Dúnmjúkt og sykurlaust möndlumjölsbrauð

Þið sem fylgist eitthvað með þessari síðu, tóku kannski eftir Paleo mánuðinum mínum þar sem ég bjó til alls kyns góðgæti sem innihélt ekkert hveiti, engan sykur og engar mjólkurvörur. Það reyndist mér, sykurfíklinum, afar erfitt en það var líka svolítið skemmtilegt að reyna aðeins á sig í eldhúsinu.     Lesa meira

Ruglaður eftirréttur

Ég veit að ég hljóma eins og biluð plata þegar ég þarf að lýsa þessum dásemdum á blogginu mínu (já, ég er mjög hógvær) en þessi eftirréttur er eitthvað sem maður getur töfrað fram með annarri en samt látið fólk halda að maður hafi staðið sveittur við eldavélina heilan dag til að tjasla þessu saman. Þetta er sem sagt í einu orði tryllt. Brjálað. Ruglað. Og fyrst og fremst: Gott! Hráefni Búðingur 1bolli hrísgrjón 3 1/2bolli nýmjólk 1 vanillustöng 2 Nesbú-eggjarauður 1/2bolli rjómi 1/4bolli sykur smá salt 100g grófsaxað hvítt súkkulaði   Nammimöndlur 1/2bolli möndluflögur 1 1/2 msk sykur  … Lesa meira

Karamellukaka með lakkrísglassúr

Í uppskriftinni, sem er ofureinföld svo því sé haldið til haga, er karamellusósa en ég bý alltaf til sömu heimagerðu karamellusósuna og uppskrift að henni má finna hér. Mér finnst hún einfaldlega bara miklu betri en þær tilbúnu sósur sem ég hef prófað en auðvitað er ekkert mál að stytta sér leið og kaupa tilbúna. Svo saxaði ég lakkrískúlur frá Johan Bülow til að hafa ofan á þessari dásemd en kúlurnar eru sko ekki bara til skrauts. Þær undirstrika allt sem er í gangi í kökunni og lyfta henni upp á hærra plan. Þannig að ekki sleppa kúlunum – þær… Lesa meira

Geggjað Paleo-hafrakex

Jæja, núna er ég búin að vera Paleo í rúmar tvær vikur og það gengur þokkalega. Ég er búin að kynnast alls konar nýjum matarréttum og lausnum ef maður vill forðast mjólkurvörur, kornmeti og hvítan sykur. Þannig að ég mæli hiklaust með að prófa mataræði sem þetta, nú eða eitthvað annað, til að hrista upp í matreiðslunni. Baksturinn hefur verið erfiðari en matseldin þar sem ég elska fátt meira en smjör- og sykurbombur. En allt sem ég birti hér er eitthvað sem ég hef prófað og þróað og er 100% ánægð með. Til dæmis þetta hafrakex. Með engum höfrum. Það… Lesa meira

Girnilegir grísir

Mig langaði að búa til einhverjar smákökufígúrúr fyrir þennan mánuð og var búin að reyna ýmislegt áður en ég rambaði á þessa yndislegu, sætu, girnilegu og gómsætu grísi. Ég meina, getið þið staðist þessar dúllur? Ég hélt ekki… Girnilegir grísir Hráefni 100g mjúkt smjör 200-250g Kornax-hveiti 1msk sýrður rjómi 1/3tsk salt 100g sykur(má sleppa) 1 Nesbú-egg 1/2tsk vanilludropar bleikur matarlitur svartur, ætilegur penni Leiðbeiningar Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Blandið öllu vel saman nema matarlitnum og pennanum auðvitað. Takið smá klípu af deiginu og litið það bleikt. Fletjið restina af deiginu út á hveitilögðum borðfleti. Ég… Lesa meira

Lakkrísskyrterta með pipardöðlubotni

Nú er ég nýkomin úr sumarbústað en ég var búin að ákveða að gera einhverjar tilraunir þar með nýjasta uppáhaldið mitt: pipardöðlur. Ég gerði algjör byrjendamistök og gleymdi að taka með mér kökuform en ég reddaði því einfaldlega með því að búa til kökuform úr álpappír. Ég mæli með því ef þið eruð í vanda! Síðan fæddist þessi elska. Lakkrísskyrterta með pipardöðlubotni. Þarf ég að segja eitthvað meira? Þetta er hreinlega eitt af mínum bestu verkum allra tíma! Njótið vel og lengi! Lakkrísskyrterta með pipardöðlubotni Hráefni Botn 200g pipardöðlur 120g smjör 4msk púðursykur 1-1/2 bolli Rice Krispies Skyrfylling 2dósir lakkrísskyr(400… Lesa meira

Sígildar Rice Krispies-kökur sem allir dýrka

Það er ein týpa af bakkelsi sem er alltaf á boðstólnum hjá mér þegar ég blæs til veislu og það eru Rice Krispies-kökur. Mér finnst þær algjörlega ómissandi enda ekkert eðlilegt hvernig börn og fullorðnir á öllum aldri geta gúffað þessum einföldu en ómótstæðilegu kökum í sig. Það eiga allir að eiga eina skothelda uppskrift að Rice Krispies-kökum og þar sem ég hlóð í eina porsjón af kökunum um daginn ætla ég að gefa ykkur eina bónus uppskrift í dag. Ég get bara ekki hugsað til þess að einhver eigi EKKI uppskrift að Rice Krispies-kökum. Fyrir mér er það glæpur.… Lesa meira

Fallegasta páskakaka ársins 2017

Ég er í svo miklu skreytingarstuði þessa dagana að þessi páskakaka varð bara að verða að veruleika. Ég er búin að velta henni fyrir mér fram og til baka, fá innblástur af internetinu, skoða kökuskraut í búðum marga daga í röð. Í fyrrakvöld fékk ég síðan smá næði til að bara hanga inn í eldhúsi og dunda mér. Og þá fæddist hún – þessi yndislega páskakaka. Tja, eða mér finnst hún allavega yndisleg. Það fór allavega rosalega mikil ást og umhyggja í gerð hennar og það skilar sér oftast. Ég er farin að hafa meiri og meiri áhuga á kökuskreytingum,… Lesa meira

Súper dúllulegar páskakökur

Það sem mér finnst langskemmtilegast við bakstur er að það er allt hægt – eins og til dæmis að búa til svona súper sætar páskakökur sem minna helst á gulrótarbeð. Páskakanínan þarf jú eitthvað að borða, ekki satt? Þessar kökur slógu í gegn hjá heimilisfólkinu mínu enda hefur fólkið mitt gaman að svona ævintýralegum tilraunum og að láta koma sér á óvart. Svo finnst mér líka svo æðislegt að föndra eitthvað svona sniðugt með handþeytarann að vopni. Þessar kökur eru einstaklega einfaldar en taka smá tíma þar sem það þarf að súkkulaðihúða jarðarberin og leyfa súkkulaðinu að storkna og svona.… Lesa meira

Uppskrift að sykursætu páskaskrauti

Nú eru að koma páskar, sem er uppáhaldshátíðin mín. En það liggur engin merkileg afsökun á bak við það nema einfaldlega sú staðreynd að ég elska, elska, elska páskaegg. Það er sko ekki hægt að ná sambandi við mig á páskadag þegar ég hefst handa við að stúta einu páskaeggi, eða tveimur. Þannig að ég ákvað að taka smá páskasnúning á blogginu og fyrst eru litlu hreiðrin mín fyrir sætu páskaungana. Mjög einfalt og vel hægt að nota sem skraut á páskaborðið. Þessi uppskrift er svo svakalega einföld að það er hægt að leyfa börnunum að gera þetta og sleppa… Lesa meira

Ofureinföld Snickers-eplakaka

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og það góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafngóð – ef ekki betri. Ég er vön því að bjóða upp á karamellusósu með eplaköku en í þessu tilfelli þarf það ekki út af öllu Snickers-inu sem er í þessari köku. Svo er líka æðislegt að finna mjög vægt hnetubragð sem kemur frá Snickers-inu. Geggjuð… Lesa meira

Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur

Við erum að tala um 3 hráefni! ÞRJÚ! Og nánast það eina sem maður þarf að gera er bara að kveikja á örbylgjuofninum. Gæti þetta verið mikið einfaldara? Ég ætla samt að vara ykkur við einu. Ef þið fílið ekki hnetusmjör þá eru þetta ekki karamellurnar fyrir ykkur. En, ef þið fílið ekki hnetusmjör eruð þið líklegast eitthvað minna að skoða hnetusmjörsmánuðinn minn, ekki satt? Og annað sem ég ætla að vara ykkur við – þessar mjúku karamellur, eða fudge, eru hættulega góðar! Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur Hráefni 1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk) 300g hvítt súkkulaði ½ bolli gott hnetusmjör… Lesa meira

Langbesta skúffukakan

Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar. Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana. Langbesta skúffukakan Hráefni Skúffukaka 2 bollar Kornax-hveiti 2 bollar sykur 1/4 tsk sjávarsalt til að skreyta 230 g smjör frá MS 4 msk kakó frá Kötlu 1 bolli sjóðandi heitt vatn 1/2 bolli súrmjólk frá MS 2 stór Nesbú-egg (þeytt) 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar frá Kötlu Krem 150 g mjúkt smjör frá MS 300 g flórsykur… Lesa meira

Kynlausa fermingartertan

Ég fékk skemmtilega bón um daginn – að baka fermingartertu fyrir fermingarblað Fréttablaðsins. Ég lagði höfuðið í bleyti og úr varð kynlausa fermingartertan. Tertan sem er hvorki miðuð að stelpu né strákum og því ætti hvaða fermingarbarn sem er að finna sig í henni – þó barnið skilgreini sig hvorki sem stelpa né strákur. Þá er hægt að sleppa plaststyttunni á toppi tertunnar og þurfa ekkert að útskýra sig neitt á þessum merkisdegi. Bara vera maður sjálfur. Hráefnin í kökunni eru líka táknræn þar sem botnarnir innihalda kaffi, sem er mjög fullorðins, en svo er Nutella í kreminu sem er… Lesa meira

Hin fullkomna vatnsdeigsbolla

Ég er ofboðslega lítið fyrir gerbollur, eiginlega bara ekki neitt, en vatnsdeigsbollur get ég borðað eintómar í tonnavís! Það tók mig nokkrar tilraunir að finna út hvernig ég ætti að gera hina fullkomnu vatnsdeigsbollu án þess að hún yrði flöt og asnaleg en fyrir nokkrum árum tókst þetta loksins hjá mér og hef ég bara orðið betri og betri í vatnsdeigsbollugerð með árunum. En þetta er samt ekkert mál ef þið bara fylgið þessum leiðbeiningum mínum. Í alvörunni! Farið nákvæmlega eftir uppskriftinni, og ég meina nákvæmlega og þá verða bollurnar ykkar stökkar að utan og mjúkar að innan, falla ekki… Lesa meira

Dúnmjúkar kaffibollakökur með karamellukremi

Þessi uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að bollakökum. Þessar kökur eru svo ofboðslega mjúkar að það er eins og englar hafi bakað þær og stráð töfrum sínum yfir þær. Mér finnst ofboðslega gott að setja karamellukrem á þessar, smá sjávarsalt og karamellukurl en þið auðvitað getið leikið ykkur með kremið að vild. Ég hef ekki enn hitt manneskju sem finnst þessar bollakökur vondar. Það segir nú ýmislegt… Dúnmjúkar kaffibollakökur með karamellukremi Hráefni Bollakökur: 1bolli Kornax-hveiti 1 bolli sykur 1/2bolli kakó frá Kötlu 1tsk lyftiduft frá Kötlu 1/2tsk matarsódi 1/2tsk sjávarsalt frá Kötlu 1tsk instant kaffi 1/2bolli… Lesa meira

Algjörlega trufluð Paleo-súkkulaðikaka

Ég reyni að geyma alltaf það besta þar til síðast en í þessum mánuði hreinlega gat ég það ekki! Ég bara verð að segja heiminum frá þessari geggjuðu súkkulaðiköku sem inniheldur engan hvítan sykur, ekkert hvítt hveiti og engar mjólkurvörur. Hún er gjörsamlega trufluð! Ég hef prófað að gera þessa í 4-6 möffinsform en líka prófað að tvöfalda uppskriftina og búa til eina, stóra köku. Ég mæli með því að gera frekar nokkrar litlar – einhvern veginn finnst mér þessi kaka njóta sín betur þannig. Ég bara trúði því ekki að eitthvað sykur- og smjörlaust gæti bragðast svona vel. Ég… Lesa meira

Þrefaldar súkkulaðibitakökur

Eitt af því sem ég bakaði alltaf fyrir jólin með móður minni þegar ég var yngri voru súkkulaðibitakökur. Einstaklega einfaldar kökur sem standa alltaf fyrir sínu en uppskriftina að þeim má finna hér. Fyrir þessi jól ákvað ég að poppa súkkulaðibitakökurnar aðeins upp – henda í þeim fullt af súkkulaði, heilar þrjár týpur! Útkoman eru fáránlega góðar súkkulaðibitakökur sem klikka ekki með glasi af ískaldri mjólk eða bolla af ilmandi heitu kaffi. Ég mæli hiklaust með þessari uppskrift því hún er afar einföld – alveg eins og gömlu, góðu súkkulaðibitakökurnar. Þrefaldar súkkulaðibitakökur Hráefni 115g mjúkt smjör 1/2bolli sykur 1/4bolli ljós… Lesa meira

Himneskir epla- og karamellusnúðar

Ertu komin/n með leið á hefðbundnum kanilsnúðum? Þá vil ég mæla með þessum litlu dúllum – þó ég fái aldrei nóg af mínum langbestu kanilsnúðum. Þessir snúðar, maður minn! Þvílíkur unaður! Epli + kanill + karamella – þetta getur ekki klikkað! Svo er þetta svo ofureinfalt. Tilvalið sætabrauð með kaffinu á tyllidögum, eða bara á hverjum degi. Allt er gott í hófi! Himneskir epla- og karamellusnúðar Hráefni Deig: 2 3/4bolli Kornax-hveiti(plús meira til að fletja deigið út) 1/4bolli sykur 1bréf þurrger 1tsk salt 2msk bráðið smjör 1bolli volg mjólk 1 Nesbú-egg Fylling: 2bollar epli(afhýdd og skorin í litla bita) 4tsk… Lesa meira

Epískar Mars-smákökur

Ég á í svo miklu ástarsambandi við Mars að það er eiginlega vandræðalegt. Mér finnst það bara alltof, alltof, alltof gott! Þannig að auðvitað varð ég að gera Mars-smákökur – annað væri bara skrýtið! Þessar kökur eru svo einfaldar krakkar að þið trúið því ekki og alveg fullkomin uppskrift fyrir alla fjölskylduna til að skapa skemmtilegar minningar í eldhúsinu.   Epískar Mars-smákökur Hráefni 155g mjúkt smjör 1/2bolli púðursykur 1/4bolli sykur 1pakki Royal-vanillubúðingur 1/4tsk vanilludropar 1 Nesbú-egg 1 1/2bolli Kornax-hveiti 1/2tsk lyftiduft 1/2tsk matarsódi 1/4tsk sjávarsalt 2-3 Mars-súkkulaði(grófsöxuð) Leiðbeiningar Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Blandið smjöri, púðursykri… Lesa meira

Dínamískar hafrakökur með eplum og kirsuberjakremi

Það eru aaalveg að koma jól sem þýðir að ég hef milljón afsakanir fyrir því að hanga mjög mikið í eldhúsinu og föndra smákökur og konfekt. Ég hef aldrei bakað smákökur með eplum í þannig að ég ákvað að grípa tækifærið fyrst það var eplamánuður og prófa. Ég sé svo aldeilis ekki eftir því þar sem þessar kökur eru algjörlega sjúkar. Ég gerði aðra tilraun þegar kom að kreminu en mig langaði að hafa nokkrar án krems en gera samlokur úr nokkrum með kremi á milli. Ég þeytti í hefðbundið smjörkrem en prófaði síðan að hræra smá Jell-o dufti með… Lesa meira

Ostakaka sem stelur senunni

Ó, ostakaka – við hittumst aftur. Mér finnst orðið alltof langt síðan ég hlóð í eina dásamlega ostaköku en þeir sem lesa bloggið vita að ég er mjög svag fyrir rjómaosti. Skiljanlega, rjómaostur er gjöf Guðanna! En þessi ostakaka er á allt öðru leveli en aðrar ostakökur sem ég hef bakað. Hún er svo unaðslega góð að það er erfitt að hemja sig! Reyndar finnst mér alltaf mjög erfitt að hemja mig þegar rjómaostur er annars vegar en í þetta skiptið var það extra eftir. Það sem mig langaði að klára alla þessa köku ein! Uppskriftin er rosalega einföld og… Lesa meira

Blaka safnar fyrir bökunarbók – Sykursætar kolvetnasyndir!

Hæ allir - ég heiti Lilja Katrín og er stofnandi bökunarbloggsins Blaka. Ég var búin að ganga með það lengi í maganum að stofna bökunarblogg því ég gjörsamlega elska að baka. Ég í rauninni lít á það sem hugleiðslu því ég næ að slaka svo rosalega vel á í eldhúsinu og finnst fátt skemmtilegra en að gera tilraunir með misgóðum árangri. Svo í byrjun júní árið 2015 opnaði ég og maðurinn minn, vefhönnuðurinn Guðmundur Ragnar Einarsson, bökunarbloggið Blaka. Síðan fékk strax rosalega góðar viðtökur og nú, ári síðar, eru heimsóknir farnar að nálgast 200.000. Í hverri viku skoða um það… Lesa meira

Gjörsamlega geggjuð lakkrísbrúnka

Ég er að segja ykkur það krakkar – þetta er ein besta brúnka sem ég hef bakað! En ég er líka afskaplega hrifin af lakkrís – sérstaklega þegar honum er blandað við súkkulaði. En ef þið eruð ekki hrifin af lakkrís getið þið bakað þessa brúnku án alls lakkrís. Þá er þetta bara mjög hefðbundin og góð brúnka – uppskrift sem þið getið leikið ykkur með. Munið bara að hræra ekkert alltaf mikið heldur bara þangað til allt er rétt svo blandað saman. Annars verður brúnkan þurr en ekki blaut. Við viljum það ekki! Gjörsamlega geggjuð lakkrísbrúnka Hráefni Brúnka 30g… Lesa meira