Hleypur í minningu dóttur sinnar: „Gleym-mér-ei vinnur gríðarlega mikilvægt starf“

Þann 19. ágúst næstkomandi tek ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta sinn. Ég ætla hlaupa 10 km í minningu dóttur minnar en hún fæddist og lést 8. febrúar 2006. Ég ákvað að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei, en það er styrktarfélag sem styður við bakið á foreldrum sem misst hafa börnin sín. Sjá einnig: „Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu Þetta árið fer allur peningur sem safnast fyrir félagið í endurbætur á heimasíðu félagsins og fræðslubæklinga sem skilar sér í betri og aukinni fræðslu ásamt aðgengilegra efni fyrir… Lesa meira

Heiða Ósk – „Hægðu á þér, gefðu þér tíma og vertu þátttakandi í eigin lífi“

Það er ótrúlega auðvelt að týna sér í streitu lífsins og gleyma vera, gleyma njóta. Lífið fýkur framhjá og seinna meir sjáum við að við misstum af okkar eigin lífi…   Árið 2014 lagði ég af stað í ferðalag með sjálfa mig, hafði engan áfangastað í huga en hafði væntingar til þess sem ég vildi sjá og finna á þessu ferðalagi mínu. Ástæðan var einföld, ég var komin á stað þar sem staðan var ansi litlaus og leiðinleg. Ég var hætt að njóta eins og ég vildi njóta og hver dagur flaut framhjá mér af gömlum vana. Það má eiginlega… Lesa meira

Heiða Ósk ákvað að bæta við líf sitt – Um gjafir og að gera betur

Þegar árið 2016 fór að styttast í annan endann fór ég að velta því fyrir mér hvað ég vildi gera betur á því næsta. Ég hef unnið hörðum höndum að því að koma sjálfri mér á þann stað sem ég er á í dag og auðvitað ætlaði ég að halda því áfram en mig langaði að bæta einhverju við, bæta einhverju við fyrir aðra en sjálfa mig. Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að árið 2017 yrði árið sem ég myndi oftar gleðja aðra. Hvernig ætla ég svo að fara að því, svo ótal aðferðir til við að gleðja aðra. Pínu meiri… Lesa meira

Hjartað stækkar með hverju barni: „17 ára gömul fékk ég fyrsta barnið mitt í fangið og 31 árs það fimmta“

Þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt var ég spennt og hrædd. Spennt yfir því sem var í vændum og hrædd við það sem ég þekkti ekki.   Tíminn leið og því meira sem hann leið því ástfangnari varð ég af þessu litla barni, ástfangin af einhverjum sem ég hafði ekki einusinni hitt. Sérstakt en satt. Vissi ekki hvort kynið væri á leiðinni og fyrir ykkur sem ekki vita þá var ég 17 ára gömul að verða mamma og hélt ég vissi allt um lífið og ástina en hef komist að því með árunum að ég vissi fátt um lífið… Lesa meira

Meðganga eftir missi – „Óttinn rændi mig meðgöngunni“

Í dag eru 10 ár síðan dóttir mín kom í heiminn. Önnur dóttir mín, sú sem kom á eftir þeirri sem dó. Frá því að ég pissaði á prikið og þangað til hún var fædd var ég hrædd, stundum svo hrædd að ég átti erfitt með að anda. Lestu meira: „Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu Meðgangan var rússíbani með nokkrum innlögnum á meðgöngudeild þar sem ég var í miklu eftirliti. Eftir meðgöngu Birtu vöknuðu grunsemdir læknanna um leghálsbilun sem var svo staðfest á þessari… Lesa meira

Þakklátar hjartamömmur

Mig langar til að pistill vikunar fjalli um verkefni sem ég tek þátt í þessa dagana ásamt 15 öðrum mömmum. Við köllum okkur Hjartamömmur. Hjartamömmur er hópur mæðra sem eiga það allar sameiginlegt að vera mæður hjartveikra barna. Þegar barnið manns greinist hjartveikt er mjög mikilvægt að eiga félag að eins og Neistann. Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna sem styður fjölskyldur barna og unglinga á hinn ýmsa hátt. Eitt af því sem félagið gerir er að halda úti síðu þar sem foreldrar geta fengið upplýsingar og fræðslu. Heimasíða Neistans er komin á tíma með uppfærslu og endurbætur og langaði okkur hjartamömmur að aðstoða og gefa til baka það sem… Lesa meira

Hamingju-, jákvæðnis-, þakklætiskrukkan

Við erum mörg ótrúlega góð í því að gleyma því góða og muna það slæma. Í fyrra ákvað ég að vinna með jákvæðni og þakklæti hjá mér og krökkunum. Í dálítinn tíma hafði ég velt því fyrir mér hversu stutt það jákvæða staldraði við en það neikvæða gat átt sæti í hausnum á manni svo dögum skipti. Alveg óboðlegt... Við gefum því slæma of mikla athygli á meðan við lítum sjálfsögðum augum á alla litlu jákvæðu hlutina í lífi okkar og tökum varla eftir þeim. Hugurinn er magnað fyrirbæri sem er hægt að móta eins og leir. Einhverstaðar fóŕ leirinn… Lesa meira

Glódísarhelgar: Börnin mín eiga fastar mömmuhelgar hjá annarri konu

Börnin mín komu heim í gær úr Glódísarhelgi. Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er ég ekki fráskilin samkynhneigð kona en börnin fara í mömmuhelgar hjá annarri konu, mömmu. En fráskilin er ég samt. Ekki nema von að fólk spyrji, hver er Glódís? Glódís er konan sem kom inn í líf barnanna minna fyrir fjórum árum síðan þegar hún kynntist pabba þeirra. Trúið mér... Það rigndi ekki glimmeri og regnbogum í upphafi. Síður en svo, skilnaðir eru alltaf flóknir þótt allir aðilar leggi sig fram. Tíminn leið og glimmerið settist svo allir fóru að sjá skýrt á ný.… Lesa meira

„Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu

Mig langar til að deila með ykkur reynslu sem breytti lífi mínu. Reynslu sem ég hélt að ég gæti aldrei lært að lifa með. Reynslu sem ég hélt að mér myndi aldrei þykja vænt um. Reynslu sem ég hélt ég gæti aldrei talað um án þess að gráta. Reynslu sem ég hélt að ég myndi aldrei sætta mig við. Reynslu sem ég hef notað til að hjálpa öðrum sem hafa ekki haft trú að hlutirnir verði nokkurn tima aftur í lagi. Þann 8. febrúar 2006 kl 16:30 fæddist litla heilbrigða stelpan mín, fullkomin en of lítil til að taka þátt… Lesa meira