Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Gjörbreytt Taylor Swift – Augabrúnirnar breyta miklu

Taylor Swift er mjög ólík sjálfri sér á forsíðu tímaritsins Wonderland. Mesta breytingin er förðunin hennar, en Taylor er oftast með rauðar varir og vel blásið hár. Í myndatökunni fyrir Wonderland var valið meira náttúrulegt og „dewy“ lúkk fyrir hana, blautt hár, nude varir, sólarpúður og þykkar og dökkar augabrúnir eins og Cara Delevingne. Þetta Lesa meira

thumb image

Alexandra Sif: „Mér líður eins og ég sé nakin ef ég er ekki með naglalakk“

Förðunarvörurnar mínar: Alexandra Sif Nikulásdóttir er 26 ára fjarþjálfari hjá Betri Árangur og förðunarfræðingur. Ásamt því að vinna við sín stærstu áhugamál og keppa í fitness, bloggar hún um lífið og tilveruna á síðunni sinni. Alexandra Sif sem oftast er kölluð Ale, vakti athygli þegar hún kom með óvænta endurkomu í módelfitness um síðustu helgi og Lesa meira

thumb image

Kökupinnakonfekt fyrir jólin

Hátíðarnar nálgast og margir eru farnir að huga að jólabakstri, konfektgerð og öðru skemmtilegu. Hér er ég búin að útbúa kökupinnakonfekt sem er frábært konfekt fyrir alla sælkera, börn sem fullorðna! Kökupinnakonfekt 1 pakki Betty Crocker kökumix 1/2-2/3 dós Betty Crocker vanilla frosting Hvítt súkkulaði (Candy melts) Dökkt súkkulaði Jólabrjóstsykur (mulinn) Konfektform Þessar kökukúlur eru útbúnar Lesa meira

thumb image

Jennifer Aniston: „Fyrirgefðu Kim“

Forsíðan hennar Kim Kardashian var ekkert frumleg samkvæmt Jennifer Aniston. Löngu áður en Kim reyndi að brjóta Internetið með afturenda sínum var Jennifer búin að vera nakin á forsíðu tímarits. Í mars 1996 sýndi Jennifer afturendann sinn á forsíðu tímaritsins Rolling Stone. Í viðtali við Extra sagði Jennifer í vikunni að hún hafi verið LÖNGU Lesa meira

thumb image

Rassar eru í aðalhlutverki í nýju myndbandi Beyoncé

Beyoncé sendi frá sér nýtt myndband í gær við lagið 7/11. Í myndbandinu dansar Beyoncé út um allt húsið og er mest allan tíman buxnalaus. Eins og í mörgum öðrum myndböndum þessa dagana er mikil áhersla lögð á rassahreyfingar og „twerk“. Bæði Beyoncé og dansarar hennar sýna danstakta sína en það er víst engin sem Lesa meira

thumb image

Kallax (Expedit) hilla fær nýtt útlit

Þegar við vorum nýflutt rákumst við á þessa týpísku Expedit hillu á nokkurskonar bland.is síðu Noregs og þar sem íbúðin okkar var voða tóm ákváðum við að kaupa hana á klink verði. Síðan þá hef ég verið að vandræðast með hana.. Fyrst stóð hún ein og sér inní borðstofu, sem var ekki alveg að gera sig Lesa meira

thumb image

Jólaleikur Bleikt og Prentagram

Langar þig fallegan myndaramma eða jólakort með mynd sem þú getur sent þínum nánustu? Lestu þá áfram… Í vikunni sögðum við ykkur frá sniðugu jólakortunum og römmunum sem Prentagram bjóða upp á. Við ætlum núna um helgina í samstarfi við Prentagram að gefa einhverjum heppnum lesendum ramma og jólakort.     Ramminn sem við gefum er Lesa meira

thumb image

Britney Spears lætur ekki ljót „tweet“ skemma góða skapið

Söngkonan Britney Spears hefur án efa heyrt og lesið ýmislegt um sig í gegnum tíðina enda hóf hún söngferilinn mjög ung. Þáttastjórnandinn Jimmi Kimmel er með vinsælan dagsskrárlið þar sem hann lætur fræga einstaklinga lesa ljóta hluti sem fólk hefur skrifað um þá á Twitter. Í þættinum í gær var Britney ein af frægu einstaklingunum Lesa meira

thumb image

Hættum að reyna að breyta fólki til að þóknast okkur

Það þýðir ekki að láta aðra fara í taugarnar á sér. Að kvarta og kveina yfir öllu í fari þeirra. Það fær engu breytt. Þú getur forðast fólk sem þér þykir óbærilegt eða lært að lifa í sátt við þau eins og þau eru. Oft langar þig að lagfæra fólkið í kringum þig – jafnvel  Lesa meira