Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Átta hlutir sem þú vissir líklega ekki um Kim Kardashian

Kim Kardashian hefur náð ansi langt í lífinu, þó einhverjir kunni að klóra sér í höfðinu yfir því hvað það sé. En Kim veit nákvæmlega hvað hún er að gera og hvert hún stefnir. Hún var ekki alltaf í sviðsljósinu en hefur komið víða við á leið sinni þangað. Hér eru nokkrir hlutir sem þú Lesa meira

thumb image

Þetta lúxushús kostar yfir 130 milljónir – En það er eitthvað verulega bogið við það

Við fyrstu sýn virðist þetta einbýlishús vera algjör draumaeign, enda smekklegur arkitektúr í gullfallegu umhverfi í Ástralíu. Að innan sem utan má finna allt það sem búast má við í slíkri lúxuseign enda kostar það vel yfir 130 milljónir króna. En það er eitthvað bogið við þetta hús… Þessar svalir bjóða upp á ágætt útsýni. Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Hvítlauksskonsur, gott og fljótlegt súpubrauðmeti

Það getur verið svo gott að fá nýbakað brauðmeti með súpunni. Skonsur þurfa ekki að hefast svo ilmandi og volg dásemdin er komin á borðið á innan við hálftíma! Sælkerapressan var að tilraunast með uppskriftina og orðatiltækið „neyðin kennir naktri konu að spinna“ átti svo sannarlega vel við þegar húsfreyjan uppgötvaði að mjólkin var búin. Svo Lesa meira

thumb image

Eldhúsumbætur: Óskhyggjan og raunveruleikinn

Draumaeldhúsið eða blákaldur, yndislegur og heimilislegur raunveruleikinn? Sælkerum þykir flestum einstaklega vænt um uppáhaldsherbergi heimilisins: eldhúsið. Þar geta flestir eytt löngum stundum við bakstur og matseld ýmiss konar. Búið til sultur og marmelaði með fallega svuntu um sig miðja. Útbúið veislumáltíðir í rúmgóðu en smekklegu rýminu. Steikt pönnukökur á sunnudögum við spanhelluborðið og vaskað upp meðan horft Lesa meira

thumb image

Taylor Swift, ert þetta þú?

Japönsk MacDonalds auglýsing er að rugla alla í ríminu. Ekki bara útaf því að japanskar auglýsingar eiga það til að vera eins og geimveruklám atað út í glimmeri. Í þetta sinn er það út af því að stúlkan í auglýsingunni þykir nauðalík Taylor Swift. Er þetta löngu týndur tvíburi, algjör tilviljun eða… Taylor Swift vélmenni sem Lesa meira

thumb image

„Fyrirheitna landið“ Svíþjóð

Bergljót Björk Halldórsdóttir er ritstjóri Sælkerapressunar, eiginkona og móðir. Hún bjó lengi í Stokkhólmi með manninum sínum, Ingólfi og synir þeirra fæddust báðir þar. Margir hafa haft orð á því, eftir að hún flutti heim, hvað heilbrigðiskerfi og dagvistunar- og skólakerfi Svíþjóðar hljóti nú að vera frábært. Þau hefðu nú aldrei átt að flytja heim, Lesa meira

thumb image

Einstök vinátta hests og íslensks drengs – Myndband

Þetta er án efa krúttlegasta myndband sem þú munt sjá í dag: Í þessu fallega myndbandi sem Andrés Már Logason deildi á Facebook má sjá einstaka og dýrmæta vináttu milli íslensks drengs og hests, en þeir leika saman af mikilli kæti. Drengurinn heitir Jörundur og er fjögurra ára gamall, en hesturinn Stópi er tveggja vetra. Gleðin skín af Lesa meira

thumb image

Íslendingar tjá sig um glataða Tinder-prófíla á Twitter

Ef marka má umræðuna þarf að róta sig í gegnum alls kyns vitleysu áður en maður finnur rétta aðilann á Tinder. Einhvern sem er þess verðugur að sitja með þér að minnsta kosti einn kvöldverð eða kannski kvikmynd. Um þessar mundir eru Íslendingar iðnir á Twitter þar sem kassamerkið #tilvinstrimeðþig er að slá í gegn, en Lesa meira

thumb image

5 ráð til þess að ná sumrinu aftur!

Ísland frussar éli og regni yfir þig til skiptis. Þessi jökull sem þú býrð á heldur að hann geti svindlað á þér og tekið sumarið þitt annað árið í röð. Já, NEI! Tökum aftur sumarið. Þú ræður þér sjálf/ur! Og þú ætlar sko víst að njóta sumarsins. 1. Tími til að grafa upp stuttbuxurnar Það Lesa meira

thumb image

10 hörmulegar framhaldsmyndir sem hefðu aldrei átt að líta dagsins ljós

Í tilefni þess að Mall Cop 2 hefur fengið svo hræðilega umfjöllun hjá gagnrínendum, hefur síðan Rotten Tomatoes sett saman lista af verstu framhaldsmyndum allra tíma. Síðan er tileinkuð kvikmyndagagnríni, en hjá þeim er einmitt umtöluð mynd með 0% í einkunn. Caddyshack 2 (1988) Einkunn: 4% Upprunalega Caddyshack, sem skartaði leikaranum Chevy Chase og Bill Lesa meira