*TW*: „Segðu frá þó það særi og þó þú missir frá þér einhverja vini“

Kæra vinkona. Fyrir nokkrum árum fór ég í sumarbústað með vinum mínum. Einn elsti vinur minn átti afmæli. Bólfélagi minn, sem var einnig vinur hans, var með í för ásamt fleiri strákum og nokkrum stelpum. Á fimmtudeginum spyr vinur minn hvort að vinur hans, sem ég hafði aldrei séð né heyrt um, megi fá far hjá mér. Ég samþykkti það. Á leiðinni byrjuðum við að spjalla og ég fékk að vita hvernig hann kynntist þessum vinahópi og öfugt. Ég byrja strax að drekka þegar við komum í bústaðinn. Það var mikið fjör og um nóttina erum við í heita pottinum… Lesa meira

Jóhanna: „Afhverju gat ég ekki horft á blaðið og lært í tíma?“ – ADHD og sjálfsmyndin

Ég greindist mjög sein með ADHD, ég var komin í 1.bekk í frammhaldsskóla. Ég hef alla mína ævi fengið mjög lélegar einkunnir þó svo að ég lærði og lærði og lagði mig alla framm. Ég var sú sem fór beint heim eftir skóla í 5.bekk að læra á meðan stelpurnar kíktu stundum í sund. Ég fékk alltaf á milli 1-4 á prófum þó ég lagði allt í þetta. Þessar tölur voru svo niðurbrjótandi, á meðan sumir sem höfðu lítið sem ekkert fyrir þessu og fengu 9. Ég skildi aldrei hvað væri að mér, afhverju var ég svona heimsk? Ég var… Lesa meira

„Ekki vera hissa á aukakílóum, sleni og þreytu“ – Hvernig borðar þú?

SKILURÐU MUNINN Á ÞESSU TVENNU?   1) Ég borða í vitund, tek eftir matnum, finn fyrir honum í munninum og tygg hann vandlega áður en ég kyngi. Ég borða mat sem er í samhengi við náttúruna og náttúruleg ferli og er laus við aukefni, ég borða grænmeti sem hefur fengið að vaxa í friði. Ég borða mátulega skammta af mat. Ég borða jafnt og þétt yfir daginn, upplifi engar sveiflur í orku og þarf því ekki næringu rétt fyrir svefninn. Ég borða í samhengi við orkuþörf mína – ekki til að fást við tilfinningar mínar. 2) Ég borða hratt, án… Lesa meira

„Ég hef oft lent í því að heyra: En bíddu þú ert svo klár, afhverju ertu ekki að læra eitthvað annað?“

Ég sit á kaffihúsi að skrifa ritgerð um óperu. Nýbúin að eiga frábæra helgi með öllum danskennurunum sem ég vinn með og gæti ekki verið í betra skapi. Nema hvað.. Hér sitja tveir miðaldra menn við hliðina á mér. Þeir eru að tala um börnin sín og hvað sé í fréttum. Þá segir annar: Æ hún er svo upptekin af þessu leiklistar og dans kjaftæði. Alveg heltekin. Það er engin framtíð í því. Þá segir hinn: Nú talar þú eins og gamall karl. Þá svarar hinn aftur: Já ég er gamall, en það eru engar tekjur í þessum heimi og… Lesa meira

Óðurinn til hlaupanna – „Flæði í lífinu og endorfínvíman sanna“

Það er mín heitasta ósk að þessi grein nái að opna augu þín, kæri lesandi, fyrir þeim yndislegu tilfinningum sem útihlaup geta gefið þér. Já útihlaup, því ég vil þú sjáir fegurðina í náttúrunni og andir að þér súrefni eins og náttúran bjó það til. Útihlaup geta verið frelsandi, þau geta leyst þig úr viðjum hversdagsins og þau geta gefið þér sigra, jafnvel þótt þú farir bara stutt hverju sinni og hlaupir hægt. Þessir sigrar snúast um að þú bætir þig í tíma, hlaupir lengri vegalengd og að þú finnir vöðva myndast og komist í heilsuhraust form. En hvað er… Lesa meira

11 ára sonur hennar óttast að koma heim – „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu“

Þegar 11 ára sonur minn hitti vin sinn um daginn heyrði ég hann segja þessi orð: „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu. Hann býr inn í þessu herbergi og heitir það sama og bróðir minn, en hann er ekki bróðir minn.“ Börn skynja aðstæður oft á svo undraverðan og einlægan hátt. Aðstæður verða oft óljósar þegar erfiðleikar steðja að og þá reyna þau að setja orð á þær til að gera þær skiljanlegri. Drengurinn minn hefði ekki getað orðað þetta betur á nokkurn hátt. En á sama augnabliki upplifði ég svo mikið vonleysi og sorg að ég átti erfitt… Lesa meira

Snædís: „Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann?“

Þar sem ég er í kennaranámi á masterstigi er heimanám mér mjög hugleikið þessa dagana... Mig langar aðeins að skrifa nokkrar hugleiðingar um heimanám út frá heimildum sem ég hef lesið og mínum skoðunum. Með því vil ég vekja ykkur sem foreldra til umhugsunar um nám og skólagöngu barnanna ykkar. Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann? Ferð með vöruna (barnið) í skólann og væntir þess að hann skili því samkvæmt gæðastimlum, ef ekki þá hefur þú rétt á að kvarta? Ég hef það stundum á tilfinningunni og hef heyrt um mörg dæmi að svona líti… Lesa meira

Bréf til Tinnu – „Ef ég og/eða konan mín byrjum að hitta annað fólk þá er það ekki framhjáhald“

Opið bréf til Tinnu: Góðan daginn Tinna Mér barst til augna pistill sem þú skrifaðir fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og ég skildi hugsunina á bak við skrif þín þá stakk pistillinn mig. Hann sagði mér það sem svo margir segja mér aftur og aftur: Þú lifir lífi þínu ekki rétt! Mig langar til að byrja á því að nefna að ég er svo sammála þér með það að framhjáhald er skelfileg og ljót framkvæmd, sem því miður er allt of algengt í okkar samfélagi. En það sama á við fordóma eins og þú sýnir svo sterkt. Fordómar koma… Lesa meira

Fæðingarsaga Andreu: „Til allra mæðra þarna úti, þið eruð hetjur“

Andrea Sólveigardóttir deilir hér fæðingarsögu sinni frá því að hún eignaðist dóttur sína sem er nú sjö mánaða gömul. Hún var á báðum áttum hvort hún ætti að deila henni en ákvað ríða á vaðið, hún sagði fyrst sögu sína á Króm.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hana. Fæðingarsaga Andreu Ég er búin að vera á báðum áttum um hvort ég ætti að deila fæðingasögunni minni. Í fyrsta lagi var ég ekki viss um hvort að einhver myndi hafa áhuga á að lesa hana og svo er þetta rosalega persónuleg upplifun og var ég ekki viss hvort ég væri tilbúin að… Lesa meira

„ Man ég eftir að vakna með þig ofan á mér“ – „Þú munt aldrei vita hvernig þú braust á mér“

Vildi ég óska þess Þetta kvöld, margt á þessu kvöldi vildi ég óska þess að hefði farið öðruvísi Þetta kvöld er brennt í heilann á mér Ég man lítið en man ég samt eitthvað Ég man hvað ég átti erfitt með að halda hausnum uppi Ég man að þú færðir þér nær mér þegar þú talaðir við mig En svo margt vildi ég óska þess að hefði farið öðruvísi Vildi ég óska þess að ég hefði ekki drukkið svona mikið Vildi ég óska þess að þér hefði ekki fundist allt í lagi að grípa í klofið á mér Vildi ég… Lesa meira

Fæðingarsaga Olgu Helenu – Fékk gat á lungað í átökunum

Olga Helena á Lady.is var svo góð að leyfa okkur að birta fæðingarsöguna sína: Um kvöldið þegar ég var komin 39 vikur + 1 dag fór ég að finna daufa túrverki með samdráttum með 10 mínútna millibili. Ég fer að sofa en vakna aftur um nóttina við sterkari túrverki. Klukkan 7 um morguninn fer síðan slímtappinn. Samdrættirnir halda áfram yfir daginn á svipuðu róli, sirka 10 mínútur á milli en ekki miklir verkir. Ég ákveð að fara í skólann þar sem það var skyldumæting og var þetta seinasti tíminn sem ég þurfti að mæta í til að ná 80% lágmarksmætingu. Andri… Lesa meira

„Hættirðu við að deyja?“

Ég fór til Jónínu fóstursystur minnar til að halda upp á 75 ára afmæli nýlátins föður míns. Þegar ég kom að útidyrum Jónínu stóð þar lítil fimm ára hnáta og spurði mig blákalt: „Hættirðu við að deyja?“ Ég svaraði: „Já, ég ætla bara að lifa!“ „Þér er bara batnað?“ spurði hún þá, forvitin á svipinn. „Já, ég er góður,“ svaraði ég og þá hleypti hún mér inn fyrir. Þessi fimm ára hnáta hafði farið á sjúkrahúsið í Keflavík með foreldrum sínum og séð föður minn þar – henni hafði verið sagt að pabbi minn væri að deyja. Þegar hún sá… Lesa meira

Opið bréf til Óttars Guðmundssonar

Sæll Óttar. Mér líður eins og þú þurfir betri útskýringar á því hvernig netið er notað í dag. Þetta viðhorf þitt minnti mig einungis á það hversu mikilvægt það er að gera stafrænt kynferðisofbeldi skýrlega bannað með lögum, svo að það sé á kristaltæru að dreifing kynferðislegra einkamynda án samþykkis einstaklinga sem á þeim birtast er óásættanleg og aldrei í lagi. Það er heldur aldrei í lagi að færa skömm yfir á brotaþola og það er nákvæmlega það sem þú ert að gera þarna. Sem þekktur geðlæknir ættir þú að átta þig á því að stöðu þinni innan samfélagsins fylgja… Lesa meira

Álfheiður ætlar að verða vélstjóri: „Það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér“

Hvað vilt þú verða þegar þú verður stór? Ég man vel eftir því þegar ég var á lokaári í grunnskóla og þurfti að taka þá ákvörðun um það í hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í, og hvað ég ætlaði nú að verða í framtíðinni. Ég var nokkurn vegin með hugmynd um hvað ég vildi gera. Ég vildi læra bifvélavirkjun einfaldlega af því að pabbi er bifvélavirki og ég hafði oft verið að brasa í skúrnum með honum og þar kviknaði áhuginn á vélfræðinni. Ég sótti um nám í Borgarholtsskóla og hóf nám í grunndeild málmiðna, þar kynntist ég rennismíðinni og… Lesa meira

Mangókubbar með kókosmjólk – „Í miklu uppáhaldi hjá Loga“

Hér er gómsæt uppskrift sem hentar vel fyrir 6 mánaða og eldri. Þetta mauk er í miklu uppáháldi hjá Loga þar sem hann elskar mangó. Uppskriftin inniheldur kókósmjólk sem er góð fita og er okkur öllum lífsnauðsynleg og sérstaklega fyrir ungabörnin sem eru nýbyrjuð að fá fasta fæðu. Kókosmjólkin inniheldur góðar fitusýrur sem örvar þroska heilans og augna og eykur heilbrigði beina. Einnig er hún ótrúlega rjómakennd og bragðgóð mjólk. Hún er hreint út sagt alveg frábært fyrir litla kroppa. Uppskriftin er í stærra laginu, því mér finnst betra að úbúa aðeins meira og frysta. Það sem þarf eru 2… Lesa meira

Gabríela Líf er komin af stað í mömmu-crossfit

Eins og ég talaði um á Snapchat fyrr í vikunni þá var ég að byrja í mömmu-crossfit tímum. Tímarnir eru í Crossfit Reykjavík sem er staðsett í Faxafeni og eru þrisvar í viku. Tímarnir eru ætlaðir verðandi og nýbökuðum mæðrum sem hafa áður æft crossfit. Það er skilyrði að þær sem eru í tímunum hafi lokið grunnnámskeiði í crossfit áður en þær byrja. Þær æfingar sem gerðar eru á námskeiðinu eru hefðbundnar crossfit æfingar en eru þær aðlagaðar að nýbökuðum mæðrum. Þær sem byrja eru í allskonar formi, við erum allar mismunandi staddar eftir meðgönguna og fæðinguna og gerir hver… Lesa meira

Erna Kristín: „Glöð að ég varð ekki mamman sem ég ætlaði mér að verða“

Ég sit hérna upp í sófa & vona að litla barnið sé dottið út. Ég horfi á skítugt gólfið, þvottahrúguna, uppvaskið, dótið, krotið á veggjunum, hundinn sem er í spreng og andvarpa. Þetta er allt að ske akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta. Ég er með óteljandi verkefni hangandi yfir mér sem koma úr öllum áttum. Skólinn, vinnan, fyrirtækið og húsverkin. Ég er að reyna að byrja koma mér í ræktina, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að ganga... (smá pása, litli er að kalla, ég er að pæla í að fela mig á bakvið sófa, jú… Lesa meira

Þegar rafhlaðan klárast – „Ég er orðin gjörsamlega dofin, ég finn ekki fyrir neinu“

Ég er móðir unglingsstúlku sem glímir við andlegt mein. Stríðið við að halda henni á lífi er töff. Það hefur staðið yfir í tæp tvö ár núna. Sumar baráttur hafa unnist og aðrar ekki en stríðinu er ekki lokið. En ég finn samt að ég er að gefast upp. Þrek mitt til að berjast er búið. Það er nefnilega þannig að meðan ég barðist fyrir barnið mitt, við það sjálft, þá læddist aftan að mér tilfinning sem nagaði sig hægt og rólega inn í sálina mína. Tilfinningin um að þetta sé einhvern veginn mér sjálfri að kenna. Að ég sé… Lesa meira

Prjónað í fæðingarorlofi

Ég hef alltaf verið mikið fyrir að prjóna, eða í raun bara verið mikið fyrir allskonar handavinnu en prjón er í raun eitt stærsta áhugamálið mitt. Þetta er áhugi sem ég fæ frá mömmu minni sem hún hefur frá mömmu sinni og svona koll af kolli langt aftur, en mamma hefur gefið út nokkrar prjónabækur sem hafa verið vinsælar hér á landi. Minn prjónaáhugi hófst þegar ég var 6 ára, ég man alveg hvernig meira að segja. Í 6 ára afmælisgjöf frékk ég barnaprjónapakka frá bróður mínum, en þessi pakki var ótrúlega sniðugur. Í honum leyndust nokkrar hnotur, prjónar og… Lesa meira

Gabríela Líf hætti að drekka – „Ég var oftar en ekki bara hundleiðinleg og með vesen“

Þann 23. ágúst 2014 tók ég án efa erfiðustu en jafnframt bestu ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Ég ákvað að hætta að drekka áfengi. Ég var þá 23 ára gömul, í miðju háskólanámi og á fullu að njóta lífsins. Ég hafði haft þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma en lét einhvern veginn aldrei verða að því. Ég vonaðist alltaf til þess að næsta djamm yrði svo skemmtilegt að ég gæti bara alls ekki misst af því. Ég hafði oft farið út á lífið edrú og skemmt mér konunglega, farið í bæinn og dansað meira en flestir þar.… Lesa meira

Hjartasteinn: Fimm hjörtu af fimm mögulegum

Kvikmyndin Hjartasteinn var frumsýnd hér á landi í gær en hún er eftir Guðmund Arnar Guðmundson. Hann sagði í ræðu sinni fyrir sýninguna að ferlið hafi tekið um 10 ár og nú loksins gæti hann séð draum sinn rætast, að myndin sé sýnd í stóra sal Háskólabíós. Áður hafði myndin þó verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heim og hlotið samtals 17 verðlaun. Ég varð mjög hrifin og hélt myndin mér við efnið allan tímann. Myndin er mjög falleg og krakkarnir sem leika aðalhlutverkin, þau Blær Hinriksson, Baldur Einarsson, Diljá Valsdóttir og Katla Njálsdóttir skiluðu því vel af sér.… Lesa meira

Þegar náttúran bregst – Brjóstagjöf og ögun mæðra

  Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi en undanfarin ár og áratugi hefur vísindaleg orðræða um brjóstamjólk færst frá því að skilgreina hana sem ávinning fyrir barn og jafnvel móður yfir í það að skilgreina skort á brjóstagjöf sem áhættuþátt. Þessi breyting hefur margvísleg áhrif á stöðu móðurinnar innan orðræðunnar þar sem hún stendur nú frammi fyrir því að ef barnið fái ekki brjóstamjólk, í nægu magni, nógu lengi sé það áhættuþáttur fyrir heilsu þess og velferð. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er alltaf nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera… Lesa meira

Ágústa Erla fæddist með op á milli hjartagátta – „Við Óli horfðum bara á hvort annað og hugsuðum það versta“

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir barnið mitt. Ég er svo þakklát fyrir að hún er heilbrigð, ég veit að það er ekki sjálfsagt og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi að gefa mér hrausta og heilbrigða stelpu. Það eru margir sem ekki vita að þegar Ágústa Erla fæddist lokaðist ekki gatið á milli hjartagáttanna hjá henni. Daginn eftir að hún fæddist vorum við ennþá uppá spítala þar sem að ég gat engan veginn farið heim strax eftir keisarann sem ég fór í. Læknir kom og ætlaði að kíkja á hana, venjuleg skoðun. Nema það að hann segir… Lesa meira

AÐ ELSKA LÍKAMA SINN.. EINS OG HANN ER!

Þetta er eitthvað sem ég er búin að reyna takast á við undanfarna mánuði, að elska líkama minn eins og hann er. Það er ekki búið að vera auðvelt og er ég örugglega ekki sú eina í þeirri stöðu. En ég ætla að hætta þessari vitleysu og fara að þykja vænt um líkamann minn. Ég er nú aðallega að tala um magasvæðið en það teygðist mjög mikið á maganum mínum þegar ég var ólétt. Ég fékk líka smá ljós slit sem komu bara í ljós eftir að ég átti, þegar maginn fór að dragast saman. Ekkert stórvægilegt og þykir mér… Lesa meira