Ballet Nudes frá essie

Við á Bleikt erum alveg fallnar fyrir guðdómlega fallegu Ballet Nudes gellökkunum frá essie. Litirnir í línunni eru sex talsins og heita Satin Slipper, Lace Me Up, Hold the Position, At the Barre, Perfect Posture, Closing night. Í sérstöku uppáhaldi hjá okkur er liturinn At the Barre, hann er einfaldlega fullkominn nude litur. Gel lökkin frá essie endast ótrúlega vel en það er auðvitað mikilvægt að nota yfirlakkið yfir litinn. Gel top coat yfirlakkið er í alveg hvítu glasi. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig litirnir koma út á nöglunum. Lesa meira

Hversu margar Jack & Jones flíkur getur þú klætt þig í á 90 sekúndum?

Jack & Jones er með ótrúlega skemmtilegan viðburð í Smáralind á fimmtudag þar sem heppnum strákum gefst kostur á að eignast ný föt frá versluninni og einn vinnur 100.000 króna gjafabréf. Viðburðurinn er fimmtudaginn 30. mars kl: 18:00 en þá vera tveir heppnir strákar sem fá kost á því að eyða 90 sekúndum inn í Jack & Jones og allt sem þeir geta KLÆTT SIG Í (ekki bara henda yfir sig) á þessum 90 sekúndum mega þeir eiga. Reglurnar eru að þeir verða að klæða sig í allar flíkurnar og án þess að skemma þær að sjálfsögðu. Sá sem nær… Lesa meira

Förðunarfræðingar kepptust um að fá að farða fyrir RFF í ár

Reykjavik Fashion Festival hóf nýlega samstarf við Reykjavik Makeup School og NYX Professional Makeup. Eigendur förðunarskólans Reykjavik Makeup School munu hafa umsjón með förðuninni á tískusýningum Reykjavik Fashion Festival 2017.  Eigendur skólans, þær Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir og Sara Dögg Johansen munu leiða hóp förðunarfræðinga sem munu farða fyrir tískusýningar RFF með NYX professional makeup vörum. Þær hafa báðar mikla reynslu í förðunargeiranum, en þær sáu nú síðast um förðun á Ungrfrú Ísland og Miss Universe Iceland keppninni. Þeirra hægri hönd baksviðs verður Helga Karólína Karlsdóttir. Ákveðið var að velja úr hópi hæfileikaríkra útskrifaðra og núverandi nemenda skólans til þess að… Lesa meira

Dásamlega falleg brúðkaupslína frá Monique Lhuillier og essie

Kjólahönnuðurinn Monique Lhuillier hannar einstaklega fallega brúðarkjóla sem njóta mikilla vinsælda. Hún hefur nú tekið ást sína á brúðkaupum skrefinu lengra og var að gera brúðkaupslínu með merkinu essie. Línan inniheldur sex naglalökk og er væntanleg á markað í apríl. Monique segir að allar brúðir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari fallegu nýju essie línu. Litirnir eru virkilega flottir og er nokkuð ljóst að fleiri en brúðir og brúðarmeyjar munu næla sér í þá. Við látum ykkur auðvitað vita þegar essie x Monique Lhuillier brúðarlökkin koma til Íslands. Lesa meira

Nýtt frá Real Techniques: PREP + COLOR LIP SET

Ég hef núna verið að safna Real Techniques burstum síðan 2013 og ég er alltaf jafn spennt þegar ég sé að RT séu að koma með nýjungar. Real Techniques er sífellt að leitast við að komast til móts við þarfir aðdáenda sinna og eru því duglegir að koma með eitthvað nýtt á markaðinn! Það nýjasta hjá þeim núna er Prep and prime settin þeirra, ég ætla byrja á að segja ykkur frá Prep + color lip settinu. Fyrir þá sem elska að setja á sig varalit, þá er komið burstasett sem á að gefa frá sér hinu fullkomnu varir. Burstasettið… Lesa meira

Eva Longoria fer á kostum fyrir L‘Oreal

Leikkonan Eva Longoria sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Gabrielle Solis í þáttunum Desperate Housewives fer á kostum í skemmtilegum auglýsingum fyrir Magic Retouch litina L‘Oreal en hún er eitt af andlitum merkisins. Magic Retouch eru hárlitir í úðabrúsa sem eru hugsaðir til þess að þekja rót sem er að vaxa í hárinu það og svo þekja þeir alveg grá hár. Leyfum Evu að sýna okkur hvernig þið farið að… https://www.youtube.com/watch?v=NKnoRiPH1H4 1, 2, 3 og rótin er farin! Litirnir eru svona einfaldir í notkun en það sem þarf að passa uppá er að halda brúsanum í 10 cm… Lesa meira

Partý karíókí á miðvikudögum á Sæta Svíníninu

Diskó dívan og gleðibomban Þórunn Antonía stjórnar partý karíókí í kjallaranum á miðvikudagskvöldum á Sæta svíninu - Gastropub, ásamt heitasta Dj landsins DJ Dóru Júlíu! Þær sameina ást sína á tónlist, gleði og almennu glensi í skemmtilegasta kjallara landsins. All­ir sem syngja fá að snúa lukku­hjóli og eiga tæki­færi á að vinna glæsi­lega eða að minnsta kosti stór­fyndna vinn­inga. Það eru allir velkomnir í Partý karíókí, söngfuglar og söngdívur, laglausir og taktlausir… enda er aðalmálið að hafa gaman. Það verður karíókípartý í kvöld en hér eru nokkrar myndir frá síðustu vikum. Við hvetjum ykkur til að mæta í karíókí í… Lesa meira

Leyndarmálið á bakvið Valentínusarförðun Blake Lively

Eins og við sögðum frá á Bleikt í gær var Blake Lively stórglæsileg í partýinu sínu á Valentínusardag. Það var förðunarfræðingurinn Kristofer Buckle sem sá um förðun Blake en hann notaði bara vörur frá L’Oréal. Það sem vakti sérstaka athygli var óaðfinnanlega áferðin á húðinni hennar. Leyndarmálið á bakviið förðun Blake reyndist vera L’Oréal Paris True Match Foundation farðinn. Hér fyrir neðan má sjá allar vörurnar sem voru notaðar í Valentínusarförðun Blake. Kristofer byrjaði á að undirbúa húð hennar með L’Oréal Paris Hydra Genius Daily Liquid Care (hann notaði fyrir Normal/Dry Skin). Farðinn sem hann notaði var L’Oréal Paris True… Lesa meira

Blake Lively var með rómantískustu hárgreiðsluna á Valentínusardaginn

Leikkonan Blake Lively hélt æðislegt Valentínusardagspartý í gær. Partýið hafði titilinn Galentine's Day Party og og var þetta vinkonupartý þar sem konur skemmtu sér ótrúlega vel saman, með Blake var systir hennar Robyn.  Konurnar og stúlkurnar sem mættu skreyttu kökur, gerðu vinkonuarmbönd og margt fleira skemmtilegt. https://www.instagram.com/p/BQd2be9gZge/?taken-by=blakelively Viðburðurinn var hluti af New York tískuvikunni en partýið hélt Blake í samstarfi við  L’Oreal Paris og fengu gestir meðal annars að kynnast Paints Colorista háralitunum betur. Hárgreiðsla Blake sló sérstaklega í gegn enda ótrúlega viðeigandi í tilefni dagsins. Blake var stórglæsileg eins og ALLTAF (hvernig er þetta hægt???) og klæddist krúttlegum hjartakjól en hárgreiðslan… Lesa meira

Innblástur fyrir helgina: Netasokkabuxur

Það er hægt að nota netasokkabuxur undir buxur, pils og kjóla og koma þær sérstaklega vel út undir rifnum gallabuxum. Í uppáhaldi hjá okkur á Bleikt eru netasokkabuxurnar frá Oroblu en þær heita Tricot. Hér fyrir neðan er smá innblástur frá Pinterest. Lesa meira

Förðunarinnblástur helgarinnar með NYX Cosmetics

Það kannast eflaust margar við það að eiga auðvelt með það að detta alltaf í sama farið og sama stílinn þegar kemur að förðunum við sérstök tilefni. Fyrir þá sem langar til að prófa eitthvað nýtt er ekki lengra að sækja í innblástur en á Instagram og kíkja á nokkur flott merki til að sjá það sem förðunarfræðingar eru að gera. Við tókum einn rúnt inná Instagrami @nyxnordicscosmetics í leit að hugmyndum fyrir helgina… Ef þetta verðskuldar ekki góða heimsókn í NYX í Hagkaup Kringlu eða Smáralind þá vitum við ekki hvað ætti að gera það…! Lesa meira

Vinsælasti nude varaliturinn á Pinterest!

Nude varalitir koma misvel út á fólki eftir húðlit og náttúrulegum lit varanna. Það er þó einn nude varalitur sem virðist vera flottur á öllum sem prófa hann. Það kemur því ekki á óvart að hann er langvinsælasti nude varaliturinn á síðunni Pinterest. Það sem er svo frábært við þennan fallega varalit er að hann er á frábæru verði OG hann fæst á Íslandi. Varaliturinn sem flestir vista og deila á Pinterest er NYX Cosmetics Soft Matte Lip Cream í litnum London. Liquid varalitir hafa verið gríðarlega vinsælir upp á síðkastið en NYX varalitirnir eru kremaðir og mjúkir en haldast… Lesa meira

Silver Cross vagnar, kerrur og fylgihlutir fást í versluninni I am Happy

Silver Cross hefur verið leiðandi í hönnun og framleiðslu barnavagna frá 1877. Hægt er að fá Silver Cross barnavagna og kerrur í versluninni I am Happy í Spönginni í Grafarvogi en þar er flott úrval af öllu sem tengist litlu krílunum.  Það er ekkert að ástæðulausu sem breska konungsfjölskyldan velur Silver Cross vagna fyrir sín börn. Silver Cross eru gríðarlega vinsælir vagnar vegna gæðanna og svo eru þeir svo þægilegir fyrir barnið. Það er hægt að fullyrða að Silver Cross vagnarnir eru Rolls Roys barnavagnanna og nýja lúkkið á þeim er ótrúlega flott en vagninn er líka gríðarlega þægilegur og… Lesa meira

Fullkomin húð í þremur skrefum með Fit Me!

Húðin er grunnurinn að fallegri förðun. Svona nærð þú fullkominni áferð á húðina í þremur einföldum skrefum með aðstoð Maybelline. Fit Me! vörurnar hafa svo sannarlega slegið í gegn en hér fyrir neðan er farið yfir einföld skref sem tryggja að grunnurinn að þinni förðun er góður. 1.Byrjaðu á að bera farða yfir allt andlitið og blanda með bursta eða förðunarsvamp - ekki gleyma að draga farða niður á hálsinn og á eyrun. 2. Notaðu hyljara til að hylja þau svæði sem þú vilt, og lýsa upp önnur! Teiknaðu þríhyrning undir augun, á ennið, miðja höku og dragðu línu niður… Lesa meira

Hnitmiðuð förðunarnámskeið: „Það er nauðsynlegt að læra grunninn“

Kristín Stefánsdóttir hefur kennt konum að farða sig í yfir 30 ár. Kvöldnámskeið hjá No Name taka yfirleitt hálfan dag eða eina kvöldstund og eru ætluð konum á öllum aldri sem vilja ná betri tökum á því að farða sig. „Áherslan er fyrst og fremst á svokallaða fimm mínútna förðun, fyrir konur sem vilja læra að farða sig á einfaldan og fljótlegan hátt - án þess að eyða of miklum tíma fyrir framan spegilinn“ segir Kristín en hún segir jafnframt að margar konur séu hálf hræddar við sumar förðunarvörur og þau ráð sem í boði eru. Það flæða svoleiðis yfir okkur… Lesa meira

MUD förðunarskóli: Kynning í Kringlunni um helgina

Förðunarskólinn MUD er orðinn rúmlega eins árs gamall á Íslandi og hefur skólinn nú útskrifað yfir 20 alþjóðlega makup artista. MUD er 20 ára gömul keðja sem er staðsettur í sex löndum. MUD Studio hefur upp á að bjóða Level I - Beauty Essential þar sem grunnurinn í förðun er tekinn vel fyrir. Í framhaldinu er tekið fyrir Level II - Airbrush, Bridal, Studio og High Fashion. Vörupakki MUD er mjög stór og flottur og einnig mæta í skólann erlendir kennarar. Nemendur hafa fengið tækifæri til að vinna í verkefnum og stuttmyndum á meðan námi stendur. Einnig hafa margir nemendur… Lesa meira

Leyndarmálið á bakvið fullkomið hár Blake Lively

Leikkonan Blake Lively er þekkt fyrir að vera með alveg einstaklega fallegt og heilbrigt hár. Í mörg ár hafa konur mætt á hárgreiðslustofur með myndir af henni og beðið um sama lit eða sömu klippingu og Blake. Varð hún meira að segja vinsælli en "Rachel klipping" Jennifer Aniston í Friends en hún var vinsælasta hárfyrirmyndin í langan tíma. Blake birti skemmtilega mynd af sér fyrir Golden Globe hátíðina á Instagram og má þar sjá hárlakkið og þurrsjampóið frá L'Oreal. https://www.instagram.com/p/BPBNo9uAdNw/?taken-by=blakelively Það gleður kannski marga að heyra að þessar vörur fást á Íslandi, meðal annars í Hagkaup og helstu apótekum veit… Lesa meira

Manny MUA er nýjasta andlit Maybelline

Maybelline hefur tilkynnt hver mun vera nýjasta andlit þeirra í auglýsingum og það er enginn annar en Manny MUA, en hann er mjög þekktur innan förðunarheimsins. Hann er með vinsæla YouTube rás, milljónir fylgjenda á Instagram, hefur gert augnskuggapallettu í samvinnu við Makeup Geek Cosmetics og listinn getur haldið endalaust áfram. Manny MUA er æðislegur karakter og mjög fær förðunarfræðingur. Þetta er í fyrsta skipti sem Maybelline velur karlmann til að vera andlit fyrirtækisins og mun hann vera andlit Maybelline fyrir nýja maskarann þeirra Big Shot Mascara. Bleikt hefur áður fjallað um Manny MUA, sem heitir með réttu nafni Manny Guiterrez,… Lesa meira

Leitin að hinum fullkomna brjóstahaldara

Leitin að hinum fullkomna brjóstahaldara er nokkuð sem flestar konur kannast við - sérstaklega þær sem eru með skálastærð yfir meðallagi. Ég hef alltaf verið með vel útilátinn barm og lengst af hef ég verslað mín brjóstahöld í Ameríku - enda er allt þar svo stórt og vel útilátið. Verðið skiptir að sjálfsögðu máli og ef ég hefði þurft að kaupa allt mitt hér heima væri ég líklega á hausnum (meira en ég er). Fyrir nokkrum árum heimsótti ég brjóstahaldahvíslarann Miss Iris, sem rekur dásamlega brjóstahaldarabúð í Brooklyn. Iris er hálfpartinn eins og Yoda brjóstahaldaranna - eldgömul og hrukkuð, sjúklega… Lesa meira

Áramótaheit fyrir árið 2017: Að hugsa betur um húðina!

Nú er nýtt ár gengið í garð og er það tilvalinn tími til þess að breyta um venjur og bæta það sem betur má fara, sérstaklega þegar kemur að umhirðu húðarinnar. Húðin er stærsta líffærið okkar og því gríðarlega mikilvægt að hugsa vel um hana alla daga. Á þessum kaldasta tíma ársins þarf andlitið mikinn raka. Það má ekki sleppa því að bera á sig gott rakakrem kvölds og morgna en það er líka frábært að gefa húðinni smá auka "rakasbombu" í hverri viku. Við á Bleikt elskum tissjúmaskana frá Garnier, Moisture Bomb Tissue Mask. Þessir maskar gefa ekki aðeins… Lesa meira

Losaðu þig við aukakílóin á heilsusamlegan hátt með GoFigure

GoFigure er ný þyngdarstjórnunarlína sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum í baráttunni við aukakílóin. Þessi frábæra vara er stútfull af hollustu, en hver skammtur af GoFigure inniheldur prótein, vítamín, steinefni, góðgerla og omega 3 fitusýrur. Virku efnin í GoFigure eru MCT brennsluolía og Glucomannan úr hinni japönsku Konjac rót sem veitir góða fyllingu, en Glucomannan er eitt af þeim efnum sem hjálpar til við að koma í veg fyrir svengdartilfinningu. Að auki stuðlar Glucomannan að jafnvægi á blóðsykri ásamt því að hafa áhrif á viðhald eðlilegs kólesterólmagns í blóði. Fyrir fullt þriggja vikna átak þá er mælt með GoFigure… Lesa meira

Úr ársins og lúxus vegan töskulínan kynnt í kvöld á jólafögnuði Gyðju: Náðu þér í jólagjafirnar á ótrúlegum afslætti

Í kvöld verður "launch" á Gyðju úri ársins og verður lúxus vegan lína Gyðju formlega kynnt til sögunnar með æðislegum viðburði.  Verður boðið upp á ótrúlegan afslátt af bæði nýja Gyðju úri ársins og vegan línunni en eingöngu á milli kl. 19:00 - 22:00 á viðburðinum. Aðeins þetta eina kvöld verður hægt að versla jólagjafirnar í ár frá Gyðju á 25 prósent afslætti.  Léttar veitingar verða á kvöldinu og mun Haffi Haff sjá um að halda uppi fjörinu með fallegum tónum. Fyrstu 30 fá gjafapoka frá Gyðju Collection en einnig verður dreginn út æðislegur vinningur. Sigrún Lilja ætlar að draga… Lesa meira

L‘Oreal hátíðarförðun með Diljá Líf

Næst til að sína okkur sína L‘Oreal förðun er hún Diljá Líf sem hefur á stuttum tíma getið sér gott orð fyrir fallegar, frumlegar og litríkar farðanir sem hún sínir í gegnum snappið sitt – diljalifmua – við hvetjum ykkur svo sannarlega að fylgjast með henni! Hátíðarförðunin hennar Diljáar er alveg stórglæsileg, dökk og dramatísk augu við hátíðlegar varir, við erum að fíla þessa förðun í tætlur og gefum nú Diljá orðið. Það er fátt jólalegra en rauður varalitur, og rauður varalitur getur fullkomnað allar farðanir. Ég ákvað að gera hátíðarlúkk með yndislegu L'Oreal vörunum, og það fyrsta sem mér… Lesa meira

Bleikt frumsýnir glæsilegt tónlistarmyndband frá Gyðju Collection

Mikil leynd ríkti yfir þessu myndbandi á meðan á tökum stóð en hægt var að fylgjast örlítið með á bak við tjöldin frá tökunum á snapchatti Gyðjunnar @theworldofgydja. Tökurnar fóru fram á Arnarnesinu, í bílakjallara í Kópavoginum og heima hjá Sigrúnu Lilju sjálfri en þetta er auglýsingamyndband fyrir nýtt Gyðju úr ársins. Í myndbandinu sem nú er frumsýnt í allra fyrsta sinn hér á bleikt.is má sjá leikara klædda sem vígalega öryggisverði og konur hlaupandi um með lambhúshettur og í hermannabuxum í slagsmálum. Slagsmál, byssur, svartur van og Siberian Husky hundar Sigrúnar koma m.a. við sögu í myndbandinu og auðvitað… Lesa meira