13 hlutir sem enginn segir þér áður en þú ferðast til Íslands

Sophie-Claire Honeller skrifaði nýlega grein á Insider þar sem hún tiltekur 13 atriði sem enginn upplýsir ferðamanninn um fyrir komu hans til landsins.

Í greininni sem beint er til bandaríska lesandans og væntanlegs ferðalags hans til Íslands segir Honeller að ef viðkomandi líði eins og Instagrammið hans líti út eins og gríðarstór auglýsing fyrir Ísland þá sé hann ekki sá eini um það. Já Ísland er málið og já allir sem hann þekkir eru að fara þangað.

Síðan tiltekur hún 13 atriði sem ferðamanninum er vanalega ekki sagt frá áður en hann heldur í ferð sína til Íslands.

Maturinn er fáránlega dýr.
Einföld beygla mun kosta þig meira en fínn matur annars staðar. Þar sem Honeller býr í New York, sem er ein af dýrustu borgum heims, þá hélt hún að hún hefði kynnst því að kaupa dýran mat, en það var rangt hjá henni. Á fyrsta degi mínum á Íslandi, leituðum við að venjulegu kaffihúsi og enduðum með að eyða 18 dollurum (1.860 kr.) í beyglu með rjómaosti, káli og laxi. Þetta er ekki óvenjulegt á Íslandi, þar sem meðalhádegismatur kostar þig 3.000 kr. Forréttur á fínum veitingastað kostar 5.000 kr.

Vatnið lyktar hræðilega, en er algjörlega drykkjarhæft
Vatnið lyktar illa (hugsið ykkur úldin egg), en er algjörlega drykkjarhæft og bragðast mjög vel. Það sagði enginn okkur þetta og við eyddum einu kvöldi á Airbnb mjög þyrst og allar búðir lokaðar.

Þér finnst eins og þú sért kominn aftur til Bandaríkjanna.
Það eru svo margir Bandaríkjamenn alls staðar að stundum gleymdi ég hvar ég var. Íbúafjöldi Íslands er 332 þúsund, en ferðamannafjöldinn er 1,8 milljón á ári.

Það er fólk alls staðar
Allir heimsækja Ísland til að sjá náttúruundur landsins. Það þýðir að allir á Íslandi ætla að sjá nokkra staði. Það þýðir síðan að það eru rútur fullar af fólki við hvern einasta litla hver sem þú ert með á skoðunarlistanum.

Það er verið að byggja alls staðar
Mér brá við að sjá allan fjöldann af byggingarkrönum alls staðar. Ferðamannasprengjan hlýtur að hafa gefið byggingariðnaðinum búst, þar sem verið var að stækka við alla ferðamannastaði sem ég heimsótti og það voru byggingakranar á hverju horni í Reykjavík.

Takmörkuð dagsbirta þýðir að þú þarft að skipuleggja ferðir þínar samkvæmt því.
Við komum til Reykjavíkur kl. 6.30 um morgun og vorum hissa þegar okkur var sagt að það yrði ekki bjart fyrr en eftir þrjá klukkutíma og að dagsbirtan yrði farin um fimmleytið. Og þetta var í byrjun nóvember, takið eftir.
Það er auðvitað engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu á sumrin, en tíminn sem er dagsbirta er alltaf minni og minni á veturna, sem þýðir að þú þarft að skipuleggja fram í tímann. Það er fullt af hlutum að sjá á Íslandi, en margir þeirra eru í 45 mínútna fjarlægð frá hver öðrum, þannig að taktu mið af því og tímanum sem er bjart.

Salerni eru fá og langt á milli þeirra, auk þess sem þarf að greiða fyrir mörg þeirra
Eins og áður sagði þá eru staðir sem vert er að skoða í nokkuð langri fjarlægð frá hver öðrum. Passaðu því að skipuleggja salernisferðir samkvæmt því.

Mörgum klukkustundum er eytt í bíl
Var ég búin að minnast á langar vegalengdir? Já þú munt eyða fullt af tíma í bílaleigubílnum eða í ferðamannarútunni. Það er þess virði, en samt eitthvað sem þú ættir að hafa í huga þegar þú skipuleggur ferðina.

 

Heitar laugar eru hræðilegar fyrir hárið
Í heitu laugunum er eitthvað sem heitir silica, sem er ekki skaðlegt, en gerir hins vegar ekkert fyrir hárið á þér. Bláa lónið útvegar næringu til að setja í hárið áður en farið er ofan í og varar við að hárið geti annars orðið stíft og erfitt að ráða við.

Þú þarft ekki peninga
Allir taka kreditkort. Við þurftum að kaupa klósettpassa á Þingvöllum en þá var hægt að greiða mð kreditkorti. Ég sá aldrei íslenska peninga.

Þú munt líklega ekki sjá Norðurljósin
Norðurljósin eru ótrúlega duttlungafullt náttúrufyrirbæri og margt þarf að spila saman svo þau láti sjá sig, árstími og veðurfar. Það er mælt með að dvelja á Íslandi í minnst sjö nætur til að eiga besta möguleikann á að sjá þau.

Veðrið er duttlungafullari en þú getur ímyndað þér
„Ef þér líkar ekki veðrið, bíddu í fimm mínútur“ segja þeir á Íslandi. Klæddu þig í nokkur lög þar sem að veðrið getur breyst úr svalt í frost á nokkrum sekúndum.

Þú þarft að bóka í Bláa lónið með fyrirvara
Bláa lónið er einn af vinsælustu áfangastöðum Íslands og næstum hver einasti ferðamaður stoppar þar. Þess vegna er mælt með að kaupa miða með góðum fyrirvara í stað þess að mæta bara og vonaast eftir að komast inn.

Já og miðar byrja á 60 dollurum (6.000 kr.) og það er án handklæðis. Handklæði mun kosta þig auka 20 dollara (2.000 kr.). Minntist ég á að það er alltaf troðið af fólki þar?

Þó að þrettán atriðin séu eitthvað sem þarf ekkert að segja okkur Íslendingum þá er engu að síður gaman að sjá hvað hinum almenna bandaríska ferðamanni er bent á.

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Gigi Hadid verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur gefið út þá tilkynningu að hún verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret, sem í ár fer fram í Shanghai í Kína. Tískusýningin er jafnan gríðarlega stór og flottur viðburður og frægustu fyrirsætur hvers tíma ganga tískupallinn. „Ég er svo fúl yfir að geta ekki farið með til Kína í ár,“ skrifar Hadid á Twitter. „Ég elska VS fjölskylduna mína og ég mun verða með öllum stelpunum mínum í anda. Get ekki beðið eftir að sjá þessa flottu sýningu og get ekki beðið eftir næsta ári.“   I’m so bummed I won’t be able to make… Lesa meira

Matur: Kúrbíts ostabrauð girnilegt í partýið

Innihald: 3 meðalstórir kúrbítar (um það bil 4 bollar skorið) 2 stór egg 2 pressaðir hvítlauksgeirar ½ teskeið oregano 3 bollar parmesan ½ bolli maíssterkja salt malaður svartur pipar rauðar piparflögur 2 teskeiðar fersk steinselja marinara sósa, sem ídýfa Leiðbeiningar: 1) Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu kúrbítana niður eða maukaðu þá í matvinnsluvél.  Pressaðu allan aukavökva úr blöndunni. 2) Settu kúrbít, egg, hvítlauk, oregano, 1 bolla af mozzarella, parmesan og maíssterkju saman í skál og kryddaðu með salt og pipar. Hrærðu saman. 3) Færðu „deigið“ yfir á bökunarpappír og flettu út. Bakaðu í um það bil 25 mínútur. 4) Dreifðu… Lesa meira

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig Parið sem er búið að vera saman í tvö ár tilkynnti trúlofun sína í desember 2016 og dóttirin, Alexis Olympia Ohanian Jr., fæddist 1. september síðastliðinn. Ohanian, einn af stofnendum Reddit og Williams, ein þekktasta tennisstjarna allra tíma, giftu sig í New Orleans að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum, þar á meðal Beyoncé, Kim Kardashian, Eva Longoria og eiginmanni hennar José Bastón og tennisstjarnan Caroline Wozniacki og unnusti hennar, NBA leikmaðurinn David Lee. Lesa meira