13 hlutir sem enginn segir þér áður en þú ferðast til Íslands

Sophie-Claire Honeller skrifaði nýlega grein á Insider þar sem hún tiltekur 13 atriði sem enginn upplýsir ferðamanninn um fyrir komu hans til landsins.

Í greininni sem beint er til bandaríska lesandans og væntanlegs ferðalags hans til Íslands segir Honeller að ef viðkomandi líði eins og Instagrammið hans líti út eins og gríðarstór auglýsing fyrir Ísland þá sé hann ekki sá eini um það. Já Ísland er málið og já allir sem hann þekkir eru að fara þangað.

Síðan tiltekur hún 13 atriði sem ferðamanninum er vanalega ekki sagt frá áður en hann heldur í ferð sína til Íslands.

Maturinn er fáránlega dýr.
Einföld beygla mun kosta þig meira en fínn matur annars staðar. Þar sem Honeller býr í New York, sem er ein af dýrustu borgum heims, þá hélt hún að hún hefði kynnst því að kaupa dýran mat, en það var rangt hjá henni. Á fyrsta degi mínum á Íslandi, leituðum við að venjulegu kaffihúsi og enduðum með að eyða 18 dollurum (1.860 kr.) í beyglu með rjómaosti, káli og laxi. Þetta er ekki óvenjulegt á Íslandi, þar sem meðalhádegismatur kostar þig 3.000 kr. Forréttur á fínum veitingastað kostar 5.000 kr.

Vatnið lyktar hræðilega, en er algjörlega drykkjarhæft
Vatnið lyktar illa (hugsið ykkur úldin egg), en er algjörlega drykkjarhæft og bragðast mjög vel. Það sagði enginn okkur þetta og við eyddum einu kvöldi á Airbnb mjög þyrst og allar búðir lokaðar.

Þér finnst eins og þú sért kominn aftur til Bandaríkjanna.
Það eru svo margir Bandaríkjamenn alls staðar að stundum gleymdi ég hvar ég var. Íbúafjöldi Íslands er 332 þúsund, en ferðamannafjöldinn er 1,8 milljón á ári.

Það er fólk alls staðar
Allir heimsækja Ísland til að sjá náttúruundur landsins. Það þýðir að allir á Íslandi ætla að sjá nokkra staði. Það þýðir síðan að það eru rútur fullar af fólki við hvern einasta litla hver sem þú ert með á skoðunarlistanum.

Það er verið að byggja alls staðar
Mér brá við að sjá allan fjöldann af byggingarkrönum alls staðar. Ferðamannasprengjan hlýtur að hafa gefið byggingariðnaðinum búst, þar sem verið var að stækka við alla ferðamannastaði sem ég heimsótti og það voru byggingakranar á hverju horni í Reykjavík.

Takmörkuð dagsbirta þýðir að þú þarft að skipuleggja ferðir þínar samkvæmt því.
Við komum til Reykjavíkur kl. 6.30 um morgun og vorum hissa þegar okkur var sagt að það yrði ekki bjart fyrr en eftir þrjá klukkutíma og að dagsbirtan yrði farin um fimmleytið. Og þetta var í byrjun nóvember, takið eftir.
Það er auðvitað engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu á sumrin, en tíminn sem er dagsbirta er alltaf minni og minni á veturna, sem þýðir að þú þarft að skipuleggja fram í tímann. Það er fullt af hlutum að sjá á Íslandi, en margir þeirra eru í 45 mínútna fjarlægð frá hver öðrum, þannig að taktu mið af því og tímanum sem er bjart.

Salerni eru fá og langt á milli þeirra, auk þess sem þarf að greiða fyrir mörg þeirra
Eins og áður sagði þá eru staðir sem vert er að skoða í nokkuð langri fjarlægð frá hver öðrum. Passaðu því að skipuleggja salernisferðir samkvæmt því.

Mörgum klukkustundum er eytt í bíl
Var ég búin að minnast á langar vegalengdir? Já þú munt eyða fullt af tíma í bílaleigubílnum eða í ferðamannarútunni. Það er þess virði, en samt eitthvað sem þú ættir að hafa í huga þegar þú skipuleggur ferðina.

 

Heitar laugar eru hræðilegar fyrir hárið
Í heitu laugunum er eitthvað sem heitir silica, sem er ekki skaðlegt, en gerir hins vegar ekkert fyrir hárið á þér. Bláa lónið útvegar næringu til að setja í hárið áður en farið er ofan í og varar við að hárið geti annars orðið stíft og erfitt að ráða við.

Þú þarft ekki peninga
Allir taka kreditkort. Við þurftum að kaupa klósettpassa á Þingvöllum en þá var hægt að greiða mð kreditkorti. Ég sá aldrei íslenska peninga.

Þú munt líklega ekki sjá Norðurljósin
Norðurljósin eru ótrúlega duttlungafullt náttúrufyrirbæri og margt þarf að spila saman svo þau láti sjá sig, árstími og veðurfar. Það er mælt með að dvelja á Íslandi í minnst sjö nætur til að eiga besta möguleikann á að sjá þau.

Veðrið er duttlungafullari en þú getur ímyndað þér
„Ef þér líkar ekki veðrið, bíddu í fimm mínútur“ segja þeir á Íslandi. Klæddu þig í nokkur lög þar sem að veðrið getur breyst úr svalt í frost á nokkrum sekúndum.

Þú þarft að bóka í Bláa lónið með fyrirvara
Bláa lónið er einn af vinsælustu áfangastöðum Íslands og næstum hver einasti ferðamaður stoppar þar. Þess vegna er mælt með að kaupa miða með góðum fyrirvara í stað þess að mæta bara og vonaast eftir að komast inn.

Já og miðar byrja á 60 dollurum (6.000 kr.) og það er án handklæðis. Handklæði mun kosta þig auka 20 dollara (2.000 kr.). Minntist ég á að það er alltaf troðið af fólki þar?

Þó að þrettán atriðin séu eitthvað sem þarf ekkert að segja okkur Íslendingum þá er engu að síður gaman að sjá hvað hinum almenna bandaríska ferðamanni er bent á.

Sjónvarpsmynd í vinnslu um samband Harry og Meghan

Aðdáendur Harry Bretaprins og Meghan Markle geta glaðst yfir nýjustu fréttum, en Lifetime mun vera að vinna að sjónvarpsmynd um ástir þeirra, sem ber titilinn Harry & Meghan: The Royal Love Story eða Harry og Meghan: Konungleg ástarsaga. Myndin mun fjalla um samband þeirra og ástarsögu allt frá því að sameiginlegur vinur kynnti þau þar til þau trúlofuðu sig í nóvember 2017. Myndin mun einnig skoða líf Meghan sem fráskilin bandarísk leikkona. Prufur standa yfir í hlutverk myndarinnar og enginn sýningardagur hefur verið gefinn upp. Lifetime sýndi hinsvegar myndina William & Kate: The Movie 11 dögum áður en þau giftu… Lesa meira

Ragga nagli: „Sit mjög oft ein eftir að borða“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta tölublaði MAN er viðtal við hana um mataræði, hreyfingu, bætiefni, sem og bestu fötin og tækin í ræktina. Ragga fjallar þar meðal annars um hvernig mataræðið og máltíðir hafa breyst hjá henni: Það má segja Hvað, Hvernig, Hversu oft og Hversu mikið ég borða hafi breyst. Ég var mjög brennd af allskonar boðum og bönnum mjög lengi. Fékk skilaboð um að borða ekki brauð, lamb, svín, maís, banana, og fleira rugl. Nú borða ég allt sem að kjafti kemur og mér finnst gómsætt. Máltíðamynstrið hefur breyst hjá mér. Á einhverju matarplani átti ég að… Lesa meira

Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár

Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum sem maður hefur heyrt hingað til frá Underwood. https://www.youtube.com/watch?v=Htu3va7yDMg Super Bowl fer fram 4. febrúar næstkomandi og auk stjarnanna á vellinum, þá munu stjörnur líka skemmta áhorfendum, Pink mun syngja þjóðsönginn og Justin Timberlake mun sjá um hálfleikssýninguna. Underwood er óðum að ná sér eftir… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Myndband: Lærðu að brjóta þvottinn á nýjan hátt og sparaðu pláss

Það er eitt sem yfirgefur okkur aldrei, sama hversu heitt við viljum það: þvottahrúgan. Í meðfylgjandi myndbandi eru kennar sex aðferðir til að brjóta þvottinn saman sem eiga það sameiginlegt að spara pláss í skápnum, myndbandið lofar líka að maður spari tíma með þessu. Ég ætla að prófa næst þegar ég ræðst á þvottafjallið. https://www.facebook.com/FirstMediaBlossom/videos/10155894084094586/ Lesa meira

Kim Kardashian er með rándýrar ruslatunnur

Kim Kardashian hendir sko ruslinu með stæl, en hún er með ruslatunnur frá engum öðrum en tískuhönnuðinum Louis Vuitton. Af því að þegar maður er metinn á 220 milljónir dollara þá veit maður ekkert hvað maður á að eyða aurunum í, er það nokkuð? Fylgjendum hennar á Instagram sýndist sitt hvað um tunnurnar þegar Kim póstaði mynd af þeim. Nefndi einn þeirra að þær kostuðu meira en húsið hans. Ekki er vitað hvað tunnurnar kostuðu Kim, en sú minni kostar allavega um 3000 dollara á Ebay eða um 300 þúsund íslenskar krónur. Lesa meira

Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Bogmaður

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Bogmanninn 22. nóvember - 21. desember. Bogmaður Kæri bogmaður, byrja á því að segja þér að spáin fyrir þig er mögnuð og 3 stór spil sem komu úr bunkanum. Til að byrja með þá skoða ég árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að þú hafir upplifað einhverja togstreitu á árinu og svörin sem þú… Lesa meira

Myndband: Fólk er frábært – Blanda af því besta frá 2017

Í meðfylgjandi myndbandi sem er af Facebook síðunni People are awesome má finna blöndu af því besta frá árinu 2017. Fólk í hinum ýmsu íþróttagreinum af framkvæma ótrúlegustu hluti sem margir virðast ögra þyngdarlögmálinu all verulega. Ísland á meira að segja fulltrúa. https://www.facebook.com/peopleareawesome/videos/1542174665831706/ Facebooksíða People are awesome. Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Sporðdreki

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Sporðdreka 23. október - 21. nóvember. Sporðdreki Kæri sporðdreki, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú getur verið svo þakklátur fyrir margt í lífi þínu kæri dreki – svona eins og þú sért með allt sem þú þarfnast. Peningamálin hafa blessast á árinu og áhyggjur þínar minni vegna þeirra. Þú lifir lífinu ríkulega… Lesa meira

Bíó: Tvær íslenskar myndir vinsælastar árið 2017 – Aðsókn dregst saman

Í fyrsta skipti síðan mælingar hófust eru tvær íslenskar kvikmyndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu. Þetta eru kvikmyndirnar Ég man þig sem þénaði tæpar 76,6 milljónir kr. (47.368 gestir) og Undir trénu sem þénaði 67,7 milljónir kr. (42.427 gestir). Nýjasta Star Wars myndin, The Last Jedi, var svo í þriðja sæti með 67,5 milljónir kr. í tekjur en sú kvikmynd er jafnframt sú eina þar sem aðsókn var yfir 50 þúsund manns á árinu en heildaraðsókn ársins að henni var 50.645 enda þótt kvikmyndin hafi einungis verið í sýningu frá 12. desember. Á síðustu fjórum árum… Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Vog

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Vogina 23. september - 22. október. Vog Kæra vog, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Ok vá, mikið búið að vera í gangi sýnist mér. Fyrri reynsla hefur undirbúð þig undir þessar aðstæður og það ásamt skynsemi og húmor hafa hjálpa þér í gegnum þetta tímabil. Gefðu öðrum kredit fyrir að reyna sitt… Lesa meira