Jóhanna Guðrún hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur: „Það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart“

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár.

Þegar Jóhanna var einungis níu ára hóf hún að koma fram sem söngkona og sendi einnig frá sér sinn fyrsta geisladisk sem bar nafnið Jóhanna Guðrún 9.

Það var árið 2009 sem Jóhanna Guðrún sló í gegn í Rússlandi fyrir hönd Íslands í Eurovision og lenti í öðru sæti, einungis átján ára gömul en þó hokin af reynslu. Lagið sem Jóhanna söng svo eftirminnilega heitir „Is it true“ og eftir söngvakeppnina sló lagið met á iTunes sem mest sótta lagið.

Þetta var náttúrlega alveg tryllt og ég áttaði mig engan veginn á þessu fyrr en löngu eftir að ég kom heim. Enn þann dag í dag finnst mér rosalega skrítið að hugsa til þess því þetta er í rauninni svo ofboðslega stórt afrek,

segir Jóhanna Guðrún í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV.

Á það til að vera full vör um sig og lokuð

Jóhanna Guðrún er tuttugu og sjö ára í dag og á eina tveggja ára stelpu sem heitir Margrét Lilja. Jóhanna var mjög ung þegar hún varð fræg á Íslandi og hefur það mótað líf hennar mikið.

Fullorðna fólkið í kringum mig var afskaplega meðvitað um að það þyrfti að passa mig og fylgjast vel með mér svo það var mjög rétt tekið á þessu. En að sjálfsögðu fékk ég miklu meiri athygli og í skólanum voru oft einhverjir krakkar að kalla á eftir mér, það vissu náttúrlega allir hver ég var og auðvitað var það ekkert alltaf skemmtilegt. Það jákvæða er kannski að þetta undirbjó mig betur fyrir það sem ég geri í dag, ég er búin að sjá einhvern veginn allt og það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart. Þannig að ég hef mjög mikla reynslu þrátt fyrir að vera bara tuttugu og sjö ára og fólk heldur oft að ég sé miklu eldri af því að ég er búin að vera í sviðsljósinu síðan ég var svo lítil. Það slæma er kannski að ég er full vör um mig og oft lokuð. Vinkonur mínar hlæja oft að því að ég sé með svona smá félagsfælni en ég viðurkenni það náttúrlega ekki. Ég á fáa en mjög góða vini og ég á erfitt með aðstæður þar sem ég er kannski með einni vinkonu minni og hún stingur upp á því að fara að hitta eitthvert annað fólk sem ég þekki ekki vel. Ég held að þetta sé tengt þessu,þar sem það er náttúrlega bara fáránlegt að vera svona og ég veit það alveg. Þetta er líklega svona eini fylgifiskurinn sem ég hef sjálf tekið eftir að sé neikvæður.

Jóhanna segir að þrátt fyrir að hún hafi ekki átt venjulega æsku þá myndi hún engu vilja breyta.

Þetta er í raun faktor sem maður ræður ekkert við. Þú veist, sama hvað þú gerir í lífinu, ef þú ætlar að skara fram úr í einhverju þá þarftu að fórna einhverju. Öll mín unglingsár þurrkuðust að mörgu leyti alveg út því ég var bara erlendis á plötusamningi og svona. En ég tók þá ákvörðun alveg sjálf og það var enginn sem neyddi mig til þess að gera neitt. Þannig að á meðan vinkonur mínar voru að byrja að djamma, drekka og skemmta sér þá var ég bara á plötusamningi og að syngja og því fylgdi mjög mikil ábyrgð. Svo ég gerði aldrei neitt af þessum hlutum og var eiginlega aldrei með af því að ég var einhvern veginn alltaf að gera eitthvað annað.

Skólaganga Jóhönnu gekk nokkuð vel fyrir sig enda hefur hún alltaf haft bein í nefinu og lærði snemma að svara fyrir sig.

Ég átti góðar vinkonur og ég hef alltaf staðið upp fyrir sjálfa mig og varið mig ef svo hefur borið undir. Ég held að allir hafi fattað að ég myndi svara fyrir mig og því þýddi ekkert að vera með nein leiðindi.

Fannst hallærislegt að taka þátt í Eurovision

Jóhanna Guðrún var einungis átján ára þegar hún fór út til Rússlands sem fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Is it true“ sem hafnaði í öðru sæti. Jóhanna segir að enn þann dag í dag sé afar skrítið að minnast þessa tíma enda hafi þetta verið ofboðslega stórt afrek.

Við vorum með frábært lag og flott atriði sem margir komu að og þetta var bara æðislegt. Ég held að það hafi líka hjálpað að ég var aðeins 18 ára og var lítið að spá í þetta. Ég var nefnilega búin að vera svolítill auli varðandi Eurovision, mér hafði fundist eitthvað voðalega hallærislegt að taka þátt í þessari keppni og var ekki alveg að fíla hana, leit á mig sem einhvern alvarlegan listamann. Í dag veit ég auðvitað mikið meira og þekki þessa keppni og myndi aldrei láta þetta út úr mér. En á þessum tíma fékk ég símtal frá Óskari Páli Sveinssyni sem er einn af höfundum lagsins og ég var að klára sýningu á Broadway og hafði ekkert annað að gera. Ég var bara einhvern veginn: „Já, já. Ég hef ekkert annað að gera“ en svo varð þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni. Við Óskar náðum að vinna mjög vel saman og hann er algjör snillingur í útsetningum. Þarna fékk ég líka upp í hendurnar tækifæri til að vinna með mjög flottu fólki og síðan fór þetta svona. Guð minn góður, aldrei héldum við að þetta myndi fara svona langt. Ég hélt ekki einu sinni að þetta myndi vinna forkeppnina á Íslandi. Ég var bara „já já, ég er að fara að taka þátt í Eurovision“.

Eftir Eurovision-ævintýri Jóhönnu var hún mikið erlendis, í Svíþjóð og Danmörku til dæmis, og kom henni það í opna skjöldu að fólk vissi hver hún var.

Það kom mér á óvart því ég hélt einhvern veginn að ef ég færi út fyrir landið mitt þá myndi enginn þekkja mig ekki aldeilis, en ekki í eins miklum mæli og hér heima, en samt.

Aldrei að segja aldrei

Aðspurð hvort hún hafi áhuga á því að taka þátt í Eurovision aftur segist Jóhanna aldrei ætla að segja aldrei.

Ég hef náttúrlega tekið þátt í forkeppninni tvisvar eftir þetta og þetta er rosalega gaman. Ég fæ boð frá mörgum á hverju einasta ári um að taka þátt en mér finnst þetta eiginlega vera fullreynt. Ég lenti þarna í öðru sæti og ég mun líklega ekki ná betri árangri en það, þannig að þetta er fínt. En ég ætla samt aldrei að segja aldrei, ef ég fengi eitthvert sjúklegt lag upp í hendurnar sem mér fyndist ég þurfa að syngja þá myndi ég gera það, en ég hef ekki ennþá fengið það lag. Ég hef samt fengið mörg mjög góð, en ekki það rétta. Ég hugsa að ef ég tæki þátt þá myndi ég líklega frekar vilja vera höfundur en ekki syngja sjálf. Mér finnst ég líka svolítið vera á öðrum stað, er bara að gefa út mitt eigið efni og það er mjög mikið að gera. Svona keppnir taka mikið af manni, þær taka andlega afar mikið. Ég er mjög mikil keppnismanneskja og þegar ég er að keppa þá gef ég mig alla í það.

Þjáðist af liðagigt í Eurovision en gleymdi sársaukanum á sviðinu

Jóhanna Guðrún hefur þjáðst af liðagigt síðan hún var níu ára en fékk þó ekki rétta greiningu fyrr en eftir að hún tók þátt í Eurovision. Það hafði þó alltaf verið ljóst að um einhvers konar gigt var að ræða enda var Jóhanna mjög veik í mörg ár. Jóhanna var mjög þjáð af gigt þegar hún gekk að sviðinu í Rússlandi en segist þó hafa gleymt sársaukanum um leið og upp á svið var komið og hún byrjaði að syngja.

Ég næ samt alltaf að tjasla mér saman fyrir gigg og slíkt, en síðustu ár hef ég verið á lyfjum sem virka vel á mig. En ef ég hef lent í einhverju millibilsástandi, hef þurft að hætta á lyfjunum eða eitthvað svoleiðis, þá verð ég mjög veik. Það bólgnar allt upp og ég fær verki í alla liði og á erfitt með að hreyfa þá. Það er bara sárt að hreyfa sig, ég fæ vöðva- og vefjaverki með þessu. Ég fæ líka hita og skelf öll, get ekki skorið kjöt á diski né gengið sjálf þegar ég er sem verst. Sem betur fer gekk meðgangan ótrúlega vel fram að 36 viku en þá byrjaði dóttur minni að líða svakalega illa. Ég fékk mikinn bjúg undir lokin og þegar ég var gengin 38 vikur var ég sett af stað því ekki var talið ráðlegt að láta þetta ganga lengur. Ég léttist svo um 11 kíló af bjúg fyrstu vikuna eftir að hún fæddist.

Ranglega greind með frjókornaofnæmi og missti sjónina

Þegar Jóhanna var sautján ára stundaði hún söngnám í Danmörku. Eftir tónleika í skólanum eitt kvöldið fór Jóhönnu að verkja í annað augað og taldi það vera saklausa sýkingu. Nokkrum dögum síðar var hún flogin til Íslands og er heppin að hafa haldið sjóninni.

Eftir tónleikana voru allir að segja mér að ég væri líklega komin með sýkingu í augað svo ég skolaði það, tók verkjalyf og fór svo að sofa. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera en daginn eftir staulaðist ég á spítala og læknirinn sagði að ég væri örugglega með frjókornaofnæmi, sem er alveg fáránlegt því það lýsir sér ekki svona. Þannig að það var brugðið á það ráð að fljúga mér strax heim, pabbi dró fram VISA-kortið og ég kom heim með dýrasta farinu og beint á spítalann. Þá var ég orðin mjög slæm af lithimnubólgu sem er tengd gigtinni. Ég var alveg hætt að sjá með öðru auganu og það var allt orðið grátt yfir. Ég var lögð inn á spítala í tíu daga á meðan það var verið að ná þessu niður. Ég er ekki alveg með fulla sjón í dag en ég myndi þó ekki segja að þetta hái mér, ég sá þó eins og örn áður en þetta gerðist.

Heppin þegar þau eignuðust dóttur sína

Margrét Lilja, dóttir Jóhönnu Guðrúnar, er rúmlega tveggja ára og segir Jóhanna Guðrún móðurhlutverkið yndislegt starf.

Hún er rosalega hraust og dugleg og við erum ótrúlega stolt af henni og teljum okkur heppin að vera foreldrar hennar. Hún er í rauninni afar lík okkur, hefur húmorinn hans pabba síns og skapið hennar mömmu sinnar.

Jóhanna og Davíð Sigurgeirsson, kærasti hennar og barnsfaðir, hafa rætt frekari barneignir og eru þau sammála um að þau vilji eignast fleiri börn. Jóhanna segir þó erfitt að ákveða þessa hluti enda hafi þau verið heppin þegar þau eignuðust dóttur sína.

Þetta gerist ekkert alltaf eins og maður vill og við vorum mjög heppin þegar við áttum hana. En jú, við höfum rætt það okkar á milli að okkur langi allavega í tvö börn og ætlum svo að sjá til með framhaldið. Það er náttúrlega mjög erfitt að vera bæði tónlistarmenn, vinnan okkar er svo sundurslitin og misjöfn eftir árstíðum. Ég væri örugglega byrjuð að skella í annað ef það væri ekki að valda mér áhyggjum. Mér finnst dóttir okkar nú þegar vera mikið hjá öfum sínum og ömmum á kvöldin. Þrátt fyrir að hún elski það þá finnst manni hún alveg vera nógu mikið í pössun. En svo eftir því sem hún eldist þá getur hún oft komið með á æfingar og svoleiðis.

Jóhanna segir dóttur sína flotta tónlistarkonu og að þegar hún sé sjálf að læra lög sé hún fljótlega farin að syngja þau með henni.

Kannski aðeins barnalegri en ég en hún er auðvitað bara tveggja ára. Ef hún vill þá getum við kennt henni allt sem við kunnum en ef hún vill gera eitthvað annað þá má hún alveg gera það.

Vinna best saman

Jóhanna og Davíð hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina og þekkja því vel inn á hvort annað.

Í raun, allt sem við gerum er saman, alveg svona 80 prósent af minni vinnu er með Davíð. Þannig að þetta er bara heimilisreksturinn hjá okkur. Það er líka enginn betri en hann og við erum alltaf best saman, við tengjumst svo vel og skiljum hvort annað svo vel í þessu.

Á döfinni hjá Jóhönnu og Davíð eru Evu Cassidy-tónleikar sem haldnir verða þann 10. febrúar en fljótt varð uppselt á tónleikana og ákváðu þau því að setja upp aukatónleika klukkan 17 sama dag, sem enn er hægt að næla sér í miða á.

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum, segir Katrín í samtali við blaðamann. Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba… Lesa meira

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira