Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi til að elska þar sem einnig má finna fyrirlestra ráðstefnunnar.

Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í umhverfi þar sem þeim er innrætt neikvætt viðhorf til annars foreldris síns og missa tengsl að hluta eða öllu leyti við það, verða fyrir margvíslegum og afar slæmum afleiðingum vegna þess samkvæmt Heimi Hilmarsyni. Erlendar rannsóknir sýni að foreldraútilokun eigi sér stað í 10-15% skilnaða þar sem börn eigi hlut að máli. Helstu afleiðingar fyrir börnin eru kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan. Börnin séu einnig líklegri til sjálfskaða, sjálfsvígshugsana, stríði við hegðunarvanda og þau eigi oft erfitt með að stofna til og vera í samböndum á fullorðinsaldri.

Myndin tengist greininni ekki beint.

Rannsóknir Sigrúnar Júlíusdóttur sýna að afleiðingarnar hafa ekki eingöngu áhrif á meðan börnin eru í aðstæðunum, heldur fylgja þeim gjarnan út lífið og geti komið fram í heilsufari þeirra síðar á lífsleiðinni. Sæunn Kjartansdóttir leggur áherslu á að barn í tilfinningalegu ójafnvægi búi oftast við innri streitu sem hafi áhrif á þroska heilans og taugakerfisins. Það geti haft áhrif á nám og úrvinnslu eigin tilfinninga.

Afneita yfirleitt ekki foreldri sem beitir ofbeldi

Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir Heimir að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála.

Rannsóknir Sigrúnar á uppkomnum skilnaðarbörnum leiða í ljós að þeim finnast deilur foreldranna erfiðastar þar sem þau lendi á milli. Ekki fyrirkomulag, búseta eða tíðni samvista. Það sé börnum óbærilegt að þurfa að velja á milli foreldra sinna, þó geti þrýstingur leitt til þess að barn finni sig knúið til þess að hafna öðru foreldrinu.

Heimir vitnar í rannsóknir Amy Baker, sálfræðings í Bandaríkjunum, á börnum sem urðu fyrir foreldraútilokun sem þau upplifðu sem ofbeldi. Þau áttuðu sig yfirleitt ekki á útilokuninni fyrr en síðar. Erlendar rannsóknir sýni ennfremur að foreldri sem beitir foreldraútilokun líti gjarnan á barnið sem hluta af sjálfu sér. Í þeim tilfellum geti verið erfitt að gera því foreldri grein fyrir áhrifunum á barnið.

Í rannsókn Sigrúnar þar sem spurt var um viðhorf foreldra til tálmana kom meðal annars fram að meðferð væri lykilatriði til að hjálpa foreldrum út úr erfiðum samskiptum eftir skilnað með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Neikvæð áhrif á sjálfsmynd

Þegar barn fær skilaboð um að annað foreldri þess sé á einhvern hátt slæmt getur það skaðað sjálfsmynd barnsins. Sæunn útskýrir að barnið upplifi sig sem hluta af foreldrunum og líti þá á hluta af sér sem slæman. Þetta geti einnig haft skaðleg áhrif þegar barnið verði sjálft foreldri því þá hafi það ekki fyrirmynd af foreldrum sem geti unnið sem teymi að uppeldi barns.

Samfélagið hefur að mati Sæunnar tilhneigingu til að gera lítið úr vanlíðan barna. Áhersla sé lögð á greiningar en mikil varfærni gagnvart því að tengja vanlíðanina við umhverfi barnsins, heimilið og samskipti foreldranna. Bein tengsl séu hins vegar þar á milli og vanlíðan barns og það geti einnig tengst því að það sakni foreldrisins sem það fái ekki að hitta.

Útilokunin endurtekur sig

Þegar uppkomin börn komast að því að þau hafa verið alin upp við foreldraútilokun eru þau í miklum vanda að sögn Heimis. Því þótt gagnkvæm ást ríki á milli þess og foreldrisins sem beitti útilokuninni séu töluverðar líkur á að barnið verði sjálft útilokað þegar það stígi fram.

Sigrún telur þó mikilvægt að muna að bakvið öll mál séu manneskjur. Ekki sé verið að ásaka neinn heldur þurfi að beina athygli að hegðun sem sé óheppileg og þurfi jafnvel að vernda börn fyrir.

Mikilvægi góðra samskipta eftir skilnað

Að eiga barn er ekki einkamál foreldra að mati Sæunnar. Þeir hafi afmarkað hlutverk sem sé það mikilvægasta í lífi barnsins fyrstu árin.Til þess að þeir geti sinnt því þurfi þeir margs konar stuðning. Samfélagið ofmeti þó gjarnan getu foreldra til að takast á við vandamál í kjölfar skilnaðar.

Velferð barns eftir skilnað skyldi ávallt vera í fyrirrúmi samkvæmt Heimi og lykillinn að því eru góð samskipti. Þau geti hins vegar verið mjög viðkvæm eftir skilnað og þá skipti miklu máli að báðir foreldrar vandi sig og standi við gerða samninga. Mínútur til eða frá geti skipt sköpum þegar fólk eigi í viðkvæmum samskiptum. Á hinn bóginn sé umburðarlyndi afar mikilvægt gagnvart mögulegum frávikum hjá hinu foreldrinu.

Ráðgjöf og stuðningur

Viðhorf til faglegrar ráðgjafar er eitt af því sem Sigrún hefur spurt um í rannsóknum sínum á um 20 ára tímabili. Betri upplýsingar auki skilning á mikilvægi ráðgjafar sem hjálpi foreldrunum að hlusta á sjónarmið hvors annars, en fræðilegar upplýsingar á netinu séu ekki síður gagnlegar.

Einnig kemur fram að í forsjár- eða umgengnismálum séu um 4-5 % foreldra sem geti ekki náð samkomulagi, hvort sem þeir fá ráðgjöf eða ekki. Þessir foreldrar taki ekki meðferð því þeir séu ekki tilbúnir að skoða sjálfa sig og sjá fleiri hliðar á málum. Þetta tengist persónuleikagerð að mati Sigrúnar og þá þurfi að koma til einhvers konar stýring og aðstoð frá barnaverndarnefndum. Hins vegar sé alltaf óheppilegt þegar foreldrar leiti til lögfræðinga til að berjast fyrir rétti sínum. Það sé uppskrift að stríði. Þó sé jákvæð þróun hjá lögmönnum að vinna í vaxandi mæli með sáttahugtakið í samvinnu við félagsráðgjafa og sálfræðinga. Árangur af því sé augljós. Í þeim tilfellum þar sem fólk fái faglega ráðgjöf náist sátt í 60% mála án aðkomu dómstóla. Þegar horft sé til mikilvægis þess að hlífa börnum við átökum sé það án efa til mikilla hagsbóta því ekkert barn fari varhluta af því ef foreldrar þeirra standi í málaferlum.

Mikilvæg atriði við skilnað

Heimir leggur áherslu á að börnin upplifi ekki að þau beri ábyrgð á skilnaðinum. Undir engum kringumstæðum eigi að blanda þeim inn í forsjárdeilur, segja frá skilnaðinum eða orsökum hans. Hann varar alfarið við að barn sé látið bera skilaboð á milli og að það sé ekki látið taka ákvarðanir um hvernig umgengni skuli háttað. Foreldrar þurfi einnig að varast að yfirheyra barnið um veruna með hinu foreldrinu en jafnframt að vera tilbúna að hlusta bæði á gleði og sorg frá hinu heimilinu eigi barnið frumkvæði að því að segja frá.

Aðkoma Barnavernda

Þegar annað foreldri beitir foreldraútilokun er mikilvægt að koma því í skilning um afleiðingarnar sem það hefur á barnið. Heimir telur þann farveg bestan hjá barnavernd. Foreldrar þurfi hins vegar að átta sig á að tilkynning til barnaverndar sé ekki af hinu illa. Barnaverndin komi inn með stuðningsúrræði en beiti ekki íþyngjandi úrræðum nema foreldrar neiti samstarfi og barnið búi þannig áfram við óviðunandi aðstæður.

Erlendir sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að sameina börn og foreldra sem hafa misst tengsl vegna foreldraútilokunar. Heimir segir árangurinn ótvíræðan. Eftir tveggja til fjögurra daga meðferð sé komið á ástríkt samanband, jafnvel í tilfellum þar sem barn hafi alfarið hafnað foreldrinu. Þekkingin sé til staðar og hana þurfi að fá hingað til lands því fjöldi íslenskra barna verði af öðru foreldri sínu þar sem ekki sé verið að vinna með mál þeirra.

Myndbönd frá ráðstefnunni má sjá á YouTube síðunni Leyfi til að elska.

-Sigríður Guðlaugsdóttir
Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2017 og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur. Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar… Lesa meira

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna. Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum. Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór. Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk. Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli. Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð af fólki í neyð. Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris - hjálparsamtök… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Brad Pitt og Jennifer Lawrence eru ekki að deita (því miður)

Sögusagnir fóru á kreik fyrr í vikunni að Brad Pitt hefði fundið draumakonuna og það væri engin önnur en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence. En þessi ástarsaga sem hljómaði of góð til að vera sönn, er líklega bara akkúrat það, kjaftasaga. Heimildarmaður Dailymail, sem er nákominn Pitt, segir að enginn fótur sé fyrir því að þau séu að „deita.“ Lawrence, sem er 28 ára gömul, skildi í síðasta mánuði við leikstjórann Darren Aronofsky, 48 ára, eftir árs samband. Pitt, 54 ára, skildi við Angelinu Jolie í september 2016 og hefur lítið spurst til hans og kvennamála hans síðan. Samkvæmt heimildum mun Pitt… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

Myndband: Blaz Roca hvetur fótboltalandsliðið til að taka afsteypur af draslinu

Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og er með eindæmum skemmtilegur. Nú skorar hann á íslenska fótboltaliðið og sú áskorun felst ekki í að skora mörk. „Það er kannski kominn tími til að menn leggi sönnunargögnin á borðið og jafnvel láti taka afsteypu af draslinu á sér,“ segir Blaz Roca og skorar á íslenska fótboltalandsliðið að taka afsteypur af getnaðarlimum leikmanna til að stilla upp á Íslenska reðursafninu. „Það er komið að landsliðinu í fótbolta að taka afsteypu af draslinu á sér og setja í kassa“ „Hérna er handboltalandsliðið búið að gera það og standa sig… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira