Ása Steinars: 7 ódýrir áfangastaðir til að heimsækja árið 2015

Dreymir þig um frí og hvítar strendur? Ertu að deyja úr ferðaþrá? Ef svarið er já þá ert þú á réttum stað. Heimurinn er fullur af áfangastöðum sem hægt er að heimsækja á viðráðanlegu verði. Sama hvaða heimsálfa verður fyrir valinu þá eru ávallt einhver lönd sem hægt er að heimsækja án þess að fara á hausinn.

Höfundur greinarinnar er Ása Steinarsdóttir
Höfundur greinarinnar er Ása Steinarsdóttir

Hér að neðan kemur listi af mínum uppáhalds áfangastöðum þar sem þú færð mikið fyrir lítið, hittir vingjarnlega heimamenn, borðar góðan mat og skemmtir þér konunglega.

ÓMAN

Eftir að hafa ferðast um Óman í 10 daga á þessu ári hef ég komast að því að landið er sannarlega falinn fjársjóður! Það er áhugavert hversu lítið fólk raunverulega veit um landið og íbúa þess. Landamæri Óman liggja einungis í 100 km fjarlægð frá miðbæ Dubai.

ása1

Flestir sem leggja leið sína til Óman í fyrsta sinn eiga einungis von á sand og eyðimörk. Það kemur því skemmtilega á óvart að svo er ekki, hér finnur þú glitrandi hvítar strendur, tignarlega fjallagarða, djúp gil, hella og fallega fossa. Auk þess eru heimamenn einstaklega vingjarnlegir, en landið er eitt það öruggasta í Mið-Austurlöndunum.

Góð leið til þess að ferðast ódýrt um Óman er að leigja bíl og jafnvel pakka með sér tjaldi, því hér kostar líter af bensíni minna en vatnsflaska, eða aðeins 35 krónur.

VÍETNAM

Nánast öll löndin í Suðaustur-Asíu gætu verið á þessum lista, þar sem kostnaður við uppihald er afar lítill. Víetnam er friðsæll og einstakur áfangastaður, þar sem þú finnur hvítar strendur, stærstu hella heims, framandi dýralíf og ómótstæðilega matargerð.

ása2

Hér færð þú auðveldlega gistingu undir 1.500 krónur nóttin, götumat fyrir 200 krónur og enn ódýrari samgöngur um allt land. Í Víetnam er auðvelt að lifa eins og kóngur án þess að eyða miklu.

AUSTUR-EVRÓPA

Litháen, Pólland, Búlgaría, Rúmenía, Moldavía og Georgía eru ódýrustu löndin sem þú finnur innan Evrópu. Afhverju ekki að leigja bíl og kanna þessa lítt förnu áfangastaði?

ása3

Árið 2011 skellti ég mér í Austur-Evrópureisu þar sem ég lifði hátt fyrir minna en 4000 krónur á dag. Verð fyrir hótelherbergi er yfirleitt 1.000 – 2.000 króna nóttin. Matur og samgöngur eru ódýrar og bjórinn á hlægilegu verði.

Austur-Evrópa hefur ákveðinn sjarma og þar að auki sleppir þú við straum ferðamanna og háu verðin sem tíðkast í Vestur-Evrópu. Það er án efa synd að fleiri ferðist ekki um þetta svæði.

MYANMAR

ása4

Myanmar, einnig þekkt sem Búrma, er klárlega áfangastaður sem þú ættir að setja á listann þinn fyrir 2015. Það er nokkuð stutt síðan þetta fallega land var opnað fyrir ferðamenn og því hefur menning landsins varðveist vel ásamt lágum verðum. Það er um að gera að flýta sér áður en miklar breytingar eiga sér stað vegna utanaðkomandi áhrifa.

EGYPTALAND – SHARM EL SHEIKH

Egyptaland er heimsþekkt fyrir múmíur og pýramída en menning landsins er einstök. Við Rauða Hafið finnur þú áhugaverðan ferðamannabæ, Sharm El Sheikh sem er þekktur fyrir heimsins fallegustu kóralrif, hvítar strendur, tæran sjó, eyðimerkur og frábært næturlíf.

Myndirnar eru úr einkasafni Ásu
Myndirnar eru úr einkasafni Ásu

Rauðahafið liggur hlýtt og tært upp við bæinn sem gerir hann að drauma stað fyrir þá sem hafa ánægju af köfun og snorkli! Þar að auki er loftslagið hlýtt og þurrt (20° C – 35° C) allt árið um kring.

Árið 2013 heimsótti ég bæinn ásamt 11 vinum í útskriftarferð. Við bókuðum tíu daga ferð frá London með öllu inniföldu (flug, hótel, 3 máltíðir á dag og allir drykkir bæði áfengir og óáfengir) á 120.000 kr. Auðvelt er að bóka fjöldann allan af skoðunarferðum út úr bænum t.d. köfunar-, báts- og eyðimerkurferðir, sem flestar kostuðu undir 4.000 krónum

MIÐ-AMERÍKA

Langar þig að skoða sögulegar rústir, fara í ferð inn í frumskóginn, læra á brimbretti og borða gómsætan mat með fáa túrista í kringum þig? Þá er Mið-Ameríka eitthvað fyrir þig.

Hér er veðráttan frábær og íbúarnir bæði afslappaðir og gestrisnir. Farðu til smærri landanna eins og El Salvador, Hondúras, Nicaragua og Guatemala.

ása7

Hér finnur þú ódýra gistingu á 2.000 kr. nóttin og fína máltíð á veitingastað um 500 kr. Auk þess kostar bjórinn undir 150 kr. og samgöngur ódýrar. Þegar þú ferðast um Mið-Ameríku uppgötvar þú hve mörg lönd eru á þessu litla landsvæði og hversu mikið menningin breytist á milli landamæra.

SUÐUR KÓREA

Suður Kórea er ein af þessum óuppgötvuðu perlum. Þrátt fyrir að vera hátækniþjóð líkt og Japan er hægt að ferðast um landið á ódýran hátt. Hér finnur þú fjölbreytt landslag, litríka menningu, falleg hof, villt næturlíf og gómsætan mat.

ása8

Grillmáltíð á veitingahúsi ásamt drykkjum mun kosta þig undir 1000 krónur og bjórinn í næstu búð undir 150 krónur. Couchsurfing samfélagið er einnig afar virkt í Suður Kóreu og því auðvelt að verða sér úti um ókeypis gistingu. Þar að auki er nóg úrval farfuglaheimila í boði.

Greinin birtist fyrst á Gekko.is þar sem Ása skrifar reglulega pistla er tengjast ferðalögum. Ása heldur einnig úti bloggsíðu hér. Þar er hægt að fylgjast með ferðalaginu en hún er ásamt kærasta sínum á ferðalagi um heimin.

Hildur Vala sendir frá sér nýtt lag

Hildur Vala vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu og hefur sent frá sér fyrsta lagið af henni. Lagið heitir Sem og allt annað og er eftir Hildi sjálfa, textann gerði Hjalti Þorkelsson (Múgsefjun). https://www.youtube.com/watch?v=TocB8Y33oRA&feature=youtu.be Þann 10. október næstkomandi heldur Hildur Vala tónleika á Rósenberg með hljómsveit sinni. Hana skipa Birgir Baldursson (trommur), Stefán Már Magnússon (gítar) og Andri Ólafsson (kontrabassi) og sjá þeir einnig um hljóðfæraleik í laginu. Upptökur fóru fram í Hljóðrita (Kiddi Hjálmur) og í Eyranu (Jón Ólafsson). Um upptökustjórn og útsetningu lagsins sá Jón Ólafsson. Bassi Ólafsson hljóðblandaði lagið en Brian Lacey hjá Magic Garden Mastering sá… Lesa meira

Byrjaðu daginn með Hardy og hundum

Við elskum hunda og Tom Hardy (ekki endilega í þessari röð) og því var bráðsnjallt að finna þráð á Boredpanda.com sem sameinaði þetta tvennt: hunda og leikarann og hundavininn Tom Hardy. Það finnst meira að segja reikningur á Instagram sem er eingöngu tileinkaður þessu hugðarefni.         Lesa meira

Bjarki gefur út sitt fyrsta lag við góðar viðtökur – Saga er instrumental

Bjarki Ómarsson, gaf nýlega út fyrsta lagið undir eigin nafni, en lagið er instrumental og í kvikmyndastíl, en Bjarka langar að starfa meira á þeim vettvangi. Lagið heitir Saga og vann Bjarki það í samstarfi við vinkonu sína, Þórunni. Myndbandið við lagið gerðu þau síðastliðið sumar á Flateyri og lifnar saga lagsins við með myndbandinu. https://www.youtube.com/watch?v=ANHldUFHUGI&t=3s „Það hefur alltaf kitlað mig að gefa út píanótónlist, mónótóníska tónlist, lög sem eru ekki hefðbundin popplög með viðlagi og versi,“ segir Bjarki, sem hefur alltaf verið með tónlistina í blóðinu. „Pabbi setti trommusett fyrir framan mig þegar ég var fimm ára og það… Lesa meira

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“ Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í… Lesa meira

10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Björk klæðist sérsaumuðum Gucci kjól í nýju myndbandi

Björk hef­ur gefið út nýtt mynd­band við lagið „The Gate,“ sem er fyrsta smá­skíf­an af vænt­an­legri plötu henn­ar sem kem­ur út í nóv­em­ber. Í því klæðist hún sérsaumuðum kjól, sem samtals tók 870 klukkustundir að búa til. Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thom­as Huang, leikstýrir, en list­ræn stjórn­un er í hönd­um Bjark­ar, James Merry og Al­ess­andro Michele, yf­ir­hönnuðar Gucci. https://www.youtube.com/watch?v=_n0Ps1KWVU0 Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn. https://www.facebook.com/GUCCI/videos/10155459953591013/ Lesa meira

Selena Gomez er nýtt andlit Puma

Selena Gomez er nýtt andlit Puma, en samstarfið felur í sér fleira en bara að sitja fyrir á auglýsinga myndum. Í viðtali Selenu við Vogue kom fram að um er að ræða „langtímasamstarf, sem mun fela í sér nokkur verkefni, þar sem ég mun hanna vöru og kynna hana í auglýsingaherferðum.“ Selena segir strigaskó hafa breytt lífi sínu og að skóskápur hennar í dag samanstandi að mestu af strigaskóm (hún tók 20 pör með sér í myndatökuna í New York). „Mér finnst mjög spennandi að vera hluti af Puma fjölskyldunni,“ segir Selena. „Puma sameinar íþróttafatnað og tísku. Það er frábært… Lesa meira

Bananabrauðs granóla

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn. Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra. Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust. Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum. Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála. BANANABRAUÐS GRANÓLA Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 25 mínútur Vegan granóla sem tekur 30 mínútur… Lesa meira

Lorde er á forsíðu Vogue – skýtur á þau sem lögðu hana í einelti

Lorde er á forsíðu októberblaðs Vogue í Ástralíu, sem kemur í sölu 25. september næstkomandi. Hún deildi fréttunum á samfélagsmiðla og skaut í leiðinni á fyrrum skólasystkini sín, sem lögðu hana í einelti. „Það er gjörsamlega klikkað að ég sé á forsíðu Vogue, ég sem var kölluð unibrow í skóla. Þessi með samvöxnu augabrúnirnar er á forsíðu Vogue.“ Þetta er í þriðja sinn sem Lorde er á forsíðu Vogue, en hún hefur áður verið á forsíðu Vogue Ástralíu auk þess að hafa verið á forsíðu Teen Vogue. Lesa meira

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest. Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti. „Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“ Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að… Lesa meira