Á óskalistanum: Octagon „Choker“ hálsmen

Choker hálsmen eru ótrúlega áberandi trend eins og er en við erum ótrúlega hrifin af hönnuninni frá Octagon Jewlery. Chokerinn er gerður úr gull- eða silfurhúðuðu messing og leðri. Chokerinn kemur ótrúlega fallega út hvort sem þú notar hann hversdags eða við fínni tilefni. Hönnuðurinn á bakvið þennan flotta minimalíska skartgrip er Thelma Rún en hún náði fyrst athygli minni með flottu átthyrningunum sem nafnið á hönnuninni vísar til. Þess má geta að systurnar Kourntey og Kim Kardashian fengu þannig men frá hönnuðinum. Síðan þá hefur hún verið að hanna allskonar falleg hálsmen, hringa og líka fallega marmarabakka. https://www.instagram.com/p/BNrecpvDcm0/  … Lesa meira

Glódís útskýrir ákvörðun sína: „Þó svo að sambúðin slitnaði get ég ekki hugsað mér að hverfa úr lífi þeirra“

"Ég get ekki með nokkru móti skilið það þegar fólk getur slökkt á slíkum tengslum eða horfið úr lífi hjá þessum saklausu sálum sem skilja ekkert í því og jafnvel taka því mjög illa," segir Glódís Alda Baldursdóttir. Hún hefur börn fyrrverandi maka síns hjá sér eina helgi í mánuði og hefur þetta fyrirkomulag vakið ótrúlega jákvæða athygli. Heiða Ósk móðir barnanna sagði frá yndislegum samskiptum og skipulagi þeirra í einlægum pistli á hér á Bleikt í gær. Barn Glódísar eyðir líka einni helgi í mánuði á heimili Heiðu Óskar með hálfsystkynum sínum. Fólki þykir aðdáunarvert að konurnar setji hag… Lesa meira

Ný Fokk ofbeldi húfa í sölu

UN Women á Íslandi hefur sett í sölu nýja Fokk ofbeldi húfu. Húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um stöðuga ofbeldið sem konur og stelpur þurfa að þola á almenningssvæðum í borgum heimsins. Við hvetjum ykkur kæru lesendur til þess að styrkja þetta flotta framtak. Segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi: Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins… Lesa meira

„Nooru“ úr Skam líkt við Blake Lively í flottu viðtali í tímaritinu W

Norska leikkonan Josefine Frida Petterson hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan hún sló í gegn sem Noora Sætre í unglingaþáttunum Skam. Þættirnir gerðu allt vitlaust á norðurlöndunum en RÚV sýnir þættina hér á Íslandi og má nálgast þrjár fyrstu þáttaraðirnar á vefnum þeirra. Bandaríkjamenn hafa gengið frá samningum um sína eigin útgáfu af þessum þáttum og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir verða eftir að fá "Hollywood meðferðina." Josefine er algjör töffari í þáttunum og hefur hún meðal annars orðið til þess að stúlkur klippa hárið sitt til þess að líkjast henni. Tímaritið W tók viðtal við hina tvítugu Josefine í… Lesa meira

Birnu Brjánsdóttur minnst með fallegum hætti í dag – MYNDIR

Í dag var Birnu Brjánsdóttur minnst í miðbæ Reykjavíkur, í Vestmannaeyjum og víðar um landið. Þúsundir gengu af stað frá Hlemmi og lögðu blóm og kerti við Laugarveg 31 þar sem Birna sást síðast á öryggismyndavél nóttina sem hún hvarf. Þegar komið var niður á Arnarhól söng karlakórinn Esja og einnig var haldin mínútu þögn. Nú logar kertahaf á Arnarhóli og við Laugarveg 31 eru blóm og kerti en þessi atburður gekk mjög vel og fannst fólki gott að geta minnst þessar stúlku með svona fallegum hætti. Hér má sjá nokkrar myndir frá Reykjavík í dag. Lesa meira

Stofnaði skutlarahóp bara fyrir konur: „Við þurfum að passa upp á allar systur okkar“

Mál Birnu Brjánsdóttur hefur nú þegar haft áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur. Margar stelpur hafa sagt frá því á netinu síðustu daga að góðhjartaðir leigubílstjórar eða ókunnugar stelpur og konur hafi stoppað og boðið sér far þegar þær voru einar á gangi um kvöld eða nótt. Í dag fór svo af stað umræða í stærsta "skutlara"hópnum á Facebook en þar getur fólk látið vita að það sé á ferðinni eða óskað eftir fari á milli staða. Ein kona fékk þá hugmynd að stofna sér hóp fyrir konur, fyrir þær sem vilja ekki fara upp í bíl með ókunnugum… Lesa meira

Ajaana systir Friðriks hélt kertastund fyrir Birnu: „Ömurlegt að vita ekki hvað gerðist og af hverju“

Ajaana Olsvig Kristjánsdóttir hélt fallegan samstöðufund í Nuuk á Grænlandi í gær þar sem hundruð einstaklinga kveiktu á kertum fyrir Birnu Brjánsdóttur utan við ræðismannsskrif­stofu Íslands. Ajaana er fædd árið 1997 og því aðeins árinu yngri en Birna. Hún býr og ólst að mestu upp á Grænlandi hjá móður sinni en á íslenskan föður og hefur dvalið reglulega á Íslandi með fjölskyldu sinni hér frá fæðingu.  Ástæður hennar fyrir athöfninni í gær voru að mörgu leiti persónulegar en hún hefur sjálf upplifað að fjölskyldumeðlimur hverfi. "Þetta gekk mjög vel, ég átti ekki von á því að það kæmu svona margir,"… Lesa meira

Elsku Birna: Ég hefði getað verið þú

"Það sem þjóðin óttaðist er nú nístingskaldur veruleiki. Þú ert látin. Þjóðir syrgja. Ekki bara við Íslendingar," skrifar Ragga Nagli á Facebook síðu sína í dag. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem hafa tjáð sig um Birnu á samfélagsmiðlum síðan í gær. Við fengum góðfúslegt leyfi hennar til þess að birta pistilinn hennar hér og gefum henni því orðið... Elsku Birna Brjánsdóttir. Ég þekkti þig ekki. En ég hef hugsað um þig á hverjum degi í heila viku. Ég horft á fallega andlitið þitt á öllum miðlum. Stóru augun þín. Rauða hárið og þykku varirnar. Ég hef aldrei hitt… Lesa meira

„Takk Birna fyrir að sýna okkur að kærleikurinn sameinar okkur“

Takk Birna fyrir að sýna okkur að við erum bara ein stór fjölskylda. Takk Birna fyrir að kenna okkur að við eigum að gæta bróður okkar og systur. Takk Birna fyrir að sýna okkur að kærleikurinn sameinar okkur. Takk Birna fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur sem þjóð. Takk Birna. Takk. http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/-takk-birna-fyrir-ad-syna-okkur-ad-kaerleikurinn-sameinar-okkur Lesa meira

VARÚÐ: Sophie gíraffi barnsins gæti verið fullur af myglu!

Þegar barnatannlæknirinn Dana Chianese fann skrítna lykt af Sophie nagleikfangi á heimilinu þegar hú þreif það.  Hún ákvað því að skera það í sundur og skoða inn í það. Hún átti alls ekki von á því sem blasti við henni þegar hún opnaði leikfangið, svört mygla. Sophie gírafinn er gríðarlega vinsælt barnanagdót sem selt er víða um heim. Gíraffinn fallegi er frá Frakklandi og þykir einstaklega góður valkostur að nagdóti fyrir ungbörn, sérstaklega þegar þau eru í tanntöku. Sophie gírafinn er með litlu gati því þegar börnin kreysta hann eða naga þá heyrist ákveðið hljóð sem börnum þykir mjög skemmtilegt.… Lesa meira

Ný auglýsingaherferð frá Krafti vekur athygli – Frægir „bera á sér skallann“

Lífið er núna – það þarf kraft til að takast á við krabbamein eru einkennisorð fyrir nýtt átak Krafts og vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Myndir í tengslum við átakið eru byrjaðar að fá athygli á samfélagsmiðlum. Átakið hófst í gær og stendur til 4. febrúar, sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Segir á heimasíðu átaksins: Herferðin snýr að því að safna mánaðarlegum styrktaraðilum fyrir starfsemi Krafts þannig að félagið geti haldið áfram að styðja við bakið á því unga fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum þess. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 40… Lesa meira

Umsóknarfrestur fyrir að þátttöku á RFF N°7 rennur út á miðnætti!

Við á Bleikt erum að tapa okkur af spenningi yfir því að Reykjavík Fashion Festival verði haldið á þessu ári, nánar tiltekið 23. til 26.mars næstkomandi. RFF N°7 er haldið af ótrúlega flottu teymi og hlökkum við mikið til sjá hvað íslensku hönnuðirnir ætla að kynna á sýningunum í Hörpu. Þátttaka á RFF er æðislegt tækifæri fyrir hönnuði að kynna sig fyrir heiminum með jákvæðum hætti. Við vildum minna á að enn er tími fyrir áhugasama hönnuði að sækja um að taka þátt í RFF N°7. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti í kvöld, laugardaginn 7.janúar. Fagnefnd úrskurðar fer svo yfir… Lesa meira

Tveggja ára drengur bjargaði tvíbura sínum undan kommóðu – Átakanlegt myndband

Þegar tveggja ára tvíburabræðurnir Bowdy og Brock voru að leika sér í herbergi sínu tóku þeir upp á því að klifra ofan í kommóðuskúffur. Kommóðan var ekki veggfest og valt því á gólfið yfir strákana. Brock festist undir henni og náði ekki að losa sig en þá kom Bowdy bróðir hans til bjargar. Myndband af atvikinu náðist á myndavél á barnapíutæki í herbergi drengjanna en í Bandaríkjunum er algengt að foreldrar fylgist með börnum sínum með þeim hætti á nóttunni. https://www.youtube.com/watch?v=EtsrIpeMIkE Foreldrarnir heyrðu kommóðuna ekki detta en þegar móðir drengjanna kom inn í herbergið sá hún hana á hlið á gólfinu.… Lesa meira

Erna Kristín safnaði 1,7 milljón fyrir vannærð ungabörn: „214 börn fá meðferð“

Erna Kristín listakona og bloggari stóð fyrir frábæru framtaki núna í desember en hún setti af stað söfnun fyrir meðferð á vannærðum ungabörnum. Lofaði hún að raka af sér hárið ef hún myndi ná að safna tveimur milljónum fyrir áramótin. Það tókst ekki en Erna Kristín er samt virkilega ánægð með árangurinn sem rennur til Nígeríu í gegnum UNICEF. Erna Kristín Safnaði rúmlega 1,7 milljón fyrir áramótin. Í samtali við Bleikt sagði hún að þessi viðbrögð Íslendinga við söfnuninni hennar hafi ekki komið á óvart. "Ég tel flesta Íslendinga vera hjálpsama og tilbúna til þess að aðstoða þá sem þurfa.… Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Við óskum lesendum gleðilegs árs og þökkum alveg ótrúlega góðar viðtökur við Bleikt greinum og viðtölum á árinu. Við þökkum ykkur kæru lesendur fyrir samfylgdina og skemmtilegu skilaboðin á árinu 2016 og hlökkum til að kynna fyrir ykkur fleiri spennandi nýjungar og skemmtileg ný samstarfsverkefni hjá Bleikt framundan árið 2017. Lesa meira

Vinsælustu fréttir ársins 2016 á Bleikt

Í lok ársins er skemmtilegt að rifja upp færslur ársins og skoða hvað stóð upp úr. Hér er listi yfir þær tíu fréttir sem voru mest lesnar á síðunni Bleikt á árinu 2016. 10. Krúttlegasta myndbandið frá leiknum í gær: Íslenskir leikmenn hlupu í arma ástvina http://bleikt.pressan.is/lesa/kruttlegasta-myndbandid-fra-leiknum-i-gaer-islenskir-leikmenn-hlupu-i-arma-astvina/ 9. Skapofsaköst barna eru ekki frekja http://bleikt.pressan.is/lesa/skapofsakost-barna-eru-ekki-frekja/ 8. Verða fingur þínir stundum fölir og kaldir? Þá skaltu lesa þetta! http://bleikt.pressan.is/lesa/verda-fingur-thinir-stundum-folir-og-kaldir-tha-skaltu-lesa-thetta/ 7. Mundu eftir þessari ljósmynd næst þegar þú veltir fyrir þér hvort pilsið sé of stutt http://bleikt.pressan.is/lesa/mundu-eftir-thessari-ljosmynd-naest-thegar-thu-veltir-fyrir-ther-hvort-pilsid-se-of-stutt/ 6. Til mannsins sem myndaði bílinn minn http://bleikt.pressan.is/lesa/til-mannsins-sem-myndadi-bilinn-minn/ 5. Jenný Jóhannsdóttir: „Ég var komin með algjört… Lesa meira

Vilt þú vinna VIP miða á RFF N°7?

Í tilefni að því að Reykjavík Fashion Festival var að kynna nýtt útlit ætlar RFF að gefa fyrstu tvo VIP miðana á hátíðina. Til þess að vera með þarftu að fylgja RFF  á Facebook og merkja í Facebook færslunni um leikinn HÉR hvaða vini þú myndir bjóða með þér. Hátíðin verður 23. - 26. mars 2017 í Hörpu. Til að auka vinningslíkur er einnig hægt að merkja vin á Instagram síðu RFF. Dregið verður út 2. janúar 2017. Við hvetjum ykkur kæru lesendur til þess að fylgja Reykjavík Fashion Festival á Snapchat undir RFF_IS til fylgjast með undirbúningi hátíðarinnar. Smelltu… Lesa meira

Gleðileg jól

Ritstjórn Bleikt óskar ykkur lesendum gleðilegra jóla. Við þökkum ykkur fyrir samfylgdina á árinu og hlökkum til að kynna fyrir ykkur fleiri spennandi nýjungar hjá Bleikt á næsta ári. Hafið það gott um hátíðarnar og njótið samverustundanna með fólkinu ykkar. Verið góð við hvort annað!   Jólakveðja, Ritstjórn Lesa meira

RFF hátíð N°7 verður haldin 23.-26.mars 2017!

Reykjavík Fashion Festival tilkynnti í dag að hátíð N°7 verður haldin daganna 23.-26. mars á næsta ári. Að þessu sinni mun hátíðin vera haldin samhliða Hönnunarmars 2017. Viðburðir munu fara fram í Silfurbergi, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Hörpu. Opnað hefur verið fyrir umsóknir á heimasíðu RFF en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 7. janúar. Hægt er að finna umsókn á heimasíðu hátíðarinnar en þar er byrjuð niðurtalning að þessum flotta viðburði. Fyrsta Reykjavik Fashion Festival hátíðin var haldin í marsmánuði árið 2010 og hefur hún verið haldin reglulega síðan. Hátt í 180 manns taka þátt í undirbúningi RFF ár hvert… Lesa meira

Íslenskar dagbækur slá í gegn – Þessar eru í uppáhaldi hjá mér!

Nú styttist í árið 2017 og ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja árið 2017! Fyrir mér er mikilvægur þáttur í skipulagningu á nýju ári að eignast góða dagbók. Það er komið mikið úrval af Íslenskum dagbókum sem hver hefur sína kosti og galla. Allir ættu því að geta fundið dagbók við sitt hæfi án þess að þurfa að panta dagbókina erlendis frá. Hér fyrir neðan er umfjöllun um fimm ólíkar dagbækur sem okkur finnst virkilega vandaðar, gagnlegar og sniðugar. Úlfur dagbók frá Two Peas Úlfabókin er alveg einstaklega flott hönnuð og hún er frábær fyrir þá sem kjósa… Lesa meira

Bók Bergrúnar líka leikfang: „Af hverju ekki að kenna þeim að þekkja orð yfir skrúfjárn og skiptilykil?“

Bergrún Íris Sævarsdóttir var að gefa út bókina Besta bílabókin og er hún alveg einstaklega skemmtilega hönnuð. Bergrún Íris hefur þegar vakið verðskuldaða athygli fyrir barnabækur sínar og teikningar í barnabókum eftir aðra. Þessi nýja bók er ekki bara til að lesa heldur er hún fróðlegt og skemmtilegt leikfang fyrir barnið líka. Ég fékk að heyra meira um þessa sniðugu hugmynd Hvernig fékkstu hugmyndina að þessari bók? Sonur minn lét dótabíl keyra yfir blaðsíðu bókar sem ég las fyrir hann eitt kvöldið fyrir háttatímann. Þá datt mér í hug að gaman væri að búa til harmonikkubók með götu og láta… Lesa meira

Lady Gaga er með áfallastreituröskun vegna nauðgunar

Söngkonan Lady Gaga sagði frá því í fyrsta skipti fyrir tveimur árum að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 19 ára gömul en það tók hana sjö ár að segja frá því. Í viðtali við Today Show sem sýnt var á NBC á mánudag opnaði Lady Gaga sig um að hún hefur þjáðst á hverjum degi síðan. "Ég er með geðröskun, ég þjáist af áfallastreituröskun. Ég hef aldrei sagt neinum frá þessu áður," sagði Lady Gaga þegar hún ræddi við fólk í skýli fyrir heimilislaus LGBT ungmenni. Færði hún þeim gjafir og hvatti þau til þess að sýna öðrum… Lesa meira