Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Nú er það staðfest: Yngsta systkinið er skemmtilegast

Yngstu systkinin hafa auðvitað alltaf vitað þetta en nú hefur það verið staðfest formlega: Þau yngstu eru skemmtilegust! Það er því sjálfsagt hjá þeim yngstu að minna eldri systkini sín á þessa óhrekjanlegu staðreynd. Elstu systkinin hafa meiri ábyrgðartilfinningu en þau yngstu en þetta bæta þau yngstu svo sannarlega upp með því að vera skemmtilegri. Lesa meira

thumb image

Ashton og Mila fóru með Wyatt á ströndina

Leikararnir Ashton Kutcher og Mila Kunis voru mynduð með barnið sitt í fyrsta skipti í vikunni þegar þau fóru saman á ströndina. Parið er ekki mikið fyrir paparazzi ljósmyndara og hafa því ekki sést oft saman síðan Wyatt Isabelle litla fæddist. Ljósmyndarar voru því snöggir að smella myndum af þessari krúttlegu fjölskyldu þegar þau fóru Lesa meira

thumb image

Þessi fyrirsæta markar algjöra byltingu í módelbransanum

Fyrirsætan Tess Holliday hefur haft það að markmiði sínu að gefa skít í hefðbundna fegurðarstaðla. Hún hefur vakið athygli fyrir Instagram myndir sínar sem hún merkir iðulega #EffYourBeautyStandards, auk þess sem hún heldur úti bloggsíðu þar sem hún birtir viðtöl við konur í öllum stærðum. Nýlega skrifaði hún undir samning við MiLK Model Management, stórt Lesa meira

thumb image

Hótaði að leka nektarmyndum af Talyor Swift

Fyrr í dag komst hakkari inn á Twitter síðu Taylor Swift og skildi þar eftir skilaboð í hennar nafni. Þá virtist tilgangur hans hafa verið að auglýsa sjálfan sig á Twitter. Skilaboðunum, sem sjá má hér fyrir neðan, var eytt um það bil fimmtán mínútum eftir að þau birtust. Hakkarinn sagði svo á eigin Twitter Lesa meira

thumb image

Ný Facebook-myndbönd fara mjög nærri notendum

Með öllum þeim upplýsingum sem Facebook býr yfir um notendur sína ætlar fyrirtækið að gjörbreyta auglýsingaiðnaðinum og nú verða myndbandsauglýsingar á vefsíðunni sniðnar að hverjum og einum notanda. Þannig mun Facebook takast á við hefðbundnar myndbandsauglýsingar og nota til þess upplýsingar um hvað fólk hefur líkað við, hverjir eru vinir þess og fjöldamargar aðrar upplýsingar Lesa meira

thumb image

Ef hárið á Disney prinsessum fylgdi hefðbundnum lögmálum

Það getur enginn verið eins fullkominn og Disney prinsessa enda fylgir útlit þeirra ekki neinum náttúrulögmálum. Þá er sérstaklega áberandi hvað hárið þeirra er alltaf fullkomið – en nú hefur það verið leiðrétt. Hér má sjá hvernig Disney prinsessurnar myndu líta út ef hárið þeirra væri yfirnáttúrulega fullkomið. Ariel Fríða – Fríða og dýrið Öskubuska Mjalhvít Mulan Lesa meira

thumb image

Einföld leið til að losna við streitu og sofa eins og ungabarn

Ef streitan er að gera út af við þig dags daglega og þú átt erfitt með að sofna á kvöldin ættir þú að prófa þessa einföldu öndunaraðferð. Læknirinn Andrew Weil segir 4-7-8 tæknina virka eins náttúrulegt deyfilyf á taugakerfið. Hún róar taugarnar og dregur úr streitu á svipstundu. Þessa aðferð má því nýta í amstri Lesa meira

thumb image

Johnny Depp þykir ekki eins eftirsóknarverður og áður

Sú var tíðin að kvikmyndir nutu sjálfsagðra vinsælda ef þær skörtuðu Johnny Depp í aðalhlutverki. Vinsældir leikarans hafa þó dvínað að undanförnu og nýjasta kvikmynd hans, Mortdecai, stóðst ekki væntingar á frumsýningarhelginni. Myndin halaði ekki inn nema örlítið brot af framleiðslukostnaði og eru þetta verstu viðtökur sem Depp hefur fengið í fimmtán ár. Aðrar nýlegar Lesa meira

thumb image

Skárra að skríða upp í rúm með nágrannanum en að daðra við hann á Facebook

Hversu langt þarf að ganga til að það teljist framhjáhald? Kynlíf eða koss? Of mikið daður? Hvað með tilfinningalegt framhjáhald? Þeir sem telja sig ekki gera maka sínum skaða með því að daðra við annað fólk í gegnum samfélagsmiðla ættu að hugsa sinn gang. Rannsóknir sýna að flestir líta tilfinningalegt framhjáhald alvarlegri augum en líkamlegt Lesa meira

thumb image

Keira Knightley: Nafnið mitt er stafsetningarvilla

Leikkonan Keira Knightley er með einstakt nafn en nýlega kom í ljós að þetta var ekki nafnið sem hún átti upprunalega að fá. „Ég átti að heita Kiera eftir rússneskri skautadrottningu sem hafði verið í sjónvarpinu,“ útskýrði Keira í viðtali við tímaritið ELLE en hún verður á forsíðu marsútgáfu tímaritsins í Bretlandi. Hafði faðir hennar verið Lesa meira