Þrjú lykilatriði til betra lífs – Hvatning frá Guðna!

Þrennt vil ég hvetja þig til að gera. Í fyrsta lagi að nota morgunsturtu til að núllstilla þig, losna við mögulegan kvíðahnút úr maganum og fara með hreinan líkama inn í daginn. Mörg okkar líta á hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Breytum því – förum í beina og nána snertingu við vatnið sem stendur okkur til boða, þennan lífsins vökva sem við getum ekki verið án, og gerum sturtuna að stórkostlegri athöfn. Í öðru lagi hvet ég þig til að skilja hversu merkilegt og mikilvægt rými svefnherbergið er. Gerðu það að musteri, hafðu það hreint og fínt og fjarlægðu allt… Lesa meira

Við erum ekki hugsanir okkar

Við erum ekki hugsanir okkar. Þær lúta eigin lögmálum sem ekki er hægt að stjórna, rétt eins og vindurinn. Og varla reynum við að stjórna vindinum? Við ráðum því hins vegar hverju við veitum athygli – hún er það eina sem við getum stjórnað. Hefurðu hugsað hugsanir sem þú veist ekki hvaðan koma? Þær eru ekki þú, ekki þínar. Ekki frekar en bíómyndin sem þú horfir á. Þú horfir á bíómynd og þegar hún er búin dregurðu þig út úr henni, tekur ekki ábyrgð á henni. Ég veit að ég er ekki bíómyndin og ekki hugsanir mínar. Skortdýrið sleppir –… Lesa meira

Guðni: „Ekkert annað spendýr en maðurinn neytir mjólkur eftir allra fyrsta æviskeiðið“

Mjólkurvörur eru ekki slæmar í sjálfu sér – að minnsta kosti ekkert verri en aðrar dýraafurðir sem eru komnar lengra frá samhengi ljóstillífunar og náttúru. En stærsti ókosturinn við mjólkurvörur er hversu mikið er búið að vinna þær, eiga við þær og slíta þær úr samhengi. Mjólkurvörur hafa almennt verið rýrðar með gerilsneyðingu, fitusprengingu, leifturhitun og annarri vinnslu og efnafræði. Stundum er þetta gert til að vörurnar geymist lengur í hillum verslana og stundum til að neytendur vilji leggja þær sér til munns. Mjög margar mjólkurvörur – sem gætu í sjálfu sér verið nokkuð heilnæmar – innihalda litarefni, kekkefni, hleypiefni og… Lesa meira

Hversu mikið á ég að borða og hversu oft?

Hingað til hefurðu borðað eins og vél, sjálfkrafa á ákveðnum tímum dags og nánast sjálfkrafa þegar þér líður illa (og líka þegar þér líður vel). Þessu breytum við og þú lærir að skynja hvenær þú ert svangur og hvenær ekki. Við eigum nefnilega að borða þegar við erum svöng. Við erum að drepa okkur með mikilli neyslu því að með því að borða umfram umbreytingargetu líkamans minnkar bruninn í öllu kerfinu og þar með orkan sem við upplifum – sem aftur segir líkamanum að kalla á meiri næringu. Þetta er stór hluti af vítahringnum. Við eigum að borða þegar við… Lesa meira

Hversu fallegt musteri er hægt að byggja úr rusli?

Þegar matvælin eru komin úr upprunalegu ástandi sínu er hvert skref í meðhöndlun skref í burtu frá náttúrunni og þar af leiðandi frá jafnvægi og heilnæmi. Í hvert sinn sem við meðhöndlum matinn með efnum eða hátækniaðferðum þá rýrum við næringargildi fæðunnar og minnkum getu líkamans til að vinna úr henni á heilbrigðan máta. Við rjúfum samvirkandi þætti allra þeirra ólíku bætiefna sem heilnæm fæða inniheldur og rjúfum eðlilegt ferli hennar. Af þessum sökum upplifir líkaminn áreiti í staðinn fyrir ást þegar hann innbyrðir eyðilagðan mat – mat sem hefur farið í gegnum þrjú til þrjátíu meðhöndlunarskref sem eiga að… Lesa meira

Líkamsrækt er ævistarf að loknum starfsferli

Við erum að eldast frá því við fæðumst. Spurningin er ekki sú hve hratt við eldumst, hún snýst ekki um hve háan aldur við höfum, heldur viðnámið sem við veitum lífinu. Það er til bandarískt orðatiltæki sem segir að á meðan þú ert grænn ertu í vexti, en þegar þú ert orðinn þroskaður byrjarðu að fölna. Að eldast eða þroskast náðuglega byggist á viðhorfum okkar eða afstöðu til tilverunnar. Tilgangurinn er kjölfesta hamingjunnar. Margir kannast við fólk sem sest í helgan stein, lýkur starfsferli sínum og missir sjón á markmiðum eða tilgangi í lífinu. Það byrjar að hrörna og fölna… Lesa meira

Guðni – „Leggðu blómkál og bjúga hlið við hlið á eldhúsborðið“

Það er margt sem mig langar að segja þér um næringu, reyndar svo margt að það gæti fyllt heila bók. Hér læt ég samt nægja að stikla á stóru. Sumt af því er bratt en öðru muntu eiga auðveldara með að kyngja. Reynslan segir mér að fyrir langflestum séu mataræði trúarbrögð. Hver og einn hefur skapað sér vana og kæki í neyslu og margir eru tilbúnir að verja mynstrið með kjafti og klóm. Kjötætur gera stólpagrín að grænmetisætum og grænmetisætur líta niður á kjötætur. Samt hafa báðir aðilar rétt fyrir sér – báðir eru að sækja sér það sem þeir… Lesa meira

Tækifæri í lífinu felst í næringunni

Langstærsta tækifærið til vaxtar í lífinu felst í næringunni sem þú neytir, viðhorfi þínu til næringarinnar og hvort þú neytir í vitund eða ekki. 1) Ertu að borða heilnæman, óunninn mat? 2) Ertu að næra þig í vitund, með kærleika, hægt og rólega? 3) Tyggurðu matinn eins og hann skipti máli? 4) Drekkurðu gosdrykki og aðra drykki sem gera líkamann súran? 5) Drekkurðu vatn? 6) Borðarðu umfram orkuþörf? 7) Borðarðu þegar þú ert ekki svöng/svangur? 8) Borðarðu seint á kvöldin? 9) Borðarðu til að bæla tilfinningar? 10) Borðarðu til að fagna jákvæðum atburðum? 11) Borðarðu til að syrgja? 12) Finnst… Lesa meira

Guðni – „Margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar“

Í skrifum mínum beini ég stundum athyglinni að matvælum og dreg fram í sviðsljósið þá staðreynd að margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar. Oft á tíðum þarf maður að skilja, í þessu samhengi, hvað maður vill ekki, til að skilja hvað það er sem maður vill. Þegar ég spyr fólk hvað það vill þá vefst því oft tunga um tönn. En ef ég spyr hvað það vill ekki, þá stendur ekki á svörum. Ég vil ekki verja of miklum tíma og athygli í að dæma. Ég vil vera með athygli mína og áherslur á heilnæmri fæðu, frekar en að… Lesa meira

Mataræði sem gerir okkur þreytt – Ráðin hans Guðna

AF HVERJU VERÐUM VIÐ ÞREYTT AF HEFÐBUNDNU MATARÆÐI? SVARIÐ VIÐ ÞVÍ ER Í ALLNOKKRUM LIÐUM: VIÐ BORÐUM MIKIÐ – að hluta til vegna þess að við borðum svo hratt að við tökum ekki eftir því þegar við verðum södd, en líka vegna þess að við höfum tamið okkur stóra skammta. Líkaminn ver mikilli orku í að vinna orku úr öllum þessum mat; hann verður aðþrengdur þegar við borðum umfram rými. VIÐ BORÐUM HRATT OG TYGGJUM LÍTIÐ – maturinn rúllar nánast ótugginn ofan í maga, sem þarf að hafa sérstaklega mikið fyrir því að melta hann. Þess konar melting er ekki… Lesa meira