Að eiga börn með stuttu millibili

Ég er rosalega oft spurð að því hvernig það sé að eiga börn með svona stuttu millibili en það eru einungis 15 mánuðir á milli barnanna okkar hjóna. Strákurinn okkar er fæddur í nóvember 2013 og stelpan í janúar 2015 og ná þau því tveimur skólaárum á milli sín. Það eru kannski einhverjir sem spyrja sig að því hvort við hjónin höfum bæði skrópað í kynfræðslu daginn sem getnaðarvarnir voru kynntar í grunnskóla... Ég held að svarið sé nokkuð augljóst! En að öllu gríni slepptu, þegar ég varð ólétt í fyrra skiptið höfðum við hjónin verið að reyna í dágóðan… Lesa meira

Lilja er listakona með förðunarburstann – Ný förðun daglega í 100 daga

Lilja Þorvarðardóttir er förðunarfræðingur sem útskrifaðist úr Mask makeup academy & airbrush á síðasta ári. Lilja hefur mikla listræna hæfileika og á það til að týna sjálfri sér í listinni sinni. Hún er algjör hrútur, með gríðarlegan athyglisbrest og á það til að fara langt út fyrir ramman þegar hún leikur sér með förðunarburstan. Lilja ákvað á dögunum að skora á sjálfa sig með nýju verkefni þar sem hún gerir eina nýja förðun á sjálfa sig á hverjum degi í hundrað daga. Ég rakst á myndir af listaverkunum sem Lilja farðar á sig fyrir tilviljun, og heillaðist gjörsamlega af þessari… Lesa meira

Sumargleði Snappara – Glimmer og fjör

Síðasta miðvikudag, vetrardaginn síðasta, tókum við okkur saman nokkur sem höfum kynnst í gegnum miðilinn Snapchat og ákváðum að fagna komandi sumri og gera okkur glaðan dag. Mörg okkar voru að hittast í fyrsta skiptið þrátt fyrir að hafa talað mikið saman í gegnum Snapchat. En þessi skemmtilegi miðill gerir manni kleift að geta kynnst fólki með sameiginleg áhugamál og fylgjast með daglegu lífi hjá þeim sem manni þykja áhugaverðir. Ég ákvað fyrir rúmu hálfu ári að gera minn aðgang opinn fyrir almenning og hef ég ekki séð eftir því, enda kynnst fullt af ótrúlega áhugaverðu og skemmtilegu fólki sem… Lesa meira

Glæsileg stemmning á RFF – Sjáðu myndir af gestunum!

Fyrri sýning Reykjavík Fashion Festival var haldin í gærkvöldi í Silfurbergi Hörpu. Þar kom saman fjöldinn allur af fólki og spenningurinn leyndi sér ekki. Gleðin og áhuginn skein úr augum gestanna og mátti sjá fólk merkt hátíðinni á hlaupum við að leggja lokahönd á undirbúninginn. Það var greinilegt að þarna var saman komið áhugafólk um tísku þar sem allir voru glæsilegir og einstalega vel til hafðir. Vín, kaffi og hlátur var það sem einkenndi hópinn sem beið með eftirvæntingu eftir því að sýningin hæfist. Margir af helstu áhrifavöldunum í tískuheiminum voru að sjálfsögðu mættir og má þar nefna Þórunni Ívars, Fanney Ingvars, Línu… Lesa meira

„Ég sef bara á sunnudaginn“ – RFF 2017 er að skella á – Hér er dagskráin!

Reykjavík Fashion Festival hefur vakið mikla lukku hér á landi sem og hjá tískuáhugafólki um allan heim. Hátíðin er haldin í sjöunda skiptið í ár og má því segja að hún sé orðin að árlegum viðburði sem engin má missa af. Aðalmarkmið sýningarinnar er að markaðssetja íslenska hönnun og kynna þróun og tækifæri í íslenskum tískuiðnaði. Reykjavík Fashion Festival setti sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og hvetja þá til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. Því er hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum og orðið „ROK“ varð fyrir valinu en það er eitthvað sem allir íslendingar eru… Lesa meira

Uppskriftir úr saumaklúbb: Mangó sorbe, Frönsk súkkulaðikaka og Fersk ídýfa

Við vinkonurnar höldum alltaf saumaklúbb einu sinni í mánuði og skiptumst á að bjóða hvor annari heim. Við reynum alltaf að hafa eitthvað nýtt á boðstólnum ásamt því að halda fast í sumar veitingar sem okkur þykja ómissandi! Það er svo mikilvægt að fá smá stund með vinkonum sínum, spjalla um lífið og tilveruna og njóta góðrar vináttu og matar. Í gær bauð ég þeim heim til mín og hafði þar bæði rétti sem ég geri oft sem og prófaði eitt nýtt sem verður klárlega gert aftur og ætla ég mér að prófa mig áfram með fleiri ávexti. En það… Lesa meira

Tökum til í dómarasætinu og fögnum fjölbreytileikanum

Heimurinn er fullur af fólki. 6,987,000,000 manns til að vera nokkuð nákvæm. Hver ein og einasta manneskja af þessum fjölda hefur ákveðna sýn á lífið og hennar sýn endurspeglar ekki sýn neinnar annarar manneskju. Ég er ekki að segja að það sé enginn sem hefur svipaðan smekk, stíl, skoðanir eða fleira því um líkt. Heldur sjáum við öll heiminn í gegnum okkar eigin „linsu“. Þessi linsa okkar er lituð af marvíslegum áhrifavöldum. Til dæmis hvar við ólumst upp, hvaða menntum við höfum, hvaða kyn við erum, hvort við eigum systkini og þá hvar í systkinaröðinni við erum, hvort við eigum… Lesa meira

Rauðhetta og Úlfurinn: Amman sem gleymdist

Flest þekkjum við söguna um Rauðhettu og úlfinn. Rauðhetta litla fær bakkelsi í körfu frá móður sinni og á að ganga í gegnum skóginn til ömmu sinnar sem er veik og þarf mat. Móðir hennar tekur það skýrt fram að hún eigi að ganga á stígnum í skóginum og megi alls ekki fara út fyrir hann. Á leið sinni sér Rauðhetta falleg blóm fyrir utan stíginn og telur sér trú um að ekkert gerist þó hún týni nokkur blóm handa ömmu sinni líka. En þá hittir hún vondan úlf sem ákveður að plata Rauðhettu og fer heim til ömmu hennar… Lesa meira

Frozen afmæli Anítu Estívu áhugabakara: Sjáðu myndirnar, fáðu uppskriftir og hugmyndir

Dóttir mín varð tveggja ára í vikunni og því ber nú að fagna. Afmæli, veisluhöld, skipulag og bakstur er eitt af mínum áhugamálum. Ég hef ótrúlega gaman af því að prófa mig afram í bakstrinum og leika mér með þær hugmyndir sem ég fæ. Eins og flestar stúlkur frá aldrinum nýfæddar til um það bil 45 ára, þá vildi dóttir mín óska þess að hún væri Elsa í Frozen og er handviss um það að hún sé í raun og veru prinsessa. Það verður erfiður rigningardagur í framtíðinni þegar ég þarf að útskýra það fyrir henni að hún sé því… Lesa meira

Rúna Sævarsdóttir: „Elsku 17 ára ég!“

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi, hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil fyrir stuttu síðan sem einskonar leiðarvísi fyrir sjálfa sig í fortíðinni. „Þér finnst þú vera orðin svo fullorðin núna! Flutt að heiman, orðin móðir og mátt meira að segja keyra bíl! Mig langar að segja þér að þú átt langt í land ennþá mín kæra!“ Rúna bendir sjálfri sér á að bera virðingu fyrir eldra fólki en að það sé ekki einstefnugata. „Eldri konur eiga til dæmis ekkert með að rífa upp… Lesa meira

Hörð gagnrýni á mæður pelabarna – Mín reynsla: Hamingjusöm móðir, hamingjusamt barn!

Fyrir stuttu átti ég gott samtal við eina vinkonu um sameiginlega reynslu af brjóstagjöf, en báðar áttum við mjög slæma reynslu af þessu tímabili. Ekki einungis vegna þess að brjóstagjöfin sjálf gekk illa heldur einnig vegna þrýstings frá utanaðkomandi aðilum um það að ef við myndum ekki „reyna betur“ þá værum við ekki að gera allt það besta fyrir barnið. Mín reynsla af brjóstagjöf er vægast sagt ömurleg. Þegar ég átti fyrra barnið mitt tók fæðingin sjálf 28 klukkustundir, 28 mjög erfiðar klukkustundir. Þegar barnið loksins mætti í heiminn var ég búin á því líkamlega og andlega, en á bjóstið… Lesa meira

Frozen marengstoppar ala Aníta Estíva

Dóttir mín á tveggja ára afmæli á morgun og haldið verður uppá það næstkomandi helgi. Hún er einstaklega hrifin af Frozen teiknimyndinni og öllu því sem henni fylgir. Það lá því beinast við að hafa þemað í afmælinu í anda Frozen og þeir sem þekkja mig vel vita að þegar kemur að veislum þá hef ég mikinn metnað og hef sérstaklega gaman af því að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Ég sýndi frá því á snappinu mínu í gær þegar ég bakaði marengstoppa með Frozen ívafi, en þeir eru í laginu eins og hvít jólatré með bláum röndum. Uppskriftin… Lesa meira

Aníta skrifar um flóttabörn – „Þetta gætu verið mín börn. Þetta gætu verið þín börn“

Ég á tvö börn. Tvö dásamleg, yndisleg, skemmtileg og fyndin börn. Þau eru það besta sem ég get hugsað mér að eiga. Lífið mitt fullkomnaðist eftir að ég eignaðist þau. Á hverjum degi förum við á fætur. Við fáum okkur morgunmat, klæðum okkur í hlý föt og keyrum svo á bílnum okkar í leikskólann þar sem þau eyða deginum með dásamlegum börnum og leikskólakennurum sem hlúa að þeim ef eitthvað angrar þau. Á meðan þau eru í leikskólanum er ég að læra við borðtölvuna mína. Ég get líka lært í fartölvunni ef ég kýs það því ég á bæði. Á… Lesa meira

Bjartsýnasta fólkið í bænum? – „Markmið: Ná að flytja inn fyrir jól!“

Við hjónin fjárfestum í íbúð sem við fengum afhenta núna í desember. Þegar við keyptum sáum við mikla möguleika og ákváðum strax að taka til hendinni þar sem við höfðum tækifæri á því að vera annarstaðar á meðan framkvæmdirnar stæðu yfir. Verkefnið: Umbreyta íbúð Stærð: 100m2 Upphafsdagur: 3. desember Markmið: Ná að flytja inn fyrir jól!   Við byrjuðum á því að fara á fund með innanhúsarkitekt, Berglindi Berndsen, sem fór yfir teikningar og myndir af íbúðinni með okkur og rýndi vel í það sem hægt var að gera. Hún kom með frábærar tillögur og erum við að fara eftir… Lesa meira

Erna Kristín ætlar að raka aftur á sér hárið fyrir góðan málsstað: „Það er svo rosalega gott að gefa“

Erna Kristín hönnuður og eigandi Ernulands ákvað á dögunum að setja af stað söfnun sem vakið hefur mikla athygli. Góðgerðarmál eru henni mikilvæg og er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Erna stendur fyrir slíkri söfnun. Erna tilkynnti á dögunum að hún ætli að safna í gegnum UNICEF fyrir börnum í Nigeríu en þar deyja um 200 börn á dag vegna vannæringar og er ástandið þar mjög slæmt. Markmið Ernu er að safna tveimur milljónum fyrir gamlárskvöld og þá ætlar hún að raka af sér allt hárið á gamlárskvöldi. Erna uppfærir reglulega á snappinu sínu; ernuland hver staðan á söfnuninni… Lesa meira

Er ég minn versti óvinur?

Ég hugsa að þetta hafi byrjað þegar ég var bara barn, eða að minnsta kosti var ég mjög ung þegar ég fór fyrst að finna fyrir því að ég var að dæma sjálfa mig, og ekki á góðan hátt með uppbyggilegri gagrýni. Nei ég var að bera mig saman við aðrar stelpur, hvað þær áttu og hvernig þær litu út. Í raun man ég ekki eftir þeim tíma sem ég gerði þetta ekki. Það var alltaf einhver sem var mjórri en ég, átti flottari föt en ég og átti miklu skemmtilegri foreldra sem leyfði þeim að vera úti lengur en… Lesa meira

Vilt þú krydda kynlífið í desember? Þá mælum við með því að þú lesir þessa færslu!

Þegar ég ákvað að byrja að blogga gerði ég mér engan vegin grein fyrir því hvað þetta væri stór heimur og hvað það væru margir frábærir bloggarar. Fljótlega fór maður að kannast við marga þeirra og mynda góð sambönd. Þegar ég var búin að blogga í smá tíma þá ákváðum við að hafa opið snapchat og leyfa fylgjendum okkar að gægjast aðeins inn í okkar heim. Viðbrögðin voru ótrúlega góð og fljótlega fór fólk að spyrja hvort ég væri sjálf með mitt snap opið. Ég hafði ákveðið mig að halda því lokuðu bara fyrir nánustu vini og fjölskyldu en þegar… Lesa meira

Gerum góðverk fyrir börnin þessi jólin: Styrktarfélög fyrir börn

Nú nálgast jólin með tilheyrandi gleði, spennu og þakklæti. Börnin byrja að telja niður dagana þar til fyrsti jólasveinnin kíkir í bæinn og laumar að þeim litlum pakka og jafnvel sælgæti með. Kertaljós, jólalög, jólapakkar, góður matur, hlátur og gleði. Þetta könnumst við flest öll við og eftirvæntingin leynir sér ekki. Því miður eru ekki allir sem bíða með þessari eftirvæntingu eftir jólunum. Það eru margir sem eiga um sárt að binda. Sjá ekki fram á að geta gefið börnunum sínum jólagjafir, hvað þá ný jólaföt eða hamborgarahrygg. Aðrir þurfa að eyða jólunum á spítala sökum veikinda. Við á Íslandi… Lesa meira

Lífið sjálft er einfalt, það erum við sem flækjum það

Í dag fór ég á smá flakk með syni mínum sem er nú ekki frásögufærandi nema vegna þess að á einum rauðu ljósunum sem við sátum föst á er mér litið út um bílrúðuna. Þar sé ég fullorðin mann á hjóli, ég horfi í svolitla stund á manninn og velti því fyrir mér hvað í ósköpunum hann sé að gera. Hann var að hjóla á jafnsléttu með hjólið í fyrsta gír. Allir sem hafa hjólað vita að þegar maður er með hjólið í fyrsta gír á jafnsléttu þá þarf maður að stíga óþarflega oft á pedalan. Maðurinn hamaðist alveg á… Lesa meira

Camilla varð fyrir neteinelti eftir að hún opnaði sig um kvíða á Snapchat

Camillu Rut ættu margir að þekkja en hún hefur haldið úti opnu Snapchati þar sem mörg þúsund manns fylgjast með henni á hverjum einasta degi. Þar sýnir hún fólki meðal annars frá sínum lífstíl, fatastíl, förðunarvörum og heimilið sitt. Camilla hefur þurft að kljást við kvíða og þunglyndi og taldi mikilvægt að opna sig varðandi þessi málefni við fylgjendahóp sinn og fær hún jákvæð viðbrögð á hverjum degi þar sem henni er þakkað fyrir þau ráð sem hún gefur. En hún deilir sínum ráðum varðandi það hvernig hún sjálf tekst á við kvíðann. Upp á síðkastið hefur Camilla fengið ljót… Lesa meira

Ofur einföld „mjólkur- og eggjalaus“ afmæliskaka

Þegar Kristófer Vopni var lítill hafði hann óþol fyrir mjólkurvörum sem ólst sem betur fer af honum í kringum eins árs aldurinn. Eftir þessa reynslu gerði ég mér þó grein fyrir því hvað óþol og ofnæmi er algengt hjá börnum og fullorðnum. Það er erfitt fyrir þau að sniðganga þessar vörur enda er mjólk og egg rosalega mikið notað við matargerð. Sérstaklega er þetta erfitt þegar ofnæmisbörn mæta í afmælisveislur og allar veitingar innihalda mjólk og egg og barnið með ofnæmið situreftir sárt með saltstangir og svala á meðan öll hin börnin gæða sér á dýrindis súkkulaðikökum. Þar sem ein… Lesa meira

Lakkrístoppar – „Cake pops“

Þar sem afmæli frumburðarins verður haldið hátíðlegt um helgina, já ég sagði hátíðlegt þar sem ég á það til að fara örlítið yfir strikið þegar kemur að veisluhöldum og veitingum, þá ákvað ég að prófa svolítið skemmtilegt. Uppskriftin kemur upphaflega frá vefnum Gulur, rauður grænn og salt en ég breytti útkomunni örlítið þar sem mig langaði að hafa lakkrísbitana örlítið skemmtilegri. Lakkrísbitar: 500 gr saxaðar döðlur 250 gr smjör 120 gr púðursykur 5-6 bollar Rice Crispies 2 pokar lakkrískurl 400 gr suðusúkkulaði Rjómi Ég byrja á því að bræða döðlur og smjör í pottinum og bæti svo púðursykrinum saman við.… Lesa meira

Stefanía: „Það var ekki eðlilegt að móðir mín væri enn að klukkan átta að morgni að djamma“

Stefanía Björg skrifaði á dögunum einlæga frásögn á síðunni Öskubuska.is um reynslu sína sem uppkomið barn alkóhólista. Faðir hennar Stefaníu kvaddi bakkus fyrir 16 árum síðan en móðir hennar hefur ekki enn viðurkennt vandan. Stefanía gerði sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif það hafði á hana að eiga foreldra sem eru alkóhólistar fyrr en hún var komin á fullorðinsár þar sem faðir hennar var lítið heima og þegar hún var barn áttaði hún sig ekki á því að móðir hennar væri alkhóhólisti. „Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að ég áttaði mig á því að það… Lesa meira

Eyrún notaði tónlist til að vinna úr ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku

Eyrún Eðvalds hefur sungið síðan hún man eftir sér en þegar hún var 6 ára gömul söng hún sitt fyrsta „sóló“ verkefni og vissi þá að hún hefði fundið sína ástríðu.Eyrún lenti í ofbeldi á sínum yngri árum sem heltók líf hennar bæði líkamlega og andlega og hefur tónlistin hjálpað henni að vinna úr því. „Það sem er erfitt að segja er kannski auðveldara að syngja,“ segir Eyrún. Eyrún hef alla tíð verið dugleg að syngja með kórum og er núna í Gospelkór JónsVídalín 11 árið í röð þar sem henni finnst hjálpa mikið til við að viðhalda röddinni að… Lesa meira