Agla tískubloggari á 200 skópör!

agla efst
Agla

Agla Friðjónsdóttir er forfallinn skóunnandi með ótrúlega flott skósafn í fataherberginu sínu sem margar stúlkur væru án efa til í að eignast.  Agla er lærður verkfræðingur og í frístundum sínum skrifar hún um sitt helsta áhugamál á skóblogginu ShoeJungle.

Við spjölluðum við þessa flottu stelpu og fengum að heyra aðeins um bloggið, skóna hennar og hvaða skótrend verði mest áberandi á næstunni.

Af hverju skór?

Af því að fyrir mér eru skórnir einfaldlega mikilvægasti parturinn af heildarlúkkinu og það fyrsta sem ég tek eftir.

 

Hvenær varðst þú svona mikill skóunnandi?

Þrátt fyrir að þetta áhugamál hafi náð hæðum sínum undanfarin ár þá byrjaði þetta dálæti mitt á skóm mjög snemma.

Ég ólst upp að hluta til í París og grunar að það hafi  mótað mig talsvert en við mæðgur fórum til dæmis reglulega niður á Champs Élyssé verslunargötuna og létum okkur dreyma fyrir utan Chanel búðargluggana og horfðum út í mannfjöldann. Ég dáðist að Parísardömunum sem voru alltaf svo vel til hafðar í fínu kjólunum sínum og hælaskónum með rauða varalitinn. Þetta er mjög líklega skýringin á því að ég krafðist þess að fá fyrstu hælaskóna mína 4 ára gömul og neitaði því að fara í buxur þangað til ég flutti aftur heim í íslenska veturinn.

 

Hvaðan kom innblásturinn af síðunni ShoeJungle?

Hugmyndin að síðunni kviknaði þegar ég dvaldi við nám í Los Angeles og ég ákvað að láta til skarar skríða þegar ég flutti heim aftur. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að skrifa og fannst gaman að geta sameinað tvö af helstu áhugamálunum mínum með því að setja ShoeJungle á laggirnar.

 

shoejungle

 

Er síðan að opna fleiri dyr fyrir þig?

Ég er í æðislegu starfi sem verkfræðingur hjá Icelandair og því lít ég meira á síðuna sem hliðarverkefni sem ég sinni í frístundum. Viðtökurnar komu mér samt sem áður mjög skemmtilega á óvart og ég er alltaf jafn hissa þegar ókunnugt fólk byrjar að tala um síðuna við mig.

 

Stefnir þú á að gera eitthvað meira með síðuna?

Ég hef ýmislegt á prjónunum sem vonandi verður eitthvað meira úr í framtíðinni. Sem stendur er ég helst að fá kvartanir yfir því að ég skrifi ekki á ensku. Það er eitthvað sem ég þarf að taka til umhugsunar þar sem það myndi gjörbreyta síðunni en á sama tíma margfalda mögulegan lesendahóp.

 

agla skór
Agla er dugleg að fræða lesendur sína um allt tengt skótísku og skókaupum

 

Hvað fær síðan margar heimsóknir á viku?

Það er mjög misjafnt og fer líka eftir því hvað ég er iðin við skrifin. Ætli það sé ekki oftast að rokka á milli 600 til 1600 á viku. Ég er ótrúlega dugleg að nota Instagram í tengslum við síðuna og nota hashtaggið #shoejungleis.

 

Hvað áttu sjálf mörg skópör?

Ég á um 200 skópör og reyni að halda fjöldanum í safninu nálægt þeirri tölu. Þegar pörin eru orðin mikið fleiri þá panta ég mér bás í Kolaportinu og rými til fyrir nýjum skóm.

 

Agla hefur gott skipulag á skónum sínum með skóturnum sem hún keypti í Bandaríkjunum
Þetta er aðeins helmingurinn af skósafni Öglu

 

Hver eru bestu skókaup sem þú hefur gert?

Það er mjög erfitt að gera upp á milli. Ég er ofsalega hrifin af Jeffrey Campbell og Messeca pörunum mínum enda eru gæðin þar í fyrirrúmi. En svo eru hinsvegar óvæntu kaupin oft langskemmtilegust. Ég til dæmis rataði inn í pínulitla skóbúð í Florida Mall í Orlando og keypti þar skópar á 20 dollara sem hefur svo endað sem eitt af mínum uppáhalds skópörum. Ég meira að segja endaði á að klæðast nákvæmlega þessu pari á LA Fashion week síðastliðið vor þar sem þeir vöktu mikla lukku.

 

IMG_1525-001
Uppáhalds skórnir – Agla á LA Fashion Week fyrr á þessu ári

 

Hverjar eru þínar tískufyrirmyndir?

Mér hefur alltaf fundist Kourtney Kardashian vera ótrúlega flott í klæðaburði og hún er hiklaust efst á lista yfir mínar tískufyrirmyndir. Hún þorir að taka áhættur og fara sínar eigin leiðir og það er klárlega minn stíll.

Ég fíla líka Nicole Richie, Emmu Stone, Blake Lively, Ashley Madekwe og Jessicu Alba. Mér finnst líka alltaf gaman að nefna íslensk nöfn þar sem íslenskar konur eru upp til hópa mjög töff klæddar en mér finnst Svala Björgvins og Pattra á Trendnet mjög smart til fara.

 

Hverjir eru þínir uppáhalds hönnuðir?

Þessi listi gæti hæglega orðið allt allt of langur. Af þeim „stóru“ þá eru það helst Givenchy, Alexander Wang, Roberto Cavalli, Fendi, Michael Kors, Marc Jacobs, Balmain og Alexander Mcqueen.  Af þeim sem sérhæfa sig í skóm eru það Nicholas Kirkwood, Jeffrey Campbell, Messeca, WildPair, Deandri, UNIF, Matiko og Michael Antonio.

 

 

Frábært skipulag! Skóturnana keypti Agla í Bandaríkjunum
Frábært skipulag! Skóturnana keypti Agla í Bandaríkjunum

 

Hvar kaupir þú oftast skó á Íslandi?

Ég kaupi langflesta mína skó erlendis en þess á milli kaupi ég skó í GS skóm og Focus og stundum í Lakkalakk þegar það detta inn skór hjá þeim stöllum.

 

Í hvaða búðum verslar þú erlendis?

Mínar uppáhalds skóverslanir erlendis eru Steve Madden, Bakers Shoes, Forever 21, HM, Chinese Laundry, Urban Outfitters, Lori‘s Shoes og svo er algjör snilld að kíkja við í Marshalls og DSW til að finna gæðaskó á lækkuðu verði.

Ég er jafnframt mjög dugleg við að versla skó á netinu og þar er Solestruck verslunin í miklu uppáhaldi ásamt NastyGal, Karmaloop, Asos, Lulu‘s og ShopAkira.

 

skór1

 

Hvað er ljótasta skótrend sem hefur verið í tísku hér á landi að þínu mati?

Ég reyni að fagna flestum trendum því ég elska fjölbreytileikann. Tískumeðvitundin er svo sterk í íslenska samfélaginu en þegar það eru svona margir æstir í að fylgja nýjustu tískustraumunum þá hættir okkur til að verða heldur einsleit í klæðaburði – og það er eitthvað sem ég er með ofnæmi fyrir. Ég setti til dæmis Jeffrey Campbell LITA skóna mína upp á hillu eftir að þessir fallegu skór, þá helst ódýrar eftirlíkingar, urðu að skyldueign í skóskápum íslenskra kvenna fyrir einu til tveimur árum síðan. Jafnframt var ég ekki ein af þeim sem tók þátt í Nike Free Run eða Timberland kuldaskó æðinu. Vandaðir og flottir skór en það einhvern veginn skemmir gamanið fyrir mér að eiga sömu skó og önnur hver stelpa.

Ef ég verð að nefna eitthvað ljótt skótrend þá myndi ég sennilega seint láta sjá mig í crocs skóm eða tásuskóm.

 

crocks og tásuskór
Ljótustu skórnir að mati Öglu

 

Hvað verður heitasta skótrendið í haust?

Tími platform skónna virðist vera að renna út og í staðinn fyrir himinháa hæla fáum við meiri details og dúllerí á skónum eins og cutouts, munstur og litagleði. Támjótt heldur áfram ásamt hælaskóm sem ná langt upp á ristina. Þar sem menswear verður mjög áberandi í haust koma boyfriend‘s shoes líka sterkir inn, skór sem þú hefðir allt eins getað rænt af kærastanum.

Stacked leður ökklastígvél koma sterk inn og eins sáust níðþröng stígvél sem ná yfir hné víða á tískupöllunum en mig grunar að það trend nái ekki hingað yfir hafið heldur staldri frekar við í stórborgarstemningunni í til dæmis New York, París og Mílanó.

 

Draumaskóparið þitt ef peningar væru ekki fyrirstaða?

Þau eru mjög mörg en ég get nefnt nokkur dæmi:

Mig langar að eiga klassísk og vönduð ökklastígvél frá Givenchy.

givenchy skór

Fallega cutout eða gladiator hæla frá Alexander Wang.

Alexander Wang

Svo langar mig rosalega mikið í Naked Shoe.

naked shoe

„Naked Shoe skórnir eru frá brasilíska skóhönnuðinum Andreia Chavez en hún notar stærðfræðilegar pælingar og sjónhverfingar við að hanna skó. Klárlega eitthvað fyrir mig – verkfræðinginn og skóáhugamanneskjuna.“ segir Agla að lokum.

HÉR er ShoeJungle á Facebook.

sylvia@bleikt.is

 

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

12 töfrandi áfangastaðir um jólin – Ísland efst á lista

Heimasíðan Simplemost tekur í nýlegri grein saman 12 staði víðsvegar um heim, staði sem eru töfrandi og góðir til að heimsækja um jólin, staði sem bjóða um á jólaskreytingar ásamt náttúrulegri fegurð. Og hvaða áfangastaður ætli lendi efst á listanum? Jú Reykjavík. Rennum stuttlega yfir hvaða 12 áfangastaðir ná á listann, en lesa má nánar um þá alla hér. 1) Reykjavík - Ísland Komdu um jólin og vertu fram yfir áramótin! Jólin á Íslandi eru einstaklega kósí, þegar fjölskyldur sameinast í matarboðum og skiptast á bókum að gjöf. Á gamlárskvöldi þá er venjan að sprengja flugelda. Báðir hátíðisdagarnar eru frábærir… Lesa meira

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira