Mikið um misskilning í garð eikynhneigðar: „Að finna réttu manneskjuna lagar þetta ekkert“

Í fyrsta sinn í sögu Hinsegin daga á Íslandi munu eikynhneigt fólk, eða asexual fólk, taka þátt sem ein heild. Fyrir þá sem ekki vita er eikynhneigð þegar fólk finnur einfaldlega ekki fyrir kynferðislegri löngun í aðra. Fram til þessa hafa eikynhneigðir ekki látið mikið á sér bera en nú hafa þeir stofnað samtökin Asexual á Íslandi og munu í fyrsta sinn ganga saman í Gleðigöngunni á morgun. Gyða Bjarkadóttir er meðlimur samtakanna, segir hún í samtali við Gay Iceland í dag að mikil fáfræði ríki um eikynhneigð bæði hér á landi sem og víðar: „Við verðum ekki fyrir mismunun… Lesa meira

Will Ferrell opinberar hvers vegna Mariah Carey var klippt úr myndinni hans

Leikarinn Will Ferrell gaf mjög opinskátt svar um hvers vegna söngkonan Mariah Carey var klippt út úr nýjustu myndinni hans. Carey átti að leika lítið hlutverk í myndinni The House og taka lagið. Í þættinum Watch What Happens Live með Andy Cohen sagði Ferrell hvers vegna hún verður ekki í myndinni. Samkvæmt Ferrell átti hún að taka upp í einn dag, hún mætti fjórum tímum of seint og kom með allskonar kröfur sem enginn gat orðið við. „Hún sagði bara „ég ætla ekki að gera þetta“ þó hún hefði fyrir löngu búin að samþykkja handritið,“ segir Ferrell. Hún hafi svo… Lesa meira

„Í alvöru, ég er ekki dóttir þín, ég er 35 ára karlmaður!“ – Sjáðu stórkostlegt samtal

35 ára gamall maður var að njóta þess að vera heima í vaktafríi síðastliðinn mánudag þegar honum barst undarlegt SMS sem í stóð „Elskan taktu með mjólk og álegg á leið heim úr skólanum“. Maðurinn, sem á heima í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, sá strax að einhver hefði sent SMS í vitlaust símanúmer og sendi skilaboð þess efnis til baka. Upp úr því upphófst eitt magnaðasta samtal smáskilaboðasögunnar þar sem konan á hinni línunni trúir því enganveginn að maðurinn sé ekki 18 ára dóttir sín Jess. Skjáskotin úr síma mannsins, sem birtust upphaflega á vefsíðunni Bored Panda, eru hreint ótrúleg og… Lesa meira

Gwyneth Paltrow gefur út opinskáar leiðbeiningar um endaþarmsmök

Leikkonan Gwyneth Paltrow er langt frá því að vera feimin og hikar ekki við að tala opinskátt um kynlíf. Í nýjasta tölublaði The Sex Issue fer hin 44 ára gamla Paltrow yfir fullnægingar, hjálpartæki, skyndikynni og klám. Það sem vekur hins vegar mesta athygli er löng og ítarleg grein hennar um endaþarmsmök þar sem hún gefur leiðbeiningar í samráði við Paul Joannides doktor í sálfræði. „Fyrst var þetta eitthvað til að hneykslast yfir, svo var þetta rætt opinskátt og nú er endaþarmskynlíf venjulegt í svefnherbergjum fólks – þetta má sjá með því að skima yfir fjölmiðla, klám og sjónvarpsþætti. Sannleikurinn… Lesa meira

Kjarnakonur NASA í aðalhlutverki hjá Lego

Fimm konur sem starfa sem vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA verða gerðar að Legoköllum, eða réttara sagt Legokonum, í nýjum dótakassa sem kemur út á næsta ári. Greint er frá þessu á vef CNN. Þær Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór upp í geim, Nancy Grace Roman, sem vann við gerð Hubble-geimsjónaukans, Mae Jemison, fyrsta blökkukonan sem fór upp í geim ásamt Margaret Hamilton og Katherine Johnson, sem unnu að því að koma mönnum til tunglsins á sínum tíma, verða allar gerðar ódauðlegar í Lego-kubbum. „Konur NASA“ er hugarfóstur Maiu Weinstock sem starfar hjá MIT-háskólanum en hún sendi þetta… Lesa meira

Stuðlag Hildar fjallar um þegar hún hitti kærastann sinn – Nýtt myndband við lagið Bambaramm

Söngkonan Hildur tekur þátt í forkeppni Eurovision sem hefst 25.febrúar, lagið hennar nýja Bambaramm hefur nú öðlast enn meira líf í skemmtilegu texta-myndbandi. Freistar Hildur þess að stíga á stokk fyrir Íslands hönd í Kænugarði þann 9.maí næstkomandi. „Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er “motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þaning að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á… Lesa meira

4 atriði sem benda til þess að sambandið sé kannski dauðadæmt

Þegar ástarsambönd hefjast er mjög algengt að fólk telji sig vera búið að finna „þann eina rétta“ eða „þá einu réttu“ en því miður endist það ekki í öllum tilvikum. Stundum tekur það langan tíma, sambandið er orðið fast í vana og skuldbindingum. Glöggt er gests augað og því er augljóst þegar samband vinar eða vinkonu er ónýtt þegar manns eigið samband ætti löngu að vera komið á haugana því makinn, kærastinn eða kærastan veldur manni meiri óhamingju en hamingju. Sambandsráðgjafar sem komu saman hjá Bravo TV settu saman lista yfir fjögur atriði sem þú getur borið kennsl á til… Lesa meira

Margrét Berg formaður UAK: „Ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum“

Félagið Ungar athafnakonur var stofnað i maí 2014 og eru nú félagskonur 250 talsins. Félagið stendur fyrir ýmiss konar viðburðum þar sem leitast er við að efla ungar konur og styrkja stöðu og framtíð þeirra sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu. Um þessar mundir vinnur UAK að spennandi dagskrá fyrir næsta ár og eru allar áhugasamar ungar konur hvattar til að skrá sig í félagið.   Lesa meira

Aldrei ræða við börnin þín um holdarfar þeirra!

Velviljaðar ábendingar um vaxarlag dótturinnar geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu hennar, þetta segir ný rannsókn vísindamanna við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og greint er fá á vef Huffington Post. Vísindamennirnir gerðu ekki greinarmun á því hvort athugasemdirnar voru jákvæðar eða neikvæðar í rannsókninni og komust að því að það skipti ekki máli hvað það var sem stúlkurnar heyrðu frá foreldrum sínum – allar athugasemdir, hvort sem stúlkan var í ofþyngd eður ei, höfðu sömu neikvæðu áhrifin. Rannsóknir rímar vel við fyrri rannsóknir á þessu sviði sem komust að því að konur sem fóru í megrunarkúr á barnsaldri voru mun… Lesa meira

Ný rannsókn: Disney-prinsessur tala minna en áður

Allar gömlu Disney-prinsessurnar eru mjög svipaðar, kurteisar, fallegar og kvarta aldrei þegar á móti blæs. Þetta hefur breyst að miklu leyti og eru nútímaprinsessurnar töluvert hressari. Rannsóknir sýna þó áhugaverðar niðurstöður, jafnvel þótt prinssessan sé í aðalhlutverki þá tala konur í myndunum í dag mun minna en karlkyns persónur – mun minna en þær gerðu í myndunum sem komu út á fyrri hluta 20.aldar. Bandaríska dagblaðið The Washington Post greinir frá niðurstöðum tungumálasérfræðinganna Carmen Fought og Karen Eisenhauer sem vinna nú að því að skoða hverja einustu línu í 12 mismunandi Disney-teiknimyndum frá 1937 til 2013 þar sem kvenkyns persóna… Lesa meira