Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi til að elska þar sem einnig má finna fyrirlestra ráðstefnunnar.

Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í umhverfi þar sem þeim er innrætt neikvætt viðhorf til annars foreldris síns og missa tengsl að hluta eða öllu leyti við það, verða fyrir margvíslegum og afar slæmum afleiðingum vegna þess samkvæmt Heimi Hilmarsyni. Erlendar rannsóknir sýni að foreldraútilokun eigi sér stað í 10-15% skilnaða þar sem börn eigi hlut að máli. Helstu afleiðingar fyrir börnin eru kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan. Börnin séu einnig líklegri til sjálfskaða, sjálfsvígshugsana, stríði við hegðunarvanda og þau eigi oft erfitt með að stofna til og vera í samböndum á fullorðinsaldri.

Myndin tengist greininni ekki beint.

Rannsóknir Sigrúnar Júlíusdóttur sýna að afleiðingarnar hafa ekki eingöngu áhrif á meðan börnin eru í aðstæðunum, heldur fylgja þeim gjarnan út lífið og geti komið fram í heilsufari þeirra síðar á lífsleiðinni. Sæunn Kjartansdóttir leggur áherslu á að barn í tilfinningalegu ójafnvægi búi oftast við innri streitu sem hafi áhrif á þroska heilans og taugakerfisins. Það geti haft áhrif á nám og úrvinnslu eigin tilfinninga.

Afneita yfirleitt ekki foreldri sem beitir ofbeldi

Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir Heimir að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála.

Rannsóknir Sigrúnar á uppkomnum skilnaðarbörnum leiða í ljós að þeim finnast deilur foreldranna erfiðastar þar sem þau lendi á milli. Ekki fyrirkomulag, búseta eða tíðni samvista. Það sé börnum óbærilegt að þurfa að velja á milli foreldra sinna, þó geti þrýstingur leitt til þess að barn finni sig knúið til þess að hafna öðru foreldrinu.

Heimir vitnar í rannsóknir Amy Baker, sálfræðings í Bandaríkjunum, á börnum sem urðu fyrir foreldraútilokun sem þau upplifðu sem ofbeldi. Þau áttuðu sig yfirleitt ekki á útilokuninni fyrr en síðar. Erlendar rannsóknir sýni ennfremur að foreldri sem beitir foreldraútilokun líti gjarnan á barnið sem hluta af sjálfu sér. Í þeim tilfellum geti verið erfitt að gera því foreldri grein fyrir áhrifunum á barnið.

Í rannsókn Sigrúnar þar sem spurt var um viðhorf foreldra til tálmana kom meðal annars fram að meðferð væri lykilatriði til að hjálpa foreldrum út úr erfiðum samskiptum eftir skilnað með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Neikvæð áhrif á sjálfsmynd

Þegar barn fær skilaboð um að annað foreldri þess sé á einhvern hátt slæmt getur það skaðað sjálfsmynd barnsins. Sæunn útskýrir að barnið upplifi sig sem hluta af foreldrunum og líti þá á hluta af sér sem slæman. Þetta geti einnig haft skaðleg áhrif þegar barnið verði sjálft foreldri því þá hafi það ekki fyrirmynd af foreldrum sem geti unnið sem teymi að uppeldi barns.

Samfélagið hefur að mati Sæunnar tilhneigingu til að gera lítið úr vanlíðan barna. Áhersla sé lögð á greiningar en mikil varfærni gagnvart því að tengja vanlíðanina við umhverfi barnsins, heimilið og samskipti foreldranna. Bein tengsl séu hins vegar þar á milli og vanlíðan barns og það geti einnig tengst því að það sakni foreldrisins sem það fái ekki að hitta.

Útilokunin endurtekur sig

Þegar uppkomin börn komast að því að þau hafa verið alin upp við foreldraútilokun eru þau í miklum vanda að sögn Heimis. Því þótt gagnkvæm ást ríki á milli þess og foreldrisins sem beitti útilokuninni séu töluverðar líkur á að barnið verði sjálft útilokað þegar það stígi fram.

Sigrún telur þó mikilvægt að muna að bakvið öll mál séu manneskjur. Ekki sé verið að ásaka neinn heldur þurfi að beina athygli að hegðun sem sé óheppileg og þurfi jafnvel að vernda börn fyrir.

Mikilvægi góðra samskipta eftir skilnað

Að eiga barn er ekki einkamál foreldra að mati Sæunnar. Þeir hafi afmarkað hlutverk sem sé það mikilvægasta í lífi barnsins fyrstu árin.Til þess að þeir geti sinnt því þurfi þeir margs konar stuðning. Samfélagið ofmeti þó gjarnan getu foreldra til að takast á við vandamál í kjölfar skilnaðar.

Velferð barns eftir skilnað skyldi ávallt vera í fyrirrúmi samkvæmt Heimi og lykillinn að því eru góð samskipti. Þau geti hins vegar verið mjög viðkvæm eftir skilnað og þá skipti miklu máli að báðir foreldrar vandi sig og standi við gerða samninga. Mínútur til eða frá geti skipt sköpum þegar fólk eigi í viðkvæmum samskiptum. Á hinn bóginn sé umburðarlyndi afar mikilvægt gagnvart mögulegum frávikum hjá hinu foreldrinu.

Ráðgjöf og stuðningur

Viðhorf til faglegrar ráðgjafar er eitt af því sem Sigrún hefur spurt um í rannsóknum sínum á um 20 ára tímabili. Betri upplýsingar auki skilning á mikilvægi ráðgjafar sem hjálpi foreldrunum að hlusta á sjónarmið hvors annars, en fræðilegar upplýsingar á netinu séu ekki síður gagnlegar.

Einnig kemur fram að í forsjár- eða umgengnismálum séu um 4-5 % foreldra sem geti ekki náð samkomulagi, hvort sem þeir fá ráðgjöf eða ekki. Þessir foreldrar taki ekki meðferð því þeir séu ekki tilbúnir að skoða sjálfa sig og sjá fleiri hliðar á málum. Þetta tengist persónuleikagerð að mati Sigrúnar og þá þurfi að koma til einhvers konar stýring og aðstoð frá barnaverndarnefndum. Hins vegar sé alltaf óheppilegt þegar foreldrar leiti til lögfræðinga til að berjast fyrir rétti sínum. Það sé uppskrift að stríði. Þó sé jákvæð þróun hjá lögmönnum að vinna í vaxandi mæli með sáttahugtakið í samvinnu við félagsráðgjafa og sálfræðinga. Árangur af því sé augljós. Í þeim tilfellum þar sem fólk fái faglega ráðgjöf náist sátt í 60% mála án aðkomu dómstóla. Þegar horft sé til mikilvægis þess að hlífa börnum við átökum sé það án efa til mikilla hagsbóta því ekkert barn fari varhluta af því ef foreldrar þeirra standi í málaferlum.

Mikilvæg atriði við skilnað

Heimir leggur áherslu á að börnin upplifi ekki að þau beri ábyrgð á skilnaðinum. Undir engum kringumstæðum eigi að blanda þeim inn í forsjárdeilur, segja frá skilnaðinum eða orsökum hans. Hann varar alfarið við að barn sé látið bera skilaboð á milli og að það sé ekki látið taka ákvarðanir um hvernig umgengni skuli háttað. Foreldrar þurfi einnig að varast að yfirheyra barnið um veruna með hinu foreldrinu en jafnframt að vera tilbúna að hlusta bæði á gleði og sorg frá hinu heimilinu eigi barnið frumkvæði að því að segja frá.

Aðkoma Barnavernda

Þegar annað foreldri beitir foreldraútilokun er mikilvægt að koma því í skilning um afleiðingarnar sem það hefur á barnið. Heimir telur þann farveg bestan hjá barnavernd. Foreldrar þurfi hins vegar að átta sig á að tilkynning til barnaverndar sé ekki af hinu illa. Barnaverndin komi inn með stuðningsúrræði en beiti ekki íþyngjandi úrræðum nema foreldrar neiti samstarfi og barnið búi þannig áfram við óviðunandi aðstæður.

Erlendir sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að sameina börn og foreldra sem hafa misst tengsl vegna foreldraútilokunar. Heimir segir árangurinn ótvíræðan. Eftir tveggja til fjögurra daga meðferð sé komið á ástríkt samanband, jafnvel í tilfellum þar sem barn hafi alfarið hafnað foreldrinu. Þekkingin sé til staðar og hana þurfi að fá hingað til lands því fjöldi íslenskra barna verði af öðru foreldri sínu þar sem ekki sé verið að vinna með mál þeirra.

Myndbönd frá ráðstefnunni má sjá á YouTube síðunni Leyfi til að elska.

-Sigríður Guðlaugsdóttir
Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2017 og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla

Blautur koss frá ferfætlingum getur haft alvarlegar afleiðingar

Eflaust hafa flestir hundavinir lent í því að fjórfættu vinirnir sleiki þá í framan. Sumir hafa jafnvel ekkert á móti því enda er það í flestum tilvikum skaðlaust. Það er að segja þangað til að það er ekki skaðlaust. Bakteríur í skolti hunda eru allt öðruvísi en þær sem eru í munnum mannfólksins. Sama gildir um önnur gæludýr, eins og ketti, en óneitanlega eru hundar líklegri til þess nota tunguna frjálslega. Dæmi eru um dauðsföll barna og gamalmenna af sökum alvarlegra sýkinga sem rekja má til hunda og annarra gæludýra. Nef og tunga hunda fer víða Hundar eru í eðli… Lesa meira

Sjáðu fyrsta myndbrotið úr „Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore“

Það eru komin fimm ár síðan framleiðslu Jersey Shore raunveruleikaþáttana lauk. Þættirnir voru sýndir á MTV á árunum 2009-2012. Bleikt fjallaði fyrr í vikunni um væntanlegt „reunion“ og hvernig stjörnurnar líta út núna. Nicole „Snooki“ Polizzi, Mike „The Situation“ Sorrentino, Sammi „Sweetheart“ Giancola, Jenni „JWoww“ Faley og Paul „Pauly D“ DelVecchio hafa komið saman fyrir svokallaðan „reunion“ þátt E!News sem heitir Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore. Þátturinn verður sýndur þann 20. ágúst næstkomandi. Við fáum að sjá smá brot úr þættinum en þar ræða þau um fyrri „hook-ups“ eins og þegar JWoww og Pauly D sváfu saman.… Lesa meira

Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Miley Cyrus – Plata væntanleg 29. september

Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir "Younger Now." Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið. Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út "Malibu" og "Inspired."  Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins… Lesa meira

Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð… Lesa meira

Lindex opnar 400 m² verslun í miðbæ Selfoss

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi. Verslunin verður staðsett í húsum byggðum skv. útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í… Lesa meira

Þetta eru keppendurnir í Ungfrú Ísland í ár

Það styttist óðum í keppniskvöld Ungfrú Ísland en það verður haldið í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Stúlkurnar sem taka þátt í ár eru á aldrinum 18 til 24 ára. Nú stendur yfir vefkosning þar sem er kosið um „Miss Peoples Choice Iceland 2017.“ Kosningin fer fram með því að ýta á "like" á myndunum hér að neðan og hægt verður að taka þátt fram að krýningu. Lesa meira

Sjáðu hvernig Disney karakterar litu út ef þeir væru trans

Listrænn stjórnandi frá New York setti inn færslu á Bored Panda undir notendanafninu Trans Disney. Færslan er hreint út sagt frábær en í henni deilir notandinn myndum af þekktum Disney karakterum. „Eins og margir aðrir þá ólst ég upp við að horfa á Disney myndir. Ég elska þær og mun alltaf gera það á meðan þær fjalla um ást, frelsi og breytingu (e. transformation),“ skrifar Trans Disney í færslunni. Notandinn bætir því við að þegar hann var að vaxa úr grasi tók hann eftir að það vantaði mjög mikilvægan flokk af fólki í myndirnar: Trans fólk. „Fólk sem skilur það best af öllum meininguna á bak við ást, frelsi og breytingu og leitina að því.… Lesa meira

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur.… Lesa meira

Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin. Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal… Lesa meira

Chris Brown tjáir sig í fyrsta skipti um kvöldið sem hann réðst á Rihönnu

Átta ár eru liðin frá því að Chris Brown réðst á stórsöngkonuna Rihönnu en þau voru þá í sambandi. Líkamsárásin átti sér stað þegar parið var á leiðinni úr fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunin. Fréttir af árásinni voru á allra vörum á sínum tíma og ljósmyndir sem voru teknar af lögreglunni voru seldar til slúðurmiðla. Chris Brown hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta skipti en hann gerir það í nýju heimildarmyndinni sinni Chris Brown: Welcome to My Life. Rihanna tjáði sig fyrst opinberlega um málið í ágúst 2012 í spjall þætti Opruh Winfrey. Chris segir að vandamál í sambandinu… Lesa meira

Sjötta þætti sjöundu seríu Game of Thrones lekið á netið

Sjötti þáttur sjöundu seríu Game of Thrones lekur á netið Óheppni bandaríska kapalrisans HBO virðist engan endi ætla að taka. Hakkarar hafa herjað á fyrirtækið að undanförnu og lekið handritum, þáttum og ýmsu öðru sem þeir hafa komist yfir með árásum á tölvukerfi fyrirtækisins. Nú hefur sjötta þætti sjöundu seríu eins vinsælasta sjónvarpsþáttar heims, Game of Thrones, verið leikið á netið en í þetta skiptið var ekki við hakkara að sakast heldur neyðarleg mistök HBO á Spáni. Lesa meira

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. „Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“ segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði. Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í… Lesa meira