Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Björgvin Matthías: „Þetta er stórmerkilegur fundur“

Um helgina greindi Bleikt frá því að flöskuskeyti sem 11 ára drengur að nafni Björgvin Matthías Hallgrímsson sendi á vit ævintýranna árið 2000 hafi fundist suðvestur af Bergen í síðustu viku. Norðmaðurinn Geir Ola sem fann skeytið hafði í kjölfarið samband við Björgvin í gegnum Facebook og játar að það hafi verið sérstakt að heyra Lesa meira

thumb image

„Ef hún þarf að grennast á milli tánna þá lætur þú það gerast:“ Kanye tók reiðikast á einkaþjálfara Kim

Kanye West virðist enn einu sinni hafa misst kúlið, ef marka má nýjasta þátt raunveruleikaþáttarins Keeping up with the Kardashians. Í einu atriði þáttarins sést Kim ræða við systur sína Khloé um eiginmanninn og reiðikast sem hann tók á einkaþjálfarann hennar. Eins og flestir vita er Kanye er mjög umhugað um vaxtarlag og líkamsræktaráhuga spúsu Lesa meira

thumb image

Soffía: Stórkostlegur DIY bakki

Soffíu Dögg Garðasdóttur sem heldur úti heimasíðunni Skreytum hús ættu flestir íslenskir fagurkerar að þekkja. Í gær birtum við DIY pistil eftir Soffíu þar sem hún kennir lesendum að gera ótrúlega fallega páskaskreytingu. Nú bætir hún um betur og býr til bakka undir herlegheitin. Soffía notar eingöngu föndurvörur frá A4 til að prýða bakkann.    

thumb image

5 keppendur um verstu næringarráð sögunnar

Saga næringarfræðinnar er lituð af rangfærslum. Fólki hefur verið ráðlagt að gera alls kyns undarlega hluti, þvert á almenna skynsemi. Sumar þessara hugmynda eru ekki aðeins gagnslausar, heldur mögulega skaðlegar. Það sem er þó allra verst … er að enn er verið að halda mörgum þessara hugmynda að fólki.

thumb image

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Hæ Ragga: Ég er 23ja ára strákur, einhleypur og vel vaxinn. Á ekki í neinum vandræðum með að ná í stelpur og sef yfirleitt hjá um helgar þegar ég hitti einhverja spennandi píu á djamminu. Ég held að ég sé frekar góður elskhugi, að minnsta kosti tekst mér yfirleitt að fullnægja dömunum.

thumb image

Svona getur þú breytt þinni eigin rithönd í tölvutækt letur: Leiðbeiningar

Það er ótrúlega skemmtilegt að eiga alveg einstakt og persónulegt letur til taks í tölvunni. Ef þig hefur einhvern tíma langað að breyta rithönd þinni í tölvutækt letur er ferlið er svo miklu einfaldara en þú heldur. Á vefsíðunni MyScriptFont.com getur þú sóttu eyðublað sem þú prentar út og fyllir í með penna að eigin vali. Síðan skannar þú Lesa meira

thumb image

Voru mistök að frelsa geirvörtuna?

Brjóstin kalla eftir frelsi og geirvartan vill vera sýnilegri í hversdagsleikanum óháð kyni. Íslenskar konur birta sjálfviljugar myndir af brjóstunum sínum og taka þátt í byltingu sem margir fagna en aðrir óttast. Engin veit hvort breyting tekur fótfestu eða hvort ríkjandi hugmyndafræði feðraveldisins nær að lokum að halda sínu striki.

thumb image

Af hverju eru fyrirsætur ekki af öllum stærðum, gerðum og kynþáttum: #Droptheplus

Ef þú hefur fylgst með fréttum úr tískuheiminum upp á síðkastið hefur þú væntanlega tekið eftir hinu umdeilda hugtaki „pluz size.“ Það sem tísku-iðnaðurinn kallar að vera í „pluz size” eða í yfirstærð eru líkamar í stærð 8 (36 eða s í evrópskum stærðum) og uppúr. Þegar við hugsum um manneskju í „yfirstærð“ sjáum við ósjálfrátt Lesa meira