Frá þolanda til geranda: „Við sváfum ekki saman, þú svafst hjá mér“

Ég verð að skrifa þér bréf. Ég get ekki, vil ekki og nenni ekki lengur að burðast um með viðbjóðinn. Nú er komið að þér. Nú hef ég rekist á þig nokkrum sinnum síðustu vikur og alltaf frýs ég af reiði. Einu sinni fraus ég alltaf úr hræðslu þegar ég sá þig, en ekki lengur. Nú er bara reiði og reyndar smá vottur af þakklæti. Þakklætið er til staðar vegna þess að þegar maður fer í gegnum svona viðbjóð og niðurlægingu í lífinu, þó það taki mikla baráttu, mikinn tíma og þolinmæði auk tugi þúsunda í sálfræðimeðferð – að þá… Lesa meira

„Passa mig á því að gráta í laumi“: Íslensk einstæð móðir á ekki nógu bágt til að fá félagsaðstoð

Ég var að flytja um daginn í rándýra íbúð hér í Reykjavík, en sennilega ekkert dýrari en aðrar íbúðir á leigumarkaðnum í dag. Ég tók lán til þess að eiga fyrir tryggingunni því hún var himin há og hugsaði með mér að fengi ég húsaleigubætur og sérstakar húsleigubætur myndi þetta reddast og ég gæti staðið í skilum með erfiðismunum. Ég var búin að vera að leita að stærri íbúð í þó nokkurn tíma þar sem að 60 fermetrar voru ekki lengur að duga okkur þremur, sem sagt mér og börnunum mínum tveimur. Í þessari íbúð var aðeins eitt svefnherbergi en… Lesa meira

„Hann notaði son minn til að vefja mér um fingur sér“

Ég hef smá sögu að segja sem ég hef haldið inn í mér í 6 ár, semsagt síðan sonur minn fæddist. Ég var 21 árs þegar hann fæddist og hann var fæddur í Ástralíu. Ég vissi það frá fyrstu sekúndu í lífi hans hvað ég elskaði hann mikið. Þetta litla rauða öskrandi kríli sem var skellt ofaná bringuna á mér eftir átta tíma hríðir og tvo tíma sem fóru í það að ýta, þangað til fæðingalæknirinn tók loks þann stutta með sogklukku. Hann var hraustur stór strákur, með svart mikið hár og falleg pírð blá augu. Ég var svo hrædd,… Lesa meira

Er stjúpmömmu hlutverkið of mikið?

Ég er búin að vera stjúpmamma í nokkuð mörg ár og er alltaf að spyrja sjálfa mig að því hvort það sé eitt vanþakklátasta starf sem til er. Sem stjúpmamma máttu elska barnið og hugsa um það þegar það er hjá þér. En þegar kemur að einhverjum ákvörðunum ræður þú engu, heldur kynforeldrið. Ef eitthvað á að gera fyrir barnið, eða eitthvað kemur upp á, þá er þér sem stjúpmömmu ýtt til hliðar og þér jafnvel sagt „Þú ræður engu“ eða „Þú ræður ekki yfir þessum einstakling.“ Þegar ég varð stjúpmamma á sínum tíma vissi ég ekkert hvað ég var að… Lesa meira

Ég hélt ég myndi aldrei þora að tala um sjálfsmorðstilraunina

Fyrir nokkrum dögum steig ég langt út fyrir þægindarammann. Ég tók það að mér að vera með Snappið ekkigefastupp í einn dag. Þetta Snapchat fjallar um að fullt af fólki er með geðvandamál eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, áráttu- og þráhyggjuröskun og margt fleira. Fólk talar sem sagt um sín vandamál og opnar sig á þessu Snappi. Ég hef lengi þurft að berjast við þunglyndi og kvíða og hefur það verið svakalega hörð barátta. Ég hef hugsað lengi um að tala um þetta svona opinberlega en aldrei þorað því vegna þess að fólk á það til að kalla þá sem… Lesa meira

Unglingur verður stjúpmóðir

Á mínu 19. ári tók ég þá ákvörðun að flytja úr foreldrahúsum, búa með bestu vinkonu minni í öðru sveitarfélagi og vinna þar. Ég var ævintýragjörn manneskja og langaði að prófa að sjá fyrir mér sjálf og standa á eigin fótum. Á þeim tíma var áætlunin einungis að búa og vinna þar yfir sumarið en í dag eru komin mörg ár og er ég hér enn. Ég kynntist strák sem ég kolféll fyrir, við náðum vel saman og ég fór strax að ímynda mér framtíð með honum. Hann var nokkrum árum eldri en ég og var helgarpabbi. Fyrir mig, 19… Lesa meira

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Ég ætla að halda nafnleynd í þessum skrifum vegna þess að það skiptir ekki öllu máli hver segir þetta, það þarf bara einhver að gera það. Alltof margir unglingar eru að lenda í allskyns geðröskunum vegna krafa sem samfélagið setur á mann um að vera eitthvað og gera eitthvað.  Ég er ekki að tala um einhvern ákveðinn aldur en ég er mest að vísa í ungt fólk í þessari grein. Flestir eru með smáforrit eins og Instagram, Facebook og Snapchat í símanum hjá sér finnst mörgum það algjör snilld. Það er auðvitað gaman að geta sent myndir eða myndbönd til… Lesa meira

Var hrædd um að hann myndi skera af mér allar tærnar: Átti ósköp venjulega barnæsku þar til eitt kvöldið

Ég hef aldrei talað opinskátt um það sem mér var gert sem barn og það er því erfitt að skrifa þetta en ég held ég verði að láta á það reyna. Ég átti ósköp venjulega og glaðleg barnæsku fram að sex ára aldri. Ég var vinamörg og vildi helst alltaf vera úti að leika mér. Ég var sjálfstæð og fylgin mér. En þegar ég varð sex ára gömul fóru að koma inn á heimili okkar menn í þeim eina tilgangi að fá sér í glas og skemmta sér. Ég kippti mér ekkert rosalega upp við það, þar til eitt kvöldið. Þá kemur… Lesa meira

„Ég er fjögurra barna móðir og ákvað að taka eigið líf“

Ég er ekki tabú! Ég var greind með áfallastreituröskun árið 2005 eftir mikið heimilisofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt, til margra ára. Áður en ég fékk þá greiningu var margt búið að ganga á. Árið 2004 ákvað ég að taka eigið líf. Ég er fjögurra barna móðir og ákvað að taka eigið líf. Ég var búin að planleggja allt ferlið: Finna stað, skrifa börnunum mínum bréf, og setja í fjóra kassa það sem ég vildi að þau fengju til að minnast mín. Ég var búin að skrifa við hvern hlut þá sögu sem honum fylgdi. Ég sá enga aðra leið út… Lesa meira

Tveggja barna móðir með einelti á samviskunni: „Mér fannst töff að vera tík“

Mikil umræða hefur verið um einelti núna undanfarið og sú umræða hefur hrært mikið upp í mér. Ég eyddi barnæsku minni í að standa uppi fyrir þeim sem minna máttu sín. Ég tók á mig högg fyrir krakka og gætti þess að enginn yrði undir. Það er því mikil sorg yfir mér að viðurkenna að þegar ég kom í unglingadeild breyttist allt. Ég varð gerandi. Ég festist í hópþrýstingi og leitaðist eftir viðurkenningu jafnaldra minna og annarra með því að vera vond. Mér fannst töff að vera tík. Fannst það vera hrós.  Ég stríddi, lamdi, uppnefndi og hunsaði. Krakkar sem… Lesa meira

„Hvernig er hægt að komast yfir týnda ást?“

Hvernig held ég áfram? Hann kom í bekkinn minn í 7. bekk í grunnskóla. Hann var svo sætur og ég féll fyrir honum strax. Ég man þegar hann knúsaði mig fyrst. Við byrjuðum saman þann dag. Það var kaldur vetrardagur í desember og ég var hamingjusamasta stúlka heims. Tvem jólum seinna ákvað hann að fara frá mér. Strákurinn sem ég hafði elskað svo heitt. Ég vissi aldrei hvað hann var mér kær fyrr en of seint. Núna er ég 30 ára gömul, komin með annan eiginmann, en sakna hans ennþá á hverjum jólum, hugsandi um þegar hann knúsaði mig á desemberkvöldinu.… Lesa meira

Elskaðu sjálfan þig því þú verður aldrei neinn annar en þú ert

Frá því að við fæðumst lifum við með fordómum. Þeir birtast okkur í allskyns myndum á hverjum degi og á endanum lærum við að lifa með þeim. Samfélagð hvetur okkur til að vera við sjálf en hvað sem við reynum erum við alltaf dæmd fyrir það. Enda er samfélagið okkar fullt af staðalímyndum sem við reynum að miða okkur við. Líkt og fatnaður getur útlit komið í tísubylgu;, já, hversu asnalega hljómar það?  Fyrst var í tísku að vara grannur, svo feitur, svo hitt og þetta. Svona fer þetta í ótal hringi. Ef við eigum að vera eins og við erum af hverju… Lesa meira

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

Í mars árið 2014 fór ég á fyrirlestur hjá sálfræðingi. Þessi fyrirlestur breytti heilmiklu fyrir mig. Þegar ég kom heim af þessum fyrirlestri var ég bæði glöð og sorgmædd. Ég settist fyrir framan tölvuna og skrifaði niður allt það sem kom upp í kollinum á mér. Mér fannst ég þurfti svo innilega að tala um þetta við einhvern en var ekki tilbúin að segja neinum frá þessu. Seinna um kvöldið sagði ég manninum mínum hvað væri að angra mig og var búið að vera angra mig og gera mér lífið erfitt nánast alla tíð. Hér er bréfið sem ég skrifaði… Lesa meira

Játning: „Þegar skóladagurinn er búinn og gríman er tekin niður er það yfirgnæfandi sorg og myrkur“

Mér finnst ég skyldug til að minna fólk á þetta eftir að ég labbaði framhjá vinkonuhóp og heyrði orðin „Vá, hún er sko öll út í örum á fótunum og höndunum, pældu í því hvað hún er athyglissjúk, ég meina af hverju að skera þig? Það gerir ekkert, hún vill greinilega að fólk horfi á sig.“ Þessi setning gaf mér hroll og það eina sem ég gat hugsað var að það virtust ekki skilja að þær voru að tala um aðra lifandi, andandi mannveru. Það er erfitt að vera til. Já, það er erfitt að upplifa þunga á herðum þínum… Lesa meira

Kynntist eldri strák á netinu og sendi honum nektarmyndir: „Hann sagðist elska mig“

Þetta byrjaði allt í apríl 2013 þegar ég addaði einhverjum gaur frá útlöndum sem ég þekkti ekki neitt. Við byrjuðum að tala saman og svona, ég sagði honum frá mér og mínu lífi og öfugt. Ég sagði þáverandi  nánum vinkonum mínum frá honum og ein þeirra sagði mér að ég ætti ekki að treysta ókunnugum á netinu og bað mig um að hætta að tala við hann. Ég hlustaði ekki og gerði það samt. Stuttu síðar komst ég að því að hann væri heilum sjö árum eldri en ég, hann sagðist elska mig og kallaði mig nöfnum eins og „my… Lesa meira

Svona líta venjulegar konur út naktar: Glæsilegar myndaseríur

Undanfarið hefur borið á ákveðinni sveiflu þekktra kvenna í að neita að sitja fyrir á ljósmyndum nema ekkert verði átt við myndirnar og hið raunverulega útlit þeirra fái að njóta sín. Þá hafa margir fjölmiðlar birt myndaseríur af þekktum konum þar sem þær sitja fyrir án þess að nota andlitsfarða. En til eru ljósmyndarar sem hafa lengi myndað venjulegar konur og birt myndirnar án þess að breyta þeim nokkuð. Einn þeirra er tískuljósmyndarinn Søren Rønholt sem hefur tekist á við ljósmyndaverkefni sem hann nefnir Norrænar konur en hann gaf nýlega út bókina The Nordic Book þar sem eru ljósmyndir af… Lesa meira

Anna Kristín: „Ekki dæma fólk eftir útlitinu“

Ég er lítil, ljóshærð, með stutt hár og heiti Anna Kristín. Ég er vel þybbin ef ég er ekki bara feit. Ég lít út fyrir að vera stelpan sem gæti verið ótrúlega klár, ég er stelpan sem reynir að fá sem mest úr lífinu, gera allt sem ég vil. Fólk hefur komið upp að mér og spurt mig hvernig ég fari að því að vera litla ljóshærða stelpan sem er alltaf brosandi. Fólk kemur til mín með leyndarmál, fólk kemur til mín með hvað sem er og það getur treyst því að hlutirnir fari ekki lengra. Fólk horfir ekki á… Lesa meira

Fæddi andvana stúlkubarn: „Ég grét stanslaust“

Oft þarf að grafa djúpt eftir jákvæðninni: Það má líkja lífi okkar hjóna síðustu tvö árin við hjartalínurit. Hlutirnir hafa annaðhvort verið uppi eða niðri og lítið þar á milli. Fyrir tæpum tveimur árum misstum við 20 vikna fóstur. Ég þurfti að fæða andvana stúlkubarn. Skýringin fékkst strax, naflastrengurinn var vafinn utan um hálsinn á litlu stelpunni okkar. Samt sem áður vildi læknirinn okkar að hún yrði krufin þar sem þetta var í fjórða skipti sem við misstum fóstur.     Við tóku hryllilegir tveir mánuðir í bið. Ég gat lítið farið út og ef ég þurfti að hitta fólk… Lesa meira

Játning: Ég er ekki gagnkynhneigð, hvað ætlar þú að gera í því?  

Ég er ekki gagnkynhneigð og ég er stolt af því. Ég veit hinsvegar ekki hvaða kynhneigð ég er, en hvaða máli skiptir það? Það eru ekki allir gagnkynhneigðir þótt að það virðist einhvern veginn allir alltaf búast við því að maður sé það. Hvers vegna skiptir það máli hvort ég sé gagnkynhneigð, samkynhneigð, tvíkynhneigð eða bara eitthvað allt annað?     Málið er nefnilega að það skiptir engu máli. Við erum öll manneskjur og við eigum öll, rétt á að vera hamingjusöm alveg sama hvort við séum hommi, lesbía, trans, frá Kína eða frá Íslandi. Við eigum öll réttinn þar sem… Lesa meira

Játning: Mitt öskur náði til vina minna og kærasta

Ég var búin að missa alla von um að eignast vini og að eineltið myndi hætta eftir allan þennan tíma. Ég byrjaði í níunda eða tíunda bekk að hanga með fólki sem hafði gengið í gegnum svipaða hluti og ég. Þau dæmdu mig ekki og tóku mér eins og ég var. Mér leið betur með þeim, en á sama tíma var ég ekki beint glöð. Því á hverjum einasta virkum degi átti ég að mæta í skólann, með kvíða í maganum yfir því að ég yrði lamin eða að dótinu mínu yrði stolið eða bara eitthvað annað sem þeim dytti í… Lesa meira

Játning: Vertu heiðarlegur

Ég er orðin svo þreytt á að hitta stráka og þeir eru allir með tölu óheiðarlegir. Hvað er málið með það að geta ekki komið heiðarlega fram? Hér eru nokkur dæmi af karlmönnum sem ég hef hitt, þetta er frá árinu 2010 til dagsins í dag. Í byrjun árs 2010 kynntist ég strák, hann var frábær í alla staði og við smullum strax vel saman. Við hittumst mjög oft, við gerðum allt saman, fórum út að borða, í bíó, partý, hittum vini hvors annars, í sumarbústað, til útlanda, hittumst heima hjá hvort öðru og höfðum það notalegt og hittum börn… Lesa meira

Játning: Hvernig elskar maður sjálfan sig?

Hæ, ég hata mig. Ég er 25 ára stelpa að velta fyrir mér hamingju og hatri frá einkennilegu sjónarhorni. Á uppvaxtarárum mínum fékk ég algjört póstkortauppeldi, heilbrigð kjarnafjölskylda, ást, umhyggja og allt eftir bókinni. Ég hef alltaf átt vini, hef alltaf verið vinsæl í grunnhyggri merkingu þess orðs. Ég hef alltaf þótt falleg og átt mjög blómlegt tilhugalíf, átt upp á pallborðið hjá mikið af sætum og skemmtilegum strákum og meira að segja stelpum líka...     Í óheilbrigðu sambandi við líkama minn Mér hefur alltaf gengið vel í skóla og ég hef alltaf verið mjög virk í félagslífi og… Lesa meira

Játning: Ákall á hjálp

Fyrir rúmum áratug síðan var ég að vinna í fyrirtæki sem bauð upp á prentþjónustu. Við sáum um alls konar prentverkefni bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Það voru ýmis verkefni sem komu upp en eitt verkefni átti eftir að breyta lífi mínu og lífi heillar fjölskyldu sem ég þekki ekki. Þessi dagur var eins og hver annar, það hafði verið mikið að gera en svo kom rólegur tími og aðeins einn viðskiptavinur beið við borðið. Það var ungur maður, hann var snyrtilegur til fara, rólegur og kurteis í framkomu og hafði komið til að fá útprentað eitt eintak af skjali… Lesa meira

Játning: Á hverju ári minnist ég englanna minna

Undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umræðu um missi á meðgöngu. Við erum þónokkrir foreldrar hérna á íslandi sem hafa þurft að upplifa það að missa börnin okkar. Alveg frá fyrstu viku og upp í fulla meðgöngu, jafnvel lítið ungabarn. Ég hræðist ekki þessa umræðu og fólk á ekki að forðast hana eða hundsa. Ég hef verið skráð í stuðningshóp alveg frá byrjun, fyrir 4 árum. Ég hef lesið allskonar sögur um missi og reynt að gera mitt besta til að styðja þau sem bætast í hópinn. Á hverju ári minnist ég englanna minna, þau eiga sinn afmælisdag eins og… Lesa meira