Katrín Lilja: Að láta drauma rætast

Að láta drauma rætast. Það virkar lítill munur á þeirri setningu og að draumar rætist. En hann er töluverður samt sem áður. Ég kem ekki úr efnaðri fjölskyldu. Foreldrar mínir höfðu sjaldan mikla fjármuni milli handanna þegar ég var að alast upp. En ég fann aldrei fyrir því. Af því ég er alin upp við að veraldlegir hlutir skipti ekki miklu máli. Ekki í stærra samhengi. Það er ástin og kærleikurinn sem gerir gæfumuninn. Þess vegna man ég ekki til þess að mig hafi nokkurn tímann skort nokkuð í uppvextinum. Það var alltaf til matur á borðinu. Það var alltaf… Lesa meira

Hvar liggja mörkin á milli þess að segja sína skoðun og vera með fordóma?

Má mér þá ekki finnast þetta ljótar buxur? Ég, eins og eflaust mjög margir aðrir, sat límd fyrir framan skjáinn í góðu Eurovision-partýi fyrripart maí-mánaðar og fylgdist með hinni austurrísku Conchitu Wurst sigra með glæsibrag. Þó að mér hafi langt í frá fundist þetta vera besta lagið í keppninni gat ég ekki annað en glaðst yfir þessum sigri, þar sem að ég hugsaði með mér að þetta hlyti bara að vera lyftistöng fyrir þá sem eru og vilja fá að vera öðruvísi í friði. Í sömu keppni sungu Pollapönkararnir íslensku „Enga fordóma“ og gerðu það með glæsibrag. Leikskólabörn kyrjuðu með heilu… Lesa meira

Var byrlað ólyfjan á skemmtistað: „Algjörlega máttlaus“

Ef þú sérð einstakling sem að virðist vera ofurölvi og vantar aðstoð, skiptu þér af: Árið 2011 var ég á 23ja aldursári og orðin ágætlega sjóuð í skemmtanalífinu í borg óttans eftir nokkrar hressandi helgar sem skrifuðust á að ég væri ung og einhleyp að njóta mín. Taldi mig þokkalega góða með allar þessar helstu óskrifuðu reglur á hreinu. Aldrei vera ein á ferð, helst með allavega einni til tveimur öðrum vinkonum, aldrei taka augun af glasinu og ekki vera í of ögrandi fatnaði. Fáránlegt, ég veit. Ég sem betur fer hef samt aldrei verið þessi „ögrandi klædd“ týpa af… Lesa meira

Katrín Lilja: „Mig langar stundum að vera sæt“

Að vera kvenmaður. Það er ógeðslega erfitt! Þegar maður fæðist er maður kölluð prinsessa. Sem er ekki í lagi því prinsessur eru stilltar og prúðar og dannaðar, sem samræmist ekki nútíma stelpum. Orðið prinsessa er því ekki í lagi þrátt fyrir að nútíma prinsessur séu farnar að sinna miklu fleiri skyldum en áður og séu eiginlega bara orðnar rammpólitískar margar hverjar. Og í ofan á lagi er verið að dressa mann upp í bleika skvísulega prinsessukjóla, bara til að ýta undir krúttlegheitin. Plís.     Svo eldist maður og þá koma kröfurnar. Kona á ekki að vera dönnuð eða settleg,… Lesa meira

Þessi óyfirstíganlega hindrun

Ég hef áður skrifað pistil sem fjallaði að miklu leyti um erfiðleika mína í tengslum við stærðfræði. Ég hef bara aldrei, með nokkru móti, getað lært stærðfræði. Ég hef beitt til þess ótal aðferðum, því ekki skorti viljann, allavega ekki svona fyrst. Mig langaði til að geta þetta og ganga vel í þessu fagi eins og öllum hinum krökkunum en það var sama hvað ég reyndi, þetta fag fór alltaf í einn graut hjá mér. Það var ekki fyrr en ég var orðin 25 ára gömul, og búin að strögglast í gegnum stærðfræðina í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla, að ég… Lesa meira

Hvar er íslenska gestrisnin?

Það er hugtak sem hefur verið mér hugleikið í dálítinn tíma núna. Ég ætla ekki að segja hvað það er, ekki strax. Ég ætla fyrst aðeins að útskýra það. Ég er manneskja sem fylgist eins mikið með fréttum og ég get. Ekki bara af því ég hef gaman af því, heldur þyrstir mig stöðugt í nýjan fróðleik, og eins langar mig líka að vera meðvituð um hvað er að gerast í kringum mig, og geta tekið þátt í umræðum. Og eitt mál hefur verið sérstaklega áberandi í gegnum tíðina, alltaf með reglulegu millibili.     Nú erum við Íslendingar rúmlega… Lesa meira

Er í alvöru enn óásættanlegt að vera aðeins í holdum?

Nýlega las ég um konu sem varð fyrir aðkasti í sundi. Önnur kona, nokkuð eldri en þessi sem varð fyrir aðkastinu, vatt sér upp að henni og fór að hæðast að henni fyrir að vera feit. Þegar yngri konan reyndi að hunsa þetta, réðst sú eldri á hana og var að lokum vísað uppúr sundlauginni. Það er ekki langt síðan ég las um aðra unga konu sem var stödd í Bónus. Hún lýsti því þegar hún varð vitni að atviki, þar sem eldri kona vatt sér upp að þeirri þriðju og hóf að skamma hana fyrir holdafarið. Endaði á því… Lesa meira

Hverjir standa manni næst þegar mest á reynir?

Vitur maður sagði eitt sinn, „aldrei taka langtíma ákvarðanir byggðar á því hvernig þér líður tímabundið“ Ég hef reynt að fylgja þessu eftir í gegnum lífið, vil ekki sitja uppi með heljarinnar mistök vegna ákvarðanna sem voru teknar í bræðiskasti. En ég er mannleg, rétt eins og flestir, svo ég hef tekið minn skammt og rúmlega það af vanhugsuðum ákvörðunum,  sem fæstar höfðu þó einhverjar stórvænlegar afleiðingar. Sumar þessara ákvarðanna voru teknar eftir allnokkuð mörg bjórglös, flestar mjög misgáfulegar, aðrar voru teknar vegna þess að maður vissi einfaldlega ekki betur.     Svo eru það þessar virkilega erfiðu ákvarðanir. Þessar sem… Lesa meira

Er minna mál að taka þátt í 100 óhamingjudögum?

Sjálfsagt hafa margir, ef ekki allflestir, tekið eftir leik sem er að ganga á Facebook um þessar mundir. Leikurinn kallast á ensku 100 happy days, eða 100 hamingjudagar á okkar ástkæra ylhýra. Leikurinn gengur út á það að kanna hvort að einstaklingur geti verið hamingjusamur í 100 daga samfleytt. Á hverjum degi á fólk að setja inn mynd eða status af einhverju einu sem hefur glatt það og veitt því hamingju þennan tiltekna dag. Hljómar auðvelt ekki satt? Ég hélt það líka. Þangað til ég hrasaði um grein á netinu fyrir ekki svo margt löngu, þar sem ung kona hafði… Lesa meira

Æ, ég er svo þakklát!

Ég hef svo oft talað um það hvað það þarf lítið til að gleðja mig. Í rauninni ætti það að vera þannig hjá öllum. Lífið er svo skemmtilegt! Eitt af því sem hefur til að mynda glatt mig mjög mikið, eru þau skilaboð sem ég hef verið að fá frá fólki, í gegnum Facebook og annað, fólk sem hefur lesið greinarnar mínar og viljað hrósa mér fyrir þær. Þetta gleður mitt litla hjarta óendanlega mikið, því miður er ég ennþá mjög eftir á með tækni og var bara fyrir stuttu síðan að uppgötva þetta „other“ box í skilaboðunum á facebook,… Lesa meira

Partý nútímans: Fólk getur ekki litið upp úr símanum

”Við erum ekki vinir lengur? ” - ”Nú hvers vegna ekki?” - ”Hann unfriend-aði mig á Facebook” Þessi setning er ekki óalgeng í nútíma samfélagi. Þetta er setning sem gæti virst svo fjarstæðukennd, en á sama tíma svo rökrétt. Þessi setning er tekin góð og gild, vegna þess að það að vera unfriend-aður á samfélagsmiðli, er orðin ákveðin yfirlýsing. En af hverju? Af hverju er það orðið nánast raunverulegra að vera vinir á Facebook, heldur en í alvörunni?     Ég missti móðurömmu mína fyrir rétt tæplega ári síðan. Það varð mér mikill missir, því ég og amma vorum mjög… Lesa meira

Mega konur tala hvernig sem er um karlmenn?

Þegar ég var lítil var ég oftar en ekki spurð að því hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Stóð oftast ekki á svarinu, ég ætlaði sko að vinna við að skrifa, ekki verra ef ég væri líka í kringum myndavélar. Semsagt, hugur minn stefndi á fjölmiðla, eða kvikmyndagerð. Þar sem ég gæti látið ímyndunaraflið flæða, verið skapandi, komið hugsunum mínum frá mér. Þetta var algengasta spurningin frá fullorðna fólkinu. Algengasta spurningin frá jafnöldrum mínum var hins vegar: „Ef þú mættir ráða hvaða ofurhetju-hæfileika þú hefðir, hvað væri það?”     Oft vildi maður geta flogið, eða verið… Lesa meira

Hugleiðingar um ástina

Ástin. Hugtak sem hefur verið mér svolítið ofarlega í huga undanfarna daga. Meira en vanalega skulum við segja. Svosem engin sérstök ástæða fyrir því held ég. Ég er ennþá jafn ástfangin af manninum mínum og ég var þegar við vorum að byrja saman, ef ekki meira. Fyrir mér er hann hinn fullkomni maður.     Hann kemur fram við mig af mikilli virðingu, dekrar mig alveg í ræmur, en stappar líka niður fótum ef ég er að fara að gera einhverja bölvaða vitleysu, og kemur fyrir mig vitinu. Hann er besti vinur minn, sífellt að stríða mér og koma mér… Lesa meira

Er gómsætur hamborgari þess virði?

Lífið er fengið að láni. Það er eitthvað sem að okkur er gefið í upphafi, en það er hægt að taka það frá okkur hvar og hvenær sem er. Það er allur gangur á því. Það er eitthvað sem verður tekið af okkur öllum á endanum, hvort sem maður er forseti eða skólphreinsir. Svo eðlilega hlýtur maður að spyrja sig hvort maður sé að gera allt rétt. Auðvitað er engin ein uppskrift til, það eru 7 milljarðar manna í heiminum og möguleikarnir sem þessi pláneta bíður upp á eru endalausir. Samt hljóta svona þessi helstu basic atriði að vera eitthvað… Lesa meira

Ég er furðufugl sem fagnar fjölbreytileikanum!

Ég lendi alltaf í vanda þegar ég er beðin um að lýsa sjálfri mér. Sérstaklega finnst mér erfitt að finna einhver jákvæð lýsingarorð. Ekki af því mér finnst það eitthvað sérstaklega erfitt, heldur vegna þess að mér finnst það bara svo kjánalegt. Ég er ýmislegt. Ég er dóttir, systir, unnusta, frænka og vinkona. Ég er Skagfirðingur, gamall Lauganemi, Bifrestingur, fyrrum RUV-ari, Íslendingur. Margt og mikið. En ég er líka sérvitringur. Það er allavega það sem fólkið í kringum mig vill meina. Dæmi: Ég borða ekkert grænmeti. Ókey kannski ekkert alltof óeðlilegt. Mér finnst það bara vont. Ég flokka kartöflur sem… Lesa meira

Ég er kona, ekki hjálparlaust fórnarlamb!

Ég fæddist kvenkyns. Ég valdi það ekki, það bara gerðist. Ég hef hins vegar val um hvernig ég spila úr þessum hlutskiptum mínum. Og ég vel að kvarta ekki yfir því. Ég vel að standa sterk og líta ekki stanslaust á mig sem hjálparlaust fórnarlamb bara vegna þess að ég fæddist kvenkyns. Því það er ég svo sannarlega ekki. Ég ætla ekki að flokka kynin í femínista og karlrembur. Ég ætla að fókusa á alhæfingu og öfgar. Ég hræðist alhæfingu. Mjög mikið reyndar. Ég hræðist það afl sem fær fólk til að dæma heilan hóp út frá því sem einn… Lesa meira

Þakklát fyrir jólin eftir lífshættulegt bílslys

Eftir daginn í dag kemst ég heim í jólafrí. Get loksins slitið mig aðeins frá skólabókunum, andað, og baðað mig í anda jólanna. Ég er fram úr hófi mikið jólabarn. Margir hugsa með hryllingi til þess að þurfa að stinga sér á kaf í jólageðveikina sem fylgir því að versla allt inn fyrir jólin, en ég nýt þess. Ég hef gaman af því að gefa. Það gleður. Og ég hef gaman af því að sjá hvað allir taka virkan þátt. Jólin hafa alltaf mikil áhrif á mig ár hvert. Hjarta mitt fyllist hlýju þegar ég sé fólk leggja innpakkaða gjöf… Lesa meira

Ömmur og afar eru gullmolar

Minningar eru merkilegt fyrirbæri. Geta verið bæði af hinu góða og hinu slæma. Þær eru jafn mismunandi og þær eru margar. Ég er ein af þessum heppnu. Ég á töluvert meira af góðum minningum heldur en af þeim slæmu. Margar þeirra tengjast afa mínum og ömmu. Ég er svo heppin að ég fékk að hafa þau hjá mér töluvert lengi, afi minn lést þegar ég var 17 ára, svo ég á margar góðar minningar tengdar þeim. Ég er á þeirri skoðun að ömmur og afar séu bráðnauðsynlegur partur í lífi hvers barns.   Amma mín, Helga, er ekki af þessum heimi.… Lesa meira

Jóla, jóla, jóla…

Jólin nálgast óðfluga. Það er hryllileg tilhugsun fyrir marga, en staðreynd samt sem áður. Ég er ein af þessum jólabrjálæðingum sem byrja að skreyta í nóvember og fæ fiðring í magann af spenningi þegar ég fer að heyra jólaauglýsingar í október. Flestir með eitthvað vit í höfðinu forðast mig á þessum árstíma. Þessi árstími tjúnar upp í mér allskonar tilfinningar. Mikla spennu og mikla gleði en líka vott af sorg. Vegna þess að þessi árstími minnir mig alltaf á að það hafa það ekki allir jafn gott og ég. Fyrir nokkrum árum, í kringum jólaleytið, tók ég rúnt niður Laugaveginn… Lesa meira

Hin eilífa útlitskrafa: Þurfa allir að „fitta í normið“?

Tilveran er ekki einföld. Svo sannarlega ekki. Eitt af því sem að veldur mér reglulegu hugarangri, er þessi eilífa útlitskrafa. Það eitt og sér, er ekkert endilega það sem ruglar mig, heldur sú staðreynd að á sama tíma og það er verið að krefjast þess að við lítum öll eins út er verið að hvetja okkur, og þá sérstaklega konur, til þess að vera ánægðar með sjálfa sig í öllum formum, við eigum að fagna fjölbreytileikanum.     Svo hvers vegna er þá stöðugt verið að láta fólki líða illa með aukakílóin? Ég hef lesið fyrirsagnir á opinberum miðlum sem… Lesa meira

Ég heiti Katrín og er með talnablindu

Gengur vel í öllu NEMA stærðfræði! Ég man óljóst eftir fyrsta skóladeginum mínum. Tilhlökkunin var í hámarki, ekki orðin 6 ára gömul, með glænýja kassa-tösku á bakinu. Kennarinn okkar tók á móti okkur strax í anddyri skólans, og fylgdi okkur upp í stofu. Strax frá fyrsta degi kunni ég vel við mig í skólanum. Þetta var fámennur sveitaskóli, svo við vorum ekkert alltof mörg í bekk, sem gerði það að verkum að hver nemandi fékk þeim mun meiri athygli frá kennaranum. Mér leið vel þarna. Ég var í góðum bekk þar sem enginn var skilinn útundan, frá upphafi var þetta… Lesa meira

„Þetta er ekki eðlilegt“

Þann 3.ágúst 2012 fór ég til Bandaríkjanna. Flórída nánar tiltekið. Í mörg ár hafði mig langað til að heimsækja landið sem oft lætur eins og það stjórni heiminum. Sem lítill Íslendingur á pínulítilli eyju í miðju Atlandshafi hafði ég dregið upp vissa mynd af Bandaríkjamönnum, byggða á því sem ég hafði heyrt um þá. Þeir væru fáfróðir offitusjúklingar sem þjáðust af mikilmennskubrjálæði og elskuðu landið sitt og skyndibitann, og fáir skildu áhuga minn á þessu landi, langflestir höfðu engan áhuga á að heimsækja landið sem heimsk og leiðinleg þjóð byggði.     Mér var boðið með í þessa Bandaríkjaferð seint… Lesa meira

„Kommentakerfinu fylgir mjög svo frjálsleg túlkun á orðinu tjáningarfrelsi“

Hvernig var lífið fyrir tíma Google? Þetta er setning sem að ég stend sjálfa mig oftar og oftar að því að spyrja. Sérstaklega núna þegar ég er á kafi í námi. Google er nýi besti vinur minn sem hefur oft komið mér til bjargar í vanþekkingu minni á hinum ýmsu efnum.   Ég man eftir að hafa leikið mér í gömlu Windows 95 tölvunni þegar ég var krakki. En internetið var framandi. Ef maður ætlaði að vafra þangað inn þurfti sérstaka snúru, en þá þurftirðu líka að sætta þig við að fá engin símtöl. Og þá var setningin „hringdu bara í… Lesa meira

Þegar kviknar í dansgólfinu…

Einhver sagði mér einhverntíma að maður áttaði sig aldrei almennilega á því hvað lagatextar geta stundum verið klúrir og í mörgum tilfellum fáránlegir, fyrr en maður heyrir lítið barn syngja þá. Getur verið að það sé eitthvað til í þessu? Ég ákvað að kanna það. Hverja einustu helgi er skemmtanalíf Íslendinga í blóma. Skiptir engu hvort það er vetur, sumar, vor eða haust, sól eða haglél, logn eða stormur. Alltaf flykkjast þúsundir Íslendinga út á lífið helgi eftir helgi til að skemmta sér. Ég er engin undantekning þó það hafi dregið töluvert af mér undanfarin misseri. Ég hef átt mínar… Lesa meira