Ása Steinars: 7 ódýrir áfangastaðir til að heimsækja árið 2015

Dreymir þig um frí og hvítar strendur? Ertu að deyja úr ferðaþrá? Ef svarið er já þá ert þú á réttum stað. Heimurinn er fullur af áfangastöðum sem hægt er að heimsækja á viðráðanlegu verði. Sama hvaða heimsálfa verður fyrir valinu þá eru ávallt einhver lönd sem hægt er að heimsækja án þess að fara á hausinn.

Höfundur greinarinnar er Ása Steinarsdóttir
Höfundur greinarinnar er Ása Steinarsdóttir

Hér að neðan kemur listi af mínum uppáhalds áfangastöðum þar sem þú færð mikið fyrir lítið, hittir vingjarnlega heimamenn, borðar góðan mat og skemmtir þér konunglega.

ÓMAN

Eftir að hafa ferðast um Óman í 10 daga á þessu ári hef ég komast að því að landið er sannarlega falinn fjársjóður! Það er áhugavert hversu lítið fólk raunverulega veit um landið og íbúa þess. Landamæri Óman liggja einungis í 100 km fjarlægð frá miðbæ Dubai.

ása1

Flestir sem leggja leið sína til Óman í fyrsta sinn eiga einungis von á sand og eyðimörk. Það kemur því skemmtilega á óvart að svo er ekki, hér finnur þú glitrandi hvítar strendur, tignarlega fjallagarða, djúp gil, hella og fallega fossa. Auk þess eru heimamenn einstaklega vingjarnlegir, en landið er eitt það öruggasta í Mið-Austurlöndunum.

Góð leið til þess að ferðast ódýrt um Óman er að leigja bíl og jafnvel pakka með sér tjaldi, því hér kostar líter af bensíni minna en vatnsflaska, eða aðeins 35 krónur.

VÍETNAM

Nánast öll löndin í Suðaustur-Asíu gætu verið á þessum lista, þar sem kostnaður við uppihald er afar lítill. Víetnam er friðsæll og einstakur áfangastaður, þar sem þú finnur hvítar strendur, stærstu hella heims, framandi dýralíf og ómótstæðilega matargerð.

ása2

Hér færð þú auðveldlega gistingu undir 1.500 krónur nóttin, götumat fyrir 200 krónur og enn ódýrari samgöngur um allt land. Í Víetnam er auðvelt að lifa eins og kóngur án þess að eyða miklu.

AUSTUR-EVRÓPA

Litháen, Pólland, Búlgaría, Rúmenía, Moldavía og Georgía eru ódýrustu löndin sem þú finnur innan Evrópu. Afhverju ekki að leigja bíl og kanna þessa lítt förnu áfangastaði?

ása3

Árið 2011 skellti ég mér í Austur-Evrópureisu þar sem ég lifði hátt fyrir minna en 4000 krónur á dag. Verð fyrir hótelherbergi er yfirleitt 1.000 – 2.000 króna nóttin. Matur og samgöngur eru ódýrar og bjórinn á hlægilegu verði.

Austur-Evrópa hefur ákveðinn sjarma og þar að auki sleppir þú við straum ferðamanna og háu verðin sem tíðkast í Vestur-Evrópu. Það er án efa synd að fleiri ferðist ekki um þetta svæði.

MYANMAR

ása4

Myanmar, einnig þekkt sem Búrma, er klárlega áfangastaður sem þú ættir að setja á listann þinn fyrir 2015. Það er nokkuð stutt síðan þetta fallega land var opnað fyrir ferðamenn og því hefur menning landsins varðveist vel ásamt lágum verðum. Það er um að gera að flýta sér áður en miklar breytingar eiga sér stað vegna utanaðkomandi áhrifa.

EGYPTALAND – SHARM EL SHEIKH

Egyptaland er heimsþekkt fyrir múmíur og pýramída en menning landsins er einstök. Við Rauða Hafið finnur þú áhugaverðan ferðamannabæ, Sharm El Sheikh sem er þekktur fyrir heimsins fallegustu kóralrif, hvítar strendur, tæran sjó, eyðimerkur og frábært næturlíf.

Myndirnar eru úr einkasafni Ásu
Myndirnar eru úr einkasafni Ásu

Rauðahafið liggur hlýtt og tært upp við bæinn sem gerir hann að drauma stað fyrir þá sem hafa ánægju af köfun og snorkli! Þar að auki er loftslagið hlýtt og þurrt (20° C – 35° C) allt árið um kring.

Árið 2013 heimsótti ég bæinn ásamt 11 vinum í útskriftarferð. Við bókuðum tíu daga ferð frá London með öllu inniföldu (flug, hótel, 3 máltíðir á dag og allir drykkir bæði áfengir og óáfengir) á 120.000 kr. Auðvelt er að bóka fjöldann allan af skoðunarferðum út úr bænum t.d. köfunar-, báts- og eyðimerkurferðir, sem flestar kostuðu undir 4.000 krónum

MIÐ-AMERÍKA

Langar þig að skoða sögulegar rústir, fara í ferð inn í frumskóginn, læra á brimbretti og borða gómsætan mat með fáa túrista í kringum þig? Þá er Mið-Ameríka eitthvað fyrir þig.

Hér er veðráttan frábær og íbúarnir bæði afslappaðir og gestrisnir. Farðu til smærri landanna eins og El Salvador, Hondúras, Nicaragua og Guatemala.

ása7

Hér finnur þú ódýra gistingu á 2.000 kr. nóttin og fína máltíð á veitingastað um 500 kr. Auk þess kostar bjórinn undir 150 kr. og samgöngur ódýrar. Þegar þú ferðast um Mið-Ameríku uppgötvar þú hve mörg lönd eru á þessu litla landsvæði og hversu mikið menningin breytist á milli landamæra.

SUÐUR KÓREA

Suður Kórea er ein af þessum óuppgötvuðu perlum. Þrátt fyrir að vera hátækniþjóð líkt og Japan er hægt að ferðast um landið á ódýran hátt. Hér finnur þú fjölbreytt landslag, litríka menningu, falleg hof, villt næturlíf og gómsætan mat.

ása8

Grillmáltíð á veitingahúsi ásamt drykkjum mun kosta þig undir 1000 krónur og bjórinn í næstu búð undir 150 krónur. Couchsurfing samfélagið er einnig afar virkt í Suður Kóreu og því auðvelt að verða sér úti um ókeypis gistingu. Þar að auki er nóg úrval farfuglaheimila í boði.

Greinin birtist fyrst á Gekko.is þar sem Ása skrifar reglulega pistla er tengjast ferðalögum. Ása heldur einnig úti bloggsíðu hér. Þar er hægt að fylgjast með ferðalaginu en hún er ásamt kærasta sínum á ferðalagi um heimin.

Kjartan langar að prófa kynsvall

Sæl Ragga Mig hefur langað lengi til að prófa orgiu eða kynlifsvall. Ég hef leitað og reynt að finna þannig hér á íslandi en aldrei fundið neitt né heyrt af því . Gætir þú bent mer i rétta átt því mig grunar að þú gætir vitað um svoleiðis vegna vinnu þinnar. Með bestu kveðju, Kjartan Sæll Kjartan Þú ert einn margra sem hafa leitað til mín að undanförnu með álíka fyrirspurnir. Áhugi fólks á frjálslyndu umgengni við kynlíf fer kannski vaxandi um þessar mundir. Að minnsta kosti hefur umræðan aukist heilmikið. Hér á landi er hins vegar ekki um auðugan… Lesa meira

Stoltur pervert í Rauða sófanum – Ragga spjallar við Óla pollagallamann

Ólafur Guðmundsson kom út úr blætisskápnum með látum árið 2014 þegar hann var viðmælandi minn í viðtali í tímaritinu MAN, sem svo var endurbirt á Kynlífspressunni. Óli hefur áhuga á pollagöllum - með öðrum orðum þá æsa þeir hann kynferðislega - og hann er fjarri því að vera einn í heiminum með viðlíka áhuga. Óli var gestur minn í Rauða sófanum og þar ræddum við um blæti, blætla, og ýmislegt fleira. Gjörið svo vel - hér er þátturinn í heild sinni: https://vimeo.com/218492389 Lesa meira

Þú getur falið skallann með „man bun“ – Myndir

Fótboltamaðurinn Gareth Bale sem spilar með Real Madrid vakti athygli á Euro 2016 þegar sást glitta í skalla í gegnum hársnúðinn hans. Heimildamaður nátengdur honum sagði að Gareth hafi verið að nota strákasnúð í smá tíma til að fela skallann sinn sem var nýtilkominn. Þessar fregnir leiddu til þess að fleiri karlmenn ákváðu að prófa þetta sjálfir og niðurstaðan er ótrúleg. Það þarf samt að hafa varann á og passa að snúðurinn sé ekki of strekktur. Því það getur farið illa með hárið og þarft þá mögulega að kveðja það fyrr en þú bjóst við. Við viljum samt hafa það á hreinu… Lesa meira

Svona bregstu við þegar barnið þitt kastar upp

Flest uppköst hjá börnum eru af völdum magasýkingar. Magasýkingar eru oftast veirusýkingar. Þær eru venjulega skammvinnar. Uppköst eru óþægileg, en sjaldan hættuleg. Mesta hættan við uppköst er vökvatap (dehydration). Það þýðir að manneskjan missir meiri vökva en hún innbyrðir og þar með þornar hún upp. Ef ekkert er að gert getur slíkt vökvatap verið lífshættulegt. Mikilvægasta meðhöndlun við uppköstum er að koma nægum vökva í sjúklinginn. Það getur verið að barnið geti ekki haldið vökvanum niðri til að byrja með. Hvíldu þá maga barnsins í nokkrar klukkustundir og byrjaðu svo að gefa barninu vatn í litlum skömmtum. Það er allt… Lesa meira

Naggrísir með stórfenglegt hár

Hvað eiga Rapúnsel, Ariana Grande og naggrís sameiginlegt? Ef þú giskaðir á hár þá hefurðu rétt fyrir þér! Það eru til margar tegundir af naggrísum en Abyssinian, Peruvian, Coronet og Silkie naggrísir eru þekktir fyrir einstaklega tignarlegan og stórfenglegan feld. Það er þó ekki eins auðvelt að hugsa um feldinn og það er að dást að honum en það þarf að gæta hans vel. Sjáðu nokkra naggrísi með stórfenglegt „hár“ hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Lesa meira

Sólborg rappari – „Vonandi verður þetta lag hvatning fyrir einhverjar stelpur til að láta vaða“

Tónlistarkonan Sólborg Guðbrandsdóttir var að gefa út lag og myndband við það. Lagið heitir Skies in paradise, og er hennar fyrsta lag. Okkur á Bleikt lék forvitni á að vita ýmislegt um þessa tvítugu tónlistarkonu og fengum hana til að svara nokkrum spurningum. Hvernig er samband þitt við tónlist? Að mínu mati er tónlist eitt það magnaðasta í þessum heimi. Hún getur haft alls konar áhrif á mann og hjálpað manni á erfiðum stundum. Ég leita mikið í tónlist til að líða betur og hún hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi. Ég ólst mikið upp í kringum tónlist… Lesa meira

Svona myndu dýrin úr Disney teiknimyndunum líta út ef þau væru manneskjur

Við elskum öll dýrin úr Disney teiknimyndunum því þau eru svo töfrandi, skemmtileg og fyndin! Eitt af því skemmtilegasta við þau er að þau tala flest, sem gerir þau mannleg. En hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér hvernig þau myndu líta út sem mannfólk? Þú þarft ekki að velta því fyrir þér mikið lengur því Bright Side gerði nokkrar myndir af dýrunum sem manneskjur. Frekar nákvæmt verðum við að segja! #1 Timon og Pumbaa – The Lion King #2 Po – Kung Fu Panda #3 Scrat – Ice Age #4 SpongeBob SquarePants #5 Judy, Nick og Flash – Zootopia… Lesa meira

Algengustu lygarnar sem við segjum á samfélagsmiðlum – Myndband

Við höfum flest öll gerst sek um að sykra aðeins raunveruleikann á samfélagsmiðlum. Við eigum það til að draga upp glansmynd sem er ekki sönn eða finnast við knúin til að þykjast vera eitthvað annað en við erum, til að ganga í augun á öðrum. Eins og að taka mynd af eina hreina herberginu heima hjá okkur og merkja það með einhverjum myllumerkjum sem snúa að hreinu heimili og dugnaði. Eða klæða okkur upp í íþróttagallann til að taka sjálfsmynd í ræktarspeglinum eða farða okkur bara til að taka sjálfsmynd. Ditch the Label og Boohoo tóku sig saman og gerðu myndband um… Lesa meira

Sigga Lena: „Ég var niðurbrotin, búin að missa bæði barnið mitt og manninn minn og allt án nokkurra skýringa“

Ég var ekki orðin tvítug, ástfangin upp fyrir haus og sá ekkert nema hann. Hann var myndarlegur, töluvert eldri en ég, vel menntaður, í góðri vinnu og búinn að koma sér ágætlega fyrir. Lífið lék við okkur og ástin blómstraði… eða það hélt ég. Þetta byrjaði allt á stuttu spjall á kaffistofunni en við kynntumst á sameiginlegum vinnustað, þar sem ég var menntaskóla-tútta í sumarvinnu en hann var fastur starfsmaður, í mjög svo virtri stöðu. Við vorum tveir, mjög ólíkir persónuleikar en það var eitthvað við hann og ég kolféll fyrir honum. Í lok sumars vorum við orðin par en… Lesa meira

Hann lofaði að eyða deginum með kærustunni en svaf yfir sig – Hún hefndi sín stórkostlega

Natalie Weaver og kærasti hennar Stephen Hall voru búin að ákveða að eiga skemmtilegan sunnudag saman. Nema hvað að Stephen kom heim blindfullur nóttina áður og svaf eins og steinn í gegnum daginn. Natalie var frekar svekkt að plön dagsins væru ónýt og ákvað að hefna sín á meistaralegan hátt. Þar sem hann svaf svo fast þá tókst henni að farða hann, gerviaugnhár og allt, og maður getur ekki annað en sagt að útkoman sé stórglæsileg. Þegar Stephen vaknaði næsta morgun þá beið hans óvæntur glaðningur þegar hann kíkti í spegilinn. „Hann var mjög hissa og spurði hvað hafi gerst.… Lesa meira

Grafískur hönnuður finnur Pantone liti í landslagi og borgum

Andrea Antoni er ítalskur grafískur hönnuður sem leitar að Pantone litum víðs vegar um heiminn. Hann minnir okkur á að skoða litríku náttúruna í kringum okkur, því hún er svo ótrúlega falleg. Andrea finnur Pantone liti í alls konar landslagi, borgum og bæjum. Hann tekur mynd af umhverfinu ásamt höndinni sinni sem heldur á Pantone litaspjaldi. „Sem grafískur hönnuður hef ég alltaf elskað Pantone litaspjöld, þó mun meira fyrir glaðværðina og litina heldur en þeirra ætlaða tilgangi,“ sagði Andrea við Creators. Til að sjá meira frá Andrea Antoni þá getur þá fylgt honum á Instagram. Lesa meira