Bókaáskorun – #26 bækur

Amtsbókasafnið á Akureyri birti á dögunum bókaáskorun á samskiptamiðlinum Facebook: „Jæja rísið úr tungusófunum og slökkvið á Netflix nú er komið að bókaáskorun!  26 bækur á einu ári er það ekki bara fínt nýjársheit? “ Áskorun þessi gengur út að hvetja fólk til að lesa að minnsta kosti 26 bækur á árinu 2018 sem nýlega er gengið í garð. Gefnar eru upp 26 hugmyndir að ýmsum bókum sem hægt er að lesa. Þar má til dæmis nefna þroskasögu, unglingabók, bók sem gerist að sumri, bók sem ögrar og svo framvegis. Með áskoruninni vill Amtsbókasafnið efla bókalestur í samfélaginu. Tungusófinn og Netflix… Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Krabbi

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Krabbann 21. júní - 22. júlí. Krabbi Kæri krabbi – verð að segja þér í byrjun að það er dásamleg spá sem kemur hér í spilunum. Vona svo innilega að þú getir tekið eitthvað af þessu til þín. Byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að einhverjir þættir lífs þín hafi… Lesa meira

Myndband: Hann gaf tveimur konum heiti við altarið

Will Seaton bað ekki aðeins um hönd unnustu sinnar Ashley þegar hann fór á skeljarnar. Hann bað líka systur hennar, Hannah, um að vera besta vinkona hans að eilífu. Hannah er með Downs heilkenni og sykursjúk og hún mun alltaf vera í umsjón Ashley. „Þér datt aldrei í hug að þú þyrftir að giftast tveimur konum í einu, er það?“ sagði Ashley við Will. Will og Hannah skiptust á heitum sem bestu vinir við altarið. Þau stigu líka sinn fyrsta dans sem bestu vinir. https://www.facebook.com/humankindstories/videos/150330142285633/   Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Tvíburar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Tvíburann 21. maí - 20. júní. Tvíburi Byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú hefur verið að takast á við stór verkefni og þurftir að taka til hendinni og koma mörgu í verk. Hefur líklega aldrei þurft eins mikið á skipulagi að halda og vera með aðferðafræðina á hreinu. Hægt en örugglega mun þér… Lesa meira

Myndband: Jamie Dornan býr yfir fleiri hæfileikum en leik og magavöðvum

Það styttist í þriðju og síðustu myndina um Grey, en myndin Fifty Shades Freed verður frumsýnd hér á landi 9. febrúar næstkomandi. Sama dag kemur diskur út með tónlist myndarinnar og viti menn, aðalleikarinn, Jamie Dornan syngur þar eitt lag: Maybe I´m Amazed sem er sérstakt bónuslag. https://www.instagram.com/p/BdsgiuqADRo/ Það kemur kannski einhverjum á óvart að Dornan haldi lagi, en áður en hann hóf leiklistarferilinn þá var hann í hljómsveitinni Sons of Jim. https://www.youtube.com/watch?v=dNBIfii98Uw Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Naut

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Nautið 20. apríl - 20. maí. Naut Kæra naut, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Það hafa orðið miklar breytingar á lífi þínu. Spilið sem þú færð hér heitir Hjólið og er táknmynd orkumikils lífs og rúllar áfram þar sem uppskera og ný tækifæri birtast. Þetta er tímabil þar sem þú hefur komið áætlunum… Lesa meira

Myndband: Mánudagsbit – Syngjandi i tannlæknastólnum

Mörgum finnst ferðir til tannlæknis eitt það versta sem þeir gera, kvíðahnúturinn í maganum magnast eftir því sem styttist í tannlæknatímann og helst myndi maður vilja hverfa ofan í jörðina frekar en setjast í stólinn. En svo áður en maður veit af, er þetta búið, bursta og skola og maður borgar og heldur brosandi út í daginn, með betra og bjartara bit og bros en fyrir tímann. Mánudagsbit, eða Monday Bites, eins og þau heita á frummálinu eru myndbönd sem tannlæknastofa í Norður Karólínu í Bandaríkjunum birtir alla mánudaga á Facebooksíðu sinni. Í þeim „mæma“ starfsmenn hennar og viðskiptavinir við… Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Hrútur

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Hrút 21. mars - 19. apríl. Hrútur Kærir hrútur, byrjum á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú ert búin að taka góðar ákvarðanir og skipið er á leið í höfn. Á meðan þú bíður eftir að það leggist að bryggju getur verið gott fyrir þig að huga að næstu skrefum. Það getur verið gott… Lesa meira

Ekki ákveðinn að fá þér húðflúr? – Prófaðu húðflúrföt í staðinn

Ert þú ein/n af þeim sem hefur velt því fyrir þér að fá þér húðflúr en ert óákveðin/n? Þú ert kannski ein/n af þeim sem á erfitt með að ákveða hvað á að vera í hádegismat og því enn frekar hvaða húðflúr á að prýða líkama þinn það sem eftir er. Ekki hafa áhyggjur, Tattoosweaters gæti verið með svarið fyrir þig. Fyrirtækið framleiðir fatnað sem sækir innblástur til húðflúra. Anna Osmekhina er hönnuðurinn á bak við merkið, „föt eru eins og önnur húð okkar og húðflúr er það besta sem gæti prýtt hana.“ Á hverju ári kemur ný lína með… Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Fiskar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Fiska 19. febrúar - 20. mars. Fiskur Kæri fiskur, byrjum á því að skoða liðið ár. Það hefur reynt á þig varðandi ákveðin samskipti á árinu. Vona svo sannarlega að þú hafir sagt það sem þú þurftir að segja og gert það af öryggi. Þetta voru nefnilega aðstæður sem kölluðu á opin og heiðarleg samskipti. Ef það eru einhver… Lesa meira

Æfingar hafnar á Slá í gegn söngleiknum – Skelltu sér saman í bíó

Æfingar á söngleiknum Slá í gegn eru hafnar í Þjóðleikhúsinu og í húsinu ríkir mikil stemning. Enda er viðfangsefnið einstaklega skemmtilegt: nýr, íslenskur söngleikur, þar sem stór hópur leikara, dansara og sirkuslistamanna skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim, en tónlistin í söngleiknum er sótt í smiðju Stuðmanna. Það er Guðjón Davíð Karlsson, Gói, sem semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og… Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Vatnsberinn

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Vatnsberann 20. janúar - 18. febrúar. Vatnsberi Kæri vatnsberi, byrjum á því að skoða liðið ár. Þú hefur haft áhyggjur af einhverju á fyrri hluta ársins en komist svo að því að áhyggjur þínar voru óþarfar. Þú átt það svolítið til að spila það versta sem gæti mögulega gerst, aftur og aftur í hausnum á þér, þrátt fyrir að… Lesa meira

Ragga nagli: „Það deyja ekki tíu kettlingar þó þú borðir aðeins of lítið“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook er hún með holla lesningu fyrir heilbrigðan lífsstíl: Borða á tveggja tíma fresti, á sautján tíma fresti, á fimmtán tíma fresti. Borða innan níu klukkutíma ramma. Eða áður en sjö tímar eru liðnir. Mænandi á klukkuna allan daginn. Borða einu sinni á dag, þrisvar á dag, sex sinnum á dag. Telja máltíðirnar með appi. Borða kolvetni annan hvern dag. Eða forðast kolvetni alfarið.... eins og pláguna. Sleppa hveiti og sykri. Slafra í staðinn bernes, beikon, smjör og rjóma. Engar mjólkurvörur. Ekkert glútein. Ekkert salt. Brauð með osti og mjólk… Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Steingeitin

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Steingeitina 22. desember - 19. janúar. Steingeit Kæra steingeit, byrjum á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Heilt á litið virðist þú hafa tekið vel á þeim þáttum sem voru að trufla líf þitt. Aðstæður sem ollu þér streitu og áhyggjum eru nú að baki. Ný dögun í sjónmáli með sól á himni þegar… Lesa meira

Svali og fjölskylda koma sér fyrir á Tenerife

Svali Kaldalóns sem síðast sá um morgunþátt Svala og Svavars á K100, ásamt Svavari Erni, er fluttur til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan er núna búin að búa viku í nýju landi og er að koma sér fyrir. Svali heldur úti bloggsíðu þar sem að hann hyggst skrifa inn reglulega fréttir frá Tenerife. Einnig má fylgjast með honum á Snapchat: svalik og Instagram: svalikaldalons   Hola amigos, nú er liðin ein vika frá því að við komum út. Það er svo ótrúlega margt sem hefur flogið í gegnum hausinn á okkur að það hálfa væri nóg. Spenningurinn var mikill þegar við vorum… Lesa meira

Golden Globe 2018 – Three Billboards og Big Little Lies sigurvegarar kvöldsins

Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í 75. skipti í gær. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á Beverly Hilton-hótelinu í Los Angeles. Verðlaun voru veitt í 25 flokkum kvikmynda og sjónvarpsefnis. Kvikmyndin The Shape of Water fékk flestar tilnefningar, sjö talsins. Þar á meðal fyrir besta handrit og bestu leikstjórn. Kvikmyndin The Post fékk sex tilnefningar. Þar á meðal  sem besta myndin í flokki dramatískra kvikmynda og bestu leikstjórn. Þættirnir Big Little Lies fengu flestar tilnefningar hvað sjónvarpsefni varðar, sex talsins. Sigurvegarar kvöldsins eru kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk fjögur verðlaun af sex tilnefndum og sjónvarpsþáttaröðin Big Little Lies sem fékk… Lesa meira

Golden Globe 2018 – Stjörnurnar sameinuðust og mættu svartklæddar

Gold­en Globe verðlaun­in fara nú fram í 75. skipti í Beverly Hills. Hátíðin mark­ar upp­haf verðlaunahátíða kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood og nær það hápunkti þegar Óskarsverðlaunin fara fram í mars. Golden Globes er fyrsta verðlaunahátíðin sem er haldin eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvik­mynda­fram­leiðand­ann Har­vey Wein­stein um kyn­ferðis­lega áreitni og of­beldi. #Met­oo-bylt­ing­in setur svip á hátíðina meðal annars í klæðavali stjarnanna, sem mættu í svörtu til að sýna sam­stöðu með kon­um sem hafa tjáð sig um kyn­ferðis­lega áreitni í kvik­mynda­brans­an­um.     Lesa meira

Besti dagur ever! – Greta Salóme trúlofuð

Greta Salóme, söngkona og fiðluleikari, er stödd í Taílandi í bootcamp/fitness-æfingabúðum næsta mánuðinn. Þangað fór hún ásamt kærasta sínum, Elvari Þóri Karlssyni, og þremur öðrum. Elvar Þór kom Gretu Salóme skemmtilega á óvart í dag, þegar hann bað hana að giftast sér. Það stóð ekki á jákvæðu svari hjá Gretu Salóme. Við óskum Gretu og Elvari innilega til hamingju með trúlofunina. Fylgjast má með Gretu Salóme á snapchat: gretasalome. Lesa meira

Tökustaðir Game of Thrones eru stórfenglegir

Game of Thrones sjónvarpsþættirnir gerðir af HBO eftir bókum George R. R. Martin hafa slegið í gegn um allan heim. Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröðin byrjaði í tökum 23. október 2017 og verður hún sýnd árið 2019. Tökur fyrir fjórar þáttaraðir hafa farið fram hér á landi, fyrir þáttaraðir tvö, þrjú, fjögur og sjö. Tökur fyrir þá síðustu munu einnig fara fram hér, í febrúar og er búist við því að tökurnar standi yfir í nokkra daga. Marie Claire tók saman yfirlit yfir nokkra tökustaði sem eru jafnfallegir í raunveruleikanum og í þáttunum og það kemur ekki á óvart að… Lesa meira

Múrarar gefa út Ökulög

Hljómsveitin Múrarar var að gefa út sína fyrstu pötu sem nefnist Ökulög. Múrarar er nýtt tónlistarsamstarf Gunnars Arnar Egilssonar, Kristins Roach Gunnarssonar og Gunnars Gunnsteinssonar. Múrarar steypa lágstemmda og seigfljótandi tregatekknó með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum. Á Ökulög er umfjöllunarefnið götur, firðir og ástand. Platan, sem inniheldur fjögur lög, byrjar fyrir norðan og keyrt er suður, frá Öxnadal til Reykjavíkur. Ökulög má streyma frítt fram að tónleinkunum, sjá hér. Múrarar mun stíga á svið laugardaginn 6.janúar kl. 20 í Mengi við Óðinsgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Ökulög verður til sölu en hún er gefin út í 13 vínyl… Lesa meira

Meghan vill að móðir hennar leiði hana að altarinu

Heimildir herma að Meghan Markle vilji að móðir hennar, Doria Ragland, leiði hana upp að altarinu, þegar Meghan gengur að eiga Harry Bretaprins í maí. „Þetta væri falleg stund,“ segir heimildarmaður við Us Weekly. Þó að þetta hafi ekki fengist staðfest, þá er ljóst að ef að verður, er það undantekning frá reglunni þegar kemur að brúðkaupum konungsfjölskyldunnar í Bretlandi.  Harry og Meghan eru að breyta til og setja sinn eigin svip á athöfnina, „þó að þau virði hefðir og skoðanir þeirra sem eldri eru, þá er þetta dagurinn þeirra og snýst um hvað þau vilja gera. Það verður örugglega… Lesa meira

Arnar Már Ólafsson er Grindvíkingur ársins 2017

Arnar Már Ólafsson er Grindvíkingur ársins 2017 Arnar hefur vakið athygli margra fyrir dugnað og ósérhlífni í garð samborgara sinna. Um leið og það byrjar að snjóa er Arnar mættur og mokar snjónum frá húsum allra íbúa bæjarins. Aldrei þiggur hann greiðslu fyrir og ef honum er boðin greiðsla svarar hann einfaldlega með bros á vör: „Ég vil bara að fólk njóti þess.“ Arnar Már í viðtali við DV fyrir stuttu. Arnar er sannkallaður göngugarpur og hefur hann sýnt það í verki að góð hreyfing bætir lífsstíl. Fáir hafa sennilega farið jafn oft á Þorbjörn, fjall Grindvíkinga og er Arnar óþreytandi… Lesa meira

Er síminn þinn alltaf batteríslaus – Ertu að hlaða hann rétt?

Viðurkennum það bara: mörg okkar elska snjallsímann okkar, þetta litla undratæki sem heldur utan um allt sem við gerum, ættum að gera og þurfum að muna. Við tökum þetta litla tryllitæki með okkur hvert sem er, hoppum af kæti þegar við fáum „ding“ og sofnum með því á kvöldin (svona þannnig séð). En eins og síminn er skemmtilegur og spennandi, þá er það líka alveg drep þegar hann verður batteríslaus. Samkvæmt Battery University erum við flest að hlaða símann okkar á rangan hátt. Hladdu símann oft og stutt í hvert sinn Flestir hlaða símann sinn yfir nótt, svo hann sé… Lesa meira