Myndband: Mun þetta lag toppa vinsældir Despacito?

Við sögðum frá því í gær að von væri á nýju lagi frá Fonsi, sem tryllti heimsbyggðina með Despacito fyrr á árinu. Lagið er komið út og syngur Demi Lovato með honum í laginu, sem er sungið bæði á ensku og spænsku. https://www.youtube.com/watch?v=TyHvyGVs42U Lesa meira

Býflugnadrottningin fæðir andvana barn

Emily Mueller, býflugubóndi og þriggja barna móðir í Ohio í Bandaríkjunum vakti gríðarlega athygli í lok sumar þegar hún fagnaði fjórðu meðgöngunni með sérstakri og pínu ógnvænlegri myndatöku. Á myndunum sat hún fyrir ásamt 20 þúsund býflugum. Myndatakan fór þannig fram að Emily hélt  á býflugudrottningunni í hendinni og lagði síðan hendina á magann. „Býflugur elta drottninguna sína.“ Á mánudag birti Mueller hjartnæma stöðufærslu á Facebook þar sem hún sagði frá því að sonur hennar og eiginmanns hennar, Ryan Mueller, hefði fæðst andvana nokkrum dögum fyrir settan fæðingardag. Á mánudag var hún að undirbúa viðburð sem vera átti á þriðjudag og tók… Lesa meira

89 ára gömul amma tekur einstakar og bráðfyndnar ljósmyndir

    Ljósmyndun er áhugamál fyrir unga sem aldna og Kimiko Nishimoto lét háan aldur ekki stoppa sig frá að læra ljósmyndun sem hún uppgötvaði þegar hún var 72 ára. Í dag er hún 89 ára, búin að taka og vinna myndir í 17 ár og þær eru bráðfyndnar. Sonur hennar var að kenna byrjendatíma í ljósmyndun og ákvað hún að skella sér með sem nemandi óafvitandi að með því myndi hún kveikja einskæran áhuga og ástríðu á ljósmyndun. Hún hélt einkasýningu fyrir tíu árum í heimabæ sínum, Kumamoto og fljótlega verða myndir hennar til sýnis í Epson galleríinu í… Lesa meira

Björn Lúkas kominn í úrslit

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson er kominn í úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Hann er búinn að klára fjóra bardaga á fjórum dögum, alla í 1. lotu. Úrslitin fara fram á laugardaginn. MMAfréttir greindu fyrst frá. Björn Lúkas mætti Ástralanum Joseph Luciano í dag í undanúrslitum. Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel. Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu síðar með fallegu júdó… Lesa meira

Fagurkerinn Þórunn Högna snýr aftur á gamlar slóðir

Fagurkerinn Þórunn Högna er komin aftur á gamlar slóðir og er farin að skrifa aftur fyrir tímaritið Hús og Hýbýli. Falleg hönnun og heimili hafa lengi verið hugðarefni Þórunnar, sem hefur lengi hrærst í þessum geira, hún var ein af þáttastjórnendum Innlit Útlit sem sýndur var á Skjá Einum við frábærar undirtektir og hún er eigandi og útgefandi Home Magazine. Þórunn hætti á Hús og Hýbýli árið 2012, en er nú komin aftur í hlutastarfi. „Jólablaðið sem var að koma út er þriðja blaðið sem ég skrifa í að þessu sinni,“ segir Þórunn. „Ég er lausapenni eins og er, en… Lesa meira

Myndband: Fonsi gefur út nýjan smell á morgun

Hann tryllti heimsbyggðina með smellinum Despacito fyrr á árinu og núna ætlar hann að trylla okkur aftur. Á föstudag kemur út nýtt lag með Luis Fonsi og í þetta sinn fær hann Demi Lovato í lið með sér. Í gær birti Fonsi nafn lagsins á Instagram, Echame La Culpa og Lovato birti kitlu af laginu, þar sem hún syngur á spænsku. https://www.instagram.com/p/Bbf2n8whLQb/ https://www.instagram.com/p/Bbf00iQljcI/?taken-by=ddlovato „Ég hef góða tilfinningu fyrir laginu,“ sagði Fonsi í Facetime viðtali á Billboard í vikunni. „Ég fæ bara gæsahúð,“ bætti Lovato við. „Ég er að æfa mig í spænskunni.“ Lagið er tvítyngja, sungið á ensku og spænsku… Lesa meira

The Weeknd kyndir í gömlum glæðum

Það eru um það bil tvær vikur síðan það var gefið út opinberlega að tónlistarparið Selena Gomez og The Weeknd væru hætt saman. Síðan þá er hún búin að kynda upp í gömlum glæðum og farin að deita Justin Bieber aftur og enn einu sinni. En hún virðist ekki sú eina sem kann/getur/vill kynda í gömlum glæðum, The Weeknd er nefnilgea farinn að deita aftur fyrirsætuna Bella Hadid, en einhver papparassinn tók mynd af honum að koma út úr íbúð hennar. Í febrúar síðastliðnum þegar The Weeknd byrjaði að hitta Gomez sagði Hadid í viðtali: „Ég mun alltaf virða hann… Lesa meira

Matur: Lasagnasúpa er málið í kuldanum

Lasagna súpa er girnileg, bragðgóð og seðjandi núna í kuldanum. Innihald: Ítölsk pylsa 3 bollar skorinn laukur 4 maukaðir hvítlauksgeirar 2 matskeiðar oregano ½ matskeið rauðar piparflögur 2 matskeið tómatmauk 1 dós niðurskornir (diced) tómatar 2 stykki lárviðarlauf 6 bollar kjúklingasoð ½ bolli basil salt og pipar Ostablanda: 230 grömm ricotta ostur ½ bolli parmesan ¼ matskeið salt pipar eftir smekk mozzarella Aðferð: 1) Brúnaðu pylsuna í olífuolíu í fimm mínútur. Bættu lauk við og eldaðu áfram í sex mínútur. 2) Bættu hvítlauk, oregano og rauðum piparflögum við, eldaðu í eina mínútu. Bættu tómatmauki við og hrærðu. 3) Bættu niðurskornum… Lesa meira

Ungfrú Venesúela þykir tvífari Kim Kardashian

Nýkrýnd Ungfrú Venesúela, Sthefany Gutiérrez, 18 ára, þykir vera sláandi lík Kim Kardashian og hefur hún verið kölluð „latin Kim Kardashian,“ annar sagði þær vera „100% líkar.“ Þrátt fyrir að vera líkar í útliti eru áhugamál og val á starfsferli alls ekki eins, Gutiérrez leggur stund á lögfræði og segist jafnvel hafa áhuga á ferli í stjórnmálum. En akkúrat núna rennir hún hýru auga til Ungfrú Alheimur kórónunnar. Gutiérrez var krýnd Ungfrú Venesúela þann 9. nóvember síðastliðinn og á Instagram skrifaði hún: „Ég er að lifa drauminn minn. Ég er þakklát þeim sem hafa alltaf stutt mig.“ Og þrátt fyrir… Lesa meira

Tónleikar til styrktar börnum Róhingja

Söngkonurnar Karitas Harpa, Þórunn Antonía, Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur og hljómsveitin Young Karin halda styrktartónleika á Húrra á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir eru til styrktar börnum Rohingja múslima en yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar ofbeldisöldu sem geisað hefur yfir. Nánar má lesa um málefnið hér. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og það kostar aðeins 500 kr. inn og rennur sá peningur óskiptur til styrktar málefninu. Jafnframt er áskorun í gangi en ef 2 milljónir munu safnast fyrir kvöldið þá mun Karitas Harpa stíga á svið og raka af sér augabrúnirnar. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Myndband:Kemur píkuvekjaraklukkan henni á fætur?

Merle á í verulegum vandræðum með að vakna á morgnana. Hún á vekjaraklukku eins og við hin, en er vön að henda henni bara á gólfið. Hún ákvað því að prófa píkuvekjaraklukku. Og skyldi henni hafa tekist að vakna þá? https://www.facebook.com/SOML/videos/1289026677908410/ Lesa meira

Myndband: Jólapakki að hætti Mindy

Leikkonan Mindy Kaling, sem leikur í sjónvarpsþáttunum The Mindy Project, leikur í jólaauglýsingu Tory Burch verslunarkeðjunnar. Myndbandið sem ber heitið A Very Merry Mindy sýnir Mindy þegar hún fær jólapakka sendan frá Tory sjálfri. https://www.youtube.com/watch?v=GtLD3TEn2TQ Lesa meira

„Staðgöngumæðrun erfiðari en meðganga“

Kim Kardashian West á tvær erfiðar meðgöngur að baki þegar hún gekk með börn sín, soninn Saint, sem er að verða tveggja ára, og dótturina North, sem er fjögurra ára, en hún er ekkert hrifnari af því að nýta sér staðgöngumæðrun vegna þriðja barnsins. Raunveruleikastjarnan á von á stúlkubarni með eiginmanninum Kanye West og í viðtali við Entertainment Tonight segir hún að staðgöngumæðrun hafi verið erfiðari leið að taka. „Þetta er allt öðruvísi,“ segir Kim. „Þeir sem halda eða segja að þetta sé auðvelda leiðin að velja hafa svo rangt fyrir sér. Ég held að það sé miklu erfiðara að… Lesa meira

Er þekktasti afturendi heims minnkaður með Photoshop?

Jennifer Lopez og Alex Rodriquez, sem eru eitt af heitari pörum vestanhafs sitja fyrir á forsíðu desemberblaðs Vanity Fair, og í viðtali í blaðinu á myndum teknum af hinum heimsþekkta ljósmyndara Mario Testino. Í viðtalinu opna þau sig um ástina og á einni myndinni sést Rodriquez lyfta kjól Lopez upp, svo afturendi hennar sést vel. Aðdáendur eru þó ekki hrifnir af myndinni og telja að afturendi hennar hafi verið minnkaður með Photoshop.   But why did they photoshop @JLo to have a 12 year olds butt? pic.twitter.com/ZVVMIi2tiC— Savannah (@Tuurkeyy) October 31, 2017 Enginn hefur tjáð sig um athugasemdirnar, hvorki Lopez,… Lesa meira

Fjármagna handteiknuð jólakort með Karolina Fund

Margrét Erla Guðmundsdóttir og Freyja Rut Emilsdóttir eiga fjölskyldufyrirtækið Í tilefni, sem einblínir á að hanna og framleiða kort til að lita, fyrir hvert tilefni. Í tilefni jólanna er fyrsta vörulínan þeirra og er þemað í ár íslenska lopapeysan, en fyrsta upplagið er í fjármögnun hjá Karolina Fund. „Myndirnar eru handteiknaðar, ákaflega fallegar og stílhreinar, þær á eftir að lita og því er hægt að setja sinn brag á myndirnar, eða gefa þau ólituð og leyfa viðtakandanum að lita sjálfum,“ segir Freyja Rut. „Kortin eru líka mjög falleg svarthvít. Hvað er notalegra í jólastressinu en að setjast niður, lita nokkrar… Lesa meira

Friðgeir fagnar Formanni húsfélagsins

  Fyrsta skáldsaga Friðgeirs Einarssonar, Formaður húsfélagsins, er komin út, en Friðgeir hlaut mikið lof fyrir smásagnasafn sitt á síðasta ári: Takk fyrir að láta mig vita. Bókin kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu og var útgáfufögnuður haldinn síðastliðinn föstudag í Mengi Óðinsgötu 2. Myndir: Sigfús Már Pétursson Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Formaður húsfélagsins fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa. „Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn… Lesa meira

Þeir eiga afmæli sama dag og gera allt saman

Ivette Ivens vissi strax þegar hún hitti franskan bulldog sem fæddur er sama dag og sonur hennar að hundurinn yrði að fara með henni heim. Farley varð meðlimur fjölskyldunnar fyrir fimm mánuðum og síðan þá hefur hann fylgt Dilan litla hvert sem er. „Ég er viss um að Dilan heldur að þeir séu sama tegund, þar sem þeir ganga á sama stigi og eru báðir á því stigi að japla á öllu,“ segir Yvette. „Farley er mjög þolinmóður þegar þeir leika saman og reynir að hrjóta ekki þegar þeir taka sér lúr." „Þetta er tenging búin til af ást, hrein og… Lesa meira

Björn Lúkas með öruggan sigur á fyrsta degi

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram um þessar mundir í Barein. Björn Lúkas Haraldsson er eini fulltrúi Íslands á mótinu en hann er kominn áfram í næstu umferð eftir sigur í gær. Björn Lúkas keppir í millivigt en fyrsta umferð mótsins fór fram í gær. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og lenti ekki í neinum teljandi vandræðum. Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og kom sú reynsla vel að notum í dag. Björn kastaði Spánverjanum niður, komst í yfirburðastöðu og kláraði með armlás eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu. MMAFréttir… Lesa meira

Guðni Th. afhjúpar minnisvarða á Hernámssetrinu

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ásamt Hr. Igor Orlov fylkisstjóra Arkhangelsk-fylkis í Rússlandi afhjúpaði þann 1. nóvember síðastliðinn minnisvarða á Hernámssetrinu að Hlöðum. Minnisvarðinn sem ber heitið „Von um frið“ er eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev og er gjöf hans til Hernámssetursins til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðaflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni. Skipalestasiglingar milli Íslands og Norðvestur-Rússlands fóru að verulegu leyti fram milli Arkhangelsk og Hvalfjarðar. Nú um þessar mundir eru liðin 75 ár síðan mannskæðustu átökin áttu sér stað með skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands. Þetta… Lesa meira

Kynlíf samkvæmt stjörnumerkjunum

Það er margt sem stjörnumerkin segja um okkur og þó þau fræði séu ekki algild og fullkomin eru þau alltaf skemmtileg aflestrar. Hér fyrir neðan má lesa um kynlíf stjörnumerkjanna. Sporðdreki (23. október til 21. nóvember) Sporðdrekinn er kynferðislegasta stjörnumerkið. Hann heldur haldið áfram og áfram. Hann er mjög ákafur og mjög líkamlegur og kynlíf með honum er reynsla sem þú gleymir ekki svo glatt. Kynörvunarsvæði Sporðdrekans eru kynfærin. Öll merkin örvast þar, en Sporðdrekinn þarf aðeins létta snertingu til að komast í stuð. Njóttu ferðarinnar! Bogmaður (22. nóvember til 21. desember) Bogmenn eru ævintýragjarnir og spennandi, kynlíf á ströndinni eða… Lesa meira

Þjóðin heillaðist af húnvetnskum karlakór

Það voru karlar úr Húnavatnssýslu sem komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi í keppninni Kórar Íslands sem farið hefur fram í vetur á Stöð 2. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps bar þar sigurorð af 19 öðrum kórum og eru strákarnir að vonum hæstánægðir með sigurinn, en í upphafi voru þeir yfirhöfuð svartsýnir um að ná að geta verið með. „Celeb,“ svarar Höskuldur Birkir Erlingsson formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og skellihlær þegar Bleikt.is hafði samband við hann í dag og spurði hvernig honum liði með sigurinn. „Við erum í skýjunum. Þegar við ákváðum að taka þátt þá vorum í basli með að dekka þetta, við… Lesa meira

Brúður fer með brúðkaupsheit til fyrrverandi konu brúðgumans

Katie Musser og Jeremy Wade sem búsett eru í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum giftu sig nýlega. Sonur Wade frá fyrra hjónabandi, Landon, tók þátt í stóra deginum og það sem var sérstakt við brúðkaupið var að móðir hans Casey var líka stór hluti af deginum. Þegar parið fór með brúðkaupsheitin þá tók brúðurin sér tíma til að fara með heit til stjúpsonar síns, Landon og móður hans, Casey. „Fyrst þá langar mig að þakka þér fyrir að taka mér sem vini og leyfa mér að vera hluti af lífi Landon,“ sagði hún við Casey. „Ég heiti því að vera syni þínum… Lesa meira

Myndband: Er þetta besta bílaauglýsing allra tíma?

Það getur verið bölvað vesen að selja 21 árs gamlan bíl en ef þú ert skapandi þá er það mun minna mál. Max Lanman leikstjóri og höfundur sem búsettur er í Los Angelses gerði skemmtilega og hugmyndaríka auglýsingu til að auglýsa bíl kærustu sinnar, Honda Accord árgerð 1996, til sölu og hefur auglýsingin vakið mikla athygli. Fimm dögum eftir að bílinn, sem gengur undir gælunafninu „Greenie“, fór í sölu var hæsta boð komið í 150 þúsund dollara og myndbandið var komið með 4 milljón áhorf. Ebay uppboðinu var hins vegar lokað vegna „óvenjulegra uppboðshreyfinga.“ Greinilegt var að einhver starfsmaður Ebay… Lesa meira