6 ráð handa þreyttum, útivinnandi konum

Konur hafa verið að sinna fjölmörgum verkum samstundis frá upphafi tímans.

Ef að þú ert eins og flestar útivinnandi mæður hefur þú eflaust óskað þér að þú ættir eiginkonu, eða töfrabarnfóstru sem myndi taka til, ganga frá þvottinum, fá börnin til þess að hætta að rífast, versla í matinn, borga reikningana og undirbúa kvöldmat, allt án þess að blása úr nös.

Ahh…ímyndaðu þér þá einskæru gleði og létti sem þú myndir upplifa, vitandi það að þú þyrftir ekki að gera þetta allt sjálf! Þú gætir í fúlustu alvöru plantað þér í þægilegan sófa og eytt kvöldinu í að lesa bók, horfa á sjónvarpið, eða fletta í gegnum uppáhalds tímaritið þitt án þess að stökkva af stað á mínútu fresti til þess að taka úr þvotta- eða uppþvottavélinni, undirbúa nesti morgundagsins eða framkvæma einn af þeim milljón hlutum sem þarf að framkvæma á stóru heimili.

En sannleikurinn er sá að konur hafa verið að sinna ólíkum hlutum á sama tíma í margar aldir, og nútíma konan sinnir jafnvel enn fleiri hlutum en kona fornaldar. Við vitum allar að dagur húsmóður er aldrei lokið. En þegar við það bætist að sú móðir er auk þess útivinnandi, þá verður hraðinn enn meiri.

Raunverulegt líf móður felur í sér að hún þarf að vera í mörgum hlutverkum samtímis. Sumar fá til þess hjálp, aðrar ekki. Munurinn á þeim mæðrum sem eru uppteknar en hamingjusamar, og þeirra sem eru alltaf pirraðar og ófullnægðar, er í fyrsta lagi sá að nauðsynlegt er að sætta sig við þessa einu staðreynd: Að vera útivinnandi móðir er erfitt. Punktur. Ekki láta eins og það sé það ekki og ekki halda að þú eigir að geta sinnt þínum mörgum hlutverkum án nokkurra erfiðleika.

Þér finnst kannski eins og það sé endalaust verið að toga í þig úr öllum áttum, annars vegar er það vinnan og hins vegar eru það maðurinn og börnin. En að gefast algjörlega upp af þreytu og þjást svo af samviskubiti er ekki svarið. Segðu frekar við sjálfa þig:

„Hey, þetta er mitt líf og ég skal láta það virka fyrir mig.”

Hérna eru 6 atriði sem þú ættir að fara eftir þegar þú ert við það að gefast upp og full af sjálfsvorkunn:

1. Settu þig efst á listann.

Jafnvel þegar þú ert viss um að þú hafir ekki eina mínútu fyrir sjálfa þig. Útivinnandi mæður sem skara fram úr hafa lært að þegar þær passa ekki að hafa smá tíma fyrir sjálfa sig verður það til þess að þær eru ekki eins skipulagðar og ekki eins ánægðar. Bæði börnin þín og maður myndu taka hamingjusama mömmu í óskipulögðu heimili fram yfir óánægða mömmu í heimili sem gæti ekki verið fullkomnara.

2. Fáðu faðmlag.

Frá sjálfri þér eða biddu um faðmlag frá börnum þínum og manni, og hugsaðu um hversu heppin þú ert að vera mamma. Jafnvel á slæmum degi, minntu þá sjálfa þig á hversu mikla gleði börnin þín færa þér.

3. Minntu þig á hvað það er sem þú færð út úr því að vinna úti.

Rannsóknir sýna að konur fara til vinnu af sömu ástæðum og menn. Það snýst ekki bara um fjárhagslegt sjálfstæði eða að nauðsynlegt er að vera í launaðri vinnu til þess að geta sett mat á borðið. Konur fara til vinnu til þess að vera persónulega fullnægðar, það að vinna veldur því að þær finna til sjálfstæðis, auk þess sem það gefur þeim ákveðna stöðu í samfélaginu og tækifæri til þess að umgangast annað fólk. Konur finna tilgang, áskoranir og möguleika í að þróa starfsferill sinn veldur því að þeim líður vel með sjálfar sig.

4. Taktu skref til baka og taktu mínútu til þess að klappa sjálfri þér á bakið.

Flestar útivinnandi mæður finna fyrir því að sjálfstraust þeirra eykst við það. Mundu bara að taka þér tíma til þess að leyfa þessari jákvæðu tilfinningu að flæða í gegnum þig svo þú fáir sem mest út úr henni.

5. Lærðu að meta það þegar vel gengur.

Það allra nauðsynlegasta sem þú þarft að læra til þess að verða ein af þeim mæðrum sem skara fram úr er að sleppa taki af fullkomnunaráráttunni. Súpermömmur eru löngu komnar úr tísku þannig að þér er óhætt að minnka kröfurnar sem þú setur á sjálfa þig. Öllum er sama nema þér. Finndu holla, fljótlega rétti sem auðvelt er að gera, pantaðu mat eða farðu út að borða og eyddu tímanum sem þú sparar með fjölskyldunni þinni.

6. Finndu vinkonu sem er til í að hlusta á þig og bjóða fram stuðning sinn.

Hversu skipulögð sem þú ert þá eiga eftir að koma upp augnablik þar sem þú ert við það að gefast upp, tímar þar sem þú þarft að fá að kvarta og kveina. Fáðu útrás fyrir það og gleymdu því síðan.

Ef að þú vinnur fulla vinnu, þá eyðir þú 80% af vökutíma þínum í vinnunni þinni, þannig að það er eins gott að þú hafir gaman af henni. Sumar útivinnandi konur líta meira að segja á vinnustað sinn sem stað þar sem þær getur verið í friði, miðað við þann tíma sem þær eyða heima hjá sér á heimili þar sem margt er í gangi. En ef þú hefur ekki gaman af því sem þú gerir, þá er kannski kominn tími til að skipta um starf, enda mun óánægja í vinnu aðeins ýta undir stress, pirring og streytu.

Því miður þá ber samfélag okkar ekki mikla virðingu fyrir því starfi sem foreldrar vinna, þótt að við trúum því að framtíð heimsins byggist á börnum okkar. Þjóðfélagið býst meira að segja við því að við trúum því að það að vera foreldri sé eitthvað sem komi náttúrulega, frekar en að trúa því að það sé starf sem krefjist vitneskju, ásetnings og ákveðins hæfileika. En þangað til þjóðfélagið opnar augu sín, eða Mary Poppins birtist óvænt á útidyratröppunum – þá þurfum við að læra að þekkja okkar eigin virði og vera nógu örugg með okkur sjálf til þess að vera fær um að sinna okkar margbreytilegu hlutverkum.

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira