22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu gott af því að kunna.

Grundvallaratriði Listi Spencers samanstendur af atriðum sem gott er að temja börnum áður en þau byrja í grunnskóla.

1.) Skrifa nafnið sitt

Lestur og skrift er eitthvað sem hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að þetta tvennt er eitt það erfiðasta fyrir börnin að læra. Það er góð byrjun að kenna barninu að skrifa nafnið sitt. Notaðu liti, til dæmis tréliti, til að koma barninu í rétta skapið.

2.) Stafrófið

Að kunna stafrófið er eitt af grundvallaratriðum þess að kunna að skrifa texta. Hægt er að notast við allskonar bækur, lög eða jafnvel smáforrit í iPad til að hjálpa til við þetta. Samhliða þessu er gott að kenna barninu að skrifa stafina. Sum börn ruglast stundum, til dæmis á stafnum b og d, en mundu, þolinmæðin þrautin vinnur allar.

3.) Syngja eða þylja lög

Flestum börnum þykir gaman að syngja og það er því um að gera að nota þann áhuga til góðra verka. Það getur hjálpað börnum í öðrum verkefnum að læra lagatexta eða laglínur – það er góð æfing fyrir heilann. Gefðu sjálfum þér lausan tauminn og syngdu með barninu þínu, þú þarft ekki að skammast þín fyrir að vera falskur eða fölsk.

4.) Skiptast á og deila

Það er grundvallaratriði í mannlegum samskiptum að kunna að deila með öðrum og vera sanngjarn eða sanngjörn. Því fyrr sem barn lærir það, þeim mun betra. Byrjaðu á að hrósa barninu þínu ef það deilir til dæmis leikfangi með öðru barni, til dæmis systkini.

5.) Nota tölvu

Leyfðu þeim að leika sér í tölvunni, eða iPadinum, undir eftirliti. Kenndu barninu þínu að hreyfa músina. Þar sem margt snýst orðið um tölvur hafa öll börn gott af því að kunna grundvallaratriðin í tölvunotkun.

6.) Að vera ekki eigingjarn/eigingjörn

Barn sem er eigingjarnt eða sjálfselskt er ekki líklegt til að njóta vinsælda meðal jafnaldra sinna. Þess vegna er mikilvægt að börnin þekki muninn á réttu á röngu, bæði í gjörðum og eins í samskiptum. Þú átt til dæmis að taka það föstum tökum ef barnið sýnir ofbeldisfulla tilburði, eins og að slá til annars barns.

7.) Fæða sig og klæða

Við eigum til að mata börnin okkar jafnvel þó þau séu fullfær um að borða sjálf. Mögulega gerum við það til að koma í veg fyrir sóðaskapinn sem stundum fylgir. Þegar í skólann kemur verðurðu ekki til staðar til að mata barnið þitt – kennarinn mun ekki heldur gera það. Kenndu barninu þínu að nota skeið og gaffal. Sama má segja um klæðnaðinn. Kenndu barninu þínu að klæða sig sjálft, jafnvel þó það taki aðeins meiri tíma en ef þú myndir gera það.

8.) Njóta samveru með öðrum börnum

Mörg börn eru feimin við að láta ljós sitt skína í nálægð við önnur börn. Reyndu að hvetja barnið til að gefa sjálfu sér lausan tauminn og hafa samskipti við önnur börn.

9.) Skálda sögur

Það getur hjálpað börnum á ýmsa vegu að gefa ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum lausan tauminn. Hvettu barnið til að segja þér sögur. Það getur hjálpað barninu að ná upp orðaforða og gefið þeim góða æfingu í tjáningu. Spencer hvetur foreldra líka til að segja börnunum sögur, hversu skrýtnar eða furðulegar sem þær eru.

10.) Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð

Börn verða að læra að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð. Þetta þýðir að þau þurfa að kunna ýmis grundvallaratriði daglegs lífs. Spencer segir að hægt sé að kenna börnum þetta hægt og rólega. Til dæmis þegar byggt er úr Lego-kubbum að láta barnið sjá um að byggja og leysa þau vandamál sem kunna að koma upp. Ef barnið lendir í öngstræti skaltu aðstoða það.

11.) Taka þátt í umræðum

Barnið hefur gott af því að taka þátt í umræðum og ákvörðunum innan veggja heimilisins. Það getur búið barnið undir það sem koma skal í skólanum, til dæmis þegar unnið er í hópum o.s.frv. Leyfðu barninu að taka ákvörðun um það sem gera skal, til dæmis á laugardagskvöldi. Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn eða hvaða teiknimynd er horft á.

12. Að einbeita sér að einhverjum einum hlut

Börn eiga það til að vera sveimhugar, eiga stundum erfitt með að einbeita sér að einhverju einu. Reyndu að fá barnið til að halda athygli við eitthvað eitt í drykklanga stund. Láttu það gera það sem því finnst skemmtilegt að gera, til dæmis lita, leira eða púsla.

13.) Telja og svara spurningum þar sem tölur koma við sögu

Settu þrjár kartöflur á disk, láttu barnið borða eina og spurðu svo hvað eru margar eftir. Tölur skipta auðvitað stóran sess í lífi fólks og því fyrr sem það tileinkar sér að nota tölur því betra. Reyndu að þjálfa barnið í þessu á hverjum degi. Teldu skrefin út í bíl, teldu hvað þið sjáið mörg tré eða marga bíla á bílastæðinu. Þessi brunnur er botnlaus.

14.) Að þekkja muninn á fortíð og nútíð

Atriði sem lúta að fortíð og nútíð geta flækst fyrir mörgum börnum. Kenndu barninu hvað „í gær“ þýðir og í „fyrradag“ og svo framvegis. Spurðu barnið hvað það gerði í gær og hvað það hlakkar til að gera um helgina. Kenndu þeim einnig á dagatal, að þekkja mánuðina, vikudagana og hvenær jólin eru svo dæmi séu tekin.

15.) Að spyrja spurninga, aftur og aftur

Kenndu börnunum þínum að spyrja og spyrja þangað til þau fá fullnægjandi svör. Öðruvísi læra þau ekki, svo einfalt er það. Að sama skapi hvetur Spencer foreldrar til að svara öllu spurningaflóðinu, verðlaunaðu þau fyrir forvitnina og sýndu þeim þolinmæði.

16.) Að flokka

Hér er ekki átt við að flokka og skila þó það sé göfugt að kenna börnunum það. Hér er átt við til dæmis dýrategundir; hvaða dýr borða gras og hvaða dýr borða kjöt? Hvaða tré fella lauf og hver ekki? Hvaða farartæki fljúga og hver ekki? Þó þetta hljómar einfalt kennir þetta barninu þínu grundvallaratriði rökhugsunar.

17.) Púsla

Púsl eru klassísk aðferð og raunar frábær aðferð til að kenna börnunum að temja sér rökhugsun. Ef þau verða þreytt á þeim, gangtu frá þeim og taktu upp þráðinn síðar.

18.) Vera virk

Þetta getur verið af ýmsum toga. Farðu með barnið út að leika; í fótbolta, körfubolta eða á leikvöllinn. Börnin eiga að vera þreytt þegar kvölda tekur.

19.) Þekkja muninn á hollum og óhollum mat

Börn þurfa, rétt eins og við, að tileinka sér heilbrigt mataræði. Mörg sækja í sælgæti, sem er býsna eðlilegt enda er það gott á bragðið. Leyfðu barninu að taka þátt í matargerðinni, til dæmis bakstri og eldamennsku.

20.) Vera skapandi

Taktu þátt í leikjum barnsins og hvettu það til að vera gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Leyfðu barninu að semja reglurnar, þannig upplifir barnið að það sé við stjórnvölin. Að ýta undir sköpunarkraftinn getur hjálpað barninu á ýmsum sviðum þegar fram í sækir.

21.) Mála og teikna

Öll börn hafa gott af því að mála og teikna, segir Spencer. Þau þjálfast á ýmsa vegu og þetta ýtir undir sköpunarkraft barnsins.

22.) Búa til tónlist

Hér er ekki átt við níundu sinfóníu Beethovens eða eitthvað álíka. Fjarri lagi. Hér er átt við að börn geti slegið taktinn á pottana eða pönnurnar í eldhúsinu. Þetta ýtir undir hreyfiþroska þeirra og kemur þeim að góðu gagni þegar út í lífið er komið.

Birtist fyrst í DV.

Blautur koss frá ferfætlingum getur haft alvarlegar afleiðingar

Eflaust hafa flestir hundavinir lent í því að fjórfættu vinirnir sleiki þá í framan. Sumir hafa jafnvel ekkert á móti því enda er það í flestum tilvikum skaðlaust. Það er að segja þangað til að það er ekki skaðlaust. Bakteríur í skolti hunda eru allt öðruvísi en þær sem eru í munnum mannfólksins. Sama gildir um önnur gæludýr, eins og ketti, en óneitanlega eru hundar líklegri til þess nota tunguna frjálslega. Dæmi eru um dauðsföll barna og gamalmenna af sökum alvarlegra sýkinga sem rekja má til hunda og annarra gæludýra. Nef og tunga hunda fer víða Hundar eru í eðli… Lesa meira

Sjáðu fyrsta myndbrotið úr „Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore“

Það eru komin fimm ár síðan framleiðslu Jersey Shore raunveruleikaþáttana lauk. Þættirnir voru sýndir á MTV á árunum 2009-2012. Bleikt fjallaði fyrr í vikunni um væntanlegt „reunion“ og hvernig stjörnurnar líta út núna. Nicole „Snooki“ Polizzi, Mike „The Situation“ Sorrentino, Sammi „Sweetheart“ Giancola, Jenni „JWoww“ Faley og Paul „Pauly D“ DelVecchio hafa komið saman fyrir svokallaðan „reunion“ þátt E!News sem heitir Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore. Þátturinn verður sýndur þann 20. ágúst næstkomandi. Við fáum að sjá smá brot úr þættinum en þar ræða þau um fyrri „hook-ups“ eins og þegar JWoww og Pauly D sváfu saman.… Lesa meira

Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Miley Cyrus – Plata væntanleg 29. september

Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir "Younger Now." Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið. Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út "Malibu" og "Inspired."  Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins… Lesa meira

Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð… Lesa meira

Lindex opnar 400 m² verslun í miðbæ Selfoss

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi. Verslunin verður staðsett í húsum byggðum skv. útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í… Lesa meira

Þetta eru keppendurnir í Ungfrú Ísland í ár

Það styttist óðum í keppniskvöld Ungfrú Ísland en það verður haldið í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Stúlkurnar sem taka þátt í ár eru á aldrinum 18 til 24 ára. Nú stendur yfir vefkosning þar sem er kosið um „Miss Peoples Choice Iceland 2017.“ Kosningin fer fram með því að ýta á "like" á myndunum hér að neðan og hægt verður að taka þátt fram að krýningu. Lesa meira

Sjáðu hvernig Disney karakterar litu út ef þeir væru trans

Listrænn stjórnandi frá New York setti inn færslu á Bored Panda undir notendanafninu Trans Disney. Færslan er hreint út sagt frábær en í henni deilir notandinn myndum af þekktum Disney karakterum. „Eins og margir aðrir þá ólst ég upp við að horfa á Disney myndir. Ég elska þær og mun alltaf gera það á meðan þær fjalla um ást, frelsi og breytingu (e. transformation),“ skrifar Trans Disney í færslunni. Notandinn bætir því við að þegar hann var að vaxa úr grasi tók hann eftir að það vantaði mjög mikilvægan flokk af fólki í myndirnar: Trans fólk. „Fólk sem skilur það best af öllum meininguna á bak við ást, frelsi og breytingu og leitina að því.… Lesa meira

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur.… Lesa meira

Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin. Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal… Lesa meira

Chris Brown tjáir sig í fyrsta skipti um kvöldið sem hann réðst á Rihönnu

Átta ár eru liðin frá því að Chris Brown réðst á stórsöngkonuna Rihönnu en þau voru þá í sambandi. Líkamsárásin átti sér stað þegar parið var á leiðinni úr fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunin. Fréttir af árásinni voru á allra vörum á sínum tíma og ljósmyndir sem voru teknar af lögreglunni voru seldar til slúðurmiðla. Chris Brown hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta skipti en hann gerir það í nýju heimildarmyndinni sinni Chris Brown: Welcome to My Life. Rihanna tjáði sig fyrst opinberlega um málið í ágúst 2012 í spjall þætti Opruh Winfrey. Chris segir að vandamál í sambandinu… Lesa meira

Sjötta þætti sjöundu seríu Game of Thrones lekið á netið

Sjötti þáttur sjöundu seríu Game of Thrones lekur á netið Óheppni bandaríska kapalrisans HBO virðist engan endi ætla að taka. Hakkarar hafa herjað á fyrirtækið að undanförnu og lekið handritum, þáttum og ýmsu öðru sem þeir hafa komist yfir með árásum á tölvukerfi fyrirtækisins. Nú hefur sjötta þætti sjöundu seríu eins vinsælasta sjónvarpsþáttar heims, Game of Thrones, verið leikið á netið en í þetta skiptið var ekki við hakkara að sakast heldur neyðarleg mistök HBO á Spáni. Lesa meira

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. „Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“ segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði. Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í… Lesa meira