Hreyfðu þig úti í sumar – Sniðugar hugmyndir!

Ég held að við getum flest verið sammála um að sumarið er tíminn. Það eru þó ekki margir sólardagarnir hér á landi, en þegar þeir koma er vert að njóta þeirra til fulls. Á sumrin finnst mér ómetanlegt að geta sett líkamsræktarstöðina í pásu þá daga sem veðrið er gott. Þá daga nýti ég frekar til þess að hreyfa mig úti. Það er svo gott að breyta út af vananum, anda að sér fersku lofti og ég tala nú ekki um þá náttúrufegurð sem Ísland hefur að geyma. Ég setti mér það markmið að vera dugleg að nýta mér útiveruna… Lesa meira

Hugaðu að betri kostum í grillmatnum í sumar

Nú þegar hlýna fer í veðri eru grillin dregin fram og fólk nýtir sér slíka eldamennsku yfir sumartímann. Það er svo yndislegt að geta breytt til út af vananum. Mörgum reynist erfitt að halda í heilsusamlegan lífsstíl á sumrin þar sem freistingarnar eru örlítið meiri en gengur og gerist. Það er verið að grilla safaríkan mat og svo eru heimsóknir í ísbúðina mjög vinsælar á þeim tíma. Það er samt óþarfi að hafa áhyggjur þar sem að það er alltaf hægt að hafa betri kostina á bakvið eyrað. Mér finnst gífurlega mikilvægt að gleyma því ekki að njóta en ávallt… Lesa meira

Ljúffeng og holl marinering fyrir kjúklingabringur

Glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir því að mér finnst einstaklega gaman að matreiða hollan og góðan mat. Í gegnum tíðina hef ég oft eldað kjúklingabringur í ofninum. Mér finnst svo einstaklega hentugt að geta sett þær þar inn í minna en klukkustund og þurfa ekkert að hafa fyrir þeim. Um daginn voru hins vegar góð ráð dýr þegar ofninn minn tók upp á því að virka ekki og því var pannan dregin fram fyrir eldamennskuna. Ég vil meina að það hafi verið að hinu góða því þannig fékk ég hugmyndina að þessum dýrindisrétti sem er í uppáhaldi hjá mér… Lesa meira

Ale Sif: Mestu máli skiptir að þér líði vel þegar kemur að stóra deginum

Stóri dagurinn er festur niður og þá er byrjað að huga að því að undirbúa daginn þannig að hann lifi vel og lengi í minningunni. Flestar konur vilja vera upp á sitt allra besta þennan merka dag í lífi sínu og huga meðal annars að því að koma sér í betra form. Þegar ég byrjaði að skrifa þessa grein út frá mínum hugleiðingum með hollan og góðan lífsstíl í huga ákvað ég til gamans að leita á netinu að góðum ráðum fyrir konur til þess að koma sér í form fyrir brúðkaup, til þess að sjá hvað væri í boði… Lesa meira

Ale Sif: „Það þarf ekki að vera leiðinlegt að borða hollt“

Ég er svolítill „skipulagsperri“, sem hefur eflaust ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgt mér í gegnum tíðina. Þar af leiðandi finnst mér ótrúlega þægilegt, þar sem að ég bý ein og vinn mjög langt frá búð og matsölustöðum, að útbúa mér sem ég tek með mér í vinnuna dag hvern. Katrín Eva sem ég vinn hjá hlær stundum að skipulagsáráttunni í mér og Ingibjörgu, samstarfskonu okkar. Við mætum alltaf á morgnana hvor með sína bleiku nestistösku tilbúnar í daginn. Þannig spörum við ekki bara pening, heldur komum í veg fyrir óþarfa valkvíða vegna næstu máltíðar og höldum okkur auðveldlega í hollustunni. Geri nestið… Lesa meira

Fimm uppáhaldssnyrtivörurnar mínar

Ég hef í gegnum tíðina verið mikill snyrtivöruaðdáandi, þrátt fyrir að hafa byrjað tiltölulega seint að nota slíkar vörur. Á þeim tíma sem ég byrjaði að mála mig var öldin önnur en hún er í dag. Nú á tímum eru ungar stelpur orðnar miklu reyndari og farnar að farða sig töluvert mikið. Oftast nær eru þær líka virkilega færar, enda hefur mikil þróun átt sér stað á þessu sviði. Það hefur gerst seinustu árin með tilkomu ýmissa kennslumyndbanda og nýjum samskiptamiðlum eins og Instagram og Snapchat. Ég man að það allra heitasta á mínum yngri árum var matt púðurmeik, hvítt dust og svartur eyeliner í vatnslínuna.… Lesa meira

Ale Sif: Quesadilla færð í hollari búning

Þeir sem að hafa fylgst með mér í gegnum tíðina, hafa mögulega tekið eftir ást minni á mexíkanskri matargerð. Ég veit fátt betra en að næra líkama og sál með einum vel útilátnum burrito. Það sem mér finnst svo ótrúlega heppilegt í mexíkanskri matargerð, er að hráefnið er flest mjög hollt og því er hún einstaklega hentug fyrir mig. En ég kýs að sjálfsögðu að hafa hollari kosti bak við eyrað hvað hana varðar, eins og alltaf. Vel bestu kostina hverju sinni Ég er mjög einföld þegar það kemur að matargerð, enda oftast nær að elda fyrir mig eina. En mér finnst… Lesa meira

Ale Sif: „Við erum öll mannleg“

Það eru eflaust margir sem halda að ég sé alltaf í gírnum og 100% í æfingum og mataræði. Sú er ekki raunin, þar sem ég er mannleg og á mín tímabil í lífinu eins og flestir aðrir. Svo tel ég mjög mikilvægt að njóta lífsins líka og því nauðsynlegt að innleiða smá kæruleysi í lífið inni á milli … Allt er gott í hófi! Grunnurinn að hollum lífsstíl bak við eyrað Grunnurinn að hollum og lífsstíl er þó ávallt til staðar. Þannig að þegar slík tímabil ganga yfir, er ég fljót að rífa mig upp aftur á beinu brautina og… Lesa meira

Innanhússarkitektúr á heimili Durgsins

Fyrir ári hefði ég sagt að eitt af mínum uppáhaldsáhugamálum væri fitness. En það hefur mikið vatn runnið til sjávar og lífið svo sannarlega tekið stakkaskiptum síðan þá. Í dag veit ég fátt jafn skemmtilegt og gefandi fyrir sálina eins og það að gera heimilið mitt fallegt, það kom mér virkilega á óvart hversu skemmtilegt verkefni það er. Vinkonur mínar héldu að allt yrði bleikt Flestar vinkonur mínar bjuggust við því að heimili mitt myndi enda sem bleik litasprengja, þar sem herbergið mitt í foreldrahúsum var svolítið mikið bleikt. En ég get stolt sagt að eini bleiki hluturinn á heimilinu mínu… Lesa meira

Heilsuhugleiðingar Ræktardurgsins: Byrjaðu daginn þinn á volgu vatni

Að koma sér í gang Núna eru flestir komnir á gott skrið í ræktinni eftir desembermánuðinn með tilheyrandi gúrmi og gleði. Ég viðurkenni að ég átti smá erfitt að koma mér á beinu brautina fyrstu vikuna á árinu. Enda búin að vera með flensu yfir jólin og leyfði mér aðeins meira gúrm en ég er vön. Ég upplifði hreinlega smá fráhvarfseinkenni þegar ég keyrði fyrstu vinnuvikuna í gang, enda nóg að gera á þessum tíma árs hjá þjálfurum landsins. Fleiri farnir að huga að hollum og góðum lífsstíl Það sem ég hef tekið eftir í gegnum árin er að það er alltaf minni breyting… Lesa meira

Ræktardurgurinn: Snyrtibuddan mín

Ég veit fátt jafn skemmtilegt og að farða, ég myndi segja að það sé ákveðin list. Verandi förðunarfræðingur er ég einstaklega mikill “snyrtivöruperri”. Það er virkilega  hentugt þegar ég finn eitthvað fallegt sem mig langar að bæta við í snyrtibudduna mína. Þá hef ég góða og gilda afsökun fyrir kaupunum. Ég heillast langmest af náttúrulegri förðun og er mjög dugleg að vera með puttan á púlsinum og kynna mér hvað er í gangi í förðunarheiminum. Snyrtibuddan mín er breytileg, þar sem að mér finnst spennandi að prufa nýjungar. Ég nota ekki allar vörurnar dagsdaglega og finnst meira segja mjög fínt að… Lesa meira

Ræktardurgurinn: Hvað ætlar þú að gera árið 2016?

Að láta hluti verða að veruleika Skipulagsperrinn í mér er í essinu sínu á nýju ári. Ég trúi nefnilega að það sem þú setur út í heiminn komi til þín. Með því að hugsa um það sem þú vilt að gerist, eða skrifa það niður, er líklegra að það verði að veruleika. Þess vegna elska ég að setja mér markmið og skrifa þau niður, þannig á ég þau á blaði sem áminningu og hef sömuleiðis ,,sett þau út í heiminn“. Var ekki alltaf A manneskja Ég er mikil A++ manneskja, en hef ekki verið þannig alla tíð. Á mínum yngri árum gat ég oft… Lesa meira

Hvað verður í eftirrétt hjá þér á áramótunum?

Gleðileg jól kæru lesendur. Ég vona að þið hafið átt ljúfar stundir yfir hátíðirnar í faðmi fjölskyldunnar. Ég hafði það svo sannarlega gott og naut mín í botn. Ég hélt mín eigin jól í fyrsta skipti og er í skýjunum með velheppnaða hátíð. Það hefur verið hefð á jólunum hjá fjölskyldunni minni að gera marengsbomburétt í eftirrétt. Ég vildi að sjálfsögðu halda í þá hefð þetta árið, en ákvað að breyta uppskriftinni að þessu sinni. Rétturinn sló í gegn og verður leikurinn endurtekin núna um áramótin. Þetta er algjör bomba eins og nafnið gefur til kynna. En ef að það… Lesa meira

Súkkulaðisaltkaramellumöndlur Ræktardurgsins

Eitt af mínu er hnetubarinn í Hagkaupum. Ég er svolítið sólgin í súkkulaðihúðuðu hneturnar, möndlurnar, bananana og slíkt gotterí. Ég hef samt einnig mjög gaman af því að búa til slíkar samsetningar sjálf og stefni á að deila ýmsu slíku góðgæti með ykkur í framtíðinni. Mér fannst vera smá jólabragur yfir þessari blöndu og ákvað því að deila henni með ykkur í tilefni jólaþema blaðsins. Svo er hún líka mjög einföld og fljótleg í framkvæmd. Ég er einstaklega hrifin af möndlum og borða þær sem millimál nánast á hverjum degi. Mér datt í hug að blanda þeim við nýjustu snilldina… Lesa meira

Það er allt að verða klárt fyrir jólin hjá Durginum

Eins og áður hefur komið fram í pistlum mínum, er ég einstaklega mikið Jólabarn sem að varð þó ekki svo fyrr en í seinni tíð. Allt að verða klappað og klárt Núna er minna en vika í jólin og það er allt að verða klappað og klárt í mín fyrstu jól á mínu eigin heimili. Ég lýg því ekki að ég er mjög spennt fyrir þeim og að temja mér mínar eigin hefðir fyrir komandi ár. Ég hef aldrei haldið jólin sjálf, en mun gera það í fyrsta sinn þetta árið og fá ömmu mína og systir í mat. Seinna… Lesa meira

Langar þig í söru-uppskrift Ræktardurgsins?

Ekki jól nema ég baki Sörur Seinustu fimm árin hef ég gert það að föstum lið að baka Sörur. Fyrir mér eru ekki jól nema eiga dísætar Sörur í frystinum til að njóta yfir hátíðina. Það hefur líka skapast smá pressa frá vinum og ættingjum sem eru ólmir í að næla sér í einn mola. Það er svolítið gaman af því hversu eftirsóknarverðar þær hafa verið seinustu árin, þannig að það er hvatning til þess að standa sig í stykkinu. Krefjandi bakstur Ég viðurkenni að Sörubakstur er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur í eldhúsinu.… Lesa meira

Það skiptir máli hvað þú gerir 365 daga ársins

Hvernig vilt þú koma undan hátíðinni? Ég tek eftir því í byrjun desember, að margir fara að stressa sig á því að halda uppi hollum og góðum lífsstíl en desember inniheldur yfirleitt talsvert magn af góðgæti og sætindum í bland við gleði. Í rauninni er engin ein leið rétt til þess að takast á við desember og það fer allt eftir því hvaða formi og árangri þú sækist eftir eða hvernig þú vilt koma undan hátíðinni. Hinn gullni meðalvegur Sjálf kýs ég  að hafa það sem markmið að vera í formi allan ársins hring og hef því hollan og góðan… Lesa meira

Hvað ætlar þú að gefa kærustunni í jólagjöf?

Flestir strákar sem ég þekki eru töluverðir jólasveinar þegar það kemur að því að gefa kærustunum gjafir. Í gegnum tíðina hef ég unnið við verslunarstörf og aðstoðað menn á öllum aldri við að finna gjöf handa ástinni í lífi þeirra. Þar sem ég er svolítið mikið jólabarn og gjafaperri með meiru. Ákvað ég að taka saman lista með nokkrum góðum hugmyndum að jólagjöfum, sem vonandi nýtist óvissum kærustum til góðs. Við stelpurnar viljum oft láta tríta okkur smá og að það sé smá hugarvinna í kringum gjafirnar. Að mínu mati er það alltaf hugurinn sem skiptir mestu máli. Kortið með pakkanum Mér… Lesa meira

Hætti ljósabekkjanotkun: „Húðin er mun heilbrigðari“

Ég held að fæstar vinkonur mínar hafi haft trú á mér fyrir ári og hlógu nánast að mér, þegar ég sagði  þeim að ég ætlaði að hætta að stunda ljósabekki. Ungfrúin sem gjörsamlega elskaði vera í sólbaði og fór mjög reglulega í ljós. Viti menn, í dag er ÁR síðan ég tók þess ákvörðun og get stolt sagt frá því að ég hef staðið við hana. Ég myndi segja að þetta sé með bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu. Ég tók reyndar þetta umræðuefni fyrr á árinu en finnst mikilvægt að minna á það aftur í skammdeginu og… Lesa meira

Ale Sif: Fegurðin kemur innan frá

Mér finnst þessi viska oft gleymast og ákvað því að skrifa um hana, til áminningar fyrir konur og stelpur á öllum aldri. Ég þarf stundum að minna mig á það sjálf og því gott tilefni til þess að taka það fyrir, enda orð að sönnu. Fátt jafn heillandi og manneskja með sjálfstraust Að mínu mati er fátt jafn heillandi og manneskja með sjálfstraust. Ég vildi bara að ég hefði áttað mig betur á því á unglingsárunum. En það er víst hluti af því að eldast og þroskast, að læra ýmislegt viturlegt á lífsleiðinni. Sá lærdómur hefur líka gert mig að… Lesa meira

Ræktardurgurinn: Kaldur hafragrautur er í uppáhaldi þessa dagana

Ég elska að gera mér kaldan hafragraut þessa dagana. Ástæðan fyrir því að ég segi kaldan, er vegna þess að ég geri hann deginum áður og geymi inn í ísskáp. Það er mismunandi hvers konar meðlæti ég vel mér en grunnurinn er ávallt, hafrar, vatn og kanill. Ég blanda þeim hráefnunum sem ég kýs hverju sinni saman og nota mjög takmarkað magn af vatni. Ætli ég noti ekki um hálft miðlungsstórt vatnsglas, þar sem að ég vil hafa grautinn frekar klessukenndan. Eftir að hafa hrært hráefnunum vel saman, hita ég grautinn inni í örbylgjunni í 1 mínútu, stappa honum saman í… Lesa meira

Eru próf framundan? Þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Við erum flest þannig úr garði gerð að við dembum okkur í lesturinn og glósur þegar prófin sækja að í lok annar. Í kjölfarið gleymum við oft að hugsa um okkur sjálf og þar af leiðandi næra líkama og sál, en það er mikilvægt að láta slíkt ekki sitja á hakanum. Oftast nær erum við það upptekin við lærdóminn að við sitjum svo tímunum skiptir og nörtum í óhollustu til þess að fá orku til þess að halda áfram. En málið er að óhollustan veitir okkur einungis skammtímaorku og svo er bara ótrúlega gott fyrir líkamann að staðið sé upp… Lesa meira

„Pepp playlisti“ Ræktardurgsins

Ég talaði um nokkra hluti sem kæmu mér í gang eftir lægð í ræktinni. Eitt þeirra var góður ræktarplaylist. Ég fékk í kjölfarið nokkrar fyrirspurnir um playlistann minn þessa stundina og ákvað að deila honum með ykkur lesendur kærir og peppa ykkur áfram í ræktinni. Ég er algjör alæta þegar það kemur að tónlist, það er svolítið mismunandi eftir aðstæðum. Í ræktinni eru það lög með smá skinku ívafi eins og ég vil kalla það, sem sagt svolítið stelpuleg í bland við annars konar lög með góðum takti. Hér eru topp átta uppáhalds þennan nóvember mánuð:   1.You Know You Liket it … Lesa meira

Af hverju áttu ekki sjónvarp?

Ég elska að setja sjálfri mér markmið, mér til hvatningar. Í dag er bráðum ár síðan ég festi niður stærsta markmiðið í lífi mínu hingað til. Það var að kaupa mér íbúð árið 2015. Nokkrum dögum fyrir jóladag í fyrra var ég í atvinnuviðtali hjá DV þar sem ég var meðal annars spurð út í fjölskylduhagi. Ég heyrði sjálfa mig tala og segja frá því að ég væri 26 ára, byggi í foreldrahúsum og ætti hvorki mann né börn. Það sló sjálfa mig örlítið og ég gat ekki hugsað um annað næstu dagana á eftir.   -Af hverju var ég ekki… Lesa meira