Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Sigraði krabbamein tvisvar sem barn – Er nú komin aftur á spítalann

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona sem hefur sigrast á krabbameini tvisvar sinnum sem barn er nú komin enn eina ferðina á spítalann en í þetta skiptið er ástæðan þó önnur. Montana Brown greindist fyrst með sjaldgæfa tegund af bandvefskrabbameini þegar hún var einungis tveggja ára gömul. Gekkst hún undir lyfjameðferð og sigraði krabbameinið en þegar hún var orðin fimmtán ára gömul kom krabbameinið aftur. En og aftur sigraði Montana krabbameinið eftir erfiða baráttu og það var þá sem hún ákvað að hún vildi verða hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingarnir voru svo ótrúlega ástríkar, umhyggjusamar og miskunnsamar. Kærleikurinn sem þær sýndu mér og fjölskyldu minni á þei tíma sem við… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hræddu fólki

Nú er hrekkjavakan á næsta leiti og margir farnir að undirbúa hrekkjavökupartý og búninga. Því er tilvalið að skoða nokkrar sprenghlægilegar myndir af fólki sem heimsótti draugahús sem heitir Nightmares Fear Factory og er staðsett í Kanada. Falin myndavél var sett upp í húsinu og náði hún myndum af fólki einmitt á því augnabliki sem hræðslan var sem mest.   Hægt er að skoða fleiri myndir inn á heimasíðu Nightmares Fear Factory. Lesa meira

1 af hverjum 6 á í erfiðleikum með að eignast barn

Einn af hverjum sex sem langar til að eignast barn eiga í erfiðleikum með það. Það eru ekki allir sem vilja eða þora að ræða vandamálið opinskátt en það getur verið bróðir/systir þín, frændi/frænka eða vinkona/vinur sem þarf að leita aðstoðar til þess að eignast barn. Tilvera er samtök um ófrjósemi og stofnuðu þau nýlega styrktarsjóð þar sem meðlimir Tilveru sem ekki eiga rétt á niðurgreiddri meðferð geta sótt um styrki. Eins og margir vita eru meðferðirnar mjög kostnaðarsamar og kostar meðal annars fyrsta glasa- eða smásjárfrjóvgun um hálfa milljón króna og er ekki niðurgreidd af ríkinu. Tilvera setti á dögunum af stað söfnunarátak… Lesa meira

Tíu ára gömul stúlka sigrar brjóstakrabbamein

Tíu ára gömul stúlka sem greindist með brjóstakrabbamein aðeins átta ára gömul er sú yngsta sem hefur greinst hingað til. Stúlkan fann hnút á bringunni og fór í brjóstnám þar sem allur brjóstavefur hægra megin var fjarlægður. Metro greinir frá því að Chrissy Turner sem er frá Utah í Bandaríkjunum hafi farið í aðgerðina árið 2015 og vonast er til þess að meinið dreifi sér ekki frekar. Foreldrar hennar, Annette og Troy, hafa bæði barist við krabbamein og tóku því enga áhættu þegar hnúturinn fannst og leituðu strax læknisaðstoðar. Það tók þrjá lækna að greina Chrissy og mánuði síðar var hún komin á aðgerðarborðið. Þrátt fyrir að Chrissy standi sig vel í… Lesa meira

Sam Smith og Brandon Flynn opinbera samband sitt

Söngvarinn Sam Smith og leikarinn Brandon Flynn hafa opinberað samband sitt eftir að til þeirra sást haldast í hendur og kyssast í New York. Parið virtist mjög afslappað þegar það opinberaði rómantík sína en það er aðeins mánuður síðan að Sam Smith tók það fram að hann alls ekki í sambandi. Brandon Flynn er einn af aðalleikurum 13 Reasons Why sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári. Hann kom út úr skápnum fyrir nokkrum vikum síðan og sagði þá að hann teldi sjálfan sig hluta af samfélagi LGBT. Þeir eru virkilega sætir saman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum: Lesa meira

Besti heitirétturinn!

Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn! Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift. Svo hér er hún komin á rafrænt form: Innihald: 2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri) 1x skinku og beikonostur 1 líter rjómi Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð 1 pakki niðurskornir sveppir 3 pakkar pepperóní 1 stór beikon pakki Rifinn ostur Aðferð: Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það… Lesa meira

Áhrifamikil myndasería um brjóstnám

Október er mánuðurinn þar sem við vekjum athygli á brjóstakrabbameini og þrátt fyrir að mikilvægt sé að fjalla um einkenni og hvetja allar konur til þess að fara reglulega í skoðun, þá er einnig mikilvægt að tala um hvað gerist eftir að kona greinist og fagna þeim sem sigra í baráttunni. Metro birti myndaseríu í samvinnu við Stand Up To Cancer herferðina, fjórtán konur sem greinst hafa með krabbamein. Sumar kvennanna eru enn í meðferð en aðrar hafa sigrað krabbameinið en allar hafa það sameiginlegt að skarta öri þar sem brjóst þeirra voru áður. Myndaserían sem kallast Mastectomy eða Brjóstnám á íslensku er ætlað að sýna fram á það… Lesa meira

Van Impe er besti vinur þeirra ríku og frægu

Robert Van Impe hefur ákveðið að nýta einstaka hæfileika sína í Photoshop til þess að bæta sjálfum sér á myndir með fræga og fína fólkinu. Van Impe er frá Belgíu og þar starfar hann sem blaðamaður og grínisti. Hann hefur áður sett saman skemmtilegar myndir af sjálfum sér með frægu fólki en myndaseríurnar "sofna við hlið frægra" og "afhjúpun hans sem besti vinur Barack Obama" hafa nú þegar fengið rosalega góðar undirtektir. Hluta úr nýjustu myndaseríu Van Impe má sjá hér að neðan: Hægt er að fylgjast með Van Impe á Facebooksíðu hans og Instagram. Lesa meira

Stal poppi af Harry prins

Harry prins var viðstaddur Invictus Games í Toronto Kanada á dögunum. Á meðan Harry spjallaði við sessunaut sinn og naut þess að borða poppkorn nýtti hún Emily Henson tækifærið og laumaðist í popppokann hjá honum. Emily litla hafði engar áhyggjur af því að Harry er konungborinn og gæddi sér á gómsætu poppinu. Harry tók ekki strax eftir því að Emily var að næla sér í popp hjá honum, en viðbrögð hans við því þegar hann áttaði sig á því eru vægast sagt krúttleg. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan:   Lesa meira

Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta. Við gefum Ernu orðið: Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Selena Gomez útskýrir fjarveru sína frá sviðsljósinu

Selena Gomez hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir utan einstaka skipti sem sést hefur til hennar með kærastanum hennar The Weeknd. Selena hefur loks gefið útskýringu á fjarveru sinni í sumar, hún þurfti að gangast undir aðgerð og fá nýtt nýra. Söngkonan er með sjálfsofnæmissjúkdóm og þurfti hún tíma til þess að jafna sig eftir aðgerðina. Leikkonan Francia Raisa gaf Selenu nýra og þakkar Selena henni, fjölskyldu sinni og læknunum sem hafa annast hana fyrir með hjartnæmum hætti : „Ég er mjög meðvituð um það að aðdáendur mínir hafa tekið eftir því að ég hef látið lítið fyrir mér fara… Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Guðrún ræðir opinskátt um andleg veikindi sín: „Ég er geðsjúklingur greind með geðhvörf og átröskun“

Guðrún Runólfsdóttir er 23 ára gömul og búsett á Selfossi með eiginmanni sínum og syni. Guðrún er förðunarfræðingur að mennt og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Guðrún er einnig geðsjúklingur, en hún er greind með geðhvörf og átröskun og hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í lífinu. Guðrún ákvað að vera mjög opin með andleg veikindi sín alveg frá upphafi og hefur talað opinberlega um þau í mörg ár. Nýlega fann hún fyrir mikilli þörf til þess að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi, en það er mikið algengara en fólk gæti haldið. Sængurkvennagrátur er mjög algengur hjá konum eftir barnsburð en það… Lesa meira

Falleg minimalísk húðflúr

Húðflúr hafa lengi verið vinsæl meðal fólks en í dag má nokkurn veginn segja að tískubylgja hafi gengið yfir og margir af þeim sem annars hefðu ekki hugsað sér að fá húðflúr eru komnir með eitt eða fleiri. Mörgum finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að fá sér stórt flúr sem þekur stóran part líkamans og þá er gott að sumir húðflúrarar hafa áhuga á því að gera einföld og lítil flúr sem eru falleg fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ahmet Cambaz frá Istanbul er ein af þeim húðflúrurum sem byrjaði seint að flúra en hafði unnið í sjö ár við að teikna myndir fyrir… Lesa meira

Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig, segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum.… Lesa meira

Meghan Markle opnar sig loksins um samband sitt við Harry prins

Samband Harry prins og Meghan Markle aðalleikkonu þáttanna Suits hefur verið mikið á milli tanna fólks síðan þau fóru að sjást saman, en parið hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiðla. Markle prýddi nýjustu forsíðu Vanity Fair blaðsins og leysti loksins frá skjóðunni í einlægu viðtali. „Við erum í sambandi og við erum ástfangin. Ég geri mér grein fyrir því að einn daginn munum við þurfa að koma fram og kynna okkur saman en einmitt núna er þetta okkar tími og ég vona að fólk skilji það. Við erum hamingjusöm," segir Markle og vonast til þess að fá örlítinn frið með sínum heittelskaða, en fjölmiðlar hafa elt þau á röndum síðustu mánuði. Þrátt fyrir að Markle lesi… Lesa meira

Prinsessa Japan afsalar titlinum fyrir ástina

Prinsessa Japan, Mako, hefur ákveðið að afsala titlinum til þess að geta gifts manni, Kei Komuro, en hann tilheyrir almúganum. Parið tilkynnti trúlofun sína um helgina, en þau kynntust þegar þau voru nemar í alþjóðlega kristilega háskólanum í Tokyo. Komuru starfar sem aðstoðarmaður á lögfræðistofu og þar sem hann er ekki prins þá verður Mako að hafna prinsessutitlinum til þess að mega giftast honum. Frá árinu 1947 hafa konur í Japan ekki getað erft krúnuna og einnig hafa þær ekki þurft að segja af sér titlinum þrátt fyrir að þær gifti sig. Föðurbróðir Mako er núverandi krúnuprins og á eftir honum í erfðaröðinni er faðir Mako og bróðir hennar. Áhyggjur… Lesa meira

Ekki dæma bókina af kápunni – Reynslusaga

Þrátt fyrir að vilja ekki viðurkenna það þá eiga mæður það til að slúðra um hvor aðra. Móðir í Ástralíu stóð sjálfa sig að því að vera að dæma konu og tala illa um hana við aðrar mæður þegar hún fékk skyndilega blauta tusku í andlitið. Constance Hall fór að taka eftir móður sem sótti barnið sitt á hverjum einasta degi mjög fín til fara. Hún var alltaf í háum hælum, með blásið hár og bar sig vel. Constance fannst hún vera snobbuð. "Og þarna var ég með brjóstin út um allt að gefa barninu að drekka, lyktaði eins og… Lesa meira

Leikarar Game of Thrones – Manst þú eftir þeim svona?

Sjónvarpsþáttaserían Game of Thrones er líklega ein umtalaðasta sjónvarpssería samtímans og aðdáendur hennar ná þvert yfir allan heiminn. Margir af þeim leikurum sem skarta aðalhlutverkum í seríunni eru þó ekki að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi. Bored Panda hefur grafið upp gamlar myndir af leikurunum áður en þeir urðu þekktir fyrir hlutverk sín í Game of Thrones. Á meðan beðið er með eftirvæntingu eftir næstu seríu sem ekki verður frumsýnd fyrr en árið 2019 geta lesendur Bleikt huggað sig við það að skoða þessar myndir af leikurunum.   Lesa meira

Hún mun líklega hugsa sig tvisvar um áður en hún biður kærastann um að koma með sér aftur í IKEA

Margar konur kannast við það að þurfa að draga kallana með sér í IKEA, oft við dræmar undirtektir. Kærasta þessa manns mun líklega hugsa sig tvisvar sinnum um áður en hún biður hann um að koma með sér aftur en kærasti hennar tók upp á því að ganga á eftir henni og taka upp myndband af viðbrögðum hennar meðan hann stríddi henni með nöfnum á IKEA vörum. Myndbandið er sprenghlægilegt og kærastinn hefur líklega nælt sér í frípassa á IKEA ferðir í framtíðinni. Lesa meira

12 ára stúlka tekur á móti bróður sínum í heiminn – Sjáðu myndirnar

Þegar fjölskylda frá Missisippi tók ákvörðun um að leyfa tólf ára dóttur sinni að taka þátt í fæðingu litla bróður síns bjuggust þau ekki við því að hún myndi enda á því að taka á móti honum og klippa á naflastenginn hans, en læknirinn sem var viðstaddur fæðinguna bauð Jacee Dellapenna að aðstoða sig á lokaspretti fæðingarinnar og gerði hún það. Fjölskyldan tók myndir af atvikinu og setti á Facebook síðu sína fljótlega eftir fæðinguna og stuttu síðar voru þær komnar í dreyfingu út um allt internetið vegna þess hve einlægar og fallegar þær eru. Móðirin, Dede Carraway segist ekki verða… Lesa meira

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt… Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að… Lesa meira