Æj æj tilfinningin – Hversu heitt er hægt að elska?

Ég hef áður skrifað hér um barnafjölda minn, en hef svo sem ekki sagt ykkur frá hve mikið ég elska þessi skoffín mín.

Púff!!! Hvað er hún að fara að skrifa um það? Elska ekki allir foreldrar börnin sín?

Jú jú mikið rétt allavega flest allir foreldrar sem betur fer, en Bubbi Morthens söng eitt sinn um að elska svo mikið að hann sundlaði og verkjaði og það er tilfinning sem ég þekki mjög vel. Í minni fjölskyldu er þetta kallað æj æj tilfinning. Ég fékk svona æj æj tilfinningu strax sem barn, þegar ég sá gamla konu missa eplið sitt í strætó, þegar ég horfði á mömmu mína og pabba minn sem ég elska svo undurheitt og þau brostu svo fallega og þegar litli bróðir minn missti sleikibrjóstsykurinn sinn í mölina, þegar litla systir mín grét og þegar amma varð leið af því ég vildi ekki gista hjá henni.

Það þarf lítið til að mig verki af ást.

En eftir að börnin mín fæddust þarf ekkert til að mig verki af ást. Smá dæmi um þetta er þegar litla örverpið mitt hann Erpur Ingi sem aðeins er þriggja og hálfs árs gamall kemur til mín hlaupandi yfir sig spenntur yfir Kinder eggi sem ég keypti handa honum, horfir á mig með stóru grábrúnu augunum sínum og segir: „Takk mamma,“ …æj æj mig sundlar af ást.

Annað dæmi, þegar sú 12 ára kemur til mín og gefur mér fallega teikningu sem hún er búin að vera óratíma að teikna bara fyrir mig og er svo yfir sig spennt að heyra frá mér fallegt hrós; æj æj sundlar af ást.

Þegar elstu dæturnar eru búnar að plana saman góðverk bara handa mér og svo kemur stundin og hamingjan lýsir upp andlitin þeirra; æj æj sundlar af ást. Elstu börnin tvö og meira að segja tengdasonurinn hafa sömu áhrif á mig og ná að kalla fram þessar tilfinningar sem ég ekki kann að koma orðum að nema kalla þetta æj æj.

En svo kemur verkurinn á eftir sundlinu öllu saman.

Þegar Erpur litli dettur með Kindereggið og það brotnar; æj æj verkur af ást eða þegar erfiðleikar banka upp á hjá elsku bestu börnunum mínum. Höfnun, einelti, stríðni, líkamlegur sem og andlegur sársauki, söknuður, ástvinamissir og allt þetta sem við þurfum jú öll að eiga við með börnunum okkar og veita þeim huggun, skilning og faðm til að gráta í, úff!

Það er án alls vafa það allra erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma takast á við tilfinningalega og stór verkur af ást. Ég vildi svo oft geta tekið allt sem meiðir þau og bara borið það sjálf en allt þetta á víst að kenna okkur eitthvað um lifið. Ég er þó mjög frasafælin á köflum og játa að ég þoli ekki frasa eins og að Guð leggi ekki meira á okkur en við þolum eða að tíminn lækni öll sár. Nei!

Mér finnst alls ekki að foreldrar til dæmis þurfi að þola það út frá einhverjum þolgæðum frá Guði að missa börnin sín eða að ung börn, og unglingar þá líka, þurfi að þola það að missa foreldra sína og trúi alls ekki að sár eftir slíkt læknist með tímanum. En lífið gerist eins og sagt er og þó svo að mig verki af ást allan þann tíma sem ég hugga börnin mín og sundli af ást í hvert sinn er þau brosa og eru yfir sig hamingjusöm þá er þetta ást sem ég myndi aldrei vilja vera án.

Ég þarf þó oft á dag að passa mig á allri ástinni svo hún valdi þeim ekki skaða.

Með skaða á ég auðvitað við að ég má ekki láta allt eftir þeim bara af því ég er að falla í yfirlið af ást. Ég skráði mig í fjölskyldu Art sem ég hlakka verulega til að takast á við og vona að þar læri ég til dæmis að hætta að vera með innantómar hótanir, eins og til dæmis, „nú færðu ekkert kósýkvöld,“  hálftíma seinna er allt gleymt og við gleypum í okkur sælgæti yfir fjölskyldumynd af vodinu, eða „þú kemur sko ekki með mér í búðina aftur,“… hmmm???? Hvernig á svo að standa við það?? Ekki hægt.

Ég bind svo miklar vonir við þetta námskeið að ég er pínulítið að trúa því að systurnar þrjár sem enn búa heima og svo hin eldri sem ekki búa hér muni alveg hætta að rífast. Ég veit það samt að það gerist aldrei og ég veit það líka að innst inni er það ekki það sem ég vil. Ég vill aðeins að þeim líði vel og að ég geti áfram verið kletturinn þeirra, ég veit að ég mun alltaf elska þau svona heitt, ég veit að ég mun vaxa og þroskast áfram sem og þau. Ég veit að þegar ég verð gömul og farin að miðla til barnabarnanna þá verð ég hokin af reynslu og get sagt þeim frá æj æj fjölskyldutilfinningunni og ég er eiginlega alveg viss um að þá mun mig sundla og verkja enn sem áður.

Auðvitað viljum við öll pakka börnunum okkar inn í bómull og vernda þau frá öllum þeim skaða sem á þau mun einhvern  tímann dynja, því það er jú staðreynd að enginn fer klakklaust í gegnum lífið í það minnsta fáir, en er ekki samt ljúft að finna svona til og vita að hver fruma í líkamanum er aldrei meira á iði en eins og þegar móðurástin er til staðar.

Ég er samt alls ekki fullkomin frekar en aðrar mæður og æsi mig og er oft óréttlát og fæ hrikalegt samviskubit oft í mánuði en það er efni í heilan pistil í viðbót. Ég vona bara að fleiri mömmur og pabbar tengi við æj æj.. en allavega þá elska ég svo heitt að mig sundlar og verkjar… æj æj.

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira