Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Hrönn Bjarna: Jólakonfektið mitt

Hrönn Bjarna er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Í dag birti hún uppskriftir af jólakonfekti. Ég er svo ótrúlega mikið jólabarn að ég er alltaf að leita mér að nýjum skemmtilegum jólaverkefnum. Eitt árið datt mér í hug að gera heimagert konfekt og gefa vinum og vandamönnum og eftir það hefur þetta verið stór hluti af jólaundirbúningnum á þessu heimili og er orðin algjör jólahefð. Fyrstu árin var þetta nokkuð saklaust.. ég gerði smá konfekt og skellti í nokkrar öskjur en núna er þetta orðin hálfgerð framleiðsla hjá mér og í ár geri ég 900 mola og… Lesa meira

Uppskrift: Hanna Þóra eldar fljótlegan twister kjúkling í tortillu

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is og í gærkvöldi eldaði hún vinsælasta réttinn sinn og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með á Snapchat: Hannsythora. Uppskriftin og aðferðin er hér fyrir neðan og upplagt að adda Hönnu Þóru líka á Snapchat og fylgjast með eldamennskunni. Það leynist einn æðislegur og fjótlegur réttur í fjölskyldunni sem slær alltaf í gegn og kemur alltaf jafn mikið á óvart. Upprunalega var… Lesa meira

FRAMKVÆMDIR: Nýtt eldhús og nýtt herbergi – Náum við að klára fyrir jól?

Nú er komið um eitt og hálft ár síðan við fluttum inn í íbúðina okkar hér í Hafnarfirðinum og nú er loksins komið að því að gera upp eldhúsið. Við gerðum upp baðherbergið í fyrra og höfum ekki gert neitt meira fyrir íbúðina en það. Eldhúsið var alltaf næst á dagskrá hjá okkur en það er auðvitað ekki alltaf hægt að gera allt í einu en við ákváðum að nú væri komið að þessu og ákváðum að skella okkur í þetta núna og planið er að ná að klára fyrir jól… eru það ekki týpískir Íslendingar? Ég mun sýna allt… Lesa meira

Tinna tók baðherbergið í gegn – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Við fjölskyldan fengum nýju íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn og við tóku framkvæmdir og make over fyrir íbúðina. Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið. Eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara "all in" og gera það fokhelt og gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur og hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svo skemmtilegt að vera bað-… Lesa meira

Að reyna að vera góð mamma í gegnum erfiðasta tímabil lífs míns

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér... en ég missti pabba minn 18. júní síðastliðinn. Hann var búinn að berjast í rétt tæplega tvö ár við krabbamein þegar hann kvaddi þennan heim. Þann 23. júní 2015 breyttist líf mitt og ég hafði ekki hugmynd þann dag hvað það myndi síðan koma til með að breytast mikið og að ég myndi síðan missa pabba minn. Þetta byrjaði allt saman eins og kom fram að ofan, kvöldið 23. júní 2015, við vorum nýbúin að vera í mat hjá mömmu og pabba (eins og nánast annan hvorn dag)… Lesa meira

Einfaldasta bernaise sósan í bænum

Bearnaise sósa er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og oftar en ekki verður hún fyrir valinu þegar við grillum gott kjöt. Þegar ég hef lítinn tíma hef ég skellt í bearnaise sósuna á örfáum mínútum og er þessi aðferð snilld þegar maður vill góða sósu á methraða. 3 Eggjarauður settar í hrærivélina með þeytaranum á 300 gr ekta íslenskt smjör sett í gler mælikönnu á 1 mínútu í örbygjuna. Þegar rauðurnar eru orðnar ljósar og vel þeyttar þá bæti ég kryddi útí. 2 msk Estragon 1 teskeið nautakjötkraftur í duftformi 2 msk bernaise essense Pipar eftir smekk Þegar rauðurnar… Lesa meira

10 óþarfa vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður

Ég gerði færslu í vetur sem var listi yfir 10 uppáhalds vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður. Nú er Embla dóttir mín orðin rúmlega 6 mánaða og þá er margt á listanum dottið út og nýtt komið í staðinn af því þarfirnar hennar eru auðvitað alltaf að breytast. Ég var svo að taka til í dótinu hennar um daginn og fara yfir þá hluti og föt sem ekki er verið að nota lengur og sá þá að það var alveg sumt sem við keyptum og héldum að við myndum alveg nota helling sem var svo bara aldrei notað. Ég ákvað því að… Lesa meira

Sigga Lena: Þarf ég maka til þess að eignast fjölskyldu?

Síðasta vor fór ég til kvensjúkdómalæknis sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann opnaði augun mín enn þá frekar fyrir því hvað ég er orðin gömul en í haust fagna ég 32 árum. Í svona þrjú ár er ég búin að hugsa mikið um það hvað mig er farið að langa í fjölskyldu. Þið sem þekkið mig vita það mæta vel að ég er ekki í sambandi og hef ekki verið í langan tíma. En spurningin sem ég er búin að velta fyrir mér í þennan tíma er; ,,þarf ég að finna mér mann til þess að eignast fjölskyldu”? Fyrir tveimur árum síðan… Lesa meira

Andabringusalat með döðlum og hunangssinnepsósu

Þetta salat er einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða uppá þegar ég fæ fólk í mat til mín. Þetta er ótrúlega einfalt að útbúa og hægt að undirbúa að stórum hluta fyrir fram og það er því einstaklega þægilegt þegar maður er að fá gesti og þarf að huga að öðrum hlutum líka eða er í tímaþröng. Þó þetta sé salat er það mjög matarmikið útaf andabringunni og því er það alveg full máltíð eitt og sér með góðu brauði.  Einnig hef ég notað þetta salat sem smárétt í veislu með öðrum smáréttum og ber það þá fram i litlum plastskálum. Andabringusalat  1 frönsk andabringa… Lesa meira

Að ferðast með lítið kríli – Tékklisti

Við fjölskyldan skelltum okkur til Alicante núna í byrjun júní. Þetta var alveg yndisleg ferð en við fórum með foreldrum mínum, systur mömmu og dóttur hennar og vorum í eina viku í æðislegu húsi. Þegar við fórum var Embla dóttir okkar 4 1/2 mánaða og því nóg af hlutum sem þurfti að spá í og taka með. Ég ákvað því að skella í smá færslu sem getur vonandi hjálpað einhverjum sem er í smá vafa með hvað er best að taka með út. Ég ætla að byrja á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem stefna á að fara erlendis með… Lesa meira

Flughræðslu-tips Tinnu: „Hef aldrei látið flughræðsluna stoppa mig“

Ég veit að það er kannski mjög kaldhæðnislegt að ég sé að skrifa grein um flughræðslutips, þar sem ég er mjög flughrædd, En mig langar til þess að segja ykkur frá þeim aðferðum sem ég nota sem gera flugið bærilegra. Eftir að ég fór til Svíþjóðar í maí þá spurði ég á snappinu mínu hvort það væri áhugi fyrir svona færslu & ég fékk rosalega mikil viðbrögð & hef verið að fá spurningar um þetta síðan þannig að ég er mjög ánægð að vera loksins komin með færslu um þetta fyrir ykkur & vonandi munu þessi tips hjálpa til. Flughræðslan mín… Lesa meira

Þórey kom sjálfri sér á óvart – „Það er allt í lagi að stíga út fyrir þennan blessaða þægindaramma!“

Einn mánudagsmorgun vaknaði ég með hugmynd í kollinum sem ég framkvæmdi aðeins örfáum mínútum síðar. Ég á það nú til að vera svolítið hvatvís og ef mér dettur eitthvað í hug geri ég það oft bara strax. „Hik er sama og tap“ eða „já ég geri það bara, why not“ eru setningar sem eiga mjög vel við mig. En eins og ég er oft á tíðum opin og framkvæmdaglöð þá á ég það alveg jafn mikið til að vera föst í hinum svokallaða „þægindaramma.“ Þori litlu að breyta þegar það kemur að sjálfri mér, þá aðallega útliti mínu. Af hverju… Lesa meira

Sigga Lena: „Ég var niðurbrotin, búin að missa bæði barnið mitt og manninn minn og allt án nokkurra skýringa“

Ég var ekki orðin tvítug, ástfangin upp fyrir haus og sá ekkert nema hann. Hann var myndarlegur, töluvert eldri en ég, vel menntaður, í góðri vinnu og búinn að koma sér ágætlega fyrir. Lífið lék við okkur og ástin blómstraði… eða það hélt ég. Þetta byrjaði allt á stuttu spjall á kaffistofunni en við kynntumst á sameiginlegum vinnustað, þar sem ég var menntaskóla-tútta í sumarvinnu en hann var fastur starfsmaður, í mjög svo virtri stöðu. Við vorum tveir, mjög ólíkir persónuleikar en það var eitthvað við hann og ég kolféll fyrir honum. Í lok sumars vorum við orðin par en… Lesa meira

Ólöf Ragna: Að elska líkamann eftir fæðingu

Mig langar aðeins að tala um breytingar á líkamanum eftir fæðingu. Viggó Nathanael er orðin fjögurra og hálfs mánaða og þrátt fyrir að hafa gengið í gengum þetta allt áður (fyrir 7 árum) þá er einhvern veginn eins og maður byrji aftur á byrjunarreit þegar annað barn kemur. Ég var ekki það heppin að geta hreyft mig á meðgöngunni út af grindargliðnun og samdráttum sem byrjuðu fljótt að gera vart við sig. Eftir fæðingu Viggós er ég 14 kílóum þyngri en fyrir meðgönguna. Upplifun mín á meðgöngunum var mikið í þá áttina að ég væri að búa til þetta líf… Lesa meira

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær. Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af. Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar… Lesa meira

Sigga Lena: „Aldrei að gefast upp á draumum þínum, því hver veit…“

Minningin er sterk, ég var í útilegu með fjölskyldunni og hef sennilega verið svona í kringum 8-10 ára. Við vorum að keyra um landið og ég var mikið að velta því fyrir mér hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sagði það upphátt að mig langaði til að verða flugfreyja. Ég man ekki til þess að að þetta hafi komið foreldrum mínum neitt á óvart þar sem flug og allt því tengt hefur ávallt verið mikið í fjölskyldunni minni. Árin liðu og unglingsárin gengu í garð og var draumurinn ekkert… Lesa meira

Hrönn Bjarna gerði upp eldhús í Kópavoginum – Glæsilegar breytingar!

Ég og Sæþór maðurinn minn keyptum okkur raðhús í vesturbæ Kópavogs síðasta sumar og gerðum það allt upp. Skemmtilegasti parturinn við þessar endurbætur fannst mér eldhúsið enda eyði ég yfirleitt miklum tíma í eldhúsinu og líður hvergi betur en þar. Við byrjuðum á því að rífa niður gömlu innréttinguna og brjóta niður einn vegg. Það birti þvílíkt til í eldhúsinu við að brjóta hann niður og við sjáum sko ekki eftir því. Svo var parketlagt og endað á því að setja upp innréttinguna. Ég var með mjög sterkar skoðanir á því hvernig ég vildi hafa eldhúsið og það voru nokkrir… Lesa meira

DIY – Filmuð marmaranáttborð – Einfalt og ódýrt!

Hvað hefur maður ekki oft labbað í gegnum Ikea og keypt eitthvað allt annað en átti að kaupa? Ég veit að það eru mjög margir að tengja! Í einni Ikea heimsókn minni fyrir ekki svo löngu þá keypti ég “alveg óvart” tvær litlar kommóður sem ég var búin að gera upp í huganum áður en ég var komin í gegnum alla búðina. Okkur skötuhjúin vantaði náttborð við hjónarúmið í svefnherberginu en vissum ekki alveg hvernig náttborð okkur langaði í og vildum eiginlega ekki kaupa einhver dýr náttborð þar sem við erum enn að dytta að heimilinu okkar sem við keyptum… Lesa meira

Besta minningin: Að fá pabba heim fyrir jólin

Ég settist niður fyrir framan tölvuna og fór að hugsa hvað ég ætti að skrifa um, hugurinn reikaði að sjálfsögðu og ég fór að hugsa um jólin og jólaminningarnar mínar. Talandi um að vera mikið jólabarn en fátt annað kemst að hjá mér þessa dagana enda hlakkar mig mikið til að fá fjölskylduna mína í jólafrí svo við getum byrjað að njóta. En aftur að hugsunum mínum um jóla minningar…… Ég er ákaflega heppin að eiga endalaust góðar og fallegar minningar um þennan yndislega tíma. Ein af svoleiðis minningum sem stendur hvað sem mest upp úr gerðist fyrir 9 árum síðan.… Lesa meira

Besti og erfiðasti tími ársins: „Þið þurfið ekki að skilja til að vera til staðar“

Þá er þessi dásamlegi tími ársins senn að renna upp. Aðventan og jólin með öllu sem þeim fylgir. Ég hef alltaf verið algjört jólabarn. Finnst þetta yndislegasti tími ársins og er sammála því sem segir í laginu: ‘Bara ef jólin væru aðeins lengri, en hve gaman væri þá’. En þrátt fyrir að ég elski þennan árstíma, þá reynist hann mér líka oft rosalega erfiður. Fyrir þunglyndis- og kvíðasjúklinga er þetta oft mjög erfiður tími. Skammdegið hellist yfir, hver lægðin af fætur annarri gengur yfir landið, allt jólastressið kikkar inn og oft spila peningaáhyggjur inn í þetta allt saman. Ég sjálf… Lesa meira

Erla Kolbrún: Að fá skilning frá sínum nánustu er oft erfitt

Að fá skilning frá sínum nánustu þegar maður á erfitt er allt annað en sjálfsagt! Það er mjög algengt að nánasti aðstandandi viti ekkert hvernig þér líður og viti ekki hvernig það er að glíma við þunglyndi eða kvíða. Því miður þá er það einnig algengt að veikur einstaklingur fái lítinn eða engan skilning frá sínum nánustu. Það er rosalega sárt og erfitt að þurfa að glíma við veikindin og vera svo nánast einn með það, því það er svo ótrúlega margt sem manneskja þarf aðstoð með ef hún er að glíma við t.d. þunglyndi. Í mínu tilfelli þá var… Lesa meira

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Ég verð 28 ára gömul eftir 10 daga og ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór. Ég er samt löngu orðin stór, er það ekki? Ég er búin að vera í skóla síðan ég byrjaði í 1. bekk, non stop. Já sem sagt í 23 ár! Samt er ég algjör sauður og stundum hafa mínir nánustu gert mikið grín að mér og mínum námsleiðum. Sem ég skil alveg svona ef ég spái í hvað ég gæti verið lööööngu búin að klára eitthvað og vinna við það í einhver ár. Ég kláraði grunnskólann, fór… Lesa meira

Sara Hilmars: Ekki gefa innantóm hrós

Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós, sérstaklega frá þeim sem standa okkur næst. Við sækjumst eftir því að fá viðurkenningu á því sem við gerum, það eykur sjálfstraust okkar og vellíðan. Börn eru alveg eins. Flestir foreldrar eru líka mjög duglegir að hrósa börnunum sínum, en hafið þið velt því fyrir ykkur hvernig þið hrósið? Öll föllum við nefnilega í þá gryfju að gefa innantóm hrós. Dæmi: Barnið teiknar mynd og kemur montið til þín og sýnir þér myndina. Þú segir ‘Vá hvað þetta er flott mynd! Þú ert ert svo dugleg/ur!’. Þetta hljómar kannski ósköp saklaust en ef… Lesa meira