Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“
02.09.2011 Heiðrún Finnsdóttir

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

Ritstjórn
15.9.2014

10 fæðutegundir fyrir heilbrigðara hár

cover

Hárið okkar er mjög  viðkvæmt og minnsta breyting á næringu getur haft gríðarleg áhrif á það. Svo segja að minnsta kosti sérfræðingar í viðtali við Huffington Post. Skyndikúrar, járn- og prótenskortur geta átt stóran þátt í því að skemma hárið smátt og smátt. En sem betur fer eru til nokkrar fæðutegundir sem þú getur bætt...

Ritstjórn
15.9.2014

Flottir hársnúðar fyrir haustið

hársnúðar

Á haustin er svo þægilegt að setja hárið upp í tagl eða flottan snúð. Snúðar ofan á höfðinu eru alltaf flottir og hér eru nokkrar hugmyndir.   Snúður í hluta eða helminginn af hárinu er afslappað og flott lúkk:    Stór og messy snúður:   Klassískur snúður, sjá kennslumyndband hér:     Fléttaður snúður:    Snúður...

Ritstjórn
15.9.2014

Þessir misstu útlimi en ekki húmorinn

4

Þeir sem hafa aldrei lent í alvarlegu slysi eða misst útlim geta líklega ekki ímyndað sér hvernig er að ganga í gegn um slíkt. Það þarf ákveðinn styrkleika til að takast á við afleiðingarnar og læra að lifa með þeim. Eitt er víst að það er auðveldara að sætta sig við aðstæður þegar maður er með...

Ritstjórn
15.9.2014

Ástæða þess að feður eiga ekki að raka sig

skegg

Myndband af föður í feluleik við dóttur sína hefur farið eins og eldur um sinu á netinu í dag. Bradley Bailey var í ótrúlega skemmtilegum feluleik með dóttur sinni uppi í sófa. Hann bregður sér aðeins frá og án þess að dóttirin viti af því, rakar hann af sér alskeggið. Þegar þau halda áfram í leiknum...

Aðsendar greinar
15.9.2014

Nokkur góð ráð í skólabyrjun

college students

Nú eru skólarnir að byrja með öllum sínum rútínum og skipulagi. Gott er að rifja upp tilfinninguna þegar við keyptum fyrstu skólatöskuna og fórum fyrst í skólann. Það var svo spennandi og margt nýtt að læra. Við erum öll með námsvenjur en gott er að rifja upp nokkur atriði:     Dagbók:  gott er að...

Ritstjórn
15.9.2014

Leikkona handtekin í misgripum fyrir vændiskonu

watts-cover

Leikkonan Daniele Watts, sem fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni Django Unchained, var á dögunum handtekin af lögreglunni í Los Angeles, en þeir töldu að hún væri vændiskona. Mikið hefur farið fyrir réttindabaráttu þeldökkra í Bandaríkjunum undanfarið og ofbeldi af höndum lögreglu og misrétti í samfélaginu hefur risið með krafti upp á yfirborðið. Lögreglan stöðvaði...

Aðsendar greinar
15.9.2014

Arney Lind: Að koma sér í form eftir barnsburð

arndís

Ég er með reynslusögu af meðgöngu og hvernig skal koma sér í stand eftir barnsburð. Ég setti árangurmynd af mér á netið hafa margir viljað fá aðstoð og sagt mér sögu sína, langaði að sjá hvort þetta gæti kannski hjálpað einhverjum.  Ég get ekki lýst með orðum þeirri tilfinningu við að verða móðir. Ég gekk í...

Ritstjórn
15.9.2014

Þessir íþróttabúningar eru að gera alla brjálaða

búningar-cover

Kólumbíska landsliðið í hjólreiðum hefur valdið miklum usla undanfarið vegna óviðeigandi búninga þeirra. Þó þessir búningar séu tæknilega séð ekki að brjóta neinar reglur þykja þeir vægast sagt óheppilega hannaðir þar sem hluti þeirra er úr húðlituðu efni sem nær frá maga og niður að klofi.   I’m no fashion expert but even I know...

Kynning
15.9.2014

Lindex opnar kventískuvöruverslun í Kringlunni

lindex forsíða

Nú í fyrsta sinn býðst viðskiptavinum Kringlunnar tækifæri á að nálgast alla kventískuvörulínu Lindex í 320 fermetra rými þar sem áður var Adidas verslun. Sértæk verslun sem hýsa mun  kventískuvörulínu Lindex mun gera að verkum að öllum deildum Lindex verður gerð skil í Kringlunni , meðal annars með opnun undirfataverslunar þann 4. október. Heildarfermetrar sem...

Ritstjórn
15.9.2014

Lækkaðu kröfurnar og vertu bara í meðallagi hamingjusamur

average

Eru fjarlægu draumarnir að fara með þig? Settirðu mörkin of hátt og ert að missa tökin? Gengurðu stefnulaust í átt að hinu ómögulega? Er kannski kominn tími til að lækka staðalinn örlítið? Þá er „Average Life Goals“ Twitter síðan fyrir þig. Þar má fylgjast með ónefndum meðaljóni sem dreymir daginn út og inn um hversdagslega...

Aðsendar greinar
15.9.2014

Thelma Ósk: „Annað hvort ertu of feitur eða of grannur“

thelma ósk

Staðalímyndir: Hvenær er maður of grannur og hvenær er maður of feitur? Mér finnst að þetta ætti ekki að skipta neinu máli svo lengi sem þú ert ánægð/ur með þig í þínum líkama, ekki nema þetta sé virkilega að velta á hvort þú lifir af eða ekki. Þessar endalausu staðalímyndir eru í sannleika sagt að...

Ritstjórn
14.9.2014

Ástæða þess að ég vil að synir mínir sjái mig nakta

0

Sjá börnin þín þig þegar þú ert í sturtu? Vita þau hvernig þú lítur út nakin? Rita Templeton útskýrir hér hvers vegna henni finns mikilvægt að synir hennar sjái líkama hennar eins og hann er í raun og veru: Ég bý í húsi með fjórum strákum. En þeir eru enn frekar ungir, svo það eru...

Ritstjórn
14.9.2014

Klaufalegur útgefandi setti klámstjörnu á skólabækurnar

math-pornstar-cover

Það skiptir höfuðmáli að vinna heimavinnuna sína – og það á ekki bara við um nemendur – því tælensk skólabókaútgáfa klúðraði málunum heldur betur nú á dögunum. Það þarf ef til vill að hugsa hratt og hanna í flýti þegar skólabækurnar eru settar saman, en oft borgar sig að eyða aðeins meiri tíma í að finna myndir....

Ritstjórn
14.9.2014

Kanye West stöðvaði tónleika því fatlaðir aðdáendur stóðu ekki upp

Photo of KANYE WEST4

Söngvarinn Kanye West sjokkeraði tónleikagesti síðastliðin föstudag þegar hann stöðvaði tónleikana og neitaði að halda áfram þar til allir aðdáaendur risu á fætur. Það sem söngvaranum yfirsást var að þeir áhorfendur sem hann var að ávarpa voru annars vegar í hjólastól og hins vegar með gervifót.     „Ég get ekki haldið áfram fyrr en...

Ritstjórn
14.9.2014

14 góð ráð fyrir lítil eldhús

tinykitchen

Við búum ekki öll við þann lúxus að eiga risastórt eldhús, en það þýðir ekki að eldhúsið þurfi að vera annars flokks. Nei, það eru nefnilega til ýmis góð ráð til að gera ótrúlega mikið úr pínulitlu plássi – hér eru til dæmis nokkur góð ráð til að koma þér af stað!   1. Notaðu hurðirnar á...

Ritstjórn
14.9.2014

19 vísbendingar um að mamma þín sé besta vinkona þín

cover

Sumir kvarta yfir mömmu sinni við vinina, aðrir kvarta yfir vinum sínum við mömmu sína. Stundum skarast þessar línur. Hér eru þó nokkrar vísbendingar um að mamma þín sé líka besta vinkona þín:     1. Þið spjallið saman um vini ykkar. 2. Þú lætur hana alltaf vita þegar þú ert hrifin af einhverjum… 3....