Frægðarhórulandið Ísland

Að búa í landi þar sem að höfðatala landans summar eina stórborg í nágrannalöndum okkar er hugsanlega það skondnasta sem til er. Fáir eru að berjast um bitann á frægðinni eða bara í grófum dráttum öllu. Allir eru að “finna upp hjólið” og ég veit ekki hvað það eru margar “lífstílsvefsíður” til á netheimum á Íslandi núna, ég hætti að nenna að telja eftir tíu síður…… Ef eitthvað kemur uppá hjá þessum svokölluðu lífstílsíðum þá er maður ekki lengi að komast að því hvers vegna, því jú við erum bara svo fáránlega fá hér á landi og það er alltaf… Lesa meira

„Þið eruð nú alltaf í fríi“

Ég vinn sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég hef umsjón með 3. bekk, nítján nemendum svo ég sé nú nákvæm. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fylgja þessum hóp síðasliðin þrjú ár og er ég farin að þekkja vel inn á þau og þau á mig sömuleiðis. Við skynjum þegar okkur líður illa eða þegar við erum í stuði, ræðum öll heimsins vandamál og líka ýmislegt og margt ómerkilegt sem gerir starfið óendanlega skemmtilegt og fjölbreytt. Mér þykir líka mjög vænt um þessa einstaklinga og er ég oft meira með þeim en mínum eigin börnum. Umræðan um kennarastarfið í samfélaginu… Lesa meira

Góð ráð fyrir verslunarferð til Glasgow

Ég hef verið ötull talsmaður fyrir verslunarferðum til USA nánar tiltekið Minneapolis. En ég get sagt ykkur það að mér hefur svo sannarlega snúist hugur og ég mæli hiklaust með því að fólk skelli sér ekki seinna en núna til Glasgow þar sem að að pundið er fáránlega hagstætt. Svo ekki sé minnst á að það tekur aðeins tvo tíma að fljúga þangað! Glasgow er dásamleg því það er allt í göngufæri og þú ert ekki lengi að labba á milli staða (ok á milli búða). Við vorum á hóteli sem heitir Premier Inn og ég verð að segja að… Lesa meira

MíNí- hönnun með fræðslugildi verða á Barnamarkaði netverslanna

Það kannast eflaust einhverjir við veggspjöldin frá MíNí en mágkonurnar Alexandra og Sigrún Eir ákváðu að nýta menntun sína og gera eitthvað skemmtilegt og skapandi saman. Alexandra er með BS í viðskiptafræði og MS í markaðsfræði og Sigrún Eir stundar nám í grafískri hönnun. Fyrir um ári síðan ákváðu þær að gefa út veggspjöld með dýrum og stöfum en veggspjöldin heita Dýrin okkar og Stafurinn minn. Markmið MíNí er að allt sem kemur frá þeim hafi ákveðið fræslugildi ásamt því að vera fallegt í barnaherbergjum. Alexandra og Sigrún Eir segja að móttökurnar hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum og… Lesa meira

Ef ég er mjó, er ég þá falleg?

Mikið hefur verið talað um hver skilgreiningin á því að vera feitur sé, sérstaklega eftir að ung og glæsileg stúlka ákvað að hætta þátttöku sinni í fegurðarsamkeppni, sem jú ýtir vissulega undir útlitsdýrkun. Sjálf hef ég tekið í slíkri keppni en þó var það aðeins lítil keppni hér “úti á landi” og ég man það sjálf hvað var sagt við mig enn þann dag í dag þegar ég tók þátt en ég var ekki á góðum stað í mínu lífi þegar ég ákvað að taka þátt, var að leita að viðurkenningu á kolröngum stað. Ég skrifaði pistil á bloggið mitt… Lesa meira

Ó elsku litla Ísland

Drama, já það hefur heldur betur verið drama undanfarnar vikur eða svo á samfélagsmiðlum hér á okkar litla Íslandi. Ég skrifaði einmitt um það um daginn að snapparar stæðu í ströngu að gefa fólki góð þrifráð og að ýmislegt sem þeir væru að mæla með væri hreinlega uppselt. Hlutirnir urðu snögglega ansi alvarlegir og það urðu einhver orðaskipti á milli manna en ég held að öldurnar séu farnar að lægja eitthvað núna sem er gott. Ég hélt í sakleysi mínu að það væru bara allir að reyna að gera sitt allra besta þegar kemur að því að segja frá einhverju… Lesa meira

„Af því að það er í tísku að þrífa“

Þessa fleygu setningu heyrði ég um daginn og varð eiginlega orðlaus. Hvers vegna er í tísku að þrífa og hafa fínt í kringum sig? Svarið er Snapchat. Margir snapparar keppast um það að mæla með einhverju og segja frá og sýna hinum ýmsu  ráðum og trixum til þess að þrífa heimilið og gera fínt. Vá hugsaði ég bara, þarf virkilega einhver á Snapchat að segja manni að þrífa til þess að það detti í tísku? Ég hélt að það væri bara fullkomlega eðlilegt að þrífa heimilið sitt ásamt þvottinum og hafa fínt í kringum sig. Reyndar er lítið að marka… Lesa meira

Lífið í símanum

Það hafa verið skrifaðir margir pistlar, greinar og jafnvel gerðar rannsóknir á því hvernig við högum okkur á samfélagsmiðlum. Mér fannst meira að segja Snapchat svo áhugavert að ég ákvað að skrifa BA ritgerðina mína um Snapchat og reyna að skoða hvernig einstaklingurinn birtist manni eða hvernig lífið er á bakvið símann. Þegar maður opnar Facebook þá er aragrúi af myndum af fólki að njóta, gleðjast, í útlöndum, á fótboltaleikjum, í brúðkaupi, afmæli, á djamminu og svo lengi mætti telja. Þetta á við alla miðlana. Snapchat, Facebook og Instagram bera hæst hér á landi að ég tel en Twitter er… Lesa meira

Út fyrir endimörk alheimsins

Foreldri. Foreldrahlutverkið. Það er alveg magnað hvað fylgir því að sinna þessu hlutverki. Þetta er hlutverk sem ég ákvað sjálf (ásamt manninum mínum) að ég/við værum nógu hæf og þroskuð til að takast á við á sínum tíma þrátt fyrir að hafa ekki minnstu hugmynd um það út í hvað við vorum að fara. Þetta hlutverk gefur ótrúlega mikið af sér oftast nær en það er einnig þannig að maður efar það stundum hvort maður hefði átt að taka það sér fyrir hendur. Stundum hugsa ég bara, Er ég að gera þetta rétt eða? Það fylgir jú víst engin handbók… Lesa meira

Karma

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að fólki finnist eitthvað varið í mig, er ég fýsilegur kostur í samstarfsmanni, starfskrafti, vinkonu eða annað og stundum hef ég velt því fyrir mér að gera eitthvað krefjandi eða sem krefst þess að ég stökkvi í djúpu laugina en hætti síðan snarlega við því ég hef einfaldlega ekki haft trú á því að ég sé sú sem geti tæklað ákveðið verkefni almennilega. Þetta var þá en nú eru aðrir tímar. Í sumar fór ég á sjálfsstyrkingarnámskeið þar sem að ég átti að leysa hin ýmsu verkefni, hlusta og spá svolítið í… Lesa meira