Djúsí heimagerðar ítalskar bollur með ekta marinara sósu og spagettí

Heimalagaðar bollur eru ljúffengar. Þessar slá alltaf í gegn á mínu heimili enda einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar. Uppskriftin er einföld en felur í sér smá dúllerí. Þess vegna er frábært að fá sem flesta við borðið til að hjálpast að og gera skemmtilega stemmningu úr þessu. Þessar bollur eru algjörlega þess virði! Linsubaunabollur: 1/2 bolli (100gr) brúnar eða grænar linsur 2 msk góð ólífuolía 1/2 rauðlaukur 2 hvítlauksrif 1 stór gulrót eða 2 litlar ca 1/4 bolli 30 gr pekanhnetur 35 gr valhnetur 40 gr panko-rasp, ég notaði glútenlaust frá Lan’s 1/2 tsk oreganó 1/2 tsk basil 1/2 tsk… Lesa meira

Ofnbakaður þorskur í kókosmjólk með ferskum hvítlauk, engifer og túrmeriki

Ljúffengur réttur sem inniheldur einnig paprikukrydd, kaffir límónulauf og brokkolí. Þetta er sáraeinföld eldamennska. Hráefnalisti: 500gr ferksur þorskur 1 dós kókosmjólk 1 tsk turmeric 1 tsk paprikukrydd 1 tsk kaffir límónulauf (gott með, en má sleppa) 5 cm engifer, rifið 2 hvítlauksrif, fínsöxuð safi úr 1/2 sítrónu salt og pipar Uppskriftin er passleg fyrir tvo. Það þarf lítið að gera við þorskinn annað en að skola hann og þerra. Koma honum fyrir í fati, salta og pipra. Kókosmjólkinni er hellt yfir fiskinn, kryddum bætt útí ásamt fínsöxuðum hvítlauk og engiferi. Þessu er blandaðað saman ásamt brokkolíinu og komið fyrir í… Lesa meira

Hollari útgáfan af Rice Krispies kökum

Rice Krispies bitar sem eru ofureinfaldir í gerð og ótrúlega góðir. Ég á í raun erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessu sælgæti. Hvet ykkur bara til að prufa sjálf, smakka og njóta með góðri samvisku. Gaman væri síðan að heyra hvernig ykkur líkaði. Það þarf einungis 5 hráefni: poppað kínóa, hnetusmjör, kókosolíu, hlynsýróp og lífrænt kakó. Uppskriftin er passleg í 20 form 60gr poppað kínóa 35gr lífrænt kakóa 6 msk hlynsýróp 5 msk kókosolía 2 msk hnetusmjör lítil kökuform Aðferð: Setjið allt í pott nema kínóaið. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið poppaða kínóa… Lesa meira

Krúttlegir kleinuhringir með góðri samvisku

Mig hafði alltaf langað til að baka heimalagaða kleinuhringi og nú lét ég loksins verða af því. Rosalega einfalt og þægilegt. Einnig sá ég Rig Tig sleif og límónugræna Mason Cash skál sem fer beint í safnið, en ég á eina ljósbrúna fyrir. Skálarnar eru alveg æðislegar, tala nú ekki um hvað þær eru mikil eldhúsprýði. Einnig verður eldamennskan og baksturinn einfaldlega betri með þeim. Kleinuhringir: 1 ½ bolli glútenlaust hafrahveiti (ég fínmala hafrana í matvinnsluvél) 1/2 bolli kókospálmasykur 1 tsk vínsteinslyftiduft ½ tsk matarsódi ½ tsk múskat 1/3 bolli graskers- eða eplamauk 2 msk kókosolía, fljótandi 1/2 bolli kókosmjólk… Lesa meira