Kona deilir átakanlegum myndum til að vara við hræðilegum áhrifum heróíns

Melissa Lee Matos hefur verið í bata frá eiturlyfjafíkn síðastliðið eitt og hálft ár. Hún ákvað að deila myndum af sér þegar hún var sem langt leiddust af fíkninni til að hjálpa öðrum í sömu sporum. „Of margir eru að deyja. Ég á vini sem þurfa að sjá þetta,“ skrifar hún í færslu á Facebook. Það hafa yfir 54 þúsund manns deilt færslunni. Melissa útskýrir hvernig í mörg ár hana langaði að deyja. Hún eyddi mörgum dögum og nóttum í sjálfgerðu dái eftir að hafa neytt of mikið af fíkniefnum. „Svona leit ég út daglega í mörg ár. Þetta er það sem eiginmaðurinn minn… Lesa meira

Karen Hrund er ólétt aðeins 15 ára: Móðurhlutverkið, fordómar, gleði og ljót skilaboð

Karen Hrund er 15 ára og hefur nýlokið grunnskólagöngu sinni. Hún er búsett á Akureyri og er í sambandi með Ómari Berg, 21 árs. Saman eiga þau von á barni og er Karen komin 35 vikur á leið. Bleikt fékk Karen í viðtal til að ræða um meðgönguna, verðandi mæðrahlutverk og fordómana sem hún hefur orðið fyrir vegna aldurs hennar. Karen kynntist kærastanum sínum þegar hún var fjórtán ára og hann ný orðinn tvítugur. Þau byrjuðu saman í ágúst í fyrra. Þau eiga von á strák og segist Karen hlakka til en vera samt ótrúlega stressuð líka. „Þú veist aldrei… Lesa meira

Hrottalegt neteinelti meðal íslenskra barna – Er barnið þitt með þetta smáforrit?

„Ég held það sé kominn tími til að foreldrar taki smá ábyrgð og skoði nú það sem er í gangi í símanum og iPadinum hjá sínum börnum og hætti að segja „já mitt barn gerir ekki svona...,“ segir Lóreley Sigurjónsdóttir um hegðun barna og unglinga á samfélagsmiðlum. Lóreley fór inn á smáforritið Musical.ly hjá dóttur sinni eftir að hafa heyrt nokkur dæmi um ljót skilaboð og síður. Þar blasti við henni ógrynni af síðum og ljótum ummælum. Mörg ummæli voru á þá leið að börn eða unglingar voru að hvetja aðra til að taka eigið líf. Lóreley segist vera afar… Lesa meira

Ragnar gefur út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband – Lærði að teikna upp á eigin spýtur

Ragnar Jónsson var að gefa út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband og er óhætt að segja að þetta sé ekki hefðbundið tónlistarmyndband eins og þau sem við erum vön að sjá. Ragnar teiknaði myndbandið en lagið fjallar um að maður eigi að elta draumana sína og ekki gera það sem maður elskar ekki. Ragnar er ótrúlega hæfileikaríkur ungur maður og lærði að teikna upp á eigin spýtur með því að horfa á myndbönd á netinu. Bæði myndbandið og lagið eru tryllt. Þetta kemur manni í þvílíkt stuð og gott skap. Maður getur eiginlega ekki gert annað en að fyllast af… Lesa meira

Facebook aðgangur Samúels var hakkaður: „Þessi aðili er að senda fólki skilaboð og biðja um peninga og nektarmyndir“

„Það hefur einhver óheiðarlegur f***** hakkað þennan aðgang og er að nota hann eins og er. Við erum búin að tilkynna það og erum að bíða eftir svari til þess að endurheimta aðganginn án þess að honum verði eytt,“ skrifar Svala Sif Sigurgeirsdóttir á Facebook. Aðgangur Samúels Samúelssonar, eiginmanns hennar var hakkaður. „Þessi aðili er að senda fólki skilaboð og biðja það um peninga og nektarmyndir. Hann gerir sjálfan sig að admin í hópum sem Sammi er meðlimur í og breytir upplýsingum. Hann hefur einnig hakkað sig inn á Instagram aðgang Vestra,“ segir Svala. Aðilinn sem hakkaði sig inn á… Lesa meira

Stefanía: „Ég trúi þessu ekki enn þá. Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland?“

Stefanía Tara Þrastardóttir er 22 ára stelpa frá Akureyri. Hún er búsett eins og er í Hvalfjarðarsveit með kærastanum sínum. Hún hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um förðun, hár, neglur og tísku. Stefanía hefur sungið síðan hún man eftir sér og er það hennar helsta áhugamál. Stefanía hefur starfað með börnum síðasta eitt og hálft ár en hún segir að draumurinn sinn sé að stofna eigin fyrirtæki og vera sinn eiginn herra. „Það fyrirtæki myndi alltaf beinast að mínum áhugamálum á einn eða annan hátt,“ segir Stefanía í samtali við Bleikt. Hún er að taka þátt í Ungfrú Ísland í… Lesa meira

Ingibjörg gefur ritstjórn tekjublaðsins falleinkunn: „Ég er búin að fara yfir og leiðrétta“

Ingibjörg Rósa gefur ritstjórn tekjublaðs Frjálsrar verslunar falleinkunn og gagnrýnir notkun starfsheita í blaðinu. Þar koma fyrir orð á borð við "fjölmiðlamenn," "embættismenn" og "skólamenn". Ingibjörg bendir á frekar eigi að nota orðið "fólk" í staðinn fyrir "menn," eins og "fjölmiðlafólk." Það er málhefð að nota t.d. „lögmaður“ (þótt ekkert mæli í raun á móti því að nota „lögkona“) en með óljósari titla eins og „embættismaður“ er ekkert sem segir að ekki megi nota „embættiskona“ og því eðlilegra að nota „embættisfólk“ sem fleirtölu. Orðskrípið „skólamenn“ er hins vegar allt annar handleggur! Ég tel samt að sjálfsögðu að konur séu líka menn, málhefðin er… Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Ellen Rut skrifar til Kim Kardashian: „Viltu senda þessi skilaboð út í heiminn að appelsínuhúð er hryllingur?“

"Gerirðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þúsundir ef ekki milljónir ungra stúlkna?" skrifar Ellen Rut Baldursdóttir í opnu bréfi til Kim Kardashian. Þar gagnrýnir hún ummæli sem Kim lét falla í spjallþættinum The View um útlit sitt. Í þættinum heldur Kim því fram að paparazzi myndir sem voru teknar af henni þegar hún var fríi í Mexíkó hafi verið "photoshoppaðar" áður en þær fóru í dreifingu á netinu. Hún segir að myndunum hafi verið breytt svo hún liti verr út og kallar myndirnar "skelfilegar." "Ég sé ekkert athugavert við þessa mynd. Einstaklega falleg kona með þennan fræga rass.… Lesa meira

„Hafði hann meira og minna misþyrmt henni alla nóttina og svipt hana frelsi til útöngu úr húsinu“

Guðrún Sverrisdóttir starfaði sem hjúkrunarkona í 40 ár á sviði Slysadeildar Borgarspítalans þar sem hún kynntist öllum hliðum og þáttum mannlífsins. „Oft fór maður heim, miður sín og bugaður eftir sumar spítalavaktirnar. Heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og misþyrmingar á konum var einnig tilfinningalega erfiðast að vinna við og taka á móti," skrifar Guðrún í grein sem birtist fyrst á Kjarnanum. Í greininni segir hún frá ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir en máli hennar var vísað fá vegna formgalla frá hendi ákæruvaldsins. „Fyrir tveimur árum síðan stóð ég sjálf berskjölduð frammi fyrir ljótleika heimilisofbeldis,“ skrifar Guðrún. Myndir um þau ljótu… Lesa meira

„Hættum að láta eins og grillið sé vígi karlmannsins, því ótrúlegt en satt þá geta konur líka grillað“

Það hefur lengið verið sú mýta að konur kunni ekki að grilla og það sé hlutverk karlmannsins. Það er að sjálfsögðu algjört bull og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ingileif Friðriksdóttir skrifaði pistil sem birtist fyrst í Morgunblaðinu um konur sem grilla. Hún segir frá því þegar hún og unnusta hennar fengu grill í sameiginlega afmælisgjöf. „Þegar ég segi grill er ég ekki að tala um eitthvert lítið, krúttlegt kolagrill heldur risavaxið gasgrill,“ skrifar Ingileif í pistlinum. Hún bætir því við að með grillinu hafi fylgt bók þar sem farið var yfir meginatriði þess að vera góður grillari. Hins vegar… Lesa meira

Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verða í tísku í sumar. Sjáðu hvað Fanney Dóra, Guðrún Helga Sørtveit, Salóme Ósk, Gunnhildur Birna, Steinunn Ósk og Bára Jónsdóttir höfðu að segja hér fyrir neðan. Fanney Dóra https://www.instagram.com/p/BVUKaimgUmd/  Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Teint Idole farðinn frá Lancome, Brow Fiber frá Maybelline, og I‘m Very Useful Makeup Boomer frá Touch In Sol. Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án? Það er engin snyrtivara… Lesa meira

Beyoncé og Jay Z hafa eignast tvíbura

Tónlistargyðjan Beyoncé hefur fætt tvíbura. Á fimmtudaginn sást til Jay Z og dóttur þeirra Blue Ivy á sjúkrahúsi í Los Angeles. Það er óvíst nákvæmlega hvenær þeir fæddust og ekki er búið að tilkynna hvaða kyn tvíburarnir eru. Á föstudaginn sást til konu fara inn á sjúkrahúsið með blómvönd og tvær stórar blöðrur í laginu eins og barnafætur, ein blaðran var blá og hin bleik. Ef maður skoðar myndina betur sést skrifað „B+J“ á umslagið með blómvendinum. Nokkrir erlendir miðlar hafa staðfest tíðindin, þar á meðal Entertainment Weekly E! Online og People. Hins vegar hafa Beyoncé og eiginmaður hennar Jay… Lesa meira

Lorde var að gefa út nýja plötu eftir næstum fjögurra ára bið – Netverjar missa sig

Það eru komin um þrjú og hálft ár síðan að söngkonan Lorde gaf út plötuna sína Pure Heroine sem naut gífurlega vinsælda. Á plötunni eru lög eins og Royals og Tennis Court sem trónuðu lengi á topplistum um allan heim. Lorde byrjaði á því að gefa út lagið „Green Light“ í mars og gerði aðdáendur sína alveg óða í meira efni. Á nýju plötunni sinni, Melodrama, prófar Lorde sig áfram með aðeins poppaðri stíl, eins konar „dark pop.“ Platan er satt að segja algjör snilld og hvet ég alla til að hlusta á hana, þið eigið ekki eftir að sjá… Lesa meira

Áhrifamikill gjörningur til stuðnings brotaþola Robert Downey – Myndband

Í gær staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Robert Downey, eða Róbert Árni Hreiðarsson eins og hann hét áður, gæti aftur starfað sem lögmaður eftir að hafa hlotið uppreist æru í september síðastliðnum. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum árið 2008 og missti hann lögmannsréttindi sín í kjölfarið. Sjá einnig: Kompáslögmaðurinn „Róbert Árni“ var dæmdur fyrir barnaníð: Fær að starfa á ný sem lögmaður - Fékk uppreist æru Dómur Hæstaréttar að ákveða að veita Róbert leyfi til að starfa aftur sem lögmaður hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Ósk Gunnlaugsdóttir framkvæmdi áhrifamikinn gjörning… Lesa meira

The Retro Mutants gefa út sína fyrstu plötu: „Sumarlegur fýlingur sem ætti að fá hvern einasta fýlupúka til að brosa“

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber sama nafn og hljómsveitin „The Retro Mutants,“ og inniheldur tíu lög. Bjarki Ómarsson og Viktor Sigursveinsson sömdu plötuna og Arnar Hólm er þeirra hægri og vinstri hönd á bak við DJ borðið. Þeir félagar eru þrír í hljómsveitinni en kjósa að nota dulnefni þar sem þeir koma fram með grímur. „Platan er öll samin með gömlu Retro hljóðunum sem allir þekkja og kynþokka fulla tenór saxófón sólóunum. Þessi plata er samin til að hvetja fólk til að brosa og vekja upp litríka tímabilið. Sumarlegur fílingur sem… Lesa meira

Sendir áhyggjufullri móður sinni skilaboð úr heimsreisunni

Það er óhætt að segja að móðir Jonathan Kubben Quiñonez hafi verið áhyggjufull þegar hann sagði upp vinnunni sinni, seldi bílinn sinn og keypti flugmiða til Kúbu í mars 2016. Nú rúmlega ári síðar hefur hann ferðast um allan heiminn og vakið athygli fyrir leið sína til að minnka áhyggjur móður sinnar. Á meðan Jonathan skoðar heiminn hefur hann í för með sér skilti sem stendur á „Mom, I‘m fine“ eða „mamma, ég er í lagi.“ Hann lætur taka mynd af sér með skiltinu við hinar ýmsu aðstæður og eru myndirnar alveg stórkostlegar. Í maí fór mamma hans meira að… Lesa meira

Dagbjört og félagar fengu nóg af sjoppufæði – Opnuðu matarvagn í Mývatnssveit

Þessa dagana er Dagbjört að hefja sumarævintýri. Hún er að koma sé vel fyrir í bleika hjólhýsinu sínu í Mývatnssveit og er ásamt því á fullu að selja vefjur, kökur og fleiri matvæli út um lúguna á matarvagninum sínum. Á milli þess slakar hún á í jarðböðunum og knúsar hundinn sinn. Bleikt hafði samband við Dagbjörtu og fékk að forvitnast aðeins um matarvagninn og sumarævintýrið. Dagbjört og vinir hennar Bryndís Fanný og Finnur Hafliðason stofnuðu fyrirtækið Premia ehf síðasta haust með það að markmiði að reka matarvagn í Mývatnssveit sumarið 2017. Þau koma alls staðar af landinu, Dagbjört er úr… Lesa meira

Íslensk brúður gekk inn kirkjugólfið við frægt kvikmyndastef – Myndband

Hjónin Bryndís Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson vildu gera eitthvað öðruvísi og óhefðbundið á brúðkaupsdaginn sinn. Í stað þess að ganga upp að altarinu við hinn hefðbundna brúðarmars þá gekk Bryndís við frægt kvikmyndastef. Þetta vakti gríðarlega mikla lukku brúðkaupsgesta. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan sem Ásdís Thoroddsen tók upp í kirkjunni: Eins og heyra má í myndbandinu er þetta kvikmyndastefið fræga úr myndinni Jaws, sem verður að teljast mjög óhefðbundið val fyrir brúðkaup. Bleikt hafði ótrúlega gaman af myndbandinu frá brúðkaupinu og hafði samband við nýgiftu hjónin til að forvitnast um lagavalið. „Mér fannst þetta mjög fyndið. Ég reyni… Lesa meira

Sylvía er komin á góðan stað eftir erfiða baráttu við kvíða og þunglyndi – Tekur þátt í Ungfrú Ísland

Sylvía Rún Hálfdanardóttir er átján ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún lengi barist við erfiðan kvíða og þunglyndi en er loksins komin á góðan stað í lífinu að eigin sögn og vill sýna fólki að það sé hægt að snúa við blaðinu og sigrast á þessu. Hún ætlar að stíga út fyrir þægindaramman og taka þátt í Ungfrú Ísland í ár. Bleikt hafði samband við þessa sterku og hugrökku ungu konu og ræddi við hana um kvíðann, þunglyndið og baráttuna sem endaði í sigri. Sylvía hefur alla tíð búið í Hafnarfirði og ólst upp í stórum systkinahóp en þau… Lesa meira

Ráðist á fjórtán ára systur Ólafar í strætó: „Ef þið verðið vitni að svona atburðum standið upp í stað þess að þegja“

Þegar fjórtán ára systir Ólafar Töru Harðardóttur tók strætó í fyrradag átti hún sér einskins ills von. Án nokkurs tilefnis réðst hópur krakka á sama aldri á hana. Systir Ólafar fór að gráta í vagninum og enginn farþegi kom henni til hjálpar. Þegar hún fór út úr strætisvagninum eltu krakkarnir og héldu áfram að áreita hana. Lesa meira

Sonja Sigríður baráttukona: „Ég næ náttúrulega alltaf að vera með aðeins of mikið á minni könnu“

Sonja Sigríður Jónsdóttir er nemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Á veturna vinnur hún sem þjónustufulltrúi í hlutastarfi hjá 1818 en í sumar er hún að starfar hún hjá WOW Air í höfuðstöðvum þeirra. Hún er einnig formaður Animu, félags sálfræðinema við Háskóla Íslands og markaðs- og kynningarstjóri Hugrúnar, geðfræðslufélags. Síðastliðin tvö ár hefur Sonja verið í Háskólanum og hefur haft meira en nóg á sinni könnu. Í fyrra var hún formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Ísland. Meðfram náminu leiddi hún Röskvu til stærsta sigurs í sögu fylkingarinnar. Röskva vann kosningar til Stúdentaráðs með yfirburðum og sneri við blaðinu… Lesa meira

Tár, gullhnappur og gæsahúð: Magnaður söngur heyrnarlausrar konu heillar heimsbyggðina

Mandy Harvey missti heyrnina fyrir tíu árum þegar hún var átján ára. Hún fór í áheyrnarprufu í America‘s Got Talent á dögunum og mætti túlkur með henni. Mandy hefur elskað að syngja síðan hún var aðeins fjögurra ára gömul en eftir að hún missti heyrnina þá hætti hún. Hún ákvað að láta heyrnarleysið ekki stoppa sig og notar önnur skynfæri en heyrn til að syngja og spila tónlist. Mandy söng frumsamið lag í áheyrnarprufunni og það er óhætt að segja að hún gjörsamlega heillaði allar upp úr skónum, þá sérstaklega Simon Cowell en hann gaf henni gullhnappinn sem þýðir að… Lesa meira

Líf Steinunn: „Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt“

Darri sonur Líf Steinunnar Lárusdóttur greindist með sjaldgæfa tegund af hvítblæði í byrjun janúar þegar hann var tæplega eins árs. „Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt að honum,“ sagði Líf í samtali við Bleikt. „Hann var í viku á spítala í október í alls konar rannsóknum en eina sem læknarnir gátu sagt okkur var að hann væri með allt of fá hvít blóðkorn.“ Þeim var þá sagt að passa rosalega vel upp á Darra þar sem hann var ekki með neinar varnir í líkamanum. Í desember fór Darra versnandi og var farinn… Lesa meira