Agla tískubloggari á 200 skópör!

agla efst
Agla

Agla Friðjónsdóttir er forfallinn skóunnandi með ótrúlega flott skósafn í fataherberginu sínu sem margar stúlkur væru án efa til í að eignast.  Agla er lærður verkfræðingur og í frístundum sínum skrifar hún um sitt helsta áhugamál á skóblogginu ShoeJungle.

Við spjölluðum við þessa flottu stelpu og fengum að heyra aðeins um bloggið, skóna hennar og hvaða skótrend verði mest áberandi á næstunni.

Af hverju skór?

Af því að fyrir mér eru skórnir einfaldlega mikilvægasti parturinn af heildarlúkkinu og það fyrsta sem ég tek eftir.

 

Hvenær varðst þú svona mikill skóunnandi?

Þrátt fyrir að þetta áhugamál hafi náð hæðum sínum undanfarin ár þá byrjaði þetta dálæti mitt á skóm mjög snemma.

Ég ólst upp að hluta til í París og grunar að það hafi  mótað mig talsvert en við mæðgur fórum til dæmis reglulega niður á Champs Élyssé verslunargötuna og létum okkur dreyma fyrir utan Chanel búðargluggana og horfðum út í mannfjöldann. Ég dáðist að Parísardömunum sem voru alltaf svo vel til hafðar í fínu kjólunum sínum og hælaskónum með rauða varalitinn. Þetta er mjög líklega skýringin á því að ég krafðist þess að fá fyrstu hælaskóna mína 4 ára gömul og neitaði því að fara í buxur þangað til ég flutti aftur heim í íslenska veturinn.

 

Hvaðan kom innblásturinn af síðunni ShoeJungle?

Hugmyndin að síðunni kviknaði þegar ég dvaldi við nám í Los Angeles og ég ákvað að láta til skarar skríða þegar ég flutti heim aftur. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að skrifa og fannst gaman að geta sameinað tvö af helstu áhugamálunum mínum með því að setja ShoeJungle á laggirnar.

 

shoejungle

 

Er síðan að opna fleiri dyr fyrir þig?

Ég er í æðislegu starfi sem verkfræðingur hjá Icelandair og því lít ég meira á síðuna sem hliðarverkefni sem ég sinni í frístundum. Viðtökurnar komu mér samt sem áður mjög skemmtilega á óvart og ég er alltaf jafn hissa þegar ókunnugt fólk byrjar að tala um síðuna við mig.

 

Stefnir þú á að gera eitthvað meira með síðuna?

Ég hef ýmislegt á prjónunum sem vonandi verður eitthvað meira úr í framtíðinni. Sem stendur er ég helst að fá kvartanir yfir því að ég skrifi ekki á ensku. Það er eitthvað sem ég þarf að taka til umhugsunar þar sem það myndi gjörbreyta síðunni en á sama tíma margfalda mögulegan lesendahóp.

 

agla skór
Agla er dugleg að fræða lesendur sína um allt tengt skótísku og skókaupum

 

Hvað fær síðan margar heimsóknir á viku?

Það er mjög misjafnt og fer líka eftir því hvað ég er iðin við skrifin. Ætli það sé ekki oftast að rokka á milli 600 til 1600 á viku. Ég er ótrúlega dugleg að nota Instagram í tengslum við síðuna og nota hashtaggið #shoejungleis.

 

Hvað áttu sjálf mörg skópör?

Ég á um 200 skópör og reyni að halda fjöldanum í safninu nálægt þeirri tölu. Þegar pörin eru orðin mikið fleiri þá panta ég mér bás í Kolaportinu og rými til fyrir nýjum skóm.

 

Agla hefur gott skipulag á skónum sínum með skóturnum sem hún keypti í Bandaríkjunum
Þetta er aðeins helmingurinn af skósafni Öglu

 

Hver eru bestu skókaup sem þú hefur gert?

Það er mjög erfitt að gera upp á milli. Ég er ofsalega hrifin af Jeffrey Campbell og Messeca pörunum mínum enda eru gæðin þar í fyrirrúmi. En svo eru hinsvegar óvæntu kaupin oft langskemmtilegust. Ég til dæmis rataði inn í pínulitla skóbúð í Florida Mall í Orlando og keypti þar skópar á 20 dollara sem hefur svo endað sem eitt af mínum uppáhalds skópörum. Ég meira að segja endaði á að klæðast nákvæmlega þessu pari á LA Fashion week síðastliðið vor þar sem þeir vöktu mikla lukku.

 

IMG_1525-001
Uppáhalds skórnir – Agla á LA Fashion Week fyrr á þessu ári

 

Hverjar eru þínar tískufyrirmyndir?

Mér hefur alltaf fundist Kourtney Kardashian vera ótrúlega flott í klæðaburði og hún er hiklaust efst á lista yfir mínar tískufyrirmyndir. Hún þorir að taka áhættur og fara sínar eigin leiðir og það er klárlega minn stíll.

Ég fíla líka Nicole Richie, Emmu Stone, Blake Lively, Ashley Madekwe og Jessicu Alba. Mér finnst líka alltaf gaman að nefna íslensk nöfn þar sem íslenskar konur eru upp til hópa mjög töff klæddar en mér finnst Svala Björgvins og Pattra á Trendnet mjög smart til fara.

 

Hverjir eru þínir uppáhalds hönnuðir?

Þessi listi gæti hæglega orðið allt allt of langur. Af þeim „stóru“ þá eru það helst Givenchy, Alexander Wang, Roberto Cavalli, Fendi, Michael Kors, Marc Jacobs, Balmain og Alexander Mcqueen.  Af þeim sem sérhæfa sig í skóm eru það Nicholas Kirkwood, Jeffrey Campbell, Messeca, WildPair, Deandri, UNIF, Matiko og Michael Antonio.

 

 

Frábært skipulag! Skóturnana keypti Agla í Bandaríkjunum
Frábært skipulag! Skóturnana keypti Agla í Bandaríkjunum

 

Hvar kaupir þú oftast skó á Íslandi?

Ég kaupi langflesta mína skó erlendis en þess á milli kaupi ég skó í GS skóm og Focus og stundum í Lakkalakk þegar það detta inn skór hjá þeim stöllum.

 

Í hvaða búðum verslar þú erlendis?

Mínar uppáhalds skóverslanir erlendis eru Steve Madden, Bakers Shoes, Forever 21, HM, Chinese Laundry, Urban Outfitters, Lori‘s Shoes og svo er algjör snilld að kíkja við í Marshalls og DSW til að finna gæðaskó á lækkuðu verði.

Ég er jafnframt mjög dugleg við að versla skó á netinu og þar er Solestruck verslunin í miklu uppáhaldi ásamt NastyGal, Karmaloop, Asos, Lulu‘s og ShopAkira.

 

skór1

 

Hvað er ljótasta skótrend sem hefur verið í tísku hér á landi að þínu mati?

Ég reyni að fagna flestum trendum því ég elska fjölbreytileikann. Tískumeðvitundin er svo sterk í íslenska samfélaginu en þegar það eru svona margir æstir í að fylgja nýjustu tískustraumunum þá hættir okkur til að verða heldur einsleit í klæðaburði – og það er eitthvað sem ég er með ofnæmi fyrir. Ég setti til dæmis Jeffrey Campbell LITA skóna mína upp á hillu eftir að þessir fallegu skór, þá helst ódýrar eftirlíkingar, urðu að skyldueign í skóskápum íslenskra kvenna fyrir einu til tveimur árum síðan. Jafnframt var ég ekki ein af þeim sem tók þátt í Nike Free Run eða Timberland kuldaskó æðinu. Vandaðir og flottir skór en það einhvern veginn skemmir gamanið fyrir mér að eiga sömu skó og önnur hver stelpa.

Ef ég verð að nefna eitthvað ljótt skótrend þá myndi ég sennilega seint láta sjá mig í crocs skóm eða tásuskóm.

 

crocks og tásuskór
Ljótustu skórnir að mati Öglu

 

Hvað verður heitasta skótrendið í haust?

Tími platform skónna virðist vera að renna út og í staðinn fyrir himinháa hæla fáum við meiri details og dúllerí á skónum eins og cutouts, munstur og litagleði. Támjótt heldur áfram ásamt hælaskóm sem ná langt upp á ristina. Þar sem menswear verður mjög áberandi í haust koma boyfriend‘s shoes líka sterkir inn, skór sem þú hefðir allt eins getað rænt af kærastanum.

Stacked leður ökklastígvél koma sterk inn og eins sáust níðþröng stígvél sem ná yfir hné víða á tískupöllunum en mig grunar að það trend nái ekki hingað yfir hafið heldur staldri frekar við í stórborgarstemningunni í til dæmis New York, París og Mílanó.

 

Draumaskóparið þitt ef peningar væru ekki fyrirstaða?

Þau eru mjög mörg en ég get nefnt nokkur dæmi:

Mig langar að eiga klassísk og vönduð ökklastígvél frá Givenchy.

givenchy skór

Fallega cutout eða gladiator hæla frá Alexander Wang.

Alexander Wang

Svo langar mig rosalega mikið í Naked Shoe.

naked shoe

„Naked Shoe skórnir eru frá brasilíska skóhönnuðinum Andreia Chavez en hún notar stærðfræðilegar pælingar og sjónhverfingar við að hanna skó. Klárlega eitthvað fyrir mig – verkfræðinginn og skóáhugamanneskjuna.“ segir Agla að lokum.

HÉR er ShoeJungle á Facebook.

sylvia@bleikt.is

 

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira