Er hjólið þitt rykfallið í hjólageymslunni?

Í flestum hjólageymslum úir og grúir af hjólum sem hafa ekki verið hreyfð svo árum skiptir. Er þitt hjól þar á meðal? Þó sumarhitinn sé ekki mikið farinn að láta á sér kræla er ekkert sem stoppar okkur í að taka fram hjólið. Um leið og við erum búin að hjóla nokkur hundruð metra er hitinn kominn í kroppinn. Við höfum fáar afsakanir nú þegar engin hálka er á gang- og hjólastígum. Nú er bara að pumpa í dekkin, smyrja keðjuna og drífa sig af stað. Að hjóla í vinnuna er mjög góð hreyfing. “Ég hef engan tíma til að… Lesa meira

Jákvæð líkamsímynd og heilsa – Áherslur á þyngd og þyngdartap geta haft ýmsa ókosti

Jákvæð líkamsímynd er afar dýrmæt fyrir heilsu okkar. Rannsóknir benda til þess að hún sé mikilvæg fyrir vellíðan, heilbrigði, lífsgæði og heilsuhegðun. Það er því nauðsynlegt að efla jákvæða líkamsímynd, jákvæð viðhorf, sátt, virðingu og þakklæti gagnvart líkamanum. Í heilsueflingu er brýnt að hafa heildræna skilgreiningu á heilsu að leiðarljósi sem tekur mið af líkamlegri og andlegri vellíðan, lífsánægju, lífsgæðum og heilbrigði. Þessi nálgun skal miða að því að efla heilsu án áherslu á útlit þar sem virðing er borin fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. Í vestrænu samfélagi eru menningarleg viðmið um fegurð oft mjög óraunhæf. Grönnum líkamsvexti er haldið á lofti… Lesa meira

Farið varlega í sólinni

Nú er farið að vora og sólin að hækka á lofti. Eftir sem áður eru margir upp um fjöll og firnindi á skíðum og útisporti. Þá þarf að hafa í huga að geislar sólar eru talsvert sterkari í snjónum og geta verið skaðlegir Snjóblinda. Ef augun er ekki nógu vel varin í sterku sólskini, fer mann að verkja í þau og efsta lag hornhimnunnar skemmist. Það myndast örsmáar blöðrur sem springa og skilja eftir smásár. Þessi sár eru mjög sársaukafull en þau gróa á nokkrum dögum. Þegar snjór er yfir, verða augun fyrir óvenjumikilli útfjólublárri geislun vegna þess að sólargeislarnir… Lesa meira

Hvað er blómkálseyra?

Nafnið Blómkálseyra vísar í útlitið á eyra sem aflagast vegna endurtekinna högga eða áverka og er nokkuð algengt meðal þeirra sem stunda íþróttir þar sem högg eða átök eru algeng. Hvað veldur blómkálseyra? Þegar ytri hluti eyrans verður fyrir endurteknum höggum eða áverkum geta blæðingar og skemmdir á vef eyrans safnast fyrir undir brjóskhimnunni. Brjóskið í eyranu hefur aðeins aðgang að blóðflæði í gegnum skinnið sem liggur ofaná því.  Þegar skinnið losnar frá brjóskinu, eða er losað frá brjóskinu vegna blóðpolla, verður skortur á blóðflæði á svæðið sem getur valdið því að brjóskið deyr og sýkingarhætta á svæðinu eykst. Það… Lesa meira

Hvað er TIA kast?

TIA eða tímabundinn blóðrásatruflun í heila eru einkenni svipað og heilablóðfall en einkennin ganga yfir á 24 klst. Algengasta orsökin eru stífla eða kökkur sem stíflar smá æðar í heilanum. Tímabundið verður truflun á flutningi súrefnis um stífluðu æðina. Einkennin eru mismunandi eftir því hvar í heilanum stíflan verður. Áhrifin verða meiri eftir því sem æðarnar stækka eða tímin sem æðin er lokuð lengist. Í TIA kasti opnast þessar smáu æðar yfirleitt fljótt eða aðliggjandi æð tekur yfir súrefnisflutting til þeirra staða sem sú stíflaða sinnti. Það myndast einhverskonar hjáveita. Helsta verkefnið eftir að hafa fengið TIA kast er að… Lesa meira

Flughræðsla: Þegar háloftin heilla ekki

Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Íslenskar rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu stigi að það hái þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar, lofthræðslu og innilokunarkenndar. Fjórða hver íslensk kona og tíundi hver karl segjast alltaf eða oft finna til hræðslu eða ótta við að fljúga. Flestir eru slegnir ótta þegar flugvél lætur illa á flugi vegna ókyrrðar í lofti en einnig valda flugtök og lendingar ótta hjá mörgum. Flughræðsla Flughræðsla er ein algengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýna… Lesa meira

Af hverju fær maður blöðrur?

Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í umhverfinu. Blöðrur geta þó líka stafað af sjúkdómi eða kvilla. Hvernig myndast blöðrur? Blöðrur myndast undir húðþekjunni (e. epidermis). Þær eru venjulega kringlóttar að lögun og allt frá því að vera á stærð við títuprjónshaus til þess að vera um eða yfir sentimetri í þvermál. Blöðrur myndast þegar blóðvökvi (e. serum – tær vökvi sem skilst frá blóði sem er að storkna) safnast undir húð sem orðið hefur fyrir ertingu og húðin lyftist upp í kjölfarið. Vökvafylltar blöðrurnar vernda í raun skemmda vefinn undir… Lesa meira

Góð ráð til betra lífs

Við lifum í þjóðfélagi hraða og streitu og höfum oft lítinn tíma  til að hugsa og staldra við. Hér koma nokkur góð ráð til að laga til í sálinni og láta sér líða betur. Hægðu á. Gerðu stöðugt hvað þú getur til að hægja á hugsunum þínum og hreyfa þig hægt og rólega. Samtímis er skynsamlegt að gera minni kröfur til sín. Fækkaðu verkum þinum og láttu sum hafa forgang. Taktu þér nokkur stutt hvíldarhlé allan daginn. Gefðu þér tíma til að stunda tómstundir sem þér finnst gaman að og hafa góð áhrif á þig; það þarf ekki aö vera… Lesa meira

Skalli – Það sem hægt er að gera í málinu!

Skalli meðal karlmanna er algengasta tegund hárloss er afleiðing ættgengs ofnæmis fyrir karlkynshormóni á vissum svæðum í hársverðinum. Frá fornu fari hefur verið litið á skalla sem merki um elli, hrumleika og getuleysi. Sköllóttir karlmenn voru álitnir meinlausir og ekki keppinautar um hylli kvenna. Vegna vanþekkingar voru þeir dæmdir úr leik í svefnherberginu og á vígvellinum. Hin síðari ár hafa þessi viðhorf breyst og nú raka menn jafnvel hár sitt til merkis um karlmennsku og kynorku.   Hvað veldur skalla? Sumir menn eru með svæði í hársverðinum sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu sem er í blóðrás allra karla. Karlhormónið… Lesa meira

Er kominn tími á herraklippingu? Allt um ófrjósemisaðgerðir karla

Um ófrjósemisaðgerðir á Íslandi gilda lög nr. 25/1975. Þar segir að ófrjósemisaðgerð sé heimil samkvæmt lögum: “Að ósk viðkomandi, ef hún/hann, sem er fullra 25 ára, óskar eindregið og að vel íhuguðu máli eftir því að komið verði í veg fyrir að hún/hann auki kyn sitt, og ef engar læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, sem mæli gegn aðgerð.” Hafi viðkomandi ekki náð 25 ára aldri gilda sérstök lagaákvæði. Til að gangast undir aðgerðina þarf viðkomandi að fylla út og undirrita umsókn um ófrjósemisaðgerð. Umsóknareyðublaðið fæst hjá heimilislækni eða lækni þeim sem framkvæmir aðgerðina. Einnig má nálgast eyðublaðið hér. Hvernig er… Lesa meira

Inngrónar táneglur – Óþolandi fyrirbæri

Inngrónar táneglur eru nokkuð algengt vandamál þar sem horn eða hlið tánaglar vex inn í mjúka vefinn og veldur bólgu og eymslum. Einkenni Roði, bólga,verkir eða eymsl meðfram nöglinni. Oft fylgir þessu mikill sársauki. Jafnframt getur komið sýking í mjúka vefinn við nöglina. Oftast er um nögl stórutáar að ræða. Orsök Algengustu ástæðurnar eru: Þröngir skór sem þrýsta á táneglurnar og tær. Þá myndast núningur og bólga og jafnvel sár sem eykur hættu á að nöglin fari að vaxa inn í húðina. Neglur rangt klipptar. Neglur á að klippa beint yfir og ná síðan niður hvössum  brúnum með þjöl eða… Lesa meira

Hægðatregða – Hvað er til ráða?

Hægðatregða eru harðar hægðir sem erfitt er að losa sig við eða koma með margra daga millibili. Sársauki við endaþarmsopið þegar viðkomandi hefur hægðir ef sprungur hafa myndast í kringum endaþarmsopið. Í flestum tilfellum er hægðatregða ekki hættuleg en það getur hins vegar verið merki um annan undirliggjandi sjúkdóm. Komi blæðing frá endaþarmi ætti að láta lækni rannsaka það. Hver eru einkennin? Sársauki og blæðing við endaþarmsop þegar viðkomandi hefur hægðir. Sú tilfinning að vera enn mál eftir hægðalosun. Þensla á kvið. Hver er orsökin? Of lítil vökvaneysla, þ.e. drukkið of lítið. Neysla trefjasnauðrar fæðu. Trefjar eru ómeltanlegur hluti fæðunnar… Lesa meira

Þvagfærasýkingar hjá börnum

Hvað er þvagfærasýking? Þegar bakteríur (sýklar) valda bólgu í þvagblöðru (blöðrubólga) eða nýrum (nýrnasýking) er um þvagfærasýkingu að ræða. Um það bil 1-2% drengja og 3-5% stúlkna fá þvagfærasýkingu á fyrstu 10 árum ævinnar. Bakteríur geta einnig tekið sér bólfestu í þvagfærum án þess að valda sýkingu. Þetta er saklaust ástand sem er algengt í stúlkum á grunnskólaaldri. Hvaðan koma bakteríurnar? Bakteríur sem valda þvagfærasýkingum eru flestar til staðar í þörmum heilbrigðra einstaklinga. Nálægð þvagrásarops við endaþarm veldur því að bakteríurnar eiga oft greiða leið upp í blöðruna. Þetta er algengasta smitleiðin en ekki er nákvæmlega vitað af hverju sumir… Lesa meira

Staðreyndir um vatnsdrykkju

Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt manninum og öðrum lifandi verum. Meðal hlutverka vatns í líkamanum er að flytja úrgangsefni, sem verða til í efnaskiptum, með þvagi úr líkamanum. Einnig tapast vatn sem gufa frá lungum, frá húð sem sviti og með hægðum. Daglegt heildarvatnstap eftir þessum leiðum er að meðaltali um 2 – 2,5 lítrar á dag. Við vitum öll að það er hollt og gott að drekka vatn. Þrátt fyrir það er margt sem við vitum ekki um vatnsdrykkju. Í þessum pistli ætla ég að svara nokkrum… Lesa meira

Almennt um matarsýkingar – Einkenni og ráð

Matarsýking er sýking í meltingarfærum af völdum skemmdrar fæðu. Það sem í daglegu tali eru kallaðar matarsýkingar má flokka í tvennt eftir eðli sýkingarinnar. Annars vegar eru það eiturefni sem myndast af völdum baktería í matvælum sem ekki hafa verið rétt meðhöndluð og valda einkennum og hinsvegar eru það bakteríur sem hafa náð að fjölga sér í matvælum sem ekki hafa verið rétt meðhöndluð sem sýkja og valda einkennum. Hvaða bakteríur valda matarsýkingum? Matarsýkingar af völdum eiturefna: Þessar sýkingar er það sem í daglegu tali er kallað matareitrun og er vegna framleiðslu baktería í matvælum á eiturefnum sem valda einkennum.… Lesa meira

Allt sem þú þarft að vita um mismunandi tegundir getnaðarvarna

Samsetta pillan Öryggi Getnaðarvarnatöflur sem teknar eru inn reglubundið í 28 daga lotum. Annaðhvort tekur konan eina pillu á dag í 21 (22) daga og gerir síðan 7 (6) daga hlé þar til byrjað er á næsta skammti eða tekur inn eina pillu á dag samfleytt í 28 daga, en síðustu 7 pillurnar eru óvirkar. Sama eða breytilegt magn hormónaefna getur verið í pillunum. Mesta öryggi er yfir 99% ef pillan er tekin rétt. Ef ekki, aukast líkur á þungun. Verkun Inniheldur tvö hormón, östrógen og prógesterón. Ef pillan er tekin reglulega á svipuðum tíma dags kemur hún í veg… Lesa meira

Góð ráð við tognun og marblettum

Við tognanir eru fyrstu einkenni sársauki, bólga og svo verður litabreyting (blár litur) á húðinni. Einkennin eru tilkomin vegna þess að smáæðar og bandvefsþræðir bresta, og blóðið seytlar út í nærliggjandi vefi. Þetta er það sama og gerist þegar marblettur myndast við áverka, skemmdir verða í húðinni þannig að æðar fara í sundur og það blæðir inn í aðliggjandi vefi. Blóðið sést svo gegnum húðina sem mar og bólga. Hvaða ráð er við tognun? Fyrstu einkenni sem koma fram við tognun er sársauki. Sársauki eru skilaboð frá líkamanum um að nú þurfum við að gæta að okkur, því er mikilvægt… Lesa meira

Forhúðarþrengsli – Hvað er til ráða?

Forhúðin þroskast á fyrstu æviárunum. Á nýfæddum drengjum er forhúðin alltaf þétt upp að kóngnum. Einungis er lítið op fyrir þvagrennsli. Fyrstu mánuðina er forhúðin límd niður á slímhúð reðurhöfuðsins og það á ekki að reyna að draga hana aftur. Um eins árs aldur fer forhúðin að losna frá slímhúðinni og eftir það er yfirleitt hægt að draga forhúðina aftur án vandkvæða. Þó er ekki ráðlegt að draga forhúðina afturhjá svona ungum drengjum því hætta er á að smá sár myndist sem gróa með örvefsmyndun og þar með aukinhætta á forhúðarþrengslum. Hverja er hægt að spyrja ráða? Ef forhúðarþrengsli lagast… Lesa meira

Gyllinæð – Allt sem þú þarft að vita!

Hvað er gyllinæð? Gyllinæð er tilkomin vegna þess að bláæðar í endaþarmi víkka út og það myndast æðahnútar. Innri gyllinæð: kallast æðahnútar á bláæðum sem liggja inn í endaþarminum. Þeir valda sjaldnast sársauka en sjúklingur hefur það á tilfinningunni að endaþarmurinn sé fullur og hann þurfi losa hægðir. Þessir æðahnútar geta sigið út um endaþarmsopið og finnst sjúklingi þá ýmist eins og eitthvað sé klemmt í endaþarminum eða hann finnur ekkert nema sársaukalausan hnúð við endaþarmsopið þegar það er þrifið. Oft fara þessir æðahnútar til baka sjálfir eða hægt er að ýta þeim vandræðalaust inn aftur. Í sumum tilfellum myndast… Lesa meira

Heilahristingur – Það sem þú þarft að vita!

Hvað er heilahristingur? Við höfuðhögg getur teygst á taugafrumum heilans og því orðið tímabundin truflun á starfsemi höggsvæðinu. Einkennin eru höfuðverkur, ógleði og jafnvel uppköst. Breyting getur einnig orðið á meðvitund. Höfuðhögg getur alltaf verið hættulegt. Vægur heilahristingur er í raun ekki hættulegur og engin sérstök meðferð nauðsynleg. Það eru hinsvegar aðrir þættir sem ástæða er til að óttast: Höfðuhögg getur valdið því að æð springi utan á heilanum. Þannig getur safnast fyrir blóð utan við heilann sem þrýstir á hann með tímanum. Þetta ástand getur verið lífshættulegt, ef blóðinu er ekki hleypt nógu snemma út með skurðaðgerð. Alvarlegur heilahristingur… Lesa meira

Ástæður höfuðverks og góð ráð

Höfuðverkur er almannakvilli sem flestir fá öðru hverju. Venjulegur höfuðverkur krefst ekki læknismeðferðar en einstaka manneskja getur verið svo þjáð af höfuðkvölum, að ástæða er til að láta athuga það. Mígreni-sjúklingar hafa yfirleitt þörf fyrir lyfjameðferð. Hvað getur valdið höfuðverk? Það er alþekkt að margt í umhverfinu okkar getur valdið höfuðverk. Fyrir þann sem þjáist oft af höfuðverk gæti verið ráðlegt að halda dagbók yfir höfuðverkjaköst, þannig að hægt sé að glöggva sig á hvað sé kveikjan og hvenær. Hugsanlega þarf bara að forðast eitt atriði til að losna við að höfuðverkinn. Læknirinn getur líka stuðst við dagbókina, til að… Lesa meira

Hvað veldur augnþurrki?

Hver kannast ekki við það að fara út í mikið rok og allt í einu fara tár að hrynja niður kinnarnar? Sumir upplifa það að tárfella við að hreyfi smávind.  Þessir sömu einstaklingar vakna oft upp við að það sé eins og sandur í augunum og að þeir séu „lengi í gang á morgnana“, Fréttablaðið í þoku og erfitt að stilla augun fyrr en lengra er liðið á daginn. Þessir einstaklingar eru líklega með þurr augu. Það sem veldur því að tárin taka að hrynja niður vangana er sú að tvö tárakerfi eru í augunum: Smurningskerfi Vatnsúðakerfi Annars vegar eins… Lesa meira

Svona getur þú reynt að forðast að fá hlaupasting!

Hlaupastingur er sár, stingandi verkur neðst í brjóstkassa sem kemur fram við áreynslu, helst hlaup og einnig sund.  Verkurinn er oftast hægra megin.  Ástæður hlaupstings eru ekki þekktar en margar kenningar hafa veið settar fram og rannsakaðar án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist. Helstu kenningarnar eru tengdar matarræði fyrir hlaup og þindinni. Orsök Neysla á mat, sérstaklega trefjaríkum eða fituríkum, stuttu fyrir áreynslu virðist ýta undir hlaupasting. Eins er neysla á kolvetnaríkjum drykkjum eða súrum drykkjum eins og  ávaxtadjús tengd hlaupasting. Skortur á steinefnum eins og magnesium og calsium hefur einnig verið tengt hlaupasting. Þindin er vöðvi sem liggur… Lesa meira

Máttur vanans er mikill! – Hverju viltu breyta?

Leiðin að styrkari líkama og heilbrigðara lífi felur í sér að þú verður að hyggja að matarvenjum þínum, draga úr neyslu hitaeininga og hreyfa þig meira.  Þetta eru tæplega ný tíðindi fyrir þig ef þú ert of þung/ur. Lífið er fullt af gildrum og ef þú ætlar að ná markmiði þínu verðurðu að breyta daglegum venjum. Til þess að breyta þarftu að vita hverju þú vilt breyta.  Þú þarft að gera þér grein fyrir því hvernig þitt mynstur er.  Hvar getur þú breytt?  Hverju er auðveldast að breyta?  Settu þér raunhæf markmið, það er ekki vænlegt til árangurs að kúvenda öllu.   … Lesa meira