Kristín Hildur bjó til kerfi til að ráða við kvíðann – „TíuTíu kerfið hjálpaði mér að takast á við allar mínar hindranir og hræðslu“

Kristín Hildur er 26 ára gömul og glímir við kvíða sem hún rekur til taugaáfalls sem hún fékk í desember 2014 vegna mikils álags í vinnu og „að reyna að vera eins og allir vildu að ég væri“, eins og hún orðar það sjálf. Árið var henni einnig erfitt vegna dauðsfalla fólks sem henni þótti vænt um - hún fór í 5 jarðarfarið þetta árið. Kristín Hildur hefur búið til kerfi sem hún notar til að lifa með kvíðanum. Við á Bleikt höfðum samband við hana og fengum leyfi til að birta kerfið hennar, sem hún kallar Tíu Tíu, ásamt frásögn… Lesa meira

Bylgja vill fá Tinnu Alavis til að pródúsera þrítugsafmælið!

Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir gætu vel verið fyndnustu manneskjur landsins. Þær hafa sem betur fer gert sér grein fyrir því og starfa því við uppistand, okkur almúganum til sannrar ánægju. Í kvöld ætla þær að stíga á stokk á Rósenberg og fara með gamanmál. Dagskrána kalla þær Fiskur og franskar.   Við fengum Bylgju og Snjólaugu til að segja okkur frá því sem þær halda mest upp á. Svo mælum við eindregið með nýja matseðlinum á Rósenberg... já og það er búið að færa sviðið, og búa til æðislegan grænan jurtavegg, og mála og snúa gömlu sumarbústaðapanelstemmningunni á hvolf! Húrra… Lesa meira

Óvenjulegar pizzur íslenskra matgæðinga – Hvernig líst þér á skyr, reyktan lax og sellerí?

Pizzur eru í uppáhaldi hjá mörgum, enda má segja að þar sé á ferð réttur sem hægt er að útbúa í óendanlega fjölbreyttum útgáfum. Þegar ég var lítil stelpa smakkaði ég pizzu í fyrsta sinn í sumarfríi í Svíþjóð hjá ættingjum - ég var þá 5 ára (já blaðakonan er svona gömul). Hornið opnaði svo árið 1979, og var þar með brautryðjandi í íslenskri pizzumenningu - en ég man líka eftir því að á Hjarðarhaganum þar sem Dominos er til húsa í dag var hægt að kaupa pizzur. Hvort það var fyrir eða eftir Horn skal ég ekki segja - en… Lesa meira

Íslenskar mömmur opna sig – 1. hluti: „Mamma er konan DAUÐ?“

Börn geta verið dásamlega hreinskilin... stundum kannski aðeins of! Við báðum mömmurnar í facebook-hópnum Auðveldar mömmur, að deila með okkur atvikum þegar börnin hafa komið þeim í vandræði. Svörin létu ekki á sér standa, og eiginlega finnst okkur spurning um að gefa út bók! Við látum það þó liggja milli hluta að sinni og leyfum lesendum í staðinn að njóta nokkurra dásamlegra frásagna um blessuð börnin. Gjörið svo vel! Augnablikið síðustu helgi þegar ég var að skipta á syni mínum eftir lúxusbrunch og sagði við kærasta minn „ok ég veit ekki hvort ég er með kúk á höndunum eða nutella" Ég… Lesa meira

Beta Reynis: „Auðvitað brá mér við að heyra að hún hefði ætlað að sækja byssuna“

„Skjólstæðingar mínir verða oft hissa á því hvað ég spyr mikið og hvað ég gref langt aftur í fortíðina,“ þetta segir Elísabet Reynisdóttir, næringarþerapisti og næringarfræðingur, en hún hefur getið sér gott orð fyrir að hjálpa fólki með ýmiss konar vandamál með breytingum á matarvenjum og næringu. Ein þeirra sem hefur leitað til Betu, eins og hún er alltaf kölluð, er Heiða fjallabóndi - en hún sagði einmitt frá því í bókinni um hana sem kom út fyrir síðustu jól. Heiða hafði barist við mikla vanlíðan og verki. Í bókinni segir Heiða: „Mér var alls staðar illt, ég var alltaf… Lesa meira

Hanna Þóra: Kostir og gallar við fjarnám í háskóla – „Ekki láta neitt stoppa ykkur ef ykkur langar í nám“

Fyrir 4 árum síðan langaði mig að komast í námið sem mig dreymdi um og var að skoða hvað væri í boði hérna á landi. Ég rakst á fjarnámið hjá Háskólanum á Akureyri og hafði heyrt góða hluti af viðskiptadeildinni hjá þeim og vildi geta stundað nám samhliða fjölskyldulífinu. Þá auðvitað reynir maður að muna eftir einhverjum sem hefur verið í náminu og fær aðeins að spyrja út í hvernig þetta sé í raun og veru. Í mínu tilfelli voru tvær konur með mér í bumbuhóp á Facebook sem höfðu verið í náminu og alger snilld að spyrja þær spjörunum… Lesa meira

Eydís Sara: „Þessi maður sagði beint upp í opið geðið á mér að vegna vaxtarlags míns sé ég „auðveldari“ kona“

„Kvöldið byrjar vel og það er ótrúlega gaman hjá okkur. Ég er svona tiltölulega nýbyrjuð að spjalla við strák sem mér lýst vel á og var því ekkert með neina löngun í það að vera með þessum mönnum enda voru þeir báðir 10 árum eldri en ég og ekki fannst mér þeir myndarlegir,“ Þetta segir Eydís Sara er 21 árs stelpa sem lenti í miður skemmtilegum aðstæðum um páskahelgina. Þar varð hún fyrir áreiti og líkamsfordómum af hálfu eldri karlmanns. Eydís Sara og vinkona hennar ákváðu að keyra ásamt tveimur karlmönnum, sem voru kunnugir vinkonunni, á Selfoss. Eydís var edrú… Lesa meira

Finnst þér gaman að senda tippamyndir? Þá er þetta tólið fyrir þig!

Nú geta karlkyns áhugamenn um tippamyndasendingar kannski farið að beina orku sinni annað, því hér er lausnin fundin á því hvernig senda má ítarlegar upplýsingar um getnaðarlimi með lítilli fyrirhöfn. Lausnin kemur frá ungverskum hönnuði, Gyorgy Szucs, sem fannst ástæða til að hjálpa mönnum sem velja að nota tíma sinn í tippamyndatökur og tippamyndasendingar. Síðan heitir Dick Code: Notandi velur þar myndir til að lýsa sem best útliti getnaðarlims síns. Þættir eins og staða forhúðar, lögun, stærð kóngs, ummál og lengd (borið saman við litla kókdós), fráfallshorn standpínu, sýnileiki æða, hárvöxtur og stefna frá miðju - eru meðal atriða sem hægt… Lesa meira

Bryndís Ásmunds – Bláklædd með sódavatn og Amy Winehouse á fóninum

Hvað gerir hluti að okkar uppáhalds... hvers vegna verður einhver matur að uppáhalds, og hvers vegna höldum við meira upp á einn lit en annan? Jú svarið liggur líklega í tilfinningum. Ef við höfum verið sérdeilis heppin eða hitt skemmtilegt fólk þá daga sem við höfum skartað gulum jakkafötum eða kjól, er líklegra að sá litur eignist sess í hjarta okkar. Bragð af mat sem við nutum á góðri stund lífsins er líklegt til að framkalla góðar tilfinningar gegnum taugaboð í heilanum... Og svona pælingum gætum við haldið lengi áram.   Það er alltaf gaman að fá að skyggnast inn… Lesa meira

Tristan litli varð fyrir skelfilegri árás – Arna Bára: „Í algjöru sjokki mætum við upp á spítala“

Dagurinn sem byrjaði með skemmtilegri fjölskylduveislu hjá ömmu og afa, tók heldur betur skelfilega stefnu og fjölskylda Örnu Báru Karlsdóttur endaði á þriggja tíma dvöl á slysaeild. Arna Bára, Heiðar maður hennar, og synirnir Tristan og Ares voru stödd í notalegri veislu með fjölskyldumeðlimum þegar Tristan hlaut alvarleg meiðsl sem þurfti að gera að á slysadeild. Varúð myndir eru ekki fyrir viðkvæma! „Dagurinn í gær byrjaði ótrúlega vel og skemmtilega og fórum við saman í grillveislu til afa og ömmu. Rétt áður en við ætlum að fara heim fer Tristan út með frændsystkinum sínum að leika í garðinum hjá þeim.… Lesa meira

Stjörnuspá Bleikt 9. -22. apríl

Hámark vinnugleðinnar, verður í öllu hjá landanum. Mannkærleikur ríkir. Góðar fréttir, berast af fjármálum. Seigla, hugrekki, eldmóður, þolinmæði, færir landinu lausnir. Yfir landinu okkar góða, er mikil vernd. Óvæntir hlutir eiga eftir að birtast og erfitt verkefni kemur inn og varðar viðskipti, undir niðri er það viðamikið. Samvinna, samræmi, þjónustulund, þarf og verður að fylgja öllum störfum í þágu þjóðar. Við erum á réttri leið og vandamálin leysast. Knús Spakmæli vikunnar: Andi sannleikans og andi frelsisins, það eru undirstöður samfélagsins. Knús Smelltu á þitt stjörnumerki til þess að lesa þína stjörnuspá! Hrúturinn 21. mars til 19. apríl Nautið 20. apríl til 20.… Lesa meira

Pétur Örn (Jesú) sýnir á sér beran rassinn á Snapchat

Hann er kenndur við frelsaran sjálfan, Jesúm, en viðurnefnið er tilkomið vegna hlutverks hans í söngleiknum Jesus Christ Superstar, sem sýndur var í Borgarleikhúsinu árið 1995. Svo sannarlega örlagaríkt, því Pétur Örn Guðmundsson verður líklega þekktur sem Pétur Jesú þar til hann andast á krossinum … já eða einhvern veginn öðruvísi. Pétur er vinsæll snappari, en hann snappar undir nafninu Grameðlan (gramedlan), og birtir þar eitt og annað sem á daga hans drífur. Snapchat er miðill í sókn, en Pétur er líklega eini snapparinn á landinu sem hefur tekið fylgjendur sína með í ófrjósemisaðgerð, eða herraklippingu eins og aðgerðin er… Lesa meira

Þegar Ragga fékk sér permanent!

Frikki Vader vinur minn er að læra hárgreiðslu í Tækniskólanum. Hann er mjög töff náungi og þess vegna treysti ég mér fullkomlega til að bjóða mig fram sem tilraunadýr í permanent þegar hann óskaði eftir því í vikunni. Ég mætti í Tækniskólann sjúklega hress á fimmtudagsmorgni og settist aldeilis óbangin í stólinn hjá Frikka. Svona leit ég út fyrir (já ég svaf smá yfir mig, og nei ég er ekki með maskara): Svo fór allt í gang og ég lagði hreinlega framtíð mína í hendur Frikka. En ég var samt ekki skelkuð nema í smá stund - hann var svo… Lesa meira

„Hundar eru gríðarlega góður felagsskapur“ – Damian Davíð vill bæta aðstæður hundaeigenda á Íslandi

Damian Davíð er mikill áhugamaður um hunda. Það er ekki annað hægt að segja en að hundar séu hans ástríða í lífinu. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn Hundaræktarfélags Íslands. Við ákváðum að heyra aðeins í Damian og forvitnast um áhuga hans á hundum og ástæðuna fyrir því að 22ja ára strákur býður sig fram til stjórnar í HRFÍ. Damian er fæddur og uppalinn í Póllandi en flutti til Íslands þegar hann var 8 ára, eða árið 2004. Hann á heima í Hafnarfirði og vinnur í gæludýrabúðinni My Pet í Firði, auk þess sem hann stundar fjarnám… Lesa meira

Viltu vinna bíómiða fyrir alla fjölskylduna um helgina?

Barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís. Þar eru sýndar ýmsar skemmtilegar og klassískar myndir sem henta börnum og allri fjölskyldunni. Barnakvikmyndahátíðin er alþjóðleg og er nú haldin í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Nú getur þú unnið bíómiða á mynd að eigin… Lesa meira

Lára Björg hefur ekki tíma til að bíða þæg í 500 ár eftir kynjajafnrétti – „Ég sprakk“

„Um dag­inn sló ég gamlar launa­tölur inn í verð­lags­reikni­vél og url­að­ist yfir nið­ur­stöð­un­um. Ástæð­an? Jú, þar fékk ég nefni­lega eft­ir­far­andi stað­fest: Ég var með alveg jafn glötuð laun í öll þessi ár og mig minnti. Skyndi­lega bloss­aði upp ein­hvers konar reiði­kergja sem ég hef burð­ast með í rúm fimmtán ár og ég sprakk.“ Með þessum orðum hefst kraftmikill pistill Láru Bjargar Björnsdóttur, sem birtist á Kjarnanum í dag. Í honum gerir hún að umfjöllunarefni kynbundið misrétti í ýmsum myndum sem konur hafa upplifað síðustu árþúsundin. Um launamisréttið segir hún meðal annars „Og rús­ínan í rembu­end­anum var síðan það að gaur­inn… Lesa meira

Þóra vill breyta staðalímyndum og brjóta niður veggi – „Ég er engin ofurmamma … bara alls ekki“

Þóra Sigurðardóttir er fyrrum umsjónarmaður Stundarinnar okkar, rithöfundur, blaðamaður, útvarps- og sjónvarpskona. Hún hefur jafnframt rekið fjölmarga veitingastaði, búið um allan heim og er bara frekar hress. Þóra á að eigin sögn tvö framúrskarandi börn og hefur ódrepandi áhuga á öllu því sem viðkemur börnum og uppeldi þeirra.   „Upphaflega átti Foreldrahandbókin bara að vera lítið hefti þar sem ég gæti deilt þeim mikla fróðleik sem mér fannst mér hafa áskotnast. Ég sjálf veit ekki neitt og komst fljótlega að því eftir að ég eignaðst barn. Ég hélt að þetta yrði mér í blóð borið en því var svo fjarri.… Lesa meira

Ágústa Kolbrún heldur áfram að heila píkuna

Ágústa Kolbrún Roberts er komin heim eftir nokkurra mánaða dvöl í Guatemala meðal andlegra iðkenda, frumskógardýra, hippa og tantra-meistara. Hún er að sjálfsögðu eins og útsprungið blóm eftir dvölina og uppfull af nýrri visku og hugmyndum. Í þessu myndbandi spjalla Ágústa og Graell, ein af kennurum hennar, um píkur og ýmislegt fleira. Horfið og lærið! https://www.facebook.com/agusta.k.jonsdottir/videos/10158375301575277/ Lesa meira

Magnús Máni fékk óvæntan glaðning frá ókunnugum manni í Bónus!

Magnús Máni 7 ára strákur sem dýrkar Zlatan Ibrahimovic og Hannes Þór Halldórsson. Eins og margir krakkar safnar hann fótboltaspjöldunum sem oft er hægt að næla sér í við kassana í matvöruverslunum. Að sögn Öldu Hrannar Magnúsdóttur, mömmu Magnúsar Mána, er hann góðhjartaður vill allt fyrir alla gera og er tilbúinn til að leysa öll þau mál sem leysa þarf. „Hann gerir allt í sínu valdi til að aðstoða þá sem minna mega sín sem og þá sem eru minni og yngri en hann sjálfur. Hann er litla ofurhetjan mín,“ segir Alda. Í gær var Magnús Máni staddur í Bónus með mömmu… Lesa meira

Guðni: „Ég vil vera í ástarleik með næringunni – alla daga, alltaf“

Hann Guðni Gunnarsson jógakennari hjá Rope-jóga setrinu skrifar oft skemmtilegar hugvekjur um ýmislegt sem varðar líðan okkar og heilsu. Í þessum pistli fjallar hann um næringu og hvernig við getum valið að eiga í ástríku sambandi við það sem við ákveðum að setja ofan í okkur. Gjörið svo vel hér kemur Guðni! HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA, HVENÆR, HVERNIG OG HVERS VEGNA? Uppruni allrar orku er sólarljós, mold og vatn. Horfðu alltaf á matinn fyrir framan þig og veltu því fyrir þér hversu langt hann er frá þessum uppruna sínum; hversu langt hann hefur verið unninn frá móður jörð. Stærsta… Lesa meira

13 hlutir sem þú ættir alls ekki að gera á meðan þú stundar kynlíf

Hegðun, atferli og framkoma í ástarleikjum er lykilatriði ef við ætlum að ná að tengjast bólfélögum okkar á fallegan hátt. Grunnurinn að góðu kynlífi er auðvitað að geta tjáð þarfir sínar og mörk, og á sama tíma að hafa rænu á að hlusta á það sem mótaðilinn þarf og hvar mörk hans liggja. Það eru þó nokkrir hlutir sem ætti ALDREI að gera í rúminu. Hér er listi sem gæti bjargað þér einn daginn frá miklum vandræðagangi og jafnvel tryggt það að ástin haldist í lífi þínu. Gerðu þessa 13 hluti ALDREI í ástarleik: 1. Spila Candy-crush í símanum þínum.… Lesa meira