Jóhanna Guðrún hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur: „Það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart“

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár.

Þegar Jóhanna var einungis níu ára hóf hún að koma fram sem söngkona og sendi einnig frá sér sinn fyrsta geisladisk sem bar nafnið Jóhanna Guðrún 9.

Það var árið 2009 sem Jóhanna Guðrún sló í gegn í Rússlandi fyrir hönd Íslands í Eurovision og lenti í öðru sæti, einungis átján ára gömul en þó hokin af reynslu. Lagið sem Jóhanna söng svo eftirminnilega heitir „Is it true“ og eftir söngvakeppnina sló lagið met á iTunes sem mest sótta lagið.

Þetta var náttúrlega alveg tryllt og ég áttaði mig engan veginn á þessu fyrr en löngu eftir að ég kom heim. Enn þann dag í dag finnst mér rosalega skrítið að hugsa til þess því þetta er í rauninni svo ofboðslega stórt afrek,

segir Jóhanna Guðrún í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV.

Á það til að vera full vör um sig og lokuð

Jóhanna Guðrún er tuttugu og sjö ára í dag og á eina tveggja ára stelpu sem heitir Margrét Lilja. Jóhanna var mjög ung þegar hún varð fræg á Íslandi og hefur það mótað líf hennar mikið.

Fullorðna fólkið í kringum mig var afskaplega meðvitað um að það þyrfti að passa mig og fylgjast vel með mér svo það var mjög rétt tekið á þessu. En að sjálfsögðu fékk ég miklu meiri athygli og í skólanum voru oft einhverjir krakkar að kalla á eftir mér, það vissu náttúrlega allir hver ég var og auðvitað var það ekkert alltaf skemmtilegt. Það jákvæða er kannski að þetta undirbjó mig betur fyrir það sem ég geri í dag, ég er búin að sjá einhvern veginn allt og það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart. Þannig að ég hef mjög mikla reynslu þrátt fyrir að vera bara tuttugu og sjö ára og fólk heldur oft að ég sé miklu eldri af því að ég er búin að vera í sviðsljósinu síðan ég var svo lítil. Það slæma er kannski að ég er full vör um mig og oft lokuð. Vinkonur mínar hlæja oft að því að ég sé með svona smá félagsfælni en ég viðurkenni það náttúrlega ekki. Ég á fáa en mjög góða vini og ég á erfitt með aðstæður þar sem ég er kannski með einni vinkonu minni og hún stingur upp á því að fara að hitta eitthvert annað fólk sem ég þekki ekki vel. Ég held að þetta sé tengt þessu,þar sem það er náttúrlega bara fáránlegt að vera svona og ég veit það alveg. Þetta er líklega svona eini fylgifiskurinn sem ég hef sjálf tekið eftir að sé neikvæður.

Jóhanna segir að þrátt fyrir að hún hafi ekki átt venjulega æsku þá myndi hún engu vilja breyta.

Þetta er í raun faktor sem maður ræður ekkert við. Þú veist, sama hvað þú gerir í lífinu, ef þú ætlar að skara fram úr í einhverju þá þarftu að fórna einhverju. Öll mín unglingsár þurrkuðust að mörgu leyti alveg út því ég var bara erlendis á plötusamningi og svona. En ég tók þá ákvörðun alveg sjálf og það var enginn sem neyddi mig til þess að gera neitt. Þannig að á meðan vinkonur mínar voru að byrja að djamma, drekka og skemmta sér þá var ég bara á plötusamningi og að syngja og því fylgdi mjög mikil ábyrgð. Svo ég gerði aldrei neitt af þessum hlutum og var eiginlega aldrei með af því að ég var einhvern veginn alltaf að gera eitthvað annað.

Skólaganga Jóhönnu gekk nokkuð vel fyrir sig enda hefur hún alltaf haft bein í nefinu og lærði snemma að svara fyrir sig.

Ég átti góðar vinkonur og ég hef alltaf staðið upp fyrir sjálfa mig og varið mig ef svo hefur borið undir. Ég held að allir hafi fattað að ég myndi svara fyrir mig og því þýddi ekkert að vera með nein leiðindi.

Fannst hallærislegt að taka þátt í Eurovision

Jóhanna Guðrún var einungis átján ára þegar hún fór út til Rússlands sem fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Is it true“ sem hafnaði í öðru sæti. Jóhanna segir að enn þann dag í dag sé afar skrítið að minnast þessa tíma enda hafi þetta verið ofboðslega stórt afrek.

Við vorum með frábært lag og flott atriði sem margir komu að og þetta var bara æðislegt. Ég held að það hafi líka hjálpað að ég var aðeins 18 ára og var lítið að spá í þetta. Ég var nefnilega búin að vera svolítill auli varðandi Eurovision, mér hafði fundist eitthvað voðalega hallærislegt að taka þátt í þessari keppni og var ekki alveg að fíla hana, leit á mig sem einhvern alvarlegan listamann. Í dag veit ég auðvitað mikið meira og þekki þessa keppni og myndi aldrei láta þetta út úr mér. En á þessum tíma fékk ég símtal frá Óskari Páli Sveinssyni sem er einn af höfundum lagsins og ég var að klára sýningu á Broadway og hafði ekkert annað að gera. Ég var bara einhvern veginn: „Já, já. Ég hef ekkert annað að gera“ en svo varð þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni. Við Óskar náðum að vinna mjög vel saman og hann er algjör snillingur í útsetningum. Þarna fékk ég líka upp í hendurnar tækifæri til að vinna með mjög flottu fólki og síðan fór þetta svona. Guð minn góður, aldrei héldum við að þetta myndi fara svona langt. Ég hélt ekki einu sinni að þetta myndi vinna forkeppnina á Íslandi. Ég var bara „já já, ég er að fara að taka þátt í Eurovision“.

Eftir Eurovision-ævintýri Jóhönnu var hún mikið erlendis, í Svíþjóð og Danmörku til dæmis, og kom henni það í opna skjöldu að fólk vissi hver hún var.

Það kom mér á óvart því ég hélt einhvern veginn að ef ég færi út fyrir landið mitt þá myndi enginn þekkja mig ekki aldeilis, en ekki í eins miklum mæli og hér heima, en samt.

Aldrei að segja aldrei

Aðspurð hvort hún hafi áhuga á því að taka þátt í Eurovision aftur segist Jóhanna aldrei ætla að segja aldrei.

Ég hef náttúrlega tekið þátt í forkeppninni tvisvar eftir þetta og þetta er rosalega gaman. Ég fæ boð frá mörgum á hverju einasta ári um að taka þátt en mér finnst þetta eiginlega vera fullreynt. Ég lenti þarna í öðru sæti og ég mun líklega ekki ná betri árangri en það, þannig að þetta er fínt. En ég ætla samt aldrei að segja aldrei, ef ég fengi eitthvert sjúklegt lag upp í hendurnar sem mér fyndist ég þurfa að syngja þá myndi ég gera það, en ég hef ekki ennþá fengið það lag. Ég hef samt fengið mörg mjög góð, en ekki það rétta. Ég hugsa að ef ég tæki þátt þá myndi ég líklega frekar vilja vera höfundur en ekki syngja sjálf. Mér finnst ég líka svolítið vera á öðrum stað, er bara að gefa út mitt eigið efni og það er mjög mikið að gera. Svona keppnir taka mikið af manni, þær taka andlega afar mikið. Ég er mjög mikil keppnismanneskja og þegar ég er að keppa þá gef ég mig alla í það.

Þjáðist af liðagigt í Eurovision en gleymdi sársaukanum á sviðinu

Jóhanna Guðrún hefur þjáðst af liðagigt síðan hún var níu ára en fékk þó ekki rétta greiningu fyrr en eftir að hún tók þátt í Eurovision. Það hafði þó alltaf verið ljóst að um einhvers konar gigt var að ræða enda var Jóhanna mjög veik í mörg ár. Jóhanna var mjög þjáð af gigt þegar hún gekk að sviðinu í Rússlandi en segist þó hafa gleymt sársaukanum um leið og upp á svið var komið og hún byrjaði að syngja.

Ég næ samt alltaf að tjasla mér saman fyrir gigg og slíkt, en síðustu ár hef ég verið á lyfjum sem virka vel á mig. En ef ég hef lent í einhverju millibilsástandi, hef þurft að hætta á lyfjunum eða eitthvað svoleiðis, þá verð ég mjög veik. Það bólgnar allt upp og ég fær verki í alla liði og á erfitt með að hreyfa þá. Það er bara sárt að hreyfa sig, ég fæ vöðva- og vefjaverki með þessu. Ég fæ líka hita og skelf öll, get ekki skorið kjöt á diski né gengið sjálf þegar ég er sem verst. Sem betur fer gekk meðgangan ótrúlega vel fram að 36 viku en þá byrjaði dóttur minni að líða svakalega illa. Ég fékk mikinn bjúg undir lokin og þegar ég var gengin 38 vikur var ég sett af stað því ekki var talið ráðlegt að láta þetta ganga lengur. Ég léttist svo um 11 kíló af bjúg fyrstu vikuna eftir að hún fæddist.

Ranglega greind með frjókornaofnæmi og missti sjónina

Þegar Jóhanna var sautján ára stundaði hún söngnám í Danmörku. Eftir tónleika í skólanum eitt kvöldið fór Jóhönnu að verkja í annað augað og taldi það vera saklausa sýkingu. Nokkrum dögum síðar var hún flogin til Íslands og er heppin að hafa haldið sjóninni.

Eftir tónleikana voru allir að segja mér að ég væri líklega komin með sýkingu í augað svo ég skolaði það, tók verkjalyf og fór svo að sofa. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera en daginn eftir staulaðist ég á spítala og læknirinn sagði að ég væri örugglega með frjókornaofnæmi, sem er alveg fáránlegt því það lýsir sér ekki svona. Þannig að það var brugðið á það ráð að fljúga mér strax heim, pabbi dró fram VISA-kortið og ég kom heim með dýrasta farinu og beint á spítalann. Þá var ég orðin mjög slæm af lithimnubólgu sem er tengd gigtinni. Ég var alveg hætt að sjá með öðru auganu og það var allt orðið grátt yfir. Ég var lögð inn á spítala í tíu daga á meðan það var verið að ná þessu niður. Ég er ekki alveg með fulla sjón í dag en ég myndi þó ekki segja að þetta hái mér, ég sá þó eins og örn áður en þetta gerðist.

Heppin þegar þau eignuðust dóttur sína

Margrét Lilja, dóttir Jóhönnu Guðrúnar, er rúmlega tveggja ára og segir Jóhanna Guðrún móðurhlutverkið yndislegt starf.

Hún er rosalega hraust og dugleg og við erum ótrúlega stolt af henni og teljum okkur heppin að vera foreldrar hennar. Hún er í rauninni afar lík okkur, hefur húmorinn hans pabba síns og skapið hennar mömmu sinnar.

Jóhanna og Davíð Sigurgeirsson, kærasti hennar og barnsfaðir, hafa rætt frekari barneignir og eru þau sammála um að þau vilji eignast fleiri börn. Jóhanna segir þó erfitt að ákveða þessa hluti enda hafi þau verið heppin þegar þau eignuðust dóttur sína.

Þetta gerist ekkert alltaf eins og maður vill og við vorum mjög heppin þegar við áttum hana. En jú, við höfum rætt það okkar á milli að okkur langi allavega í tvö börn og ætlum svo að sjá til með framhaldið. Það er náttúrlega mjög erfitt að vera bæði tónlistarmenn, vinnan okkar er svo sundurslitin og misjöfn eftir árstíðum. Ég væri örugglega byrjuð að skella í annað ef það væri ekki að valda mér áhyggjum. Mér finnst dóttir okkar nú þegar vera mikið hjá öfum sínum og ömmum á kvöldin. Þrátt fyrir að hún elski það þá finnst manni hún alveg vera nógu mikið í pössun. En svo eftir því sem hún eldist þá getur hún oft komið með á æfingar og svoleiðis.

Jóhanna segir dóttur sína flotta tónlistarkonu og að þegar hún sé sjálf að læra lög sé hún fljótlega farin að syngja þau með henni.

Kannski aðeins barnalegri en ég en hún er auðvitað bara tveggja ára. Ef hún vill þá getum við kennt henni allt sem við kunnum en ef hún vill gera eitthvað annað þá má hún alveg gera það.

Vinna best saman

Jóhanna og Davíð hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina og þekkja því vel inn á hvort annað.

Í raun, allt sem við gerum er saman, alveg svona 80 prósent af minni vinnu er með Davíð. Þannig að þetta er bara heimilisreksturinn hjá okkur. Það er líka enginn betri en hann og við erum alltaf best saman, við tengjumst svo vel og skiljum hvort annað svo vel í þessu.

Á döfinni hjá Jóhönnu og Davíð eru Evu Cassidy-tónleikar sem haldnir verða þann 10. febrúar en fljótt varð uppselt á tónleikana og ákváðu þau því að setja upp aukatónleika klukkan 17 sama dag, sem enn er hægt að næla sér í miða á.

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira