Agla tískubloggari á 200 skópör!

agla efst
Agla

Agla Friðjónsdóttir er forfallinn skóunnandi með ótrúlega flott skósafn í fataherberginu sínu sem margar stúlkur væru án efa til í að eignast.  Agla er lærður verkfræðingur og í frístundum sínum skrifar hún um sitt helsta áhugamál á skóblogginu ShoeJungle.

Við spjölluðum við þessa flottu stelpu og fengum að heyra aðeins um bloggið, skóna hennar og hvaða skótrend verði mest áberandi á næstunni.

Af hverju skór?

Af því að fyrir mér eru skórnir einfaldlega mikilvægasti parturinn af heildarlúkkinu og það fyrsta sem ég tek eftir.

 

Hvenær varðst þú svona mikill skóunnandi?

Þrátt fyrir að þetta áhugamál hafi náð hæðum sínum undanfarin ár þá byrjaði þetta dálæti mitt á skóm mjög snemma.

Ég ólst upp að hluta til í París og grunar að það hafi  mótað mig talsvert en við mæðgur fórum til dæmis reglulega niður á Champs Élyssé verslunargötuna og létum okkur dreyma fyrir utan Chanel búðargluggana og horfðum út í mannfjöldann. Ég dáðist að Parísardömunum sem voru alltaf svo vel til hafðar í fínu kjólunum sínum og hælaskónum með rauða varalitinn. Þetta er mjög líklega skýringin á því að ég krafðist þess að fá fyrstu hælaskóna mína 4 ára gömul og neitaði því að fara í buxur þangað til ég flutti aftur heim í íslenska veturinn.

 

Hvaðan kom innblásturinn af síðunni ShoeJungle?

Hugmyndin að síðunni kviknaði þegar ég dvaldi við nám í Los Angeles og ég ákvað að láta til skarar skríða þegar ég flutti heim aftur. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að skrifa og fannst gaman að geta sameinað tvö af helstu áhugamálunum mínum með því að setja ShoeJungle á laggirnar.

 

shoejungle

 

Er síðan að opna fleiri dyr fyrir þig?

Ég er í æðislegu starfi sem verkfræðingur hjá Icelandair og því lít ég meira á síðuna sem hliðarverkefni sem ég sinni í frístundum. Viðtökurnar komu mér samt sem áður mjög skemmtilega á óvart og ég er alltaf jafn hissa þegar ókunnugt fólk byrjar að tala um síðuna við mig.

 

Stefnir þú á að gera eitthvað meira með síðuna?

Ég hef ýmislegt á prjónunum sem vonandi verður eitthvað meira úr í framtíðinni. Sem stendur er ég helst að fá kvartanir yfir því að ég skrifi ekki á ensku. Það er eitthvað sem ég þarf að taka til umhugsunar þar sem það myndi gjörbreyta síðunni en á sama tíma margfalda mögulegan lesendahóp.

 

agla skór
Agla er dugleg að fræða lesendur sína um allt tengt skótísku og skókaupum

 

Hvað fær síðan margar heimsóknir á viku?

Það er mjög misjafnt og fer líka eftir því hvað ég er iðin við skrifin. Ætli það sé ekki oftast að rokka á milli 600 til 1600 á viku. Ég er ótrúlega dugleg að nota Instagram í tengslum við síðuna og nota hashtaggið #shoejungleis.

 

Hvað áttu sjálf mörg skópör?

Ég á um 200 skópör og reyni að halda fjöldanum í safninu nálægt þeirri tölu. Þegar pörin eru orðin mikið fleiri þá panta ég mér bás í Kolaportinu og rými til fyrir nýjum skóm.

 

Agla hefur gott skipulag á skónum sínum með skóturnum sem hún keypti í Bandaríkjunum
Þetta er aðeins helmingurinn af skósafni Öglu

 

Hver eru bestu skókaup sem þú hefur gert?

Það er mjög erfitt að gera upp á milli. Ég er ofsalega hrifin af Jeffrey Campbell og Messeca pörunum mínum enda eru gæðin þar í fyrirrúmi. En svo eru hinsvegar óvæntu kaupin oft langskemmtilegust. Ég til dæmis rataði inn í pínulitla skóbúð í Florida Mall í Orlando og keypti þar skópar á 20 dollara sem hefur svo endað sem eitt af mínum uppáhalds skópörum. Ég meira að segja endaði á að klæðast nákvæmlega þessu pari á LA Fashion week síðastliðið vor þar sem þeir vöktu mikla lukku.

 

IMG_1525-001
Uppáhalds skórnir – Agla á LA Fashion Week fyrr á þessu ári

 

Hverjar eru þínar tískufyrirmyndir?

Mér hefur alltaf fundist Kourtney Kardashian vera ótrúlega flott í klæðaburði og hún er hiklaust efst á lista yfir mínar tískufyrirmyndir. Hún þorir að taka áhættur og fara sínar eigin leiðir og það er klárlega minn stíll.

Ég fíla líka Nicole Richie, Emmu Stone, Blake Lively, Ashley Madekwe og Jessicu Alba. Mér finnst líka alltaf gaman að nefna íslensk nöfn þar sem íslenskar konur eru upp til hópa mjög töff klæddar en mér finnst Svala Björgvins og Pattra á Trendnet mjög smart til fara.

 

Hverjir eru þínir uppáhalds hönnuðir?

Þessi listi gæti hæglega orðið allt allt of langur. Af þeim „stóru“ þá eru það helst Givenchy, Alexander Wang, Roberto Cavalli, Fendi, Michael Kors, Marc Jacobs, Balmain og Alexander Mcqueen.  Af þeim sem sérhæfa sig í skóm eru það Nicholas Kirkwood, Jeffrey Campbell, Messeca, WildPair, Deandri, UNIF, Matiko og Michael Antonio.

 

 

Frábært skipulag! Skóturnana keypti Agla í Bandaríkjunum
Frábært skipulag! Skóturnana keypti Agla í Bandaríkjunum

 

Hvar kaupir þú oftast skó á Íslandi?

Ég kaupi langflesta mína skó erlendis en þess á milli kaupi ég skó í GS skóm og Focus og stundum í Lakkalakk þegar það detta inn skór hjá þeim stöllum.

 

Í hvaða búðum verslar þú erlendis?

Mínar uppáhalds skóverslanir erlendis eru Steve Madden, Bakers Shoes, Forever 21, HM, Chinese Laundry, Urban Outfitters, Lori‘s Shoes og svo er algjör snilld að kíkja við í Marshalls og DSW til að finna gæðaskó á lækkuðu verði.

Ég er jafnframt mjög dugleg við að versla skó á netinu og þar er Solestruck verslunin í miklu uppáhaldi ásamt NastyGal, Karmaloop, Asos, Lulu‘s og ShopAkira.

 

skór1

 

Hvað er ljótasta skótrend sem hefur verið í tísku hér á landi að þínu mati?

Ég reyni að fagna flestum trendum því ég elska fjölbreytileikann. Tískumeðvitundin er svo sterk í íslenska samfélaginu en þegar það eru svona margir æstir í að fylgja nýjustu tískustraumunum þá hættir okkur til að verða heldur einsleit í klæðaburði – og það er eitthvað sem ég er með ofnæmi fyrir. Ég setti til dæmis Jeffrey Campbell LITA skóna mína upp á hillu eftir að þessir fallegu skór, þá helst ódýrar eftirlíkingar, urðu að skyldueign í skóskápum íslenskra kvenna fyrir einu til tveimur árum síðan. Jafnframt var ég ekki ein af þeim sem tók þátt í Nike Free Run eða Timberland kuldaskó æðinu. Vandaðir og flottir skór en það einhvern veginn skemmir gamanið fyrir mér að eiga sömu skó og önnur hver stelpa.

Ef ég verð að nefna eitthvað ljótt skótrend þá myndi ég sennilega seint láta sjá mig í crocs skóm eða tásuskóm.

 

crocks og tásuskór
Ljótustu skórnir að mati Öglu

 

Hvað verður heitasta skótrendið í haust?

Tími platform skónna virðist vera að renna út og í staðinn fyrir himinháa hæla fáum við meiri details og dúllerí á skónum eins og cutouts, munstur og litagleði. Támjótt heldur áfram ásamt hælaskóm sem ná langt upp á ristina. Þar sem menswear verður mjög áberandi í haust koma boyfriend‘s shoes líka sterkir inn, skór sem þú hefðir allt eins getað rænt af kærastanum.

Stacked leður ökklastígvél koma sterk inn og eins sáust níðþröng stígvél sem ná yfir hné víða á tískupöllunum en mig grunar að það trend nái ekki hingað yfir hafið heldur staldri frekar við í stórborgarstemningunni í til dæmis New York, París og Mílanó.

 

Draumaskóparið þitt ef peningar væru ekki fyrirstaða?

Þau eru mjög mörg en ég get nefnt nokkur dæmi:

Mig langar að eiga klassísk og vönduð ökklastígvél frá Givenchy.

givenchy skór

Fallega cutout eða gladiator hæla frá Alexander Wang.

Alexander Wang

Svo langar mig rosalega mikið í Naked Shoe.

naked shoe

„Naked Shoe skórnir eru frá brasilíska skóhönnuðinum Andreia Chavez en hún notar stærðfræðilegar pælingar og sjónhverfingar við að hanna skó. Klárlega eitthvað fyrir mig – verkfræðinginn og skóáhugamanneskjuna.“ segir Agla að lokum.

HÉR er ShoeJungle á Facebook.

sylvia@bleikt.is

 

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira