Uppskrift: Banana- og hnetu möffins

Þessar einföldu möffins tekur innan við tuttugu mínútur að baka í ofninum og eru ótrúlega bragðgóðar. Uppskrift:  2 egg 110 gr brætt smjör 2 þroskaðir bananar (stappaðir) 1 tsk vanilludropar 230 gr hveiti 180 gr sykur 1 tsk lyftiduft ¼ tsk matarsódi ¼ tsk salt 1 ½ tsk kanill 75 gr saxaðar brasilíu hnetur Aðferð: Hitið ofninn 180° Blandið öllum þurrefnunum saman og setjið til hliðar. Hrærið eggjum, bræddu smjöri og stöppuðum banönum saman ásamt vanilludropum. Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við þar til vel blandað. Skiptið niður í um 12 muffinsform og bakið í um 15-18 mínútur. Lesa meira

Uppskrift: Yankie ostakaka

Hér er á ferðinni mögulega besta ostakaka sem ég hef smakkað og voru vinir og vandamenn sem smökkuðu algjörlega sammála! Hugmyndina fékk ég hjá Best Recipes og útfærði yfir í þessa dásamlegu köku. Yankie ostakaka - Uppskrift Botn 290 gr mulið Oreo (26 kökur) 110 gr smjör 2 tsk vanillusykur Karamellusósa 2 msk púðursykur 40 gr smjör 4 msk rjómi Súkkulaði ganaché 60 gr suðusúkkulaði (saxað) 3 msk rjómi Ostakakan sjálf 500 gr rjómaostur (við stofuhita) 90 gr sykur 1 tsk vanillusykur 4 gelatínblöð 60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelatínið) 400 ml þeyttur rjómi 3 Yankie (skorin… Lesa meira

Svona gerir þú hollt og gott speltbrauð á nokkrum mínútum

Eitt síðdegið í síðustu viku skelltum við mæðgur í þetta fína hollustubrauð. Við útbjuggum síðan safa í safapressunni og þetta varð að hollum og góðum kvöldverði þann daginn. Brauðið var ýmist borðað með smjöri og osti eða kotasælu og papriku/gúrku eftir því hvað hver vildi. Speltbrauð á nokkrum mínútum 300 ml mjólk 4 msk sítrónusafi 370 gr spelthveiti 90 gr haframjöl (gróft) 2 tsk matarsódi 1 ½ tsk salt 150 gr blönduð fræ Hitið ofninn 200°C Blandið sítrónusafa saman við mjólkina og leyfið að standa í um 5 mínútur. Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina og notið krókinn. Hellið mjólkurblöndunni… Lesa meira

Súkkulaði og ávaxta fondue sem mun slá í gegn!

Niðurskornir ávextir og brætt súkkulaði er einn af uppáhalds eftirréttum dætra minna. Þær velja þetta fram yfir bland í poka og öll önnur sætindi ef þær mega velja. Ávextirnir eru svo ferskir og heitt súkkulaðið gerir þá að besta sælgæti sem hægt er að hugsa sér. Mikilvægt er bara að skera niður nóg af ávöxtum því það er ótrúlegt hvað þeir eru fljótir að hverfa! Súkkulaði fondue með ávöxtum (fyrir c.a fjóra) 1/2 niðurskorinn ferskur ananas 250 gr hindber (2 öskjur) 500 gr jarðaber (2 x 250 gr askja) 3 stórir bananar Litlir sykurpúðar eða annað sem ykkur langar að… Lesa meira

Einfalt en ótrúlega gott sykurpúðakakó

Hvað væri betra en byrja nýja árið með smá gönguferð í góða veðrinu og útbúa síðan þetta ljúffenga heita súkkulaði. Við mæðgur útbjuggum þetta um daginn og verð ég að segja að sykurpúðarnir komu skemmtilega á óvart. Ég er mikil rjómakona þegar kemur að heitu súkkulaði en þetta var frábærlega bragðgóð tilbreyting. Sykurpúðakakó (3-4 bollar eftir stærð) 5 dl mjólk 1 dl rjómi 1 msk púðursykur 60 gr suðusúkkulaði 1 msk bökunarkakó ½ msk smjör Mini sykurpúðar Setjið allt nema sykurpúðana í pott og hitið á meðalháum hita þar til vel blandað/bráðið og hrærið vel í allan tímann. Hellið síðan… Lesa meira

Sælgætisís með Tobleron, Oreo og Daim!

Þessi ís er tilvalinn fyrir áramótin! Uppskrift: 6 egg aðskilin 130gr púðursykur 1 tsk vanillusykur ½ l þeyttur rjómi 200 gr Toblerone (100 gr brætt og 100 gr saxað) 100 gr Oreo (mulið) 100 gr Daim (saxað) Aðferð: Þeytið saman eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst. Bætið vanillusykri út í ásamt bræddu Toblerone og blandið vel. Vefjið þeytta rjómanum því næst varlega saman við eggjarauðublönduna. Setjið saxað Toblerone, Daim og mulið Oreo í blönduna og vefjið saman. Að lokum eru eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim vafið með sleikju saman við blönduna. Öllu hellt í form (smellurform gott ef gera… Lesa meira

Súpereinfalt og ótrúlega gott súkkulaði-bananabrauð

Við mæðgur gerðum þetta bananabrauð fyrir bekkjarkvöld í skólanum fyrr í haust. Það var yndislega gott með ískaldri mjólk og súpereinfalt að útbúa. Súkkulaði bananabrauð 150 gr sykur 150 gr púðursykur 4 egg 260 gr brætt smjör 4 þroskaðir bananar 320 gr hveiti 50 gr bökunarkakó 3 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 1 tsk salt 3 tsk vanilludropar Hitið ofninn 175° Egg og báðar tegundir af sykri þeytt saman þar til létt og ljóst. Bananarnir stappaðir vel og bætt út í ásamt bræddu smjörinu. Því  næst er öllum þurrefnum blandað saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum. Að lokum… Lesa meira

Dásamlegar Daim smákökur

Þessar eru í algjöru uppáhaldi hjá ritstjórn Bleikt og mælum við með því að þú bakir þessar fyrir jólin í ár... Uppskrift 150 gr smjör við stofuhita 75 gr sykur 75 gr púðursykur 1 egg 225 gr hveiti 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 130 gr saxað daim 50 gr suðusúkkulaði (til að skreyta með) Aðferð Hitið ofninn í 180°. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst. Bætið því næst egginu út í og hrærið vel. Hveiti, matarsóti og salt fer næst í blönduna og að lokum saxað Daim súkkulaðið. Mótið um 20 kúlur… Lesa meira

Jólamöndlur: Sniðugt til að setja í krúsir eða litla gjafapoka

Í fyrra gerði ég mína fyrstu tilraun hvað jólamöndlur varðar og getið þið fundið uppskriftina hér. Sú uppskrift fól í sér að sjóða niður möndlurnar þar til sykurinn færi að kristallast og voru þær mjög góðar. Þessar hins vegar eru ristaðar í ofni, aðferðin einfaldari og ég verð að viðurkenna að þessar höfðuðu betur til mín og dæturnar sem og vinnufélagarnir dásömuðu þær í bak og fyrir í dag. Jólamöndlur 1 kg möndlur með hýði 2 eggjahvítur 2 tsk vanilludropar 220 gr púðursykur 180 gr sykur 1 tsk salt 3 tsk kanill Hitið ofninn 125° Takið til tvær ofnskúffur og… Lesa meira

Heilsusamlegir hindberjamolar

Þetta er frábær hugmynd fyrir þá sem vilja prófa öðruvísi og hollari "konfektmola" um jólin. Botn 75 gr kakó 90 gr kókosolía (brædd í örbylgju og kæld örlítið) 18 döðlur 200 gr Cashew hnetur Allt sett í matvinnsluvél og maukað, síðan þrýst í botninn á um 23x23cm ferköntuðu bökunarformi íklæddu bökunarpappír. Sett í frysti á meðan hindberjafrauð er útbúið. Hindberjafrauð 300 gr Cashew hnetur 40 gr kókosmjöl 150 ml hlynsýróp frá Rapunzel 375 gr hindber (3 x 125gr askja) Allt sett í matvinnsluvél þar til létt og frauðkennt. Smurt yfir botninn og fryst að nýju í um 2 klst Gott… Lesa meira

Banana bollakökubrownies

Uppskrift   50 gr smjör við stofuhita 100 gr brætt suðusúkkulaði 1 bolli sykur 2 tsk vanilludropar ¼ tsk salt 2 msk bökunarkakó 2 stór egg ¾ bolli hveiti ½ liter þeyttur rjómi Súkkulaðispænir til skrauts 2 bananar skornir í litla bita (og meira til skrauts) Aðferð: Hitið ofninn 175 gráður. Takið til bollakökuform (bæði pappa og ál). Blandið saman sykri og smjöri þar til létt og ljóst, bætið eggjunum útí einu í einu og skafið á milli, því næst fara vanilludroparnir útí blönduna. Hellið bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum þurrefnunum, hrærið og skafið niður þar til slétt… Lesa meira

Uppskrift: Hjónabandssæla

Fyrr í sumar lét ég loksins verða af því að útbúa hjónabandssæluna hennar ömmu Guðrúnar. Bakan heppnaðist dásamlega vel og ekki var slæmt að geta tyllt sér út á pall með sneið í þessu yndislega veðri sem hefur leikið við okkur í sumar. Hjónabandssæla 250 gr smjör við stofuhita 2 bollar hveiti 0,5 bolli sykur 0,5 bolli púðursykur 2 tsk lyftiduft 3 bollar haframjöl 4 msk jarðaberjasulta 4 msk rabbabarasulta (fékk heimalagaða frá mömmu) Hrærið saman smjöri, sykri og hveiti. Bætið lyftidufti út í og loks haframjölinu. Hrærið þar til vel blandað. Þjappið um 2/3 af deiginu í botninn á… Lesa meira

Uppskrift: Bláberjastangir

Nú er komið sumar og allir á ferð og flugi. Þessar stangir útbjó ég um daginn og passa vel í nestistöskuna hjá ungum sem öldnum. Bláberjastangir (uppskrift frá All Recipes) 180 gr sykur (1) 1 tsk lyftiduft 400 gr hveiti 220 gr smjör við stofuhita 1 egg ¼ tsk salt Börkur og safi úr einni sítrónu 500 gr fersk bláber 90 gr sykur (2) 4 tsk kartöflumjöl Blandið sykri, lyftidufti og hveiti saman í skál. Setjið salt og sítrónubörk út í og blandið saman. Bætið þá egginu og smjörinu og hrærið með K-inu eða í höndunum þar til vel blandað.… Lesa meira

Súkkulaði bollakökur með jarðaberjakremi

Þessar bollakökur eru virkilega bragðgóðar og ótrúlega fallegar. Þær eru bestar ef fersk jarðaber eru maukuð út í kremið...   Bollakökur Betty Crocker Devils Food kökumix, egg, vatn og olía skv.leiðbeiningum Súkkulaði Royal búðingur Hrærið kökumixið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og bætið búðingsduftinu saman við í lokin. Skiptið niður í um 22 bollakökuform, bakið og kælið á meðan kremið er útbúið.   Jarðaberjakrem 160 gr smjör við stofuhita 1 tsk vanilludropar 750 gr flórsykur 200 gr jarðaber (maukuð) í kremið Jarðaber til skrauts Setjið smjör og vanilludropa í hrærivél og þeytið saman. Maukið jarðaberin í matvinnsluvél/blandara. Bætið flórsykrinum saman við… Lesa meira

Bollakökur með Toblerone bitum

Bollakökur Uppskrift Betty Crocker Tempting Chocolate Mix 4 egg 125ml matarolía 230ml vatn 2 msk bökunarkakó 1 pk Royal súkkulaðibúðingur (duftið) 170gr gróft saxað Toblerone Blandið saman vatni, olíu og eggjum í hrærivélinni. Bætið kökumixinu út í og hrærið á meðalhraða í um 3 mínútur, skafið niður á milli. Því næst fer bökunarkakó og búðingsduft í blönduna og hrært stutt stund til viðbótar, aðeins til að blanda. Hellið að lokum súkkulaðibitunum saman við og blandið með sleif. Skiptið blöndunni niður í um 24 bollakökuform og bakið í 15-20 mín. Krem 300gr flórsykur 6 msk bökunarkakó 2 tsk vanilludropar 5 msk… Lesa meira

Lærðu að gera kökupinna í nokkrum einföldum skrefum

Í stuttu máli felst þetta í því að mylja köku, blanda kremi saman við, útbúa kúlur og dýfa þeim í hjúp. Þó að þetta hljómi einfalt þá er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum og prófa sig áfram til þess að vel fari. Bakið köku Hægt að nota hvaða uppskrift sem er, svo bakið það sem ykkur þykir gott. Einnig virkar alltaf vel að nota Betty Crocker Devils kökublönduna sem fæst í pökkum í flestum matvöruverslunum. Útbúið krem Hægt er að nota hvernig krem sem er eða notast við tilbúið krem úr dós, einnig er hægt að nota þykkar sósur, sultu… Lesa meira

Jarðaberja ostakaka í súkkulaðiskál

Um daginn gæsuðum við Írisi Huld vinkonu og enduðum kvöldið heima hjá mér. Við pöntuðum okkur mat og ég var búin að útbúa eftirrétt fyrir hópinn. Ég ákvað loksins að prófa „blöðru-súkkulaðiskálar“ sem ég hef einhverja hluta vegna ekki prófað og tókst það mjög vel. Þetta var ekkert mál og mun fljótlegra en ég átti von á. Skálarnar fyllti ég svo með kökumylsnu, jarðaberja ostaköku og spautaði rjóma á toppinn. Verð að segja þetta var dásamlega góð ostakaka og auðvitað er hægt að sleppa súkkulaðiskálunum og setja uppskriftina í hefðbundna skál og þá tekur þetta enga stund. Súkkulaðiskálar 500 gr… Lesa meira

Páskaleg súkkulaðikaka með Dumlekremi

Betty Crocker „Devils Chocolate Cake mix“ bakað samkvæmt leiðbeiningum (bæti þó alltaf 1/2 súkkulaðibúðing – duftinu, útí í lokin). Sett í 2 x 22cm form og svo hvor botn tekinn í sundur þegar hún hefur kólnað til að 4 botnar fáist. Hér getið þið að sjálfsögðu notast við þá súkkulaðiuppskrift sem ykkur þykir góð ef þið eruð ekki fyrir kökumix. Dumle karamellukrem 2 pokar Dumle karamellur (2 x 120gr) 100gr smjör 2 msk bökunarkakó 1tsk vanilludropar 3 bollar flórsykur Bræðið karamellur og smjör saman við miðlungshita þar til vel blandað saman. Setjið kakó og vanilludropa í karamellublönduna og því næst… Lesa meira

Kanillengja með marsípani og glassúr

Mig hefur lengi langað til að prófa að útbúa kanillengju. Kanilsnúðar af ýmsum gerðum eru reglulega útbúnir á mínu heimili og var þetta skemmtileg tilbreyting og alls ekki flókið ferli í framkvæmd þó svo það líti út fyrir það. Deig (dugar í 2 stórar kanillengjur) 160 gr smjör 600 ml mjólk 1 pk þurrger 1 kg hveiti (gæti þurft örlítið meira) 100 gr sykur ½ tsk salt 1 ½ tsk kardimommudropar Bræðið smjör og hitið mjólkina útí þar til ylvolgt. Blandið þurrgerinu saman við mjólkurblönduna og leyfið að standa í um 5 mín. Blandið öllum þurrefnunum saman og hnoðið saman… Lesa meira

Rómantísk eplabaka

Þessi er einfaldlega fullkomin fyrir Konudaginn... Uppskrift 100 g smjör við stofuhita 100 g hveiti 100 g sykur 3 epli 100 g saxað suðusúkkulaði/súkkulaðidropar Kanilsykur eftir smekk Aðferð Skerið eplin í þunnar sneiðar og geymið. Saxið súkkulaðið og útbúið kanilsykur. Blandið saman smjöri, hveiti og sykri þar til deig hefur myndast. Smyrjið eldfast mót og setjið um 2/3 af deiginu í botninn og upp á kantana. Raðið eplaskífunum yfir allt í nokkrum lögum og stráið kanilsykri yfir á milli. Setjið um 2/3 af súkkulaðinu ofan á síðasta eplalagið. Myljið afgangsdeigið yfir eplin og stráið svo restinni af súkkulaðinu yfir í… Lesa meira

Uppskrift af vatnsdeigsbollum með glassúr og hugmyndir af fyllingu

Í dag er bolludagurinn og margir sem ætla að kaupa eða baka bollur. Hér er uppskrift af vatnsdeigsbollum frá Berglindi á Gotteri.is. Einnig fylgir með uppskriftir af súkkulaðiglassúr og karamelluglassúr sem má líka setja á bollur keyptar í matvöruverslunum. Neðst má svo finna hugmyndir af fyllingum fyrir bollur. Njótið vel! Vatnsdeigsbollur 120 gr smjörlíki 2,5 dl vatn 150 gr hveiti ¼ tsk salt ¼ tsk lyftiduft 3 lítil egg (mögulega þarf ekki að nota nema 2 ef stór) Hitið ofninn 185°C. Hitið vatn og smjörlíki saman í potti þar til smjörlíkið er bráðið. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og… Lesa meira

Uppskrift: Skinkuhorn – veisluútgáfa

Þessi 80 skinkuhorn eru ekki lengi að klárast skal ég segja ykkur en gott er að lauma strax hluta af þeim í frystinn og grípa svo með í nesti eða þegar gesti ber að garði. Skinkuhorn – veisluútgáfa 150gr brætt smjör 750ml mjólk 1 ½ pk þurrger (litlu pokarnir) 1250gr hveiti 90gr sykur 2 tsk salt 3 pakkar Skinkumyrja 200gr skinka skorin í litla bita Rifinn ostur (inn í og ofan á) Egg til penslunar Bræðið smjörið við miðlungshita Hellið mjólkinni út í og hitið þar til blandan er ylvolg. Hellið þá gerinu saman við og leyfið að standa í… Lesa meira

Hnetu- og möndlublanda með rósmarín

Undanfarið hef ég verið að prófa eitt og annað í nestistöskuna sem er í hollari kantinum en um leið gott. Fjölskyldu og vinnufélögum hefur í það minnsta líkað þetta vel svo það ætti að vera þorandi að deila þessu með ykkur. Ristuð hnetu- og möndlublanda með rósmarín 500gr möndlur með hýði 200gr cashew hnetur 100gr brasilíuhnetur 1-2 msk Agave sýróp 2 msk Akasíuhunang Gróft salt Rósmarín Hitið ofninn 130°C. Hitið sýróp og hunang í potti við vægan hita í stutta stund (til að þynna aðeins blönduna). Takið af hellunni og hrærið möndlum og hnetum saman við. Hellið í ofnskúffu klædda… Lesa meira

Guðdómleg ostakaka með bláum berjum

¾ pk Lu digestive kex 40 gr smjör 500 ml þeyttur rjómi 300 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita) 1,5 dl flórsykur 2 tsk vanillusykur 4 dl Driscoll‘s bláber og brómber í bland (maukað) Bláber og brómber til skrauts Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara/með kökukefli. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar. Þeytið rjómann upp í topp og geymið. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna. Skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar. Maukið berin og blandið varlega saman við annan helminginn af rjómaostablöndunni með sleif. Samsetning (8-10 glös, fer… Lesa meira