22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu gott af því að kunna.

Grundvallaratriði Listi Spencers samanstendur af atriðum sem gott er að temja börnum áður en þau byrja í grunnskóla.

1.) Skrifa nafnið sitt

Lestur og skrift er eitthvað sem hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að þetta tvennt er eitt það erfiðasta fyrir börnin að læra. Það er góð byrjun að kenna barninu að skrifa nafnið sitt. Notaðu liti, til dæmis tréliti, til að koma barninu í rétta skapið.

2.) Stafrófið

Að kunna stafrófið er eitt af grundvallaratriðum þess að kunna að skrifa texta. Hægt er að notast við allskonar bækur, lög eða jafnvel smáforrit í iPad til að hjálpa til við þetta. Samhliða þessu er gott að kenna barninu að skrifa stafina. Sum börn ruglast stundum, til dæmis á stafnum b og d, en mundu, þolinmæðin þrautin vinnur allar.

3.) Syngja eða þylja lög

Flestum börnum þykir gaman að syngja og það er því um að gera að nota þann áhuga til góðra verka. Það getur hjálpað börnum í öðrum verkefnum að læra lagatexta eða laglínur – það er góð æfing fyrir heilann. Gefðu sjálfum þér lausan tauminn og syngdu með barninu þínu, þú þarft ekki að skammast þín fyrir að vera falskur eða fölsk.

4.) Skiptast á og deila

Það er grundvallaratriði í mannlegum samskiptum að kunna að deila með öðrum og vera sanngjarn eða sanngjörn. Því fyrr sem barn lærir það, þeim mun betra. Byrjaðu á að hrósa barninu þínu ef það deilir til dæmis leikfangi með öðru barni, til dæmis systkini.

5.) Nota tölvu

Leyfðu þeim að leika sér í tölvunni, eða iPadinum, undir eftirliti. Kenndu barninu þínu að hreyfa músina. Þar sem margt snýst orðið um tölvur hafa öll börn gott af því að kunna grundvallaratriðin í tölvunotkun.

6.) Að vera ekki eigingjarn/eigingjörn

Barn sem er eigingjarnt eða sjálfselskt er ekki líklegt til að njóta vinsælda meðal jafnaldra sinna. Þess vegna er mikilvægt að börnin þekki muninn á réttu á röngu, bæði í gjörðum og eins í samskiptum. Þú átt til dæmis að taka það föstum tökum ef barnið sýnir ofbeldisfulla tilburði, eins og að slá til annars barns.

7.) Fæða sig og klæða

Við eigum til að mata börnin okkar jafnvel þó þau séu fullfær um að borða sjálf. Mögulega gerum við það til að koma í veg fyrir sóðaskapinn sem stundum fylgir. Þegar í skólann kemur verðurðu ekki til staðar til að mata barnið þitt – kennarinn mun ekki heldur gera það. Kenndu barninu þínu að nota skeið og gaffal. Sama má segja um klæðnaðinn. Kenndu barninu þínu að klæða sig sjálft, jafnvel þó það taki aðeins meiri tíma en ef þú myndir gera það.

8.) Njóta samveru með öðrum börnum

Mörg börn eru feimin við að láta ljós sitt skína í nálægð við önnur börn. Reyndu að hvetja barnið til að gefa sjálfu sér lausan tauminn og hafa samskipti við önnur börn.

9.) Skálda sögur

Það getur hjálpað börnum á ýmsa vegu að gefa ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum lausan tauminn. Hvettu barnið til að segja þér sögur. Það getur hjálpað barninu að ná upp orðaforða og gefið þeim góða æfingu í tjáningu. Spencer hvetur foreldra líka til að segja börnunum sögur, hversu skrýtnar eða furðulegar sem þær eru.

10.) Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð

Börn verða að læra að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð. Þetta þýðir að þau þurfa að kunna ýmis grundvallaratriði daglegs lífs. Spencer segir að hægt sé að kenna börnum þetta hægt og rólega. Til dæmis þegar byggt er úr Lego-kubbum að láta barnið sjá um að byggja og leysa þau vandamál sem kunna að koma upp. Ef barnið lendir í öngstræti skaltu aðstoða það.

11.) Taka þátt í umræðum

Barnið hefur gott af því að taka þátt í umræðum og ákvörðunum innan veggja heimilisins. Það getur búið barnið undir það sem koma skal í skólanum, til dæmis þegar unnið er í hópum o.s.frv. Leyfðu barninu að taka ákvörðun um það sem gera skal, til dæmis á laugardagskvöldi. Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn eða hvaða teiknimynd er horft á.

12. Að einbeita sér að einhverjum einum hlut

Börn eiga það til að vera sveimhugar, eiga stundum erfitt með að einbeita sér að einhverju einu. Reyndu að fá barnið til að halda athygli við eitthvað eitt í drykklanga stund. Láttu það gera það sem því finnst skemmtilegt að gera, til dæmis lita, leira eða púsla.

13.) Telja og svara spurningum þar sem tölur koma við sögu

Settu þrjár kartöflur á disk, láttu barnið borða eina og spurðu svo hvað eru margar eftir. Tölur skipta auðvitað stóran sess í lífi fólks og því fyrr sem það tileinkar sér að nota tölur því betra. Reyndu að þjálfa barnið í þessu á hverjum degi. Teldu skrefin út í bíl, teldu hvað þið sjáið mörg tré eða marga bíla á bílastæðinu. Þessi brunnur er botnlaus.

14.) Að þekkja muninn á fortíð og nútíð

Atriði sem lúta að fortíð og nútíð geta flækst fyrir mörgum börnum. Kenndu barninu hvað „í gær“ þýðir og í „fyrradag“ og svo framvegis. Spurðu barnið hvað það gerði í gær og hvað það hlakkar til að gera um helgina. Kenndu þeim einnig á dagatal, að þekkja mánuðina, vikudagana og hvenær jólin eru svo dæmi séu tekin.

15.) Að spyrja spurninga, aftur og aftur

Kenndu börnunum þínum að spyrja og spyrja þangað til þau fá fullnægjandi svör. Öðruvísi læra þau ekki, svo einfalt er það. Að sama skapi hvetur Spencer foreldrar til að svara öllu spurningaflóðinu, verðlaunaðu þau fyrir forvitnina og sýndu þeim þolinmæði.

16.) Að flokka

Hér er ekki átt við að flokka og skila þó það sé göfugt að kenna börnunum það. Hér er átt við til dæmis dýrategundir; hvaða dýr borða gras og hvaða dýr borða kjöt? Hvaða tré fella lauf og hver ekki? Hvaða farartæki fljúga og hver ekki? Þó þetta hljómar einfalt kennir þetta barninu þínu grundvallaratriði rökhugsunar.

17.) Púsla

Púsl eru klassísk aðferð og raunar frábær aðferð til að kenna börnunum að temja sér rökhugsun. Ef þau verða þreytt á þeim, gangtu frá þeim og taktu upp þráðinn síðar.

18.) Vera virk

Þetta getur verið af ýmsum toga. Farðu með barnið út að leika; í fótbolta, körfubolta eða á leikvöllinn. Börnin eiga að vera þreytt þegar kvölda tekur.

19.) Þekkja muninn á hollum og óhollum mat

Börn þurfa, rétt eins og við, að tileinka sér heilbrigt mataræði. Mörg sækja í sælgæti, sem er býsna eðlilegt enda er það gott á bragðið. Leyfðu barninu að taka þátt í matargerðinni, til dæmis bakstri og eldamennsku.

20.) Vera skapandi

Taktu þátt í leikjum barnsins og hvettu það til að vera gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Leyfðu barninu að semja reglurnar, þannig upplifir barnið að það sé við stjórnvölin. Að ýta undir sköpunarkraftinn getur hjálpað barninu á ýmsum sviðum þegar fram í sækir.

21.) Mála og teikna

Öll börn hafa gott af því að mála og teikna, segir Spencer. Þau þjálfast á ýmsa vegu og þetta ýtir undir sköpunarkraft barnsins.

22.) Búa til tónlist

Hér er ekki átt við níundu sinfóníu Beethovens eða eitthvað álíka. Fjarri lagi. Hér er átt við að börn geti slegið taktinn á pottana eða pönnurnar í eldhúsinu. Þetta ýtir undir hreyfiþroska þeirra og kemur þeim að góðu gagni þegar út í lífið er komið.

Birtist fyrst í DV.

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira