Hugleiðingar Lindu: Þar sem líf barna er einskis metið

Ég ætla ekki að fjalla um stríðsátökin á Gasa svæðinu, eða réttara sagt, ætla ekki að taka afstöðu með neinum þar. Það eru aðrir sem það gera. Ég ætla hinsvegar að tala um það sem ég fæ ekki skilið í mannlegu eðli og taka sterka afstöðu til mannslífa... Ég sá mynd á netinu um daginn, eina af mörgum sem sjást þessa dagana. Þessi sýndi tvo unga drengi á aldur við fimm ára gamalt barnabarn mitt hengda upp á girðingu með óttasvip í augum og beiðni um vægð þeirra fullorðnu, en líklega hefur enga vægð verið að fá hjá þeim skepnum… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Líf eftir dauðann?

Nú þykjast vísindamenn vera búnir að finna sannanir fyrir því að það sé til líf eftir dauðann, og hafa stundað rannsóknir á því fyrirbæri í 4 ár á tæplega 1000 manns sem þeir hreinlega tóku af lífi og lífguðu svo við eftir 20 mínútur eða svo (allt þó gert með samþykki þeirra sem aflífaðir voru). Þetta er nú allt saman gott og blessað og alltaf gaman að lesa svona fréttir fyrir forvitnis sakir og hver veit, kannski hafa þeir bara rétt fyrir sér. Ég reyndar þykist þess fullviss að ég verði spilandi á hörpu mína í himnaríki að þessari jarðvist… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Höfnun

Höfnun er að finna sig ekki viðurkenndan í samfélagi þeirra sem ættu að elska mann mest og sýna mestu umhyggjuna, samhygðina, samstöðuna og kærleikann sker hjartað á þann hátt sem ekkert annað getur gert... Að finna að við erum ekki nægjanlega góð eða merkileg fyrir þá sem við afhendum hjarta okkar  á silfurfati er sárt,  og við finnum hvernig hjarta okkar merst við flóðbylgju höfnunarinnar. Þeir sem fundu fyrir höfnun á unga aldri eru líklega allt sitt líf að berjast við það að fá samþykki þeirra sem þeir tengjast í lífinu en við hverja óhjákvæmilega höfnun sem þeir mæta á… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Útlitið eða persónuleikinn?

Það var ung og fallega geislandi stúlka sem ávarpaði mig um daginn glaðlega og spurði mig hvort ég væri þessi fræga Linda... Mér þótti þetta nú ekkert voðalega leiðinlegt ávarp, og lofaði ég þessari ungu skemmtilegu snót að ég skildi skrifa pistil fyrir hana. Hún vakti mig svo sannarlega til umhugsunar um ungu stelpurnar okkar... Þessar fallegu geislandi stelpur sem eru samt alltaf svo óánægðar með sig... Þær finna sér allt til foráttu og ekkert er nógu fallegt og gott við þær... Þær eru ýmist of feitar eða of mjóar, ekki með nógu falleg augu, nef, höku, eyru og guð… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Ertu ekkert að fara að ná þér í mann?

„Ertu ekkert að fara að ná þér í mann?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft að heyra á þessum tímapunkti lífs míns... Ég er semsagt fráskilin, komin vel yfir fimmtugt en finnst ég samt eiga allt lífið framundan. En hvert sem ég kem þá fæ ég að heyra spurningar eins og þessar: Er enginn nógu góður fyrir þig? Leiðist þér ekkert að vera svona ein? Hvernig er þetta með þig, ertu ekkert að fara að ná þér í mann?     Og svo koma fullyrðingarnar:  „Þú veist að þú verður ekkert yngri,“  „það þýðir ekkert fyrir þig að vera… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Hjartaprinsessan Díana

Hver man ekki eftir fréttinni um dauða Díönu prinsessu af Wales? Ég man þá frétt eins og ég hefði heyrt hana í gær. En ég er líka fædd um miðja síðustu öld eða aðeins seinna reyndar. Þessi stórglæsilega prinsessa dáin eftir hræðilegt bílslys í París...úfff ...heimsbyggðin stóð á öndinni, og margir milljarðar manna syrgðu hina látnu prinsessu...Líklega fáir þó eins og synir hennar og kannski stóra ástin í lífi hennar.     Ég sá mynd um Díönu í gær sem fékk mig til að hugsa um persónueinkenni sem eru mér afar hugleikin. Ég ræddi þá við vinkonu mína sem lá… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Hvers vegna framhjáhald?

Vissuð þið að rannsóknir sýna að ca 80% þeirra sem halda framhjá gera það ekki aftur? Þessar tölur sem rannsóknir Gottmans sýna,  komu mér verulega á óvart verð ég að segja en á sama tíma þykja mér þær verulega ánægjulegar... Þær segja mér að fólk er yfirleitt heiðarlegt og traust í eðli sínu  og hefur samvisku gagnvart því að gera ekki maka sínum mein. Það er ánægjulegt og styður þá kenningu mína að framhjáhald sé í flestum tilfellum spennutengt eða það „bara gerist“ við ákveðnar óundirbúnar aðstæður. Aðstæður eins og þær að þú færð athygli frá aðila sem þér finnst… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Kynlífs og klámfíkn

Aðal málefni okkar tíma virðast mér stundum vera fíknatengd á einhvern hátt, matarfíkn, alkahólismi, eiturlyfjafíkn, spilafíkn, tölvufíkn og líklega margar aðrar fíknir sem ég man ekki eftir í augnablikinu... En klám og kynlífsfíknin er sú fíkn sem mig langar að fjalla um hér í dag. Hún er ört vaxandi í okkar þjóðfélagi og mun að öllum líkindum verða ein af  þeim fíknum sem við þurfum mest að eiga við í  framtíðinni ef ég hef rétt fyrir mér... Unga kynslóðin er kölluð klámkynslóðin og það með réttu...Klám flæðir yfir internetið, aðgangur  ungmenna að þessu efni er greiður. Og það versta er… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Skuldbindingarfóbía

Ert þú persóna sem skuldbindur þig af heilum huga eða ert þú persónan sem ert bara á svæðinu svo lengi sem þú þarft engum skyldum að gegna eða á meðan gaman er í leikritinu? Ef þú ert í síðartalda flokknum þá er það þannig að það er skiljanlegt hlutverk barna að þreifa sig áfram í lífinu á meðan þau eru að finna sinn stað þar. Börn leika hlutverk og jafnvel mörg hlutverk dag hvern en eingöngu á meðan það er gaman að dvelja í hverju hlutverki fyrir sig. Um leið og eitthvað kemur uppá eða ef mótleikarinn er ekki eins… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Hvað vilt þú fá út úr lífinu?  

Hamingjusamt líf: Ég held að það sé sama hvar í veröldinni við búum, sama af hvaða kyni, kynþætti, þjóðfélagsgerð og hvaða aðgreiningarkerfi veraldarinnar við skoðum, allt ber það að sama brunni....Við erum eitt...eða að minnsta kosti hugsum við líkt og viljum í grunninn fá það sama út úr lífinu... Og hvað er það sem við viljum svo fá? Við viljum flest ef ekki öll vera hamingjusöm, vera elskuð, metin og að ná árangri... Og hvað þarf að koma til svo að þetta rætist í lífum okkar? Eins og alltaf eru svörin einföld en kannski ekki svo auðveld í framkvæmd...en ég ætla… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Ég trúi því

Hef verið að hugsa um það undanfarið hvað það er sem gerir mig að mér... merkilegt þegar ég leyfi mér að fara í þennan gír og skoða sjálfa mig svona svolítið niður í grunninn... En hvað finn ég þegar ég fer í þetta grufl... Jú líklega á hvaða trú lífsgildi mín byggjast... Þau eru víst byggð útfrá trúarskoðunum mínum um lífið og tilveruna á hverju æviskeiði fyrir sig... Og þannig er það einnig hjá þér sem þetta lest... Svo hverju trúir þú og hvaða lífsgildum stendur þú fyrir vegna trúar þinnar?     Ég trúi því að óttinn sé fjarvera… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Óraunhæfar kröfur

Líður unglingnum þínum vel? Það hryggir mig verulega að sjá hversu kvíðið og óöruggt okkar unga flotta fólk er oft í dag. Ég hef fengið til mín töluvert af ungu fólki í gegnum tíðina og finnst þau hreint frábær, vel gefin, hugsandi og hæfileikarík með afbrigðum...þau geta svo sannarlega kennt okkur sem eldri erum þó nokkuð marga hluti. En eru þau að blómstra og dafna í umhverfi dagsins í dag? Nei ekki að mínu mati. Kröfur samfélagsins, einangrun frá hinum fullorðnu, óraunhæfar útlitskröfur og hæfniskröfur þær sem gerðar eru til þeirra dag hvern eru gífurlegar og oft á tíðum eru þær… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Við erum aldrei „nóg“

Konur vöknum! Við konur erum yfirleitt afar lélegar við það að dekra okkur sjálfar og hugsum oft um þarfir allra annarra á undan okkar eigin þörfum, og erum í raun aldar upp í því þjóðfélagslega séð. Við erum umönnunarstéttin, fallegu englarnir sem látum okkur varða um náunga okkar og sinnum öllum hans þörfum ofkors áður en okkur dettur í hug að muna eftir því að við séum hér fyrir okkur sjálfar ekki síður en aðra.     Við þessar elskur brennum oft upp að lokum og skiljum ekkert í því af hverju okkur líður svona eða hinsegin, vitum stundum ekkert hvað… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Ertu egóisti?

Það er svolítið gaman að skoða muninn á þeim sem eru egóistar af Guðs náð og hinna sem sýna framkomu sem einkennist af óeigingirni... (ekki rugla því saman við meðvirkni samt). Egóistinn gengur fram í sinni fölsku ímynd sem búin er til allt jafnóðum, allt  eftir því hverju hann þarf á að halda frá öðrum hverju sinni, á meðan hinn hjartaheili og óeigingjarni er samkvæmur sjálfum sér, einlægur og heiðarlegur.     Hinn eigingjarni hefur sína eigin hagsmuni að leiðarljósi fyrst og fremst og kennir öllu og öllum um hvernig hann hefur það... ekkert er hans eigin sök... ábyrgðin er… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Hvað eiga þeir hamingjusömu yfirleitt sameiginlegt?

Hvað er það sem gerir okkur hamingjusöm og ánægð með lífið í heild sinni? Líklega eru svörin mörg og mismunandi, en þó held ég að flestir geti verið mér sammála um að þau atriði sem ég tel hér upp séu sameiginleg flestum þeirra sem happy eru og ánægðir með líf sitt og tilveru...     Í fyrsta lagi er þessum aðilum  líklega alveg hjartanlega sama um hvað öðrum finnst um þá, líf þeirra skoðanir og framkvæmdir allar... Þeir vita í flestum tilfellum hvar ástríða þeirra og styrkleikar liggja og eru flestir komnir í þau störf sem hæfa þeirra persónugerð og finna… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: „Ég er á lífi og ég nýt þess í botn“

Aldur... piff hvað er það eiginlega? Ég er kona á besta aldri að mér finnst, bara nokkuð vel heppnað eintak sem man sjaldnast eftir því hversu mörg ár hún á að baki, og einu skiptin sem ég fæ ekki tækifæri á því að gleyma því alveg er þegar vinur minn einn er svo sætur í sér og skellir því framan í mig að sú „gamla“ ætti að muna eftir því að setja góminn í glasið fyrir nóttina af því að annars verði ég svo pirruð í svefni...(hann þreytist seint á því að stríða mér vegna aldursins en er þó að nálgast… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Börn eiga rétt á foreldrum sínum

Ég er að heyra fleiri og fleiri sögur af því að börn fái ekki að umgangast báða foreldra sína þrátt fyrir að foreldrarnir eigi jafnan umgengnisrétt samkvæmt lögum eða 50% forræði eins og það heitir.  Börnin eru semsagt svipt þeim rétti að fá að kynnast báðum foreldrum og þeirra fjölskyldum, það þykir mér sorglegt að heyra og spyr, hvernig í ósköpunum stendur á því?     Barnabörnin mín eru það dýrmætasta sem ég á fyrir utan börnin mín, og ég er hrædd um að ef ég lenti í þeim sporum að fá ekki umgengni við þau vegna togstreitu foreldranna eða… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Facebook og framhjáhöld

Þeir sem mig þekkja vita að Facebook er í miklu uppáhaldi hjá mér og sumum finnst nú nóg um samskipti mín á þeim miðli... En þó að ég sé mikill aðdáandi þessarar síðu, þá sé ég nú samt að hún getur haft hliðar sem eru ekki svo skemmtilegar né góðar... Það eru að verða nokkuð mörg dæmin þar sem ég hef persónulega heyrt um „framhjáhöld á Facebook“ eða hvaða nafni við viljum nefna það þegar makinn er farinn að daðra við persónu á netinu og jafnvel persónu sem  er ekki sönn persóna með kennitölu og skráða tilvist þegar upp er… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Að vera elskaður og fá að tilheyra

Brene Brown Ph. D er bandarískur fræðimaður, rithöfundur og opinber ræðumaður sem ég hef fengið mikið dálæti á að undanförnu og ég verð að segja að ég hreinlega elska verkin hennar... Hún starfar í dag sem rannsóknarprófessor við Háskólann í Houston Graduate College við félagsráðgjöf. Í meira en áratug hefur hún tekið þátt í rannsóknum á viðkvæmni (vulnarability) hugrekki, áræðanleika, samúð og skömm.  Hún hefur vakið verðskuldaða athygli og nú síðast hjá ekki ómerkari manneskju en sjálfri Oprah Winfrey!     Bé-in þrjú... Be loved... Belong... Be brave  (Að vera elskaður, að tilheyra og að vera hugrakkur) þykja mér afar… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Haltu áfram

Gefstu aldrei upp... Þegar hjarta þitt er orðið þreytt, staulastu þá bara áfram með fótum þínum - en haltu áfram! – Paulo Coelho. Stundum finnst okkur eins og við getum ekki meir... Lífið hefur brugðist okkur, fólkið okkar hefur brugðist okkur og á stundum finnst okkur eins og Guð sjálfur hafi yfirgefið okkur... Hjarta okkar skelfist tilhugsunina um hvað framtíðin beri í skauti sér og við eigum erfitt með að horfast í augu við veruleika lífs okkar...Allt virðist tilgangslaust og erfitt, myrkrið eitt umlykur okkur... Á þeim stundum langar okkur síst til að halda göngunni áfram og værum líklega bara… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Tímamót og bucket-listinn

„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka“... Erum við alltaf að gera okkur grein fyrir því hversu mikilvægur tíminn okkar er hér á jörðu, og hversu naumt hann er skammtaður? Högum við lífi okkar yfirleitt í samræmi við það? Hvernig lítur bucket-listinn þinn fyrir árið 2014 út?     Ég hef uppgötvað það á síðari árum að lífið er þrátt fyrir storma þess og stórsjói, vel þess virði að því sé lifað vel... Ég hef uppgötvað að það borgar sig ekki að eyða dýrmætum tímanum í það að hafa áhyggjur af einhverju sem ég hvort… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Það kemur sá tími í lífi þínu!

Þetta er ekki svona týpísk jólasaga, en gæti samt gefið þér innblástur og fengið þig til að hugleiða lífið á þessum tíma jólahátíðarinnar. Það kemur að þeirri stund í lífi þínu að þú loksins fattar það... Þegar þú í miðju ótta þíns og geðveiki ferð á botninn og missir áttirnar í lífinu að einhverstaðar í höfði þér hrópar hávær rödd á þig og segir „Nú er komið nóg “   Nóg komið af baráttu og gráti eða yfirleitt því að basla þetta áfram. Og, eins og barn sem er að ná sér eftir æðiskast, minnkar grátur þinn smá saman og þú… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Á aðventu – Uppskrift að hamingju

Falleg og góð uppskrift sem væri svo ósköp gott að hafa að leiðarljósi alla daga lífs okkar, en er samt svo allt of sjaldan  notuð... Uppskrift að hamingju 2 sléttfullir bollar af gleði 1  hjartafylli af kærleika 2 handfylli af örlæti dash af dillandi hlátri 1 höfuðfylli af skilningi og samhyggð Vætið örlátlega með góðvild, látið helling af trú og einlægni og hrærið vel.  Breiðið svo yfir þetta með heilli mannsævi.  Berðu á borð fyrir alla sem ganga með þér í þessari jarðvist.   [newline]   Á aðventu Hvernig væri á þessari aðventu að við tækjum þessa uppskrift fram yfir sörurnar… Lesa meira

Hugleiðingar Lindu: Lífið heldur áfram!

Þegar við missum einhvern nákominn frá okkur, þá er gjarnan sagt við okkur „tíminn læknar öll sár“ og „lífið heldur áfram.“ En er það svo? Jú vissulega heldur lífið áfram og tíminn hefur þann eiginleika að setja svona eins og plástur á sárin okkar. En þessi tími sem líður frá því að við missum þann sem er okkur kær, og þar til að við fáum þennan plástur er oft afskaplega erfiður... Erfitt og sárt er það að læra að takast á við nýtt líf þar sem þessi einstaklingur sem við elskuðum er ekki lengur til staðar...     Hvert skref sem… Lesa meira