Aislen Ducusin: „Var spurð hvort ég væri konan hans pabba“

Eftir að hafa lesið greinina um hana Loubi settist ég niður og ræddi við vinkonu mína, Aislen Ducusin. Tal okkar barst að Loubi og þeim óhugnanlegu viðbrögðum semviðtalið við hana vakti.

Aislen Ducusin er 26 ára stílisti. Hún er fædd á Filippseyjum en flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var að verða eins árs og eignaðist hér íslenskan stjúpföður. Aislen býr með kærastanum sínum í Breiðholti og er týpísk íslensk kona sem gengur um í lopapeysu og safnar skóm.

Ég byrjaði á að spyrja hana hvernig henni liði á Íslandi:

„Það er fínt“ Segir hún „Það er ekkert frábært en það er fínt. Við erum dálítið einangruð þjóð og margir virðast ekki fatta að þú getur verið litaður Íslendingur. Ég hef oft lent í því að bjóða góðan daginn og verið svarað á ensku. Afgreiðslufólk vill gjarnan halda að ég tali ekki íslensku þó svo það sjálft sé rammíslenskt. Ég hef líka lent í því að vera hundelt meðan ég versla, af öryggisvörðum og svona. Það er eins og fólk haldi að ég sé þjófótt, bara af því ég er ekki hvít á litinn“

Þú sást viðtalið við Loubi, hvað finnst þér um viðbrögðin?

„Þau eru frekar gróf en það er einmitt ástæðan fyrir því að Loubi stígur fram. Ég meina, hún hefur auðvitað lent í hinu og þessu sjálf og það er allt rétt sem hún segir. Við mættum auðvitað sína fólki sem hér kýs að búa meiri skilning, alveg sama hvort það sé frá Austur-Evrópu, Tælandi, Danmörku eða Morocco. Við ættum að vera stolt að því að þau kjósi að búa á okkar landi og bjóða það velkomið. Í stað þess að grípa strax til enskunnar gætum við heilsað því á íslensku. Okkur veitir ekkert að því að opna hugann aðeins og stíga út fyrir kassann. Heimurinn er miklu stærri en bara Ísland. “

Verður þú vör við fordóma?

„Í leikskóla fann ég auðvitað ekki fyrir þessu, eða man allavega ekki eftir því. En þegar ég fór í sjöunda bekk hófst eineltið. Það var aðallega einn strákur en hann kallaði mig t.d. „Negra“ sagði mér að hunskast heim og sagði að svona grjón eins og ég ættum ekkert að vera hér. Á tímabili þorði ég varla í skólabílinn vegna hans og vina hans. Eineltið varði í einn vetur en þá útskrifaðist gæinn og vinir hans.
Þegar ég fór svo í menntaskóla var ein stelpa sem gat ekki látið mig í friði, kallaði mig grjón og laug hinu og þessu upp á mig. Hún gat verið verulega nasty.“

Hefur þú lent í einhverjum öðrum atvikum tengdu þjóðerni þínu?

„Sko, ég hef alveg lent í hinu og þessu en það versta held ég að sé þegar ég karlmenn halda að ég sé einhver hóra og bjóða mér pening í staðinn fyrir kynlíf. Sumir virðast bara halda að allar útlenskar konur séu í vændi. Það er einstaklega niðrandi að vera á gangi í bænum og boðið 10.000 kall fyrir tott.

Verst var þó þegar ég var rúmlega 12 ára og fór til dyra heima hjá mér. Þar stóð maður um fimmtugt og spurði eftir pabba. Ég var ein heima og sagði manninum það en þá fór hann að spyrja mig allskonar spurninga.

Hann spurði mig meðal annars að því hvort ég væri konan hans pabba! Hann vissi greinilega ekki að ég væri fósturdóttir hans! Hann hætti ekki og hélt áfram að spyrja hvort pabbi hefði keypt mig og flutt mig inn. Ég var ótrúlega sár og reið enda bara tólf ára gömul.“

Einhver lokaorð?

„Já, þið þarna sem eruð alltaf að drepast úr gremju! Takið ykkur taki og reynið nú einu sinni að brosa til okkar hinna, við erum ekki þjófar, ekki glæpamenn, hryðjuverkamenn eða kynlífsþrælar. Við erum bara Íslendingar og ósköp venjulegt fólk sem kýs að búa á Íslandi“

thumb image

Lestu bréfið sem Emilia Clarke skrifaði 18 ára sjálfri sér

Það er sérstök tilfinning að horfa yfir farinn veg þegar ákveðnir draumar hafa ræst að hluta eða í heild. Emilia Clarke hefur slegið í gegn fyrir leik sinn þáttunum Game of Thrones og er svo sannarlega margt til lista lagt. Þó hún hafi ekki verið sú fyrsta til að spreyta sig sem Daenerys Targaryen gætum Lesa meira

thumb image

Svanhildur um sjálfboðaliðastarfið: „Það er nauðsynlegt að vera í góðu andlegu jafnvægi“

Svanhildur Valdimarsdóttir er aðeins 21 árs gömul en hefur farið í sjálfboðaliðastarf til Indlands, Kenýa og Tanzaníu. Hún ætlar aftur út til Kenía í sumar til þess að hjálpa fólki. Í viðtali við Bleikt sagði Svanhildur að enginn geti hjálpað öllum en allir geti hjálpað einhverjum. Svanhildur er ættuð frá Grundarfirði en er búsett í Reykjavík. Henni Lesa meira

thumb image

Þríhyrndur bursti í hyljarann frá Real Techniques

Bold Metals línan frá Real Techniques hefur slegið í gegn hjá íslenskum konum. Hér eru á ferðinni sannkallaðir lúxus burstar, hannaðir af förðunarfræðingum til að gefa förðuninni sem allra fallegastu áferð. Hárin í Bold Metals burstunum eru einstaklega mjúk, og hvít að lit svo auðvelt sé að sjá hversu mikið magn af förðunarvöru er í Lesa meira

thumb image

Barnsmóðir Johnny Depp vísar ásökunum Amber Heard á bug

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að leikaraparið Johnny Depp og Amber Heards stendur í skilnaði eftir 15 mánaða hjónaband. Greint hefur verið frá því að Heard hafi einnig farið fram nálgunarbann á leikarann og sakar hann um ofbeldi gegn henni. Þess til sönnunar færði hún fram myndir af sér sem sýna áverka í Lesa meira

thumb image

Hugsaðu um húðina og hárið í sumar

  Proderm sólarvörnin Silkimjúk þétt froða sem er létt að bera á húðina, börn og fullorðnir elska það. Bindur raka vel í húðinni og hefur yfir 90% UVA vörn sem er einstakt. Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð,  Proderm á því marga trygga aðdáendur. Virkar í 6 klukkutíma, húðin verður fallega brún og dúnmjúk og þolir sjó og sund, Lesa meira

thumb image

Unglingur verður stjúpmóðir

Á mínu 19. ári tók ég þá ákvörðun að flytja úr foreldrahúsum, búa með bestu vinkonu minni í öðru sveitarfélagi og vinna þar. Ég var ævintýragjörn manneskja og langaði að prófa að sjá fyrir mér sjálf og standa á eigin fótum. Á þeim tíma var áætlunin einungis að búa og vinna þar yfir sumarið en Lesa meira

thumb image

Til mannsins sem myndaði bílinn minn

Kæri ungi maður, þú sérð þetta kannski ef það fær nægilega mikla athygli, ég vona að svo verði. Fyrir nokkru síðan var ég á leið út úr verslun og sá þig taka mynd af bílnum mínum sem lagt var í fatlaðra stæði. Þú lést þig hverfa þegar þú sást mig nálgast. Ég vildi að þú Lesa meira

thumb image

Stórsigur íslenskra kvenna í Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit í dag. Björgvin Karl Guðmundsson sigraði í flokki karla. Alls voru 28 átta Íslendingar skráðir í þessa fjölmennu keppni og fóru yfirburðir okkar fólks ekki framhjá neinum. Björgvin stóð uppi sem hraustasti maðurinn og Ragnheiður sem hraustasta konan, en eins og fram Lesa meira