Fyrsta trans-ballerínan sem er fyrrum rallý ökumaður

Flestir sjá fyrir sér þvengmjóar, hvítar konur með örsmáar mjaðmir sem hið klassíska útlit ballerínunnar. Kona nokkur í Englandi hefur núna breytt þessari staðalímynd fyrir fullt og allt með því að vera fyrsta trans ballerínan sem hefur staðist próf konunglega balletskólans. Samkvæmt Metro byrjaði Sophie Rebecca í breytingaferli sínu fyrir tveimur árum síðan þegar hún var þrjátíu og fimm ára gömul og hefur síðan verið transkona opinberlega. Hún nýtur þess að fylgja draumum sínum með dansinum og vonast hún til þess að veita öðru fólki innblástur til þess að fylgja draumum sínum þrátt fyrir aldur. Áður en Sophie byrjaði ferli sitt keyrði hún rallýbíla og og fór reglulega á skotveiðar en hún naut sín… Lesa meira

Trúlofunarmyndin sagði mun meira en þau höfðu ætlað sér

Trúlofun er mikið fagnaðarerindi og margir velja að skella mynd inn á samfélagsmiðla til að segja fjölskyldu og vinum stóru fréttirnar. Þetta par gleymdi þó að taka til fyrir myndatökuna og því sagði trúlofunarmyndin töluvert meira en þau höfðu ætlað sér. Hamingjuóskum rigndi yfir Miröndu Levy og unnusta hennar, en litli kassinn í horninu á myndinni var ekki lengi að stela senunni. Í fyrstu botnaði hún ekkert í því sem fólk var að segja. Að lokum neyddist hún til að tilkynna enn stærri fréttir. „Sæl öll, við eigum líka von á barni.“ Það var því enginn skortur á gleðifréttum frá þeim… Lesa meira

Avókadó súkkulaðimús

Þessi girnilega uppskrift kemur frá Helgu Gabríelu og birtist fyrst á vefnum hennar. Við á Bleikt erum að spá í að skella í holla og góða súkkulaðimús og gæða okkur á yfir Rauða sófanum í kvöld! Avókadó súkkulaðimús 2 avókadó, afhýdd og steinhreinsuð 5 msk kókóduft 1 banani, vel þroskaðir 2 msk dökkt möndlusmjör 3 msk hlynsíróp 1 msk vanilluduft eða dropar + nokkrar sjávarsaltflögur Settu allt í blandara og blandað vel saman þangað til áferðin er orðin silkimjúk. Settu músína í falleg glös og láttu standa í kæli um 1/2 klst áður en hún er borin fram. Skreyttu hana með jarðaberjum… Lesa meira

Lögreglan leitar enn að Birnu Brjánsdóttur 20 ára

Enn hefur ekkert spurst til Birnu Brjánsdóttur sem lögreglan auglýsti eftir í gær. Síðast er vitað um ferðir birnu í miðborg Reykjavíkur um kl.05 aðfaranótt laugardags. Birna er tvítug, fædd árið 1996.  Líkt og við sögðum frá í gær er hún 170 sentímetrar að hæð, um það bil 70 kíló og með sítt rauðleitt hár. Birna var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljósgráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in skó á föstudaginn þegar hún sást síðast. Fjölskylda og vinir hafa leitað hennar síðan í gær. Lesa meira

Konum blæðir í Mosul, systur okkar sárvantar neyðaraðstoð og þú getur hjálpað! – Myndband

Yfir 600 þúsund konur og stelpur hafa orðið fyrir barðinu á átökunum í Mosul og nágrenni. Þær sárvantar neyðaraðstoð og þeim fer fjölgandi með hverjum deginum. Konur í Mosul og nærliggjandi svæðum hafa verið innilokaðar og einangraðar síðastliðin tvö ár eftir að vígasveitir sem kenna sig við íslamskt ríki náðu borginni á sitt vald. Þær hafa þurft að þola gróft ofbeldi, verið teknar sem gíslar og kynlífsþrælar og giftar hermönnum vígasveitanna en margar hafa horfið sporlaust. Þær skortir mat og aðrar nauðsynjavörur og flýja nú borgina. Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að ástandið sé hræðilegt, sérstaklega… Lesa meira

Lindex byrjar með vildar- og fríðindaklúbb – Skilaðu notuðum flíkum og fáðu inneign í staðinn

Í tilefni þess að í dag eru 5 ár liðin frá því að Lindex opnaði á Íslandi kynnir fyrirtækið nýjung fyrir viðskiptavini sína, vildar-og fríðindaklúbbinn More at Lindex.  Hluti af fríðindunum sem kortið veitir er að í fyrsta sinn geta viðskiptavinir Lindex skilað notuðum Lindex fatnaði og fengið inneign í staðinn.  Verkefnið er ætlað að hvetja til endurnýtingar og er unnið í samvinnu við Rauða kross Íslands. Sem meðlimir í klúbbnum munu viðskiptavinir, til viðbótar við það sem að ofan greinir, njóta fjölmargra fríðinda en þeir safna punktum í hvert sinn sem þeir versla. Fréttabréf, frábær tilboð og boð á… Lesa meira

Einfalt og barnvænt hrekkjavökugotterí

Blaka lætur fá tækifæri til baksturs fram hjá sér fara. Hér er sniðug hrekkjavökuveisla sem hún hefur snarað fram úr erminni: Nú er Hrekkjavakan á næsta leiti og margir sem ég þekki sem halda upp á þá hátíð. Vinkona mín ein sendi mér skilaboð í gær og bað vinsamlegast um hjálp við veitingar í Hrekkjavökuteiti sem hún stendur fyrir. Ég tók þeirri áskorun að sjálfsögðu enda fæ ég smá feber þegar fólk biður mig um að gera eitthvað sérstakt og finn kappsemina taka öll völd. Þannig að ég hlóð í fjórar týpur af gotteríi fyrir Hrekkjavökuteitið. Allt er þetta ofureinfalt… Lesa meira

Bananaostakaka sem kemur á óvart

Ég elska vanillubúðing. Og ég elska ostakökur. En hvað myndi gerast ef ég myndi blanda þessu tvennu saman? Jú, það gerðist nefnilega eitthvað stórkostlegt í eldhúsi Blöku. Þið bara verðið að prófa þessa ofureinföldu ostaköku! Og ef þið eruð enn að kaupa pakkabúðing út í búð þá mæli ég hiklaust með að þið búið til ykkar eigin búðing. Það er fáránlega einfalt og búðingurinn er bara miklu betri – hvort sem hann er borinn fram heitur eða kaldur. Ég lofa! Þessa köku verðið þið að prófa. Hún mun breyta lífi ykkar til hins betra. Hráefni Botn 1 2/3bolli mulið vanillukex(ekkert… Lesa meira

5 algengustu hlutirnir sem fólk sér eftir á dánarbeðinu

Hjúkrunarfræðingurinn Bronnie Ware starfaði lengi á líknardeild á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hefur hún gefið út bók sem nefnist he Top Five Regrets of The Dying þar sem hún fjallar um 5 algengustu hlutina sem fólk sér eftir á dánarbeðinu. Hér fyrir neðan má lesa valda hluta úr bókinni ein og þeir birtast á vefsíðunni Thinking Humanity. Ég vildi að ég hefði gert mig hamingjusamari „Þetta er mjög algengt. Margir átta sig ekki á fyrr en það er orðið of seint að hamingjan er val. Þetta fólk var búið að hjakka í sama farinu allt sitt líf. Það hafði valið… Lesa meira

Kim Kardashian og Kanye West eru á Íslandi

Hjón­in Kim Kar­dashi­an og Kanye West ásamt Kourtney Kardashian og lífvörðum lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli nú fyr­ir skömmu í vél Icelandair frá New York. Morgunblaðið greinir fá þessu. Heimildir herma að þau hafi ferðast á Saga Class og verði á Íslandi til 20.apríl. Samkvæmt Snapchat skilaboðum Kourtney munu þau slaka á fyrri hluta dagsins. Mun tilgangur ferðarinnar vera upptaka á tónlistarmyndbandi Kanye við lag af nýju plötunni The Life of Pablo og samkvæmt heimildum Vísis verður myndbandið tekið upp á landsbyggðinni. Er þetta í annað skiptið sem Kanye heimsækir okkur, hafa Íslendingar nú þegar tekið að birta myndir af sér með… Lesa meira

14 lexíur frá 14 fyrstu stefnumótum á einum mánuði

„Febrúarmánuður hófst með ástarsorg þegar gæinn sem ég hafði verið að tala við hálfa árið á undan flutti úr landi.“ Þannig hefst frásögn Jen Glantz sem hún birti á veftímaritinu Elite Daily. Í stað þess að vera einmana ákvað hún að prófa að segja já við öllum þeim stefnumótum sem henni bauðst ásamt því að hitta karlmenn í gengum stefnumótaforrit. Útkoman varð 14 fyrstu stefnumót á einum mánuði og ákvað hún að deila þeirri lexíu með okkur hinum. Ekki taka hlutunum persónulega „Stundum þegar ég fór á stefnumót með gaur þá endaði það með því að við töluðum saman og… Lesa meira

Katie mætti með mömmu og pabba á rauða dregilinn

Leikkonan og nú leikstjórinn Katie Holmes mætti mömmu sína og pabba á rauða dregilinn í New York á frumsýningu All We Had. Myndin er sú fyrsta sem Katie leikstýrir og sögðu þau Kathleen Holmes og Martin Holmes að þau væru mjög stolt af dótturinni. Katie leikur einnig aðalhlutverkið í myndinni sem byggð er á bók Annie Weatherwax og fjallar um móður sem reynir búa til nýtt líf fyrir sig og dóttur sína í smábæ í Bandaríkjunum. Í samtali við Hollywood Reporter í gær sagði Katie það hafa verið mikla áskorun að fara bakvið myndavélina: „Þetta var mikil áskorun – í… Lesa meira

Bono vill nota grín í baráttunni við ISIS: Til þess höfum við Amy Schumer, Chris Rock og Sacha Baron Cohen

Mannréttindabaráttumaðurinn og U2-söngvarinn Bono vill að bandaríska ríkisstjórnin leiti til heimsþekkra grínista í baráttunni við hryðjuverkasamtökin ISIS. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Í vitnisburði fyrir bandaríska þingið krafðist Bono að gripið væri til hertra aðgerða gegn hryðjuverkastarfsemi og til að leysa flóttamannavandann. „Þegar við notum ofbeldi þá erum við að tala mál sem þeir skilja. En þegar við hlæjum að þeim þegar þeir fara í gæsagöngu niður götuna þá eru þeir varnarlausir,“ sagði Bono. „Það sem ég hvet bandaríska þingið til að gera er að nota Amy Schumer, Chris Rock og Sacha Baron Cohen þakka ykkur kærlega fyrir.“ Formaður þingnefndarinnar,… Lesa meira

Sylvía Erla gefur út myndband við Gone: „Við eigum öll allt það besta skilið“

Sylvía Erla Melsted hefur sent frá sér myndband við lagið Gone en það hefur fengið mjög góðar móttökur.  Saga Sigurðardóttir leikstýrði myndbandinu og Stella Rósenkranz var danshöfundur. Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun Sylvíu Erlu í myndbandinu. Sylvíu Erlu þykir mjög vænt um texta lagsins. Á Facebook skrifaði Sylvía Erla um lagið sitt: "Eins og ég hef oft sagt þá eigum við öll allt það besta skilið. Það á engin skilið að verða fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi í sambandi. En það er mjög létt þegar maður lendir í svoleiðis stöðu að lenda undir gerandanum, en reynum að hugsa um… Lesa meira

Svona lagar þú brotna nögl án þess að stytta hana

Þær sem leyfa nöglunum að vaxa aðeins fram kannast flestar við að nögl brotni. Ef að þú færð sprungu í nögl eða hún rifnar örlítið eða brotnar inn í hana er hægt að laga það án þess að stytta nöglina alveg. Essie Weingarten stofnandi essie merkisins sagði eitt sinn í viðtali að besta ráðið til þess að laga svona væri að nota tepoka. Klipptu renning ofan af ónotuðum tepoka, annaðhvort stóran þannig að hann geti farið yfir alla nöglina eða lítinn sem fer vel yfir svæðið þar sem nöglin brotnaði. Settu naglalím á pappírinn og leggðu á nöglina. Ef pappírinn… Lesa meira

Íris: „Það hvernig ég mála mig eða mála mig ekki segir þér ekkert um mig“

"Ég er 36 ára gömul og lít frekar unglega út. Ég hef oft fengið léleg komment þar sem samkvinnur mínar leyfa sér að segja miður góða hluti vegna þess að þær halda að ég sé yngri en ég er. Það er lélegt og engin afsökun að sýna yngri konum minni virðingu eingöngu vegna þess að þær eru ungar," skrifaði Íris Pauls í pistli sem hún birti á Facebook. Íris segir að það sé ljótur siður að setja út á útlit fólks eða gera lítið úr stíl annarra en því miður geri það margir.  "Andlitið á mér segir ekki hvað ég veit.… Lesa meira

Ryan Gosling og Eva Mendez eiga von á öðru barni

Leikararnir Ryan Gosling og Eva Mendez eru ekki mikið að troða sér í sviðsljósið þegar þau eru ekki að kynna bíómyndir eða önnur verkefni. Ryan og Eva eignuðust dóttur fyrir 17 mánuðum sem fékk nafnið Esmeralda og þau hafa aldrei deilt myndum af henni á samfélagsmiðlum eða í tímariti eins og algengt er að stjörnupör geri . Nú er annað barn á leiðinni samkvæmt heimildum US Weekly. Það birtist ný mynd af leikkonunni á vef Daily Mail í gær en þar er hún með stóra tösku fyrir maganum. Lesa meira

Verður Cruz Beckham næsti Justin Bieber?

Victoria Beckham birti myndband af syni sínum Cruz að syngja í gær á Instagram og er drengurinn með ótrúlega fallega rödd. Margir Instagram notendur líkja Cruz við ungan Justin Bieber og spá því að hann eigi eftir að reyna fyrir sér sem söngvari.  Cruz er yngsti sonur David og Victoriu en í myndbandinu má heyra hann syngja lagið Hope sem Twista og Fait Evan gerðu frægt árið 2004.  Miðað við viðbrögð fólks við þessu myndbandi gæti hann átt möguleika á að feta í Spice Girls fótspor móður sinnar einn daginn. https://www.instagram.com/p/BEKe0KaFiER/ Lesa meira

Sannleikurinn um „baby-gulrætur“

Það eru vissar líkur á því að þú hafir innbyrt eintóma lygi allt þitt líf. Svokallaðar baby-gulrætur hafa lengi þótt prýðilegt hollustu nasl, enda í þægilegri bitastærð, og einstaklega girnilegar á að líta. En hvað er frábrugðið með baby-gulrótum og hefðbundnum gulrótum? Nákvæmlega ekki neitt. Áður en þær rata í verslanir eru þetta ósköp venjulegar gulrætur sem þykja annars ljótar eða skrýtnar í laginu. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá dæmi um gulrætur sem ekki þykja nógu fínar til að selja: „Ljótu“ gulræturnar eru skornar niður í minni bita, slípaðar, og pakkað í plast til að selja úti í… Lesa meira

Var með andlit fyrrverandi húðflúrað á sig: Sjáðu hvernig hann breytti því

Reglan segir að þú eigir aldrei að láta húðflúra á þig nafn eða andlit annarrar manneskju nema viðkomandi sé blóðskyldur þér eða látinn ástvinur. Fjöldi fólks hefur hunsað þessa reglu og setið uppi með minnismerki um fyrrverandi elskhuga á líkamanum. En sumir hugsa í lausnum frekar en að velta sér upp úr vandamálum og Reddit-notandinn SomeJagaloon deildi mynd af því hvernig vinur hans lét breyta húðflúri sem sýndi andlit fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta er ein leið til að bjarga málunum. Við vonum bara að þau taki ekki saman aftur. Það gæti orðið vandræðalegt. Lesa meira

Átta hlutir sem þú ættir aldrei að gera í flugvél

Langar flugferðir geta verið þreytandi en þær verða bærilegri ef allir farþegarnir sýna tillitssemi og hegða sér sómasamlega. Hér eru því nokkrar reglur sem allir ættu að fylgja þegar haldið er til útlanda með flugi. EKKI… …láta farangurinn þinn taka ALLT plássið! Þegar fjöldi fólks er saman kominn á þröngum stað er kurteislegt að láta ekki of mikið fyrir sér fara og það á líka við um farangur og fylgihluti. …vera með ilmvatn eða svitalyktareyði með sterkri lykt! Það er algjör óþarfi að kæfa alla í vélinni með of sterkri lykt. …reyna að komast í háloftaklúbbinn (e. mile high club)!… Lesa meira

Eiginkonan fór frá honum og tók allt nema hundinn: Þá fékk hann snilldarhugmynd

Daginn sem Rafael Mantesso varð þrítugur hrundi líf hans í mola. Eiginkonan fór frá honum og hirti allt nema hundinn Jimmy Choo. Veggir heimilisins voru auðir enda hafði hún tekið húsgögnin og myndarammanna með sér þegar hún fór. En Rafael fann innblástur í tóminu og segir hæfileika sem lengi hafði legið í dvala hafa vaknað á ný. Hundurinn reyndist meiriháttar fyrirsæta og auðir veggirnir voru tilvaldir til þess að teikna á og fyrr en varði var Rafael kominn með heilmikla seríu af frábærum myndum. Nú er hann með hálfa milljón fylgjenda á Instagram og hefur gefið út bók með bestu… Lesa meira

Lea Michele heiðrar minningu Glee-leikara með húðflúri

Leikkonan Lea Michele er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í unglingaþáttunum Glee þar sem hún lék hina metnaðarfullu Rachel. Persóna hennar átti um tíma í ástarsambandi með bekkjarfélaga sínum Finn, sem leikinn var af Cory Monteith. Lea og Cory voru hins vegar trúlofuð í raunveruleikanum og stefndu á brúðkaup þegar leikarinn lést árið 2014 af völdum eiturlyfja. Lea Michele deildi fyrir skömmu mynd á Instagram þar sem sjá má að hún hefur heiðrað minningu Cory með húðflúri. „And one more… for my Quarterback… #5“ segir Lea, en talan 5 var leikmannanúmer hans í amerískum fótbolta í þáttunum. Viðbrögð aðdáenda hennar á Instagram… Lesa meira

Fimm stærstu mýturnar um slitför

Slitför eru ekkert til að skammast sín fyrir og gera vart við sig á fjölbreyttum líkömum kvenna jafnt sem karla á öllum aldri. Vefsíðan Pure Wow tók nýlega saman lista yfir fimm helstu mýturnar um slitför – og góðum ráðum um umhirðu húðarinnar. „Það er ómögulegt að koma í veg fyrir slitför“ Slitför eru eðlileg og geta gert vart við sig af ótal ástæðum en það er hægt að minnka líkurnar á að fá þau, eða draga úr þeim, með því að drekka nóg vökva og halda raka í húðinni. Ýmis konar krem, kókosolía eða kókossmjör eru meðal annars tilvalin.… Lesa meira