Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Menn komust fyrst að þessu á Nýja Sjálandi en síðan hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar á svefnvenjum í okkar heimshluta og menn komist að sömu niðurstöðu. Það er samband milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu? Niðurstöðurnar eru þær að það er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að lækka tíðni vöggudauða ef börn eru látin sofa á bakinu. Mælt… Lesa meira

Kynlíf eftir fæðingu – gefið ykkur tíma

Eftir fæðinguna eiga sér stað miklar breytingar í líkama konunnar. Sum þeirra hormóna, sem hafa haft mikið að segja á meðgöngunni fara í sitt eðlilega horf, en framleiðsla annarra hormóna eykst vegna mjólkurframleiðslunnar. Legið dregst saman og blóð og slím hreinsast út. Ef spöngin hefur rifnað eða verið klippt (spangarskurður) grær hún yfirleitt fljótlega en getur verið aum dálítinn tíma eftir fæðinguna. Álagið og viðbrigðin geta valdið geðsveiflum hjá konum og jafnvel þunglyndi. Allt í einu fer mikill tími í að annast barnið, og ef einnig eru eldri systkini getur vinnuálagið orðið býsna mikið. Allar þessar breytingar geta haft í… Lesa meira

Sólvörn fyrir húð og augu

Útfjólubláir geislar sólarinnar fara í gegnum húðina og skemma frumurnar. Við finnum ekki fyrir því þegar það gerist og það getur gerst þó okkur finnist sólin ekkert sérstaklega heit. Þessar skemmdir eiga sér stað bæði í ljósabekkjum og undir berum himni. Lesa meira

Til hvers er botnlanginn?

Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé leifar frá forverum okkar í þróuninni og hann sé smám saman að hverfa með áframhaldandi þróun en slíkt tekur hins vegar langan tíma. Í æsku inniheldur botnlanginn (e. appendix) mikið af eitlavef sem birtist 2 vikum eftir fæðingu og er mest áberandi á unglingsárum. Eftir… Lesa meira

Að meðhöndla vonbrigði betur

Vonbrigði kalla oft fram vanlíðan og vonleysi. Það eru eðlileg viðbrögð. Þetta er ekki besta tilfinning í heimi, en óneitanlega hluti af litrófi lífsins. Við verðum fyrir vonbrigðum þegar væntingar okkar bregðast, óháð því hvort væntingarnar séu háleitar eða einfaldar. Vonbrigði eru nauðsynleg skilaboð sem þarf að taka mark á og fara eftir. Þau geta sagt okkur hvort væntingarnar séu að drífa okkur áfram til góðra verka eða almennt of háleitar og jafnvel úr takti við raunveruleikann. Er verið að hlaupa hugsunarlaust eftir eigin sjálfsþótta í samskiptum við aðra? Þótt við séum ekki að fá það sem við viljum þarf… Lesa meira

Góð ráð gegn frjókornaofnæmi

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir grasi, birki eða súrum þ.e. frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Reynið því að átta ykkur á því hvort hugsanleg tengsl geti verið á milli einkenna og gróðurs í kringum ykkur. Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis og það sem margir finna fyrst fyrir, er kláði í… Lesa meira

Svona bregstu við þegar barnið þitt kastar upp

Flest uppköst hjá börnum eru af völdum magasýkingar. Magasýkingar eru oftast veirusýkingar. Þær eru venjulega skammvinnar. Uppköst eru óþægileg, en sjaldan hættuleg. Mesta hættan við uppköst er vökvatap (dehydration). Það þýðir að manneskjan missir meiri vökva en hún innbyrðir og þar með þornar hún upp. Ef ekkert er að gert getur slíkt vökvatap verið lífshættulegt. Mikilvægasta meðhöndlun við uppköstum er að koma nægum vökva í sjúklinginn. Það getur verið að barnið geti ekki haldið vökvanum niðri til að byrja með. Hvíldu þá maga barnsins í nokkrar klukkustundir og byrjaðu svo að gefa barninu vatn í litlum skömmtum. Það er allt… Lesa meira

Slæmir siðir og tannheilsa

Lífsstíll okkar hefur oft mikil áhrif á heilsu okkar og velferð. Það er margt í venjum okkar sem hafa slæm áhrif á tannheilsuna og æskilegt að breyta þeim. Pelanotkun fyrir svefn Það er slæmur siður að láta börn sofna út frá mjólkurpela. Það eykur líkurnar á tannskemmdum að sofna með sykurinn úr mjólkinni á tönnunum. Best er að gefa vatn í pelann á nóttunni. Gnísta tönnum Margir gnísta tönnum í svefni en það veldur þrýsting á tennurnar,tanngarðinn,kjálkavöðvana og kjálkaliðinn. Þetta getur leitt til álagseinkenna eins og höfuðverkja,kjálkaverkja og slit á tönnum. Að gnísta tönnum er oft tengt vinnu-eða andlegu álagi.… Lesa meira

Hvað er og hvernig verkar penisillín?

Penisillín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisillín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir penisillína og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr pensillíni. Penisillín sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda eru alvarlegar aukaverkanir ekki algengar. Tegundir penisillíns Af þeim mörgu tegundum og afbrigðum sem til eru af penisillíni má nefna penisillín G, eða Benzylpenisillín. Þessa tegund er ekki hægt að gefa um munn þar sem magasýrurnar brjóta hana niður en sé henni sprautað í vefi líkamans vinnur hún betur… Lesa meira

Hvað er köld lungnabólga?

Lungnabólga af völdum örveru, sem nefnist berfrymingur (mycoplasma). Henni fylgir ekki eins hár hiti og hefðbundinni bakteríulungnabólgu og er því nefnd köld lungnabólga (afbrigðileg lungnabólga). Berfrymingasýkingu fylgir ekki alltaf lungnabólga. Hver er orsökin? Sýking af völdum berfryminga (mycoplasma), sem smitast á milli fólks með munnvatni og slími. Örveran berst þó aðeins á milli manna við náin samskipti. Þess vegna er algengt að hún berist á milli fjölskyldumeðlima, skólasystkina og vistmanna á stofnunum. Það er tilgangslaust að einangra smitaða einstaklinga því smitberar geta verið einkennalausir. Faraldur brýst út á u.þ.b. 3-5 ára fresti. Berfrymingasýking er algengust hjá þeim sem eru á aldrinum… Lesa meira

Æðakölkun: Þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum

Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalklíkar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að pumpa blóðinu áfram um líkamann. Æðakölkun veldur mörgum alvarlegum sjúkdómum og er einn áhrifamesti þáttur í þróun hjarta og æðasjúkdóma. Æðakölkun getur haft miklar og afdrifaríkar afleiðingar eins og til dæmis heilablóðfall með mögulegri lömun í kjölfarið, kransæðaþrengsl eða kransæðastíflu. Einkenni geta komið fram í fótum og fótleggjum sem verkir og… Lesa meira

Stattu upp!

Við sitjum allt of mikið við vinnu og heima. Þegar setið er lengi við tölvu, skrifborð eða fyrir framan sjónvarp hægir á líkamsstarfseminni, orkunotkun líkamans verður nær því sem er í hvíld og vöðvar rýrna. Rannsóknir sýna að kyrrseta eykur líkurnar ótímabærum dauðsföllum vegna aukinnar hættu á hjarta-og æðasjúkdómum, sykursýki, offitu og ýmsum krabbameinum. Því miður virðist reglubundin hreyfing, nokkrar klukkustundir á viku t.d. í líkamsræktinni eða sundi ekki duga til að vinna upp skaðsemi þess að sitja lengi við vinnu. Þol og styrktaræfingar eru þó nauðsynlegar til að auka úthald og byggja upp vöðva.  Hreyfingin þarf að vera jafnari… Lesa meira

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en lagst er í sólbað

Fölir íbúar norðurálfu brenna fljótt ef aðgát er ekki sýnd við sólböð. Til að koma í veg fyrir sólbruna er æskilegt er að kunna skil á nokkrum atriðum. Hér er fjallað um nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en lagst er í sólbað: Húðgerð Húð fólks er mismunandi og bregst misjafnlega við sólinni. Kannaðu hvaða fullyrðing hér að neðan á við þegar þú ferð í fyrsta sólbað sumarsins – án þess að nota sólarvörn. Fullyrðingar: Ég sólbrenn alltaf og verð aldrei brún/n. Svarið er einfalt fyrir einstaklinga sem alltaf brenna í sól Forðast ber sólina algerlega. Æskilegt er… Lesa meira

Góð ráð við bílveiki

Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema og senda boð til heilans um stöðu líkamans og hreyfingar eru nokkur. Aðal jafnvægisskynfæri manna eru í inneyranu (kuðungnum). Þau eru tvenns konar, svokölluð stöðuhol (posi og skjóða) sem greina þyngdarsviðið og hröðun (breytt hreyfingarástand), og þrennar bogapípur sem stuðla að skynjun hringhreyfingar. Í jafnvægisskynfærunum er vökvi sem færist… Lesa meira

Ýmsar birtingarmyndir ofbeldis

Einangrun: Kemur í veg fyrir að hún geti sótt vinnu, skóla, félagsstarf, tómstundastarf. Kemur í veg fyrir að hún hitti/eigi samskipti við fjölskyldu og/eða vini. Tekur af henni persónuskilríki, greiðslukort, ávísanahefti, ökuskírteini og fleira þess háttar. Eltir hana, fylgist með henni. Opnar póstinn hennar. Notar símnúmerabirti til að fylgjast með hverjir hringja til hennar. Hringir stöðugt heim til að vita hvort hún sé ekki heima. Fjarlægir símann. Spyr í þaula hvar hún hafi verið, hvað hún hafi verið að gera og hverja hún hafi hitt.Tortryggir gjarnan svörin. Efnahagsleg stjórnun: Takmarkar aðgang hennar að peningum. Skammtar peninga, sem varla (eða ekki)… Lesa meira

Er hjólið þitt rykfallið í hjólageymslunni?

Í flestum hjólageymslum úir og grúir af hjólum sem hafa ekki verið hreyfð svo árum skiptir. Er þitt hjól þar á meðal? Þó sumarhitinn sé ekki mikið farinn að láta á sér kræla er ekkert sem stoppar okkur í að taka fram hjólið. Um leið og við erum búin að hjóla nokkur hundruð metra er hitinn kominn í kroppinn. Við höfum fáar afsakanir nú þegar engin hálka er á gang- og hjólastígum. Nú er bara að pumpa í dekkin, smyrja keðjuna og drífa sig af stað. Að hjóla í vinnuna er mjög góð hreyfing. “Ég hef engan tíma til að… Lesa meira

Jákvæð líkamsímynd og heilsa – Áherslur á þyngd og þyngdartap geta haft ýmsa ókosti

Jákvæð líkamsímynd er afar dýrmæt fyrir heilsu okkar. Rannsóknir benda til þess að hún sé mikilvæg fyrir vellíðan, heilbrigði, lífsgæði og heilsuhegðun. Það er því nauðsynlegt að efla jákvæða líkamsímynd, jákvæð viðhorf, sátt, virðingu og þakklæti gagnvart líkamanum. Í heilsueflingu er brýnt að hafa heildræna skilgreiningu á heilsu að leiðarljósi sem tekur mið af líkamlegri og andlegri vellíðan, lífsánægju, lífsgæðum og heilbrigði. Þessi nálgun skal miða að því að efla heilsu án áherslu á útlit þar sem virðing er borin fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. Í vestrænu samfélagi eru menningarleg viðmið um fegurð oft mjög óraunhæf. Grönnum líkamsvexti er haldið á lofti… Lesa meira

Farið varlega í sólinni

Nú er farið að vora og sólin að hækka á lofti. Eftir sem áður eru margir upp um fjöll og firnindi á skíðum og útisporti. Þá þarf að hafa í huga að geislar sólar eru talsvert sterkari í snjónum og geta verið skaðlegir Snjóblinda. Ef augun er ekki nógu vel varin í sterku sólskini, fer mann að verkja í þau og efsta lag hornhimnunnar skemmist. Það myndast örsmáar blöðrur sem springa og skilja eftir smásár. Þessi sár eru mjög sársaukafull en þau gróa á nokkrum dögum. Þegar snjór er yfir, verða augun fyrir óvenjumikilli útfjólublárri geislun vegna þess að sólargeislarnir… Lesa meira

Hvað er blómkálseyra?

Nafnið Blómkálseyra vísar í útlitið á eyra sem aflagast vegna endurtekinna högga eða áverka og er nokkuð algengt meðal þeirra sem stunda íþróttir þar sem högg eða átök eru algeng. Hvað veldur blómkálseyra? Þegar ytri hluti eyrans verður fyrir endurteknum höggum eða áverkum geta blæðingar og skemmdir á vef eyrans safnast fyrir undir brjóskhimnunni. Brjóskið í eyranu hefur aðeins aðgang að blóðflæði í gegnum skinnið sem liggur ofaná því.  Þegar skinnið losnar frá brjóskinu, eða er losað frá brjóskinu vegna blóðpolla, verður skortur á blóðflæði á svæðið sem getur valdið því að brjóskið deyr og sýkingarhætta á svæðinu eykst. Það… Lesa meira

Hvað er TIA kast?

TIA eða tímabundinn blóðrásatruflun í heila eru einkenni svipað og heilablóðfall en einkennin ganga yfir á 24 klst. Algengasta orsökin eru stífla eða kökkur sem stíflar smá æðar í heilanum. Tímabundið verður truflun á flutningi súrefnis um stífluðu æðina. Einkennin eru mismunandi eftir því hvar í heilanum stíflan verður. Áhrifin verða meiri eftir því sem æðarnar stækka eða tímin sem æðin er lokuð lengist. Í TIA kasti opnast þessar smáu æðar yfirleitt fljótt eða aðliggjandi æð tekur yfir súrefnisflutting til þeirra staða sem sú stíflaða sinnti. Það myndast einhverskonar hjáveita. Helsta verkefnið eftir að hafa fengið TIA kast er að… Lesa meira

Flughræðsla: Þegar háloftin heilla ekki

Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Íslenskar rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu stigi að það hái þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar, lofthræðslu og innilokunarkenndar. Fjórða hver íslensk kona og tíundi hver karl segjast alltaf eða oft finna til hræðslu eða ótta við að fljúga. Flestir eru slegnir ótta þegar flugvél lætur illa á flugi vegna ókyrrðar í lofti en einnig valda flugtök og lendingar ótta hjá mörgum. Flughræðsla Flughræðsla er ein algengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýna… Lesa meira

Af hverju fær maður blöðrur?

Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í umhverfinu. Blöðrur geta þó líka stafað af sjúkdómi eða kvilla. Hvernig myndast blöðrur? Blöðrur myndast undir húðþekjunni (e. epidermis). Þær eru venjulega kringlóttar að lögun og allt frá því að vera á stærð við títuprjónshaus til þess að vera um eða yfir sentimetri í þvermál. Blöðrur myndast þegar blóðvökvi (e. serum – tær vökvi sem skilst frá blóði sem er að storkna) safnast undir húð sem orðið hefur fyrir ertingu og húðin lyftist upp í kjölfarið. Vökvafylltar blöðrurnar vernda í raun skemmda vefinn undir… Lesa meira

Góð ráð til betra lífs

Við lifum í þjóðfélagi hraða og streitu og höfum oft lítinn tíma  til að hugsa og staldra við. Hér koma nokkur góð ráð til að laga til í sálinni og láta sér líða betur. Hægðu á. Gerðu stöðugt hvað þú getur til að hægja á hugsunum þínum og hreyfa þig hægt og rólega. Samtímis er skynsamlegt að gera minni kröfur til sín. Fækkaðu verkum þinum og láttu sum hafa forgang. Taktu þér nokkur stutt hvíldarhlé allan daginn. Gefðu þér tíma til að stunda tómstundir sem þér finnst gaman að og hafa góð áhrif á þig; það þarf ekki aö vera… Lesa meira

Skalli – Það sem hægt er að gera í málinu!

Skalli meðal karlmanna er algengasta tegund hárloss er afleiðing ættgengs ofnæmis fyrir karlkynshormóni á vissum svæðum í hársverðinum. Frá fornu fari hefur verið litið á skalla sem merki um elli, hrumleika og getuleysi. Sköllóttir karlmenn voru álitnir meinlausir og ekki keppinautar um hylli kvenna. Vegna vanþekkingar voru þeir dæmdir úr leik í svefnherberginu og á vígvellinum. Hin síðari ár hafa þessi viðhorf breyst og nú raka menn jafnvel hár sitt til merkis um karlmennsku og kynorku.   Hvað veldur skalla? Sumir menn eru með svæði í hársverðinum sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu sem er í blóðrás allra karla. Karlhormónið… Lesa meira