Þreytta úthverfamamman er að tapa sér á aðventunni!

Aðventan. Ekki bara aðventukrans (heimatilbúinn með hnýttum borðum og könglum tíndum í Heiðmörk), heldur líka útiseríur (ekki hallærislegar blikkandi heldur eintóna, keypta á súperafslætti í nóvember, í stíl við það sem öll húsaröðin er með), að ógleymdum hurðakransinum fagra sem skapaður var á vinkonukvöldi. „Sem var rosa kósi,“ segir hún á innsoginu. Laufabrauðsgerðin. Sörugerðin. Heimagerðar jólagjafir. Þrifin og föndrið! Skólaföndur, leikskólaföndur, kirkjuföndur. Og böllin! Reyndar eru þau eina stundin sem ég get setið og troðið í mig smákökum sem aðrar þreyttar ofurmæður hafa bakað meðan börnin troða í sig jólasveinanammi. Það er ansi næs. Súkkulaði, smágjafir og skór Eigum við… Lesa meira

Barnaafmæli eru að gera úthverfamömmuna brjálaða!

Afmælisveislur. Hverjum á að bjóða og hverjum ekki. Bara strákunum? Bara stelpunum? Öllum árgangnum eða öllum bekknum? Ég er að verða brjáluð! Ég er búin að eiga svo endalaust margar umræður um þetta málefni við foreldra í hinum ýmsu árgöngum í úthverfaskólum þeim sem börnin mín sækja. Allir virðast vera sammála um að það eigi ekki að skilja útundan og að það eigi að vera samstaða. Afhverju í ósköpunum eru þá alltaf einhverjir útundan. Þeir sem ekki fá boð, og það er að sjálfsögðu „alveg óvart‟! Að kynjaskipta virðist eiga að vera skothelt. „Svo gasalega mikil samheldni í stelpuhópnum/strákahópnum“ segja foreldrar. Það er lúmsk leið… Lesa meira

Úthverfamamman elskar Minecraft og Youtube – „Pixluð himnasending!‟

„Elskurnar mínar fá bara klukkustundar tölvunotkun á viku. Og eiga enga síma. Og horfa bara á barnatímann á RÚV. Gegn því að gera heimalærdóminn daglega og búa um rúmið strax eftir morgunmat.“ Þetta sagði samstarfskona mín á innsoginu án þess að blikka augum svo mikið sem einu sinni. Sjálfsagt bjóst hún við því að ég myndi fara að afsaka mig, dást að foreldrastaðfestunni eða rífa upp snjallsímann og dæla yfir hana dæmisögum af vatnsgreiddum börnum sem leika sér að tréleikföngum sem ég svo instagramma af áfergju. Á skjannahvítu gólfteppinu. Með Epal-húsgögnin allsráðandi. Og Iittala skálar með heilsunammi innan seilingar. Jújú,… Lesa meira

„Njóttu núna meðan þau eru lítil“… og annað bull sem fer í taugarnar á þreyttu úthverfamömmunni!

„Njóttu núna meðan þau eru lítil“ „Þessi tími mun aldrei koma aftur“ Báðar þessar setningar er bara hægt að segja þegar litið er um öxl. Hér um bil 10 árum seinna. Ef ljósmóðirin hefði sagt við mig í miðri fæðingu að minningin um skerandi sársaukann sem fékk mér til að líða eins og ég væri að rifna í tvennt ætti eftir að dofna, hefði ég kýlt hana. Kalda. Þetta er vel meint en algjörlega gagnslaust meðan á erfiðu tímabili stendur. „Ertu alveg viss um að þig langi ekki í fleiri? Aldrei segja aldrei!“ „Áttu bara (ákveðið kyn), langar þig ekki… Lesa meira

Um kríli, krúttbaunir, hjörtu og gullmola – Þreytta úthverfamamman talar!

Okkur á Bleikt er sönn ánægja að kynna til sögunnar nýjan penna, þreyttu úthverfamömmuna, sem ætlar að draga okkur aðeins niður á jörðina. Hún er ekki alveg sammála glansmyndunum sem okkur birtast í gegnum mömmubloggarana. Ónei - hún horfist í augu við vesenið, djöfulganginn og bugunina sem fylgir því að vera mamma - og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með. Við bjóðum þreyttu úthverfamömmuna velkomna á Bleikt! Kríli Ófædda barnið mitt var ávarpað af bankastofnun sem kríli. Og það stuðaði mig alveg sjúklega. Þegar ég var á fyrsta mánuði með fyrsta barn, buguð af svefnleysi og brjóstin gjörsamlega að springa… Lesa meira