Óþolandi týpurnar sem leyfa sér að gagnrýna mann fyrir að ganga í pels

Nú er orðið ískalt á þessu fróni okkar og allir eins og bjánar klæddir í útvistarúlpum inn í miðri stórborg. Alveg finnst mér það út úr kortinu að fólki finnist smart að klæða sig eins og allir séu á leið upp á jökul ASAP. Mér finnst þessi úlputíska alveg hræðileg og myndi aldrei láta sjá mig í slíkri flík nema uppi á jökli. Ég elska að klæðast pelsi og rölta um í frostinu með take away bollann minn með lattesullinu í og áberandi varalit á vörum. Ég er bara flott dama og skammast mín núll fyrir það. Það sem fer… Lesa meira

Opið bréf til allra hinna á almenningssalerninu

Kvartaranum er meinilla við almenningssalerni og liggja þar ýmsar ástæður að baki. Fyrst má nefna hinar ómannúðlegu pissuskálar sem þvinga vandræðalega karlmenn til að standa hlið við hlið og heyra hikandi bunur feiminna þvagfæra á meðan þeir reyna að kreista fram fyrstu dropana án þess að reka við svo bergmáli hressilega. Ef illa gengur að miða frussar skálin til baka því sem í hana er látið og þegar dregur úr streyminu virðist flestum óhjákvæmilegt að skila afganginum annað en niður á gólf. Skilrúm milli hefðbundinna klósetta eru annað mál, þó líklega séu þau praktískasti kosturinn í afar vondri stöðu, en… Lesa meira

Kvartarinn: Smjattandi afgreiðslufólk og fordómafullir aular

Biturleiki kvartarans snýr aftur og í þetta skipti hef ég um tvennt að kvarta, smjattandi afgreiðslufólk og fordómafulla aula. Þegar ég hringi í fyrirtæki, búðir og þess háttar, og manneskjan sem svarar er að borða. Já borða, ég átta mig fullkomnlega á því að borða sé eitt af skilyrðum mannfólks til að halda lífsmörkum í lagi en ef þú ert að vinna og svarar í símann með mat í kjaftinum og heldur áfram að borða meðan símtalinu stendur, þá finnst mér það afskaplega afbrigðilegt. Ég vil ekki heyra hávært smjatt þegar starfsmaðurinn sem er að aðstoða mig í símanum er… Lesa meira

Kvartarinn: Naglalökkun í almennu rými

Það situr enn í mér pirringurinn sem ég fann berast um allar æðar mínar. Ég sit inn á lítilli lesstofu á bókasafni og er að undirbúa mig undir próf. Sé ég ekki konu koma inn, sama konan og var með svo mikil læti nokkrum dögum áður ásamt vinkonu sinni en sem betur fer í þetta skipti er hún ein svo ég ætti að geta fengið smá lærdómsfrið. Nema hvað, hún sest á borðið beint fyrir framan mig, setur tónlist hátt í eyrun og byrjar að naglalakka sig. Já naglalakka sig, í litlu rými með manneskju innan við hálfan meter frá… Lesa meira