Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi til að elska þar sem einnig má finna fyrirlestra ráðstefnunnar.

Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í umhverfi þar sem þeim er innrætt neikvætt viðhorf til annars foreldris síns og missa tengsl að hluta eða öllu leyti við það, verða fyrir margvíslegum og afar slæmum afleiðingum vegna þess samkvæmt Heimi Hilmarsyni. Erlendar rannsóknir sýni að foreldraútilokun eigi sér stað í 10-15% skilnaða þar sem börn eigi hlut að máli. Helstu afleiðingar fyrir börnin eru kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan. Börnin séu einnig líklegri til sjálfskaða, sjálfsvígshugsana, stríði við hegðunarvanda og þau eigi oft erfitt með að stofna til og vera í samböndum á fullorðinsaldri.

Myndin tengist greininni ekki beint.

Rannsóknir Sigrúnar Júlíusdóttur sýna að afleiðingarnar hafa ekki eingöngu áhrif á meðan börnin eru í aðstæðunum, heldur fylgja þeim gjarnan út lífið og geti komið fram í heilsufari þeirra síðar á lífsleiðinni. Sæunn Kjartansdóttir leggur áherslu á að barn í tilfinningalegu ójafnvægi búi oftast við innri streitu sem hafi áhrif á þroska heilans og taugakerfisins. Það geti haft áhrif á nám og úrvinnslu eigin tilfinninga.

Afneita yfirleitt ekki foreldri sem beitir ofbeldi

Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir Heimir að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála.

Rannsóknir Sigrúnar á uppkomnum skilnaðarbörnum leiða í ljós að þeim finnast deilur foreldranna erfiðastar þar sem þau lendi á milli. Ekki fyrirkomulag, búseta eða tíðni samvista. Það sé börnum óbærilegt að þurfa að velja á milli foreldra sinna, þó geti þrýstingur leitt til þess að barn finni sig knúið til þess að hafna öðru foreldrinu.

Heimir vitnar í rannsóknir Amy Baker, sálfræðings í Bandaríkjunum, á börnum sem urðu fyrir foreldraútilokun sem þau upplifðu sem ofbeldi. Þau áttuðu sig yfirleitt ekki á útilokuninni fyrr en síðar. Erlendar rannsóknir sýni ennfremur að foreldri sem beitir foreldraútilokun líti gjarnan á barnið sem hluta af sjálfu sér. Í þeim tilfellum geti verið erfitt að gera því foreldri grein fyrir áhrifunum á barnið.

Í rannsókn Sigrúnar þar sem spurt var um viðhorf foreldra til tálmana kom meðal annars fram að meðferð væri lykilatriði til að hjálpa foreldrum út úr erfiðum samskiptum eftir skilnað með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Neikvæð áhrif á sjálfsmynd

Þegar barn fær skilaboð um að annað foreldri þess sé á einhvern hátt slæmt getur það skaðað sjálfsmynd barnsins. Sæunn útskýrir að barnið upplifi sig sem hluta af foreldrunum og líti þá á hluta af sér sem slæman. Þetta geti einnig haft skaðleg áhrif þegar barnið verði sjálft foreldri því þá hafi það ekki fyrirmynd af foreldrum sem geti unnið sem teymi að uppeldi barns.

Samfélagið hefur að mati Sæunnar tilhneigingu til að gera lítið úr vanlíðan barna. Áhersla sé lögð á greiningar en mikil varfærni gagnvart því að tengja vanlíðanina við umhverfi barnsins, heimilið og samskipti foreldranna. Bein tengsl séu hins vegar þar á milli og vanlíðan barns og það geti einnig tengst því að það sakni foreldrisins sem það fái ekki að hitta.

Útilokunin endurtekur sig

Þegar uppkomin börn komast að því að þau hafa verið alin upp við foreldraútilokun eru þau í miklum vanda að sögn Heimis. Því þótt gagnkvæm ást ríki á milli þess og foreldrisins sem beitti útilokuninni séu töluverðar líkur á að barnið verði sjálft útilokað þegar það stígi fram.

Sigrún telur þó mikilvægt að muna að bakvið öll mál séu manneskjur. Ekki sé verið að ásaka neinn heldur þurfi að beina athygli að hegðun sem sé óheppileg og þurfi jafnvel að vernda börn fyrir.

Mikilvægi góðra samskipta eftir skilnað

Að eiga barn er ekki einkamál foreldra að mati Sæunnar. Þeir hafi afmarkað hlutverk sem sé það mikilvægasta í lífi barnsins fyrstu árin.Til þess að þeir geti sinnt því þurfi þeir margs konar stuðning. Samfélagið ofmeti þó gjarnan getu foreldra til að takast á við vandamál í kjölfar skilnaðar.

Velferð barns eftir skilnað skyldi ávallt vera í fyrirrúmi samkvæmt Heimi og lykillinn að því eru góð samskipti. Þau geti hins vegar verið mjög viðkvæm eftir skilnað og þá skipti miklu máli að báðir foreldrar vandi sig og standi við gerða samninga. Mínútur til eða frá geti skipt sköpum þegar fólk eigi í viðkvæmum samskiptum. Á hinn bóginn sé umburðarlyndi afar mikilvægt gagnvart mögulegum frávikum hjá hinu foreldrinu.

Ráðgjöf og stuðningur

Viðhorf til faglegrar ráðgjafar er eitt af því sem Sigrún hefur spurt um í rannsóknum sínum á um 20 ára tímabili. Betri upplýsingar auki skilning á mikilvægi ráðgjafar sem hjálpi foreldrunum að hlusta á sjónarmið hvors annars, en fræðilegar upplýsingar á netinu séu ekki síður gagnlegar.

Einnig kemur fram að í forsjár- eða umgengnismálum séu um 4-5 % foreldra sem geti ekki náð samkomulagi, hvort sem þeir fá ráðgjöf eða ekki. Þessir foreldrar taki ekki meðferð því þeir séu ekki tilbúnir að skoða sjálfa sig og sjá fleiri hliðar á málum. Þetta tengist persónuleikagerð að mati Sigrúnar og þá þurfi að koma til einhvers konar stýring og aðstoð frá barnaverndarnefndum. Hins vegar sé alltaf óheppilegt þegar foreldrar leiti til lögfræðinga til að berjast fyrir rétti sínum. Það sé uppskrift að stríði. Þó sé jákvæð þróun hjá lögmönnum að vinna í vaxandi mæli með sáttahugtakið í samvinnu við félagsráðgjafa og sálfræðinga. Árangur af því sé augljós. Í þeim tilfellum þar sem fólk fái faglega ráðgjöf náist sátt í 60% mála án aðkomu dómstóla. Þegar horft sé til mikilvægis þess að hlífa börnum við átökum sé það án efa til mikilla hagsbóta því ekkert barn fari varhluta af því ef foreldrar þeirra standi í málaferlum.

Mikilvæg atriði við skilnað

Heimir leggur áherslu á að börnin upplifi ekki að þau beri ábyrgð á skilnaðinum. Undir engum kringumstæðum eigi að blanda þeim inn í forsjárdeilur, segja frá skilnaðinum eða orsökum hans. Hann varar alfarið við að barn sé látið bera skilaboð á milli og að það sé ekki látið taka ákvarðanir um hvernig umgengni skuli háttað. Foreldrar þurfi einnig að varast að yfirheyra barnið um veruna með hinu foreldrinu en jafnframt að vera tilbúna að hlusta bæði á gleði og sorg frá hinu heimilinu eigi barnið frumkvæði að því að segja frá.

Aðkoma Barnavernda

Þegar annað foreldri beitir foreldraútilokun er mikilvægt að koma því í skilning um afleiðingarnar sem það hefur á barnið. Heimir telur þann farveg bestan hjá barnavernd. Foreldrar þurfi hins vegar að átta sig á að tilkynning til barnaverndar sé ekki af hinu illa. Barnaverndin komi inn með stuðningsúrræði en beiti ekki íþyngjandi úrræðum nema foreldrar neiti samstarfi og barnið búi þannig áfram við óviðunandi aðstæður.

Erlendir sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að sameina börn og foreldra sem hafa misst tengsl vegna foreldraútilokunar. Heimir segir árangurinn ótvíræðan. Eftir tveggja til fjögurra daga meðferð sé komið á ástríkt samanband, jafnvel í tilfellum þar sem barn hafi alfarið hafnað foreldrinu. Þekkingin sé til staðar og hana þurfi að fá hingað til lands því fjöldi íslenskra barna verði af öðru foreldri sínu þar sem ekki sé verið að vinna með mál þeirra.

Myndbönd frá ráðstefnunni má sjá á YouTube síðunni Leyfi til að elska.

-Sigríður Guðlaugsdóttir
Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2017 og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira