Próteinríkur mandarínu- og berjabúst

Eflir ónæmiskerfi, bætir meltingu og minnkar sykurlöngun! Uppskrift: 1 bolli möndlumjólk handfylli af spínati 2 mandarínur (eða 1 appelsína) 1/2 bolli trönuber (frosin eða fersk) ½ bolli frosin berjablanda (hindber/bláber/brómber) 1 banani eða 1/2 avocadó 2 msk chia fræ, lögð í bleyti á móti 1/2 bolla af vatni í 15 mín. eða yfir nóttu 2 dropar stevia með vanillu eða/og hindberjabragði frá Via Health 1 tsk kókosolía 1 msk pollen/hemp fræ   Blandið öllu saman, bætið kókosolíu við og njótið!   Lesa meira

Ráð gegn sykurlöngun og hugmyndir að staðgenglum sykurs

Sykurlöngun er gjarnan sprottin af ójafnvægi í næringu eða lykilvítamínum.  Til að slá á sykurþörfina er því lykilatriði að vera vel nærð. Bætiefni eins og zink, magnesíum og króm eru lykilvítamín sem getað hjálpað með sykurlöngunina. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur þrá súkkulaði meira en venjulega þegar komið er að þeim tíma mánaðarins. Þetta stafar af aukinni magnesíumþörf okkar. Magnesíum er hægt að taka inn í töflu- eða duftformi en einnig finnst það í klettasalati, gráfíkjum og kasjúhnetum sem dæmi. Í sykurlausri áskorun förum við nánar í þá fæðu sem hjálpar okkur í baráttunni gegn sykurpúkanum. Einnig förum við… Lesa meira

Að elska sjálfa þig: „Þú ert svo miklu meira en einhver tala á vigtinni eða spegilmynd getur sagt til um“

Þrátt fyrir að það sé gott að sjá hvað okkur líkar í fari eða útlit annarra og leggja okkur fram um að veita því viðurkenningu er ekki síður mikilvægt (ef ekki mikilvægara) að leita uppi og viðurkenna eigin kosti. Ég hef sjálf verið sek að hugsa „ohh þú ert svo feit“. Mér finnst það orðið aðeins of eðlislægt hjá okkur konum að gagnrýna sjálfar okkur. Svo má velta fyrir sér við hvað er verið að miða þegar slíkar hugsanir koma upp? Verðum við nóg þegar að við fáum flatan maga og stór brjóst, munum við þá loks geta lifað sáttar… Lesa meira