22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu gott af því að kunna.

Grundvallaratriði Listi Spencers samanstendur af atriðum sem gott er að temja börnum áður en þau byrja í grunnskóla.

1.) Skrifa nafnið sitt

Lestur og skrift er eitthvað sem hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að þetta tvennt er eitt það erfiðasta fyrir börnin að læra. Það er góð byrjun að kenna barninu að skrifa nafnið sitt. Notaðu liti, til dæmis tréliti, til að koma barninu í rétta skapið.

2.) Stafrófið

Að kunna stafrófið er eitt af grundvallaratriðum þess að kunna að skrifa texta. Hægt er að notast við allskonar bækur, lög eða jafnvel smáforrit í iPad til að hjálpa til við þetta. Samhliða þessu er gott að kenna barninu að skrifa stafina. Sum börn ruglast stundum, til dæmis á stafnum b og d, en mundu, þolinmæðin þrautin vinnur allar.

3.) Syngja eða þylja lög

Flestum börnum þykir gaman að syngja og það er því um að gera að nota þann áhuga til góðra verka. Það getur hjálpað börnum í öðrum verkefnum að læra lagatexta eða laglínur – það er góð æfing fyrir heilann. Gefðu sjálfum þér lausan tauminn og syngdu með barninu þínu, þú þarft ekki að skammast þín fyrir að vera falskur eða fölsk.

4.) Skiptast á og deila

Það er grundvallaratriði í mannlegum samskiptum að kunna að deila með öðrum og vera sanngjarn eða sanngjörn. Því fyrr sem barn lærir það, þeim mun betra. Byrjaðu á að hrósa barninu þínu ef það deilir til dæmis leikfangi með öðru barni, til dæmis systkini.

5.) Nota tölvu

Leyfðu þeim að leika sér í tölvunni, eða iPadinum, undir eftirliti. Kenndu barninu þínu að hreyfa músina. Þar sem margt snýst orðið um tölvur hafa öll börn gott af því að kunna grundvallaratriðin í tölvunotkun.

6.) Að vera ekki eigingjarn/eigingjörn

Barn sem er eigingjarnt eða sjálfselskt er ekki líklegt til að njóta vinsælda meðal jafnaldra sinna. Þess vegna er mikilvægt að börnin þekki muninn á réttu á röngu, bæði í gjörðum og eins í samskiptum. Þú átt til dæmis að taka það föstum tökum ef barnið sýnir ofbeldisfulla tilburði, eins og að slá til annars barns.

7.) Fæða sig og klæða

Við eigum til að mata börnin okkar jafnvel þó þau séu fullfær um að borða sjálf. Mögulega gerum við það til að koma í veg fyrir sóðaskapinn sem stundum fylgir. Þegar í skólann kemur verðurðu ekki til staðar til að mata barnið þitt – kennarinn mun ekki heldur gera það. Kenndu barninu þínu að nota skeið og gaffal. Sama má segja um klæðnaðinn. Kenndu barninu þínu að klæða sig sjálft, jafnvel þó það taki aðeins meiri tíma en ef þú myndir gera það.

8.) Njóta samveru með öðrum börnum

Mörg börn eru feimin við að láta ljós sitt skína í nálægð við önnur börn. Reyndu að hvetja barnið til að gefa sjálfu sér lausan tauminn og hafa samskipti við önnur börn.

9.) Skálda sögur

Það getur hjálpað börnum á ýmsa vegu að gefa ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum lausan tauminn. Hvettu barnið til að segja þér sögur. Það getur hjálpað barninu að ná upp orðaforða og gefið þeim góða æfingu í tjáningu. Spencer hvetur foreldra líka til að segja börnunum sögur, hversu skrýtnar eða furðulegar sem þær eru.

10.) Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð

Börn verða að læra að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð. Þetta þýðir að þau þurfa að kunna ýmis grundvallaratriði daglegs lífs. Spencer segir að hægt sé að kenna börnum þetta hægt og rólega. Til dæmis þegar byggt er úr Lego-kubbum að láta barnið sjá um að byggja og leysa þau vandamál sem kunna að koma upp. Ef barnið lendir í öngstræti skaltu aðstoða það.

11.) Taka þátt í umræðum

Barnið hefur gott af því að taka þátt í umræðum og ákvörðunum innan veggja heimilisins. Það getur búið barnið undir það sem koma skal í skólanum, til dæmis þegar unnið er í hópum o.s.frv. Leyfðu barninu að taka ákvörðun um það sem gera skal, til dæmis á laugardagskvöldi. Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn eða hvaða teiknimynd er horft á.

12. Að einbeita sér að einhverjum einum hlut

Börn eiga það til að vera sveimhugar, eiga stundum erfitt með að einbeita sér að einhverju einu. Reyndu að fá barnið til að halda athygli við eitthvað eitt í drykklanga stund. Láttu það gera það sem því finnst skemmtilegt að gera, til dæmis lita, leira eða púsla.

13.) Telja og svara spurningum þar sem tölur koma við sögu

Settu þrjár kartöflur á disk, láttu barnið borða eina og spurðu svo hvað eru margar eftir. Tölur skipta auðvitað stóran sess í lífi fólks og því fyrr sem það tileinkar sér að nota tölur því betra. Reyndu að þjálfa barnið í þessu á hverjum degi. Teldu skrefin út í bíl, teldu hvað þið sjáið mörg tré eða marga bíla á bílastæðinu. Þessi brunnur er botnlaus.

14.) Að þekkja muninn á fortíð og nútíð

Atriði sem lúta að fortíð og nútíð geta flækst fyrir mörgum börnum. Kenndu barninu hvað „í gær“ þýðir og í „fyrradag“ og svo framvegis. Spurðu barnið hvað það gerði í gær og hvað það hlakkar til að gera um helgina. Kenndu þeim einnig á dagatal, að þekkja mánuðina, vikudagana og hvenær jólin eru svo dæmi séu tekin.

15.) Að spyrja spurninga, aftur og aftur

Kenndu börnunum þínum að spyrja og spyrja þangað til þau fá fullnægjandi svör. Öðruvísi læra þau ekki, svo einfalt er það. Að sama skapi hvetur Spencer foreldrar til að svara öllu spurningaflóðinu, verðlaunaðu þau fyrir forvitnina og sýndu þeim þolinmæði.

16.) Að flokka

Hér er ekki átt við að flokka og skila þó það sé göfugt að kenna börnunum það. Hér er átt við til dæmis dýrategundir; hvaða dýr borða gras og hvaða dýr borða kjöt? Hvaða tré fella lauf og hver ekki? Hvaða farartæki fljúga og hver ekki? Þó þetta hljómar einfalt kennir þetta barninu þínu grundvallaratriði rökhugsunar.

17.) Púsla

Púsl eru klassísk aðferð og raunar frábær aðferð til að kenna börnunum að temja sér rökhugsun. Ef þau verða þreytt á þeim, gangtu frá þeim og taktu upp þráðinn síðar.

18.) Vera virk

Þetta getur verið af ýmsum toga. Farðu með barnið út að leika; í fótbolta, körfubolta eða á leikvöllinn. Börnin eiga að vera þreytt þegar kvölda tekur.

19.) Þekkja muninn á hollum og óhollum mat

Börn þurfa, rétt eins og við, að tileinka sér heilbrigt mataræði. Mörg sækja í sælgæti, sem er býsna eðlilegt enda er það gott á bragðið. Leyfðu barninu að taka þátt í matargerðinni, til dæmis bakstri og eldamennsku.

20.) Vera skapandi

Taktu þátt í leikjum barnsins og hvettu það til að vera gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Leyfðu barninu að semja reglurnar, þannig upplifir barnið að það sé við stjórnvölin. Að ýta undir sköpunarkraftinn getur hjálpað barninu á ýmsum sviðum þegar fram í sækir.

21.) Mála og teikna

Öll börn hafa gott af því að mála og teikna, segir Spencer. Þau þjálfast á ýmsa vegu og þetta ýtir undir sköpunarkraft barnsins.

22.) Búa til tónlist

Hér er ekki átt við níundu sinfóníu Beethovens eða eitthvað álíka. Fjarri lagi. Hér er átt við að börn geti slegið taktinn á pottana eða pönnurnar í eldhúsinu. Þetta ýtir undir hreyfiþroska þeirra og kemur þeim að góðu gagni þegar út í lífið er komið.

Birtist fyrst í DV.

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur. Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar… Lesa meira

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna. Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum. Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór. Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk. Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli. Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð af fólki í neyð. Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris - hjálparsamtök… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Brad Pitt og Jennifer Lawrence eru ekki að deita (því miður)

Sögusagnir fóru á kreik fyrr í vikunni að Brad Pitt hefði fundið draumakonuna og það væri engin önnur en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence. En þessi ástarsaga sem hljómaði of góð til að vera sönn, er líklega bara akkúrat það, kjaftasaga. Heimildarmaður Dailymail, sem er nákominn Pitt, segir að enginn fótur sé fyrir því að þau séu að „deita.“ Lawrence, sem er 28 ára gömul, skildi í síðasta mánuði við leikstjórann Darren Aronofsky, 48 ára, eftir árs samband. Pitt, 54 ára, skildi við Angelinu Jolie í september 2016 og hefur lítið spurst til hans og kvennamála hans síðan. Samkvæmt heimildum mun Pitt… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

Myndband: Blaz Roca hvetur fótboltalandsliðið til að taka afsteypur af draslinu

Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og er með eindæmum skemmtilegur. Nú skorar hann á íslenska fótboltaliðið og sú áskorun felst ekki í að skora mörk. „Það er kannski kominn tími til að menn leggi sönnunargögnin á borðið og jafnvel láti taka afsteypu af draslinu á sér,“ segir Blaz Roca og skorar á íslenska fótboltalandsliðið að taka afsteypur af getnaðarlimum leikmanna til að stilla upp á Íslenska reðursafninu. „Það er komið að landsliðinu í fótbolta að taka afsteypu af draslinu á sér og setja í kassa“ „Hérna er handboltalandsliðið búið að gera það og standa sig… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira