Anita Hirlekar hefur vakið athygli út um allan heim – „Ég nota fínustu flíkurnar mínar á mánudagsmorgnum og borða alltaf dýrasta súkkulaðið strax“

Anita Hirlekar er 30 ára Akureyrarmær, hún er útskrifuð með BA og MA úr fatahönnun frá Central Saint Martins í London. Anita er sjálfstætt starfandi fata- og textílhönnuður. Hún hannar undir eigin merki og hefur meðal annars sýnt á tískuvikunum í London og París, og víðsvegar um heiminn. Hugsjónin á bakvið merki Anitu er að bjóða konum einstakan listrænan klæðnað, með sterka áherslu á eligans og kvenleika sem spilar inn á persónuleika þeirra. Hönnun Anitu hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis, Anita hefur hlotið eftirsóknaverða styrkinn „Ones to Watch“ og föt frá henni hafa meðal annars birst í tímaritunum… Lesa meira

Kári Björn svarar spurningum Bleikt: „Það væri ánægjulegt að sötra kaffi og ræða ljósmyndun með Martin Parr“

Kári Björn Þorleifsson er ljósmyndanemi í Parsons School of Design í New York en Kári hefur lengi haft brennandi áhuga á ljósmyndun. Kári nýtir stórborgina vel þegar kemur að myndefni en Bleikt hefur áður fjallað um Kára og ljósmyndirnar hans. Kári hefur vakið athygli víða fyrir ljósmyndirnar sínar en hann velur sér fjölbreytt myndefni. Við fengum Kára Björn til að svara spurningum fyrir Bleikt.  Persónuleiki þinn í fimm orðum? „Forvitinn, introvert, ástríðufullur, metnaðarfullur þegar ástríðan kviknar, Jafnaðargeð(sfullur)“ Hver er þinn helsti veikleiki? „Fullkomnunarárátta“ Áttu þér mottó í lífinu? „Nei í rauninni ekki, hugsa aðstæður mínar og allra annarra breytast oft og mikið á lífsleiðinni.… Lesa meira

Værir þú til í að vera fluga á vegg á fyrsta stefnumóti ókunnugs pars? Hér er tækifærið

Vantar einhverjum eitthvað til að horfa á? Er fólk kannski í prófarugli eða jólastressi og langar að horfa á eitthvað sem fær mann til að gleyma stund og stað en er samt ekki það innihaldsríkt að maður þurfi að stara á skjáinn og taka niður glósur til að skilja hvað sé að gerast. Hvernig hljómar það að horfa á þegar fólk hittist á fyrsta stefnumótinu? Að fá að vera eins og fluga á vegg og horfa á pör tala saman og kynnast í fyrsta skipti. First Dates er algjör snilldar sjónvarpsþáttur sem sýnir hvernig raunverulegt fólk hagar sér á fyrsta stefnumótinu.… Lesa meira

Ætlar þú að hætta að reykja um áramótin? Þetta á að hjálpa reykingarfólki í átt að heilbrigði

Allir sem reykja vita hversu skaðlegar reykingar eru, það virðist samt vera erfitt að hætta. Við vonum að þetta sé einmitt það sem reykingarfólk sem vilja hætta þurfi á að halda. Hér sýnum við nokkrar af bestu „hættu að reykja“ auglýsingunum sem hafa verið búnar til. Í þessum auglýsingum er allt notað, börn reykingarmanna, yfirvofandi dauði og hvaða áhrif reykingar hafa á útlit manns. En ætli þessar auglýsingar hafi þau áhrif að fólk hætti að reykja? Eða búa þær til fordóma fyrir reykingarfólki? Þrátt fyrir að þetta sé ekki beint já eða nei spurning hafa rannsóknir sýnt að það er ekkert… Lesa meira

Hvað ætlar þú að gera við alla korktappana af vínflöskum heimilisins? Hér er myndband með lausnir

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er handan við hornið má búast við að í tilefni þess opni fólk svona eina eða tvær vínflöskur. Það getur verið erfitt að vera með húsið fullt af korktöppum en hér hefur facebook síðan 5-Minute craft komið með nokkrar frábærar lausnir á þessu heimsþekkta vandamáli. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig hægt er að nýta korktappa í allskonar sniðugt. Allar lausinirnar eiga það sameiginlegt að þær taka stuttan tíma eða 5 mínútur sem er bara ótrúlegt miðað við notagildið í sumum þeirra. Lesa meira

Hönnunarstúdíóið ALVARA: „Við leggjum áherslu á það að fara nýjar og tilraunakenndar leiðir við efnisnotkun.“

Hönnunarstúdíóði Alvara er spennandi stúdíó þar sem vöruhönnuðurinn Ágústa og fatahönnuðurinn Elísabet sem koma báðar úr Listaháskóla Íslands sameina krafta sína. Þær Ágústa og Elísabet ganga lengra en margir hönnuðir þegar kemur að samfélagsábyrð, þær hugsa mikið út í hráefnið sem þær nota og hvernig heimurinn og neytandinn eru að breytast. Skartgripalínan Silfra var fyrsta verkefnið úr smiðju ALVARA og fékk sú lína mikla og góða athygli en hún var frumsýnd á síðasta Hönnunarmars. Það er margt í á döfinni hjá ALVARA og við fengum þær Ágústu og Elísabetu til að segja okkur aðeins frá sjálfum sér og hönnuninni. Ævintýrið… Lesa meira

Britney Spears gefur út nýjan smell: Skvísan er sko alls ekki búin að segja bless við bransann

Ofurstjörnuna Britney Spears ættu allir að þekkja. Hún gerði allt vitlaust með smellinum ...Baby One More Time, var kærasta Justin Timberlake á tímabili (sem var þá mega lúði) og þau skötuhjú héldu því statt og stöðugt fram að þau væru að „spara“ sig fyrir hjónaband. Britney gerði fullt af plötum á þessum tíma og var aðalleikkonan í bíómyndinni Crossroads, (sem í minningunni er góð svo ég mæli alls ekki með að fólk horfi á aftur). Britney varð á örstuttum tíma ein skærasta popp-stjarna allra tíma og það var fólk á öllum aldri sem kunni lögin hennar aftur á bak og áfram enda mjög… Lesa meira

Tónlistarkonan Agnes á lista Vogue yfir bestu götutískuaugnablik í heimi

Agnes söngkona hljómsveitarinnar Sykur er ekki bara þekkt fyrir sjúklega góða rödd og frábæra sviðsframkomu, hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæran stíl. Agnes er óhrædd við að taka lúkkið alla leið, sérstaklega þegar hún syngur með Sykur. Stíll Agnesar hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en tískurisinn Vogue birti mynd af Agnesi í myndaþætti sem tók saman 25 bestu götutísku augnablik í heimi fyrir árið 2015. Agnes var nú ekkert að tapa sér yfir þessum fréttum og þegar Bleikt hafði samband sagði hún: „Ég er bara lifandi og reyni að framkvæma þessar fríks-hugmyndir sem ég fæ“ Fylgist með Agnesi… Lesa meira

Hræðilegar fréttir úr Bachelor heiminum! Munu Ben og Lauren hætta við brúðkaupið?

Ben og Lauren hafa ákveðið að hætta við brúðkaupið sitt. Það er ekki komið ár síðan Ben endaði sína þáttaröð með því að biðja um hönd Lauren. Ben var vinsæll Bachelor, hann er kurteis og myndalegur ungur maður og það sem heillaði áhorfendur upp úr skónum (og allar skvísurnar í þættinum) var hvað hann er laus við allan hroka og hvað hann er einlægur í samskiptum við aðra. Ég verð að viðurkenna að ég heillaðist sjálf af Ben en í þáttaröðinni sinni var greinilegt að hann var þarna af heilum hug og kom fram við allar konurnar af virðingu. Miðað… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband sem er tekið með barnapíutæki – Er að gera allt vitlaust á netinu

Amman Vivi, eins og ömmubörnin kalla hana, er dugleg að passa barnabörnin sín á meðan foreldrar þeirra vinna. Vivi er fremur lágvaxin kona og notar hún koll til að gera ýmsa hluti eins og að leggja barnabörnin í rúmin sín. Hún segist verða að nota kollinn því annars nái hún ekki að leggja þau niður. Síðasta föstudag var Vivi að leggja hina 11 mánaða gömlu Lolu niður því hún var að taka lúrinn sinn, þegar þyngdaraflið setti strik í reikninginn. Vivi segist ekkert skilja í því hvernig þetta gerðist en hún segist hafa lagt Lolu margoft niður en aldrei með þessum… Lesa meira

Geðheilbrigði ungs fólks til umræðu í Hinu Húsinu: „Mæta þörfum ungs fólks sem vill opna á umræðu“

Næstkomandi laugardag verður fræðsludagur um geðheilbrigði ungs fólks í Hinu Húsinu. Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára og dagurinn er skipulagður í samvinnu við fólk á þeim aldri. „Með fræðsludeginum teljum við okkur vera að mæta þörfum ungs fólks sem vill opna á umræðu sem snýr að geðheilbrigði og það má segja að netherferðin #égerekkitabú hafi verið innblástur fyrir þetta verkefni.“ Hugrún geðfræðslufélag mun fjalla um átröskun, kvíðaröskun og sjónarhorn aðstandanda. Atli Jasonarson verður með erindi um þunglyndi ungra karlmanna. Indíana Rós mun fjalla opinskátt um sjálfsfróun og kynheilbrigði ungra kvenna, síðan mun hópurinn Málglaðar, sem… Lesa meira

Minningardagur Trans fólks haldin í Reykjavík: „Vekja athygli á því ofbeldi sem trans fólk þarf að sæta bæði fjær og nær“

Sunnudaginn 20. nóvember verður  minningardagur Trans fólks. Athöfn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og eftir hana verður haldið í húsnæði Samtakanna'78 þar sem boðið verður upp á veitingar og þar gefst fólki kostur á að spjalla saman og vera stuðningur hvort við annað. Við fengum að heyra í skipuleggendum dagsins og forvitnast um daginn. Dagurinn er haldinn til að minnast látinna félaga og sína hvort öðru samstöðu og stuðning. „Við heiðrum daginn til að minnast þeirra sem hafa látið lífið og til að vekja athygli á því ofbeldi sem trans fólk þarf að sæta bæði fjær og nær“ Á Íslandi er samfélag… Lesa meira

Nýtt myndband frá tónlistarkonunni Soffíu Björg sem fær mann til að dilla sér

Tónlistarkonan Soffía Björg sendi frá sér nýtt myndband í dag, en það var frumsýnt á tónlistarsíðunni vinsælu Stereogum. Nýja lagið heitir „The Road“ og er alveg þess virði að hlusta á. Pétur Ben, Ingibjörg Elsa og Kristofer Rodriquez spiluðu lagið með Soffíu Björg. Leikstjórn myndbandsins var í höndum Melvin Krane & Associates. Soffía Björg vinnur að plötu þessa dagana sem við á Bleikt erum sjúklega spennt fyrir. Soffía Björg, sem hefur verið að gera það gott í tónlistarsenunni hér á landi, var í viðtali hjá okkur á Bleikt í tengslum við Iceland Airwaves'16 hátíðina. Lestu meira hér: http://bleikt.pressan.is/lesa/soffia-bjorg-svarar-airwaves-spurningum-bleikt-imyndadu-ther-pirrada-norah-jones-minus-djassinn/ Lesa meira

Ótrúlegt myndband sem sýnir barn fæðast í sigurkufli

Fæðing barns er alltaf kraftaverk, sama hvort barnið fæðist „náttúrulega“ eða er tekið með keisara. Að fæða barn í sigurkufli er mjög sjaldgæft en það er talið vera mikið gæfumerki fyrir barn og jafnvel foreldrana líka þegar slíkt gerist. Þá hefur belgurinn sem barnið hefur búið inn í síðastliðna 9 mánuði ekki rifnað og fæðir móðirin belginn heilan með barninu innanborðs. Þetta myndband sýnir sigurkufla fæðingu   Lesa meira

McDonald’s og Nutella fara í samstarf og útkoman er girnileg

Við erum með góðar fréttir fyrir alla þá sem eru á leið til útlanda og eru McDonald's aðdáendur sem elska Nutella, eru það ekki allir? McDonald's er komin með enn eina nýjungina og þessi er engri lík. Desert hamborgari með Nutella! Myndirnar tala sínu máli, held að einhver sé komin með vatn í munninn. Eins og hamborgarar McDonald's eru þeir minni en venjulegir hamborgarar og eru krúttlegu Nutella borgararnir engin undantekning. Samt sem áður innihelda þessar gersemar 256 kaloríur hver hamborgari, kannski er bara fínt að það sé ekki hægt að fá þá hér á landi. Viðbrögð viðskiptavina McDonald's hafa… Lesa meira

10 atriði sem sanna að barnið þitt er háð iPad eða snjallsíma

Við lifum sko sannarlega á tækniöld, allt er í snjallforritum sama hvort það er strætó ferðin þín, uppáhalds útvarpsþátturinn þinn, mataruppskrift kvöldsins, hvenær þú átt að byrja á túr eða upplýsingar um hvernig barnið þitt svaf á leikskólanum, allt er hægt vita með Appi. En hvernig vitum við hvort við erum orðin háð snjalltækjunum okkar? Og hvenær eru börnin okkar orðin háð þessari tækni. Ég tók niður lista yfir 10 atriði sem sanna að barnið þitt er orðið háð snjalltækjum. Ef barnið þitt kemur illa út úr þessum lista þá er til App sem gæti komið að góðum notum. Barnið… Lesa meira

Fyrsta myndabrotið úr Beauty and the Beast með Emmu Watson í aðalhlutverki

Við erum svo sannarlega að missa okkur úr spenningi yfir leiknu kvikmyndinni um Fríðu og Dýrið. Kannski er það af því maður er af þeirri kynslóð sem horfði á teiknimyndina svona þúsund sinnum og man hvert atriði eins og maður hafi verið hluti af myndinni. Ég er búin að vera mjög spennt yfir því hvernig hægt sé að endurgera töfraveröldina sem Fríða og Dýrið búa í og þetta myndbrot veldur manni ekki vonbrigðum. Spennan er einnig mikil af því stórleikkonan, femínistinn og töffarinn mikli Emma Watson leikur Fríðu en við birtum myndir af henni um daginn þar sem hún var… Lesa meira

Hann fann þau aftur meira en þremur áratugum síðar og myndirnar voru ótrúlegar

Sjúkraliðinn Chris Porsz eyddi mörgum klukkustundum gangandi um götur Peterborogh í Bretlandi á árunum 1970 og fram að 1980. Chris tók ljósmyndir af því sem fyrir augu bar, pönkurum og krökkum, ástföngnum pörum og allskonar fólki. Meira en þremur áratugum síðar hefur Chris endurgert margar af hans eftirlætis myndum. Chris hefur eytt síðustu sjö árum í að finna fólkið sem hann tók myndir af og fengið það til að endurtaka myndatökuna. Þessi mikla vinna Chris hefur skilað sér í bókinni „Reunions“ en sjón er sögu ríkari og myndirnar eru sumar alveg ótrúlegar. „Þessi bók hefur tekið næstum 40 ár að… Lesa meira

Tvíburasystur leiddust þegar þær fæddust eru orðnar tveggja ára -Myndirnar sem fylgja bræða allt!

Fyrir tveimur árum fæddust Thistlethwaite tvíburnarnir. Það vakti mikla furðu bæði lækna og heilbrigðisstarfólks að þegar tvíburasysturnar fæddust héldust þær í hendur. Systurnar Jenna og Jill  eru mjög nánar og hafa alltaf verið. Þær voru fæddar með 45 sekúnda millibili og um leið og þær náðu „aftur“ saman kúrðu þær sig saman. Allir sem tóku þátt í fæðingu þeirra systra fannst þessi hegðun þeirra einstök. Núna tveimur árum síðar hefur lítið breyst. Systurnar eru nánast óaðskiljanlegar og leiðast í gegnum lífið. Móðir systranna sagði í viðtali við People magazine; „Pabbi stelpnanna tekur stundum aðra þeirra með sér í búðina og… Lesa meira

Sóley missti systur sína þegar flóðið féll á Flateyri: „Það var eins og hvít alda kæmi inn um gluggann“

"Í fyrstu var ég ótrúlega hrædd og öskraði á hjálp en hálförmagnaðist fljótt af þreytu svo ég endaði á því að bíða róleg eftir að einhver myndi finna mig. Ég lá þar í níu tíma áður en mér var bjargað." Svona lýsir Sóley Eiríksdóttir örlagaríku nóttinni sem hún mun aldrei gleyma. Nýlega kom út bókin Nóttin sem öllu breytti.  Bókina skrifaði Sóley með Helgu Guðrúnu Johnson, en hún segir frá snjóflóðinu sem féll á Flateyri árið 1995. Við fengum að spyrja Sóley um bókina, lífið og tilveruna. Sóley er 32 ára þriggja barna úthverfamóðir, með BA gráðu í sagnfræði og… Lesa meira

Verzló setur upp „The Breakfast Club“ Selma Kristín leikkona situr fyrir svörum

Listafélag Verzlunarskólans er um þessar mundir að setja upp verkið The Breakfast Club. Leikstjóri er Dominique Gyða Sigrúnardóttir og hafa viðtökurnar á verkinu verið góðar. Við fengum leikkonuna Selmu Kristínu sem leikur í verkinu til að svara nokkrum spurningum fyrir Bleikt. Hver er Selma Kristín  Selma Kristín er súkkulaðifíkill úr Breiðholti með mikla leiklistardellu. Persónuleiki þinn í fimm orðum? Leiðinleg trunta sem enginn þolir. Hver er þinn helsti veikleiki? Ha? Veikleiki... kannast ekki við það? Hver er þinn helsti kostur? Metnaðarfull, jákvæð og tek sjálfa mig ekki of alvarlega. Áttu þér mottó í lífinu? Þú færð kraft í kókómjólk. Stíllinn… Lesa meira

Teiknimyndapersónur paraðar saman með „röddunum“ sínum – Vissir þú hver átti hvaða rödd?

Teiknimyndir spila stórt hlutverk hjá okkur öllum, bæði börnum og fullorðnum. Við höfum samt sem áður oft ekki hugmynd um hver það er sem talar fyrir uppáhalds teiknimynda persónurnar okkar. Bored panda setti saman myndir af vinsælustu teiknimyndapersónum síðari ára og paraði þeim saman með „röddinni“ á bakvið þær. Konungur ljónanna Shrek Aladín Múlan Herkúles Konungur ljónanna Konungur ljónanna Kung Fu Panda Family Guy Toy Story Leitin að Nemó Stígvélaði kötturinn Up Monsters, Inc Grettir     Lesa meira

Stafastuð – frá A til Ö: Vinkonur gera spil saman fyrir börn

Stafastuð - frá A til Ö er skemmtilegt og fallegt stafaspil fyrir börn. Bára Brandsdóttir er höfundur spilsins og Eyrún Pétursdóttir sér um hönnunina. Við fengum að forvitnast um spilið og heyrðum í þeim Báru og Eyrúnu. Bára segir okkur að dóttir hennar hafi verið kveikjan að spilinu: „Á síðasta ári þegar dóttir mín var 4 ára fór hún að sýna stöfunum mikinn áhuga. Hún átti stafapúsl og bækur um stafina en mér fannst vanta að hún gæti leikið sér eitthvað með stafina. Í kjölfarið fékk ég hugmyndina að stafaspilinu. Ég klippti niður pappír og teiknaði myndirnar og stafina. Teikning er ekki mín sterkasta… Lesa meira