Smápizzur með hummus og grænkálssalati

Ég er lítið fyrir hefðbundnar pizzur en er þeim mun spenntari fyrir óhefðbundnari útgáfum. Sennilega hef ég aldrei gert sömu pizzuna tvisvar en botninn er alltaf eins og er algjört æði. Stökkur, þunnur og passlega bragðmikill til að bera uppi spennandi bragðtegundir en nógu hlutlaus til að næstum því hvað sem er passar vel með honum. Mér finnst oft gott að baka hluta af álegginu en bæta svo ofan á pizzuna brakandi fersku grænmeti og/eða ávöxtum eftir bökun.Hér er ein nýleg samsetning en ég mun án efa koma með ýmsar aðrar útgáfur síðar. Pizzabotninn stendur alltaf fyrir sínu og ég… Lesa meira

Sætkartöflusalat

Grænkál er grænmeti sem getur tekið tíma að læra að meta. Ef þér líst ekki á það geturðu prófað að hafa minna af því, blanda því saman við annað grænt blaðgrænmeti eða skipt því út fyrir spínat eða mildari salatblöndur úr poka. Þú getur hins vegar treyst því að grænkálið venst ekki bara heldur verða margir sólgnir í það því oftar sem þeir prófa það. Þetta salat er frekar bragðmilt en hikaðu ekki við að breyta til og prófa aðrar útfærslur. Perur eru t.d. frábærar í stað mangós og það getur verið gott að bæta við ferskum chili eða öðruvísi… Lesa meira

Ljúffengar hummusbollur

Þó að ég kalli þessar litlu dúllur hummusbollur er ekki víst að þér dytti í hug nokkur tenging ef þú smakkaðir þær án vitneskju um uppskriftarheitið. Mér fannst það bara viðeigandi því tvö aðal innihaldsefnin eru þau sömu og í hummus – kjúklingabaunir og tahini. Reyndar eru hráefnin ekki mikið fleiri og því erum að ræða afskaplega einfalda matargerð þó að bolluhnoðið geti tekið örlítinn tíma. Útkoman er hreinlega allra besta útgáfa af bollum sem ég hef nokkurn tímann smakkað.  Það skemmir heldur ekki fyrir hvað þær eru ótrúlega næringarríkar, einfaldar og auðveldar í matreiðslu og svo dásamlega fljótlegt að henda… Lesa meira

Næringarrík hvítlauks- og rósmarínsósa

Ef þú elskar kaldar sósur og getur illa ímyndað þér lífið án t.d. pítusósu þá er þessi svo sannarlega spennandi fyrir þig. Mér finnst hún passa frábærlega með næstum því hvaða mat sem er og hún er svo næringarrík að það er í góðu lagi að nota hana í ríflegum skömmtum eins oft og óskað er. Hún er t.d. FRÁBÆR í vefjur, pítur, á samlokur, með ofnbökuðu rótargrænmeti eða öllum réttum sem hafa tómatgrunn. Það má nota sama grunn en önnur krydd til að útfæra hana á ýmsa vegu allt eftir því hver stemmingin er. HRÁEFNI 1 krukka hvítar baunir 3-4… Lesa meira

Meiri hollusta fyrir minni pening

Ólíkt því sem mætti stundum halda þarf enginn að lifa á chia fræjum, grænkáli og lífrænt ræktuðum goji berjum alla daga til að bæta og viðhalda góðri heilsu. Ég veit að mikið er fjallað um kosti dýrra og framandi hráefna – ég er sjálf mikill aðdáandi ýmissa heilsutengdra nýjunga og nota oft skrítin hráefni í uppskriftirnar mínar. Það er auðvitað gaman að þreifa sig áfram og prófa eitthvað alveg nýtt en stundum gleymist alveg hvað margur hversdagslegur matur getur líka verið virkilega næringarríkur og uppbyggjandi. Ég heyri mikið frá fólki að það sem standi helst í vegi fyrir aukinni hollustu… Lesa meira

Salsamole!

Ég elska gott meðlæti og stundum er meðlætið hreinlega stærsti hluti disksins hjá mér. Það á sérstaklega við um ferskt grænmeti og annað góðgæti sem byggir undir næringarríka og fjölbreytta máltíð. Eitt af mínu allra uppáhalds er guacamole en salsa finnst mér líka gefa máltíðum einstakan ferskleika svo ég nota það einnig við hin ýmsu tilefni. Að bera fram guacamole og salsa í einni og sömu máltíðinni er svo bara dásemd á diski! Ég er hins vegar enginn aðdáandi þess að eyða of miklum tíma í eldhúsinu svo ég fékk í gær þá frábæru hugmynd að sameina bæði guacamole og… Lesa meira

Aduki-hakk með kasjúostasósu

Þessi uppskrift varð óvart til eitt kvöldið þegar langt var orðið frá síðustu matarinnkaupum en ég átti afganga af valhnetuhakki og kasjúostasósu eftir að hafa prófað mig áfram með fylltu kúrbítsuppskriftina. Ég hugsaði með mér að það væri upplagt að búa til úr þessu pönnurétt sem minnti að einhverju leyti á hakk, nema bara svo miklu næringarríkari og betri. Útkoman sló umsvifalaust í gegn á heimilinu og hefur þessi réttur oft verið eldaður síðan. Einn stærsti kosturinn við hann er hversu fljótleg matseldin er, en ég mæli með því að eiga alltaf úrval af niðursoðnum baunum í eldhúsinu svo fljótlegt sé… Lesa meira

Góðgæti úr öldruðum banönum

Í anda þeirrar umræðu sem hefur sprottið upp að undanförnu, um mikilvægi þess að nýta allan mat og henda sem minnstu, deili ég þessari æðislegu uppskrift! Á netinu má finna ótal útgáfur af svona banana-hafrakökum og í raun eru öll hlutföll hafra og banana tilraunarinnar virði – og auðvitað ekkert nema spennandi að prófa ýmsar tegundir viðbótarhráefna eins og þurrkaða ávexti, fræ eða hnetur. Þetta eru dúndurhollar, auðveldar, ódýrar og fljótlega smákökur sem bragðast alveg dásamlega. Þær henta frábærlega þegar þú ert í vandræðum með nokkra aldraða banana sem eru komnir í brúnar kápur eða þegar þig langar í handfylli… Lesa meira

Svartbaunaborgarar

Hvort sem þig langar í eitthvað heilnæmt á grillið, djúsí í kvöldmatinn eða elda stóra skammta í frystinn þá eru góð grænmetisbuff alltaf góður kostur. Svartbaunaborgarar af ýmsu tagi eru núna með því allra heitasta bæði meðal vegana og hollustuþenkjandi fólks almennt. Á netinu finnast eflaust mörg þúsund mismunandi uppskriftir að slíku gúrmeti en ég gæti nú ekki verið bloggari með bloggurum nema koma með mína eigin uppskrift! Þessi er einföld og fljótleg og afraksturinn ljúffengur. Mér finnst gott að borða borgarann minn með hollu meðlæti knúsað inn í súrdeigsbollu frá hinu dásamlega, lífræna miðborgarbakaríi Brauð&co. Ef þú ert meira… Lesa meira

Allt um kínóa: Próteinríka undrakornið!

Þetta undrakorn er bráðhollt, ljúffengt, glútenlaust, próteinríkt og auðvelt að nota á fjölbreyttan hátt. Það er upplagt að eiga alltaf kínóa við hendina til að henda saman við kvöldmatinn, nota sem grunn í salat, setja í nestisboxið, vefjuna eða bara út í morgunþeytinginn! Kínóa er strangt til tekið frætegund en er notað á sama hátt og hrísgrjón eða hvers kyns matarkorn. Oftast er það selt þurrkað í pokum og þá þarf að skola og sjóða fyrir neyslu, en það er einnig hægt að fá það forsoðið og tilbúið til neyslu. Það er samt sem áður mjög einfalt að elda þessar… Lesa meira