Svona er hægt að setja einfaldar „keðjur“ á hjól barnakerra: Auðveldar för í snjó og hálku

Eflaust hefur einhverjum dottið þetta í hug fyrir löngu og jafnvel notað þetta með góðum árangri en án þess að við hin höfum frétt af því. En hér er komin snilldarlausn fyrir foreldra lítilla barna sem þurfa að vera í kerru eða vagni. Með einföldum hætti er hægt að setja „keðjur“ á hjól kerranna til að auðvelda notkun þeirra í snjó, hálku og öðru leiðindafæri. Kerrurnar sjálfar eru orðnir mjög vel hannaðar og góðir en þó eru hjól þeirra ekki alltaf hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Því getur verið gott að grípa til þessa ráðs sem sýnt er í myndbandinu hér… Lesa meira

Fimm ára stúlka var veik í hálft ár: Síðan kom þetta út úr nefinu á henni

Fimm ára bandarísk stúlka, Khloe Russell, glímdi við stöðugt kvef í hálft ár. Læknar gátu ekki fundið út úr því af hverju hún var alltaf svo kvefuð. Þrír læknar rannsökuðu hana og töldu þeir helst að um sýkingu í ennisholum væri að ræða. Hún var látin á sýklalyfjakúr en það gagnaðist ekki. En þegar Khloe snýtti sér nýlega kom skýringin í ljós. Úr nefi hennar kom fjögurra sentímetra næla en hún hafði setið í nefi hennar allan þennan tíma. Móðir hennar sagði í samtali við ABC7 News að fyrir um sex mánuðum hafi hor farið að streyma út úr annarri… Lesa meira

Kristín vill hitta börnin áður en hún deyr: Hefur ekki efni á því

„Lyfjameðferðin mun halda í mér lífinu eitthvað áfram. Þar að segja ef ég treysti mér í fleiri.“ Þetta segir Kristín Gunnarsdóttir sem greindist með krabbamein í mars 2015. Í vikunni fékk hún þær fréttir að sjúkdómurinn er ólæknanlegur. Veikindin hafa tekið mikinn toll af líkamlegri heilsu hennar en á sama tíma glímir Kristín við miklar fjárhagsáhyggjur. Hinsta ósk Kristínar, sem er 64 ára, er að flytja til Danmerkur í þeim tilgangi að eyða tíma með börnunum sínum og barnabörnum. Sömuleiðis segist hún fullviss um að hún fái töluvert betri þjónustu innan danska heilbrigðiskerfisins heldur en í því íslenska. Kristín greindist… Lesa meira

Breytt fyrirkomulag í Eurovision gerir keppnina meira spennandi

Atkvæðagreiðsla í Eurovision keppninni verður með breyttu sniði í Stokkhólmi í maí. Hingað til hafa atkvæði dómnefndar í hverju landi fyrir sig vegið til helminga á móti símakosningu. En nú verður breyting á. Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar í Stokkhólmi, segir í samtali við RÚV að síðustu ár hafi sigurvegari keppninnar verið kunnur allt upp í tuttugu mínútur áður en atkvæðagreiðslu lýkur. „Það er ekki gott sjónvarp. Þessi breyting gerir lokasprett keppninnar meira spennandi,“ Þetta breytist Breytingin á fyrirkomulaginu felur í sér að eftir öll löndin hafa stigið á svið kynna fulltrúar þáttökulandanna fyrst niðurstöður dómnefndar í sínu landi. Að því… Lesa meira

Ragnheiður borgaði 10.177 krónur fyrir að heyra að hún væri með krabbamein á lokastigi

„Síðustu daga hef ég upplifað mikið æðruleysi.“ Þetta segir Ragnheiður Guðmundsdóttir sem greindist nýverið með krabbamein á lokastigi. Ragnheiðar bíður ærið verkefni næstu mánuðina, en auk álagsins sem fylgir því að takast á við þetta nýja hlutverk í lífinu fær hún kvíðaköst út af fjárhagsáhyggjum. Að hennar sögn er mjög kostnaðarsamt að veikjast alvarlega á Íslandi. Ragnheiður sem er 33 ára er mikil ævintýrakona. Hún hélt til Barcelona eftir stúdentspróf þar sem hún bjó í þrjú ár og lærði innanhússhönnun. Þegar hún kom heim úr námi árið 2008 var lítið um að vera hönnunargeiranum. Eftir að hafa prófað fyrir sér… Lesa meira

Hrund: „WOW air skildi börnin mín eftir á Kastrup“

„WOW air er ekki fyrirtæki sem ég mun treysta framar. Elvar 16 ára, Emma 12 ára og Agnes 8 ára voru á leið til okkar frá Danmörku í gærkvöldi full tilhlökkunar og ætluðu að vera í vetrarfríinu hjá okkur. Þau hafa flogið án fylgdar síðastliðin 3 ár. Þar til nú með eldri bróður sínum Hannesi, sem var ekki með í för í þetta skiptið. Það hefur aldrei verið vesen enda héldum við að það væri fullkomlega leyfilegt og þau ferðavanir krakkar.“ Á þessum orðum hefst harðorður pistill Hrundar Óskarsdóttur en börn hennar og Einars Hannessonar voru skilin eftir á Kastrup… Lesa meira

Hlustaðu á nýja lagið með Frikka Dór: „Ég er gríðarlega stoltur af þessu lagi“

Fyrr í dag gaf tónlistarmaðurinn Friðrik Dór frá sér splunkunýtt lag. Hann segir það hafa verið lengi í smíðum, ástæða þess er sú að hann hafi viljað vera 110 prósent sáttur við það áður en það færi í hlustun. „Ég hef aldrei verið mjög persónulegur í mínum lagasmíðum en nú er breyting á,“ segir Friðrik og bætir við að textinn komi beint frá hjartanu. „Ég vona að þið njótið, ég er allavega gríðarlega stoltur af þessu lagi. Skál fyrir ykkur!“ https://www.youtube.com/watch?time_continue=50&v=laew3-OIgAw Lesa meira

Katrín Edda: „Fannst ég alltaf feit og ógeðsleg“

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, orku- og vélaverkfræðingur og fyrrum fitness keppandi, er búsett í Þýskalandi þar sem hún unnir sér vel. Katrín er dauðfegin að losna undan öllu baktalinu á Íslandi og furðar sig á því hversu dómharðir við Íslendingar eru. Katrín heldur úti vinsælum Snapchat aðgangi og er með yfir 5000 fylgjendur. Nýlega talaði hún opinskátt við áhangendur sína um átröskun og lélega sjálfsmynd í gegnum snjallforritið. Lesa meira

Julie: „Ást við fyrstu sýn“

Julie Gasiglia er nafn sem þú ættir að leggja á minnið. Hún er 25 ára franskur hönnuður sem bjó í rúm tvö ár á Íslandi. Julie giftist Íslendingi og flutti til Íslands frá Frakklandi snemma árs 2013 og bjó hér á landi allt þar til í september síðastliðnum. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum til London og vinnur nú þar sem innanhúshönnuður hjá hinu virta hönnunarfyrirtæki MoreySmith. Julie kunni afar vel að búa á Íslandi, hún kunni sérstaklega vel við hið daglega líf, hversu rólegt og afslappað það er. Hún segist vel hafa getað hugsað sér að búa lengur hér… Lesa meira

Af hverju var mér ekki boðið í afmælið, mamma?

Þessa spurningu fá foreldrar oft að heyra. Barnið er óhuggandi og skilur ekki af hverju því var ekki boðið. Foreldrar fyllast reiði og velta fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi. Stór orð eins og einelti fara að heyrast. En hverjar eru reglurnar eða eru engar reglur? Á að bjóða öllum bekknum, eða öllum strákunum eða stelpunum? Víða í skólum er mælst til þess að öllum bekknum sé boðið eða í það minnsta stelpunum í bekknum eða strákunum. Nú er samkennsluform algengt í nýjum skólum og því er hópurinn sem er saman á svæði jafnvel 50 krakkar í tveimur árgöngum.… Lesa meira

Lætur ekki segja sér að hún megi ekki eiga kærasta

Litla krúttsprengjan sem birtist í myndbandinu hér að neðan er alveg staðráðin í því að hún eigi kærasta. Pabbi hennar er þó ekki alveg sammála og bætir við að hún megi eiga kærasta þegar hún verður 50 ára. Stúlkan, Kennedy Kirkland,  segir honum með tárin í augunum að hún hafi rétt fyrir sér og meira að segja slær hann í höndina. https://www.youtube.com/watch?v=IwoD9lZ6VBI   Lesa meira

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! – Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru! Lykilatriðin eru að hennar mati annarsvegar að hafa pönnuna á meðalhátum hita. Að nota smjör sem fær að bráðna þar til réttu hitastigi er náð og að lokum að bæta engu við eggin áður en þeim er skellt út á pönnuna. Spaðatæknin er svo alveg einstök. Kíkið á myndbandið og lærið af meistaranum! Lesa meira

„Peningagræðgi“ Glasameðferð Art Medica hækkar um 37 þúsund á einu bretti

„Mér finnst sorglegt að vita af svo mörgum sem hafa ekki efni á því að eignast börn af þeirri ástæðu að þau þurfa á læknisaðstoð að halda sem kostar alltof mikið,“ segir Valborg Rut Geirsdóttir en hún undrast skyndilega verðhækkun á gjaldskrá Art Medica læknastöð og tæknifrjóvgunarþjónustu. Sjálf hefur Valborg þurft að sækja sér aðstoðar hjá stöðinni í talsverðan tíma. Lesa meira

Þetta ættu fullorðnir einstaklingar aldrei að gera á Facebook

Facebook er stórmerkilegur miðill. Ekki aðeins getum við deilt upplýsingum okkar á milli heldur njósnað, komið skoðunum okkar á framfæri, fengið samúð og pepp við daglegar athafnir. Þegar fólk er komið ákveðinn aldur er þó eitt og annað sem ætti að hafa í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum. Merkja vini þína í auglýsinga innleggjum Það er fátt meira óþolandi en þegar þú ert merktur í auglýsingum, viðburðum eða öðru slíku sem þú hefur engan áhuga á. Óþolandi íþróttaáhugamaðurinn Ef þú gerir fátt annað á Facebook en að spamma vini og ættingja með íþrótta röfli. Þá ættir þú að hugsa þinn… Lesa meira

Eva Þóra týndi 30 þúsund krónum í Hagkaup: „Allir lærðu sína lexíu. Aldrei að gefast upp, vera heiðarleg og þakklát.“

Í gærkvöldi fór Eva Þóra Hartmannsdóttir ásamt kærastanum sínum Vilhjálmi Snæ Ólafssyni í Hagkaup í Garðabæ. Kærastinn var með 30 þúsund krónur í seðlum í vasanum þegar þau gengu inn í búðina en þegar kom að því að borga fann hann hvergi peninginn. „Við leituðum út um allt í búðinni, keyrðum aftur heim og leituðum inni og úti í þessu ömurlega veðri.“ Þegar þau voru við það að gefast upp ákváð Eva Þóra að keyra aftur í Hagkaup og athuga hvort peningurinn hefði fundist. „Villi var alveg búinn að gefast upp og vildi bara fara heim að sofa. En ég… Lesa meira

Sonur Justin Timberlake byrjaður að tala

Hann hefur náð stórkostlegum árangri sem tónlistarmaður, leikari og viðskiptajöfur. En að sama skapi uppljóstraði Justin Timberlake því í gær að föðurhlutverkið væri það allra besta sem hann hefur tekist á við. Justin fór fögrum orðum um soninn, Sila, sem fæddist í apríl í  Hann sagði drenginn vera það stórkostlegasta, dásamlegasta og ótrúlegasta sem hafði komið fyrir sig. Justin greindi jafnframt frá því að Sila væri búinn að segja sitt fyrsta orð. Og það var “pabbi,” (dada). Líkt og öllum stoltum pöbbum sæmir þá eyddi hann dágóðum tíma í settinu að sýna Jimmy Fallon og áhorfendum The Tonight Show myndir… Lesa meira

Ýmislegt getur farið úrskeiðis í beinni útsendingu

Hér að neðan má sjá myndskeið sem hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook, undanfarinn sólarhring. Hin ítalska Monica Loiodice deildi myndbandinu sem hún tók upp á símann sinn. Þar sést kona, í beinni útsendingu, gera tilraun til að fara í split en tekst ekki betur upp en svo að báðir þáttastjórnendurnir þurfa að hugga hana. https://www.youtube.com/watch?v=WnwlymdcqMA Lesa meira

Kristrún upplifði martröð allra foreldra: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn vanmáttuga á ævinni“

„Við getum öll lent í þessum aðstæðum. Það er enginn sem getur sagt: „Þetta á aldrei eftir að koma fyrir mig,“ segir Kristrún Helga Jóhannsdóttir sem telur bráðnauðsynlegt að efla fræðslu meðal almennings um skyndihjálp. Ástæðan er sú að fyrir rúmlega tveimur árum kom hún að sex vikna gamalli dóttur sinni og uppgötvaði sér til mikillar skelfingar að hún var hætt að anda. Litlu hefði mátt muna að illa færi en Kristrún segist reynslunni ríkari eftir þennan atburð og vill brýna fyrir fólki að kunna réttu handtökin þegar neyðin ber að dyrum. Lesa meira

Náði sér niður á kærustunni sem dró hann í IKEA

Flestir karlmenn kannast við þá yfirþyrmandi tilhugsun að þurfa að leiða sína heittelskuðu um ganga IKEA. Í myndbandinu sem birtist hér að neðan má sjá einstaklega uppátækjasamann mann fleyta sér áfram um ganga stórverslunarinnar með húmorinn að vopni, Kærustunni hans er þó ekki jafn skemmt. Guy annoys girlfriend with puns at IkeaIf you're gonna annoy your girlfriend, you might as well be funny...Credit: www.youtube.com/simonline Posted by FHM on 24. ágúst 2015 Lesa meira

Átta leiðir til að betrumbæta morgunrútínuna

Ef hljóðið í vekjaraklukkunni er fyrir þér jafn nístandi og þegar nöglum er rennt niður krítartöflu, þá er þessi grein fyrir þig. Þó svo að þú sért ekki morgunhress þá þýðir það ekki að þú getir ekki orðið það. Hér að neðan má finna nokkur ráð sem hjálpa þér að tækla daginn brosandi. Teygðu úr þér Góð teygja í morgunsárið hjálpar þér að vakna almennilega Borðaðu frekar prótein en mjólkurvörur eða brauðmeti í morgunmat Líkaminn vinnur betur úr prótínríkri fæðu. Egg eru því, til dæmis, tilvalinn morgunmatur fram yfir jógúrt. Undirbúðu morguninn kvöldið áður Það að fötin sem þú ætlar… Lesa meira

Elsa: „Brúðarkjóllin minn kostaði ekki 100 milljónir“

„Strax eftir brúðkaupið fór fólk í kring um mig að segjast hafa heyrt að kjólinn hafi kostað margar milljónir.“ Þetta segir förðunarfræðingurinn Elsa Harðardóttir sem gifti sig í sumar knattspyrnumanninum Eggerti Jónssyni. Kjólinn sem Elsa klæddist vakti svo mikla athygli að hún sá sig knúna til að kveða niður kjaftasögurnar. Elsa sem er 25 ára sagði söguna á bak við brúðarkjólinn á bloggsíðu sinni. Þar segir: „Ég er búin að fá svakalega margar spurningar og heyra enn fleiri kjaftasögur um kjólinn. Það upplýsist þá hér með að hann kostaði ekki 100 milljónir.“ Elsa hannaði kjólinn sjálf. „Ég byrjaði ekki að… Lesa meira

Blue Ivy ómótstæðileg á sviðinu með mömmu sinni

Það skiptir greinilega engu máli hvort þú ert í skrifstofuvinnu eða ein frægasta poppstjarna heims þegar kemur að því taka barnið með í vinnuna. Myndaserían sem birtist hér að neðan er tekin af heimasíðu Beyoncé. Þar er Blue Ivy í aðalhlutverki en hún mætti á tónleikaæfingu með mömmu sinni. Blue Ivy á meira að segja eigin míkrafón með Dóru límmiða. Beyoncé sem varð 34 ára síðastliðinn föstudag brosti út í eitt á æfingunni og söng með dóttur sinni. Lesa meira

Tók ökukennsluna í eigin hendur til að sýna fram á að snjallsímar drepa

Hugmyndaríkur ökukennari útbjó sérstakt próf fyrir nemendur sína í þeim tilgangi að sýna fram á hættuna við að nota snjallsíma undir stýri. En af þeim sökum deyja árlega þúsundir manns í umferðinni. Prófið var einfalt, eða svo héldu nemendurnir. Þau áttu að skrifa skilaboð á símann sinn á meðan þau leystu hinar ýmsu þrautir á æfingabrautinni. https://www.youtube.com/watch?v=HbjSWDwJILs Líkt og sjá má gekk nemunum misvel að fóta sig í umferðinni á meðan þau voru í símanum. Enn ein helsta ástæða umferðarslysa er notkun snjallsíma undir stýri. Lesa meira

Töfralausnin er fundin: Þú átt aldrei eftir að festa bílinn aftur

Allir hafa einhvern tímann fest sig í snjó eða drullusvaði með tilheyrandi gremju og pirringi. En ekki örvænta. Þð er til lausn á þessu algenga vandamáli. Hún er svo stórkostlega einföld að þú átt aldrei eftir að festa bílinn aftur eftir að hafa tileinkað þér tæknina. Fyrr í dag var myndabandinu sem birtist hér að neðan deilt á Facebook síðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Það er því öruggt að segja að þaulreyndir menn og konur mæli með þessu frábæru lausn: This is a really good idea for getting your car unstuck. Posted by Science Lovers Only on 5. september 2015 Lesa meira