Súkkulaði-Hnetusmjörs kökur

Dásamlega góð og sykurlítil uppskrift af kökum sem hægt er að hafa á boðstólnum yfir áramótin eða bara hvenar sem er. Við höfum öll gott af því að minnka sykurinn í mataræðinu okkar! Kökurnar: 1 bolli mjúkt smjör 110 gr fínmöluð strásæta, VíaHealth 2 tsk vanillukorn 2 egg 3 msk sterkt uppáhelt kaffi 300 gr fínt spelt 50 gr kakó duft 1 tsk matarsodi ½ tsk sjávarsalt 150 gr saxað 70% súkkulaði 100 gr súkkulaði til að bræða   Hnetusmjörskúlur: 100 gr strásæta með stevíu, ViaHealth 200 gr fínt hnetusmjör 1 tsk vanillukorn Þeytið þetta þar til fluffy.  Kælið í 15… Lesa meira

Að halda haus og heilsu yfir jólin!

Nú er jólahátíðin framundan og oft erfitt að halda jafnvægi á mataræðinu. Hér eru nokkur góð ráð:   Byrjaðu alla morgna á næringarríkum morgunmat: Dæmi: ½ dl haframjöl,  1 msk chiafræ,  2 msk trönuber og 1 tsk kanill Allt sett í pott ásamt 2 dl af vatni, sjóðið í 5 min Bætið þá við 2 msk af soðnu  kínóa og hitið í 1 min og setjið í skál. 2 msk af hreinu vanillu próteini eða jógúrti bætt saman við grautinn eða borða það sér! 10 valhnetur eða möndlur, saxað og stráð yfir. Þessi saðsami og næringarríki morgunverður fyllir þig og… Lesa meira

Holl og góð íssamloka

Þessi er tilvalin til þess að fá sér tveimur tímum fyrir æfingu eða borða þetta með próteindrykknum eftir æfingu! Haframjölið innihelur flókin kolvetni og trefjar, auk ýmis vítamín og steinefni. Þau eru stútfullt af vatnsleysanlegum trefjum sem stuðla að lækkun blóðkólesteróls, en hátt kólesteról í blóði er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.   Bananar eru mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki. Góð orka fyrir alla!   Macaduft eykur einbeitningu, úthald, orku og frjósemi.   Kanill bætir meltingu og dregur úr gasmyndun. Hann getur stöðvað… Lesa meira

Af hverju þú ættir að nota chiafræ

Chiafræin eru rík af omega-3 fitusýrum og eru frábær fyrir hjartað. Þau innihalda andoxunarefni sem vinna gegn bólgum í líkamanum. Þau eru prótein rík, en flestir sem koma til mín eru að fá alltof lítið af próteini úr fæðunni! Chiafræin eru trefjarík og mjög góð fyrir meltinguna. Þau innihalda einnig steinefni og kalk og eru glútenlaus. Þegar þú blandar chia-fræjum saman við vatn þenjast þau út og verða hlaupkennd. Þau gefa góða og langvarandi mettun sem verður til þess að þú innbyrðir minna magn af mat og sparar þér um leið nokkrar hitaeiningar! Það er hægt að nota chiafræin í… Lesa meira

„Góður svefn, vatn og bros er ódýrasta og besta leiðin til lifa góðu lífi “

Telma Matthíasdóttir er búin að vera í líkamsræktargeiranum í 12 ár. Hún heldur uppi heimasíðunni Fitubrennsla.is þar sem hún ráðleggur fólki um allt milli himins og jarðar tengt heilsu, hreyfingu og matarræði. Við ræddum við Telmu og fengum nokkrar ráðleggingar fyrir lesendur. Varst þú jafn virk í íþróttum sem barn og unglingur? Ég var ekki virk heldur ofvirk, æfði nánast allt sem hægt var þó lengst af skíðagöngu í 12 ár og fótbolta 15 ár. Á veturnar smellti maður á sig skíðin við útidyrnar og kom sér á æfingu. Svo þegar snjórinn hvarf þá tóku takkaskórnir við! Ég synti mjög… Lesa meira