alltaf að breytast.

Ég var svo að taka til í dótinu hennar um daginn og fara yfir þá hluti og föt sem ekki er verið að nota lengur og sá þá að það var alveg sumt sem við keyptum og héldum að við myndum alveg nota helling sem var svo bara aldrei notað. Ég ákvað því að skella í lista yfir 10 óþarfa vörur fyrir nýbakaðar mæður. Auðvitað eru allir misjafnir, bæði foreldrar og börn en þetta er allavega það sem við notuðum ekki eða keyptum of mikið af.

1.Angel Care hlustunartæki

""

Áður en Embla fæddist var þetta eitt af því sem ég var æstust í að kaupa af því ég var svo ótrúlega hrædd við vöggudauða og var til í að kaupa allt sem gæti hjálpað mér að minnka þá hræðslu. Þetta hlustunartæki er með plötu sem fer undir dýnuna í rúminu og nemur andardrátt barnsins og lætur þig vita ef barnið hættir að anda. Málið er hins vegar að það er ekki hægt að nota þetta tæki í vöggu eða vagni af því tækið þarf að vera staðsett rétt og tengt rafmagni og því ekki hægt að nota það á ferðinni. Fyrstu vikurnar svaf Embla útum allt, í babynest, í vöggunni, í fanginu á okkur og í vagninum og því notuðum við þetta ekkert. Það var ekki fyrr en hún var 5 mánaða sem hún fór að sofa í rimlarúminu í sínu eigin herbergi að við hefðum getað byrjað að nota þetta en þá var hún farið að hreyfa sig svo rosalega mikið að tækið er mun minna marktækt. Hlustunartækið sjálft er þó hægt að nota án dýnunnar en það er alls ekki nógu vel hannað. Það dregur mjög stutt, svo stutt að við gátum varla notað það niðri í stofu ef Embla var uppi í sínu herbergi. Eins er tækið sem á að vera hjá barninu ekki með hleðslurafhlöðum heldur á það að vera tengt í rafmagn þannig að það hentar rosalega illa til að nota þegar börnin sofa úti í vagni. Við gáfumst því fljótt uppá því og keyptum okkur Neonate tækið sem við erum alveg ótrúlega ánægð með. Með næsta barn mun ég skoða að kaupa frekar Snuza heldur en Angel Care en það er lítið stykki sem er smellt á bleiuna og nemur andardrátt barnsins og er hægt að nota hvar sem er.

 

2.Sérstakt skiptiborð

Screen Shot 2017-07-25 at 12.16.45

Þegar ég byrjaði að hanna herbergið hennar Emblu fannst mér algjört möst að vera með skiptiborð inni hjá henni. Ég ákvað þó að kaupa ekki hefðbundið skiptiborð heldur keypti MALM kommóðu í IKEA og skiptidýnu úti í Boston með sætu áklæði. Ég held að við höfum skipt á henni svona max 10 sinnum á þessu skiptiborði. Við vorum miklu meira með hana niðri í stofu og skiptum bara á henni í sófanum á svona ferðaskiptidýnu heldur en að fara alltaf með hana upp að skipta á henni. Ég er mjög glöð að ég keypti frekar kommóðu og skiptidýnu ofaná af því kommóðan var alveg nauðsynlegt til að geyma öll fötin hennar í en ég mæli ekki með því að kaupa sérstakt skiptiborð af því oftast er maður með litlu krílin útum allt og nennir ekki að fara alltaf inní herbergi til að skipta á.

 

3.Hlýr poki í bílstólinn

Screen Shot 2017-07-25 at 12.18.21

Það voru rosalega margir sem voru að mæla með sérstökum poka í bílstólinn þegar ég var ólétt svo ég ákvað að fjárfesta í einum slíkum í Carters. Við komumst aldrei uppá lag með að nota hann. Í fyrsta lagi var Embla bara 2500g þegar hún fæddist svo hún alveg týndist í þessum poka fyrstu mánuðina og mér fannst alltaf svo mikið vesen að láta hana passa rétt i pokann og finna öll böndin til að binda hana að ég var miklu fljótari bara að klæða hana í flísgalla og skella henni í stólinn. Það er samt alveg mögulegt að þessi bílstólapoki hafi bara ekki verið nógu góður og að það séu til einhverjir betri en ég væri ekki til í að eyða miklu í það og myndi frekar nota bara hlýjan galla í staðinn og spara mér peninginn.

 

4.Hellingur af samfellum í öllum stærðum og gerðum

""

Þetta var eitt af því sem allir töluðu um að væri nauðsynlegt að eiga nóg af, að það væri aldrei til nóg af samfellum. Ég ákvað því að kaupa vel af samfellum Í Carters þegar ég var þar þegar ég var ólétt og keypti alveg margar samfellur í hverri stærð og margar týpur í hverri stærð, síðerma, stutterma og ermalausar. Núna er staðan þannig að meira en helminginn af samfellunum sem ég keypti náði ég aldrei að nota. Ég raðaði þeim öllum upp voða fínt en svo tók ég alltaf bara þessar fremstu og af því maður var alltaf að þvo af henni þá voru þetta alltaf sömu samfellurnar fremst. Ég hugsa að ég hefði komist upp með að eiga bara 6 samfellur í hverri stærð en svo er auðvitað mismunandi hvað börn æla og slefa og annað en fyrir okkur hefðu 6 verið alveg nóg. Annað sem ég rak mig á var að ég keypti mest af síðerma samfellum af því ég vildi nú að litla krílinu yrði hlýtt en komst fljótt að því að það er miklu erfiðara að klæða þau í föt yfir samfellurnar ef þær eru síðerma af því ermarnar á samfellunni eru bara fyrir og dragast lengt upp á handlegginn svo maður þarf að grafa eftir þeim undir erminni á peysunni sem fellur ekki vel í kramið hjá pirruðu kríli sem finnst leiðinlegt að láta klæða sig.

 

5.Stuðningsbelti/buxur 

""

Ég keypti mér svona stuðningsbelti/buxur til að nota eftir fæðinguna og hélt að það væri algjör snilld. Bæði til þess að líta betur út og eins til að hjálpa líkamanum að ganga betur saman og veita stuðning við skurðinn minn eftir keisaraskurðinn. Ég keypti mitt af erlendri síðu sem heitir bellefit.com og lofaði einhverjum svaka árangri og before and after myndirnar voru mjög spennandi. Ég byrjaði að troða mér í þetta daginn eftir að Embla fæddist og mér fannst þetta sko ekkert hjálpa. Þetta var í fyrsta lagi mjög óþægilegt og mér fannst ég bara meiri um mig í græjunni heldur en án hennar og fannst þetta skerast inn í mig á ólíklegustu stöðum. Það var líka brjáluð vinna að klæða sig í þetta og maður var alveg að kafna úr hita í þessu.  Þetta hjálpaði skurðinum mínum ekkert og mér fannst ég vera næstum með meiri verki í þessu heldur en ekki. Ég keypti mér í staðinn buxur frá merki sem heitir UpSpring sem heita C-panty og eru hugsaðar fyrir konur sem hafa farið í keisaraskurð. Þær eru háar upp,  úr mjúku en stífu efni og eru með innbyggðum silikonbút akkúrat þar sem skurðurinn er þannig að þær verja skurðinn fyrir nuddi og óþægindum og eiga að hjálpa til við gróanda. Þær eru meira en helmingi ódýrari og mun heppilegri græja.

 

6.Mörg teppi

Screen Shot 2017-07-25 at 12.22.10

Teppi voru enn eitt dæmið um hlut sem allir sögðu að maður þyrfti að eiga nóg af. Ég hlýddi þessu samviskusamlega eins og öðrum ábendinum og birgði mig upp af teppum af öllum gerðum úti í Boston. Það kom þó fljótlega í ljós að 1-2 teppi er yfirdrifið nóg og ég notaði langmest eitt teppi sem var mjúkt ljósbleikt teppi frá Ralph Lauren. Ég á hinsvegar alveg 10 teppi í öllum þykktum og stærðum sem eru enn ofaní skúffu og ég hef ekkert þurft að nota. Ég mæli með því að eiga eitt hlýtt teppi og mögulega eitt aðeins þynnra og láta það duga.

 

7.Nefsuga

Screen Shot 2017-07-25 at 12.22.47

Ég keypti auðvitað nefsugu áður en Embla fæddist eins og örugglega stærsti hlutinn af foreldrum gera. Ég komst þó fljótt að því að þessi suga gerði nákvæmlega ekki neitt nema trylla barnið og sogaði ekki upp eitt einasta hor. Ég fékk svo að heyra frá barnalækni að það væri miklu sniðugra að láta saltvatnsdropa í nebbann á litlum krílum með kvef heldur en að erta nebbann með nefsugu og mér hefur fundist það virka mjög vel og mæli frekar með dropunum heldur en sugunni.

 

8.Sérstök brjóstagjafaföt

Screen Shot 2017-07-25 at 12.25.14

Ég keypti mér alveg slatta af sérstökum brjóstagjafafötum þegar ég var ólétt og hélt að það væri alveg nauðsynlegt. Ég fór aldrei í eina einustu flík af þessum flíkum enda fannst mér þær allar eitthvað ótrúlega óklæðilegar og ljótar. Mér fannst ég bara alveg geta verið í mínum venjulegu fötum yfir brjóstagjafahaldarann. Mér fannst allar þessar flíkur vera með einhverju sérstöku þykku efni yfir brjóstin og þegar ég var komin í gjafahaldarann og gjafahlýrabolinn og gjafabolinn þá var ég bara komin með þvílíkt þykkildi af efnum yfir brjóstin að það var full vinna að fletta þessu af þegar litla krílið var svangt. Mín reynsla var allavega sú að það er mjög mikilvægt að vera með góðan gjafahaldara en önnur föt eru eitthvað sem þú þarft ekkert endilega að eyða peningum í.

 

9.Allskonar hjálpartæki við brjóstagjöf

""

Ég mæli með því að bíða með að kaupa allskyns hjálpartæki fyrir brjóstagjöf þangað til þú sérð hvernig brjóstagjöfin gengur og þá hvort þú þarft á þessum hlutum að halda. Ég var búin að kaupa allskonar kælipúða fyrir geirvörtur, 3 tegundir af mexikanahöttum, sérstakt silikon eða gervihúð til að setja yfir sárar geirvörtur, mjólkursafnara, geirvörtuformara og ég veit ekki hvað og hvað og ég notaði næstum ekkert af þessu. Ég var mjög heppin og lenti ekki í miklu veseni með mínar geirvörtur og því var stór hluti af þessum græjum óþarfur. Ég þurfti að leigja mér brjóstapumpu í Móðurást þegar við komum heim af fæðingardeildinni og ég fékk alveg frábæra þjónustu hjá þeim varðandi hvaða aukahluti ég þyrfti að kaupa og næst ætla ég held ég bara að bíða og sjá og kaupa eftir þörfum.

 

10.Bílstóll sem er fallegur en alltof þungur!

Screen Shot 2017-07-25 at 12.27.19

Við erum með bílstól frá Emmaljunga sem heitir First Class og er ótrúlega fallegur, úr hvítu leðri og í stíl við barnavagninn okkar frá Emmaljunga. Það er þó einn alveg rosalega stór galli við þennna stól og það er hvað hann er fáránlega þungur. Bara stóllinn sjálfur er 5 kg og þá á eftir að setja barnið í hann. Þetta slapp alveg til að byrja með en eftir því sem barnið þyngist því erfiðara verður þetta og þá er það sko alls ekki þess virði að bílstóllinn sé rosa flottur ef þú getur varla loftað honum. Við vorum með stólinn í afmælisboði um daginn og hittum vini okkar sem eiga Maxi Cosi stól og þvílíkur munur að halda á honum og þessum. Ég mæli allavega algjörlega með því að pæla í þyngdinni á stólnum áður en þú velur þér bílstól.

 

""

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Par sem var í mikilli ofþyngd höfðu miklar áhyggjur af því að geta ekki eignast barn saman og tóku því ákvörðun um að létta sig saman. Lexi og Danny eyddu meiri tíma í að borða óhollan mat heldur en að hreyfa sig og heildarþyngd þeirra var orðin rúm 350 kíló. Parið setti sér nýjársheiti um að léttast saman og fóru að borða hollt og hreyfa sig. Árangur þeirra er ótrúlegur en þau misstu samtals 175 kíló á rúmlega einu ári. https://youtu.be/Hx9IKBiUPco Lesa meira

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur. En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni. „Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm.… Lesa meira

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar. Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast, segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Nennti ekki að setja bakið… Lesa meira

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum. Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið. Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná. Dóttir… Lesa meira

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með, skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook. Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna… Lesa meira

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu. Ég var þessa fyrstu daga mína svo upptekin að rata að ég átti það til að gleyma að kíkja aftur í, segir Inga Lára í færslu á Facebook. Ég tók upp par í miðbænum og keyrði þau í Kópavoginn. Ég heyrði að þau voru greinilega að kynnast en spáði ekki meira í því. Þegar ég stöðva bílinn borgar stelpan og hurðin lokast. Inga… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Að fara í fótsnyrtingu reglulega getur verið virkilega notalegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir suma. Flestum finnst huggulegt að fá að sitja í stólnum á meðan verið er að dekra við þá. Fyrir ekkert rosalega löngu síðan komst í tísku svokallað Fish Spa. Fish Spa er fótsnyrtingar aðferð þar sem viðskiptavinurinn stingur fótunum ofan í fiskabúr hjá sérstakri fiskitegund sem sækist í að borða dauða húð viðkomandi og hreinsa þannig fæturna vel. Fyrir suma hljómar þessi aðferð áhugaverð og spennandi, en fyrir aðra hljómar hún kjánalega, skringilega eða jafnvel hryllilega. Myndband af konu sem fór í Fish Spa meðferð á dögunum… Lesa meira

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira