„Að mynda sér heilbrigt samband við mat“ – Sveindís breytti um lífstíl

Sveindís Guðmundsdóttir er 25 ára einkaþjálfari sem býr í Keflavík.
Hún er nýr penni á Bleikt og mun deila með lesendum sögu sinni og reynslu og ýmsum ráðum varðandi næringu og hreyfingu.
Í sínum fyrsta pistli fjallar hún um hvernig maður myndar heilbrigt samband við mat.

Hvað þýðir það eiginlega, að mynda sér heilbrigt samband við mat? Allt mitt líf hefði ég ekki getað svarað þessari spurningu, einfaldlega því ég hafði ekki hugmynd um hvað það var. Ég var alltaf þybbin sem barn, þybbin sem unglingur og alveg fram að fullorðinsaldri. Þegar maður er lítill og þybbin þá finnur maður ekki fyrir því að maður sé þybbin, en þegar maður fer að detta inn í unglingsaldurinn þá heldur betur finnur maður fyrir því að maður sé þybbin. Ég var um 12-13 ára þegar ég áttaði mig á því að ég væri feit. Það er svo ótrúlega erfitt að vera unglingur og skilja ekki af hverju maður er feitur, hvað maður getur gert til þess að breyta því eða hvert maður á að leita til að fá hjálp. Flestir unglingar hafa bara ekki næga vitneskju um hvað er hægt að gera til að taka fyrsta skrefið í rétta átt.

Á þessum tímapunkti í lífi mínu, hélt ég að rétta skrefið væri að svelta mig. Mig langaði svo ótrúlega mikið að vera mjó eins og hinar stelpurnar, það var bara fast í hausnum á mér að það að vera mjó væri eina leiðin til þess að vera talin falleg, eina leiðin til þess að vera talin jöfn hinum stelpunum. Mér fannst ég verri en hinar stelpurnar, 13 ára gömul, því ég var feitari en þær. Sveltið entist ekki lengi þarna, mér fannst svo ótrúlega gott að borða og vera södd en ömurlegt að borða ekki og vera svöng, eðlilega. Takið eftir, þarna var ég bara 13 ára gamall krakki í 7.bekk með virkilega brenglað hugarfar.

Árin liðu, framhaldsskólinn byrjaði og ekkert varð ég mjórri, ég bætti bara meira og meira á mig. Þarna  hafði ég ekki ennþá hugmynd um það hvernig maður borðar rétt. Þegar ég var 18 ára var ég komin með nóg, skildi ekkert af hverju ég fitnaði bara og fitnaði, þannig að ég fór að kasta upp matnum sem ég borðaði. Það eru ekki margir sem vita af þessu enn þann daginn í dag, en þetta var líf mitt í eitt og hálft ár. Ég myndaði með mér átröskun, skiptist á að svelta mig og þess á milli tók ég átköst og skilaði því svo öllu ofan í klósettið. Ég veit, þetta er ekki skemmtileg lesning, en þetta er svo sannarlega þörf lesning. Ég léttist, jú jú, auðvitað, en þessu fylgdi engin hamingja, alls engin. Í 1 og hálft ár ákvað ég að þetta væri rétta leiðin að hamingju, þegar ég yrði loksins nógu grönn þá loksins yrði ég hamingjusöm, þá loksins myndi fólk horfa á mig sem fallega, sem jafningja.

Ég þakka svo mikið fyrir það í dag að hafa komið mér út úr þessari brenglun. Það sem kom mér út úr þessari brenglun var það að ég byrjaði að stunda líkamsrækt. Á þeim tímapunkti vissi ég ekki hvernig maður átti að borða. Ég var alltaf svo máttlaus í ræktinni, átti mjög erfitt með að gera allt, var mjög þróttlaus og afkastagetan mín ekki mikil. Á sama tíma og ég var að koma mér af stað átti ég vinkonu sem var búin að ná hrikalegum árangri, við vorum að vinna saman og hún var í einkaþjálfun hjá einkaþjálfara sem ég lít rosalega mikið upp til enn þann daginn í dag. Hann lét hana skrá allt niður í matardagbók, ég man eftir að eiga margar samræður við hana um þessa matardagbók og af hverju hún væri að þessu, hvers vegna hún væri að borða fyrir æfingar og eftir æfingar og hvað þá að borða 5 sinnum á dag?!? Myndi maður ekki bara fitna að borða svona oft? En ég mun aldrei gleyma þegar hún sagði mér að til þess að geta átt góða æfingu þar sem hún gat gert mjög mikið þurfti hún að næra sig vel. Sjáið til, hún var að borða til þess að geta æft, ekki að æfa til þess að geta borðað. Þetta motiveraði mig til þess að reyna að borða rétt fyrir æfingu og eftir æfingu. Ég tók algjöran sveig í mínu lífi þarna. Það var ekki fyrr en fyrst þarna, sem mér fór að líða vel. Þarna hætti ég að kasta öllu upp, þarna fór ég að næra mig til þess að vera góð á æfingum.

Ég er alls ekki að segja að þarna hafi ég bara verið komin með mataræðið og allt saman á hreint, ég var langt frá því. Vandamálið er að maður er alltaf að leita að einhverri töfralausn, einhverju töframataræði eða töfrapillu sem gerir þig granna og heibrigða á helst einum degi. Við tóku nokkur ár þar sem þyngdin mín var algjört yoyo. Ég prófaði hina og þessa kúra, hinar og þessar pillur, hina og þessa drykki, ég var tilbúin að prófa allt til þess að grennast sem fljótast. Prófaði þennan kúr, léttist smá, fékk ógeð, bætti öllu aftur á mig og yfirleitt miklu fleiri kílóum en ég var með áður en ég byrjaði þann kúr. Vandamálið við þetta allt saman, er að þetta eru bara skyndilausnir, ekki langtímalausnir. Það var ekki fyrr en ég var 23 ára gömul sem ég fattaði þetta. Tíu ár að berjast við það að reyna vera mjó til þess að þóknast minni eigin sannfæringu og sannfæringu samfélagsins að fegurð.

Þegar fólk spyr mig í dag hvað ég gerði til þess að léttast svona mikið þá heyri ég alltaf í tóninum þeirra að þau eru að bíða eftir að ég segi þeim frá töfralausninni, þau eru alltaf jafn hissa þegar ég segi þeim hvað ég gerði og hvað ég er enn að gera í dag. Þetta er nefnilega alls ekki flókið, ef ég gat gert þetta þá geta allir gert þetta. Það sem ég gerði var að mynda mér heilbrigt samband við mat. Ég hef bæði verið með átröskun og hef þurft að kljást við offitu. Þetta tvennt er bæði það sama, þetta er óheilbrigt samband við mat. Hvort sem þú ert að borða alltof mikið af honum eða alltof lítið af honum, þá er þetta óheilbrigt samband sem svo ótrúlega margir eru að kljást við í dag. Vissuð þið að fimmti hver 15 ára unglingur á Íslandi í dag er að klást við offitu eða ofþyngd? Ein af fáum könnunum sem gerðar hafa verið tengd átröskunum á Íslandi var gerð árið 1996 á 200 íslenskum fimleikastelpum 12 ára og eldri. Þar reyndist tíðni átraskana vera rúm 17% og um helmingur þeirra stelpna taldi sig vera feita, þó að um 90% þeirra væru undir meðallagi í þyngd! Þetta var árið 1996, ég get ekki ímyndað mér hvernig tíðnin er í dag.

Það er margt að í samfélaginu okkar í dag sem ýtir undir þetta, en það er í okkar verkahring að kenna ungum krökkum að hafa rétt viðhorf þegar kemur að mat.

Það sem ég geri, lifi eftir og mæli með við viðskiptavinina mína er eftirfarandi: Ekki banna þér neitt. Ef þú bannar þér eitthvað þá langar þig bara það mikið í það að þú átt í verulegri hættu á að krassa feitt. Ég miða minn dag við 80/20. Það sem ég meina með því er að hvern dag borða ég 80% hollasta kostinn í boði og svo 20% eitthvað aðeins óhollara. Sem dæmi ef mig langar í pítsu í hádegismat, þá miða ég restina af deginum mínum út frá því. Ég fer ekki að fá mér hamborgaratilboð þá í kvöldmat þegar ég er nú þegar búin með 20% mín í hádeginu. Þetta kallast jafnvægi og þetta er alveg ótrúlega auðvelt þegar þú byrjar. Ég er líka ekki að svekkja mig á hlutunum þó svo ég fái mér kannski aðeins meira óhollara en ég ætlaði mér, það sama segi ég við viðskiptavinina mína.

Ef þú ert að svekkja þig á slæmum degi er svo auðvelt að detta í gírinn að þú sért hvort sem er búinn að skemma allt nú þegar þannig það er miklu auðveldara að gefast upp. Horfðu á hvern dag sem kemur sem nýjan dag, því líkaminn er fljótur að fyrirgefa smá mistök á einum degi, en það er erfiðara ef einn dagur verður að tveimur sem verða að þremur og svo framvegis. Ég reyni að borða að minnsta kosti 4 – 5 sinnum á dag, minni máltíðir, en það sem það gerir er að blóðsykurinn þinn helst í jafnvægi og þú finnur ekki fyrir eins mikilli svengd yfir daginn. „Íslenska leiðin“ eins og ég vil kalla það, sleppa morgunmat – borða stóran hádegismat – borða stóran kvöldmat, er svo rosalega algeng að 90% af viðskiptavinunum mínum hafa verið vanir að borða svona. Þegar fólk borðar svona sjaldan er svo mikil hætta á að fólk grípi í eitthvað fljótlegt og óhollt því það er orðið svo rugl svangt þar sem það eru kannski 5 – 6 tímar síðan það borðaði síðast. En þegar fólk borðar oftar, reglulega og minna í einu þá er svo miklu meira jafnvægi á öllu og fólk ólíklegra að grípa í ruslfæði. Þetta samband hef ég myndað mér og stundað síðustu tvö ár og er ég í besta formi lífs míns hingað til. Ég nenni ekki að eyða lífínu mínu í að telja kaloríur eða borða kjúkling og brokkolí það sem eftir er og ég held að það sé enginn sem vill lifa þannig lífi sem eftir er.

Þegar maður lifir svona er allt svo miklu auðveldara, engar öfgar, engin boð og bönn, bara jafnvægi. Þetta er það að mynda sér heilbrigt samband við mat. Þetta geta allir.

 

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira