Ólöf Ragna: Að elska líkamann eftir fæðingu

Mig langar aðeins að tala um breytingar á líkamanum eftir fæðingu. Viggó Nathanael er orðin fjögurra og hálfs mánaða og þrátt fyrir að hafa gengið í gengum þetta allt áður (fyrir 7 árum) þá er einhvern veginn eins og maður byrji aftur á byrjunarreit þegar annað barn kemur. Ég var ekki það heppin að geta hreyft mig á meðgöngunni út af grindargliðnun og samdráttum sem byrjuðu fljótt að gera vart við sig. Eftir fæðingu Viggós er ég 14 kílóum þyngri en fyrir meðgönguna. Upplifun mín á meðgöngunum var mikið í þá áttina að ég væri að búa til þetta líf… Lesa meira

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær. Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af. Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar… Lesa meira

Sigga Lena: „Aldrei að gefast upp á draumum þínum, því hver veit…“

Minningin er sterk, ég var í útilegu með fjölskyldunni og hef sennilega verið svona í kringum 8-10 ára. Við vorum að keyra um landið og ég var mikið að velta því fyrir mér hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sagði það upphátt að mig langaði til að verða flugfreyja. Ég man ekki til þess að að þetta hafi komið foreldrum mínum neitt á óvart þar sem flug og allt því tengt hefur ávallt verið mikið í fjölskyldunni minni. Árin liðu og unglingsárin gengu í garð og var draumurinn ekkert… Lesa meira

Hrönn Bjarna gerði upp eldhús í Kópavoginum – Glæsilegar breytingar!

Ég og Sæþór maðurinn minn keyptum okkur raðhús í vesturbæ Kópavogs síðasta sumar og gerðum það allt upp. Skemmtilegasti parturinn við þessar endurbætur fannst mér eldhúsið enda eyði ég yfirleitt miklum tíma í eldhúsinu og líður hvergi betur en þar. Við byrjuðum á því að rífa niður gömlu innréttinguna og brjóta niður einn vegg. Það birti þvílíkt til í eldhúsinu við að brjóta hann niður og við sjáum sko ekki eftir því. Svo var parketlagt og endað á því að setja upp innréttinguna. Ég var með mjög sterkar skoðanir á því hvernig ég vildi hafa eldhúsið og það voru nokkrir… Lesa meira

DIY – Filmuð marmaranáttborð – Einfalt og ódýrt!

Hvað hefur maður ekki oft labbað í gegnum Ikea og keypt eitthvað allt annað en átti að kaupa? Ég veit að það eru mjög margir að tengja! Í einni Ikea heimsókn minni fyrir ekki svo löngu þá keypti ég “alveg óvart” tvær litlar kommóður sem ég var búin að gera upp í huganum áður en ég var komin í gegnum alla búðina. Okkur skötuhjúin vantaði náttborð við hjónarúmið í svefnherberginu en vissum ekki alveg hvernig náttborð okkur langaði í og vildum eiginlega ekki kaupa einhver dýr náttborð þar sem við erum enn að dytta að heimilinu okkar sem við keyptum… Lesa meira

Besta minningin: Að fá pabba heim fyrir jólin

Ég settist niður fyrir framan tölvuna og fór að hugsa hvað ég ætti að skrifa um, hugurinn reikaði að sjálfsögðu og ég fór að hugsa um jólin og jólaminningarnar mínar. Talandi um að vera mikið jólabarn en fátt annað kemst að hjá mér þessa dagana enda hlakkar mig mikið til að fá fjölskylduna mína í jólafrí svo við getum byrjað að njóta. En aftur að hugsunum mínum um jóla minningar…… Ég er ákaflega heppin að eiga endalaust góðar og fallegar minningar um þennan yndislega tíma. Ein af svoleiðis minningum sem stendur hvað sem mest upp úr gerðist fyrir 9 árum síðan.… Lesa meira

Besti og erfiðasti tími ársins: „Þið þurfið ekki að skilja til að vera til staðar“

Þá er þessi dásamlegi tími ársins senn að renna upp. Aðventan og jólin með öllu sem þeim fylgir. Ég hef alltaf verið algjört jólabarn. Finnst þetta yndislegasti tími ársins og er sammála því sem segir í laginu: ‘Bara ef jólin væru aðeins lengri, en hve gaman væri þá’. En þrátt fyrir að ég elski þennan árstíma, þá reynist hann mér líka oft rosalega erfiður. Fyrir þunglyndis- og kvíðasjúklinga er þetta oft mjög erfiður tími. Skammdegið hellist yfir, hver lægðin af fætur annarri gengur yfir landið, allt jólastressið kikkar inn og oft spila peningaáhyggjur inn í þetta allt saman. Ég sjálf… Lesa meira

Erla Kolbrún: Að fá skilning frá sínum nánustu er oft erfitt

Að fá skilning frá sínum nánustu þegar maður á erfitt er allt annað en sjálfsagt! Það er mjög algengt að nánasti aðstandandi viti ekkert hvernig þér líður og viti ekki hvernig það er að glíma við þunglyndi eða kvíða. Því miður þá er það einnig algengt að veikur einstaklingur fái lítinn eða engan skilning frá sínum nánustu. Það er rosalega sárt og erfitt að þurfa að glíma við veikindin og vera svo nánast einn með það, því það er svo ótrúlega margt sem manneskja þarf aðstoð með ef hún er að glíma við t.d. þunglyndi. Í mínu tilfelli þá var… Lesa meira

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Ég verð 28 ára gömul eftir 10 daga og ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór. Ég er samt löngu orðin stór, er það ekki? Ég er búin að vera í skóla síðan ég byrjaði í 1. bekk, non stop. Já sem sagt í 23 ár! Samt er ég algjör sauður og stundum hafa mínir nánustu gert mikið grín að mér og mínum námsleiðum. Sem ég skil alveg svona ef ég spái í hvað ég gæti verið lööööngu búin að klára eitthvað og vinna við það í einhver ár. Ég kláraði grunnskólann, fór… Lesa meira

Sara Hilmars: Ekki gefa innantóm hrós

Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós, sérstaklega frá þeim sem standa okkur næst. Við sækjumst eftir því að fá viðurkenningu á því sem við gerum, það eykur sjálfstraust okkar og vellíðan. Börn eru alveg eins. Flestir foreldrar eru líka mjög duglegir að hrósa börnunum sínum, en hafið þið velt því fyrir ykkur hvernig þið hrósið? Öll föllum við nefnilega í þá gryfju að gefa innantóm hrós. Dæmi: Barnið teiknar mynd og kemur montið til þín og sýnir þér myndina. Þú segir ‘Vá hvað þetta er flott mynd! Þú ert ert svo dugleg/ur!’. Þetta hljómar kannski ósköp saklaust en ef… Lesa meira

Blóðmissir í fæðingu: „Eftir sat maðurinn minn með nýfæddan soninn og allt út í blóði á stofunni“

Árið 2012 eignaðist ég frumburð minn hann Tómas sem kom nánast á settum degi , bara þremur klukkutímum “of seint ” Meðgangan gekk rosalega vel, mér leið mjög vel og allt eins og það átti að vera. Ég hafði oft heyrt þetta að maður getur ekki planað fæðingu í rauninni því þú veist aldrei hvernig þetta mun ganga, jafnvel þótt um fjölbyrju sé að ræða. Hann fæðist á hreiðrinu á Landspítalanum klukkan þrjú um nóttina og var alveg fullkominn. Fylgjan kom út stuttu síðar og allt leit vel út. Hann byrjaði að taka brjóst alveg um leið og við fengum… Lesa meira

Tinna: Að vera keisaramamma

Áður en að ég varð mamma var ég alltaf búin að sjá fyrir mér að það væri ekki séns að ég myndi fæða barn með gatinu þarna niðri, ég bara einhvernveginn vissi að ég myndi enda í keisara. Ég skil ekki af hverju þar sem ég var einhverntímann að hanga á Youtube og ákvað að horfa á nokkur keisara video (já ég veit ég er kex) og ég hugsaði bara guð minn góður ég myndi aldrei vilja fara í keisara því þetta er ekkert smá brutal og stór aðgerð! Síðan verð ég ólétt að fyrsta barninu mínu honum Óla Frey… Lesa meira

Fagurkerar X Bleikt

Það hefur staðið til í nokkra mánuði að við Fagurkerar myndum ganga til liðs við snillingana hérna á Bleikt. Þið sem hafið verið að fylgjast með okkur vitið að fyrir nokkrum vikum tókum við síðuna alla í gegn. Við lokuðum henni tímabundið og opnuðum svo aftur 2. Nóvember með breyttu útliti og notendavænni og persónulegri síðu, en einnig var stokkað upp í mannskapnum. Í dag erum við fimm talsins: Sara, Erla, Hanna, Tinna og Camilla. Þetta er góður kjarni, þéttur hópur og saman ætlum við að gera Fagurkera að besta mömmubloggi landsins. Við erum stoltar og ánægðar með þær breytingar… Lesa meira