6 ráð handa þreyttum, útivinnandi konum

Konur hafa verið að sinna fjölmörgum verkum samstundis frá upphafi tímans.

Ef að þú ert eins og flestar útivinnandi mæður hefur þú eflaust óskað þér að þú ættir eiginkonu, eða töfrabarnfóstru sem myndi taka til, ganga frá þvottinum, fá börnin til þess að hætta að rífast, versla í matinn, borga reikningana og undirbúa kvöldmat, allt án þess að blása úr nös.

Ahh…ímyndaðu þér þá einskæru gleði og létti sem þú myndir upplifa, vitandi það að þú þyrftir ekki að gera þetta allt sjálf! Þú gætir í fúlustu alvöru plantað þér í þægilegan sófa og eytt kvöldinu í að lesa bók, horfa á sjónvarpið, eða fletta í gegnum uppáhalds tímaritið þitt án þess að stökkva af stað á mínútu fresti til þess að taka úr þvotta- eða uppþvottavélinni, undirbúa nesti morgundagsins eða framkvæma einn af þeim milljón hlutum sem þarf að framkvæma á stóru heimili.

En sannleikurinn er sá að konur hafa verið að sinna ólíkum hlutum á sama tíma í margar aldir, og nútíma konan sinnir jafnvel enn fleiri hlutum en kona fornaldar. Við vitum allar að dagur húsmóður er aldrei lokið. En þegar við það bætist að sú móðir er auk þess útivinnandi, þá verður hraðinn enn meiri.

Raunverulegt líf móður felur í sér að hún þarf að vera í mörgum hlutverkum samtímis. Sumar fá til þess hjálp, aðrar ekki. Munurinn á þeim mæðrum sem eru uppteknar en hamingjusamar, og þeirra sem eru alltaf pirraðar og ófullnægðar, er í fyrsta lagi sá að nauðsynlegt er að sætta sig við þessa einu staðreynd: Að vera útivinnandi móðir er erfitt. Punktur. Ekki láta eins og það sé það ekki og ekki halda að þú eigir að geta sinnt þínum mörgum hlutverkum án nokkurra erfiðleika.

Þér finnst kannski eins og það sé endalaust verið að toga í þig úr öllum áttum, annars vegar er það vinnan og hins vegar eru það maðurinn og börnin. En að gefast algjörlega upp af þreytu og þjást svo af samviskubiti er ekki svarið. Segðu frekar við sjálfa þig:

„Hey, þetta er mitt líf og ég skal láta það virka fyrir mig.”

Hérna eru 6 atriði sem þú ættir að fara eftir þegar þú ert við það að gefast upp og full af sjálfsvorkunn:

1. Settu þig efst á listann.

Jafnvel þegar þú ert viss um að þú hafir ekki eina mínútu fyrir sjálfa þig. Útivinnandi mæður sem skara fram úr hafa lært að þegar þær passa ekki að hafa smá tíma fyrir sjálfa sig verður það til þess að þær eru ekki eins skipulagðar og ekki eins ánægðar. Bæði börnin þín og maður myndu taka hamingjusama mömmu í óskipulögðu heimili fram yfir óánægða mömmu í heimili sem gæti ekki verið fullkomnara.

2. Fáðu faðmlag.

Frá sjálfri þér eða biddu um faðmlag frá börnum þínum og manni, og hugsaðu um hversu heppin þú ert að vera mamma. Jafnvel á slæmum degi, minntu þá sjálfa þig á hversu mikla gleði börnin þín færa þér.

3. Minntu þig á hvað það er sem þú færð út úr því að vinna úti.

Rannsóknir sýna að konur fara til vinnu af sömu ástæðum og menn. Það snýst ekki bara um fjárhagslegt sjálfstæði eða að nauðsynlegt er að vera í launaðri vinnu til þess að geta sett mat á borðið. Konur fara til vinnu til þess að vera persónulega fullnægðar, það að vinna veldur því að þær finna til sjálfstæðis, auk þess sem það gefur þeim ákveðna stöðu í samfélaginu og tækifæri til þess að umgangast annað fólk. Konur finna tilgang, áskoranir og möguleika í að þróa starfsferill sinn veldur því að þeim líður vel með sjálfar sig.

4. Taktu skref til baka og taktu mínútu til þess að klappa sjálfri þér á bakið.

Flestar útivinnandi mæður finna fyrir því að sjálfstraust þeirra eykst við það. Mundu bara að taka þér tíma til þess að leyfa þessari jákvæðu tilfinningu að flæða í gegnum þig svo þú fáir sem mest út úr henni.

5. Lærðu að meta það þegar vel gengur.

Það allra nauðsynlegasta sem þú þarft að læra til þess að verða ein af þeim mæðrum sem skara fram úr er að sleppa taki af fullkomnunaráráttunni. Súpermömmur eru löngu komnar úr tísku þannig að þér er óhætt að minnka kröfurnar sem þú setur á sjálfa þig. Öllum er sama nema þér. Finndu holla, fljótlega rétti sem auðvelt er að gera, pantaðu mat eða farðu út að borða og eyddu tímanum sem þú sparar með fjölskyldunni þinni.

6. Finndu vinkonu sem er til í að hlusta á þig og bjóða fram stuðning sinn.

Hversu skipulögð sem þú ert þá eiga eftir að koma upp augnablik þar sem þú ert við það að gefast upp, tímar þar sem þú þarft að fá að kvarta og kveina. Fáðu útrás fyrir það og gleymdu því síðan.

Ef að þú vinnur fulla vinnu, þá eyðir þú 80% af vökutíma þínum í vinnunni þinni, þannig að það er eins gott að þú hafir gaman af henni. Sumar útivinnandi konur líta meira að segja á vinnustað sinn sem stað þar sem þær getur verið í friði, miðað við þann tíma sem þær eyða heima hjá sér á heimili þar sem margt er í gangi. En ef þú hefur ekki gaman af því sem þú gerir, þá er kannski kominn tími til að skipta um starf, enda mun óánægja í vinnu aðeins ýta undir stress, pirring og streytu.

Því miður þá ber samfélag okkar ekki mikla virðingu fyrir því starfi sem foreldrar vinna, þótt að við trúum því að framtíð heimsins byggist á börnum okkar. Þjóðfélagið býst meira að segja við því að við trúum því að það að vera foreldri sé eitthvað sem komi náttúrulega, frekar en að trúa því að það sé starf sem krefjist vitneskju, ásetnings og ákveðins hæfileika. En þangað til þjóðfélagið opnar augu sín, eða Mary Poppins birtist óvænt á útidyratröppunum – þá þurfum við að læra að þekkja okkar eigin virði og vera nógu örugg með okkur sjálf til þess að vera fær um að sinna okkar margbreytilegu hlutverkum.

Guðrún Helga: „Sjálfsmyndin mín er í molum og ég bókstaflega hata sjálfa mig á hverjum einasta degi“

Smá vitundarvakning til samfélagsins, þið megið kalla mig athyglissjúka. Þið megið líka segja að ég er uppfull af sjálfsvorkunn. Fordæmið mig eins og þið viljið enda er samfélagið þekkt fyrir það. Við lifum í dag við þær aðstæður að við setjum okkur of háar kröfur. Ef ég hef ekki lokið allavega tveimur háskólagráðum, afrekað í þremur íþróttagreinum, alið upp þrjú börn og ofan á allt saman unnið 2-3 störf í einu þá er ég talin aumingi og letingi. Það er því ekki að furða að margir eru að glíma við andleg vandamál í dag og flestir þekkja því ekki fylgikvillana… Lesa meira

Lónið hverfur á þremur dögum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Merzbacher lónið í Tien Shan fjöllunum í Kirgistan myndast úr leysingavatni. Á hverju sumri hverfur vatnið á innan við þremur sólarhringum. Vísindamenn fýsir að komast að raun um hvað veldur. Á sama tíma ár hvert myndast furðulegt fyrirbæri á landamærum Kirgistan, Kasakstan og Kína en um er að ræða Merzbacher lónið sem myndast úr leysingavatni frá jökli sem kallast Inylchek. Þegar lónið nær hámarki sínu tæmist það skyndilega og meira en 250 rúmmetrar vatns streyma úr því á örfáum dögum. Vatnið rennur… Lesa meira

Sjáðu bestu myndirnar frá ljósmyndaverðlaunum iPhone 2017

Það þarf ekki endilega flotta og dýra myndavél til að ná góðum myndum. Það var nýlega tilkynnt 2017 iPhone ljósmyndaverðlaunin og myndirnar eru ótrúlegar. Ljósmyndarar frá yfir 140 löndum tóku þátt í keppninni og kepptu í mismunandi flokkum eins og portrett, abstrakt og lífsstíll. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 Dina Alfasi frá Ísrael, 1.sæti, Fólk   #2 Branda O Se frá Írlandi, 1.sæti, Ljósmyndari ársins   #3 Joshua Sarinana frá Bandaríkjunum, 2.sæti, Ferðalög   #4 Sebastiano Tomado frá New York, "Grand prize winner," Ljósmyndari ársins #5 Dongrui Yu frá Kína, 2.sæti, Dýr   #6 Magali Chesnel frá Frakklandi, 1.sæti, Tré   #7 Gabriel Ribeiro frá Brasilíu, 1.sæti, Portrett   #8 Szymon Felkel frá Póllandi, 1.sæti, Börn   #9 Barry Mayes frá Bretlandi, 3.sæti, Börn   #10 Smetanina Julia frá Rússlandi, 2.sæti, Blóm   #11 Yeow-kwang Yeo frá Singapúr, 2.sæti, Ljósmyndari ársins   #12 Maria K. Pianu frá Ítalíu, 3.sæti, „The America I Know“   #13 Varvara Vislenko frá Rússlandi, 2.sæti, Börn… Lesa meira

Par gifti sig á Taco Bell – Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart

Þegar maður hugsar um brúðkaup þá leitar hugurinn ekki beint til Taco Bell. Margir eiga líklega erfitt með að ímynda sér að standa á móti maka sínum og játa ást sína fyrir framan ástvini á skyndibitastað. Það var hins vegar veruleikinn hjá pari sem gifti sig þann 25. júní á Taco Bell stað í Las Vegas. Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart! Yfir 150 pör tóku þátt í Taco Bell „Love and Tacos“ keppninni. Verðlaunin voru ferð til Las Vegas þar sem sigurvegarar giftu sig á skyndibitastað Taco Bell. Dan Ryckert og Bianca Monda unnu keppnina og voru fyrsta parið til að gifta sig á Taco Bell. Brúðhjónin eru bæði rosalegir Taco Bell aðdáendur. „[Taco Bell] var reyndar eitt af fyrstu samræðunum sem við áttum saman.… Lesa meira

Tíu ára drengur hefur fundið upp snilldar tæki til að koma í veg fyrir að börn deyi í heitum bílum

Síðan 1998 hafa í kringum 712 börn dáið vegna hitaslags í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skilin eftir í bifreiðum í miklum hita. Það þarf ekki meira en fimmtán mínútur í funheitum bíl til þess að barn hljóti lífshættulegan nýrna- eða heilaskaða af völdum hitans. Flest börn sem deyja eftir hitaslag í bíl eru undir tveggja ára aldri. Gæludýr geta einnig dáið á sama máta. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er ólöglegt að skilja börn eftir í bílum. Hér má sjá forvarnarmyndband sem Northview sýsla í Missouri styrkti. Tíu ára drengur frá Texas hefur fundið upp tæki sem vonandi gerir þessi… Lesa meira

Þær kusu dauðann

Frægð og frami færa ekki ætíð lífsfyllingu. Hér er fjallað um nokkrar þekktar leikkonur sem lífið virtist blasa við en þær lifðu óhamingjusömu lífi og fyrirfóru sér. Dauði þeirra rataði í heimspressuna og aðdáendur þeirra syrgðu. Sjálfsmorð, slys eða morð? Við setjum Marilyn Monroe á listann en þó með smá fyrirvara. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles í ágústmánuði 1962, 36 ára gömul. Hún hafði tekið inn stóran skammt af töflum. Talið var langlíklegast að hún hefði framið sjálfsmorð. Einhverjir telja þó að stjarnan hafi ekki ætlað að fyrirfara sér heldur tekið í slysni of stóran skammt… Lesa meira

Ferðast til framandi pláneta í nýjum íslenskum tölvuleik

Á mánudaginn gaf íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi út glænýjan tölvuleik fyrir snjalltæki. Leikurinn heitir Mussila Planets og er sá fjórði í Mussila leikjaseríunni þar sem músíkölsk skrímsli af ýmsum gerðum halda uppi taktinum á samnefndri ævintýraeyju. Markmið leiksins er a leysa þrautir sem gera notendum kleift að þekkja nótur, takt, hljóðfæri og þjálfa tóneyrað í skapandi leik. Lesa meira

Faðir klæðir sig og dóttur sína í búninga og tekur stórskemmtilegar myndir – Aðeins of krúttlegt

Hin níu mánaða gamla Zoe þarf ekki að sannfæra pabba sinn, Sholom Ber Solomon, um að klæðast búningum og leika. Sholom klæðir sig og dóttur sína reglulega í alls konar búninga og tekur stórskemmtilegar myndir sem hafa slegið í gegn á netinu. Hvort sem þau eru klædd sem ballerínur eða Zoe bókstaflega sem fata af kjúkling þá slá þau öll met í krúttleigheitum. „Ég ætla mér að taka myndir með henni eins lengi og hún leyfir mér,“ sagði Sholom við Daily Mail. Sjáðu þessar frábæru myndir hér fyrir neðan. Lesa meira

Börn voru spurð hvernig þau eru öðruvísi – Fallegt myndband

Þetta gæti verið með því krúttlegasta sem þú horfir á í dag, jafnvel í vikunni. Í nýlegri auglýsingu fyrir barnastöð BBC, Cbeebies, var spurt nokkur vinapör hvernig þau eru frábrugðin hvort öðru. Svörin þeirra sýna það svo sannarlega að börn sjá heiminn öðruvísi en fullorðnir. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 29 milljón manns horft á myndbandið. Lesa meira

Eminem er kominn með dökkt hár og skegg – Hvar er hinn raunverulegi Slim Shady?!

Rapparinn Eminem hefur eiginlega alltaf litið eins út. Hugsaðu um það, hefur Eminem einhvern tíman ekki litið út eins og Eminem? Hinn raunverulegi Slim Shady er þekktur fyrir ljósa stutta hárið sitt og vel rakaða andlit. Hann hefur þó verið með dökkt hár áður en alltaf vel rakaðar mjúkar kinnar, enda auðvelt að gleyma því að hann er kominn á fimmtugsaldur. Í síðustu viku mætti Eminem á frumsýningu The Defiant Ones með dökkt hár og dökkt skegg. Hann lítur að sjálfsögðu stórglæsilega út en það er bara eitthvað svo skrýtið að sjá hann með skegg. Eminem deildi mynd af sér með… Lesa meira

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira