Lax með döðlum og gráðosti

Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með himnesku humarsalati. Sannkallaður meistarakokkur þar á ferð. Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að borða gráðost þá er lítið mál að skipta honum út fyrir fetaost – engu síðra. Njótið vel! Lax með döðlum og gráðosti 800 g lax sítrónupipar 120… Lesa meira

Sumarleg sangría

Ég var á Spáni á dögunum, nánar tiltekið í Sitges sem er dásamleg borg. Þar eru fjarlægðirnar litlar, strandirnar fegurri en allt og maturinn hreint út sagt dásamlegur. Sangría sem er þekktur túristadrykkur á Spáni lítur alltaf svo vel út í sól en ég hef aldrei fengið góða Sangríu, fyrr en nú. Hér er hin fullkomna Sangríu-uppskrift – sem er sumarlegri en allt og smellpassar í góða vinahittinga. Ég lofa ykkar að þessa munu þið elska. Sumarleg Sangría Fyrir sex 1 sítróna 1 límóna 1 appelsína 350 ml spiced romm 100 g sykur 750 ml rauðvín 240 ml appelsínusafi Skerið ávextina… Lesa meira

Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti

Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og lakkrísdufti alveg frábær. Ristaðar möndlur með súkkulaði og lakkrísdufti 200 g möndlur 200 g hvítt súkkulaði 1/2 msk kakó 1/2 msk lakkrísduft, t.d. frá Johan Bulow Ristið möndlurnar í 180°c heitum ofni í um 10 mínútur. Takið úr ofninum og kælið. Blandið kakó og lakkrísdufti… Lesa meira

Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift.  Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt 4 tortillur smjör 2 bollar rifinn ostur Steikið nautahakk á pönnu við meðalhita þar til það er ekki lengur bleikt. Hellið allri fitu af. Bætið baunum, chilí og kryddum saman viði. Steikið í um 3 mínútur í viðbót. Takið af pönnunni. Smyrjið tortillu með smjöri… Lesa meira

Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu

Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig,  frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Grillaður Miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu Fyrir 3-4 900 g kjúklingalæri 10 hvítlauksrif, pressuð 1/2 tsk paprikukrydd 1/2 tsk allrahanda krydd (allspice) 1/2 tsk múskat 1/4 tsk kardimommukrydd salt og pipar 5 msk ólífuolía 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar safi af 1-2 sítrónum Grísk dill jógúrtsósa 1 hvítlauksrif, pressað 1… Lesa meira

Geggjaðir nammibitar með karamellu og saltkringlum

Þetta er uppskrift að einum rosalegustu nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk þar sem þeir klárast um leið. Mitt ráð til ykkar er…gerið amk. tvöfalda uppskrift! Nammibitar með karamellu og saltkringlum 350 g suðusúkkulaði 230 g saltkringlur 300 g Dumle karamellur sjávarsalt Setjið smjörpappír á ofnplötu. Bræðið helminginn af suðusúkkulaðinu. Hellið á smjörpappírinn og dreyfið úr því.… Lesa meira

Kókoskjúklingur með döðlum, hvítlauk og kasjúhnetum

Ég fell ávallt kylliflöt fyrir kjúklingaréttum sem innihalda döðlur enda slá þannig réttir alltaf í gegn. Má þar kannski helst nefna snilldarkjúklingaréttinn með döðlum og beikoni sem sló eftirminnilega í gegn og er einn af vinsælli réttum GRGS fyrr og síðar. Þessi kjúklingaréttur sem hér birtist og inniheldur meðal annars kókosmjólk, chilí, hvítlauk og döðlur er einn af (alltof mörgum) uppáhaldsréttum fjölskyldunnar. Hann er svo dásamlega einfaldur í gerð og hægt að leika sér með hráefnin eftir því hvað til er í ískápnum. Ég skipti til dæmis kasjúhnetum út fyrir möndluflögur og var það engu síðra. Frábær réttur með hrísgrjónum og naan.… Lesa meira

Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu

Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara sér tíma og hita síðan upp með fyllingunni. Snilldin ein! Ofnbökuð kartafla með mexíkóskri fyllingu Fyrir 4-6 8 bökunarkartöflur, meðalstórar 500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry 1/2 poki af mexíkósku kryddi (t.d. taco eða fajitas krydd) 1/2 – 1 dós (170g) Hunts tomat pureé… Lesa meira

Penne pasta í tómatrjómasósu

Þessi pastauppskrift er ein af uppáhalds pastaréttum mínum. Hún kemur úr smiðju The Pioneer Woman sem er haldið út af Ree Drummond sem er mjög vinsæll  matarbloggari. Ég get svo næstum þvi svarið það að allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju er dásemdin ein. Uppskriftin sem hér birtist er frábær pastaréttur í rjómasósu með basil og risarækjum. Hann er eins og svo margar uppskriftir á síðunni ofureinfaldur og tekur stuttan tíma í gerð. Að gæða sér á risarækjum er að mínu mati alltaf frekar sumarlegt sem á aldeilis vel við á þessum fallega sólskinsdegi. Það myndi ekkert skemma… Lesa meira

Dásamlegir Dumle nammibitar

Hvar á ég eiginlega að byrja. Þetta eru náttúrulega stórhættulegir nammibitar enda alltof góðir og ég mæli eiginlega með því að þið séuð ekki ein þegar þið prufukeyrið þá..einu sinni byrjað og þið getið ekki hætt! Dumle nammibitar 30-40 stk. 250 g Dumle karamellur 50 g smjör 5 dl Rice Krispies 125 g rjómasúkkulaði 50 g dökkt súkkulaði Saxið Dumle karamellurnar gróflega og setjið í pott ásamt smjöri og bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum og blandið Rice Krispies vel saman við. Setjið smjörpappír í form ca. 20×20 cm stórt. Hellið blöndunni í formið og þrýstið vel niður.… Lesa meira

Heimalagaðar ostaslaufur eins og þær gerast bestar

Drengirnir mínir vita fátt betra en að gæða sér á ostaslaufu og hef ég fullan skilning á því. En mér hefur hinsvegar blöskrað verðið á þeim og því ákvað ég því að prufa að baka þær bara sjálf, en það hafði ég aldrei gert áður.  Við baksturinn studdist ég við uppskrift frá sjálfum meistaranum Jóa Fel sem birtist í uppskriftabók Hagkaups. Það er skemmst frá því að segja að þessi uppskrift er snilld og ostaslaufurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég mæli svo mikið með því að þið prufið þessa dásemd. Smyrjið skinkumyrjunni fyrir miðju deigs Leggið deigið saman… Lesa meira

Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu

Hér er á ferðinni dásemdar uppskrift að ofnbökuðum kjúklingi í ljúfri beikonsósu. Rétturinn er sérstaklega einfaldur í gerð og slær svo sannarlega í gegn hjá ungum sem öldum. Borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati, jafnvel hvítlauksbrauði ef ykkur hugnast það. Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu 600 g kjúklingalundir 15 kirsuberjatómatar, helmingaðir 150 g bacon 400 g sýrður rjómi 18-36% 2 tsk paprikukrydd 1/2 tsk reykt paprikukrydd (smoked paprika) 1 tsk cumin (ath ekki kúmen) 150 g rifinn mozzarella salt og pipar Leiðbeiningar Skerið kjúklinginn í munnbita og setji í ofnfast mót. Setjið kirkjuberjatómatana yfir kjúklinginn. Saltið og piprið. Skerið beikonið… Lesa meira

Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

Ómæ… það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já… aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan  aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn á 15 mínútum og þar sem helgin er að nálgast er um að gera að skella hvítvíni í kælinn og njóta. Athugið að í þessa uppskrift má notast við hvaða pastategund sem heillar. Ég var í stuði fyrir spaghetti að þessu sinni. Basilpestó pasta… Lesa meira

Geggjuð ostaídýfa

Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð! Geggjuð ostaídýfa 25 g smjör 1/2 chili, saxað smátt 1 hvítlauksrif, saxaður smátt 1 tsk paprikukrydd 1 tsk salt 2 msk hveiti 2 dl mjólk 200 g cheddar ostur, rifinn Bræðið smjör í potti ásamt chili, hvítlauk, paprikukryddi og salti. Bætið hveiti saman við og hrærið með píski þar til engir kögglar eru í blöndunni. Bætið þá mjólkinni hægt saman… Lesa meira

Mangó chutney kjúklingaborgari

Ég gerði á dögunum þennan dásemdar kjúklingaborgara sem börnin elska og er stúfullur af „falinni“ hollustu. Hér er leynivopnið ljúf Mango Chutney sósa sem kemur með sætuna og gefur þeim suðrænt bragð, ásamt nokkrum dropum af tabasco sósu sem gera þá bragðmeiri en ekki þó svo að þeir verði sterkir, þau auðvitað sé alltaf hægt að bæta aðeins við. Þessir kjúlingaborgarar voru að þessu sinni bornir fram með mangóbitum, agúrkum, rauðlauk og káli og toppaðir með gæða mayo. Þeir eru í miklu uppáhaldi á heimilinu og vonandi líkar ykkur einnig vel. Mangó chutney kjúklingaborgari 1 stöngull sellerí 1 vorlaukur 2… Lesa meira

Chillí tómatsúpa

Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr verður ekta tómatsúpa með mildu chillíbragði. Chillí tómatsúpan er ofureinföld í gerð og vís til að slá í gegn. Njótið! Chillí tómatsúpa Fyrir 4-6 1 krukka Tómata og chilli pastasósa frá Jamie Oliver 1 laukur, gróflega saxaður 1 hvítlauksrif, gróflega skorið 1 gulraut, gróflega skorin 1… Lesa meira

Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó

Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir séu komnir til himna. Þessa uppskrift fékk ég frá einum tryggum lesanda GulurRauðurGrænn&salt, henni Evu Mjöll Einarsdóttur sem sagðist vilja þakka fyrir frábært blogg og góðar uppskriftir og um leið leggja sitt af mörkum í að safna saman fleiri frábærum uppskriftum. Hún sagði að þessi… Lesa meira

Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Algjörlega ómótstæðileg súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi sem er sérstaklega einföld í gerð. Kökuna má gera fram í tímann og frysta með kreminu á sem gerir allt svo miklu einfaldara. Hér er á ferðinni nýtt uppáhald sem slær í gegn við fyrsta bita! Dumle súkkulaðikaka með karamellukremi 150 g smjör 100 g dökkt súkkulaði 120 g (1 poki) Dumle 4 egg 2 1/2 dl sykur 1 tsk vanilluduft 2 1/2 dl hveiti Dumle Karamellukrem 2 msk rjómi 120 g (1 poki) Dumle 100 g smjör, við stofuhita 4-5 dl flórsykur Leiðbeiningar Kakan Bræðið smjör, súkkulaði og Dumle karamellur saman… Lesa meira

Heimsins bestu vöfflur

Alþjóðlegi vöffludagurinn var haldinn hátíðlegur þann 25. mars og að því tilefni er vel við hæfi að birta uppskrift að vöfflum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Vöfflurnar eru stökkar og bragðgóðar og einfaldar í gerð og góða með sultu og rjóma, nú eða jafnvel vanilluís. Heimsins bestu vöfflur 2 egg 1 dl sykur 2 dl súrmjólk 1 1/2 dl vatn 350 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk natron 1 tsk kardimommudropar 125 g bráðið smjör Hrærið egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið súrmjólk og vatni saman við og því næst þurrefnum.… Lesa meira

Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco

Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að smakka hana til. Mælum með þessari – grænmetið klárast fljótt. Geggjuð grænmetisídýfa með rjómaosti og Tabasco 200 g Philadelphia rjómaostur 2 hvítlauksrif, pressuð 4-6 tsk Green Jalapeno TABASCO 2 msk fersk steinselja, söxuð salt og pipar Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið vel. Smakkið til… Lesa meira

Klístraðir kanilsnúðar

Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku! Klístraðir kanilsnúðar 12 g (1 poki) þurrger 1 dl mjólk 1 msk sykur 1/2 tsk salt 1 egg 100 g smjör, mjúkt 300 g hveiti Fylling 150 g smör, mjúkt 150 g púðusykur 1 1/2 tsk kanill 1/4 tsk múskat Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg. Hellið í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og leysast upp. Hrærið því næst salti og sykri saman við og því næst eggjum. Blandið hveiti og smjöri saman og hnoðið vel. Þegar það… Lesa meira

OMG pasta

Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum. Þessi pastauppskrift er einmitt í miklu uppáhaldi á þannig dögum. Oft hef ég salat og baguette brauð með og þá er kominn ekta ítalskur veislumatur. Ég tala nú ekki um ef við bætum við glasi af hvítvíni. Uppistaðan í þessum rétti er pasta og heimagert pestó úr sólþurrkuðum… Lesa meira

Eton Mess með súkkulaðimarengs

Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun bara að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk. Eton Mess með súkkulaðimarengs Súkkulaðimarengs 5 eggjahvítur, við stofuhita 240 g sykur 3 msk hágæða kakó 80 g 70% súkkulaði, gróflega saxað Hindberjamauk 300 g hindber, fersk 2 msk flórsykur 1 msk vanillusykur Súkkulaðirjómi 5 dl rjómi 2 msk kakó 1 msk vanillusykur Þeytið eggjahvíturnar þar… Lesa meira

Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu

Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu. Uppskriftinni veit ég ekki nákvæm deili á en skilst þó að matreiðslukennari sem heitir Ásta eigi heiðurinn af henni. Það er smá dútl að baka þessi brauð en verðlaunin skila sér við fyrsta munnbita. Njótið vel! Nan brauð með kókos, döðlu, hvítlauks og chilifyllingu 3 dl mjólk, volg 2 msk sykur eða hunang 4 tsk þurrger 13 dl hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk olífuolía 3 dl hrein jógúrt eða Ab mjólk Ofan á 2 msk garam masala… Lesa meira