Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!

Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina! Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var. Við verðum að sjálfsögðu að taka fram 49 atriði – eitt fyrir hvert portúgalskt framlag fram til dagsins í dag! 🙂 Hressleikinn í kynningum á lögunum setti punktinn yfir i-ið í stemmningarsköpun, hollensku 90’s-gellurnar áttu klárlega flottasta samhæfða múvið! Ísraelinn… Lesa meira

Sögustund um Júróvisjón – Kannast lesendur við hina rússnesku Intervision keppni?

Nú, þegar Júróvisjón-keppnin er haldin í Úkraínu og við höfum ekki farið varhluta af hinu kalda andrúmslofti sem ríkir milli heimamanna og gömlu herraþjóðarinnar Rússa (sjá hér), finnst okkur á Allt um Júróvisjón tilvalið að grafa aðeins í sögubókunum og rifja upp tímann þegar járntjaldið var enn uppi. Þá reyndu Sovétmenn að endurskapa Júróvisjón sín megin af þeirri ástæðu að Sovétríkin voru ekki meðlimur í sjónvarpssambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Kommúnistaáróðursmaskínan notaði því tækifærið og sagði þegnunum að allt sem vestrið gerði, gæti kommúnisminn gert betur. Útkoman varð Intervision Song Contest. Aldrei heyrt um hana? Ekki skrýtið, því að hún var… Lesa meira

Kálfaklór og kynþokki á fyrra undankvöldi Júróvisjón

Það var heilmikið um að vera á Júróvisjon-sviðinu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undanriðillinn fór fram. Við litum á það sem okkur fannst standa upp úr! Kvöldið hófst auðvitað á sprengju þegar sænska sjarmatröllið Robin Bengtson skrúfaði kynþokkann í botn strax á fyrstu sekúndunum lags síns, kveikti á litlu brosi og horfði beint inn í hjörtu áhorfenda! Í kjölfarið hófst skikkjusýning sem lauk eftir að skikkjan hennar Svölu blakti undir kraftmiklum söng hennar. Tvær skikkjur voru hvítar, hjá Svölu og Linditu frá Albaníu en hin georgíska Tamara skartaði rauðri skikkju. Allar sátu þær eftir og því spurning hvort það… Lesa meira

Röð laga í keppninni skiptir öllu máli – Varúð: Aðeins fyrir mikla Júrónörda!

Það er sko sannkölluð þjóðaríþrótt Júrónörda að spá í tölfræði. Reyndar er tölfræði lygilega skemmtileg og mjög margir sem hafa áhuga á henni (ekki bara Júrónördar…). Allir hafa heyrt um „dauðasætið“ sem á að vera annað lag á svið og að það sé dæmt til að gleymast í Júróvisjón o.s.frv. En hefur þetta verið skoðað ofan í kjölinn? Við settum upp spæjarahattinn og beindum stækkunargleraugunum að einmitt þessu, röð laga á svið og hver áhrif hennar geta verið fyrir framganginn. Reyndar tókum við bara saman að þessu sinni hvort röðin hefði áhrif á það að lögin kæmust upp úr undanriðlunum í… Lesa meira

Júróvisjón og veðbankarnir – Svölu spáð 22. – 34. sæti

Svala Björgvins stígur á svið í Kiev í kvöld og þá er aldeilis við hæfi að tékka á veðbankaspám. Í gegnum tíðina hefur það nefnilega verið þannig að um leið og æfingarnar hefjast, taka línur að breytast í veðbönkunum. Oft eru lögin valin innbyrðis og það eina sem hægt er að nálgast stúdíóupptökur sem erfitt er að meta lifandi flutning út frá. Í seinni tíð hafa ýmsir aðdáendaviðburðir og partí bætt úr þessu, því að þá fá flytjendur tækifæri til að koma fram og sýna sig og sannfæra aðdáendur um að þeir hljómi nú einmitt akkúrat eins og á upptökunum… eða… Lesa meira

Júróvisjón partý! Góðar hugmyndir

Fyrsta reglan um gott Júróvisjón-partý er að bjóða öllu skemmtilega fólkinu sem þér dettur í hug! Ekki bjóða þeim sem þú veist að sitja bara úti í horni tuðandi eða þeim sem eru ekkert að fylgjast með og vilja bara ræða um fjármagnshöft, gjaldeyrisforðann og innviði ferðaþjónustunnar! Ekki heldur þeim sem vita ekki einu sinni hver Conchita Wurst er! Þema Í góðu Júróvisjón-partýi má hafa þema, t.d. að hver og einn sé fulltrúi einnar þjóðar sem tekur þátt! Þá verður fólk að klæðast í fánalitum síns lands og vera með fána. Einnig má fá gesti til að klæða sig eins… Lesa meira

Óvæntu úrslitin í undanriðlum

Nú er stóri dagurinn runninn upp sem við erum að sjálfsögðu búin að bíða eftir frá því í fyrra! Allt er ljóst fyrir kvöldið, dómararennsli lokið og fátt eftir nema krossleggja fingur og vona það besta fyrir það sem við höldum með í kvöld. En rétt áður en það gerist ætlum við að rifja upp hvað kom okkur á óvart í undankeppnum. Fyrri undankeppnin Fyrst ber náttúrlega að nefna að við áttum ekki von á því að Greta Salóme sæti eftir og  væri ekki með í kvöld. Við erum ekki einar um það því bæði hrópuðu aðdáendur í salnum ,,Ísland… Lesa meira

Spá fyrir um úrslit í aðalkeppninni: Eyrún, Hildur og veðbankarnir

Í kvöld er stóra stundin sem allir hafa beðið eftir og nú skulum við athuga hvað veðbankarnir hafa um þetta allt að segja: Svona lítur þetta þá út! Ítalirnir sem hafa vermt bæði 1. og 2. sæti hafa fallið niður í það þriðja og Polina Gagarína velgir Måns undir uggum! Ástralía og Belgía eru sem betur fer á hæla þeirra.  Inni á topp 10 lenda skv. veðbönkunum Eistland, Serbía, Noregur, Lettland og Aserbaídsjan. Í botninunum verða Þýskaland, Svartfjallaland og Pólland skv. þessu. Nú verður aldeilis gaman að sjá hversu sannspáir veðbankarnir reynast! En Eyrún Ellý og Hildur hafa einnig spáð fyrir… Lesa meira

JÚRÓ-LISTAVERKIN: KAREN, KAREN, ÞÉR HEITI ÉG ÞVÍ!

Við höldum áfram að sýna ykkur Júró-listaverk. Nú hafa listamennirnir okkar fjórir; þau Hörður, Elísabet, Sæunn og Stefán Rafn, hlustað á Karen sem Bjarni Ara söng svo fallega um í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1992 og spreytt sig á henni. Afraksturinn er hér, gjörið þið svo vel! Karen hennar Elísabetar er ögn frjálslegri en Nínan hennar! Það kom bara ein Karen upp í huga Stefáns Rafns, vitið hver? Hann Hörður fer frjálslega með Karen og gerði verksummerkjum hennar skil – skýr skilaboð til Bjarna! Sæunn sér Karen fyrir sér sem ljóshærða unga konu. Hvernig sjáið þið Karen fyrir ykkur? https://www.youtube.com/watch?v=fgta1vjYbVc Hér… Lesa meira

HVAÐ KOM Á ÓVART Á SEINNA UNDANKVÖLDINU?

EINS OG ÞIÐ VITIÐ ÖLL, KOMST ÍSLAND ÞVÍ MIÐUR EKKI ÁFRAM Í GÆRKVÖLDI OG SPÁIN OKKAR GEKK ÞVÍ EKKI ALVEG FULLKOMNLEGA EFTIR (8 OG 9 AF 10 ÁFRAM, SBR. HÉR) ÝMISLEGT VAR SKRÍTIÐ OG SKEMMTILEGT Í GÆR OG HÉR KEMUR ÞAÐ SEM KOM OKKUR MEST Á ÓVART: * Að Månsinn skyldi negla þetta og skilja alla eftir með stjörnur í augunum þrátt fyrir að hafa verið með nánast nákvæmlega sama atriðið og í Melodifestivalen * Að tékkneska gellan vildi ekki vera í skónum sem hún var send í á sviðið! * Fullkomnlega skotheldur flutningur hjá svissnesku píunni – og svo komst… Lesa meira

Flosi í Vín komst í hann krappann í H&M og spáir fyrir um úrslit kvöldsins

Flosi lendir ávallt í ævintýrum. Á þriðjudaginn komst hann í hann krappann í H&M en skellti sér líka í boð til sendiherra Íslands í Vín.  Hitinn var farinn að segja verulega til sín þegar ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn, sem var einmitt dagurinn sem ég þurfti að dressa mig fyrir boð í sendiráðinu. Ég hef aldrei áður verið boðinn í svona fancy boð og mætti bara með casual Júró föt hingað til Vínar. Gleymdi að fara í nærbxur Hvað á maður að gera í þessu þegar það er 27 stiga hiti og rakinn í hámarki? Ég hoppaði í næstu föt úr töskunni… Lesa meira

Spá Allt um Júróvisjón fyrir seinna undankvöldið 2015

Þá er spennan orðin áþreifanleg og við erum alveg að missa okkur úr spenningi fyrir kvöldinu. Eins og á hverju ári setjum við markið alltaf hátt og óskum þess innilega að vera í einu af umslögunum sem lesin eru upp. Við heimtum annað partý! En auðvitað snýst þetta fyrst og fremst um stoltið sem við fyllumst öll þegar fulltrúi lands og þjóðar stígur á svið – og hún á eftir að massa þetta – alveg sama hvernig fer! Spáin okkar fyrir kvöldið er í mun meiri samhljóm en fyrir fyrra undankvöldið. Sameiginlega spáum við þessum níu lögum áfram: ÍSRAEL ÍSLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ… Lesa meira

Veðbankaspá fyrir kvöldið!

Þá er það annað undankvöld Júróvisjón sem er framundan og þess vegna er ekki úr vegi að líta á veðbankana. Þeir eru ekki óskeikulir en eins og sést hér spáðu þeir rétt fyrir um 9 af 10 lögum á þriðjudaginn; það var einungis Serbía sem hoppaði upp í hin öruggu 10 úr 14. sæti. Og Danirnir mörðu það ekki inn. Hérna er veðbankaspáin 21.5.2015 fyrir kvöldið: Hér sjáum við að Ísland er í 8. sæti og skv. þessu ættum við að ná inn í aðalkeppnina. Í raun munar litlu á Póllandi í 10. sæti og Írlandi þar á eftir og… Lesa meira

JÚRÓ-LISTAVERKIN: VEIST ÞÚ HVERNIG NÍNA LÍTUR ÚT?

Við erum afskaplega spenntar að deila með ykkur Júróvisjón-tengdri myndlist sem unnin var fyrir síðuna.Vonum að ykkur finnist þetta jafn stórkostlegt og okkur! Okkur hefur lengi langað að vita hvernig hin margfræga Nína, sem hver einasti fullorðinn Íslendingur hefur sungið um einhver tíman um ævina, lítur út! Til þess að svala forvitninni fengum við til liðs við okkur fjóra listamenn. Eina sem við báðum þá um að gera var að teikna eða mála Nínu eins og þau sjá hana fyrir sér. Kíkjum fyrst á ,,Nínu“ eftir Sæunni Jódísi. Nína er máluð með olíu rétt eins og portret myndirnar í gamla… Lesa meira

Hvað kom á óvart á fyrra undankvöldinu í gær?

Við stöllurnar vorum að sjálfsögðu límdar við skjáinn í gærkvöldi og nutum þess að horfa á risaskjá á Stúdentakjallaranum sem var alveg frábært. Þar sátum við með tölvurnar og fylgdumst með öllu þessu skemmtilega; keppninni, Facebook og Twitter sem er líka ómissandi. Í mjög stuttu máli kom þetta á óvart í gær: * Hræðileg myndvinnsla ORF! Halló, sjóveiki! Það var áberandi slæmt hversu viðvaningslegt þetta var í fyrstu lögunum en svo smáskánaði þetta. Vonandi verður allt fínpússað annað kvöld! * Slæmt gengi Finnanna – sem engir fjölmiðlar þora þó að nefna (hins vegar er fjallað um Danina hér!) Hvar er PC… Lesa meira

Þessu spá veðbankarnir fyrir keppnina í kvöld

Jæja jæja, fyrsti í júró og við erum að tapa okkur í gleðinni! Undirbúningur í hámarki, andrúmsloftið rafmagnað og allir í startholunum. Kíkjum örlítið á stöðuna í veðbönkunum fyrir fyrra undankvöldið í kvöld: Hér sést að Rússar eru á toppnum um að komast áfram samkvæmt veðbönkunum. Þarna sjáum við líka að Danir merja þetta ekki inn í úrslitin. Þetta er rosalega spennandi – og stutt í að við birtum okkar spár fyrir kvöldið! Haldið ykkur! Fylgstu með öllu um Júróvisjón á jurovisjon.is Lesa meira

Yfirferð á lögum í fyrri undankeppninni: Ungverjaland

Lag: Wars for nothing Flytjandi:  Boggie Hvenær: Fyrri forkeppni 19. maí  Baksagan Boogie er sigurvegari A Dal-keppninnar sem haldin var í 24. skiptið í ár. Meðal annarra keppenda var hin stórkostlega Kati Wolf sem allir aðdáendur kannast við frá því í keppninni 2010. Boggie mætti með friðarboðskapinn í laginu sem hún samdi ásamt fleirum og var að sögn mjög mikið undir áhrifum frá ástandinu í Úkraínu en löndin tvö eiga landamæri hvort að öðru og Boggie á ættingja þar. Hún segir þó sjálf að skírskotun lagsins eigi við um alla heimsbyggðina þar sem stríð geisa. Boggie var staðráðin í að vinna keppina og valdi gaumgæfilega lag á ensku… Lesa meira

Slúðurbankinn I

Slúðurbankinn vaknar til lífsins enda heyrist nóg af ýmiskonar vafasömum sögum þá daga sem Júróvisjon stendur yfir! Ef þið verðið svo enn meira slúðurþyrst má líka alltaf tékka á Júró-Gróu hjá FÁSES! Heyrst hefur að sú norska, Debrah, sé ólétt og muni þurfa að víkka pilsið hennar sem virtist vera orðið aðeins of þröngt strax á fyrstu æfingu! Sögur fljúga um að von sé á skandal í myndvinnslu keppninnar því að austurrísku tökumennirnir og myndframleiðslan sé alls ekki með hlutina á hreinu! Á kvennaklósettinu í blaðamannahöllinni heyrðist að hinn sænski Herra Júróvisjon, Christer Björkman, væri að reyna að koma í veg… Lesa meira

Eyrún og Hildur glugga í framlög Austurríkis í gegnum árin

Austurríki, sem nú hýsir Júróvisjón, hefur tekið þátt í keppninni nánast frá upphafi en fyrsta skipti sem Austurríki var með, var árið 1957. Þeir hafa verið með nánast allar götur síðan þá, að undanskildum örfáum pásum, sú lengsta varði frá 2007-2011. Þrátt fyrir þessa löngu þátttöku eru fá framlög frá Austurríki sem hafa lifað í gegnum tíðina. Austurríki hefur einungis sigrað einu sinni áður, en það var árið 1966 með laginu Merci Chérie sem Udo Jürgens flutti. Það verður víst seint talið með vinsælustu júróvisjon-lögum allra tíma! Udo tók raunar þátt þrjú ár í röð frá 1964-1966 og verður að segjast að sigurlagið… Lesa meira

Skógur, gylltir fætur og teiknimyndir í lokahnykk fyrstu æfinga í Vín

Það er ekki seinna vænna en að velta fyrstu æfingum fyrir sér þegar aðrar æfingar eru þegar hafnar. Á miðvikudaginn og í gær æfði restin af þátttakendum í undanúrslitum í fyrsta skipti á sviðinu. Við skulum kíkja á það helsta sem fór fram: Byrjum á San Marino, svona af því það hlýtur að vera leiðinlegasta lagið í keppninni í ár. Og rétt eins og lagið þá er sviðsetningin leiðinleg og nákvæmlega ekkert frumlegt við hana. Þau eru með fjórar bakraddir á sviðinu sem taka upp á því að klappa þegar líður á lagið; kannski í tilraun til þess að hressa… Lesa meira

Veðbankarnir vikuna fyrir keppni

Jæja, æfingar hafnar og við höfum öll haft smávegis tækifæri til að kynna okkur sviðsetningu laganna og það örlar á dálitlum breytingum frá því að við litum síðast á stöðu veðbankanna. Það skiptir nefnilega máli að negla þetta frá fyrstu æfingu! En á hinn bóginn er heilmargt sem þarf að stilla saman í æfingum, eins og við vitum. Oddschecker.com sem er safnsíða fyrir marga veðbanka hefur aðeins breytt stöðu sinni og skipt Rússum inn á fyrir Eista, sem ýttu Finnum niður í 6. sæti. Þetta getum við algjörlega skrifað á dúnduræfingu Rússanna. Hinir opinberu veðbankarnir fylgja þessu fordæmi. ESC stats – aðdáendatölfræðin… Lesa meira

Skiptar skoðanir um íslenska lagið eftir fyrstu æfingu: Viðbrögðin á Twitter

Eyrún Ellý og Hildur halda áfram að segja okkur Allt um Júróvisjón – en nú hafa margir tjáð sig um íslenska lagið á Twitter eftir fyrstu æfingu. Nú hefur fyrsta æfing íslenska hópsins farið fram og eins og von var eru mjög skiptar skoðanir. Athygli okkar vakti að Hera Björk var ekki með á sviði á fyrstu æfingunni. Hér eru nokkur tvít af Twitter um fyrstu æfingu íslenska hópsins: #Iceland Maria is wearing a ballet dancer’s outfit, she is with 5 backing singers. Stage features Northern Lights and mountains #Eurovision — Eurovoix (@Eurovoix) May 14, 2015 Fólk tók eftir beru (og… Lesa meira

María Ólafs og Ásgeir Orri í viðtali: „Ég hlakka rosalega mikið til að fara á svið, takk fyrir að treysta mér!“

Eyrún Ellý og Hildur sem sjá um vefinn Allt um Júróvisjón röbbuðu við keppendur okkar þetta árið. Það var rétt fyrir brottför sem þær hittu á Maríu og Ásgeir Orra sem stödd voru í stúdíói að taka upp lög á EP-plötu Maríu sem gefin verður út samhliða þátttökunni í Júróvisjón: Við byrjuðum á að spyrja um stemninguna svona rétt fyrir brottför. Ásgeir sagði hana bara nokkuð góða, stressið væri ekki farið að gera vart við sig, að minnsta kosti ekki ennþá. María sagði að þau væru meira spennt en annað. Undirbúningurinn hafi gengið vel þótt allt hafi verið á svolitlum yfirsnúningi núna á… Lesa meira