Sigrún Jóns: „Ertu í alvörunni á lausu?“

Ég er búin að vera single síðan sumarið 2014, það er að detta í þrjú ár gott fólk. Á þessum þremur árum hefur ekki á einu augnabliki hellst yfir mig eða kitlað mig sú löngun að eiga kærasta. Ekki eitt sekúndubrot. Ekki þegar myrkur vetrar og lægðir lágu yfir landinu eins og mara, yfirdrátturinn minn var í sögulegu hámarki og Útsvar var það eina í sjónvarpinu. Ekki þegar sólin sleikti Austurvöll, gylltur bjórinn dansaði í glösunum og íslenska þjóðin söng í sameiningu og samhug „Ég er kominn heim“.Og ekki einu sinni þegar single vinkonurnar duttu ein af annarri úr partýgrúppunni… Lesa meira

„Ég SKAMmast mín ekki!“ – Sigrún 47 ára þráir að vera 17 ára norskur unglingur

Hvað veldur því að 47 ára gömul kona þráir fátt heitar en að vera 17 ára unglingur í Hartvig Nissen menntaskólanum í Osló? Hvað orsakar það að ég er með þessa síðu stöðugt opna í vafranum og ýti á refresh takkann með nokkurra mínútna millibili? Og hver er ástæðan fyrir því að ég er orðin fullfær um að skilja talað norskt mál og lesa þrátt fyrir að hafa bara einungis einu sinni farið til Noregs og það seint á síðustu öld! Jú ástæðan er ein og aðeins ein. Ég er orðin svo illa húkkt á norsku unglingaseríunni SKAM að ég bíð… Lesa meira