Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi til að elska þar sem einnig má finna fyrirlestra ráðstefnunnar.

Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í umhverfi þar sem þeim er innrætt neikvætt viðhorf til annars foreldris síns og missa tengsl að hluta eða öllu leyti við það, verða fyrir margvíslegum og afar slæmum afleiðingum vegna þess samkvæmt Heimi Hilmarsyni. Erlendar rannsóknir sýni að foreldraútilokun eigi sér stað í 10-15% skilnaða þar sem börn eigi hlut að máli. Helstu afleiðingar fyrir börnin eru kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan. Börnin séu einnig líklegri til sjálfskaða, sjálfsvígshugsana, stríði við hegðunarvanda og þau eigi oft erfitt með að stofna til og vera í samböndum á fullorðinsaldri.

Myndin tengist greininni ekki beint.

Rannsóknir Sigrúnar Júlíusdóttur sýna að afleiðingarnar hafa ekki eingöngu áhrif á meðan börnin eru í aðstæðunum, heldur fylgja þeim gjarnan út lífið og geti komið fram í heilsufari þeirra síðar á lífsleiðinni. Sæunn Kjartansdóttir leggur áherslu á að barn í tilfinningalegu ójafnvægi búi oftast við innri streitu sem hafi áhrif á þroska heilans og taugakerfisins. Það geti haft áhrif á nám og úrvinnslu eigin tilfinninga.

Afneita yfirleitt ekki foreldri sem beitir ofbeldi

Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir Heimir að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála.

Rannsóknir Sigrúnar á uppkomnum skilnaðarbörnum leiða í ljós að þeim finnast deilur foreldranna erfiðastar þar sem þau lendi á milli. Ekki fyrirkomulag, búseta eða tíðni samvista. Það sé börnum óbærilegt að þurfa að velja á milli foreldra sinna, þó geti þrýstingur leitt til þess að barn finni sig knúið til þess að hafna öðru foreldrinu.

Heimir vitnar í rannsóknir Amy Baker, sálfræðings í Bandaríkjunum, á börnum sem urðu fyrir foreldraútilokun sem þau upplifðu sem ofbeldi. Þau áttuðu sig yfirleitt ekki á útilokuninni fyrr en síðar. Erlendar rannsóknir sýni ennfremur að foreldri sem beitir foreldraútilokun líti gjarnan á barnið sem hluta af sjálfu sér. Í þeim tilfellum geti verið erfitt að gera því foreldri grein fyrir áhrifunum á barnið.

Í rannsókn Sigrúnar þar sem spurt var um viðhorf foreldra til tálmana kom meðal annars fram að meðferð væri lykilatriði til að hjálpa foreldrum út úr erfiðum samskiptum eftir skilnað með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Neikvæð áhrif á sjálfsmynd

Þegar barn fær skilaboð um að annað foreldri þess sé á einhvern hátt slæmt getur það skaðað sjálfsmynd barnsins. Sæunn útskýrir að barnið upplifi sig sem hluta af foreldrunum og líti þá á hluta af sér sem slæman. Þetta geti einnig haft skaðleg áhrif þegar barnið verði sjálft foreldri því þá hafi það ekki fyrirmynd af foreldrum sem geti unnið sem teymi að uppeldi barns.

Samfélagið hefur að mati Sæunnar tilhneigingu til að gera lítið úr vanlíðan barna. Áhersla sé lögð á greiningar en mikil varfærni gagnvart því að tengja vanlíðanina við umhverfi barnsins, heimilið og samskipti foreldranna. Bein tengsl séu hins vegar þar á milli og vanlíðan barns og það geti einnig tengst því að það sakni foreldrisins sem það fái ekki að hitta.

Útilokunin endurtekur sig

Þegar uppkomin börn komast að því að þau hafa verið alin upp við foreldraútilokun eru þau í miklum vanda að sögn Heimis. Því þótt gagnkvæm ást ríki á milli þess og foreldrisins sem beitti útilokuninni séu töluverðar líkur á að barnið verði sjálft útilokað þegar það stígi fram.

Sigrún telur þó mikilvægt að muna að bakvið öll mál séu manneskjur. Ekki sé verið að ásaka neinn heldur þurfi að beina athygli að hegðun sem sé óheppileg og þurfi jafnvel að vernda börn fyrir.

Mikilvægi góðra samskipta eftir skilnað

Að eiga barn er ekki einkamál foreldra að mati Sæunnar. Þeir hafi afmarkað hlutverk sem sé það mikilvægasta í lífi barnsins fyrstu árin.Til þess að þeir geti sinnt því þurfi þeir margs konar stuðning. Samfélagið ofmeti þó gjarnan getu foreldra til að takast á við vandamál í kjölfar skilnaðar.

Velferð barns eftir skilnað skyldi ávallt vera í fyrirrúmi samkvæmt Heimi og lykillinn að því eru góð samskipti. Þau geti hins vegar verið mjög viðkvæm eftir skilnað og þá skipti miklu máli að báðir foreldrar vandi sig og standi við gerða samninga. Mínútur til eða frá geti skipt sköpum þegar fólk eigi í viðkvæmum samskiptum. Á hinn bóginn sé umburðarlyndi afar mikilvægt gagnvart mögulegum frávikum hjá hinu foreldrinu.

Ráðgjöf og stuðningur

Viðhorf til faglegrar ráðgjafar er eitt af því sem Sigrún hefur spurt um í rannsóknum sínum á um 20 ára tímabili. Betri upplýsingar auki skilning á mikilvægi ráðgjafar sem hjálpi foreldrunum að hlusta á sjónarmið hvors annars, en fræðilegar upplýsingar á netinu séu ekki síður gagnlegar.

Einnig kemur fram að í forsjár- eða umgengnismálum séu um 4-5 % foreldra sem geti ekki náð samkomulagi, hvort sem þeir fá ráðgjöf eða ekki. Þessir foreldrar taki ekki meðferð því þeir séu ekki tilbúnir að skoða sjálfa sig og sjá fleiri hliðar á málum. Þetta tengist persónuleikagerð að mati Sigrúnar og þá þurfi að koma til einhvers konar stýring og aðstoð frá barnaverndarnefndum. Hins vegar sé alltaf óheppilegt þegar foreldrar leiti til lögfræðinga til að berjast fyrir rétti sínum. Það sé uppskrift að stríði. Þó sé jákvæð þróun hjá lögmönnum að vinna í vaxandi mæli með sáttahugtakið í samvinnu við félagsráðgjafa og sálfræðinga. Árangur af því sé augljós. Í þeim tilfellum þar sem fólk fái faglega ráðgjöf náist sátt í 60% mála án aðkomu dómstóla. Þegar horft sé til mikilvægis þess að hlífa börnum við átökum sé það án efa til mikilla hagsbóta því ekkert barn fari varhluta af því ef foreldrar þeirra standi í málaferlum.

Mikilvæg atriði við skilnað

Heimir leggur áherslu á að börnin upplifi ekki að þau beri ábyrgð á skilnaðinum. Undir engum kringumstæðum eigi að blanda þeim inn í forsjárdeilur, segja frá skilnaðinum eða orsökum hans. Hann varar alfarið við að barn sé látið bera skilaboð á milli og að það sé ekki látið taka ákvarðanir um hvernig umgengni skuli háttað. Foreldrar þurfi einnig að varast að yfirheyra barnið um veruna með hinu foreldrinu en jafnframt að vera tilbúna að hlusta bæði á gleði og sorg frá hinu heimilinu eigi barnið frumkvæði að því að segja frá.

Aðkoma Barnavernda

Þegar annað foreldri beitir foreldraútilokun er mikilvægt að koma því í skilning um afleiðingarnar sem það hefur á barnið. Heimir telur þann farveg bestan hjá barnavernd. Foreldrar þurfi hins vegar að átta sig á að tilkynning til barnaverndar sé ekki af hinu illa. Barnaverndin komi inn með stuðningsúrræði en beiti ekki íþyngjandi úrræðum nema foreldrar neiti samstarfi og barnið búi þannig áfram við óviðunandi aðstæður.

Erlendir sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að sameina börn og foreldra sem hafa misst tengsl vegna foreldraútilokunar. Heimir segir árangurinn ótvíræðan. Eftir tveggja til fjögurra daga meðferð sé komið á ástríkt samanband, jafnvel í tilfellum þar sem barn hafi alfarið hafnað foreldrinu. Þekkingin sé til staðar og hana þurfi að fá hingað til lands því fjöldi íslenskra barna verði af öðru foreldri sínu þar sem ekki sé verið að vinna með mál þeirra.

Myndbönd frá ráðstefnunni má sjá á YouTube síðunni Leyfi til að elska.

-Sigríður Guðlaugsdóttir
Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2017 og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira