13 hlutir sem enginn segir þér áður en þú ferðast til Íslands

Sophie-Claire Honeller skrifaði nýlega grein á Insider þar sem hún tiltekur 13 atriði sem enginn upplýsir ferðamanninn um fyrir komu hans til landsins.

Í greininni sem beint er til bandaríska lesandans og væntanlegs ferðalags hans til Íslands segir Honeller að ef viðkomandi líði eins og Instagrammið hans líti út eins og gríðarstór auglýsing fyrir Ísland þá sé hann ekki sá eini um það. Já Ísland er málið og já allir sem hann þekkir eru að fara þangað.

Síðan tiltekur hún 13 atriði sem ferðamanninum er vanalega ekki sagt frá áður en hann heldur í ferð sína til Íslands.

Maturinn er fáránlega dýr.
Einföld beygla mun kosta þig meira en fínn matur annars staðar. Þar sem Honeller býr í New York, sem er ein af dýrustu borgum heims, þá hélt hún að hún hefði kynnst því að kaupa dýran mat, en það var rangt hjá henni. Á fyrsta degi mínum á Íslandi, leituðum við að venjulegu kaffihúsi og enduðum með að eyða 18 dollurum (1.860 kr.) í beyglu með rjómaosti, káli og laxi. Þetta er ekki óvenjulegt á Íslandi, þar sem meðalhádegismatur kostar þig 3.000 kr. Forréttur á fínum veitingastað kostar 5.000 kr.

Vatnið lyktar hræðilega, en er algjörlega drykkjarhæft
Vatnið lyktar illa (hugsið ykkur úldin egg), en er algjörlega drykkjarhæft og bragðast mjög vel. Það sagði enginn okkur þetta og við eyddum einu kvöldi á Airbnb mjög þyrst og allar búðir lokaðar.

Þér finnst eins og þú sért kominn aftur til Bandaríkjanna.
Það eru svo margir Bandaríkjamenn alls staðar að stundum gleymdi ég hvar ég var. Íbúafjöldi Íslands er 332 þúsund, en ferðamannafjöldinn er 1,8 milljón á ári.

Það er fólk alls staðar
Allir heimsækja Ísland til að sjá náttúruundur landsins. Það þýðir að allir á Íslandi ætla að sjá nokkra staði. Það þýðir síðan að það eru rútur fullar af fólki við hvern einasta litla hver sem þú ert með á skoðunarlistanum.

Það er verið að byggja alls staðar
Mér brá við að sjá allan fjöldann af byggingarkrönum alls staðar. Ferðamannasprengjan hlýtur að hafa gefið byggingariðnaðinum búst, þar sem verið var að stækka við alla ferðamannastaði sem ég heimsótti og það voru byggingakranar á hverju horni í Reykjavík.

Takmörkuð dagsbirta þýðir að þú þarft að skipuleggja ferðir þínar samkvæmt því.
Við komum til Reykjavíkur kl. 6.30 um morgun og vorum hissa þegar okkur var sagt að það yrði ekki bjart fyrr en eftir þrjá klukkutíma og að dagsbirtan yrði farin um fimmleytið. Og þetta var í byrjun nóvember, takið eftir.
Það er auðvitað engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu á sumrin, en tíminn sem er dagsbirta er alltaf minni og minni á veturna, sem þýðir að þú þarft að skipuleggja fram í tímann. Það er fullt af hlutum að sjá á Íslandi, en margir þeirra eru í 45 mínútna fjarlægð frá hver öðrum, þannig að taktu mið af því og tímanum sem er bjart.

Salerni eru fá og langt á milli þeirra, auk þess sem þarf að greiða fyrir mörg þeirra
Eins og áður sagði þá eru staðir sem vert er að skoða í nokkuð langri fjarlægð frá hver öðrum. Passaðu því að skipuleggja salernisferðir samkvæmt því.

Mörgum klukkustundum er eytt í bíl
Var ég búin að minnast á langar vegalengdir? Já þú munt eyða fullt af tíma í bílaleigubílnum eða í ferðamannarútunni. Það er þess virði, en samt eitthvað sem þú ættir að hafa í huga þegar þú skipuleggur ferðina.

 

Heitar laugar eru hræðilegar fyrir hárið
Í heitu laugunum er eitthvað sem heitir silica, sem er ekki skaðlegt, en gerir hins vegar ekkert fyrir hárið á þér. Bláa lónið útvegar næringu til að setja í hárið áður en farið er ofan í og varar við að hárið geti annars orðið stíft og erfitt að ráða við.

Þú þarft ekki peninga
Allir taka kreditkort. Við þurftum að kaupa klósettpassa á Þingvöllum en þá var hægt að greiða mð kreditkorti. Ég sá aldrei íslenska peninga.

Þú munt líklega ekki sjá Norðurljósin
Norðurljósin eru ótrúlega duttlungafullt náttúrufyrirbæri og margt þarf að spila saman svo þau láti sjá sig, árstími og veðurfar. Það er mælt með að dvelja á Íslandi í minnst sjö nætur til að eiga besta möguleikann á að sjá þau.

Veðrið er duttlungafullari en þú getur ímyndað þér
„Ef þér líkar ekki veðrið, bíddu í fimm mínútur“ segja þeir á Íslandi. Klæddu þig í nokkur lög þar sem að veðrið getur breyst úr svalt í frost á nokkrum sekúndum.

Þú þarft að bóka í Bláa lónið með fyrirvara
Bláa lónið er einn af vinsælustu áfangastöðum Íslands og næstum hver einasti ferðamaður stoppar þar. Þess vegna er mælt með að kaupa miða með góðum fyrirvara í stað þess að mæta bara og vonaast eftir að komast inn.

Já og miðar byrja á 60 dollurum (6.000 kr.) og það er án handklæðis. Handklæði mun kosta þig auka 20 dollara (2.000 kr.). Minntist ég á að það er alltaf troðið af fólki þar?

Þó að þrettán atriðin séu eitthvað sem þarf ekkert að segja okkur Íslendingum þá er engu að síður gaman að sjá hvað hinum almenna bandaríska ferðamanni er bent á.

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira

Bjarna var ýtt inn í skápinn: ,,Bæði sem samkynhneigður karlmaður og tilfinningavera“

Þessi ljósmynd er frá því ég var 11 ára. Bjart, jákvætt og kærleiksríkt barn sem elskaði lífið. Ég hef alltaf verið tilfinningabúnt. Alinn upp í fallega Tálknafirði þar sem ég átti yndislega æsku með góða vini og elskandi fjölskyldu. Ég lék mér með mikið með stelpunum í dúkkó og föndri, notaði orð eins og „yndislegt” og var góður í leiklist og dansi. Ég tengdi ekkert við bíla eða fótbolta. Mér var líka strítt fyrir að vera stelpustrákur. Það var skammarlegt að vera stelpulegur. Með þessum orðum hefst einlæg facebook færsla Bjarna Snæbjörnssonar, leikara og skemmtikrafts. Bjarni greinir frá því að… Lesa meira

Guðrún Helga fékk átkastaröskun í kjölfar þátttöku sinnar í fitness: „Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað tæki við eftir mótið“

Guðrún Helga Fossdal Reynisdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fitness og hefur sjálf tekið þátt í keppninni. Það sem hún gerði sér þó ekki grein fyrir var að í kjölfar þátttöku hennar þróaði hún með sér átkastaröskun sem hefur eyðilagt frama hennar í íþróttinni og mun hún vera í mörg ár að koma jafnvægi á líkamann aftur. Ég á yfir höfði mér margra ára meðferð til þess að fá allt í jafnvægi aftur. Ef ég hefði hlustað á sjálfa mig frá byrjun og viðurkennt um leið að ég ætti vð átröskun að stríða og hefði byrjað að tækla það áður en ég tók þátt… Lesa meira

Dóttir Sigrúnar fæddist andvana eftir fulla meðgöngu: ,,Það að ganga út af sjúkrahúsinu með tómt fangið var hræðilegt“

Sigrún Ásta Brynjarsdóttir varð ólétt að dóttur sinni í júní árið 2016. Meðgangan gekk vel, dóttir þeirra stækkaði mikið og allt stefndi í að lífið yrði fullkomið fyrir þau hjónin. Við maðurinn minn tókum ákvörðun í maí 2016 að okkur langaði að eignast barn eftir að hafa talað um það í nokkur ár að við ætluðum sko aldrei að eignast barn. Þann 1. júlí tek ég svo óléttupróf og það kemur blússandi jákvætt, segir Sigrún Ásta í viðtali við Bleikt.is Sigrún er nemi við Háskólann á Bifröst þar sem hún er að klára BS í viðskiptalögfræði. Um kvöldið 28. febrúar árið… Lesa meira

Hvenær mega börn sinna húsverkum? Flottur húsverkalisti fyrir börn á öllum aldri

Að sinna heimilisverkum er ekkert alltaf það skemmtilegasta, en er þó eitt af mikilvægustu verkunum sem við sinnum. Það þarf jú að passa að allir heimilismenn eigi hrein föt, fái mat á diskinn sinn og líði vel heima hjá sér. Foreldrar eiga það til að halda að börnin þeirra séu ekki tilbúin til þess að hjálpa til við heimilisstörfin en staðan er sú að börn allt niður í tveggja ára aldur eiga auðvelt með að læra og hjálpa til á heimilinu. Því fyrr sem börn læra að heimilisstörfin séu eitthvað sem allir heimilismenn eigi að hjálpast til við að sinna… Lesa meira