Harpa mundi mæta til Vivienne Westwood í Skotapilsi – RFF 2017

MYRKA er nýja fatamerkið hennar Hörpu Einarsdóttur, listakonu og fatahönnuðar. Hugmyndaheimur Hörpu birtist á skemmtilegan hátt í hönnun hennar og við erum spennt að sjá fötin lifna við á pöllunum á RFF um helgina. Reykjavík Fashion Festival byrjar í kvöld - ennþá er hægt að krækja sér í miða. Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég færi í Skotapilsi við íslenska lopapeysu og ég tæki Tildu Swinton með mér. Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá í fötunum þínum? PJ Harvey Lýstu hönnun þinni í 5 orðum Óræð, óvænt, óvanaleg, óróleg og… Lesa meira

Frumur og geldingar – Pétur Örn fer í herraklippingu – Sjáðu myndbandið

Söngvarinn, húmoristinn og þúsundþjalasmiðurinn Pétur Örn Guðmundsson, eða Pétur Jesú eins og hann er oft kallaður, fór í herraklippingu um daginn. Hann sem sagt lét aftengja sáðrásir sínar til að verða ófrjór. Pétur læðist venjulega ekki með veggjum og það árri heldur ekki við í þessu tilfelli - en hann birti myndband af ferlinu á facebook síðu sinni. Það var góðvinur Péturs, tökumaðurinn Benedikt Anes Nikulás Ketilsson, sem hjálpaði Pétri að vinna myndbandið - eins gott því hann var svæfður í aðgerðinni. Sagan birtist fyrst á geysivinsælu Snapchati Péturs - gramedlan. Ef þið eruð ekki nú þegar fylgjendur ættuð þið… Lesa meira

„Það er erfitt að lýsa hönnun sinni“ – Heiða og Cintamani á RFF 2017

Heiða Birgisdóttir yfirhönnuður hjá Cintamani situr fyrir svörum að þessu sinni í kynningum okkar á þátttakendum í Reykjavík Fashion Festival. RFF hátíðin er stærsti tískuviðburður á Íslandi í ár og verður haldin í Hörpu föstudaginn 24., og laugardaginn 25. mars. Ennþá er hægt að næla sér í miða á þennan glæsilega viðburð. Gefum Heiðu orðið! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég væri örugglega með valkvíða fram á síðustu stundu, en kjóll frá Hildi Yeoman er á óskalistanum og ætli ég mundi ekki nota tækifærið og kaupa mér einn slíkan.… Lesa meira

Draumur Inklaw-pilta um Justin Bieber rættist – RFF 2017

Inklaw Clothing var stofnað 2014 af nokkrum vinum í Reykjavík. Fötin þeirra eru í afslöppuðum götustíl og undir áhrifum hip-hop menningar. Inklaw er eitt merkjanna sem tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival næstu helgi í Hörpunni. Við fengum Guðjón Geir Geirsson, einn aðstandenda Inklaw til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég færi líklegast í svörtum rifnum gallabuxum, oversized svartri skyrtu og leðurjakka. Ég tæki líklegast strákana í Inklaw með mér sú blanda klikkar ekki. Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá… Lesa meira

Glódís tottar hann en fær ekki fullnægingu sjálf – „Samt finnst mér þetta ótrúlega fullnægjandi og heitt“

Kæra Ragnheiður Ég er ekki beint að leita ráða, er frekar bara forvitin og langar að heyra álit þitt. Þannig er mál með vexti að í rúmt ár hef ég átt „vin“. Við kynntumst á Tinder og eftir smá spjall og daður ákváðum við að hittast. Til að gera langa sögu stutta þá varð ekkert úr neinu þegar við hittumst, hann er mjög myndarlegur og sexý en vissi fullvel af því svo ég skellti í lás og vildi ekkert með hann hafa. Svo var ég stundum að sjá hann á djamminu en lét eins og ekkert væri. Seinna sendir hann… Lesa meira

María – „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna. Í tilfelli Maríu Hjálmtýsdóttur á gleymskan rætur í ofbeldissambandi sem varði að hennar sögn í 18 ár. María var 18 ára þegar sambandið hófst. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hlaut íslenskan ríkisborgararétt eftir 5 ára búsetu… Lesa meira

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár... Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“ Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman. „Konan er nýbúin að eignast barn og… Lesa meira

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur – Freyr Eyjólfs tekur okkur í kennslustund í tískustraumum

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur - þetta er meðal þess sem Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður segir að verði í tísku næsta vor en hann lætur tískuvikuna í París ekki fram hjá sér fara. Freyr er búsettur í Frakklandi og stundum má heyra hann flytja fréttir þaðan á Rás 2. Á mánudaginn kynnti hann fyrir hlustendum hvaða tískustraumar verða ríkjandi á árinu. Lestu meira: Götutískan á tískuvikunni í París Við fengum góðfúslegt leyfi hjá útvarpsmanninum/tískulögregluþjóninum til að birta þessa samantekt: Mér er ekkert mannlegt óviðkomandi. Ég fylgist grannt með tískuvikunni í París og tók saman 13 atriði fyrir vorið 2017. Konur! Þetta er… Lesa meira

Magnea hlakkar til að sjá öll litlu atriðin smella – RFF 2017

Magnea Einarsdóttir er fatahönnuðurinn á bak við merkið MAGNEA sem er eitt þeirra sem við fáum að sjá á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu næstu helgi. Magnea hefur vakið athygli fyrir nýstárlega efnishönnun og notkun á íslensku ullinni. Sýning Magneu er í Silfurbergi / Hörpu á föstudagskvöldið kl. 21. Eins og aðrir hönnuðir sem taka þátt í RFF þetta árið er Magnea sjúklega upptekin við að leggja lokahönd á sýninguna sína - við náðum þó að stoppa hana í nokkrar mínútur til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörðu svo vel Magnea! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í… Lesa meira

Ragnheiður – „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni“

Í næstum 26 ár hefur Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir glímt við afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún lenti í grófri líkamsárás og hópnauðgun af hálfu 5 manna. Ári síðar var henni nauðgað af kunningja sínum á Þjóðhátíð í Eyum. Umfjöllun fjölmiðla um bókina Handan fyrirgefningar eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger, hefur vakið upp hugsanir hjá Ragnheiði um fyrirgefninguna, og hvort hún sé viðeigandi í hennar máli. Orð Þórdísar Elvu í Kastljósi gærkvöldsins höfðu að sögn Ragnheiðar djúpstæð áhrif á hana. „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni, er ekki tilbúin að… Lesa meira

Miðaldra konur á stefnumótum og gargandi kynþokki – Rauði sófinn 4. þáttur

Getur verið að Sigrún Jónsdóttir sé kvenna reyndust á íslenskum stefnumótamarkaði? Er fólk hætt að nálgast álitlega bólfélaga á barnum með þykk bjórgleraugu á nefinu? Er eitthvað til í mýtunni um einhleypa karlinn sem er stöðugt að leita að næsta gati til að stinga tippinu sínu inn í? Eru íslenskir karlmenn kurteisir á Tinder? Þessar spurningar eru tæklaðar í Rauða sófanum að þessu sinni, en í síðari hluta þáttarins mættu Hildur Heimisdóttir lýðheilsufræðingur ljósmyndari, og Anna María Moestrup bílaáhugakona og áhugamódel. Miðaldra konur eru meðal þeirra kvenna sem flykkjast í svokallaðar boudoir-myndatökur um þessar mundir. Slíkar myndatökur eru smekklega erótískar… Lesa meira

„Fæ að skapa ákveðinn heim í bland við tónlist og grafík“ – Ýr Þrastardóttir verður á RFF

Ýr Þrastardóttir er konan á bak við tískumerkið Another Creation, en það er eitt þeirra merkja sem tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival 2017 (RFF). Hátíðin er stærsti tískuviðburður ársins hérlendis og verður haldin dagana 24. og 25. mars í Hörpu. Ennþá er hægt að ná sér í miða á hátíðina á vef Hörpu. Við ákváðum að leggja nokkrar spurningar fyrir hönnuðina sem sýna á RFF í ár, og það er Ýr Þrastardóttir, yfirhönnuður Another Creation sem er fyrst í röðinni. Gjörið svo vel, hér kemur Ýr! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur… Lesa meira

„Hafði tekist (með erfiði) að ná að halda mér í 48 kg og mér leið dúndurvel“ – Eva segir að Ágústa Eva eigi að vita betur

Ýmsir hafa stigið fram og tjáð sig um líkamsfordóma eftir að Vísir birti frétt um rimmu Manuelu Óskar Harðardóttur og Ágústu Evu Erlendsdóttur í kjölfar þess að sú fyrrnefnda birti sjálfsmynd af sér á Instagram og sú síðarnefnda sagði henni að fá sér að borða. Ýjaði Ágústa þar að því að Manuela væri mögulega í of litlum holdum en heilbrigt gæti talist. Hér er myndin margumrædda: Hefur sumum þótt Ágústa fara fram úr sér með athugasemdinni og benda á að grannt fólk verði fyrir líkamsfordómum ekki síður en þeir sem eru of feitir. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu… Lesa meira

Ragga Eiríks: Ár liðið frá magabandi – Kíló fokin og orkan komin!

Almáttugur hjálpi mér ítrekað! Það er meira en ár liðið frá því að ég fór í magabandsaðgerð. Í tilefni þess skellti ég í lítið myndband þar sem ég fer yfir þetta lengsta ástarsamband mitt síðari árin. Já, ég elska magabandið ennþá, þó stundum pirri það mig smá. En eru ekki öll sambönd þannig? Ég gef sjálfri mér orðið! https://www.youtube.com/watch?v=DovUsaY9cmU Lesa meira

Kitlandi kabarett í Reykjavík í apríl – Ekki missa af þessu!

Reykjavík Kabarett hefur heldur betur slegið í gegn með sýningum sínum. Sýningarnar eru fullar af húmor, gleði og losta. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í sýningum Reykjavík Kabarett eru Margrét Erla Maack (ein af 13 kynþokkafyllstu konum landsins um þessar mundir), Ragnheiður Maísól, Þórdís Nadia Semichat ásamt fjöldanum öllum af listamönnum, innlendum og erlendum. Síðustu sýningar skörtuðu alþjóðlegum listamönnum, þeim M Dame Cuchifrita, Edie Nightcrawler, og the Luminous Pariah. Allt frábær atriði og hreint með ólíkindum að sjá þessa listamenn troða upp á pínulitlum bar í borg með nýfædda burlesque og kabarettsenu. Núna er aftur von á góðum gestum,… Lesa meira

Limur dagsins – Íslenskur Instagram listamaður minnir á Superbad

Muna lesendur eftir bíómyndinni Superbad? Í henni var ein aðalpersónan Seth, leikin af Jonah Hill, með getnaðarlimi á heilanum og teiknaði þá í tíma og ótíma. Hann gat ekkert að því gert. Í þessu atriði útskýrir Seth þráhyggjuna fyrir vini sínum Evan (leikinn af Michael Cera): https://www.youtube.com/watch?v=P8Xtv9naWUw Við rákumst á athyglisverða Instagram síðu um daginn þar sem viðkomandi virðist vera í svipuðum hugleiðingum. Á síðunni sem heitir @todays_dick , og er haldið úti af íslenskum einstaklingi, eru bara birtar teikningar af tippum. Teikningarnar eru fjölbreyttar og einnig hefur listamaðurinn sett inn athyglisverð myndskeið. Hér eru nokkur dæmi: https://www.instagram.com/p/BQvgmDLDvZK/?taken-by=todays_dick https://www.instagram.com/p/BKa6vtPg-oe/?taken-by=todays_dick https://www.instagram.com/p/BHQihGIhUWb/?taken-by=todays_dick Lesa meira

Salka Sól: „Ég held að hin fullkomna píka sé bara manns eigin“

Staðalmyndir um píkur, sjálfsfróun, uppgerðar fullnægingar og túr, eru meðal þess sem rætt er um í fyrsta myndbandi Völvunnar sem kom út á dögunum. Völvan er verkefni tveggja ungra kvenna Ingu Bjarkar Bjarnadóttur og Ingigerðar Bjarndísar Ágústsdóttur, og því er ætlað að vekja upp vitund og samfélagslega umræðu um píkuna. Í myndbandinu kemur fram fjölbreyttur hópur einstaklinga og ræðir píkuna vítt og breitt. Styrkur frá Reykjavikurborg gerði verkefnið mögulegt, en hægt er að fylgjast með því á Facebook. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=521kS0zIoLE Lesa meira

Helga er fjölkær: „Það sem ég hef lært síðan við opnuðum sambandið“

Við höfum áður fengið að skyggnast inn í líf Helgu, en hún er ósköp venjuleg reykvísk kona, fyrir utan að hún er fjölkær/fjölelskandi (e. polyamorous/poly). Það þýðir að hún á í fleiri en einu ástarsambandi í einu og allir hlutaðeigandi eru meðvitaðir um stöðuna. Lestu meira: Helga er ástfangin – Hvað skyldi manninum hennar finnast um nýja kærastann? Við fengum Helgu (já það er dulnefni) til að taka saman lista um það sem hún hefur lært á þeim fjórum árum sem hafa liðið síðan hún og eiginmaður hennar tóku sameiginlega ákvörðun um að opna sambandið. Gefum Helgu orðið: Að grasið… Lesa meira

Benedikt Heiðar 5 mánaða fær gleraugu – Ótrúlega sætt myndband

Benedikt Heiðar er hraustur og glaður 5 mánaða strákur. Í sex vikna skoðun kom í ljós að hann sá mjög illa og þurfti á gleraugum að halda. „Þetta var mjög greinilegt því hann vildi aldrei horfa á eitthvað sem var nálægt honum, heldur sneri sér undan. Systir hans, sem er tveggja ára, var mjög hissa á því að hann skyldi ekki brosa til hennar heldur víkja sér undan ef hún kom of nálægt,“ segir Telma Ýr Birgisdóttir móðir Benedikts Heiðars í samtali við Bleikt. Fyrir rúmri viku Breyttist lif Benedikts Heiðars og allrar fjölskyldunnar þegar han fékk gleraugun sín. Það… Lesa meira

Konur og líkamshár – Hvað má?

Likamshár eru ekki talin æskileg í okkar heimshluta um þessar mundir. Sér í lagi ekki hjá konum. Við eigum helst að vera grannar og nettar lausar við líkamshár og misfellur á húðinni. „Það er mjög gott fyrir kapítalismann,“ segir ein kvennanna sem kemur fram í athyglisverðu myndbandi sem fjallar einmitt um konur og líkamshár. Í myndbandinu, sem er unnið af Allure og Style like u, fáum við að heyra um samband þriggja kvenna við líkamshár sín. Við erum nefnilega mismunandi og margar konur hafa talsverðan hárvöxt á likamanum á stöðum sem eru menningu okkar ekki þóknanlegir. Gjörið svo vel! https://www.facebook.com/allure/videos/10154854401398607/… Lesa meira

Íslenskar mömmur með samviskubit – „Ég finn stöðugt pressu um að vera fullkomin móðir“

Við sem eigum börn lendum flest í því af og til að fá nagandi foreldrasamviskubit. Við fáum sting í magann yfir því að sækja barnið síðast allra á leikskólann, að gefa því séríós í kvöldmat tvo daga í röð eða að henda sautjándu teikningunni af gíraffa sem það gefur þér þessa vikuna. Nýlega var hópurinn Auðveldar mömmur stofnaður á Facebook, en honum er ætlað að vera vettvangur fyrir mömmur til að kvarta og kveina yfir mömmuhlutverkinu. Eins og allar mömmur vita er það bráðnauðsynlegt. Í hópum gilda nokkrar reglur - þessum tilmælum er til dæmis beint til meðlima: „það er… Lesa meira

Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi – Kafli 2

Sigga Dögg kynfræðingur er í fæðingarorlofi - hún notar tímann vel til sjálfsskoðunar af ýmsu tagi. Hún á það til að skrifa niður ýmsar hugleiðingar - sem eru hreint út sagt sprenghlægilegar. Lestu meira: Játningar Siggu Daggar kynfræðings – „Ég missti allt kúl“ Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi - kafli 2: 1. Ef þú átt skál af heilögu vatni, hvað geriru við vatnið? Ég var svona að spá í að leyfa því að gufa upp og þar með er húsið blessað og vonandi þeir sem þar búa eða kannski setja í spreybrúsa og spreyja á heimilisfólkið og köttinn, svo enginn verði… Lesa meira

Allt á suðupunkti í Svíþjóð vegna úrslita í Eurovision

Sænskir sjónvarpsáhorfendur eru ævareiðir eftir lokakvöld sænsku undankeppni Eurovision en það var á laugardagskvöldið. „Hneyksli!“, „Söguleg kerfisvilla!“, „Hættum að nota dómnefnd!“, er meðal þess sem fólk hefur sagt og skrifað í kjölfar keppninnar. Eurovision er tekið mjög alvarlega í Svíþjóð og skiptir sænsku þjóðina miklu máli og tilfinningarnar eru heitar í þessu máli. Lesa meira

Ólafur á kærustu – Hún er gift öðrum manni – „Upplifði þetta eins og frelsun“

Ólafur er verkamaður (hann heitir reyndar ekki Ólafur). Hann er skeggjaður og grannvaxinn, augun falleg og brosið líka. Við mæltum okkur mót heima hjá honum í nágrenni Reykjavíkur og hann bauð upp á kaffi og kleinur. Stofan er notaleg en eldhúsið í piparsveinalegara lagi. Við komum okkur fyrir í stofunni. Gufan ómar úr útvarpinu inni í eldhúsi og við byrjum að spjalla. Hann byrjar á að segja mér frá kærustunni sem hann kynntist á Tinder. „Hún sagði mér fyrst í síma að hún væri gift. Ég man að það kom svolítið hik á mig, enda er maður alinn upp við… Lesa meira