Áslaug Arna: „Ég væri til í að geta beygt til hægri á rauðu ljósi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er laganemi, blaðamaður og formaður Heimdallar. Áslaug er óhrædd við að tjá sínar skoðanir og fetar oft ótroðnar slóðir við það að ná athygli að málefnum.

ÁslaugLýstu sjálfri þér í þremur orðum

Skipulagður bakandi laganemi

 

Hvað hefur þú fengið mörg læk á status hjá þér?

Ég er ekki með það á hreinu, það var eitthvað rétt yfir 800.

 

Hver finnst þér fyndnastur/fyndnust á Facebook?

Eiginmaður Ragnheiðar Elínar iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðjón Ingi Guðjónsson, fráleitt hvað ég hlæ oft upphátt af statusum hans.

 

Hvað dettur þér í hug þegar ég segi „Næturlíf í Reykjavík?“

Dásamlegt sumarkvöld með góðum vinum, kokteilum og gríðarlegum dansi þegar líður á nóttina.

 

En „Íslensk stjórnmál?“

Mismunandi einstaklingar sem allir hafa áhuga á að bæta Ísland með misgóðum hugmyndum. Fólk þarf síðan að bera meiri virðingu fyrir þessum einstaklingum.

 

Hvað er uppáhalds lyktin þín?

Af ilmvötnum er það DAISY frá Marc Jacobs sem mamma mín átti, frískandi sumarlykt sem minnir mig á mömmu. Annars er hestalyktin alltaf í uppáhaldi.

 

Áslaug er ótrúlega klár í bakstri og gerir guðdómlega fallegar kökur
Áslaug er ótrúlega klár í bakstri  og eru kökurnar hennar áberandi fallegar

 

Hvað er það besta og versta við íslenskt sumar?

Það besta eru skyndiákvarðanir með góðum vinum um að ferðast innanlands og vera túristi um stund.

Versta er hvað það er fljótt að líða, sérstaklega í þessum kulda.

 

Tjaldútilega eða hótel?

Tjaldútilega með góðum hóp og gítar getur ekki klikkað, en í þessu veðri væri hótel í útlöndum betri kostur.

 

Hverju þyrfti að breyta á Íslandi? (3 atriði)

1. Ég væri til í að geta beygt til hægri á rauðu ljósi.. 2. Hitastiginu, bara ef einhver hefði völd til þess. 3. Ætti ég ekki að setja í forgang að fá að kaupa hvítvínið mitt í Krónunni. (En svona í alvöru er afnám gjaldeyrishafta, framtíðarstefna og sátt um sjávarútveg og breyta pólitíska andrúmsloftinu hjá fólkinu í landinu sem einkennist af of miklu hatri)

 

Hvað gerirðu helst þegar þú ert ekki á Facebook?

Þá læri ég lögfræði, vinn, baka kökur, tjilla í Valhöll eða hitti vini.

 

Hvor hópurinn er óvinsælli: Veðurfræðingar eða pólitíkusar?

Álíka óvinsælir allavega þetta sumarið.

 

 

thumb image

Risabrúðkaup í Rússlandi: 57 milljón króna brúðarkjóll og þriggja metra há brúðarterta

Madina Shokirova er dóttir rússnesk olíujöfurs og milljarðamærings. Hún gifti sig um helgina og það er öruggt að segja að brúðkaupið hafi verið mikið stærra og dýrara en þau eru flest. Brúðkaupið var tveggja daga veisla sem var haldin á Radisson Royal Congressional Park Hotel í Moskvu. Gestir brúðkaupsins voru um 900 talsins og þó Lesa meira

thumb image

Harry prins kynnti kærustuna fyrir Kate Middleton

Það voru skemmtileg tímamót í sambandi Harry prins og Meghan Markle þegar þau eyddu tíma saman í síðustu viku. Á þriðjudaginn fór Meghan í Kensington Palace og hitti Katrínu (Kate/Catherine) Middleton í fyrsta skipti. Meghan hafði nú þegar hitt Vilhjálm prins fyrir nokkrum mánuðum. Þykir þetta merki um að sambandið sé orðið alvarlegt en Harry Lesa meira

thumb image

Kourtney Kardashian skemmti sér með Justin Bieber um helgina

Kourtney Kardashian og Justin Bieber voru mynduð saman um helgina og skemmtu þau sér vel saman langt fram á nótt. Justin hefur lengi verið vinur Kardashian/Jenner fjölskyldunnar en áður hafa farið af stað sögusagnir um að Kourtney og Justin væru hugsanlega meira en bara vinir.   Justin og Kourtney sáust meðal annars fyrir utan The Lesa meira

thumb image

VARÚÐ: Sophie gíraffi barnsins gæti verið fullur af myglu!

Þegar barnatannlæknirinn Dana Chianese fann skrítna lykt af Sophie nagleikfangi á heimilinu þegar hú þreif það.  Hún ákvað því að skera það í sundur og skoða inn í það. Hún átti alls ekki von á því sem blasti við henni þegar hún opnaði leikfangið, svört mygla. Sophie gírafinn er gríðarlega vinsælt barnanagdót sem selt er Lesa meira

thumb image

Lögreguviðtali Kim lekið í fjölmiðla: „Það var þessi með skíðagleraugun sem beið hjá mér“

„Ég heyrði læti við dyrnar, eins og fótatak, svo ég kallaði „Hver er þar?„, segir Kim um það fyrsta sem hún man varðandi ránið í París. Þetta kemur fram í lögregluviðtali hennar sem var lekið í fjölmiðla og birt hjá franska dagblaðinu Le Journal du Dimanche. „Enginn svaraði svo ég hringdi í lífvörðinn minn, klukkan Lesa meira

thumb image

Dýrategundir sem þú vissir hugsanlega ekki að væru til

Dýrategundir eru eins mismunandi og þær eru margar. Það er sífellt verið að uppgötva nýjar tegundir og mætti segja að sumar séu frekar furðulegar, kannski af því að við erum ekki vön að sjá slík dýr eins reglulega og hunda eða hesta. Hér eru nokkrar dýrategundir sem þú vissir örugglega ekki að væru til sem Lesa meira

thumb image

Verða stenslar það heitasta í hártískunni í ár?

Hárgreiðslu- og listakonan Janine Ker notar stensla til að gera litríkar og margslungnar hárgreiðslur fyrir kúnnana sína. Samkvæmt Teen Vogue þá teiknar hún fyrst hugmyndirnar sínar á striga áður en hún útfærir þær á hár fólks. Janine byrjaði að deila myndum af „hárlistaverkum“ sínum á Instagram og er hún núna með næstum 25 þúsund fylgjendur, ásamt því Lesa meira

thumb image

Stjörnuspá Bleikt 16. til 29. janúar 2017

Mikil vernd og ljós er yfir landi okkar í  norðri um þessar mundir eftir erfiða meðgöngu stjórnsýslunar.  Gleði ríkir.  Samvinna verður að ríkja og samræma þarf vel hlutina. Ef eldmóður, elja, hugrekki, þolinmæði og umburðarlyndi verða samferða stjórnvaldinu eru lausnir á borðum,  en ef ekki, er stjórnsýslan afar viðkvæm.  Knús Spakmæli vikunnar:  Það  fást  engir Lesa meira

thumb image

Lögreglan leitar enn að Birnu Brjánsdóttur 20 ára

Enn hefur ekkert spurst til Birnu Brjánsdóttur sem lögreglan auglýsti eftir í gær. Síðast er vitað um ferðir birnu í miðborg Reykjavíkur um kl.05 aðfaranótt laugardags. Birna er tvítug, fædd árið 1996.  Líkt og við sögðum frá í gær er hún 170 sentímetrar að hæð, um það bil 70 kíló og með sítt rauðleitt hár. Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Yankie ostakaka

Hér er á ferðinni mögulega besta ostakaka sem ég hef smakkað og voru vinir og vandamenn sem smökkuðu algjörlega sammála! Hugmyndina fékk ég hjá Best Recipes og útfærði yfir í þessa dásamlegu köku. Yankie ostakaka – Uppskrift Botn 290 gr mulið Oreo (26 kökur) 110 gr smjör 2 tsk vanillusykur Karamellusósa 2 msk púðursykur 40 Lesa meira