Lorde er á forsíðu Vogue – skýtur á þau sem lögðu hana í einelti

Lorde er á forsíðu októberblaðs Vogue í Ástralíu, sem kemur í sölu 25. september næstkomandi. Hún deildi fréttunum á samfélagsmiðla og skaut í leiðinni á fyrrum skólasystkini sín, sem lögðu hana í einelti. „Það er gjörsamlega klikkað að ég sé á forsíðu Vogue, ég sem var kölluð unibrow í skóla. Þessi með samvöxnu augabrúnirnar er á forsíðu Vogue.“ Þetta er í þriðja sinn sem Lorde er á forsíðu Vogue, en hún hefur áður verið á forsíðu Vogue Ástralíu auk þess að hafa verið á forsíðu Teen Vogue. Lesa meira

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest. Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti. „Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“ Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að… Lesa meira

Ellen og Jennifer Lopez bregða á leik

Þáttastýran bráðskemmtilega Ellen DeGeneres brá sér inn í búningsherbergi Jennifer Lopez fyrir sýningu  þeirrar síðarnefndu í Las Vegas. Ellen skellti sér svo auðvitað á sýninguna sjálfa og skemmti sér að því er virðist konunglega. https://www.youtube.com/watch?v=aai7dDBNXBs https://www.youtube.com/watch?v=L1yUCxgOC5o Sýning Jennifer fer fram í Planet Hollywood og var sú fyrsta 20. janúar 2016, 65 sýningar eru búnar af 108 sem voru áætlaðar, en síðasta er áætluð 26. maí 2018.   Lesa meira

Fimm setningar sem við segjum við börnin okkar og af hverju þær eru slæmar

Hvað ertu að kenna börnunum þínum þegar þú ert ekki að reyna að kenna þeim neitt? Í grein sem birtist á Iheartintelligence.com er fjallar um fimm algengar setningar, sem allir foreldrar hafa notað og eru jafnvel að nota reglulega, og af hverju við eigum að hætta að segja þær við börnin okkar. 1. „Þú ert að gera mig brjálaða/n núna.“ Þó að þessi setning eigi oft við rök að styðjast, jafnvel oft á dag, þá eru margir hlutir sem eiga við rök að styðjast og eru sannir, en við segjum samt ekki við börnin okkar. Að segja við barnið þitt… Lesa meira

Lady Gaga frestar Evróputúr vegna veikinda

Lady Gaga hefur frestað Evrópulegg Joanne tónleikaferðalagsins, þar sem hún glímir við mikla líkamlega verki, en söngkonan var nýlega greind með vefjagigt. Söngkonan skrifaði hjartnæm skilaboð á Twitter þar sem hún útskýrði að hún þyrfti tíma til að vinna bug á veikindum sínum. Jafnframt póstaði hún mynd af sér þar sem hún heldur á talnabandi. „Ég hef alltaf verið heiðarleg hvað varðar andleg og líkamleg veikindi mín. Er búin að veramörg ár að reyna að sigrast á þeim. Þetta er flókið og erfitt að útskýra og við erum að reyna að komast að hvað veldur veikindunum.“ „Ég nota orðið „þjáist“… Lesa meira

Glettnir gullmolar af blaðsíðum Séð og Heyrt

Glanstímaritið Séð og Heyrt náði að verða 20 ára í fyrra áður en síðasta tölublað þess kom út í tímaritsformi þann 15. desember síðastliðinn, en blaðið kom fyrst út árið 1996. Fjölmargir ritstjórar og blaðamenn (undirituð þar á meðal) hafa unnið við blaðið, sem enginn kannaðist við að lesa, en allir töluðu um og vildu vera í. Á síðum blaðsins stigu fjölmargir Íslendingar sín fyrstu skref í sviðsljósinu, meðan aðrir, líkt og Fjölnir Þorgeirsson, áttu þar fast pláss um árabil. Á Instagram finnst nú nýr reikningur, sedogheyrtarchives, sem rifjar upp gullmola af blaðsíðum Séð og Heyrt, sumir þeirra ættu kannski að… Lesa meira

Feldu bók í dag og leyfðu öðrum að njóta

Goodreads, aðalsíðan á netinu fyrir bókaunnendur, efnir í dag til „Feldu bókina“ dagsins í tilefni af tíu ára afmæli síðunnar og í samstarfi við The Book Fairies (Bókaálfarnir). Og af hverju ekki að vera með, íslensku bókaunnendur? Við eigum öll okkar uppáhaldsbók, bók sem við mælum með við aðra, bók sem við lesum aftur og aftur, bók sem við lesum fyrir börnin okkar eða réttum þeim til að lesa þegar þau eru orðin eldri. Hvaða félagsskapur er Bókaálfarnir(The Book Fairies)? Honum tilheyra einstaklingar sem fela bækur víðsvegar um heiminn fyrir aðra til að finna, lesa og gefa áfram. Allir geta… Lesa meira

Eiginkona Chester Bennington deilir myndbandi, sem tekið var stuttu áður en hann fyrirfór sér

Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, fyrirfór sér í júlí og skildi fjölskyldu sína og fjölmarga aðdáendur eftir í sárum. Hann var 41 árs þegar hann lést og skildi eftir sig eiginkonu og sex börn. Eftirlifandi eiginkona hans, Talinda Bennington, deildi í gær á Twitter myndbandi sem tekið er 36 klukkustundum fyrir andlát hans, í því sést hann spila með fjölskyldu sinni, hlæja og skemmta sér. Með myndbandinu skrifar Talinda: „Svona leit þunglyndi út gagnvart okkur 36 tímum fyrir andlát hans. Hann elskaði okkur svo heitt og við elskuðum hann.“ https://twitter.com/TalindaB/status/909079832700518402 Talinda segir að tvítið sé það persónulegasta sem hún… Lesa meira

Byrjaðu daginn á kaffishake

Þessi shake gæti verið lausnin fyrir þá sem vilja hollan shake eða smoothie á morgnana, en þurfa líka á kaffibollanum sínum að halda. Grænn hnetusmjörs mokka prótein shake Innihald 1 banani 1-2 bollar spínat (það má líka blanda saman spínati og grænkáli til helminga) 1 teskeið instant kaffi 1-2 teskeiðar hnetusmjör 1 matskeið súkkulaði próteinduft 3-4 ísmolar 1 bolli möndlumjólk Leiðbeiningar Settu öll hráefnin í blandara og blandaðu saman þar til blandan er orðin slétt. Heimild.   Lesa meira

Kjólarnir á rauða dreglinum á Emmy verðlaununum

Það var að vanda mikið um dýrðir í gærkvöldi þegar Emmy verðlaunin voru veitt í 69. sinn í Los Angeles. Stjörnur sjónvarpsþáttanna mættu í sínu fínasta pússi og stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar á rauða dreglinum. Hér er hluti þeirra og að vanda verður valið á milli hverjar voru best klæddar og hverjar voru verst klæddar. Lesa meira

Emmy verðlaunin eru í kvöld

Emmy verðlaunin fara fram í kvöld, í 69. sinn, við hátíðlega athöfn í Microsoft Theater Los Angeles, klukkan 17 að staðartíma, miðnætti að okkar tíma. Stephen Colbert er kynnir og honum til aðstoðar við að afhenda verðlaun í hverjum flokki er fjöldi þekktra einstaklinga. Til að nefna nokkra: Nicole Kidman, Oprah Winfrey, Alec Baldwin, Reese Witherspoon, Lea Michele, Debra Messing, Jason Bateman, Jessica Biel, Anna Faris og Rashida Jones. Sjónvarpsþættirnir Westworld og Saturday Night Live eru með flestar tilnefningar, 22 hvor. Fjölmargir verðlaunaflokkar eru á Emmy, en þessi eru tilnefnd í helstu flokkum: Besta grínsería Veep (HBO) - sigurvegari Atlanta (FX) Black-ish (ABC) Master of… Lesa meira

Karen greindist með hryggskekkju og faldi ástand sitt – stofnaði stuðningshóp fyrir fólk með hryggskekkju

  Karen Helenudóttir er 21 árs og þegar hún var 13 – 14 ára var hún greind með hryggskekkju. Í færslu sem hún birti á Facebook í dag og gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta lýsir hún því hversu mikið feimnismál greiningin sjálf og spelkan sem hún þurfti að vera í í grunnskóla voru. Hún gekk í víðum fötum og stundaði ekki íþróttir til að fela spelkuna og vegna þess að hún vildi ekki að fólk sæi að eitthvað væri að henni. Eftir 13 mánuði með spelkunina kom í ljós að hún hafði ekki gert neitt gagn. Læknir Karenar… Lesa meira

Hún er 16 daga gömul og komin á Instagram

Alexis Olympia Ohanian, Jr., dóttir Serenu Williams og Alexis Ohanian er komin með eigin Instragramreikning.  Alexis fæddist 1. september síðastliðinn og þrátt fyrir að vera bara búin að pósta tveimur myndum á Instagram (eða mamma og pabbi réttara sagt) þá er hún komin með 38 þúsund fylgjendur.   Lesa meira

Sjáðu Taylor Swift verða að uppvakningi

Eins og frægt er orðið þá bregður Tayloe Swift sér meðal annars í gervi uppvaknings í myndbandinu við lagið Look What You Made Me Do og í nýju myndbandi á Youtube má sjá smá innsýn í hvernig gervið var gert. https://www.youtube.com/watch?v=xquGSWBRF3U https://www.youtube.com/watch?v=3tmd-ClpJxA Lesa meira

Netflix útbýr Stranger Things útgáfu af þekktum 80´s plakötum

Önnur sería af Stranger Things kemur á Netflix þann 27. október næstkomandi. Fyrsta serían sló rækilega í gegn, en höfundar hennar, Matt og Ross Duffer, hafa greint frá því í viðtölum að hugmynd þeirra um þættina hefði verið hafnað 15-20 sinnum af fjölmörgum sjónvarpsstöðvum, áður en serían varð loks að veruleika. Netflix hefur hinsvegar þegar gefið grænt ljós á seríu þrjú, eftir frábærar viðtökur fyrstu seríunnar. Til að stytta aðdáendum biðina fram að 27. október, hefur Netflix reglulega sett inn á samfélagsmiðla einhverja gullmola. Á Twitter hafa vikulega birst myndir þar sem hver þáttur í seríu eitt er rifjaður upp… Lesa meira

Brúðurin fær óvænta gjöf

Jeff og Jenna Althoff vissu strax að þeim var ætlað að vera saman. Þau hafa bæði gaman af útiveru, finnst gott að hjálpa öðrum og þau elska dýr. Jenna var búin að biðja Jeff um að fjölga í fjölskyldunni með því að fá hund, en Jeff neitaði í hvert sinn með því að tíminn væri ekki réttur. Í brúðkaupsveislunni þeirra hélt Jeff síðan ræðu, hann byrjaði á því að bjóða alla velkomna og bað svo Jennu um að stíga út á dansgólfið með sér. Það sem gerðist næst fékk Jennu til að fella tár. https://www.youtube.com/watch?v=LfrdQPod_CI Lesa meira

Bale bætir á sig fyrir næsta hlutverk

Bale á Toronto kvikmyndahátíðinni. Christian Bale hefur lagt ýmislegt á sig til að passa sem best í þau hlutverk sem hann hefur leikið. Fyrir hlutverk sitt í The Machinist missti hann yfir 30 kíló og borðaði eitt epli og dós af túnfiski á dag, fyrir American Psycho og Dark Knight myndirnar kom hann sér í toppform og í American Hustle var hann með bumbu. Bale mætti bústinn og sællegur á kvikmyndahátíðina í Toronto, enda búinn að bæta töluvert á sig fyrir hlutverk varaforsetans Dick Cheney í Backseat. Aðspurður um hvernig hann hefði gert það, svaraði Bale brosmildur: „Ég er bara… Lesa meira

„Langbesta lífernið er reglusamt líferni“

Páll Óskar Hjálmtýsson er fyrir löngu orðinn að þjóðareign og er hann einn afkastamesti og uppteknasti tónlistarmaður landsins. Hann stendur í ströngu þessa dagana við að undirbúa risatónleika sem fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugardaginn 16. september. Tónleikar sem eru ævistarf Páls Óskars á tveimur klukkutímum.     Lesa meira

Lethal Bizzle kennir Judi Dench að rappa

Söngvarinn Lethal Bizzle fékk leikkonuna lafði Judi Dench í lið með sér í nýju myndbandi þar sem hann kennir leikkonunni að rappa. En af hverju valdi hann hana? Ástæðan er einföld (fyrir utan að Dench er frábær), en ný fatalína Bizzle heitir Stay Dench og nafnið er hluti af frasa hans „Dench“ sem þýðir mjög gott, frábært, undursamlegt. Og myndbandið er svo sannarlega stórskemmtilegt. https://www.youtube.com/watch?time_continue=206&v=H7ojygIbMYk Lesa meira

Heilsudagbókin mín – við gefum þremur heppnum eintak af bókinni

Athugið: Búið er að draga í leiknum. Anna Ólöf lét hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Sjá viðtal hér. Í samstarfi við Heilsudagbókin mín gefur Bleikt eintak af bókinni. Þrír heppnir einstaklingar fá bók. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur eitt markmið sem þú myndir setja þér í fyrstu vikunni. Við drögum út mánudaginn 18. september næstkomandi kl. 13 og munu vinningshafar fá tilkynningu á Facebook.   Lesa meira

Ekki skilgreina þig eftir fatastærð – tvennar buxur, mismunandi útlit

Mira Hirsch póstaði myndum af sér á Instagram þar sem hún sýnir hversu lítið er að marka fatastærðir. Hún póstar af sér tveimur myndum, hlið við hlið, þar sem hún mátar tvennar buxur í sömu stærð, með mismunandi útliti. Aðrar smellpassa á hana, hinar svo alls ekki. Með myndinni skrifar Hirsch: „Ekki skilgreina þig eftir númeri. Þessar buxur eru nákvæmlega sama stærð. Ég var að leita að buxum og fann þessar, báðar í sömu stærð, en á mismunandi stað í búðinni. Á rauðu buxunum stóð „nýtt snið“ og ekkert á hinum. Báðar eru í minni stærð, aðrar passa mér alls… Lesa meira

Róa 100 km til styrktar Neistanum styrktarfélagi hjartveikra barna

Félagar í Crossfit Reykjavík ætla að róa fyrir gott málefni næsta laugardag og styrkja Neistann Styrktarfélag hjartveikra barna. Byrjað verður snemma, kl. 4.00 og vegalengdin er 100 km. Róðurinn verður siðan kláraður fyrir fullu húsi af fólki eftir sirka 8 – 10 klukkustundir af gleði. Síðastliðinn þriðjudag kíkti Ágúst Guðmundsson í spjall til Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Þeir sem vilja heita á félagana og styrkja gott málefni geta lagt beint inn á félagið: reikningur 0133-26-011755, kennitala 490695-2309. Facebooksíða Neistinn.   Lesa meira