22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu gott af því að kunna.

Grundvallaratriði Listi Spencers samanstendur af atriðum sem gott er að temja börnum áður en þau byrja í grunnskóla.

1.) Skrifa nafnið sitt

Lestur og skrift er eitthvað sem hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að þetta tvennt er eitt það erfiðasta fyrir börnin að læra. Það er góð byrjun að kenna barninu að skrifa nafnið sitt. Notaðu liti, til dæmis tréliti, til að koma barninu í rétta skapið.

2.) Stafrófið

Að kunna stafrófið er eitt af grundvallaratriðum þess að kunna að skrifa texta. Hægt er að notast við allskonar bækur, lög eða jafnvel smáforrit í iPad til að hjálpa til við þetta. Samhliða þessu er gott að kenna barninu að skrifa stafina. Sum börn ruglast stundum, til dæmis á stafnum b og d, en mundu, þolinmæðin þrautin vinnur allar.

3.) Syngja eða þylja lög

Flestum börnum þykir gaman að syngja og það er því um að gera að nota þann áhuga til góðra verka. Það getur hjálpað börnum í öðrum verkefnum að læra lagatexta eða laglínur – það er góð æfing fyrir heilann. Gefðu sjálfum þér lausan tauminn og syngdu með barninu þínu, þú þarft ekki að skammast þín fyrir að vera falskur eða fölsk.

4.) Skiptast á og deila

Það er grundvallaratriði í mannlegum samskiptum að kunna að deila með öðrum og vera sanngjarn eða sanngjörn. Því fyrr sem barn lærir það, þeim mun betra. Byrjaðu á að hrósa barninu þínu ef það deilir til dæmis leikfangi með öðru barni, til dæmis systkini.

5.) Nota tölvu

Leyfðu þeim að leika sér í tölvunni, eða iPadinum, undir eftirliti. Kenndu barninu þínu að hreyfa músina. Þar sem margt snýst orðið um tölvur hafa öll börn gott af því að kunna grundvallaratriðin í tölvunotkun.

6.) Að vera ekki eigingjarn/eigingjörn

Barn sem er eigingjarnt eða sjálfselskt er ekki líklegt til að njóta vinsælda meðal jafnaldra sinna. Þess vegna er mikilvægt að börnin þekki muninn á réttu á röngu, bæði í gjörðum og eins í samskiptum. Þú átt til dæmis að taka það föstum tökum ef barnið sýnir ofbeldisfulla tilburði, eins og að slá til annars barns.

7.) Fæða sig og klæða

Við eigum til að mata börnin okkar jafnvel þó þau séu fullfær um að borða sjálf. Mögulega gerum við það til að koma í veg fyrir sóðaskapinn sem stundum fylgir. Þegar í skólann kemur verðurðu ekki til staðar til að mata barnið þitt – kennarinn mun ekki heldur gera það. Kenndu barninu þínu að nota skeið og gaffal. Sama má segja um klæðnaðinn. Kenndu barninu þínu að klæða sig sjálft, jafnvel þó það taki aðeins meiri tíma en ef þú myndir gera það.

8.) Njóta samveru með öðrum börnum

Mörg börn eru feimin við að láta ljós sitt skína í nálægð við önnur börn. Reyndu að hvetja barnið til að gefa sjálfu sér lausan tauminn og hafa samskipti við önnur börn.

9.) Skálda sögur

Það getur hjálpað börnum á ýmsa vegu að gefa ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum lausan tauminn. Hvettu barnið til að segja þér sögur. Það getur hjálpað barninu að ná upp orðaforða og gefið þeim góða æfingu í tjáningu. Spencer hvetur foreldra líka til að segja börnunum sögur, hversu skrýtnar eða furðulegar sem þær eru.

10.) Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð

Börn verða að læra að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð. Þetta þýðir að þau þurfa að kunna ýmis grundvallaratriði daglegs lífs. Spencer segir að hægt sé að kenna börnum þetta hægt og rólega. Til dæmis þegar byggt er úr Lego-kubbum að láta barnið sjá um að byggja og leysa þau vandamál sem kunna að koma upp. Ef barnið lendir í öngstræti skaltu aðstoða það.

11.) Taka þátt í umræðum

Barnið hefur gott af því að taka þátt í umræðum og ákvörðunum innan veggja heimilisins. Það getur búið barnið undir það sem koma skal í skólanum, til dæmis þegar unnið er í hópum o.s.frv. Leyfðu barninu að taka ákvörðun um það sem gera skal, til dæmis á laugardagskvöldi. Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn eða hvaða teiknimynd er horft á.

12. Að einbeita sér að einhverjum einum hlut

Börn eiga það til að vera sveimhugar, eiga stundum erfitt með að einbeita sér að einhverju einu. Reyndu að fá barnið til að halda athygli við eitthvað eitt í drykklanga stund. Láttu það gera það sem því finnst skemmtilegt að gera, til dæmis lita, leira eða púsla.

13.) Telja og svara spurningum þar sem tölur koma við sögu

Settu þrjár kartöflur á disk, láttu barnið borða eina og spurðu svo hvað eru margar eftir. Tölur skipta auðvitað stóran sess í lífi fólks og því fyrr sem það tileinkar sér að nota tölur því betra. Reyndu að þjálfa barnið í þessu á hverjum degi. Teldu skrefin út í bíl, teldu hvað þið sjáið mörg tré eða marga bíla á bílastæðinu. Þessi brunnur er botnlaus.

14.) Að þekkja muninn á fortíð og nútíð

Atriði sem lúta að fortíð og nútíð geta flækst fyrir mörgum börnum. Kenndu barninu hvað „í gær“ þýðir og í „fyrradag“ og svo framvegis. Spurðu barnið hvað það gerði í gær og hvað það hlakkar til að gera um helgina. Kenndu þeim einnig á dagatal, að þekkja mánuðina, vikudagana og hvenær jólin eru svo dæmi séu tekin.

15.) Að spyrja spurninga, aftur og aftur

Kenndu börnunum þínum að spyrja og spyrja þangað til þau fá fullnægjandi svör. Öðruvísi læra þau ekki, svo einfalt er það. Að sama skapi hvetur Spencer foreldrar til að svara öllu spurningaflóðinu, verðlaunaðu þau fyrir forvitnina og sýndu þeim þolinmæði.

16.) Að flokka

Hér er ekki átt við að flokka og skila þó það sé göfugt að kenna börnunum það. Hér er átt við til dæmis dýrategundir; hvaða dýr borða gras og hvaða dýr borða kjöt? Hvaða tré fella lauf og hver ekki? Hvaða farartæki fljúga og hver ekki? Þó þetta hljómar einfalt kennir þetta barninu þínu grundvallaratriði rökhugsunar.

17.) Púsla

Púsl eru klassísk aðferð og raunar frábær aðferð til að kenna börnunum að temja sér rökhugsun. Ef þau verða þreytt á þeim, gangtu frá þeim og taktu upp þráðinn síðar.

18.) Vera virk

Þetta getur verið af ýmsum toga. Farðu með barnið út að leika; í fótbolta, körfubolta eða á leikvöllinn. Börnin eiga að vera þreytt þegar kvölda tekur.

19.) Þekkja muninn á hollum og óhollum mat

Börn þurfa, rétt eins og við, að tileinka sér heilbrigt mataræði. Mörg sækja í sælgæti, sem er býsna eðlilegt enda er það gott á bragðið. Leyfðu barninu að taka þátt í matargerðinni, til dæmis bakstri og eldamennsku.

20.) Vera skapandi

Taktu þátt í leikjum barnsins og hvettu það til að vera gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Leyfðu barninu að semja reglurnar, þannig upplifir barnið að það sé við stjórnvölin. Að ýta undir sköpunarkraftinn getur hjálpað barninu á ýmsum sviðum þegar fram í sækir.

21.) Mála og teikna

Öll börn hafa gott af því að mála og teikna, segir Spencer. Þau þjálfast á ýmsa vegu og þetta ýtir undir sköpunarkraft barnsins.

22.) Búa til tónlist

Hér er ekki átt við níundu sinfóníu Beethovens eða eitthvað álíka. Fjarri lagi. Hér er átt við að börn geti slegið taktinn á pottana eða pönnurnar í eldhúsinu. Þetta ýtir undir hreyfiþroska þeirra og kemur þeim að góðu gagni þegar út í lífið er komið.

Birtist fyrst í DV.

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Par sem var í mikilli ofþyngd höfðu miklar áhyggjur af því að geta ekki eignast barn saman og tóku því ákvörðun um að létta sig saman. Lexi og Danny eyddu meiri tíma í að borða óhollan mat heldur en að hreyfa sig og heildarþyngd þeirra var orðin rúm 350 kíló. Parið setti sér nýjársheiti um að léttast saman og fóru að borða hollt og hreyfa sig. Árangur þeirra er ótrúlegur en þau misstu samtals 175 kíló á rúmlega einu ári. https://youtu.be/Hx9IKBiUPco Lesa meira

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur. En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni. „Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm.… Lesa meira

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar. Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast, segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Nennti ekki að setja bakið… Lesa meira

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum. Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið. Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná. Dóttir… Lesa meira

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með, skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook. Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna… Lesa meira

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu. Ég var þessa fyrstu daga mína svo upptekin að rata að ég átti það til að gleyma að kíkja aftur í, segir Inga Lára í færslu á Facebook. Ég tók upp par í miðbænum og keyrði þau í Kópavoginn. Ég heyrði að þau voru greinilega að kynnast en spáði ekki meira í því. Þegar ég stöðva bílinn borgar stelpan og hurðin lokast. Inga… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Að fara í fótsnyrtingu reglulega getur verið virkilega notalegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir suma. Flestum finnst huggulegt að fá að sitja í stólnum á meðan verið er að dekra við þá. Fyrir ekkert rosalega löngu síðan komst í tísku svokallað Fish Spa. Fish Spa er fótsnyrtingar aðferð þar sem viðskiptavinurinn stingur fótunum ofan í fiskabúr hjá sérstakri fiskitegund sem sækist í að borða dauða húð viðkomandi og hreinsa þannig fæturna vel. Fyrir suma hljómar þessi aðferð áhugaverð og spennandi, en fyrir aðra hljómar hún kjánalega, skringilega eða jafnvel hryllilega. Myndband af konu sem fór í Fish Spa meðferð á dögunum… Lesa meira

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira