Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Endalokin nálgast í Game of Thrones: Þetta vitum við

Hér leynast ef til vill einhverjar upplýsingar sem gætu spillt fyrir þeim sem ekki hafa séð alla nýjustu þættina af Game of Thrones. Lokaþátturinn í sjöttu þáttaröð var sýndur síðasta sunnudag og þeir sem eiga eftir að horfa á hann ættu ef til vill ekki að lesa lengra. Höfundar þáttanna hafa nú staðfest að aðeins Lesa meira

thumb image

Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt

„Hún hefur aldrei lamið mig,“ segir dökkhærða stelpan. „Hún þarf þess ekki,“ svarar vinkona hennar. Stjórnsemi, sektarkennd, hræðsla við höfnun, drusludiss og niðurlæging er meðal þess sem við fáum að kynnast í stuttmynd eftir Ali Vingiano og Brittany Ashley, sem birtist á Buzzfeed nýlega. Í myndinni er sögð saga tveggja para sem fara saman í bústað – Lesa meira

thumb image

Einhverfa Mikaels gerir krabbameinsmeðferðina erfiðari: „Hann byrjar að öskra um leið og einhver læknir kemur“

Mikael, sonur Svövu Maríu Ómarsdóttur og Gunnars Inga Gunnarssonar, greindist nýlega með hvítblæði en hann verður fjögurra ára eftir nokkra daga. Greiningin og meðferð Mikaels var og verður enn erfiðari fyrir Mikael því hann er mjög einhverfur og hleypir yfirleitt ekki ókunnugum nálægt sér, þar með töldum læknum og hjúkrunarfræðingum. Framundan er erfið barátta en Lesa meira

thumb image

Þessi pabbi fer sigurför um netheima: Endurgerir sjálfsmyndir dóttur sinnar

Foreldrar eiga einstaklega auðvelt með að fara í taugarnar á unglingum og gera þá vandræðalega. Það er auðvitað hæfileiki sem þeim ber að nýta við flest tækifæri. Það hefur þessi pabbi svo sannarlega gert en hann endurgerir sjálfsmyndir dóttur sinnar og deila þeim á samfélagsmiðlum. „Dóttir mín hefur verið að deila sexí sjálfsmyndum af sér Lesa meira

thumb image

Energie de Vie: Ný kremlína frá Lancomé

LIQUID CARE Rakabomba í hverjum dropa! Húðin drekkur í sig mjög fljótt og auðveldlega þennan fljótandi raka, rakafyllir og endurhleður húðina í einu skrefi. Öruggt til notkunar í kringum augun. Borið á og blandað á hreina húðina með fingurgómum, kvölds og morgna. NÆTURMASKI Rakahleður húðina á 10 mínútum, sjáanlega ferskari, úthvíldari húð sem er mýkri Lesa meira

thumb image

Stephen Colbert fjallaði um ævintýralegan sigur Íslands

Stephen Colbert fjallaði um sigur Íslands á Englandi í þætti sínum The Late Show with Stephen Colbert í gær. Hann hóf þáttinn sinn á því að segja við áhorfendur: „Ég verð að byrja kvöldið á risastórri íþróttafrétt“ og átti þar auðvitað við ógleymanlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM. Áhorfendur í sal fögnuðu ákaft enda virðast Lesa meira

thumb image

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma: Hversu lengi þarf að halda börnum heima eftir veikindi?

Foreldrar upplifa gjarnan óvissu tengt því hvenær börnin þeirra megi fara í leikskóla, skóla eða til dagforeldra í kringum eða eftir veikindi. Mig langaði því að deila þessu yfirliti með ykkur. Viðmið þessi eru unnin af Þórólfi Guðnasyni barnalækni ásamt heilsugæslulæknum í Kópavogi og hugsuð fyrir foreldra, starfsfólk leikskóla og dagforeldra. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma Lesa meira

thumb image

Besta ferilskrá allra tíma tryggði honum starfið

Ferilskrá er oftar en ekki bara drepleiðinlegur pappír með óáhugaverðum upplýsingum um hvar þú fórst í skóla og við hvað þú hefur starfað en hann er nauðsynlegur þegar kemur að því að sækja um vinnu. Þegar eftirspurnin eftir starfinu er mikil – og ekki síður ef þú sækist eftir draumastarfinu – dugir þessi einfaldi pappír Lesa meira

thumb image

Hreyfðu þig úti í sumar – Sniðugar hugmyndir!

Ég held að við getum flest verið sammála um að sumarið er tíminn. Það eru þó ekki margir sólardagarnir hér á landi, en þegar þeir koma er vert að njóta þeirra til fulls. Á sumrin finnst mér ómetanlegt að geta sett líkamsræktarstöðina í pásu þá daga sem veðrið er gott. Þá daga nýti ég frekar Lesa meira

thumb image

Bleikt könnun: Aron Einar skeggjaður eða skegglaus?

Mál kvenna er að skegg íslenska landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, sé hér um bil jafnmikilvægt og hann sjálfur, ja eða jafnvel Hannes. Aðrir eru minna hrifnir af skeggi og býsnast yfir því hvernig honum detti í hug að spila mikilvæga leiki í EM svona loðinn í framan í steikjandi hita. Eins og lesendur Bleikt geta Lesa meira

thumb image

Sérðu eitthvað athugavert við þessa mynd?

Rauði krossinn í Bandaríkjunum gaf nýlega út plagg sem hangið hefur við sundlaugarbakka þar í landi en markmiðið er að sýna krökkum reglur um viðunandi hegðun í lauginni. Myndin vakti mikla athygli eftir að Margaret Sawyer deildi henni á netinu og síðan þá hefur Rauði krossinn í Bandaríkjunum fundið sig knúinn til að senda út Lesa meira