Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Stefanía Hrund biðlar til foreldra: „Það þarf alls ekki mikið til þess að það geti orðið slys“

Veðrið hefur verið okkur að skapi undanfarnar vikur og enginn skortur á sumargleði. Börnin leika sér um allan bæ og það má sjá bros á hverju andliti. En það er gott að hafa í huga þegar börnin eru frjáls til að leika sér án eftirlits er mikilvægt að brýna fyrir þeim hvar hætturnar leynast. Stefanía Hrund ók framhjá Lesa meira

thumb image

Á röngum stað, á röngum tíma: Vandræðalega fyndnar myndir

Stundum fanga ljósmyndir einstaklega fullkomin augnablik. Þessi eru einstaklega óheppileg en þarna var einhver staddur á röngum stað, á röngum tíma – eða bara nákvæmlega þar sem hann átti að vera, eftir því hvernig á það er litið. Úps. Vampíran í blóðbankanum. Taylor Swift. Lygarar. Fyrirboði. Dauðir hlutir lifna við þegar það er ís í boði. Lesa meira

thumb image

Svona er að vera stelpa sem málar sig ekki

Þegar ég var í menntaskóla leit ég í spegilinn og spurði sjálfa mig af hverju ég væri að mála mig á hverjum degi. Ég þoldi ekki að standa í þessu, þoldi ekki hvernig húðin mín varð og þoldi ekki að þrífa þetta af mér. Þá hætti ég (nema við mjög sérstök tilefni), og hér er Lesa meira

thumb image

10 vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum

Veðrið getur ekki leikið við okkur alla daga. Þá förum við í bíó. Þetta eru þær myndir sem voru vinsælastar meðal íslenskra bíógesta síðustu helgi. 1. Minions Skósveinarnir eru vinsælir sem aldrei fyrr þó myndin sjálf þyki ekki upp á marga fiska (svona um það bil fimm af tíu mögulegum). Þessir gulu grallarar kunna allavega að fá börnin Lesa meira

thumb image

Leita að leikkonum í nýja íslenska kvikmynd: Þekkir þú réttu konuna í hlutverkið?

Um þessar mundir er verið að undirbúa tökur á nýrri íslenskir kvikmynd og leita framleiðendur nú að leikkonum. Gæti verið að þú þekkir réttu konuna í hlutverkið? Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Askja Films sem leita að konum af erlendum uppruna á aldrinum 25-50 ára: Ásthildur Kjartansdóttir undirbýr nú tökur á bíómynd byggða á skáldsögu Auðar Lesa meira

thumb image

Íslensk fjölskylda yfirgaf hversdagslífið og hóf eplarækt í Noregi

„Við vissum að þetta væri tækifæri sem kæmi ekki aftur,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir sem fluttist nýlega ásamt eiginmanni sínum Páli Dagbjarti Sigurðssyni og þremur börnum til smábæjarins Ålvik í Noregi þar sem fjölskyldan hyggst sinna eggjabúi og rækta auk þess epli og hindber. Óhætt er að segja að hér sé um að ræða talsverða Lesa meira

thumb image

Líttu inn á heimili Taylor Swift: Myndir

Söngkonan Taylor Swift er á toppi tilverunnar um þessar mundir, með nóg á milli handanna, og á hátindi ferilsins. Það þýðir ekki annað ef maður ætlar að búa í risíbúð í New York þar sem fasteignaverð er í tölustöfum sem fengi reiknivélina þína til að springa. Það er kannski orðum aukið. Íbúðin er metin á rúmlega Lesa meira