Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta. Við gefum Ernu orðið: Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Selena Gomez útskýrir fjarveru sína frá sviðsljósinu

Selena Gomez hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir utan einstaka skipti sem sést hefur til hennar með kærastanum hennar The Weeknd. Selena hefur loks gefið útskýringu á fjarveru sinni í sumar, hún þurfti að gangast undir aðgerð og fá nýtt nýra. Söngkonan er með sjálfsofnæmissjúkdóm og þurfti hún tíma til þess að jafna sig eftir aðgerðina. Leikkonan Francia Raisa gaf Selenu nýra og þakkar Selena henni, fjölskyldu sinni og læknunum sem hafa annast hana fyrir með hjartnæmum hætti : „Ég er mjög meðvituð um það að aðdáendur mínir hafa tekið eftir því að ég hef látið lítið fyrir mér fara… Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Guðrún ræðir opinskátt um andleg veikindi sín: „Ég er geðsjúklingur greind með geðhvörf og átröskun“

Guðrún Runólfsdóttir er 23 ára gömul og búsett á Selfossi með eiginmanni sínum og syni. Guðrún er förðunarfræðingur að mennt og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Guðrún er einnig geðsjúklingur, en hún er greind með geðhvörf og átröskun og hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í lífinu. Guðrún ákvað að vera mjög opin með andleg veikindi sín alveg frá upphafi og hefur talað opinberlega um þau í mörg ár. Nýlega fann hún fyrir mikilli þörf til þess að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi, en það er mikið algengara en fólk gæti haldið. Sængurkvennagrátur er mjög algengur hjá konum eftir barnsburð en það… Lesa meira

Falleg minimalísk húðflúr

Húðflúr hafa lengi verið vinsæl meðal fólks en í dag má nokkurn veginn segja að tískubylgja hafi gengið yfir og margir af þeim sem annars hefðu ekki hugsað sér að fá húðflúr eru komnir með eitt eða fleiri. Mörgum finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að fá sér stórt flúr sem þekur stóran part líkamans og þá er gott að sumir húðflúrarar hafa áhuga á því að gera einföld og lítil flúr sem eru falleg fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ahmet Cambaz frá Istanbul er ein af þeim húðflúrurum sem byrjaði seint að flúra en hafði unnið í sjö ár við að teikna myndir fyrir… Lesa meira

Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig, segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum.… Lesa meira

Meghan Markle opnar sig loksins um samband sitt við Harry prins

Samband Harry prins og Meghan Markle aðalleikkonu þáttanna Suits hefur verið mikið á milli tanna fólks síðan þau fóru að sjást saman, en parið hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiðla. Markle prýddi nýjustu forsíðu Vanity Fair blaðsins og leysti loksins frá skjóðunni í einlægu viðtali. „Við erum í sambandi og við erum ástfangin. Ég geri mér grein fyrir því að einn daginn munum við þurfa að koma fram og kynna okkur saman en einmitt núna er þetta okkar tími og ég vona að fólk skilji það. Við erum hamingjusöm," segir Markle og vonast til þess að fá örlítinn frið með sínum heittelskaða, en fjölmiðlar hafa elt þau á röndum síðustu mánuði. Þrátt fyrir að Markle lesi… Lesa meira

Prinsessa Japan afsalar titlinum fyrir ástina

Prinsessa Japan, Mako, hefur ákveðið að afsala titlinum til þess að geta gifts manni, Kei Komuro, en hann tilheyrir almúganum. Parið tilkynnti trúlofun sína um helgina, en þau kynntust þegar þau voru nemar í alþjóðlega kristilega háskólanum í Tokyo. Komuru starfar sem aðstoðarmaður á lögfræðistofu og þar sem hann er ekki prins þá verður Mako að hafna prinsessutitlinum til þess að mega giftast honum. Frá árinu 1947 hafa konur í Japan ekki getað erft krúnuna og einnig hafa þær ekki þurft að segja af sér titlinum þrátt fyrir að þær gifti sig. Föðurbróðir Mako er núverandi krúnuprins og á eftir honum í erfðaröðinni er faðir Mako og bróðir hennar. Áhyggjur… Lesa meira

Ekki dæma bókina af kápunni – Reynslusaga

Þrátt fyrir að vilja ekki viðurkenna það þá eiga mæður það til að slúðra um hvor aðra. Móðir í Ástralíu stóð sjálfa sig að því að vera að dæma konu og tala illa um hana við aðrar mæður þegar hún fékk skyndilega blauta tusku í andlitið. Constance Hall fór að taka eftir móður sem sótti barnið sitt á hverjum einasta degi mjög fín til fara. Hún var alltaf í háum hælum, með blásið hár og bar sig vel. Constance fannst hún vera snobbuð. "Og þarna var ég með brjóstin út um allt að gefa barninu að drekka, lyktaði eins og… Lesa meira

Leikarar Game of Thrones – Manst þú eftir þeim svona?

Sjónvarpsþáttaserían Game of Thrones er líklega ein umtalaðasta sjónvarpssería samtímans og aðdáendur hennar ná þvert yfir allan heiminn. Margir af þeim leikurum sem skarta aðalhlutverkum í seríunni eru þó ekki að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi. Bored Panda hefur grafið upp gamlar myndir af leikurunum áður en þeir urðu þekktir fyrir hlutverk sín í Game of Thrones. Á meðan beðið er með eftirvæntingu eftir næstu seríu sem ekki verður frumsýnd fyrr en árið 2019 geta lesendur Bleikt huggað sig við það að skoða þessar myndir af leikurunum.   Lesa meira

Hún mun líklega hugsa sig tvisvar um áður en hún biður kærastann um að koma með sér aftur í IKEA

Margar konur kannast við það að þurfa að draga kallana með sér í IKEA, oft við dræmar undirtektir. Kærasta þessa manns mun líklega hugsa sig tvisvar sinnum um áður en hún biður hann um að koma með sér aftur en kærasti hennar tók upp á því að ganga á eftir henni og taka upp myndband af viðbrögðum hennar meðan hann stríddi henni með nöfnum á IKEA vörum. Myndbandið er sprenghlægilegt og kærastinn hefur líklega nælt sér í frípassa á IKEA ferðir í framtíðinni. Lesa meira

12 ára stúlka tekur á móti bróður sínum í heiminn – Sjáðu myndirnar

Þegar fjölskylda frá Missisippi tók ákvörðun um að leyfa tólf ára dóttur sinni að taka þátt í fæðingu litla bróður síns bjuggust þau ekki við því að hún myndi enda á því að taka á móti honum og klippa á naflastenginn hans, en læknirinn sem var viðstaddur fæðinguna bauð Jacee Dellapenna að aðstoða sig á lokaspretti fæðingarinnar og gerði hún það. Fjölskyldan tók myndir af atvikinu og setti á Facebook síðu sína fljótlega eftir fæðinguna og stuttu síðar voru þær komnar í dreyfingu út um allt internetið vegna þess hve einlægar og fallegar þær eru. Móðirin, Dede Carraway segist ekki verða… Lesa meira

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt… Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að… Lesa meira

Konur í stærri stærðum glæsilegar í nýju dagatali

Tískubloggarinn Brianna McDonnell ólst upp við að skoða tímarit á borð við Vogue, Elle og V magazine og varð hún yfir sig heilluð af draumórunum sem skapaðir eru í tískuljósmyndun. Briönnu langaði til þess að gera eitthvað sem sneri að tísku en ýtti líka undir jákvæða líkamsímynd kvenna. Hún ákvað því að gera tísku dagatal þar sem konur í stærri stærðum gætu fengið að láta ljós sitt skína á listrænan og fallegan hátt. Hún fékk því til liðs með sér fleiri tískubloggara, áhrifavalda og vini í stærri stærðum og skapaði hún dagatal fyrir árið 2018 undir myllumerkinu #BeInYourSkin. Dagatalið sýnir… Lesa meira

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir af fólki sem hefur sigrast á krabbameini

Það er ekki margt í lífinu sem er jafn erfitt að sigrast á og krabbamein en Bored Panda tók saman lista af fólki sem hefur barist við og unnið sigurinn á móti krabbameini sem er einn skæðasti sjúkdómur í heiminum. Sumir á listanum greindust með krabbamein sem börn en aðrir voru orðnir fullorðnir þegar þeir greindust. Einhverjum voru aðeins gefnir nokkrir mánuðir og öðrum var sagt að það væru 90% líkur á því að þau myndu deyja. En eitt eiga þau öll sameiginlegt og það er að sama hvaða krabbamein þau greindust með og hversu langur tími þeim var gefin,… Lesa meira

Það gerist varla krúttlegra – Myndband sem fær þig til að brosa

Hlæjandi ungabörn er eitthvað sem fá alla til að brosa, innilega gleðin og ánægjan skín svo úr augum þeirra að maður getur ekki annað en hlegið með þeim. Við rákumst á þetta dásamlega myndband af tveimur ofurkrúttlegum börnum sem sitja á bumbunni á einhverskonar titrandi dýnu og hlæja að hvor öðru. Það gerist varla sætara en þetta https://www.facebook.com/JukinVideo/videos/1514426961978902/ Lesa meira

Fersk jógúrtterta með jarðaberjum

Þessi einstaklega ferska og góða jógúrtterta á sér sérstakan stað í hjarta mínu þar sem mamma mín gerði þessa tertu í hverri einni og einustu veislu sem hún hélt fyrir okkur fjölskylduna. Uppskriftin er lauflétt en vandasöm og það elska allir þessa tertu. Ég mæli því með því að prófa hana sem fyrst. Jógúrtterta með ferskum jarðarberjum: Botn: 250 gr Homeblest-kex 100 gr smjör 1 msk. sykur Jógúrtkrem: 200 gr fersk jarðarber 500 gr jógúrt með jarðarberjum 150 gr sykur 1 og 1/2 tsk vanillusykur 6 matarlímsblöð 4 dl rjómi Byrjið á því að bræða smjörið. Myljið því næst kexið… Lesa meira

Brynja Björk varar foreldra við gölluðum barnalæsingum

Dóttir Brynju vaknaði á undan henni síðasta laugardagsmorgun og laumaði sér fram í eldhús til að næla sér í góðgæti eins og börn eiga til með að gera þegar þau vita að foreldrarnir eru enn sofandi. Þegar Brynja kemur fram er dóttir hennar búin að klifra upp í skáp og sækja sér vítamín dollu með hinu fræga Sugar bear hair vítamíni sem er gefið út sem bláir gúmmíbirnir og lítur því út eins og sælgæti fyrir lítið barn. Hún borðaði ca 80-90% af dollunni og klósettferðir eftir því hjá barninu, ég lét fyrirtækið sem flytur þetta inn vita en fékk… Lesa meira

VMA hátíðin var í gærkvöldi – Sjáið tískuna og sigurvegara kvöldsins

VMA hátíð tónlistarstöðvarinnar MTV átti sér stað í gærkvöldi. MTV hefur tekið út kynjaskiptingu í bæði bíómynda og sjónvarpsþátta verðlaunaafhendingum og var þessi hátíð engin undantekning á því. Kendrick Lamar bar sigur úr bítum með tónlistarmyndband ársins við lagið „Humble“. Listamaður ársins var engin annar en Ed Sheeran og besti nýjasti listamaðurinn er Khalid. Lag sumarsins 2017 er „XO Tour Llif3“ með Lil Uzi Vert og besta samvinna listamanna fengu þau Taylor Swift og Zayn Malik fyrir lagið „ I don´t wanna live forever“. Það má segja að Kendrick Lamar hafi átt kvöldið þar sem hann vann ekki einungis tónlistarmyndband… Lesa meira

Svara fyrir líkamsskömmun á Instagram

Samfélagsmiðlar og hinn stafræni heimur hefur ekki beint verið öruggur staður fyrir jákvæða líkamsímynd. Hvar sem er í heiminum má sjá óraunverulegar hugmyndir um það hvað fegurð sé, allt frá auglýsingaskiltum til bíómynda og sjónvarpsþátta og auðvitað á Internetinu. En nú er fólk farið að nota Instagram til þess að deila sögum sínum og líkömum. Fólk sem er í allskonar formi, af öllum stærðum og gerð, af báðum kynjum og með mismikið sjálfsálit deilir nú myndum með myllumerkjunum #bodypositivity, #bopo, #bodyacceptance, and #effyourbeautystandards til þess að sýna fram á það að allir líkamar eru fallegir. Sögur þessa fólks eru svo… Lesa meira

Gísli og Silja keyrðu sex þúsund kílómetra til þess að verða vitni að sólmyrkvanum

Sólmyrkvinn sem átti sér stað mánudaginn síðasta hefur varla farið framhjá mörgum en fjallað hefur verið um hann í fréttum út um allan heim og myndir af honum verið sýndar á flestum miðlum landsins. Parið Gísli og Silja létu sér þó ekki nægja að fá einungis að sjá myndir af sólmyrkvanum heldur gerðu þau sér ferð þvert yfir Bandaríkin til þess að verða vitni að honum. Silja var uppi á fjöllum í hestaferð þegar hún fékk símhringingu frá Gísla og vini þeirra Sævari þar sem þeir sannfærðu hana um að fljúga til Bandaríkjanna og keyra rúmlega sex þúsund kílómetra til… Lesa meira

Hugmyndarík móðir sýnir hvernig meðganga og móðurhlutverkið er í raun og veru á sprenghlægilegan hátt

Maya Vorderstrasse eignaðist nýlega sitt annað barn. Þegar hún komst að því að hún var ólétt var hún komin með nóg af því hvað samfélagsmiðlar virðast sýna móðurhlutverkið sem fullkomið og auðvelt. Hún tók því málið í sínar hendur og ákvað að sýna heiminum hvernig það er í raun og veru. Satt að segja var ég orðin þreytt á því að sjá móðurhlutverkið sett upp sem fullkomið, gallalaust og áreynslulaust á samfélagsmiðlum þar sem að mér leið aldrei þannig. Svo ég ákvað að fagna óskipulagða lífi mínu og deila því með öllum í þeirri von um að hjálpa öðrum mæðrum… Lesa meira

Hrefna Líf safnar fyrir heimkomu hundanna sinna með tónleikum

Hrefna Líf Ólafsdóttir snappari og pistlahöfundur flutti ólétt út til Spánar síðasta haust til þess að læra dýralækningar. Eftir erfiða önn í skólanum eignaðist hún sitt fyrsta barn í miðjum lokaprófum og fékk ekki undanþágu frá skólanum til þess að halda áfram námi. Hún flutti því aftur til Íslands í sumar og hefur hún leyft fylgjendum sínum á snapchat að fylgjast með ferlinu. Hrefna Líf á tvo hunda sem skipta fjölskylduna rosalega miklu máli, þau Myrru og Frosta. Þau fluttu út til Spánar með fjölskyldunni og eru þeir nú staddir í Noregi hjá vinafólki hennar og bíða þess að komast heim en flutningsferli dýra til Íslands… Lesa meira