Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Sjóðheitt á Instagram: Karlmenn og kaffi

Mörg kunnum við að meta góðan kaffibolla – og hvað er þá betra en góður kaffibolli í höndum myndarlegra karlmanna? Instagram síðan @menandcoffee nýtur að minnsta kosti mikilla vinsælda en þar má finna myndir af myndarlegum karlmönnum með kaffibolla. Hér má sjá nokkur dæmi – ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú eigir að Lesa meira

thumb image

Svelti sig fyrir hlutverk Öskubusku í nýrri Disney-mynd

Nú standa yfir tökur á leikinni kvikmynd úr smiðju Disney um ævintýri Öskubusku, en þar fer leikkonan Lily James með aðalhlutverkið. Nýlega hefur vakið óhug og umtal hversu mjótt mitti prinsessan hefur í umræddri kvikmynd – ekki síst í ljósi þess að Lily James þurfti hreinlega að svelta sig til þess að geta gengið með Lesa meira

thumb image

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Stundum er mjólkin í lagi eftir síðasta söludag. Stöku sinnum súrnar  hún fyrir aldur fram. Best fyrir dagsetningin er því kannski ekki alltaf nákvæm vísindi. Hér eru hins vegar átta gullnar reglur sem þú ættir að vita varðandi matinn sem þú lætur ofan í þig. Oft er sagt að þú eigir aldrei að snerta á nokkru Lesa meira

thumb image

Kardashian Barbie mætti í gegnsæjum kjól á tískusýningu: Myndir

Hingað til hefur athygli heimspressunnar beinst að tískupöllunum á tískuvikunni í París, en í þetta skiptið tókst Kim Kardashian, eins og henni einni er lagið, að beina öllum augum að sjálfri sér. Hin 34 ára raunveruleikastjarna, lagði slúðurpressuna á aðra hliðina í gær þegar hún birtist, öllum að óvörum, með aflitað hár. Í gærkvöldi mætti kim Lesa meira

thumb image

Fjórum konum var breytt í forsíðustúlkur: Útkoman er ótrúleg

Hér að neðan má sjá fjórar ósköp eðlilegar konur sem fóru í ljósmyndastúdíó þar sem þær voru farðaðar, settar í hágreiðslu, fín föt og myndatöku. Markmiðið var að sýna þeim sjálfum og okkur hinum hvernig tískuljósmyndir eru raunverulega gerðar með aðstoð lýsingar og myndvinnsluforrita. Sjón er sögu ríkari. Þetta myndband ættu allir að sjá.

thumb image

Harrison Ford alvarlega slasaður: Brotlenti flugvél á golfvelli

Síðdegis í dag brotlenti lítil flugvél sem stórleikarinn Harrison Ford flaug á Penmar golfvellinum í Los Angeles. Samkvæmt heimildum TMZ og Variety er Ford alvarlega slasaður. Þar er greint frá því að Ford hafi verið með djúpa skurði á höfði. Ford fékk fyrstu hjálp frá læknum sem voru að spila golf á vellinum þegar slysið Lesa meira

thumb image

7 snyrtivörur sem þú ættir aldrei að lána öðrum

Þú myndir væntanlega aldrei deila tannburstanum þínum með öðru fólki en þegar kemur að snyrtitöskunni er gott að vita hverju þú átt að halda fyrir þig. Eftirfarandi sjö atriði ættir þú að leggja vel á minnið. Plokkari: Allt sem getur komist í snertingu við blóð ættir þú aldrei að lána öðrum. Jafnvel þó þú takir Lesa meira

thumb image

Tuttugu myndir sem sýna martröð í heimilislífi foreldra

Stundum tekur foreldrahlutverkið á. Það getur verið erfitt að ala upp lítil kríli sem eru með endemum uppátækjasöm. Þessar myndir sýna martöð í heimilislífi foreldra – en kannski hefðu þessir foreldrar betur hætt að láta sig dreyma og haft auga með börnunum.   Allar myndir af vef Distractify.