Chelsea Manning fagnar frelsinu á Instagram: Fyrsta sjálfsmyndin, pítsa og kampavín

Chelsea Manning, uppljóstrari og fyrrverandi hermaður, var látin laus úr fangelsi á miðvikudag og hefur nú fangað frelsi sínu með sumarlegri sjálfsmynd. Þetta er það fyrsta sem sést hefur af henni opinberlega árum saman. Hún kom út úr skápnum sem transkona sama ár og hún var dæmd í fangelsi. Þar á undan var hún þekkt undir nafninu Bradley Edward Manning. Chelsea birti myndina á Instagram á fimmtudag en þar gengur hún undir notendanafninu @xychelsea87. Á miðvikudag deildi hún mynd af sínum fyrstu skrefum sem frjáls manneskja. Sama dag gæddi hún sér á gómsætri pítsusneið og skálaði í kampavíni. Manning hlaut 35… Lesa meira

Indíana hvetur fólk til að hætta að hneykslast: „Það er eitt að blaðra en annað að gera eitthvað í málunum“

Það er hreint ótrúlegt hvað tíminn getur flogið þegar maður hangir fyrir framan skjáinn og flettir í gegnum Facebook. Áður en maður veit af hafa heilu klukkustundirnar horfið án þess að maður hafi áorkað neinu. En er þessi vinsæli samfélagsmiðill alslæmur? Í leiðara Akureyri vikublaðs skrifar Indíana Ása Hreinsdóttir ritstjóri um tímaþjófinn Facebook. „Þeir gerast ekki verri tímaþjófarnir en Facebook,“ segir Indíana. „Sjálf á ég til að hanga á samskiptasíðunni í einhverri óskiljanlegri leiðslu, skrollandi upp og niður, njósnandi um hinn og þennan, „lækandi“ færslur og myndir eins og mér sé borgað fyrir það, sér í lagi þegar ég þyrfti… Lesa meira

Tuttugu ómissandi kvikmyndir fyrir Valentínusardaginn

Valentínusardagurinn er kjörið tækifæri til að fagna ástinni og njóta gæðastunda með þeim sem maður hefur mestar mætur á. Það jafnast fátt við það að kúra saman uppi í sófa og horfa á rómantíska kvikmynd – og hér höfum við tekið saman lista yfir nokkrar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Sérstaklega ekki þegar ástin er í loftinu! Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004) The Princess Bride (1987) Michael Bolton’s Big, Sexy Valentine’s Day Special (2017) Slumdog Millionaire (2008) Titanic (1997) Four Weddings and a Funeral (1994) Enchanted (2007) Moulin Rouge! (2001) When Harry Met Sally (1989)… Lesa meira

Nokkrar fullkomnar hugmyndir að Valentínusargjöfum

Nú er Valentínusardagurinn á næsta leyti en hann er frekar nýr af nálinni hérlendis. Engu að síður er fjöldi fólks sem nýtur þess að halda hann hátíðlegan. Þetta er auðvitað bara kjörin afsökun til þess að halda upp á ástina og njóta hennar í botn. Hefðin er að pör gefi hvort öðru gjafir – en það er auðvitað engin skylda. Við mælum þó eindregið með því að gefa frekar upplifun sem þið getið notið saman. Hér eru nokkrar hugmyndir að Valentínusargöfum. Það er ljóst að engin ein hugmynd hentar öllum en þó sumar kunni að vera stórfurðulegar skal ekki gleyma því… Lesa meira

Risastór limur eyðilagði útskriftarmyndina: Uppgötvaðist ekki fyrr en löngu síðar

Hin 19 ára gamla Alexis Boatfield lét faglærðan ljósmyndara taka af sér myndir þegar hún var á síðasta ári í menntaskóla árið 2015. Hún var hæst ánægð með myndina… þar til síðasta sunnudag. Þá sýndi Alexis kærastanum sínum útskriftarmyndina og spurði hann hvort hún væri ekki sæt. „Jú, fyrir utan þetta stóra typpi fyrir ofan höfuðið á þér,“ svarði hann. Eins og gefur að skilja fékk Alexis áfall. „Jæja, ætlaði enginn að segja mér að það væri risavaxið typpi fyrir aftan höfuðið á mér á útskriftarmyndinni?“ spurði hún hneyksluð á Twitter. Í samtali við Buzzfeed útskýrði Alexis að myndin hafi… Lesa meira

Bestu Super Bowl auglýsingarnar

Útslitakeppnin í amerískum fótbolta, Super Bowl, fór fram í gærkvöldi. Þetta er langstærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og því mikið í hann lagt. Einnig er þetta lang dýrmætasti auglýsingatími ársins þar sem fyrirtæki borga gríðarlegar fjárhæðir fyrir að sýna auglýsingar sínar á besta tíma. Auglýsingarnar hafa með tímanum orðið órjúfanlegur þáttur af Super Bowl skemmtuninni þar sem menn gagrýna þær jafnvel eftir á og flokka þær bestu frá þeim verstu. Hér eru nokkar sem okkur þótti skara fram úr! Budweiser Þekktasta bruggsmiðja Bandaríkjanna var stofnuð þegar tveir innflytjendur, Eberhard Anheuser og Adolphus Busch, hittust í St. Louis. Auglýsingin er augljós gagnrýni á innflytjendastefnu Trump og… Lesa meira

Hvað voru þau að segja í raun og veru? – Stórkostlegt myndband frá embættistöku Donald Trump

Ef þú nenntir ekki að fylgjast með embættistöku Donald Trump í sjónvarpinu, engar áhyggjur, við skiljum þig. Það eru takmörk fyrir því hversu lengi maður getur legið yfir þunglyndislegu sjónvarpsefni. Hvað þá þegar um er að ræða grátlega atburði úr raunveruleikanum. En það er eitt myndband frá þessari athöfn sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það birtist á YouTube í gær og hefur á sólarhring fengið átta milljónir áhorfa. Snillingarnir á bakvið Bad Lip Reading ákváðu að reyna að lesa varir Donald Trump, Barack Obama, George Bush og fleiri sem voru viðstaddir embættistökuna. Í myndbandinu hafa þeir… Lesa meira

Reyndi að koma höggi á femínisma: Bjóst ekki við þessum viðbrögðum – Sjáðu myndirnar

Óþokkinn Martin Shkreli skorar ekki hátt í almenningsáliti en hann er til að mynda þekktur fyrir það að þúsundfalda verðið á lífsnauðsynlegu HIV lyfi. Hann komst aftur í fréttirnar þegar hann keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan fyrir tvær milljónir dollara og lofaði að gefa hana út ef Trump yrði kjörinn forseti. Nú nýlega vakti hann athygli þegar hann reyndi að næla sér í deit á embættistöku Donald Trump með því að senda konum sem starfa í fjölmiðlabransanum skilaboð. I would rather eat my own organs pic.twitter.com/IgeCRZqk8w — Lauren Duca (@laurenduca) January 5, 2017 „Ég myndi frekar éta… Lesa meira

Hér eru sigurvegarar Golden Globe verðlaunanna

Kvikmyndin La La Land stendur uppi sem ótvíræður sigurvegari Golden Globe verðlaunanna en hátíðin fór fram í gær. Auk þess að vera valin besta kvikmyndin í flokki söngva- eða gamanmynda hlaut hún verðlaun fyrir leikstjórn, handrit og tónlist. Aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling hrepptu einnig gullhnött fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Í flokki sjónvarpsþátta voru þættirnir Atlanta, The Night Manager og The Crown meðal þeirra sigursælustu. Hér höfum við tekið saman lista yfir alla sigurvegara Golden Globe verðlaunanna árið 2017. Kvikmyndir Besta kvikmyndin, söngva- eða gamanmynd La La Land Besta kvikmyndin, drama Moonlight Besta teiknimyndin Zootopia Besta erlenda kvikmyndin… Lesa meira

Íslendingar reiðir yfir auglýsingu Reebok Fitness: „Skammist ykkar“

„Losaðu þig við jólalögin“ er slagorð nýrrar heilsíðuauglýsingar Reebok Fitness sem birtist í dagblöðum landsmanna en hefur einnig vakið athygli á Facebook. Hún sýnir mynd af þéttvaxinni babúsku og hvetur fólk til þess að segja „bless við reykja kjötið, konfektið og frómasinn.“ Margir virðast æfareiðir yfir auglýsingunni og saka líkamsræktarstöðina um líkamssmánun. Samtök um líkamsvirðingu eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hana harðlega. „Þá er hin árlega líkamssmánun af hendi líkamsræktarstöðva byrjuð,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Skilaboð eru send um að feitir líkamar séu skammarlegir og að innra með hverjum og einum þeirra búi annar og grennri líkami.“ „Fyrir utan… Lesa meira

Stjörnurnar sem féllu frá árið 2016

Á þessu ári sjáum við eftir fjölmörgum skemmtikröftum, tónlistarmönnum og hæfileikafólki sem kvaddi þennan heim. Fjöldi þeirra lést langt fyrir aldur fram. Listinn hér fyrir neðan er ekki tæmandi en þar má sjá marga af þeim þekktustu einstaklingum sem við misstum árið 2016. Lesa meira

Þetta eru bestu jólamyndirnar á Netflix

Nú er tíminn til að láta fara vel um sig, gæða sér á smákökum, búa til heitt súkkulaði, eða dekra við sig á einn eða annan hátt, á meðan maður liggur í sófanum með fætur upp í loft og horfir á góða jólamynd. Það þarf ekki að leita lengra en á Netflix til að finna prýðilegt úrval af góðum jólamyndum en því miður eru þær ekki sérstaklega flokkaðar sem slíkar á streymisveitunni. Til að auðvelda ykkur leitina höfum við tekið saman lista yfir átta bestu jólamyndirnar sem finna má á Netflix. Gleðilegt áhorf! Arthur Christmas IMDb: 7,1 | RT: 92%… Lesa meira

Ekkert einkaleyfi á jólunum

Annað hvert ár eyði ég jólunum með tengdafjölskyldunni. Hún hefur árum saman haldið í þá hefð að lesa upp úr jólaguðspjallinu áður en við gæðum okkur á gómsætum mat. Þessari hefð er haldið áfram þrátt fyrir að tengdaforeldrar mínir séu nú skráðir í Ásatrúarfélagið en ég, eiginkona mín og dóttir utan trúfélaga. Þrátt fyrir að foreldrar mínir séu og hafi alltaf verið skráðir í þjóðkirkjuna ólst ég ekki upp við Biblíusögur eða guðspjöll. Það var engin hefð fyrir því að vitna í trúarlega texta og ræða Guð eða Jesús í tilefni jólahátíðarinnar. Ég fór ekki í messu á aðfangadag frekar… Lesa meira

Hversu mikið jólabarn ert þú? – Taktu prófið

Ert þú týpan sem byrjar að telja niður til jóla strax eftir áramót eða gleðstu yfir því að þessi hátíðarhöld eru aðeins einn mánuð á ári? Hér er stóru spurningunni svarað sem þú hlýtur að hafa spurt þig á einhverjum tímapunkti – Hversu mikið jólabarn ert þú? Lesa meira

Allt sem þú vissir ekki um Jimmy Kimmel – Hann mun kynna Óskarinn 2017

Grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hefur verið valinn kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar sem fer fram í febrúar 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem honum hlotnast sá heiður að stýra Óskarnum en verðlaunahátíðir eru lagt frá því að vera honum ókunnugur vettvangur. Hann hefur margoft verið kynnir American Music Awards auk þess sem hann stýrði Emmy-verðlaununum árið 2012 og aftur 2016. Hann hlaut gríðarlegt lof fyrir frammistöðu sína á hátíðinni í ár og því þótti mörgum hann augljós kostur fyrir Óskarinn. „Já, ég verð kynnir á Óskarsverðlaununum. Þetta er ekki gabb,“ sagði Kimmel á Twitter en kynnar undanfarinna ára voru Chris Rock,… Lesa meira

Hvert er þitt jólalag? – Taktu prófið!

Nú eru jólalögin farin að heyrast víða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Þá er auðvitað mikilvægt að spyrja sig, hvert er mitt jólalag? Lagið sem fangar anda hátíðarinnar en lýsir um leið lífi mínu eða minni innri persónu. Taktu prófið og þú gætir komist að því! Lesa meira

Kolbrún Ýr og Alex deila mögnuðu myndbandi af ógleymanlegri ferð til Spánar

Þau Kolbrún Ýr Sturludóttir og Alex Michael Green vilja lifa lífinu lifandi og upplifa ævintýri. Þau eiga það sameiginlegt að elska ferðalög en frá því fyrr á þessu ári hafa þau tekið upp mögnuð myndbönd af ferðum sínum. Í september deildu þau svipmyndum af ferðalagi sínu um Ísland í sumar og vakti það mikla athygli. Bleikt fjallaði um myndbandið en nú hafa yfir 17 þúsund manns skoðað það. Nýlega birti Kolbrún Ýr splunkunýtt myndband af tíu daga ferðalagi hennar og Alex á Spáni. „Hef verið hikandi og hrædd við að gera þetta í langan tíma en núna verð ég bara… Lesa meira

Svona á að skera út grasker!

Hrekkjavakan er formlega haldin hátíðleg í dag þrátt fyrir að ekkert lát hafi verið á hrekkjavökupartíum síðastliðna helgi. Á mínu heimili er alltaf mikil stemning fyrir þessari hátíð en útfærslan yfirleitt einföld. Við skreytum stofuna, förum í búninga, berum fram mat með óhugnanlegu þema og horfum á einhverja skemmtilega bíómynd sem kann að láta hárin rísa. Í gær prófuðum við dálítið sem alla jafna þykir órjúfanlegur hluti af hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Við höfðum hins vegar aldrei gert þetta áður og var það eiginlega skyndiákvörðun. Við skárum út grasker. Skemmst er að segja frá því að ferlið var nokkuð einfalt, afar… Lesa meira

Ragnar nýtur lífsins í ferðaþjónustu: „Við búum á stórkostlegri jörð sem við þurfum að skoða og fræðast um“

Ragnar Unnarsson hefur haft í nógu að snúast undanfarið ár þar sem ferðamannastraumur hingað til lands hefur verið í algjöru hámarki. Einnig hefur hann fylgt Íslendingum í ferðalög erlendis þar sem útskriftarnemar og fleiri hópar halda á vit ævintýranna. Hver einasta upplifun er einstök. „Flestir útlendingar sem koma hingað eru mjög ánægðir með ísland og nefna matinn, fisk og lambakjöt sem algert lostæti og fjallasýnina, fossana og jöklana sem algeran draum,“ segir Ragnar í viðtali við Bleikt. Hann hefur lengi starfað sem fararstjóri, leiðsögumaður og skemmtanastjóri. Tímarnir hafa þó breyst töluvert frá því hann útskrifaðist úr námi sínu þó ekki… Lesa meira

Tíu nístandi bitur lög fyrir fólk sem þarf útrás

Stundum verðum við bitur og þurfum einfaldlega að leyfa tilfinningunni að gerjast þar til við erum tilbúin til að sleppa takinu. Ferlið getur verið heilandi en maður þarf auðvitað að gæta sín og byrgja reiðina ekki inni til frambúðar. Tónlist hjálpar mörgum að vinna í sínum málum og því höfum við sett saman lista yfir tíu einstaklega bitur lög sem gætu bjargað deginum. J. Giles Band – Love Stinks Það er fnykur af ástinni sem eltir þig alla leið í gröfina samkvæmt félögunum í J. Giles Band. Fnykur sagði ég. Lily Allen – Fuck you Lily Allen hljómar bara nokkuð… Lesa meira

Fáðu hárin til að rísa – Nokkrir magnaðir spennutryllar á Netflix

Stundum er ekkert betra en að sökkva sér í góðan spennutrylli og finna hárin rísa. Á íslenska Netflix er að finna fyrirmyndarúrval af slíkum kvikmyndum undir flokknum Thrillers sem við mælum hiklaust með. Nú er um að gera að skríða undir sæng með fulla skál af poppi. Primal Fear (1996) Meðal aðalleikara eru Richard Gere og Edward Norton. Gone Baby Gone (2007) Leikstjóri er Ben Affleck. Með hlutverk fara meðal annars bróðir hans, Casey Affleck, Morgan Freeman og Ed Harris. Shutter Island (2010) Leikstjóri er Martin Scorsese. Meðal aðalleikara eru Leonardo DiCaprio, Mark Ruffalo og Ben Kingsley. The Usual Suspects… Lesa meira

Ef kvikmyndatitlar væru smelludólgar

Framboð á upplýsingum hefur aldrei verið meira, notkun samfélagsmiðla er gríðarlega mikil og samkeppnin hörð. Því geta fjölmiðlar þurft að grípa á það ráð að skrifa svokallaða smelludólga. Orðið vísar í fyrirsagnir greina sem hrópa á athygli og vekja forvitni lesenda í von um að þeir muni smella á tengilinn til að lesa meira. Smelludólgarnir eru viðurkenndir þó þeir séu umdeildir og þeir skila árangri í mörgum tilfellum. En hvað ef annars konar margmiðlunarefni væri sett fram með sama hætti, til dæmis kvikmyndir? Við ákváðum að kanna hvernig það myndi hljóma ef þekktir kvikmyndatitlar væru hreinræktaðir smelludólgar. Getur þú giskað… Lesa meira

Hryllilegar athugasemdir í garð íslenskra kvenna dregnar í dagsljósið – Myndband

Það er nóg að opna fartölvuna eða taka upp snjallsímann og við okkur blasir gróft kynbundið ofbeldi á spjallþráðum, samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Hryllilegar athugasemdir sem ýmist eru birtar undir nafnleynd eða í eigin nafni eru daglegt brauð hjá mörgum ungmennum og eru dregnar í dagsljósið í nýrri herferð HeForShe sem nefnist Ekki hata. Í mögnuðu myndbandi sem gefið var út í dag má sjá hið grófa kynbundna ofbeldi sem konur og stelpur verða fyrir á netinu. Þar er flutt ljóð eftir listamanninn Kött Grá Pje sem samanstendur af athugasemdum sem blöstu við honum m.a. á ask.fm, YouTube og Instagram. „Netníð… Lesa meira