Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Dásamlegar myndir af börnum í feluleik

Munið þið eftir því þegar þið voruð krakkar og hélduð raunverulega að enginn sæi ykkur ef þið sæuð þau ekki? Það er eitthvað yndislega krúttlegt við hugsunarhátt barna – og það skiptir engu máli þó þessi feluleikur sé ótrúlega auðveldur, því það skemmta sér allir konunglega.   Myndir frá Distractify.

thumb image

Þetta er það krúttlegasta sem þú munt sjá í dag: Myndband

Hefurðu einhvern tímann komist í svo mikið stuð þegar þú leikur þér við krakkana að þú ert ekki viss hvort þeir njóti leiksins jafn mikið og þú? Ef til vill býr æstur lítill hvolpur innra með okkur öllum sem getur ekki beðið eftir því að fá að leika. Þetta myndband hefur farið sigurför um netið, en Lesa meira

thumb image

Madonna gefur aðdáendum sínum snemmbúna jólagjöf

Söngkonan Madonna óskar aðdáendum gleðilegra jóla með gjöf sem fáir bjuggust við. Býður hún aðdáendum að panta væntanlega plötu sína Rebel Heart í forsölu og fá í staðinn að niðurhala sex lögum af plötunni. Þetta kemur í kjölfar óheppilegs leka þar sem nokkur ókláruð lög söngkonunnar komust í rangar hendur og fóru í dreifingu á Lesa meira

thumb image

Álfur tekinn fyrir ölvunarakstur

Svo virðist sem jólasveinninn þurfi að hafa betri umsjón með aðstoðarmönnum sínum, því þegar álfarnir fá sér í glas er voðinn vís. Það er ekki alltaf ábyrgðafyllsta fólkið sem skemmtir börnunum yfir hátíðirnar, en lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum kom að kyrrstæðri bifreið manns sem var nánast rænulaus undir stýri. Hafði hann opna bjórdós Lesa meira

thumb image

Frábær vörn gegn flensu sem kemur skemmtilega á óvart

Iðulega fáum við inflúensu sem er okkur að jafnaði til mikils ama. Ónæmiskerfið gerir sitt besta við að verja okkur gegn þessari leiðindaveiru en það dugir ekki alltaf til. Þar hefur áhrif að ónæmiskerfið er viðkvæmt og ýmislegt getur dregið úr krafti þess – ekki síst streita, sem er okkur sömuleiðis til mikils ama. Nú Lesa meira

thumb image

Jólin hjá Theodóru Mjöll: „Ég hef ekki haft neinn tíma til að kaupa gjafir“

Það versta við jólin er að vera með mjólkuróþol: Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack er algjör snillingur þegar kemur að hári og hafa bækur hennar verið mjög vinsælar hér á landi en er hún nú líka byrjuð að slá í gegn erlendis. Nýlega gaf þessi sniðuga hárgreiðslukona út Frozen-hárbók og prinsessu hárbók í Bandaríkjunum og fengu þær frábærar Lesa meira

thumb image

Stefán Marel gefur út jólalag

Við sögðum fyrst frá Stefáni Marel árið 2011 þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Þá gaf hann út lagið Ég vil fá mér kærustu sem hann er hvað þekktastur fyrir. Síðan þá hefur Stefán Marel verið að vinna í tónlist sinni og nýjasta lag hans er jólalagið Jólabarn. Það verður spennandi að sjá hvort það muni verða jafn Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Sörur

Hér er uppskrift af vinsælu jólasmákökunum sem slá alltaf í gegn:  Á föstudagskvöldið hittumst við Íris vinkona, ýttum jólastressinu til hliðar og dunduðum okkur við sörugerð. Ég verð að viðurkenna að ég hef aðeins einu sinni áður útbúið sörur og það var líklega fyrir um 10 árum svo taktana þurfti að rifja upp. Við gerðum tvöfalda Lesa meira

thumb image

Elton John gifti sig “í beinni” á Instagram

Söngvarinn Elton John gekk að eiga unnusta sinn David Furnish í dag en þeir hafa verið saman síðan árið 1993 og eiga saman synina Zachary og Elijah. Voru þeir svo spenntir yfir þessum stóra viðburði að þeir völdu að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með athöfninni þeirra í gegnum Instagram. Á meðan brúðkaupinu stóð birtust því margar myndir Lesa meira

thumb image

Bókin sem allir sem stunda kynlíf ættu að lesa

Hefur þú einhverjar spurningar varðandi kynlíf? Þá ættir þú að skoða þetta. Ragga Eiríks er hjúkrunarkona, kynlífsgreinahöfundur og rithöfundur sem er þekkt fyrir heiðarleg og skýr svör á mannamáli sem allir skilja. Hreinskilin skrif hennar um allt sem tengist kynlífi eru virkilega hressandi og veit  hún sko ýmislegt um kynlíf og samskipti kynjanna. Ragga gaf Lesa meira